Eins og sést á myndunum þá létum við okkur ekki leiðast í Aarhus um helgina og áttum gott djamm. Ég er reyndar mjög steikt í hausnum núna því við tókum lestina tilbaka klukkan 7 í morgun og vorum komin til odense um hálf níu þannig að ég er ekki búin að sofa neitt mjög mikið. Fyndnast við kvöldið: Fékk að dansa við Tarsan (ekki mikið klæddur) og sjóræningja þar sem það er festilavn og danir elska að klæða sig upp í búninga. Ég kvarta ekki... hehe
Frábært að hitta Vigdísi og gaman að fá djamm með henni. Hún mætti frá Kaupmannahöfn og mér fannst það alveg hápunkturinn. Gaman að hitta þig Vigdís mín. :)
Við biðum á lestarstöðinni frá 6 til 7 í miklum kulda og það var án efa erfiðast við þetta djamm. Ragnheiður mátti ekki gera neitt meðan við biðum því þarna voru verðir sem voru alltaf að koma og gefa henni áminningu. Hún mátti ekki setja fæturnar upp á bekkinn, hún mátti ekki taka myndir og hvorki mátti hún anda né sýna svipbrigði. Í miðjum samtölum þurfti Ragnheiður að hlaupa út og anda með miklum tilburðum svo hún myndi ekki kafna þarna inni hjá okkur. Já, stundum er erfitt að vera Ragnheiður. :p posted by benony 10:41:00 e.h.
mánudagur, febrúar 20, 2006
Kreisý dagur...vona að ég geti sofnað í kvöld.
Byrjaði í skólanum í dag og það var rosalegt. Eftir hvert próf heldur maður alltaf að eitthvað auðveldara taki við en svo uppgötvar maður að þetta sé sko aldeilis ekki búið. Ég var að byrja í þriggja vikna blokk um bakteríufræði, vírusfræði, ónæmisfræði og meinafræði. já, semsagt tæpar þrjár vikur í próf og þetta er þvílíkt lesefni, en mér finnst þetta rosalega spennandi og ég ætla bara að reyna að skemmta mér í þessu næstu vikurnar. Ég er orðin svo þreytt á því að vera stressuð....drepst örugglega úr næringarskorti ef ég held því áfram. :)
Kennarinn okkar í dag var svooo hyper að það var yndislegt. Hann var líka svo jákvæður að það var eiginlega bara einum of. Hann hrósaði öllum svo ýkt mikið fyrir spurningarnar sem nemendurnar spurðu og ég flissaði bara að honum. En ég fann hvað þetta skiptir máli, þ.e hvað kennarinn eru jákvæður. Hann var alltaf að hrópa upp yfir sig "OHH, ÞAÐ VERÐUR SVOOO GAMAN HJÁ OKKUR NÆSTU VIKURNAR!!" og ég var bara farin að hlakka til. :) Algjört krútt Svo fengum við vejledere sem eiga að hjálpa okkur með sjúkrasögur og ég fékk sætan vejleder. Mun einbeita mér að því að blikka hann á morgun...einmitt já.
úff, ég er í tímum frá 8-16 á morgun og engin matarpása.
Ég svaf alla leiðina í flugvélinni með örfáum rumskum en annars var ég bara meðvitundarlaus í sætinu. Sá rétt þegar flugfreyjurnar voru að sýna öryggisatriðin en svo datt ég út. Svona á þetta að vera bara :)
Fór með Elvu og Gerði á Óliver í gær og svo fórum við Elva beint í flug. Ég er farin að gera þetta af vana mínum að strjúka af djamminu til Danmerkur. Ekki slæmt. Hitti Tinnu, Hlyn, Guðjón og Bendt og það var gott að sjá þau aðeins svona rétt áður en ég fór. Ég hitti líka gaur sem spurði hvort við Elva værum úr Aðaldal. Hann sagðist bara sjá það á okkur. Frekar fyndið.
Ég er spennt að byrja á nýju efni á morgun í skólanum en ég verð að segja að ég hefði viljað fá aðeins meiri tíma heima. Það er eitthvað við að labba í íslenskri lopapeysu á Íslandi í hreina og kalda loftinu, fá sér ískalt malt og horfa á íslenskar fréttir. Fylgjast með Íslendingum missa sig yfir fuglaflensu og Silvíu Nótt og vera í kringum fjölskylduna sína. En Ísland fer ekki...Ísland er og verður alltaf tilstaðar og tekur vel á móti mér. posted by benony 12:05:00 f.h.
föstudagur, febrúar 17, 2006
Jæja....þá er maður komin í gallann ;) posted by benony 9:57:00 e.h.
fimmtudagur, febrúar 16, 2006
Fyndið að vera á Íslandi og sjá hvað það eru rosalega margar fréttir frá Danmörku. Ég veit bara meira um það sem er að gerast í Danmörku núna heldur en þegar ég er þar. Kannski bara af því ég er ekki nógu dugleg að horfa á danskar fréttir.
Fuglaflensan komin já...ég er ekkert voðalega hrædd við hana, meira hrædd við sprengjur. En maður veit aldrei hvað gerist.... posted by benony 1:43:00 f.h.
miðvikudagur, febrúar 15, 2006
Valentínusardagurinn í gær og ég hélt uppá hann. Ég hitti Hás stelpurnar á Súfustanum þar sem við skiptumst á gjöfum og fékk ég snoturt tattú og snotra nælu með Aids borðanum. Eftir kósý stund með stelpunum tók ég strætó uppí Breiðholt og heimsótti Drífu vinkonu mína. Það var mjög gott að hitta hana eftir allan þennan tíma.
I dag er ég bara búin að vera að sækja um sumarstöður og hringja á gamla vinnustaðinn til að fá meðmæli. Ég er í skýjunum eftir viðtökurnar sem ég fékk þegar ég hringdi þangað. :)
Annars er ég að fá guðson minn og nýfæddu dúlluna í heimsókn til mín og verða þau án efa knúsuð í rot.
Var að búa mér til svona myspace síðu...endilega kíkið á hana.Hér er hún
Var að passa rjómabolluna í dag með mömmu og það var enginn hægðarleikur...eða jú það var HÆGÐAR-leikur en það var samt ekki það sem ég átti við. Sko...það sem ég var að meina var að hann vældi allan daginn og var svo innilega ekki að fíla mig. Þegar Nady sys kom heim hló hann framan í mig og brosti og allt í einu var ég bara æðisleg. Nady þarf semsagt alltaf að vera heima þegar ég passa fyrir hana.
Ég er búin að vera með magapest í dag og þess vegna voru hægðirnar mínar leikur einn eins og kom fram hérna að ofan. Vonandi hættir þetta fljótt.
Ég er búin að hvílast vel á Íslandi og ætla að stússast á morgun og hitta vini. posted by benony 11:18:00 e.h.
föstudagur, febrúar 10, 2006
Nú líður mér vel...komin til fjölskyldunnar minnar til Íslands. Ég verð hér í 9 daga. Ég læt heyra í mér. posted by benony 11:36:00 e.h.