be Rauðhærði útlendingurinn

online

{Rauðhærði útlendingurinn } spacer
spacer

This page is powered by Blogger. Is yours?

spacer
powered by blogger

Íslendingar

Ásdís frænka
Bendt
Danni
Disco Dóri
Dísa skvísa
DJ Diljá
Eiríkur
Guðjón
Gummi Jóh
Gunna frænka
HÁS
Hlynur
Ívar
Jóinn
Kolla
Kreisígörl
Lára babe
Lukka
Maj-Britt
Ziggy
Vigdís
Örn Ingi og Elín

Danir

Ásta
Bryndís
Davíð
Elva
Freyja
Gummi
Gunnhildur
Gunni
Harpa og Elvar
Heiðdís
Helena
Hjördís
Katla
Kolla
Margrét Lára
Ragnheiður
Sigurrós
Sólveig

Daglegir linkar fyrir mig

Skólinn minn
FÍLÓ
FÍLD
FADL
medicalstudent.dk
doctor.is
Odense


{miðvikudagur, júní 29, 2005}

 
Mér var sagt að ég ætti þriggja ára bloggafmæli....


Ekki slæmt það. Fyrir þremur árum voru heldur betur tímamót hjá mér. Ég byrjaði að blogga og setti hugsanir og upplifanir á netið fyrir alla sem vildu fylgjast með. Ég flutti líka til Danmerkur fyrir þremur árum þannig að það var bara allt að gerast. Þetta skrifaði fjórði kynþokkafyllsti maður Íslands þegar ég hóf ritstörf mín fyrir þremur árum Fyndnust er fyrirsögnin "allt er nú til" hahahaha

hamingjuóskir takk :p

posted by benony 7:33:00 e.h.
 
Hvað ætli ég hafi setið oft í tólfunni??

Ég sat og beið eftir strætó í góðu yfirlæti þegar þrír pattar um 10 ára aldurinn gengu framhjá strætóskýlinu sem ég sat inní. Einn pattanna kíkti inn í skýlið horfði smá stund á mig og sagði svo smámæltri röddu"AÐLLÐREi, ðetjaðst inní ðtrætó ðþaððr ðþem kona eðð við ðtýðði" . Ég hlustaði á unga piltinn og þýddi þetta sem svo að ef ég sæi konu undir stýri í strætisvagninum þá ætti ég að afþakka farið og af tóninum í röddu hans að dæma átti ég bara hlaupa eins hratt og ég gæti frá. Sem betur fer var karl um sjötugt að keyra þessa ferð þannig að ég gat óhult skellt mér inní vagninn. Þennan karl þekki ég í sjón fyrir það eitt að vera strætóbílstjóri tólfunnar og hefur oft skutlað mér til vinnu eða eitt og annað í gegnum árin. Hann er því vanur og þó sjóninn sé farin að segja til sín þá getur hann keyrt þessa leið algjörlega blindandi.
Já, það er eins gott að ungu piltarnir vöruðu mig við...úff þetta hefði getað farið illa.

posted by benony 2:54:00 f.h.


{sunnudagur, júní 26, 2005}

 
Ég gerði þann feil í gær að fara í einn ljósatíma á stofu sem er með rosa sterkar perur. Drífa átti kort og hún vildi endilega splæsa á mig einn tíma svo við fengjum nú smá lit í andlitið og yrðum svona ferskar. Niðurstöður þessarar ferðar okkar var sú að ég sem áður var hvítari en allt það sem hvítt er þoldi ekki styrk peranna og fékk því hörundslit sem er rauðari en allt sem rautt er.

Eftir að hafa verið með Brynju og Drífu heima hjá Nady sys þá fórum við heim að gera okkur til fyrir djammið. Ég fór í flotta bolinn minn sem ég fékk í afmælisgjöf sem er opinn í bakið og sá þá mér til skelfingar að bakið mitt var ekki það fallegasta, þar sem það var náttúrulega í brunarústum og svona nokkrir blettir á stangli sem voru samt enn skjannahvítir. Ég setti hendurnar upp fyrir haus og sá þá blasa við hvíta handleggi undir en samt svona rauð lína eftir höndunum. Þetta var náttúrulega ekki að gera sig en hvað átti ég að gera?? Ég ákvað með sjálfri mér að það myndi engin taka eftir þessu inni á skemmtistöðum bæjarins. Það er jú svo dimmt þannig að ég gæti alveg labbað inn á alla staði sveiflandi hárinu eins og brjálæðingur án þess að virka nokkuð rugluð og asnaleg með mínar brunarústir.

