Eftir þriggja sólarhringastress er lítil Nína fædd. Ég er búin að vera á tauginni og gat ekkert sofið í alla nótt því ég hafði ekki fengið neina frétt af elsku vinkonu minni sem er búin að vera verkjuð síðan klukkan þrjú fyrir þrem dögum. Alveg búin að vera hoppandi síðan að ég fékk símtalið frá grátandi systur sem var svo glöð yfir að þetta var búið og litla loksins fædd.
Elsku Brynja og Robbi til hamingju með litlu stelpuna ykkar. Brynja þú ert búin að vera algjör hetja og Drífa þú líka. Ég hlakka svo til að sjá hana því án efa verður hún syngjandi beauty eins og mamma sín. Mér finnst ég eiga ansi mikið í þessari litlu stelpu og því stór dagur í lífi okkar vinkvenna. posted by benony 4:50:00 e.h.
sunnudagur, apríl 16, 2006
"Sá sem ekkert hirðir um himnaríki, en er ánægður þar sem hann er, er þegar í himnaríki"
Gleðilega páska kæru vinir! posted by benony 10:21:00 e.h.
þriðjudagur, apríl 11, 2006
Knúsa litla var skírð ELÍSA. posted by benony 1:48:00 f.h.
laugardagur, apríl 01, 2006
Ég kvaddi heilsugæsluna á föstudaginn....
...og lauk þar með þessu þriggja vikna námi sem ég átti að vera með heimilislækni. ÉG náði góðu trúnói með yfirlækninum þar sem við töluðum um það hvernig það er að vera læknanemi og hann peppaði mig þvílíkt upp. Hann sagði við mig að hann vildi gjarnan fá mig til það vinna þegar ég tek kandidatsárið þannig að ég var sátt. Hann hefur þá ekkert verið að æla yfir mér þarna. Ég er svo að byrja á mánudaginn á Landspítalanum í Fossvogi á hjartadeild...held ég! Það verður eitthvað spennandi að vita hvernig mánudagurninn verður þar sem ég hef ekkert plan fengið né gögn því það er alltaf verið að gleyma mér. Jæja, sjáum til, ég mæti galvösk og vona að þau finni fyrir mig einhvern stað til að vera á.
Jæja, ég var að klippa mig í morgun og mér finnst mikil breyting á mér. Hárgreiðslukonan sagði við mig "Ég ætla sko að breyta þér kerling" þannig að það hljómaði eins og hún væri ekki alveg að digga mig eins og ég var. En ég diggaði mig kannski ekkert voða mikið sjálf, og nú er ég bara að venjast hinni nýju Söru.
Er að hugsa um að hrista aðeins rassinn í kvöld og svo fara í fermingu á morgun til vinar míns hans Unndórs. Ég bauð Unndóri eftirminnilega í bíó á "Spy kids" þegar hann var 9 ára. Unndór rétti mér pakka þegarég kom að sækja hann sem hafði að geyma ilmvatn. Þetta var alveg ekta deit. Á morgun er hann að fermast og ég ætla að fagna með honum. posted by benony 7:35:00 e.h.
þriðjudagur, mars 28, 2006
Pabbi minn saknar þess að ég er ekki lítil lengur....
...þegar ég var lítil þá sungum við alltaf saman úr söngvabók heilu kvöldstundirnar og hann hlýddi mér yfir ljóð sem afi orti. Ég kunni ljóðin hans einu sinni utanað....þarf að fara að rifja þau upp. Pabbi var líka vanur að segja við mig "Hver er sætust?" og þá svaraði ég alltaf voða stolt "ÉG!!!".
Pabbi var að koma núna heim alveg sármóðgaður við mig. Hann hafði verið á msn að tala við mig í dag:
Jón says: hver er sætust í landi hér? Sara says: Mjallhvít Jón says: heitir þú Mjallhvít? Sara says: nei Jón says: hver er sætust í raunveruleikanum Sara says: Mjallhvít Jón says: ekki segja Mjallhvít Sara says: æ, hættu, ég nenni þessu ekki
Já, pabbi sagði við mig núna áðan rosa móðgaður að hann hafi haldið að hann hafi verið að tala við sömu stelpuna og fyrir 20 árum síðan. "mér er bara sagt að hætta!!". Hahaha, gat ekki annað en fundist hann sætur karlinn. posted by benony 1:45:00 f.h.
mánudagur, mars 27, 2006
Ég er öll marin á fótleggjunum....
