be Rauðhærði útlendingurinn

online

{Rauðhærði útlendingurinn } spacer
spacer

This page is powered by Blogger. Is yours?

spacer
powered by blogger

Íslendingar

Ásdís frænka
Bendt
Danni
Disco Dóri
Dísa skvísa
DJ Diljá
Eiríkur
Guðjón
Gummi Jóh
Gunna frænka
HÁS
Hlynur
Ívar
Jóinn
Kolla
Kreisígörl
Lára babe
Lukka
Maj-Britt
Ziggy
Vigdís
Örn Ingi og Elín

Danir

Ásta
Bryndís
Davíð
Elva
Freyja
Gummi
Gunnhildur
Gunni
Harpa og Elvar
Heiðdís
Helena
Hjördís
Katla
Kolla
Margrét Lára
Ragnheiður
Sigurrós
Sólveig

Daglegir linkar fyrir mig

Skólinn minn
FÍLÓ
FÍLD
FADL
medicalstudent.dk
doctor.is
Odense


{þriðjudagur, mars 28, 2006}

 
Pabbi minn saknar þess að ég er ekki lítil lengur....

...þegar ég var lítil þá sungum við alltaf saman úr söngvabók heilu kvöldstundirnar og hann hlýddi mér yfir ljóð sem afi orti. Ég kunni ljóðin hans einu sinni utanað....þarf að fara að rifja þau upp. Pabbi var líka vanur að segja við mig "Hver er sætust?" og þá svaraði ég alltaf voða stolt "ÉG!!!".

Pabbi var að koma núna heim alveg sármóðgaður við mig. Hann hafði verið á msn að tala við mig í dag:

Jón says: hver er sætust í landi hér?
Sara says: Mjallhvít
Jón says: heitir þú Mjallhvít?
Sara says: nei
Jón says: hver er sætust í raunveruleikanum
Sara says: Mjallhvít
Jón says: ekki segja Mjallhvít
Sara says: æ, hættu, ég nenni þessu ekki

Já, pabbi sagði við mig núna áðan rosa móðgaður að hann hafi haldið að hann hafi verið að tala við sömu stelpuna og fyrir 20 árum síðan. "mér er bara sagt að hætta!!". Hahaha, gat ekki annað en fundist hann sætur karlinn.

posted by benony 1:45:00 f.h.


{mánudagur, mars 27, 2006}

 
Ég er öll marin á fótleggjunum....

....eftir djamm helgarinnar. Ef ég myndi deyja á morgun og færi í krufningu myndu krufningalæknarnir halda að ég hefði verið í pyndingum og einhver hefði sparkað í hnéskeljarnar á mér trekk í trekk. Þeim myndi örugglega ekki detta í hug að ég hefði verið að slæda eftir gólfinu heima hjá vinum mínum í trylltum dansi með 38 stiga hita svo dansfélaginn gæti stokkið yfir mig. Svei mér þá ég held ekki. :D


Og annað....mamma sagði við mig áðan að fara út í búð og kaupa eina Coke Light og eina Coke Sprite. Er það ný tegund??

posted by benony 1:57:00 f.h.


{laugardagur, mars 25, 2006}

 
JR: Ég las það bara í Samúel að þú værir komin til landsins!!

posted by benony 9:20:00 e.h.


{föstudagur, mars 24, 2006}

 
Okey krakkar!!!

Ég er heima að horfa á Taggart bara as I speak!!! Og Taggart er meira að segja dáinn þannig að þetta er Taggart án Taggarts. En kommon krakkar er þetta ekki ávísun á rokkprik hérna. Það er föstudagskvöld, ég er laslegri en þig hafið nokkurntímann séð mig og Taggart er í sjónvarpinu. Kommon krakkar, þetta hljóta að vera rokkprik!!!!!!!

posted by benony 11:56:00 e.h.


{miðvikudagur, mars 22, 2006}

 
Smá fréttir....

Já, nú er komið að því sem ég óttaðist. Ég er sjúgandi upp í nefið og er með kuldahroll. Sit undir sæng alveg dúðuð og er að reyna að hvíla mig svo ég komist á djammið um helgina. Alveg er maður kreisý. :)

Annars er búið að vera æði hjá mér síðan ég kom heim en þarf að passa mig að ég verði ekki of heimakomin hérna á Íslandi. Það er bara svo margt fólk hér sem mér þykir svo vænt um og gott að geta bara slappað af og verið maður sjálfur.

