be Rauðhærði útlendingurinn

online

{Rauðhærði útlendingurinn } spacer
spacer

This page is powered by Blogger. Is yours?

spacer
powered by blogger

Íslendingar

Ásdís frænka
Bendt
Danni
Disco Dóri
Dísa skvísa
DJ Diljá
Eiríkur
Guðjón
Gummi Jóh
Gunna frænka
HÁS
Hlynur
Ívar
Jóinn
Kolla
Kreisígörl
Lára babe
Lukka
Maj-Britt
Ziggy
Vigdís
Örn Ingi og Elín

Danir

Ásta
Bryndís
Davíð
Elva
Freyja
Gummi
Gunnhildur
Gunni
Harpa og Elvar
Heiðdís
Helena
Hjördís
Katla
Kolla
Margrét Lára
Ragnheiður
Sigurrós
Sólveig

Daglegir linkar fyrir mig

Skólinn minn
FÍLÓ
FÍLD
FADL
medicalstudent.dk
doctor.is
Odense


{föstudagur, janúar 28, 2005}

 
Ævintýrið er staðfest...

Mig langar að segja ykkur svolítið fallega sögu sem átti sér stað á afmælisdaginn og rétt fyrir hann.

Eva vinkona mín sem var að springa úr óléttu hringdi í mig á mánudaginn kl 20 og sagði:

"Hæ, Sara. Ég er búin að pakka öllu niður í tösku og er tilbúin að fara á fæðingardeildina því ég ÆTLA að eiga barnið mitt á afmælisdaginn þinn"!.

Mér fannst þetta svo fallega sagt hjá henni og yrði definetly besta gjöfin sem ég gæti fengið á 25 ára afmælisdaginn. En skvísan var sett þann 28 jan og kannski ekkert sem benti endilega til þess að hún myndi eiga 25 janúar. Ég hef sko heyrt um skvísur sem eru að ganga langt framyfir þannig að ég var ekkert viss um að hún myndi fæða akkúrat þann dag. En óneitanlega þótti mér vænt um að hún væri að segja þetta.

Svo tölum við um daginn og veginn og ég er lýsa fyrir henni almennum degi á slysó þegar hún segir:

"Guð minn góður, ég held ég hafi verið að missa vatnið"

"ha???" segi ég

"já, það er allavega allt blautt. Ég ætla aðeins að tékka á þessu betur, ég tala við þig á eftir".

Já, Eva vinkona mín missti vatnið á meðan hún var að tala við mig í símann. Ég talaði svo við hana um miðnætti og þá var hún komin á fæðingardeildina eins og hún hafði ætlað sér.

Lítill prins fæddist svo skríkjandi kl 9:20 þann 25 janúar 2005. Ekki amaleg afmælisgjöf það. :)
Mér finnst ég eiga ansi mikið í þessum litla prins. :)

posted by benony 1:26:00 f.h.


{þriðjudagur, janúar 25, 2005}

 
Ég er afmæliskerling!!!

:p

Það er virkilegt ævintýri að gerast núna og ég segi ykkur betur frá því þegar það hefur verið staðfest. En á meðan ætla ég að njóta þess að vera afmælisbarn.

Saran telst nú meðal fullorðinna samkvæmt eigin skilgreiningu fyrir 10 árum síðan. Mér er mjög eftirminnilegur einn skóladagur þegar ég var 15 ára í Hólabrekkuskóla og kennarinn spurði okkur hvað við héldum að við myndum vera að gera eftir 10 ár. Ég hugsaði mig mjög vel um og ég sá fyrir mér að ég væri langt komin í læknisfræði, ætti bíl, drykki kaffi, gengi bara um í dragt og háhæluðum skóm, ætti mann og eitt barn, væri með alvöru brjóst (var flatbrjósta á þeim aldri), væri að kenna djassballet á kvöldin, færi mikið í leikhús og væri að leika sjálf, osfrv...

Þetta er náttúrulega far off nema ég er komin áleiðis í læknisfræðinni. Samt gaman að þessu :)

Svo er mér einnig minnistætt hvað Sigurður Lyngdal kennari sagði við okkur einn kennsludag. Hann sagði að maðurinn er á toppnum 25 ára og svo liggur leiðin bara niður. Er þetta virkilega satt???

posted by benony 1:05:00 f.h.


