Hann Guðmundur oft kallaður Óli eða bara Gummi hennar Bryndísar eins og ég kalla hann alltaf er að fara að halda uppá þrítugsafmælið sitt í kvöld. Það var búið að lofa mér einhverjum sætum fótboltastrákum og eins gott að þeir verði á boðstólnum hehe. Ég er ekki búin að ákveða hvort ég hoppi uppá borð og dansi eins og ég eigi lífið að leysa eða hvort ég láti nægja að skvetta hárinu til og frá og brosi út í annað.... Hvort heldur sem er þá verður gaman :) posted by benony 6:14:00 e.h.
miðvikudagur, september 21, 2005
Allt að verða vitlaust í skólanum...
...hann er svo spennandi. Í vikunni erum við búin að hafa þrjá kliniska fyrirlestra um sjúkdóma sem tengjast því sem við erum að læra núna og þeir hafa verið haldnir af yfirlæknum deilda sem meðhöndla þessa sjúkdóma og svo einum sexy bitch lækni í beinþynningarsérnámi. Ég get sagt ykkur eftir þessa viku að það er rosalega óhollt að reykja og alveg einstaklega óhollt að vera í yfirvigt. Ég er því búin að ákveða að byrja aldrei að reykja og svo er ég byrjuð að passa hvað ég borða og ætla mér að koma mér í gott form. Fyrst og fremst til að vera við góða heilsu og fyrirbyggja ýmsa sjúkdóma og svo væri líka ansi gaman að vera þessi sexy bitch sem allir virðast vera að reyna að líkjast. Ég borðaði salat í kvöldmat og kalkún í hádeginu með engri sósu og svo fór ég í ræktina og hljóp eins og vindurinn á hlaupabrettinu. Verst bara að ég er búin að vera svöng í allan dag og reyndi að maula ávexti á milli mála. Mitt mottó er ekkert brauð, ekki borða mig sadda og ekki borða eftir klukkan 20.
Damn, ég er orðin svona gella sem talar ekki um annað en mat og megrun....nei í alvöru þetta er alvarlegt. Mig langar rosalega mikið að þetta gangi upp hjá mér. Ég læt ykkur vita hvernig gengur í nýja átakinu...það er að segja ef það mun ganga vel. :p posted by benony 11:21:00 e.h.
þriðjudagur, september 20, 2005
Ég var klukkuð og á því að segja fimm hluti um sjálfan mig, hér kemur það....
1) Mig langar að eignast gítar og læra á hann. Eftir að ég er orðin spilafær langar mig að læðast út þegar kvölda fer og setjast inn á sveitta bari og spila og syngja sorgleg lög. Hver veit nema Kim Larsen slysist inn og uppgötvi mig, við getum þá farið að túra saman.
2) Ég á það til að sjá lífið í "signum". "Signin" sem ég hef séð hafa aldrei ræst og oft veit ég ekkert fyrir hvað þessi "sign" standa n ég hef ákveðið að halda samt áfram í horfa á lífið með þessum augum.
3) Þegar ég var lítil og mér leið illa sagði mamma mér alltaf að fara í "happy place". Þá lokaði ég augunum og ímyndaði mér að ég lægi á túni undir eplatré í hvítum fallegum síðum kjól. Ég var að uppgötva að það er eplatré í garðinum mínum og ég hef aldrei legið undir því. Verð að fara að kaupa mér hvítan kjól....
4) Í staðinn fyrir að hjóla, ganga eða keyra í skólann væri ég alveg til í að koma ríðandi á hesti í skólann. Held ég yrði aðalgellan.
5) . Ég er svo happy í Danmörku
jæja þetta var mitt innlegg inní klukkið.... Ég hef ákveðið að klukka Diljá og Maj-Britt. (Stelpur þá eigið þið að skrifa 5 hluti um ykkur á síðuna ykkar) posted by benony 10:53:00 e.h.
sunnudagur, september 18, 2005
Buhu
Alltaf svo erfitt að kveðja. Diljá vinkona var hjá mér yfir helgina og við skemmtum okkur vel eins og alltaf. Fórum í kreisý stelpuparty hjá Bryndísi sem endaði á því að ég, Diljá og Bryndís vorum mættar í trylltan dans uppá sviði á einum frekar laim dansstað bæjarins. Við vorum í stuði fyrir að vera hallærislegar....alltaf stuð.
Í dag erum við búin að láta realityshows í sjónvarpinu renna í gegnum heilana okkar án þess að hugsa neitt rosalega mikið. :) Perfekt sunnudagur haha
Nú veit ég ekki hvenær ég sé þessa vinkonu mína næst...svona er að búa í útlöndum.
..hef ég ekki haft sjónvarp á heimilinu. Ég er búin að búa í þrjú ár og því búin að vera án þess í þann tíma. Ég hef í sjálfu sér ekki saknað þess neitt, tölvan og internetið hefur haldið mér félagsskap ásamt bókum og vinum. En núna eru breyttir tímar... Það er komið sjónvarp á heimilið og allt er breytt.
