be Rauðhærði útlendingurinn

online

{Rauðhærði útlendingurinn } spacer
spacer

This page is powered by Blogger. Is yours?

spacer
powered by blogger

Íslendingar

Ásdís frænka
Bendt
Danni
Disco Dóri
Dísa skvísa
DJ Diljá
Eiríkur
Guðjón
Gummi Jóh
Gunna frænka
HÁS
Hlynur
Ívar
Jóinn
Kolla
Kreisígörl
Lára babe
Lukka
Maj-Britt
Ziggy
Vigdís
Örn Ingi og Elín

Danir

Ásta
Bryndís
Davíð
Elva
Freyja
Gummi
Gunnhildur
Gunni
Harpa og Elvar
Heiðdís
Helena
Hjördís
Katla
Kolla
Margrét Lára
Ragnheiður
Sigurrós
Sólveig

Daglegir linkar fyrir mig

Skólinn minn
FÍLÓ
FÍLD
FADL
medicalstudent.dk
doctor.is
Odense


{mánudagur, maí 30, 2005}

 
Guðsonur minn er 2 ára í dag...

Já, það eru tvö ár síðan hann Tindur litli fæddist. Dagurinn sem hann fæddist var stór dagur í fjölskyldunni okkar. Ég fékk að vita þennan dag fyrir tveimur árum að ég hafi komist inn í læknisfræði og ég held svei mér þá að öskrin og hoppin í mér hérna í Danmörku hafi valdið því að Margrét fékk hríðir á Íslandi og fæddi yndislegan og sætan strák.
Tindur þekkir mig ekkert voðalega mikið en ég ætla sko aldeilis að breyta því nú í sumar. Ég þarf að lauma að honum allskonar góðgæti og vera rosalega skemmtileg þannig að ég verði nú örugglega uppáhalds og svo hann muni nú eftir mér kannski smá næst þegar ég kem til Íslands.

posted by benony 8:52:00 e.h.


{föstudagur, maí 27, 2005}

 
Þetta er náttúrulega bara ótrúlegt....

...ég get ekki talað um annað en veðrið að svo stöddu. Það á að vera 26 gráður í dag og spáð 30 gráðum á morgun. Ég sit heima með gluggann upp á gátt en þrái náttúrulega mest að vera úti að lenda í ævintýrum en það þýðir samt ekkert að hugsa svona. Allir sáttir og sællegir þeir sem úti eru, en danskir námsmenn eru í felum inni hjá sér. En það er náttúrulega líka bara rugl að hafa prófin í júní eins og er hérna úti.

Í gær þegar ég var orðin þreytt og pirruð yfir bókunum lenti ég í samtali við Bryndísi vinkonu á msn:

Sara says: ég nenni þessu ekki lengur...ég er hætt...farin heim
Bryndís says: ha?
Sara says: já, bara búið, bless
Bryndís says: heim til Íslands eða bara á pjente?
Sara says: Íslands
Bryndís says: hahahahahahhaha

Ég er tekin svo alvarlega hérna :)

Fór svo að fá mér Pizzu með Kötlu og hittum Davíð á leiðinni sem kom með okkur. Ég fékk munnræpu og hafði ekki tíma til að borða pizzuna og labbaði því heim á leið með hálfétna pizzu og fulla kókflösku. Ég verð eitthvað svo furðuleg í próflestri. Annað hvort er ég pirruð og stressuð eða bara samkjafta ekki og hlæ að ÖLLU. Sat í tíma áðan og fór að flissa því mér fannst André sænski segja hjerte svo fyndið. "HJEEERTEE" tíhíhíhí
Veit ekki hvernig ég verð eftir daginn...mmmm, spennandi, ég læt ykkur vita :)

posted by benony 12:07:00 e.h.


{fimmtudagur, maí 26, 2005}

 
Tjéddlingin fersk...