{laugardagur, janúar 22, 2005}

 
Hef komist að þeirri staðreynd að ég er in love....

"Ég kalla hann Júdda Law and order. Hey Jude take a sad song and make it better.

Það er rosa púki í stelpunni í kvöld. Mig langar að vera illa klædd að frjósa úr kulda í miðbæ Reykjavíkur, rennandi á svelli í silfurskónum mínum og láta maskarann leka niður eftir kinnum. Ekki myndi eyðileggja fyrir að dansa ævintýradansinn með fjórða kynþokkafyllsta karlmanni Íslands


posted by benony 9:46:00 e.h.


{föstudagur, janúar 21, 2005}

 
Nammi namm...

Systa eldaði lambalæri fyrir mig í kvöld og ég borðaði það nákvæmlega eins og ég fengi borgað fyrir það því þetta var afbragðsgott hjá henni. Svo horfðum við á "American Idol" og það var hreint út sagt ótrúlegt. Fólk er svo einlægt í trú sinni á að það eigi heima þarna og sé virkilega að fara að meika það. Eftir þáttinn fórum við í Idol keppni og eini keppandinn var ég, skil ekki alveg afhverju hitt liðið vildi ekki vera með. Ég gekk inn í stofu brosandi full af sjálfsöryggi. Þar
í sófanum sátu dómarar keppninnar, Gellan (mamma), gestadómarinn þarna hönk strákurinn (Hjálmar), Randy dökki feiti maðurinn (nady sys hahahaha) og svo Simon vondi (dóri). Ég lét þau ekki stressa mig upp þar sem þau sátu og voru reyndar of upptekin að hafa athyglina á sjónvarpskjánum. "Jæja, nú byrja ég" hrópaði ég yfir hópinn, lyngdi svo aftur augunum og söng af mikilli innlifun og vissi að nú var ég að meika það. Eftir lagið tók smá tíma til að fá fólkið til að tjá sig en svo heyrðist frá gellunni (mömmu) "þetta var æðislegt hjá þér elskan mín". Randy (nady) "ha, já flott". Hönkið (Hjálmar) "Sara, þú ert klikk". Simon (Dóri) "þetta var það allra lélegasta sem ég hef heyrt, ég vildi óska að guð hefði ekki gefið mér eyru svo ég hefði ekki þurft að hlusta á þetta". Ég hrópaði yfir þau svívirðingunum og spurði svo hvort ég mætti taka annað lag en þau sögðu bara "NEI, þetta er komið fínt".

Fór svo að skoða sónarmyndir með systu og hún vill sko meina af vangasvipnum að dæma að litli skrágurinn í mallanum sé líkur honum Bjarka hennar ansi mikið.

Annars er æði á slysó og læknarnir eru voða góðir við okkur. Við eltum þá eins og við séum skuggar þeirra og þeir eru búnir að vera mjög hjálplegir að útskýra fyrir okkur. Við erum búnar að sjá ansi margt á þessum tveimur dögum og við erum að fara að sjá meira.

posted by benony 1:16:00 f.h.


{miðvikudagur, janúar 19, 2005}

 
Það er yndislegt að anda að sér fersku vetrarloftinu...

...og geta hent sér í snjóinn og velt sér uppúr honum eins og sannri íslenskri stelpu er einni lagið. Ég er ánægð með snjóinn þó ég kunni ekki lengur að klæða mig eftir honum.

Var að koma úr bíó með honum Dóra bróður mínum. Við fórum að sjá "Finding Neverland" sem mér finnst æðisleg mynd. Ég lifði mig svo inní myndina því það er ekki svo langt síðan að ég gat látið mig detta inní ímyndunarheim þar sem skrýtin ævintýri voru að gerast eins og voru í myndinni. Dóri og ég vorum líka í okkar eigin leikriti alla bíóferðina. Hann var að leika "Deit dauðans gaur" og ég gat nú lítið leikið með því ég hló svo mikið þannig að maskarinn lak svartur og saltur niður eftir litlu rjóðu bollukinnunum.

