Eftir þriggja sólarhringastress er lítil Nína fædd. Ég er búin að vera á tauginni og gat ekkert sofið í alla nótt því ég hafði ekki fengið neina frétt af elsku vinkonu minni sem er búin að vera verkjuð síðan klukkan þrjú fyrir þrem dögum. Alveg búin að vera hoppandi síðan að ég fékk símtalið frá grátandi systur sem var svo glöð yfir að þetta var búið og litla loksins fædd.
Elsku Brynja og Robbi til hamingju með litlu stelpuna ykkar. Brynja þú ert búin að vera algjör hetja og Drífa þú líka. Ég hlakka svo til að sjá hana því án efa verður hún syngjandi beauty eins og mamma sín. Mér finnst ég eiga ansi mikið í þessari litlu stelpu og því stór dagur í lífi okkar vinkvenna. posted by benony 4:50:00 e.h.
sunnudagur, apríl 16, 2006
"Sá sem ekkert hirðir um himnaríki, en er ánægður þar sem hann er, er þegar í himnaríki"
Gleðilega páska kæru vinir! posted by benony 10:21:00 e.h.
þriðjudagur, apríl 11, 2006
Knúsa litla var skírð ELÍSA. posted by benony 1:48:00 f.h.
laugardagur, apríl 01, 2006
Ég kvaddi heilsugæsluna á föstudaginn....
...og lauk þar með þessu þriggja vikna námi sem ég átti að vera með heimilislækni. ÉG náði góðu trúnói með yfirlækninum þar sem við töluðum um það hvernig það er að vera læknanemi og hann peppaði mig þvílíkt upp. Hann sagði við mig að hann vildi gjarnan fá mig til það vinna þegar ég tek kandidatsárið þannig að ég var sátt. Hann hefur þá ekkert verið að æla yfir mér þarna. Ég er svo að byrja á mánudaginn á Landspítalanum í Fossvogi á hjartadeild...held ég! Það verður eitthvað spennandi að vita hvernig mánudagurninn verður þar sem ég hef ekkert plan fengið né gögn því það er alltaf verið að gleyma mér. Jæja, sjáum til, ég mæti galvösk og vona að þau finni fyrir mig einhvern stað til að vera á.
Jæja, ég var að klippa mig í morgun og mér finnst mikil breyting á mér. Hárgreiðslukonan sagði við mig "Ég ætla sko að breyta þér kerling" þannig að það hljómaði eins og hún væri ekki alveg að digga mig eins og ég var. En ég diggaði mig kannski ekkert voða mikið sjálf, og nú er ég bara að venjast hinni nýju Söru.
Er að hugsa um að hrista aðeins rassinn í kvöld og svo fara í fermingu á morgun til vinar míns hans Unndórs. Ég bauð Unndóri eftirminnilega í bíó á "Spy kids" þegar hann var 9 ára. Unndór rétti mér pakka þegarég kom að sækja hann sem hafði að geyma ilmvatn. Þetta var alveg ekta deit. Á morgun er hann að fermast og ég ætla að fagna með honum. posted by benony 7:35:00 e.h.
þriðjudagur, mars 28, 2006
Pabbi minn saknar þess að ég er ekki lítil lengur....
...þegar ég var lítil þá sungum við alltaf saman úr söngvabók heilu kvöldstundirnar og hann hlýddi mér yfir ljóð sem afi orti. Ég kunni ljóðin hans einu sinni utanað....þarf að fara að rifja þau upp. Pabbi var líka vanur að segja við mig "Hver er sætust?" og þá svaraði ég alltaf voða stolt "ÉG!!!".