Loksins nádi ég ad vakna fyrir 8 og mæta uppí skóla. Katla og ég hjóludum saman og thad er sama hvort madur hjóli hægt madur verdur alltaf pungsveittur og girnilegur. Thad er komid sumar í Danmörku, rakinn er mikill og svo er ordid svo hlýtt. Thad er meira ad segja spád 30 grádum um helgina. Mér finnst thad alltof mikid, sérstaklega thar sem ég veit ad ég verd lokud inni yfir bókunum, nefnilega próf eftir helgi. Ég thrái svo heitt ad standa mig á thví prófi...langar svo ad byrja á thridja ári hreinu næsta haust. koma svoooo "green eyes, I want you to fly"

En já, ég er á leidinni heim, ætla ad fara ad kaupa mér sjampoo og hárnæringu, thvo pungsvitann og koma mér vel fyrir med einhvad smá gódgæti og hakka í mig lesefnid. Thid hugsid bara fallega til mín ik´os??

posted by benony 10:19:00 f.h.


{þriðjudagur, maí 24, 2005}

 
Ég elska þegar ég upplifi....

...að þegar ég hlusta á lag og fatta allt í einu um hvað textinn er. Það er nefnilega svo oft sem ég babla og raula með einhverju lagi en veit ekkert um hvað ég er að syngja. En stundum hlusta ég á það sem er verið að segja með textanum og þá öðlaðst lagið meiri gildi og verður betra fyrir vikið. Þ.e ef textinn er ekki "Cool wibes, why don't you kill me" eins og einn Eurovision textinn var. Lagið varð bara vont fyrir vikið að mínu mati.

Uppáhalds Coldplay lagið mitt Warning sign hefur nú öðlast meira gildi...

A warning sign
I missed the good part, then I realised
I started looking and the bubble burst
I started looking for excuses

viðlag

A warning sign
It came back to haunt me, and I realised
That you were an island and I passed you by
And you were an island to discover

Come on in
I've gotta tell you what a state I'm in
I've gotta tell you in my loudest tones
That I started looking for a warning sign

When the truth is, I miss you
Yeah the truth is, that I miss you so

Allir lent í því að leita að warning signs myndi maður halda, ég er alveg meistari í því :P

Annars held ég að ég sé að springa og held að besta ráðið sé að fara að sofa núna og vakna bara allt öðruvísi týpa á morgun. Er að spá í að vera rosalega jákvæð þegar ég vakna á morgun og finnast biokemi léttast í heimi. Ég er líka að spá í að vera rosa kröftug og með mikla einbeitingu. Taka tvöfaldan dag á morgun amk :p

Annars kom Davíð með pizzu fyrr í kvöld og það gerði mér gott. Svo hitti ég Kötlu í morgun og þar með er upptalið það fólk sem ég hitti í dag. Maður vill verða hálf einokaður í próflestri. Kannski ég kíki bara uppí skóla á morgun og læri þar.

Og já, að lokum. Saran klæðist svörtum boxernærbuxum af bróður sínum þar sem ekkert annað var hreint. Eruð þið ekki glöð að vita?? tíhíhíhí

posted by benony 11:22:00 e.h.
 
Ég er stúlka...

...sem er á þrítugsaldri
...sem grét alltaf á afmælisdögum á barnsaldri af hræðslu við að eldast
...sem er að koma heim til Íslands eftir 24 daga
...sem er búin í prófum eftir 24 daga
...sem langar að syngja í Eurovision
...sem langar að syngja inn á plötu
...sem er samt líka bara mest glöð að syngja í brúðkaupum og skírnum
...sem er að fara að syngja í skírn í sumar
...sem segir lélega brandara og hlær hæst sjálf
...sem er næstum einn þriðji læknir
...sem er stolt af mömmu sinni
...sem á mömmu sem er blondína
...sem á pabba sem er alltaf í skóla
...sem á svo mikið af góðum vinum
...sem leiðist...og man ekki meir í augnablikinu

posted by benony 12:40:00 f.h.


{mánudagur, maí 23, 2005}

 
Þið klakabúar getið nú farið að láta ykkur hlakka til....

...því nú er ég að fara að koma og gera allt vitlaust. Ég er komin með miðann og kem heim eftir 25 daga. Ég heyrði að það ætti að vera voða hátíðarhöld vegna komu minnar til landsins. Þúsundir manna að tala um að fjölmenna niðri í bæ til að borða kandífloss. Ég er bara snortin sko.. Takk fyrir stuðningin kæru landsmenn, við sjáumst þegar ég lendi á Íslandi kl 22 þann 17 júní.

posted by benony 2:42:00 e.h.


{föstudagur, maí 20, 2005}

 
Athyglin var mín....