Ég stóð mig svo að því að standa á miðjum Laugavegi klukkan hálf fjögur í nótt að sýna gestum og gangandi brunarústirnar mínar...alveg rosa stolt. ;) Og svo inni á Select var ein brunarústarsýning líka svona meðan ég og félagarnir borðuðum pulsu með kartöflusalati. Ég veit ekki hvaða áhyggjur þetta voru í mér í byrjun ef ég var svo bara að gorta mig af þriðjastigs brunasárinu (smá ýkt) sem mér hafði áskotnast. Ég fékk viðurnefnið Barbapabbi þetta kvöldið.

posted by benony 4:52:00 e.h.


{fimmtudagur, júní 23, 2005}

 
Vinachill

Ég er búin að taka vikuna svolítið skipulega. Hitti alltaf einhverja vini á hverjum degi. Mánudagskvöldið var Hábergshangs með Brynslu og Drífslu. Við horfðum meðal annars á box og fleira skemmtilegt og öskrin létu ekki á sér standa. Þriðjudagskvöldið var kaffihúsakvöld með Joe þar sem allnokkur gullkorn féllu af hans vörum eins og við var að búast. "Sara, er sonur systur þinnar blökkumaður?". Miðvikudagskvöldið var svo tekið á Thorvaldsen með Lárunni þar sem við sátum og hneyksluðumst gasalega mikið á því hvað allir væru að þykjast vera eitthvað þarna inni, stóðum svo upp, settum sólgleraugun upp, glossuðum vel og löbbuðum svo löturhægt og uppreistar út af staðnum. :p Planið er svo að hitta HÁS á morgun. Það verður stúð.

Ég er öll heit í andlitinu eftir daginn. Yndislegur dagur að baki með systur minni og sonum hennar (blökkumönnunum). Vorum að dúlla okkur í Grasagarðinum í Laugardalnum og svo kom Silli bróðir beint frá Kúbu til að joina okkur ásamt Margréti sinni og litla Guðsyni mínum. Ég er svo að fara að skutla þeim upp á völl í nótt og fæ að hafa bílinn þeirra í láni meðan þau eru í DK. Ekki amalegt.

That´s all for now...

posted by benony 12:57:00 f.h.


{þriðjudagur, júní 21, 2005}

 
Ég er að njóta mín...

...eins mikið og ég get þar sem ég er í fríi núna. Ég sef út og þegar ég vakna sest ég fyrir framan skjá einn og horfi á myndbönd. Verð að koma mér inní hvað er í gangi hérna á Íslandi. Reyndar ekkert voða spennandi tónlist þarna á ferð. Svo er tölvan næst á dagskrá, er ég búin að fá póst eða ætli vinirnir séu búnir að blogga eitthvað. Best ég bloggi eina færslu eða svo. Spjalla við vinkonurnar í leiðinni sem eru að vinna. Já, allir að vinna!! Ætli sé ekki bara sterkur leikur að fá mér göngutúr...skoða hverfið mitt eða labba niður að elliðaá.
Stuð og stemmning í fríi. :p

posted by benony 4:41:00 e.h.


{mánudagur, júní 20, 2005}

 
Þar sem ég er á Íslandi núna getið þið náð í mig í síma 662-1249.

posted by benony 4:16:00 e.h.
 
Shalalala....

Ævintýrin eru alltaf að gerast svo mikið er víst. Ég kom til Íslands á föstudaginn 17 júní strax eftir fys B prófið og já, það var heldur betur ævintýraferð. Ég var samferða Kötu og ég held svei mér þá að við höfum hlegið alla flugferðina því jú jú, það munaði svo viðbjóðslega litlu að við höfum misst af flugvélinni að ég fæ alltaf angistarhroll þegar ég hugsa um það.