Svona var leikritið okkar:

1) Erum að borga miðann og gaurinn segir "ég borga helming og hún helming, þ.e af 1600 krónum ætla ég að borga 800 kr og hún 800. tveir í þriðja sinnum hundrað eða kvaðradrótina af...." (Voðalega að slá um sig)

2) Þegar við löbbum inn tekur svitafýlu dyravörður við miðunum okkar. Þegar hann er við að rífa af þeim segir deit dauðans gaurinn "Fannstu lyktina af þessum...ekki farið í bað í háa herrans..." frekar hátt svo aumingjans unglingsdrengurinn heyrir vel til.

3) Þegar komið er að nammikaupum ákveða þau í sameiningu að kaupa einn miðstærð popppoka saman. Og hann segir "ég er tilbúinn til að borga tíkall meira í honum ef þú heldur á honum inn í salinn"

4) Í hléinu lít ég á gaurinn og segist ætla að fara á klósettið að pissa og hann segir "já, veistu ég er að hugsa um að kúka í þetta skiptið".

5)Eftir myndina keyrir hann heim á leið og segir við dömuna "Er þér sama þó ég láti þig út í Mjóddinni??".

Svona er að fara á deit með bróður sínum hahahahah

Er að byrja fyrsta daginn á slysó á morgun og er voða spennt. Held að þetta verði ævintýradagur...


posted by benony 1:42:00 f.h.


{laugardagur, janúar 15, 2005}

 
Sjáumst heima :)

posted by benony 3:13:00 f.h.


{föstudagur, janúar 14, 2005}

 
Viðbjóður...

...klukkan er nú hálf eitt um nótt og ég er að fara í ógeðslegt próf klukkan 9 eða eftir 8 og hálfan tíma. Flókið og alltof mikið efni sem ég náði engan veginn að fara yfir allt á þessari viku sem er búin að líða á milli prófa. Stressið var yfirgengilegt í dag og síðustu daga en nú er að koma að þessu. Ég ætla bara að mæta í prófið og gera eins og pabbi minn sagði mér að gera .. "Sara segðu bara við prófið "FUCK YOU, ÉG GERI MITT BESTA"".

posted by benony 1:48:00 f.h.


{sunnudagur, janúar 09, 2005}

 
Ég lifði storminn af....

Stormurinn Orkan reið yfir Danmörku í gær og létust alls 4 á Fjóni af hans völdum. Einn maður í Óðinsvéum lét lífið þegar tré féll á bílinn hans þar sem hann var farþegi og svo dó annar af sömu völdum. Hinir tveir fengu þakplötu í höfuðið þegar þeir voru að ganga í óveðrinu.

Ég sat veðrið af mér inni í hlýjunni hjá Elvu þar sem við reiknuðum lífeðlisfræði. Ég gisti svo hjá skvísunni því kvöldið áður hafði hún lent í að koma heim til sín og inni beið hennar innbrotsþjófur sem var að stela eigum hennar. Þegar hann heyrði að hún var komin heim hljóp hann út um bakdyrnar og hún gerði sér lítið fyrir og hljóp á eftir honum og öskraði "STOP, stop tyven for helvede" hahahahhaha

Annars er ég alveg að fá nóg af því að lesa undir próf og langar virkilega að fara að lenda í einhverjum ævintýrum...ég meina það er komið nýtt ár og svona! En þetta verður búið í lok vikunnar, verð bara að halda þetta út. Og svo kem ég heim... :)

posted by benony 10:23:00 e.h.


{laugardagur, janúar 08, 2005}

 
Við vinkonurnar erum oft að velta fyrir okkur...

...að það væri nú sniðugt ef maður myndi búa sér til svona bók þar sem maður skráir niður öll hrós sem maður fær yfir daginn.

5 janúar 2005 Nusha sagði að ég væri fornuftig þegar ég var að ráðleggja henni.

6 janúar 2005 Elva sagði að nýja peysan mín sem Dóri gaf mér í jólagjöf færi mér vel..

osfrv

Svo gæti maður bara kíkt í bókina þegar maður þarf smá pepp og liðið alveg hreint út sagt yndislega með sjálfan sig!!! HA?? ER þetta ekki sneeeðugt??