Fólkið á heilsugæslunni er allt svo gott við mig og ég er svo þakklát fyrir hvað þau eru þolinmóð að vilja kenna mér. Í dag fór ég með einni af ljósmóðurinni í heimavitjanir til að skoða nýfæddu börnin, ræða við mömmurnar og vigta börnin. Í gær var ég svo að þreifa á bumbum hjá konum sem eru komnar á 38 viku og athuga hvort barnið er búið að skorða sig og segja til um hvernig barnið liggur í maganum. Þetta var rosalega gaman og í fyrsta skipti sem ég heyri hvernig á að bera sig að við skoðun á svona bumbum. Ég kem að allskonar hlutum, bæði að skoða ungbörn og gamalt fólk og rannsaka bakteríur og allskonar. Mér finnst þetta frábært.

Ég er aðeins byrjuð að læra á píanó. Sat með Bjarka mági við píanóið og honum fannst ég fljót að læra. Mig langar á námskeið og læra þetta en fyrst ætla ég að tékka hvað ég kemst langt sjálf með hjálp frá fjölskyldumeðlimum.

Svo er ég þess á milli að knúsa þetta krútt

posted by benony 11:51:00 e.h.


{þriðjudagur, mars 14, 2006}

 
Stór dagur í mínu lífi....

...ég fór með pabba í búð áðan og keypti mér hlustunarpípu. Mína allra fyrstu hlustunarpípu..og hún er svo falleg :)

posted by benony 7:08:00 e.h.


{mánudagur, mars 13, 2006}

 
Frábær dagur...

Var að byrja í verknámi í dag hjá heimilislækni og átti frábæran og spennandi dag. Mér var tekið með svo opnum örmum að það var engu lagi líkt. Mér var úthlutað eigin skrifstofa með interneti og öllu tilheyrandi. Þar get ég haft aðsetur þegar lítið er að gera og lesið og aflað mér upplýsinga. Ég mun næstu þrjár vikur vera í ungbarnaeftirliti og almennum vitjunum með læknunum og hjúkrunarfræðingunum. úff, þetta er svo gaman.

Besta við þetta allt saman er að ég komst að því að ég veit meira en ég hélt og ég var búin að hræðast svo mikið spurningar frá sérfræðingunum en ég gat alveg svarað flestu sem hann spurði mig. Það er góð tilfinning. Svo kemur kannski morgundagurinn þar sem ég get ekki svarað neinu, en þá læri ég bara af því. :)

En allavega ég er mjög glöð núna og spennt fyrir næstu dögum ;)

posted by benony 7:16:00 e.h.


{laugardagur, mars 11, 2006}

 
Odense fréttir:

Leitað er eftir rauðhærðum útlending einhversstaðar á vappi. Síðast sást til hans bograst með ferðatösku og skólatösku á leið að lestastöðinni raulandi lagstúf "Goodbye my lover....goodbye my friend...you have been the one for me". Rauðhærði útlendingurinn er rauðhærður, eiltítið rangeygður með gúffítennur og oddhvasst nef. Allar upplýsingar vel þegnar hjá vinum og ættingjum hans.posted by benony 5:12:00 f.h.


{mánudagur, mars 06, 2006}

 
Rauði útlendingurinn

Hún: Ertu með brúnkukrem í andlitinu?
Ég: Nei nei
Hún: ó, það er alveg eins
Ég: Nú, finnst þér ég vera brún? (rosa ánægð)
Hún: Nei, bara svona rauð!!

YES!!!!

posted by benony 12:15:00 f.h.


{laugardagur, mars 04, 2006}

 
Dagurinn sem leið....

-Kennarinn gerði grín að mér fyrir framan allan bekkinn þegar ég læddist alltof seint inní tíma "JA, MEN UNGE DAME.....DU KOMMER GODT NOK ALT FOR SENT!!!". Krakkarnir hlógu

-Borgaði hæsta símreikning sem ég hef fengið....alltof mörg símtöl til Íslands, ohh :s.

-Konan í bankanum talaði við mig eins og ég væri krimmi þegar ég bað um Dankort. Það var eins og ég væri að biðja um að fá að ræna bankann...get svarið það.

-Kom út úr bankanum og steig ofaní þykka, gula pulsu ælu alveg þannig að ég sökk með fótinn ofan í hana.

-Öskraði "WWWWHHHHHHHHYYYYYYYYY" og horfði til himins eftir að ég var búin að stíga í gulu þykku pulsu æluna.

-las of lítið

betri dagurinn sem er að byrja...alveg viss :)

posted by benony 1:57:00 f.h.

spacer