Við mættum smá seint í tékkið en það var samt í lagi því það var nógur tími. Konan sem afgreiddi okkur brýndi samt fyrir okkur að koma fyrr næst og við skildum ekkert í því hvaða stress þetta væri í konunni. En játtum því bara án þess að spurja frekar út í það. Við vorum heldur ekkert hissa að við vorum eina fólkið að tékka sig inn og vorum heldur ekkert hissa að við þurftum ekkert að bíða í röð. Við komum svo upp og settumst inn á einhvern subbubar þarna og Kata fékk sér sígó. Við sátum smá stund þarna uppi að kjafta og eftir smá tíma var ég farin að vera smá óróleg og spyr hvort við ættum ekki að fara að koma okkur að gateinu því vélin væri nú örugglega bráðum að fara að fara. Kata segir að hún þurfi að fara á klósettið og svo ætlaði að fá sér eina sígó í viðbót. Eftir sígó stöndum við svo upp og löbbum í átt að klósettunum og mér verður litið á skjáinn. Jú jú, það stóð ekki last call á skjánum fyrir Keflavík heldur það stóð fokking CLOSING. Ég argaði upp yfir mig "KATA, CLOSING!!!!" og byrjaði svo bara að hlaupa eins og vitleysingur. Kata hrópaði fyrir aftan mig "Sara mín, þetta er icelandair, við erum að fara með express". Við héldum áfram að hlaupa og ég hrópa "Nei þetta er express ég sá það". Svo komum við að gateinu og það var verið að loka vélinni.

Ég var í hálfgerðu móðursýkiskasti þegar ég kom inn í vélina og gat ekki hætt að hristast og hlægja. úff, þar munaði litlu. Í svefngalsa og eftirköstum af sjokkinu okkar fannst okkur allt fyndið sem gerðist í flugferðinni.

Á laugardaginn var ég svo í brúðkaupi hjá frænda mínum. Yndislegt að heyra Páll Óskar og Monicu syngja og spila í kirkjunni og frábært að skemmta sér með frændsystkinum sínum. Mér finnst svo gaman í brúðkaupum að ég var farin að díla við ógiftu pörin. "Ef þið giftið ykkur næsta sumar þá skal ég strippa". Það var tekið rosa vel í þetta og ég býst við rosa business næsta sumar. ;)

Svo eyddi ég öllum deginum í gær hjá systur minni og litla 2 mánaða gamla engilsins sem ég hitti í fyrsta sinn í gær. Hann er yndislegur og brosti svo fallega við frænku sinni. Svo lá hann um kvöldið sofandi í hjónarúminu og ég lagðist við hliðina og byrjaði að syngja rólega og lágt í eyrað hans. Svo leit ég á hann og þarna lá hann með lokuð augun en bros á vörum. Hve yndislegur er hægt að vera. Við verðum góð saman :)

posted by benony 3:22:00 e.h.


{miðvikudagur, júní 15, 2005}

 
Samtal feðgina

Ring ring

Faðirinn: Halló
Dóttirin: Hæ pabbi
Faðirinn: Hæ, elskan!!! Hvernig gengur??
Dóttirin: æi, ég er svo stressuð
Faðirinn: Já, þú ert alltaf svo stressuð
Dóttirin: nei, æ sko...ég er að fara í próf eftir 2 daga og ég sé ekki fram á að ná að fara yfir allt efnið.
Faðirinn: Já, afhverju skipuleggur þú þig ekki betur??????
Dóttirin: ég skipulegg mig vel....það er bara svo mikið efni!!! Ég er fram á nótt en næ aldrei að fara yfir það sem ég ætlaði mér yfir daginn
Faðirinn: já!!! Þetta er djöfullegt hjá ykkur
Dóttirin: já (rosa vælutónn)
Faðirinn: sko hlustaðu nú á mig (rosa ákveðinn)
Dóttirin: ok
Faðirinn: þú mátt ekki gefa þessu svona miklar tilfinningar...þú skalt bara vera ligeglad
Dóttirin: Ligeglad?? En þetta skiptir svo miklu máli fyrir mig
Faðirinn: já, en þú átt bara að skipta um hugsunarhátt..þetta er bara próf og þú segir bara fuck you
Dóttirin:
Faðirinn: þú heldur bara áfram þínu striki næstu 2 daga og ferð svo bara í prófið og NAUÐGAR því
Dóttirin: nauðga?
Faðirinn: já, bara beint í rassgatið og enga væmni....bara í rassgatið með það og segðu bara FUCK YOU og gerir þitt besta
Dóttirin: já, ég geri það þá pabbi
Faðirinn: og mundu, engar tilfinningar
Dóttirin: ok, pabbi minn
Faðirinn: svo sjáum við þig á föstudaginn...við hlökkum svo til að fá þig
Dóttirin: já, ég hlakka til að koma til ykkar
Faðirinn: gangi þér vel elskan mín
Dóttirin: takk pabbi
Faðirinn: bless
Dóttirin: bæ bæ

posted by benony 10:41:00 e.h.


{sunnudagur, júní 12, 2005}

 
Sjö litlir andarungar....

....urðu svo bara sex í lok dags.