...ég braut nokkra diska uppí skóla bara svona til að fólk mundi nú örugglega taka eftir mér. Var bara að ganga frá matnum mínum og lagði diskinn minn efst ofaná stafla af diskum. Jú jú staflinn hrundi ásamt glösum sem lágu við hliðina allt á gólfið bara *SPLASS* *KLIN* *KLAKS*. Ég var eitthvað að einbeita mér að bjarga einhverju en allt hrundi á hvort annað og þetta var bara katastrófía. Svo þegar ég það varð þögn í leirtauinu og þau voru hætt að splassast í gólfið þá leit ég upp og þá var búið að myndast svona hringur í kringum mig. Ég brosti eldrauð í framan framaní áhorfendurnar og þá fór allur matsalurinn að hlægja. (Var að hugsa um að hneigja mig) Ekki leið að löngu áður en pirruð eldhússtelpa kom til að þrífa eftir mig og ég hékk eitthvað vandræðaleg í kringum hana og spurði hvort ég gæti hjálpað henni því þetta væri eiginlega mér að kenna en þá sagði hún bara "Det er ikke kun din skyld...bare gaa". Þannig að ég læddist burt.
Arna kom svo hlægjandi úr tíma og sagði "hahaha, voru lætin í þér...mér datt það í hug". Hún sagði mér að kennarinn hennar hafi hlaupið úr tíma þegar brothljóðin ómuðu um allt.

Svo er ég svo leið yfir að Selma komst ekki áfram í lokakeppnina. Leiðinlegt fyrir hana bara þar sem ALLIR voru svo vissir um að við myndum taka þetta. Svo var Lovísa að dansa þarna og leiðinlegt fyrir hana að komast ekki í lokakeppnina. Ætli við eigum nokkurn tímann eftir að komast upp úr þessari undankeppni. Ekki nema að við setjum trompið út næst og sendum RealFLavaz :) Þá rústum við þessu.
En ég var samt svo stolt af honum Jakob líka sem söng fyrir Danmörk, hann er líka frá Odense og ég hef séð hann í Rosengaardcenter...já, snertið mig bara!!! ÁFRAM DANMÖRK!!!!!!!!

Annars er ég að hugsa um að shake my bootie í kvöld...ég á það skilið, er búin að vera dugleg að lesa!

posted by benony 4:25:00 e.h.


{miðvikudagur, maí 18, 2005}

 
Í dag...

...hló ég svo mikið að eigin fyndni að tárin láku í stríðum straumum. Mér fannst ég svo ótrúlega sniðug eitthvað en það skrýtna var að tárin láku ekki niður kinnarnar heldur fóru upp á nefið og láku svo eins og foss niður af nefbroddinum. Spurning hvort hallinn á hausnum hafi verið í einhverja skrýtna átt. Held bara að ég hafi kastað höfðinu svona til í hlásturskastinu. Já, svona finnst manni, maður sjálfur vera fyndinn.

posted by benony 11:10:00 e.h.
 
Að halda sönsum í próflestri...

1) Alltaf vera hrein og sæt og því sátt við sjálfan sig...gefur meiri orku. Ég hef oft verið í keppni við sjálfan mig í prófum um hve viðbjóðsleg ég get orðið, en nú hef ég ákveðið að vera alltaf tilhöfð fyrir hvern lestrardag. Sjáum hvað ég næ að halda því lengi :)

2) Finna eitthvað til að hlakka til, eins og t.d hlakka til að sjá hvað er í matinn og hlakka til að njóta hádegismatarins og kvöldmatsins í kantínunni. Svo hlakka ég til pjásupartýsins þar sem bara pjásur verða til staðar og það er bannað að klæðast fötum neðan mittis :p. Ohh, hlakka svo til :p

3) Bregða Elvu svo sem einu sinni á dag, gefur deginum gildi

4) Hugsa aðeins smá stund um hvað ég ætla að gera skemmtilegt í sumar

5)Labba út á stétt og anda að mér sumrinu

6) Brosa til fólks sem ég veit ekkert um nema að það er alltaf að lesa á sama stað og ég og því skiljum við hvort annað.

7)Bulla aðeins í pásum

8)Taka eins og eitt dansspor eða dilla rassinum þegar ég labba inní lessalnum þar sem allir eru grúfðir ofaní bækurnar

9)Prófa að ropa í þögninni í lessalnum og sjá hvað gerist

10) Fá sms :)

En þess á milli er það bara Lífefnafræði.

posted by benony 12:10:00 f.h.