Pabbi var að koma núna heim alveg sármóðgaður við mig. Hann hafði verið á msn að tala við mig í dag:
Jón says: hver er sætust í landi hér? Sara says: Mjallhvít Jón says: heitir þú Mjallhvít? Sara says: nei Jón says: hver er sætust í raunveruleikanum Sara says: Mjallhvít Jón says: ekki segja Mjallhvít Sara says: æ, hættu, ég nenni þessu ekki
Já, pabbi sagði við mig núna áðan rosa móðgaður að hann hafi haldið að hann hafi verið að tala við sömu stelpuna og fyrir 20 árum síðan. "mér er bara sagt að hætta!!". Hahaha, gat ekki annað en fundist hann sætur karlinn. posted by benony 1:45:00 f.h.
mánudagur, mars 27, 2006
Ég er öll marin á fótleggjunum....
....eftir djamm helgarinnar. Ef ég myndi deyja á morgun og færi í krufningu myndu krufningalæknarnir halda að ég hefði verið í pyndingum og einhver hefði sparkað í hnéskeljarnar á mér trekk í trekk. Þeim myndi örugglega ekki detta í hug að ég hefði verið að slæda eftir gólfinu heima hjá vinum mínum í trylltum dansi með 38 stiga hita svo dansfélaginn gæti stokkið yfir mig. Svei mér þá ég held ekki. :D
Og annað....mamma sagði við mig áðan að fara út í búð og kaupa eina Coke Light og eina Coke Sprite. Er það ný tegund?? posted by benony 1:57:00 f.h.
laugardagur, mars 25, 2006
JR: Ég las það bara í Samúel að þú værir komin til landsins!! posted by benony 9:20:00 e.h.
föstudagur, mars 24, 2006
Okey krakkar!!!
Ég er heima að horfa á Taggart bara as I speak!!! Og Taggart er meira að segja dáinn þannig að þetta er Taggart án Taggarts. En kommon krakkar er þetta ekki ávísun á rokkprik hérna. Það er föstudagskvöld, ég er laslegri en þig hafið nokkurntímann séð mig og Taggart er í sjónvarpinu. Kommon krakkar, þetta hljóta að vera rokkprik!!!!!!! posted by benony 11:56:00 e.h.
miðvikudagur, mars 22, 2006
Smá fréttir....
Já, nú er komið að því sem ég óttaðist. Ég er sjúgandi upp í nefið og er með kuldahroll. Sit undir sæng alveg dúðuð og er að reyna að hvíla mig svo ég komist á djammið um helgina. Alveg er maður kreisý. :)
Annars er búið að vera æði hjá mér síðan ég kom heim en þarf að passa mig að ég verði ekki of heimakomin hérna á Íslandi. Það er bara svo margt fólk hér sem mér þykir svo vænt um og gott að geta bara slappað af og verið maður sjálfur.
Fólkið á heilsugæslunni er allt svo gott við mig og ég er svo þakklát fyrir hvað þau eru þolinmóð að vilja kenna mér. Í dag fór ég með einni af ljósmóðurinni í heimavitjanir til að skoða nýfæddu börnin, ræða við mömmurnar og vigta börnin. Í gær var ég svo að þreifa á bumbum hjá konum sem eru komnar á 38 viku og athuga hvort barnið er búið að skorða sig og segja til um hvernig barnið liggur í maganum. Þetta var rosalega gaman og í fyrsta skipti sem ég heyri hvernig á að bera sig að við skoðun á svona bumbum. Ég kem að allskonar hlutum, bæði að skoða ungbörn og gamalt fólk og rannsaka bakteríur og allskonar. Mér finnst þetta frábært.
Ég er aðeins byrjuð að læra á píanó. Sat með Bjarka mági við píanóið og honum fannst ég fljót að læra. Mig langar á námskeið og læra þetta en fyrst ætla ég að tékka hvað ég kemst langt sjálf með hjálp frá fjölskyldumeðlimum.
Svo er ég þess á milli að knúsa þetta krútt posted by benony 11:51:00 e.h.
þriðjudagur, mars 14, 2006
Stór dagur í mínu lífi....
...ég fór með pabba í búð áðan og keypti mér hlustunarpípu. Mína allra fyrstu hlustunarpípu..og hún er svo falleg :) posted by benony 7:08:00 e.h.