Já, það voru litlir andarungar sem biðu okkar í dag í garðportinu fyrir utan lessalinn okkar. Það var önd sem var með hreiður þarna og ungarnir voru búnir að klekjast út einn af öðrum síðastliðna nótt og voru því sprækir að elta mömmu sína í dag.
Við Elva ásamt einum dönskum gutta vorum dugleg að kíkja eftir öndinni og ungunum því það var alltaf einhver bévítans kráka að skipta sér að þeim. Hún sat uppá þaki og steypti sér annaðslagið niður á ungana. Öndin var alveg tryllt og gargaði á krákuna og litlu ungarnir tístu og skildu ekkert í því hvað var að gerast. Við vorum alltaf að hlaupa út til að reka krákuna frá en hún virtist ekkert vera hrædd við okkur. Ætluðum að henda steinum í hana en eins gott að við gerðum það ekki því við hefðum pottþétt brotið einhverja glugga og það hefði ekki verið sterkur leikur.

En já, hugsið ykkur, ég sit niðursokkin í bókina þegar Elva kemur hlaupandi að mér og segir mér að krákan sé að éta einn ungan lifandi. Ég stekk upp og þá er krákan horfin á braut með litla ungan í kjaftinum. Hve sorglegt er þetta...bara sex ungar eftir. Öndin búin að missa barnið sitt ....ég meina ungan sinn og litlu ungarnir búnir að missa systkini.

Ég fór mikið að pæla í því hvað lífið væri eitthvað grimmt. Þarna fæðast þessir ungar og eru strax komnir í lífshættu og stríð og eru að berjast fyrir lífi sínu. Og eitt annað...HVAR VAR ANDARPABBI???? Týpískt alveg. Ég er alveg búin að taka eftir því núna í vor að það eru alltaf tvær endur saman í pörum...karlkyns og kvenkynsendur að rölta í rólegheitum. En jú, svo kemur sumar og karlendurnar eru búnir að barna...ég meina unga kvenendurnar og þá eru þær bara skildar eftir með ekkert minna en sjö unga til að passa fyrir krákum og öðrum brjálæðingum. Alveg týpískt sko...
Sjö unga einstæð andarmamma varð fyrir því að kráka borðaði nýfæddan ungan hennar fyrir framan augun á henni. Þetta er forsíðufrétt!!!!!

Ég hata krákur.

Og já, ég borðaði kjúkling í hádeginu.

posted by benony 1:10:00 f.h.


{fimmtudagur, júní 09, 2005}

 
Krónískur hausverkur...

....lesleiði...pirringur og þreyta....en tilhugsunin um að það er vika þangað til að ég faðma mömmu og Dóra uppá flugvelli heldur lífinu í mér.

Mikið rosalega er ég stolt af vinum mínum hérna í Danmörku...þetta er allt svo duglegt fólk...öll að puða í prófum í júnímánuði. Ótrúlega ánægð með ykkur. :)

Gauti er að útskrifast núna og því að kveðja okkur. Krakkarnir ætla út að borða til að fagna með honum og kveðja hann. Hann er bara á síðustu sentimetrunum að verða læknir karlinn og búinn að fá stöðu á Akureyri. Ég næ því miður ekki að fagna með honum og krökkunum því ég verð komin í faðm familíunnar og vina minna sem sjá mig alltof sjaldan. Mun sakna Gautans á dansgólfinu :)

Jæja, þarf að halda áfram að lesa. Alltaf fyrir þessi próf er maður að efast getu sína en Elva vinkona mín peppar mig upp...við skiptumst á að arga á hvor aðra....eins og um daginn var ég eitthvað niðurdregin og þá sagði hún "Sara, þú eeert svoooo langt frá því að vera heeeimsk". Mér leið strax miklu betur hahahaha

posted by benony 10:42:00 e.h.


{miðvikudagur, júní 08, 2005}

 
Var að skríða inn...

...til mín og klukkan er hálf eitt og því komið fram yfir afmælisdaginn hennar Valdísar. Þó ég sé búin að knúsa hana afmælisknús þá langaði mig að segja heiminum frá því að Valdís varð 25 ára í gær 7 júní. Til hamingju krúttarapútt. Ég hugsa rosa fallega til þín.

Annars prufukeyrðum við fimm stelpur saman nýjan Opel í dag á milli lestratarna. Einn íslenskur maður var að safna fólki til að prufukeyra hann til að geta svo fengið að eiga hann. Við náttúrulega skelltum okkur uppí kaggann og þóttumst eiga heiminn því ekki á hverjum degi sem maður keyrir bíl hérna. Fórum og keyptum okkur ís og svo til baka aftur.