{mánudagur, maí 16, 2005}

 
Fredagsbarinn...

...á föstudaginn kíktum við á Fredagsbarinn þegar við sátum í skólanum að lesa. Fredagsbarinn varð 20 ára og þess vegna var til sölu lagkage og brunsviger ásamt öl og cola. Þar sem það var svo dejligt veður úti þá sátu allir úti og það spilaði hljómsveit undir öldrykkjunni og allir voru glaðir. Btw mig langar reyndar að koma mér í svona band eins og þeir voru með þarna...svona flott soultónlist...svona sörugæsahúðatónlist sem fá mig til að elska lífið.
En allavega...við lestrarhestarnir ég, Elva, Nusha, Shailajah, Bryndís og Gummi tókum okkur smá pásu til að kíkja á fjörið og áttum yndislega stund. Ég leit yfir hópinn af fólkinu sem sat að sötra og sá hvað allir voru eitthvað útiteknir. Leit svo yfir vinahópinn minn og við vorum öll eitthvað svo hvít, þá fyrir utan Nushu og Shailajuh auðvitað. Ég skildi ekkert í þessu...eru hinir ekki í skóla eins og við og í próflestri? hugsaði ég. En jú, ég varð abbó út í útitekna liðið.

Í dag var svo æðislegt veður, sól og blíða og alveg steik á svölunum mínum. Og viti menn, ég er alveg eldrauð og sælleg í andlitinu, með smá bolafar og allt :) Nú get ég haldið áfram að sitja inni og lesa, ég lýsi upp í myrkrinu með fallega rjóða húðlitnum mínum núna. Lífið er ljúft.

posted by benony 1:59:00 f.h.


{sunnudagur, maí 15, 2005}

 
Case..

Fór á case-fund í gær með íslensku læknanemunum. Harpa var með case um nýrnasjúkdóm sem leiddi til kölkunar æða og sármyndunar á húð. Íslensku læknanemarnir hérna í Odense eru alltaf með svona case annan hvorn laugardag þar sem reynt er að komast að hvað amar að sjúklingnum með að spurja út í allskonar prófanir og sjá hvað kemur út. Þar sem ég hef ekki svo mikla vitneskju ennþá þá fylgdist ég með eldri nemendunum blómstra og lærði af þeim. Ég get ekki skilið að ég eigi eftir að vita svo mikið og muna svo mikið en ég hlakka bara til.

Ég er annars bara í próflestri og fannst mér við vinkonurnar ansi sorglegar í gærkvöldi þegar við skreiddumst klyfjaðar bókum uppúr lessalnum klukkan 23:00 og það var brjálað partý uppi á ganginum. Við alveg fölar og þreyttar í skólafötunum innan um dansandi partýdýr haha.
Ég er að fara í lífefnafræðipróf eftir 2 vikur og efnið er ansi mikið. Mér er mikið búið að vera hugsað til efnafræðikennarans míns í FB sem hristi allaf hausinn við mér því ég lærði aldrei. Ég var í tímum hjá honum þegar ég var sem villtust í félagslífinu og ég skildi ekkert hvað hann var að tala um í tímum. Glýkólýsa og krebshringur???? NADH OG FADH2???? Mér fannst þetta svo mikið bull bara....Til hvers og hvað er þetta?? En ég hafði ekki svo mikinn tíma til að pæla í þessu því ég þurfti að vera á leiklistaræfingum eða undirbúa skemmtun fyrir skólafélaga mína. En hann sagði bara "Þetta fag er ekki fyrir stelpur að læra, stelpur geta ekki lært efnafræði". Ég leit yfir bekkinn sem samanstóð 80% af stelpum og var pirruð yfir að hann væri ekki að peppa upp liðið í staðinn fyrir að brjóta niður. En nú er ég að fara í próf úr sama efni bara ansi mikið flóknara og meiri details og ég skal sko sýna honum!!!! :p

posted by benony 12:51:00 e.h.


{föstudagur, maí 13, 2005}

 
Það sannaði sig í gær...

