Hér snjóar og snjóar og mikil hálka á götunum. Snjórinn og hálkan er ad leika fólk grátt og thegar ég var ad hjóla hingad upp á spítala ádan thá sá ég mann liggjandi grafkyrr ofaná hjólinu sínu og gamall madur med staf stód yfir honum og hrópadi á hjálp. Ég stökk af hjólinu á ferd (eda thad hefdi verid töff allavega) og fór í huganum yfir endurlífgunarthrepin. Allt á fullu í hausnum á mér og adrenalínflædid í hámarki. Ég hljóp ad manninum og lyfti upp hettunni til ad sjá hvort madurinn væri med medvitund eda ekki. Ég vissi ekki vid hverju átti ad búast og var skíthrædd. Thegar ég lyfti hettunni, lyfti madurinn höfdinu og horfdi á mig med syndandi augum. Hann var blindfullur og nennti ekki ad reisa sig vid eda bara gat thad ekki. Thad endadi med ad ég bogradist vid ad reisa hann vid med hjálp frá körlum sem höfdu komid ad á eftir og madurinn stód brosandi og sagdi "Tak, skal I ha´" Úff, hvad hann hafdi gert mig hrædda!!! Thetta var senst hetjusagan mín.....:p
Jólin voru yndisleg. Ég hélt jólin med Bryndísi og Gumma og fjölskyldu hennar Bryndísar. Vid höfdum thad rosa gott og átum og spiludum Popppunkt eda po 3xp unkt eins og litla systir Bryndísar kalladi spilid. Vid Brynjar tókum hina í nefid en ég átti kannski ekki alveg heidurinn af thví. Hann vissi allt um Bítlana og ég allt um Britney Spears. Thannig unnum vid thetta sko...
jæja, ég er varla búin ad tala vid fólk í marga daga og er ad mygla yfir bókunum. Ég hlakka til thegar ég fæ frí.
Fortsæt god jul kvedja Sara í snjónum posted by benony 12:36:00 e.h.
fimmtudagur, desember 22, 2005
Komst loks á netid...
Bryndís og Gummi voru svo yndisleg ad bjóda mér ad vera á jólunum hjá sér thar sem frændi minn og family fóru til Íslands. Thad verdur pottthétt gaman hjá okkur og hátídlegt. Ég á ad sjá um möndlugjöfina og thad voru miklar pælingar í sambandi vid hana. :)
Ég fékk stóran pakka frá Íslandi í gær frá múttu minni. Hann innihélt 3 gjafir til mín og kíló af Nóa konfekti. Ég get aldeilis hygget mig yfir jólin. Kellan sem kom med pakkann hefur örugglega haldid ad ég væri eitthvad kreisy thar sem ég trúdi henni ekki fyrst. "JEG HAR EN PAKKE TIL DIG"!! hrópadi hún í dyrasímann. Ég var alveg fullviss um ad Margrét væri nidri ad plata mig eitthvad og var ekkert ad svara. Svo sagdi hún aftur "JEG HAR EN PAKKE FRA ISLAND TIL DIG!!!!" thá trúdi ég henni thví hún var svo rosalega dönsk eitthvad og hljóp nidur tröppurnar á fleygiferd og reif af henni pakkann. Mikid rosalega var gaman ad fá svona pakka :)
Ég, Elva og Leen vorum ad framleggja mól D verkefnid okkar um enzymid TPMT á thridjudaginn. Ég sagdi brandara í framleggingunni og gaurinn sem var ad dæma okkur hló. Ég er samt ekki viss um hvort hann hló ad brandaranum eda hvort hann var ad hlægja ad mér thar sem ég stód fyrir ljósinu á myndvarpanum svo ad engin gat séd hvad stód á fínu glærunni sem ég hafdi útbúid. Honum leist vel á verkefnid og hafdi ekkert út á thad ad setja. Vid fengum thar med Bestået. Nú á ég BARA tvö próf eftir.