....eftir djamm helgarinnar. Ef ég myndi deyja á morgun og færi í krufningu myndu krufningalæknarnir halda að ég hefði verið í pyndingum og einhver hefði sparkað í hnéskeljarnar á mér trekk í trekk. Þeim myndi örugglega ekki detta í hug að ég hefði verið að slæda eftir gólfinu heima hjá vinum mínum í trylltum dansi með 38 stiga hita svo dansfélaginn gæti stokkið yfir mig. Svei mér þá ég held ekki. :D
Og annað....mamma sagði við mig áðan að fara út í búð og kaupa eina Coke Light og eina Coke Sprite. Er það ný tegund?? posted by benony 1:57:00 f.h.
laugardagur, mars 25, 2006
JR: Ég las það bara í Samúel að þú værir komin til landsins!! posted by benony 9:20:00 e.h.
föstudagur, mars 24, 2006
Okey krakkar!!!
Ég er heima að horfa á Taggart bara as I speak!!! Og Taggart er meira að segja dáinn þannig að þetta er Taggart án Taggarts. En kommon krakkar er þetta ekki ávísun á rokkprik hérna. Það er föstudagskvöld, ég er laslegri en þig hafið nokkurntímann séð mig og Taggart er í sjónvarpinu. Kommon krakkar, þetta hljóta að vera rokkprik!!!!!!! posted by benony 11:56:00 e.h.
miðvikudagur, mars 22, 2006
Smá fréttir....
Já, nú er komið að því sem ég óttaðist. Ég er sjúgandi upp í nefið og er með kuldahroll. Sit undir sæng alveg dúðuð og er að reyna að hvíla mig svo ég komist á djammið um helgina. Alveg er maður kreisý. :)
Annars er búið að vera æði hjá mér síðan ég kom heim en þarf að passa mig að ég verði ekki of heimakomin hérna á Íslandi. Það er bara svo margt fólk hér sem mér þykir svo vænt um og gott að geta bara slappað af og verið maður sjálfur.
Fólkið á heilsugæslunni er allt svo gott við mig og ég er svo þakklát fyrir hvað þau eru þolinmóð að vilja kenna mér. Í dag fór ég með einni af ljósmóðurinni í heimavitjanir til að skoða nýfæddu börnin, ræða við mömmurnar og vigta börnin. Í gær var ég svo að þreifa á bumbum hjá konum sem eru komnar á 38 viku og athuga hvort barnið er búið að skorða sig og segja til um hvernig barnið liggur í maganum. Þetta var rosalega gaman og í fyrsta skipti sem ég heyri hvernig á að bera sig að við skoðun á svona bumbum. Ég kem að allskonar hlutum, bæði að skoða ungbörn og gamalt fólk og rannsaka bakteríur og allskonar. Mér finnst þetta frábært.
Ég er aðeins byrjuð að læra á píanó. Sat með Bjarka mági við píanóið og honum fannst ég fljót að læra. Mig langar á námskeið og læra þetta en fyrst ætla ég að tékka hvað ég kemst langt sjálf með hjálp frá fjölskyldumeðlimum.
Svo er ég þess á milli að knúsa þetta krútt posted by benony 11:51:00 e.h.
þriðjudagur, mars 14, 2006
Stór dagur í mínu lífi....
...ég fór með pabba í búð áðan og keypti mér hlustunarpípu. Mína allra fyrstu hlustunarpípu..og hún er svo falleg :) posted by benony 7:08:00 e.h.
mánudagur, mars 13, 2006
Frábær dagur...
Var að byrja í verknámi í dag hjá heimilislækni og átti frábæran og spennandi dag. Mér var tekið með svo opnum örmum að það var engu lagi líkt. Mér var úthlutað eigin skrifstofa með interneti og öllu tilheyrandi. Þar get ég haft aðsetur þegar lítið er að gera og lesið og aflað mér upplýsinga. Ég mun næstu þrjár vikur vera í ungbarnaeftirliti og almennum vitjunum með læknunum og hjúkrunarfræðingunum. úff, þetta er svo gaman.