..hvað ég er orðin alveg viðbjóðslega ryðguð í enskunni eftir að danskan hefur yfirtekið annað tungumálið. Ég var að hjóla downtown þegar hópur af stelpum koma hlaupandi að mér. "Do you speak english??" hrópaði ein að mér. Mig langaði nú bara að svara "I doubt that" en ég kinkaði bara kolli. Do you know where the Australian bar is??. "Yes" segi ég voða sposk því þessu ætti ég að geta svarað án vandræða. "den ligger...nej, öhh it is ehhh there" og bendi eftir götunni. "Ok, somewhere there???" spyr þá ein af aumingjans stúlkukindunum í hópnum. "yes, on the right side der er en..nej öhh, on the right side is a small street and it is there". Svo var ég allt í einu komin í alveg ham með rosa hreim og læti og segi "Yes, it is far away you have to walk like 20 meters down that street or something" hahahahhaha
Þær urðu voða sáttar við mig og eftir að þær höfðu þakkað mér fyrir og ég hjólaði voða ánægð með mig áfram þá rann upp fyrir mér hve heimskulega ég hef hljómað. 20 meter = far away, yeah ræt!!!!!!! Ég er ennþá að skella hausnum á mér við vegg fyrir heimskuna.

posted by benony 10:46:00 f.h.


{fimmtudagur, maí 12, 2005}

 
Adalkonan á afmæli í dag!!!!

Já, thad er hún módir mín sem er afmælisbarn dagsins í dag. Mamma mín er hetja og ég elska hana út af lífinu. Tjéddlingin er 61 árs í dag og thar med er hún næstum hætt ad vera tjéddling og komin yfir thad ad vera gamalmenni. Nei nei, mamma mín thú er mesta pæjan!

Mamma er svona mamma sem bakadi ofaní allt hverfid thegar vid vorum lítil. Vinkonur mínar muna enn eftir skúffukökunni, snúdunum og sjónvarpstertunni sem mútta galdradi fram eftir ad vid vorum búnar ad vera ad leika af okkur allt vit.

Mamma er líka svona mamma sem madur getur sagt ALLT.

Mamma er svona mamma sem ég vek alltaf á nóttunni thegar ég er ad koma heim eftir djamm til ad segja henni frá öllu spennandi sem gerdist á djamminu. Hún er reyndar ekkert voda hrifin af thví hahahaha

Mamma er svona mamma sem ekki getur farid á klósettid í fridi thví allir gríslingarnir hennar eru mættir til ad tala. HAHAHAHHAHA

Mamma er svona mamma sem gaman er ad fara í búdir med thví thó madur eigi ekki fyrir einhverju sem manni langar í thá segir hún "Thú ert mergjud í thessu....splæstu thessu bara á thig..."

Mamma er sú sem saknar mín mest...og mamma er sú sem ég sakna mest.

Til hamingju med afmælid gamla. Hlakka til ad heyra hvernig er ad vera 61 ;)
Love you

posted by benony 11:02:00 f.h.


{þriðjudagur, maí 10, 2005}

 
Kaldhæðni...

Brynja says: hvað er að frétta?
Saran says: bara lítið
Brynja says: það er nú alltaf svo spennandi hjá þér í hversdagslífinu
Saran says: yeah ræt, gerist ekki neitt
Brynja says: jú, alltaf svo spennandi
Saran says: ég er í próflestri
Brynja says: já, en mér finnst bloggið þitt svo spennandi


Eftir þetta samtal við vinkonu mína þá fékk ég svei mér þá samviskubit. Ég hef ekkert verið að blómstra hérna á blogginu og hef engu logið eða verið að ýkja eitthvað hérna á síðunni uppá síðkastið. Þarf að bæta úr því....

Kom heim úr skólanum í kvöld og ljósin inni í íbúðinni minni voru kveikt. Ég fann hvernig ég svitnaði og opnaði hægt hurðina og fann þar sem sæt kökulyktin barst fyrir vitum mér. Þegar inn kom stóð sætur bumbu karlmaður með svuntu við eldavélina mína og brosti og sagði "hæ, Sara, gott að þú ert komin heim". Ég hoppaði á hann lamdi hann í hausinn með hans eigin kökukefli því ekki var þetta mitt. Rotaði hann og dró hann að lyftunni.....(glötuð saga enda login)