Er svo ad fara til London í janúar. Keypti mida á krónu med Ryanair. Ætla ad gellast og upplifa eins mikid af borginni og ég get. Eitthvad ad hlakka til
Ad lokum...gledileg jól allir saman :) posted by benony 3:28:00 e.h.
föstudagur, desember 16, 2005
Heima að lesa...
Sit núna bara heima hjá mér alla daga að lesa sem er smá einmanalegt en svona er bara próflestur. Ég eldaði mér hakk og pasta í kvöld og Margrét kom að borða með mér. Ég borða svo oft hjá henni því hún er Martha Stuart for real, og nú reyndi ég að fara í hlutverkið. Heppnaðist bara ágætlega held ég, eða hvað Margrét?
Ég var á siðfræðinámskeiði fyrr í vikunni sem var í tvo daga. Mér fannst reyndar rosalega gaman á þessu námskeiði en samt smá stressandi til að byrja með. Okkur var skipt í hópa þar sem við áttum að diskutera "Ikke göre skade princip". Svo drógum við númer í hópnum og það lenti á mér og einni sænskri stelpu að halda fyrirlestur um niðurstöður okkar fyrir framan allan hópinn, svona 50 manns. Áður en ég steig í pontu var ég gjörsamlega nagandi neglurnar niður í kviku næstum, það var ekki fyrr en ein norsk stelpa sem sat við hliðina á mér sló mig að ég hætti að naga. Gekk ágætlega að flytja nema ég byrja alltaf smá að stama þegar ég tala dönsku undir pressu. (kjötpressu) Thegar fyrirlestrunum var lokið fórum við aftur í hópana þar sem við áttum að leika leikrit fyrir hvert annað. Leiðbeinandinn okkar var eldri geðlæknir sem heyrði rosalega illa. Átti að vera með heyrnartæki en notaði ekki. Hann gekk upp að mér og Leen og spurði okkur hvort við vildum ekki taka að okkur hlutverk. Þar sem ég var nýbúin að halda fyrirlestur fannst mér að einhver annar ætti að taka að sér leikritin og sagði því "IGEN!!!". En kallinn heyrði illa og sagði "Det vil hun GERNE". Hann hélt að ég hefði sagt "GERNE"!! hahaha
Er smátt og smátt að undirbúa jólin mín hérna í Danmörku. Búin að kaupa hamborgarahrygg og hnetur og smákökur og hlakka til að fá sendinguna frá múttu.
Er búin að fá fyrirspurnir á emailinu um heimilisfangið mitt hérna úti. Fyrir ykkur sem eruð að spá í jólakortasendingu til mín þá er heimilisfangið:
Pjentedamsgade 30, 30E, 3, 36 5000 Odense C Danmark
...ótrúlegt hvad ein helgi lídur fljótt...í rauninni er ein helgi bara ekki neitt. Ég fór til íslands á fimmtudegi og flaug tilbaka til Danmerkur á sunnudagsmorgni og ég skaust sem sagt bara...hæ og bæ. En ég vissi ad thetta yrdi svona og thví var ég bara tjillud og var ekkert ad stressa mig neitt. Ég allavega naut mín í botn og nádi ad knúsa familíuna mína og borda gódan mat med theim. Svo fór ég í rosalega fallegt brúdkaup hjá Kareni og Geira sem voru med mér í FB og thad var svo yndislegt. Fullt af gæsahúdum og fullt af gleditárum. Thau giftu sig í Háteigskirkju og héldu veislu á Grand Hótel. Thar gæddum vid okkur á jólahladbordi og nammi namm thad var svo gott.
Eftir ad hafa dansad med Kareni í hvíta kjólnum sínum fórum ég, Petra og María á Oliver og dönsudum. Svo var ég töff og fór beint í flug af djamminu. Ég geri thetta stundum en mikid rosalega er madur steiktur í fluginu og svo í lestinni til Odense. Einhver vibbaspanjóli á Oliver "really wanted me to stay" en ég sagdi bara eins og kúlisti "no, I have to go to the airport....I have a flight at eight". Madur gerist ekki meira kúl. posted by benony 8:26:00 e.h.