En allavega í dag þá stóð ég fyrir framan eina bekkjarsystur mína sem sat á stól fyrir framan mig og var eitthvað að tala við hana...man ekki alveg hvað ég var að segja. En hún var eitthvað voða róleg og þögul og segir svo "Sara, mér finnst þú eitthvað svo karlmannleg þegar ég horfi svona á þig?"
Ef ég á að segja eins og er þá finnst mér svei mér þá hrósið um að peysan færi mér vel og að ég væri fornuftig í ráðleggingum alveg strokast út við þetta komment. Ég meina sama hve flott ég er í peysunni og sama hve fornuftig ég er þá er fólk í þessum heimi sem finnst ég líkjast karlmanni....ég er svei mér þá búin að missa það og ekki einu sinni orðin 25.

posted by benony 1:38:00 f.h.


{föstudagur, janúar 07, 2005}

 
Vóhh, hvað ég argaði af hlátri...

...yfir áramótaskaupinu hérna í kotinu. Media playerinn minn er reyndar bilaður þannig að ég gat ekki séð neitt en ég hlustaði með headphones á hausnum. Ég ætlaði að sofna við íslensku leikarana en ég bara engdist sundur og saman og kláraði skaupið til enda. Fyndnast fannst mér Laddi á þakinu að telja fólkið á menningarnótt. "Varst þú ekki á núllinu þarna áðan..ooooohhhh, þá er ég búin að telja þig tvisvar..oohhhh, ég get ekki einu sinni fengið kaffipásu hérna, ok, byrja upp á nýtt, hættið þið að hreyfa ykkur svona verið kjuuuurrr!!!!...ok, einn, tveir þrír" hahahhahaha

Svo fannst mér nokkuð gott þegar fólkið var að tala um alla tónleikana. Rolling Stones á Gauknum og Dylan á Apótekinu alltaf svo þægilegur..hahahha Og ekki nóg með það þá var sko PITTARINN ekki alveg að skora hjá íslendingum því hann er alltaf að snobba fyrir þeim því þau eru íslensk!! Assgotans vitleysa :)

Áður en ég var búin að hlusta á skaupið þá var pabbi að segja mér frá hans fyndnustu atriðum. Hann nefndi atriðið með að það ætti að græða í Davíð SKÍTlegt eðli og svo að Magnús sveitakarl hefði stungið einhverjum ljósleiðara í rassinn til að Downloada. ahhahha Þá veit ég hvaðan ég hef fengið það að finnast kúkabrandarar fyndnir. :)

posted by benony 1:02:00 f.h.


{miðvikudagur, janúar 05, 2005}

 
Setning ársins 2004 valið af lesendum er....

"Er du öm her??"

Ég þarf nú að útskýra við hvaða aðstæður hún var sögð fyrir þá sem ekki hafa heyrt þá sögu en ég man eftir að hafa bloggað hana á sínum tíma. Hana skrifaði ég 16 febrúar 2004 og aðdrögin að setningunni copya ég hér með:

Í dag var "þukltími" eins og ég hef verið að tala um áður hér á síðunni. Í tímanum í dag var farið í mjöðmina og svæðið þar í kring. Ég sá fyrir mér í morgun þegar ég var að hafa mig til að þetta yrði voða mikið eitthvað rassaþukl og var því búin að undirbúa mig undir það. Mér var svo sem sama því ég ætlaði að reyna að vera pöruð með Valdísi og mér er alveg sama þó svo að hún þukli rassinn minn...hehe
Svo hófst fyrirlesturinn og stelpan sem kennir fékk einn strákinn lánaðan til sýnikennslu. Hún fór að sýna okkur hvað við ættum að palpera (fagmál yfir þukl). Við stóðum öll í kringum drenginn sem lá á bekk á nærbuxunum einum fata og fylgdumst með þegar hún fór að palpera mjög nálægt litla vin hans því hún ætlaði að finna fyrir beini sem heitir "os pubis" og er alveg þarna við. Strákurinn var eldrauður í framan (ég líka held ég) því hann hefur örugglega ekkert vitað út í hvað hann var að fara. Ég dróst sífellt nær Valdísi því það veitti mér öryggistilfinningu að fá að vera með vinkonu minni í þessu. Þegar kennarinn okkar hafði lokið sér af með drenginn þá sagði hún "jæja, nú eigið þið að gera og þið eigið að para ykkur við hitt kynið". Alveg var það týpískt því ég held að það sé verið að gera allt til að við hættum að vera feimin hvort við annað og förum að finnast þetta eðlilegasti hlutur því auðvitað eigum við ekki að láta okkur finnast þetta óþægilegar aðstæður þegar við stöndum fyrir framan sjúklingin okkar og við erum að skoða hann. (en halló þetta eru bekkjarbræður okkar).