En ok, ein sönn....ég var að fara út í búð áðan sem ekki er frásögum færandi en jú, ég labba niður tröppurnar sem liggja svona utan á húsinu. Í garðinum sitja stelpa og strákur að tala táknmál og ég brosi til þeirra. Þegar ég var komin alveg út og út á götu fatta ég að ég gleymdi að taka með mér plastpoka fyrir innkaupin þannig að ég sný við en í staðinn fyrir að labba stigann aftur upp þá tek ég lyftuna þannig að þau sjá mig ekki fara upp. Ég fór inn til mín sæki poka og labba svo tröppurnar aftur niður og er því að labba framhjá þeim í annað sinn á stuttum tíma úr sömu átt. Svipurinn sem kom á parið var alveg stórkostlegur 8O...Þau hafa kannski haldið að þau væru að fá flashback eða að ég væri illi tvíburinn að koma á eftir þeim... múhahahaha

ohh, Brynja I lost it...

posted by benony 11:38:00 e.h.
 
Trúið þið þessu...

...ég var að skrá mig í fög fyrir næsta ár, og þetta voru barasta þriðja árs fög. Tíminn er aldeilis fljótur að líða. Ef ég stend mig vel í prófunum núna þá byrja ég á þriðja ári næst. Gleði gleði gleði!!!!

Annars er myglan að taka við völd og það eru 3 vikur í fyrra prófið. En við segjum bara fuck you ég geri mitt besta. :)

Svo er brúðkaup 18 júní... má maður nokkuð missa af því??

posted by benony 9:00:00 e.h.
 
Green eyes, I want you to fly!!!

posted by benony 7:21:00 e.h.
 
Ekki fréttir....

- það rifjaðist upp mér að það getur stundum rignt alveg uppúr þurru þegar maður er að hjóla. Var alveg búin að gleyma því.

- ég hugsaði með mér hvort það væri flipp að hlaupa út nakin í hagléli og láta berja sig sundur og saman af élinu.

- ákvað svo með sjálfri mér að það væri líklegast bara vont...

- hef sett mér takmark að láta penustu vinkonu mína fara að tala dirty eftir eitt ár. Hún myndi aldrei segja orð eins og jahh, blæðingar í dag.

- hringdi í mömmu því það var mæðradagur og hún sagði að ég væri sú eina af 5 systkinum sem hefði munað eftir henni. Jahh, hver ætli sé uppáhalds þá ha??? ;)

posted by benony 12:42:00 f.h.


{mánudagur, maí 09, 2005}

 
Thad er fyndid ad láta Elvu bregda....

....thad er nefnilega nóg ad ég standi og stari á hana med einhvern vidbjódurssvip. Hún fattar allt í einu ad thad er einhver ad horfa á hana og lítur snöggt vid og svo hoppar hún einhvernveginn til og badar höndunum í allar áttir. Ef ég er heppin thá heyrist svona "ÖHHHH" hljód med. Híhíhí...svoooo gaman.
Í gær stód einhver karl fyrir utan gluggann og rýndi inn um hann og Elva alveg hoppadi í sætinu og hrópadi "AHH, sjáid Söru...nei, thetta er ekki Sara"! hahaha... Greyid, ef hún fer ad fá hjartsláttartruflanir eda eitthvad thadan af verra thá er hægt ad segja ad thad sé mér ad kenna. :)

Elva mín, mér thykir svo vænt um thig...má ég thá ekki halda thessu áfram????

posted by benony 12:52:00 e.h.


{sunnudagur, maí 08, 2005}

 
Langar að...

...eyða sumrinu með bakpoka að ferðast um heiminn og láta ævintýrin koma hlaupandi á eftir mér. Upplifa hluti sem láta mig fá gæsahúð, og láta mig gapa af undrun og hrifningu.

...kaupa mér gítar og læra á hann.

posted by benony 10:10:00 f.h.


{föstudagur, maí 06, 2005}

 
Snillingur...

...er hún Ásta því hún er lánaði mér aukahjólið sitt. Nú er ég bara eins og vindurinn og feykist á milli eins og ekkert sé meira sjálfsagðara. Ég var farin að sakna þess að hjóla og strætó var ekki alveg að blífa fyrir mig lengur. Mun þó eftilvill sakna strætófólksins sem byrjaði að spjalla um veðrið og þess háttar þegar biðin eftir bussinum var orðin leiðigjörn.