Í matarpásum síðastliðin þrjú ár hef ég ekki verið alveg með....
Vinkona 1: Kathrine hélt bara framhjá!! Ég: ha??? Kathrine hver, hvað? Vinkona 1: já, í þættinum í gær Vinkona 2: já, mér datt þetta reyndar alltaf í hug, hún er sottan drusla Vinkona 1: maðurinn hennar er nú líka með eitthvað gruggugt í pokahorninu Vinkona 2: einmitt Vinkona 1: Svo fannst mér alveg rosalegt slysið....ég alveg fékk tár í augun Ég: slys??? hvaða slys ertu að tala um??? Vinkona 1: agalegt að þeir hafi látið Michael deyja í þáttunum Vinkona 2: hann var svo sætur Ég: hey vitiði hvað ég var að gera áðan???? Vinkona 1: svo var svo sorglegt að sjá hvað Jennifer tók þessu illa Vinkona 2: já, og aumingja börnin
Ég var búin að koma mér vel fyrir með lífeðlisfræðibók og kertaljós í nýja herberginu mínu sem er btw algjört æði í kvöld þegar Margrét hringir og segir "SARA, DESPERAT HOUSEWIFES Á TV2. Eigum við að horfa saman" og svo stuttu seinna sms frá Elvu "desperat houswifes á tv2". Mér líður eins og ég hafi verið að byrja að reykja og sé tekin inn í reykingarfélagsskapinn á vinnustaðnum. Það verður gaman að vita hver talar hæst í matarpásunni á morgun í skólanum. Ég gæti byrjað með að skella fram "já, stelpur, svo er eiginmaður rauðhærðu kéllunnar bara fyrir að láta pynta sig". posted by benony 10:48:00 e.h.
mánudagur, september 12, 2005
Vikan byrjar aftur...
...með nýjum verkefnum. Ég elska hvað það er mikið að gera...algjörlega þrífst á því held ég bara núna. Ég er eiginlega aldrei heima hjá mér og er ekki alveg búin að hafa tíma til að setja íbúðina mína í stand en hún er öll að koma til og það er ótrúleg vellíðan sem fylgir þessum breytingum sem ég er búin að gera. Helgin leið og ég náði að fara á stelpukvöld heima hjá Valdísi á föstudagskvöldið og svo fögnuðum við fimmtugs afmæli Baldurs og Gunnhildar á laugardagskvöldið og þau tóku sig vel út þó þau séu komin á miðjan aldur. :p
Amma mín og föðursystur voru í Danmörku í fjóra daga og ég, Sveinbjörn, Guðný og strákarnir fórum að hitta þær í Nyborg hjá Birgitt frænku. Ég skemmti mér konunglega við að heyra ömmu (91 árs) og systurnar tala dönsku því Birgitt og maðurinn hennar eru dönsk. Þær voru nú ekki sáttar við að ég væri að hlægja að þeim en þær voru bara svo yndislegar eitthvað með íslenska hreiminn sinn. En það var notalegt að hitta fjölskyldumeðlimi frá Íslandi þó svo að ég hafi verið heima fyrir rúmri viku síðan.
jæja...hef lítið að segja núna..ég er að fara að skera upp nýru á morgun...held það séu svínsnýru..spændende posted by benony 9:39:00 e.h.
fimmtudagur, september 08, 2005
Túristi...
Við vinkonurnar vorum eins og túristar í dag í Odense. Við leigðum okkur árabát og sigldum niður ána sem liggur í gegnum bæinn. Elva stóð sig vel í skipstjórahlutverkinu og sigldi eins og vindurinn. Ég var ekki eins klár og skildi ekkert afhverju báturinn vildi ekki hlýða mér og fór alltaf í andstæða átt en þá átt sem ég vildi fara. Þetta minnti mig soldið á þegar ég var að vinna á hestaleigu í gamla daga og var að fara með túrista í reiðtúra. Þá hrópuðu túristarnir alltaf með slakann tauminn upp yfir sig "hann vill ekki stoppa!!!!" eða "hann vill ekki beygja!!!!". Föttuðu nefnilega ekki að hestarnir lesa ekki hugsanir og gera ekkert nema knapinn stjórni þeim. Ekki skrýtið að við systkinin, ég og Dóri fengum alltaf kuldahroll þegar mamma og pabbi voru að hrópa á okkur að það væru komnir túristar sem vildu fara á hestbak...enda við líka með unglingaveikina. :)
Ég er búin að leggja kotið mitt í smá rúst því ég er að breyta öllu hjá mér. Ég er með skrifborð sem tekur allt plássið hjá mér og ég ætla á morgun að flytja það út og kaupa mér hillur og setja í staðinn. Ég er búin að vera á leiðinni að gera þetta svo lengi en núna sá ég að hillurnar voru komnar á útsölu og ég er í fríi á morgun í skólanum þannig að ég ætla bara að drífa í þessu.
Ég er algerlega búin að vera að pirra mig á pláss-og peningaleysi og sé að eina ráðið er bara að fara út á horn..svei mér þá. Eða bara fara á elliheimili og næla mér í einhvern moldríkan, krumpaðan fola sem getur fullnægt mínum þörfum...þ.e peninga og pláss þörfum hehe. Æ, hvað ég er ljót að tala svona...