Við hlægjum ansi mikið stelpurnar í pásunum...ég held að það haldi lífinu í okkur. Ég er í því að snúa öllu sem Elva mín segir uppí eitthvað rugl. Eins og t.d:

Elva: Sara, við kýlum bara á þetta
Sara: Kýli???? ertu að segja að ég sé bólugrafin???

Elva: Já, ég fíla það
Sara: fíll???? ertu að segja að ég sé feit???

Þetta er svo lélegt en samt hlægjum við eins og....eins og....eitthvað.
Reyndar hló ég kannski meira og Elva sagði eiginlega bara:
Elva: þú ert svo leiðinleg!!!!
hahahhahaha

Svo fengum við fimm fræknu (Ég, Elva, Ragnheiður, Helena og Hjördís) hláturskrampa af því að pæla í orðinu afsakið. Eins og maður yrði voða dramatískur og segði AF-Sakið mig, gerið það fyrir mig Af-sakið mig!!!"

En hvað er ég að segja frá þessu....alveg had to be there moment.

En hláturinn lengir lífið...ég ætla að segja það við sjúklingana mína og kitla þá alltaf þegar þeir koma í vitjun til mín. Haldið að ég verði nokkuð óþolandi???

posted by benony 12:22:00 f.h.


{mánudagur, júní 06, 2005}

 
Samtal mæðgna

Dóttir:
hvernig líst þér á að fá geirmund valtýs fyrir tengdason?
Móðir:
Svaka stuð, stendur það til?
Dóttir:

Móðir:
hann og pabbi þinn geta farið á Nikkabar saman
Dóttir:
Alveg í sveiflu, hann er nú svo lekker mamma
Móðir:
rosalega *á innsoginu*
Dóttir:
ég gæti hösslað hann á að ég búi rétt hjá kim larsen
Móðir:
höslaðu frekar kim
Dóttir:
ojj, hann er ógeð
Móðir:
er hann meira oj en Geirmundur
Dóttir:
ég get svo svarið það já, Kim er alltaf fullur....Mundi er meira elegant
Dóttir
en ég held að ég mundi fá rokkprik ef ég hösslaði Kim samt...eða bara ekki...hann er töff en bara svo helv*** ógirnilegur
Móðir:
en þú fengir ekki rokkprik ef þú hösslaðir Geira
Dóttir:
ertu viss? Hann er nú rokkari inn við beinið karlinn
Dóttir:
hann gæti verið með gigg hérna á ryans
Móðir:
hahahahahahahahaha, það yrði sko fjör
Dóttir:
greyið stelpurnar þyrftu að elta mig að horfa á munda troða upp
Móðir:
hahahahahahahahahahahhaa
hann bíður hérna heima
Dóttir:
hver?
Móðir:
hann hvíti prinsinn á hestinum
Dóttir:
mundi þá??
Móðir:
of course my dear, who else is there
Dóttir:
Tíhíhíhíhíhíhíhi
Móðir:
það er svo mikið af hestum í Skagafirðinum
Dóttir:
hahahahhahahahahaa

posted by benony 12:39:00 f.h.


{fimmtudagur, júní 02, 2005}

 
Kom heim úr prófi....

....kastaði af mér fötunum, sveiflaði hárinu og henti mér undir sæng og svaf svefn hinna þreyttu. Kannski smá ýkt en já, það var gott að sofa þó svo að það væri miður dagur og bjart úti.

Ég var svo vakin við símann þar sem eins mánaða gamall systursonur minn umlaði og hjalaði svo fallega í símann. Get ekki sagt annað en að það var yndislegt að vakna við litla manninn sem er víst búinn að heita allt stafrófið. Við eigum eftir að vera góð saman ;)

Nú byrja ég á fysiologi B undirbúningi á morgun og það er kominn einhver trylltur karl í hausinn á mér sem er öskrandi á mig!! Já, þú bara tekur þetta!!! er hann alltaf að öskra. Er að spá í að segja honum að róa sig smá og kannski öskra smá á mig ef ég slaka eitthvað...spurning hvort ég geti stjórnað honum. En já, ég hljóma on the edge tíhíhí

posted by benony 1:20:00 f.h.


{miðvikudagur, júní 01, 2005}

 
Nú megið þið hugsa fallega til mín...

er nefnilega að fara í próf núna. Ég er eitthvað rosalega hrædd við þetta...en ég segi bara fuck you próf, ég geri mitt besta.

posted by benony 7:46:00 f.h.

spacer