Fór til Bryndísar í gærkvöldi þar sem hún bauð uppá pulsur í flatbrauði sem var bara svo gott. Svo komu nokkrar stelpur sem búa á Rasmus Rask kolleginu þar sem ég bjó fyrsta eina og hálfa árið mitt hérna. Þær voru rosa hressar og gaman að hitta þær og skiptast á sögum. Ég sagði nú bara líksögur :p

Svo á Jákup hennar Ástu 25 ára afmæli í dag og við það er blásið í partýlúðrana í kvöld. Ekki ónýtt að þau eru nágrannar mínir þannig að það er stutt að fara.

Annars er ég bara að læra undir próf...

posted by benony 1:03:00 e.h.


{fimmtudagur, maí 05, 2005}

 
ótrúlegt...

Ég var að labba heim frá spítalanum í kvöld...klukkan var um 23 og ég var eitthvað í eigin hugsunum eins og svo oft þegar ég á þessa göngutúra mína frá lestri dagsins. Þegar ég var komin inn í bæinn og er að labba yfir götuna hjá Ryans skemmtistaðnum þá sé ég þar sem bíll kemur fyrir hornið. Fyrstu viðbrögðin voru að frjósa og ég stend eitt augnablik og tek mig til að hlaupa yfir. Bíllinn var kominn ansi nálægt mér og í staðinn fyrir að hægja á sér þá gefa gaurarnir í. Ég get svo svarið það að ég var viss um að þetta yrði mitt síðasta og ég man það augnablik þegar ég hugsaði "nei, þetta er búið...damn það er ekkert smá ömurlegt". Ég einhvernveginn náði að stökkva undan bílnum og ég virkilega strauk bílinn. Ég hefði getað sparkað í bílinn eða hrækt á hann en mín reaktion var að gefa gaurunum svona "talk to the hand" merki og labba í burtu með dúndrandi hjartslátt og tár í augunum því mér brá svo mikið. Frekar glatað þetta með "talk to the hand" merkið en ég veit svei mér þá ekki afhverju ég brást þannig við. Hefði bara frekar átt að sparka í bílinn.

posted by benony 12:55:00 f.h.


{þriðjudagur, maí 03, 2005}

 
Já, ég var búin að lofa sjálfri mér að ég skyldi fagna...

...rosalega mikið þegar ég væri búin með videnskabsteori áfangann (vísindafræði, heimspeki einhver) og skála í kók með klaka. Er búin að skila fjórum svona stórum verkefnum fyrir þetta og í öll skipti nema síðasta skipti var ég alla nóttina fyrir skiladaginn að bagslast við að pikka inn eitthvað sem ég skildi varla sjálf. Síðasta verkefnið var svo siðfræðiritgerð sem ég, Elva og Valdís gerðum saman um "fosterreduktion". Við fengum bestaaet fyrir hana þannig að nú er ég búin með videnskabsteori. En ég gleymdi alveg að fagna og því geri ég það núna. JJJJJJIIIIIIBBBBBBÝýýýýýyýýýý Vúhúúúúúúúúú EKKI MEIRI VIDENSKABSTEORI Í BILI!!!! VEIIIIIHHHHHHHH

(ég er á handahlaupum hérna sko...alveg að pikka inn á tölvuna í leiðinni). :p

posted by benony 11:09:00 e.h.
 
Held svei mér þá að Jói vinur minn sé fyndnasti maður sem ég þekki....

...síðasta bloggfærslan hans fór alveg með mig...

Gáfur

Að ganga með gleraugu þarf ekki að merkja að fólk sé gáfað. Ég hef persónulega reynslu af því sjálfur, í gegnum móður mína.

posted by benony 6:10:00 e.h.
 
Vitið hvað ég gerði villt um helgina???

Nei, þið vitið ekki!!! Mánuður í próf og ég sit á föstudagskvöldi með Elvu að læra uppí skóla. Er að mygla og sé fram á næstu daga með engu skemmtilegu á dagskrá nema lestri og svoleiðis rugli bara. Tilboðið berst og við erum farnar....já, með engum fyrirvara erum við á leiðinni til Svíþjóðar!!! OG það var óóóóóóóóóótrúlega gaman. Ég er búin að setja inn myndir þær eru hér, hér, og hérna.

mmmmmmmmm, það var svo gaman!!!!!!

posted by benony 1:45:00 f.h.

spacer