Besta við þetta allt saman er að ég komst að því að ég veit meira en ég hélt og ég var búin að hræðast svo mikið spurningar frá sérfræðingunum en ég gat alveg svarað flestu sem hann spurði mig. Það er góð tilfinning. Svo kemur kannski morgundagurinn þar sem ég get ekki svarað neinu, en þá læri ég bara af því. :)
En allavega ég er mjög glöð núna og spennt fyrir næstu dögum ;) posted by benony 7:16:00 e.h.
laugardagur, mars 11, 2006
Odense fréttir:
Leitað er eftir rauðhærðum útlending einhversstaðar á vappi. Síðast sást til hans bograst með ferðatösku og skólatösku á leið að lestastöðinni raulandi lagstúf "Goodbye my lover....goodbye my friend...you have been the one for me". Rauðhærði útlendingurinn er rauðhærður, eiltítið rangeygður með gúffítennur og oddhvasst nef. Allar upplýsingar vel þegnar hjá vinum og ættingjum hans.
-Kennarinn gerði grín að mér fyrir framan allan bekkinn þegar ég læddist alltof seint inní tíma "JA, MEN UNGE DAME.....DU KOMMER GODT NOK ALT FOR SENT!!!". Krakkarnir hlógu
-Borgaði hæsta símreikning sem ég hef fengið....alltof mörg símtöl til Íslands, ohh :s.
-Konan í bankanum talaði við mig eins og ég væri krimmi þegar ég bað um Dankort. Það var eins og ég væri að biðja um að fá að ræna bankann...get svarið það.
-Kom út úr bankanum og steig ofaní þykka, gula pulsu ælu alveg þannig að ég sökk með fótinn ofan í hana.
-Öskraði "WWWWHHHHHHHHYYYYYYYYY" og horfði til himins eftir að ég var búin að stíga í gulu þykku pulsu æluna.
-las of lítið
betri dagurinn sem er að byrja...alveg viss :) posted by benony 1:57:00 f.h.
sunnudagur, febrúar 26, 2006
Árshátíð læknanema í Árhúsum
Eins og sést á myndunum þá létum við okkur ekki leiðast í Aarhus um helgina og áttum gott djamm. Ég er reyndar mjög steikt í hausnum núna því við tókum lestina tilbaka klukkan 7 í morgun og vorum komin til odense um hálf níu þannig að ég er ekki búin að sofa neitt mjög mikið. Fyndnast við kvöldið: Fékk að dansa við Tarsan (ekki mikið klæddur) og sjóræningja þar sem það er festilavn og danir elska að klæða sig upp í búninga. Ég kvarta ekki... hehe
Frábært að hitta Vigdísi og gaman að fá djamm með henni. Hún mætti frá Kaupmannahöfn og mér fannst það alveg hápunkturinn. Gaman að hitta þig Vigdís mín. :)
Við biðum á lestarstöðinni frá 6 til 7 í miklum kulda og það var án efa erfiðast við þetta djamm. Ragnheiður mátti ekki gera neitt meðan við biðum því þarna voru verðir sem voru alltaf að koma og gefa henni áminningu. Hún mátti ekki setja fæturnar upp á bekkinn, hún mátti ekki taka myndir og hvorki mátti hún anda né sýna svipbrigði. Í miðjum samtölum þurfti Ragnheiður að hlaupa út og anda með miklum tilburðum svo hún myndi ekki kafna þarna inni hjá okkur. Já, stundum er erfitt að vera Ragnheiður. :p posted by benony 10:41:00 e.h.
mánudagur, febrúar 20, 2006
Kreisý dagur...vona að ég geti sofnað í kvöld.
Byrjaði í skólanum í dag og það var rosalegt. Eftir hvert próf heldur maður alltaf að eitthvað auðveldara taki við en svo uppgötvar maður að þetta sé sko aldeilis ekki búið. Ég var að byrja í þriggja vikna blokk um bakteríufræði, vírusfræði, ónæmisfræði og meinafræði. já, semsagt tæpar þrjár vikur í próf og þetta er þvílíkt lesefni, en mér finnst þetta rosalega spennandi og ég ætla bara að reyna að skemmta mér í þessu næstu vikurnar. Ég er orðin svo þreytt á því að vera stressuð....drepst örugglega úr næringarskorti ef ég held því áfram. :)
Kennarinn okkar í dag var svooo hyper að það var yndislegt. Hann var líka svo jákvæður að það var eiginlega bara einum of. Hann hrósaði öllum svo ýkt mikið fyrir spurningarnar sem nemendurnar spurðu og ég flissaði bara að honum. En ég fann hvað þetta skiptir máli, þ.e hvað kennarinn eru jákvæður. Hann var alltaf að hrópa upp yfir sig "OHH, ÞAÐ VERÐUR SVOOO GAMAN HJÁ OKKUR NÆSTU VIKURNAR!!" og ég var bara farin að hlakka til. :) Algjört krútt Svo fengum við vejledere sem eiga að hjálpa okkur með sjúkrasögur og ég fékk sætan vejleder. Mun einbeita mér að því að blikka hann á morgun...einmitt já.