Mómentið eftir að kennarinn sagði okkur að para okkur við hitt kynið var svona eins og þegar beðið er eftir að vera boðið upp í dans á balli því það stóðu allir svolítið hikandi og lítandi í kringum sig. Valdís var fljót að nappa einum sem var með henni í bekk og þegar ég sagði við hana "hey, þú varst ekkert smá fljót að ná þínum" þá kom frá henni "já, ég þekki hann best og svo er hann búin að vera viðstaddur fæðingu og svona þannig að....". hahaha (snilldarsetning)


Ég paraðist við Jakob sem er aðeins eldri en við hin. Hann spurði hvort hann mætti byrja að palpera og ég dró þá inn andann og lét slag standa og skellti mér á bekkinn. Þetta byrjaði rólega þar sem hann ýtti á mjaðmakambana og fann fyrir vöðvunum og beinunum allt í kring á þessu skemmtilega svæði. Svo byrjaði hann að færa sig nær "Jakobínu" hahaha, og var komin að mínu allra heilagasta svæði til að finna fyrir "os pubis". Á þeim tímapunkti vissi ég ekki hvernig ég átti að vera og lá þarna á bekknum, eldrauð í framan og hugsaði með mér "þetta er þá allavega ævintýri". Jakob var aldeilis komin í læknisleik því þar sem hann stóð þarna að ýta á "skvísuna" spyr hann mig "Er du öm her"? . Ég fattaði ekki snilldina fyrr en eftir að ég var búin að stynja upp "nej, nej, det er jeg ikke".

Já, þetta er sagan á bakvið setningu ársins 2004 valið af lesendum!! :)

posted by benony 8:16:00 e.h.


{þriðjudagur, janúar 04, 2005}

 
Ég er að fara í próf á morgun!!!

ohh, þetta er alltaf svo mikill viðjóðurstími!! En jæja, þetta er víst svona þegar maður er í skóla...á endanum eru alltaf próf!!

Í fyrramálið mun ég þreyta próf í áfanga sem kallast Molekylær Biomedicin B sem innheldur Lífefnafræði og genafræði saman í pakka. Ég geri mitt besta og legg mig svo í smá stund þegar ég er komin heim og svo beint að kafa ofaní hinar bækurnar fyrir næsta próf.

11 dagar í heimferð, I love it!!!!!!!!

posted by benony 11:01:00 e.h.


{sunnudagur, janúar 02, 2005}

 
Nú eigið þið að velja setningu ársins 2004!!!

Valið stendur á milli:

1) Nennirðu að rétta mér fótinn þarna?

2) Í skólanum hennar Söru eru svona ker full af rössum, og svo velur hún sér bara þann rass sem henni líst best á og svo fer hún bara að kafa!!!!!

3) Er du öm her???

4) Gummi, gerðu wet willy við allsbera karlinn!!!

5) Má ég koma inn, gerðu það bara í 5 mín!!!

6) Sara, nú verður þú að vera sterk!!

7) Jeg vil gerne ha´en falafelle fallafella

8) Sara, ég er ólétt!!

9) Gasalega er þetta lekkert HAAAAA???

10) Heldurðu nokkuð að við verðum skammaðar?

Kosning á kommentunum ;)

posted by benony 2:20:00 f.h.


{laugardagur, janúar 01, 2005}

 
Trúið þið þessu!!!

Ég kem HEIM eftir 14 daga!!! Bara 2 vikur... Ég byrjaði að telja þegar það voru 65 dagar þangað til hahahaha svona líður tíminn..

Annars er einhver ógó karl búin að vera hringja í mig í heimasímann.

Talar ensku og segir nafnið mitt í sífellu!!! Frekar kreepí. Ég nátttúrulega fór að hlægja í símann og sagði "hver er þetta" á íslensku því ég er vön einhverjum stríðnispúkum sem finnst svona at fyndið. En honum er alvara og skilur ekki hvað ég er að segja. Ég er búin að skella á hann þrisvar í dag og er smá hrædd um að hann bíði eftir mér fyrir utan þegar ég fer út. Þá lem ég hann bara!!!!

Getur verið að þetta sé eitthvað tengt skype dunno!!!

posted by benony 6:13:00 e.h.

spacer