En jæja, ég brosi að þessu seinna og kasta mér svo út í flottu sundlaugina mína í stóra garðinum mínum... posted by benony 1:19:00 f.h.
þriðjudagur, september 06, 2005
úbbossíi
Ég er ekki enn farin að kíkja í bók en er þó búin að vera að hlusta af mikilli athygli og innlifun á fyrirlestra því þeir eru búnir að vera svolítið spennandi. Erum að fjalla um innkirtla og í dag svolítið um brisið og hormónaframleiðslu. Veðrið er búið að vera guðdómlegt og því alveg glatað að hanga inni enda kannski bara gott að njóta veðursins meðan það er ekki neitt rosalegt stress í skólanum...en það mun hellast fljótt yfir mig...engin hætta á öðru.
Eftir tíma í dag sátum við nokkur á teppi með nammi og hugguðum okkur í stórum garði sem er rétt hjá spítalanum. Yndislegt alveg hreint. Ég er líka komin með smá lit í andlitið en ég var við að fara gráta þegar ég sá hvað ég var hvít miðað við stelpurnar í bekknum. Allar svo brúnar og sællegar eitthvað og mig langaði svo sannarlega líka að vera brún og sælleg. Ég er núna að nálgast þær í svona kannski eilítið rauðleitari blæ :p
Við Elva erum búnar að vera að tala um að fara á ströndina næstu daga...en svo á spáin kannski bara að fara að breytast...jæja þá get ég byrjað að lesa hehe
Endilega látið heyra í ykkur posted by benony 11:21:00 e.h.
Hvaða kélling er þetta???
Ein góð mynd af okkur Sóldísi Maríu Eikadóttur þegar við hittumst fyrst í köben nú um helgina
Dagarnir eru fullir af verkefnum og thad er sól og 25 stiga hiti. Ég er alveg búin ad komast ad thví ad ég er hvítust í allri Danmörku og reyni thví eins og ég get ad fá smá lit í andlitid.
Ég, Valdís og Gauti vorum ad hjálpa Elvu ad flytja í gær og svitinn alveg fossadi thar sem vid mössudumst med svefnsófann og Reolsystemet.
Svo í dag er ég bara búin ad vera ad vesenast í skattinum og svona og er ad spá í hvernig hjól ég á ad kaupa mér. Á ég ad fara á uppbod hjá löggunni...eda á ég ad kaupa mér eitthvad almennilegt hjól. Erfid ákvördun...
Mikið rosalega er alltaf gott að koma heim til sín eftir langan tíma þó svo það sé líka skrýtið því allt í einu er maður einn aftur. Ég er búin að standa á haus í allan dag (rosa flippuð) við að þvo þvott. Veðrið er æði og því gott að þurrka á snúrunum. Ég fór líka í búð og er núna að taka svolítið til og koma mér almennilega fyrir. Ég á von á Elvu í kvöld og hún ætlar að gista eina nótt og svo er hún nefnilega að flytja í nýja íbúð á morgun og þar með vöknum við klukkan átta og förum í fyrsta tímann okkar og svo ætla ég að hjálpa henni að flytja. Rosa spennandi fyrir hana og gott fyrir mig því hún er að flytja nær mér.
Ég kom til Danmerkur á föstudagskvöldið og á Hovedbanegaarden í Kaupmannahöfn var tekið vel á móti mér af strákunum þeim Hlyn Dóra og Geir. Við bogruðumst með farangurinn minn heim til Hlyns og héldum gott eldhúspartý þar og Eiki bættist í hópinn. Töluðum í klukkutíma um loftið í eldhúsinu...það var btw flottasta loft sem ég hef séð. Fórum svo í bæinn og hristum skankana.
Átti svo rosa góðan dag í Köben á laugardaginn í faðmi góðra vina. Ég, Dóri og Hlynur fórum heim til Eika og Vigdísar sem voru búin að baka súkkulaðiköku sem var algjört hnossgæti. Ég hitti hana litlu Sóldísi Maríu sem er nýkomin í heiminn og ekki hægt að segja annað en að hún sé algjör gullmoli. Við grilluðum okkur svo KÆMPE borgara og spiluðum XBox sem var rosa gaman. Leikurinn hét Partýcrasher og þar er tilgangurinn að keyra bíl og lenda í eins miklum árekstri og maður getur. Svo er talið upp hve mikið tjónið er og því meira sem það er því hærra stig fær maður. Þetta var snilld.
Ég tók svo lestina klukkan hálf eitt um nóttina til Odense. Ég hafði ætlað að fara heim einhverntímann á laugardeginum en þegar er gaman og mér líður vel þá er bara erfitt að slíta sig burt. Ég náði því síðustu lest heim...hahaha týpískt ég.
Best að halda áfram að taka til. Ég er að hlusta á nýja "Keane" diskinn sem ég keypti mér í fríhöfninni. Ég fíla hann mjög mikið...