úff, ég er í tímum frá 8-16 á morgun og engin matarpása.
Ég svaf alla leiðina í flugvélinni með örfáum rumskum en annars var ég bara meðvitundarlaus í sætinu. Sá rétt þegar flugfreyjurnar voru að sýna öryggisatriðin en svo datt ég út. Svona á þetta að vera bara :)
Fór með Elvu og Gerði á Óliver í gær og svo fórum við Elva beint í flug. Ég er farin að gera þetta af vana mínum að strjúka af djamminu til Danmerkur. Ekki slæmt. Hitti Tinnu, Hlyn, Guðjón og Bendt og það var gott að sjá þau aðeins svona rétt áður en ég fór. Ég hitti líka gaur sem spurði hvort við Elva værum úr Aðaldal. Hann sagðist bara sjá það á okkur. Frekar fyndið.
Ég er spennt að byrja á nýju efni á morgun í skólanum en ég verð að segja að ég hefði viljað fá aðeins meiri tíma heima. Það er eitthvað við að labba í íslenskri lopapeysu á Íslandi í hreina og kalda loftinu, fá sér ískalt malt og horfa á íslenskar fréttir. Fylgjast með Íslendingum missa sig yfir fuglaflensu og Silvíu Nótt og vera í kringum fjölskylduna sína. En Ísland fer ekki...Ísland er og verður alltaf tilstaðar og tekur vel á móti mér. posted by benony 12:05:00 f.h.
föstudagur, febrúar 17, 2006
Jæja....þá er maður komin í gallann ;) posted by benony 9:57:00 e.h.
fimmtudagur, febrúar 16, 2006
Fyndið að vera á Íslandi og sjá hvað það eru rosalega margar fréttir frá Danmörku. Ég veit bara meira um það sem er að gerast í Danmörku núna heldur en þegar ég er þar. Kannski bara af því ég er ekki nógu dugleg að horfa á danskar fréttir.
Fuglaflensan komin já...ég er ekkert voðalega hrædd við hana, meira hrædd við sprengjur. En maður veit aldrei hvað gerist.... posted by benony 1:43:00 f.h.
miðvikudagur, febrúar 15, 2006
Valentínusardagurinn í gær og ég hélt uppá hann. Ég hitti Hás stelpurnar á Súfustanum þar sem við skiptumst á gjöfum og fékk ég snoturt tattú og snotra nælu með Aids borðanum. Eftir kósý stund með stelpunum tók ég strætó uppí Breiðholt og heimsótti Drífu vinkonu mína. Það var mjög gott að hitta hana eftir allan þennan tíma.
I dag er ég bara búin að vera að sækja um sumarstöður og hringja á gamla vinnustaðinn til að fá meðmæli. Ég er í skýjunum eftir viðtökurnar sem ég fékk þegar ég hringdi þangað. :)
Annars er ég að fá guðson minn og nýfæddu dúlluna í heimsókn til mín og verða þau án efa knúsuð í rot.
Var að búa mér til svona myspace síðu...endilega kíkið á hana.Hér er hún
Var að passa rjómabolluna í dag með mömmu og það var enginn hægðarleikur...eða jú það var HÆGÐAR-leikur en það var samt ekki það sem ég átti við. Sko...það sem ég var að meina var að hann vældi allan daginn og var svo innilega ekki að fíla mig. Þegar Nady sys kom heim hló hann framan í mig og brosti og allt í einu var ég bara æðisleg. Nady þarf semsagt alltaf að vera heima þegar ég passa fyrir hana.
Ég er búin að vera með magapest í dag og þess vegna voru hægðirnar mínar leikur einn eins og kom fram hérna að ofan. Vonandi hættir þetta fljótt.
Ég er búin að hvílast vel á Íslandi og ætla að stússast á morgun og hitta vini. posted by benony 11:18:00 e.h.
föstudagur, febrúar 10, 2006
Nú líður mér vel...komin til fjölskyldunnar minnar til Íslands. Ég verð hér í 9 daga. Ég læt heyra í mér. posted by benony 11:36:00 e.h.
sunnudagur, janúar 15, 2006
Eg er stødd i århus....
Er i heimsokn hja Dilja vinkonu sem byr her og a thetta pleis. Vid erum bunar ad hafa thad mjog huggulegt. Vid forum ut ad borda i gaer a griskum restaurant og fengum fullt af kjoti. Vid stodum lika a blistri eftir matinn, bara alveg eins og thetta a ad vera. Starfsfolkid var svo hypernice ad thad var otrulegt en i lokin thegar vid vorum ad borga var eins og karlinn sem greinilega stjornadi stadnum vildi losna vid okkur thvi hann var gedveikt ad reka a eftir mer thegar eg var ad telja peningana. Eg thurfti alveg ad segja "rolig, rolig" vid hann. Vid forum svo i arkitektarnemaparty og thar kynntist eg nokkrum arkitektarnemum og svo honum Pedro sem var algjort yndi. Tveir af arkitkektarnemunum hofdu hitt Pedro a bar nidri i bae og akvadu bara ad taka hann med i party. Pedro var gamall madur um sjotugt med engan efrigom og var vist buin ad vera fullur i 30 ar. Vid Pedro urdum heilmikilir felagar. Hann t.d sagdi mer ad hann thyrfti ekki ad horfa a pornofilms thvi hann hefdi thetta allt i hausnum. gaman gaman, eg fekk allar upplysingar. Svo la leidin a Reggy tonleika thar sem vid fengum ad heyra baedi mjog slaemt reggy og svo bara ansi gott reggy. Goda reggyid kom fra tveimur stelpum sem vorum svona 18 ara og eru vist i studioupptokum i kaupmannahofn thessa dagana. Mer fannst thaer aedi. Vonda reggyid kom fra rastagaur sem hoppadi um med gedveikislegt blik i augunum og song " HA HA HASS LUDER.....HA HA HASS LUDER" frekar glatadur.
I dag erum vid aldeilis bunar ad vera ad hygge okkur bara og erum a leidinni ad fa okkur pizzu adur en eg tek lestina tilbaka til Odense.
Thad sem bydur min er vonandi einhver vinna...og svo aetla eg ad hringja og tekka a pianonamskeidi...segi ykkur betur fra thvi seinna.
Var að klára kernepensum og er algjörlega búin á því. Við Elva erum búnar að vera viðbjóðslega duglegar...ég get alveg sagt að ég hef aldrei á ævinni lært eins mikið og þess vegna er ég voða tóm eitthvað núna og veit ekkert hvað ég á að gera af mér. Við erum núna heima hjá Elvu að horfa á "sex and the city sem Elva fékk í jólagjöf frá Einari bróður. Ég læt fylgja með myndir af okkur stöllum á meðan viðbjóðurinn var í gangi posted by benony 8:23:00 e.h.
mánudagur, janúar 02, 2006
Thad sem ég elska vid árid 2005...
1) Thegar Eva vinkona missti vatnid thegar hún var ad tala vid mig í símann og átti litla strákinn sinn á afmælisdaginn minn.
2) Thegar ég og Elva vorum í præklinik og greindum sjúkling í fyrsta skipti á slysó
3) Thegar ég og Elvar meikudum thad á thorrablótinu í odense
4) Thegar Máni litli fæddist
5) HÁS árshátídin sem Diljá skipulagdi og vard ógleymanleg
6) Svíthjódarferdin sem ég, Elva, Ása, Gunni og Davíd Jens fórum tveimur tímum eftir ad vid ákvádum ad fara.
7) Thegar Davíd Jens sagdi vid leigubílstjórann "Er det din mama du präter med?" thegar konurödd heyrdist frá talstödinni. Og thegar bílstjórinn sagdi tilbaka "Du må spøje med alt, men du spøjer ikke om mine forældre".
8) Öll thrjú brúdkaupin sem ég fór í. Thrjú brúdkaup..thrír söngvarar... Páll Óskar, Hildur Vala og Serah Bjerney
9) Kláradi 2 ár í læknisfrædi og byrjadi á 3 ári
10)....og Jeppe :p
Gledilegt ár 2006 everybody posted by benony 3:34:00 e.h.