Í dag eiga æskuvinkonur mínar thær Brynja og Drífa 25 ára afmæli!!!!
Ég og Brynja og Drífa höfum verid vinkonur alla ævina okkar eda alveg í 25 ár. Mamma hefur lýst fyrir mér thegar vid vorum ad babla saman í vögnunum okkar í Háberginu. Á lífsleidinni höfum vid rifist, gladst, grátid og skellihlegid enda ALLTAF saman thegar vid vorum á gelgjunni. Ég var oft skömmud thegar ég var í gaggó fyrir ad tala stanslaust í símann vid thær thó thær byggju í næsta húsi vid mig og vid hefdum verid saman í skólanum allan daginn. Vid thurftum ad analysera daginn í gegnum símann líka.
Vid höfum thróad med okkur sama húmorinn sem vid dettum alltaf inní um leid og vid hittumst. Thessi húmor er bara eitthvad sem vid hlægjum ad og enginn annar thví thetta er bara okkar... Okkur tókst líka á theim tíma thegar vid vorum sem mest saman ad líkjast eda fólki fannst vid líkar. Ótrúlegt en satt, ég 2 metra hár raudhærdur sláni og thær eins metra ljóshærdar álfdísir en vid vorum víst bara med nákvæmlega sömu taktana og töludum sama tungumálid.
Mér finnst alltaf gaman ad hugsa tilbaka thegar einhverjir strákar vöktu áhuga okkar. Vid gátum talad um thá endalaust. Thegar ég var í 8 og 9 bekk var ég svo skotin í einum strák sem var einu ári eldri en vid. Í níunda bekk kom hann upp ad mér thar sem ég var ad ganga frá einhverju dóti í myndmenntastofunni og fór ad spjalla vid mig. Bara svona vinalegt spjall um allt og ekkert. Thetta var nóg til thess ad eftir ad ég kvaddi hann, thá skellti ég töskunni á bakid og hljóp eins og eldibrandur beint heim til stelpnanna. Thegar thær opnudu fyrir mér thá stód ég bara öskrandi fyrir framan dyrnar "AAAAAAAHHHHHHHHHH". "hvad gerdist Sara????" "HANN TALADI VID MIG AAAAAAAAHHHHHHHHH". Og stelpurnar hoppudu "Ó MÆ GOD SARA!!!!!!! SEGDU OKKUR ALLT, HVERNIG VAR HANN KLÆDDUR, HVAD SAGDI HANN NÁKVÆMLEGA OG ORDRÈTT". hahahah gaman ad thessu :) Svo thegar ég fór á mitt fyrsta deit mættu thær yfir til mín og gerdu hárid á mér og máludu mig thví thær hugsa um öll smáatridi thegar kemur ad útlitinu. Ég held svei mér thá ad ég hafi aldrei á ævinni farid svo fín í bíó. hahahah
Á unglingsárunum byrjudu thær ad rappa og ég reyndi ad vera voda kúl rappgella med en mistókst herfilega. En thó vid höfum throskast smá í sitthvora áttina thá eru alltaf thessi rosalegu sterku tengsl á milli okkar. Vid erum líka einhvernveginn hluti af fjölskyldu hvorrar annarrar thví thær hafa fylgst med okkur svo lengi.
Sönghæfileikar theirra og tónsmídagerd kom mjög fljótt fram og ég er svo rosalega stolt af theim thví lögin theirra og raddir theirra fanga mig alltaf jafn mikid.
Elsku Brynja og Drífa innilega til hamingju med 25 árin ykkar. Ég fagna hérna í Danmörku og hugsa til ykkar í dag sem og alltaf. Takk fyrir allar minningarnar og ég er spennt ad sjá hverju vid tökum uppá í framtídinni. Eigid gódan afmælisdag. :) posted by benony 1:13:00 e.h.
fimmtudagur, apríl 28, 2005
Mögnuð upplifun...
...ég fór með Elvu á fyrirlestur í dag sem gamall maður hélt sem var fangi í nasistabúðum þegar hann var ungur læknanemi. Hann sagði frá upplifun sinni og það var bara magnað. Hann er fæddur 1919 og er því 86 ára gamall. Þarna stóð hann svo klár en þó með smá ráma rödd og lélega heyrn og sagði okkur frá ótrúlegum hlutum sem hann sá og upplifði. Hann hafði hitt Moussolini og Hitler og hann talaði um hvað honum fannst þeir líta "dum ud" (heimskulega út) . Hann hafði líka vitnað fyrir rétti yfir mönnum sem voru hvað verstir í pyntingum og þeir voru teknir af lífi vegna þessa. Hann var látinn lækna sjúka í fangabúðunum þar sem hann var læknanemi og sagði okkur aðeins frá því sem var helst að hrjá fangana. Aðallega var fólk að deyja úr hungri og hann sýndi okkur myndir af manni sem var ekki með neina fitu né vöðva á líkamanum, bara skinn og bein. Ímyndið ykkur þjáningarnar, að deyja úr hungri.... Ótrúlega magnað að fá að hlusta á hann tala, eiginlega bara stórmagnað því það eru jú ekki margir eftir sem upplifðu þessa hluti og ekki margir sem geta sagt svo vel frá.
Setning dagsins er þó án efa "Sara, sérð þú þessa konu líka??". :) posted by benony 11:10:00 e.h.
þriðjudagur, apríl 26, 2005
Hápunktur daganna hjá mér er án efa...
...gangan frá spítalanum og heim. Próflesturinn er hafinn og ég reyni að lesa og lesa til að ég geti tekið prófin í nefið. Ég er búin að skila öllum verkefnum þannig að nú er bara lestur. Ég hef verið ansi léleg að blogga enda ekki haft þörf fyrir að tjá mig hérna. Langar að hætta þessu.... :S posted by benony 7:30:00 e.h.
þriðjudagur, apríl 19, 2005
Verð að segja ykkur frá skemmtilegu mómenti....
...sem átti sér stað á föstudaginn. Við vorum stödd í SuperBrugsen að kaupa okkur grillkjöt og grænmeti á grillið þegar við heyrum allt í einu rosa blístur. Einhver fyrir aftan okkur var að fíla sig virkilega mikið og blístraði fjörugt lag og virtist vera í mjög góðu skapi. Þar sem blístrið var heldur of hátt miðað við að vera í búð að versla sér mat litum við tilbaka til að sjá manninn sem blístraði. Ef þetta var þá ekki bara aðalmaðurinn....jú jú, þetta var Kim Larsen sjálfur í góðu skapi að velja sér krydd. Hann var örugglega að fara að grilla í góða veðrinu eins og við hin ;) posted by benony 7:31:00 e.h.
sunnudagur, apríl 17, 2005
Ekki hægt að segja annað...
...en helgin hafi verið frábær. Á föstudaginn var svo gott veður að allt í einu vöknuðu allir til lífsins og það var fólk út um allt. ALLIR voru úti á götunum hlýtur að vera því mannmergðin var þvílík. Ég var svo fegin að hópurinn minn sem er að gera með mér fysiologi lungna skýrsluna vildi bara komast út í bjór þannig að við rétt settum allt sem við höfðum saman og skelltum okkur svo út í sólskinið. Fór beint að kaupa kjöt og grænmeti til að skella á grillið og fór svo í grillpartý hjá Valdísi og Gauta um kvöldið. Ótrúlega skemmtilegt og kósý að borða góðan mat og fá að spreyta sig í singstar sem Gauti var ekki lengi að skella upp fyrir okkur. Einhverjar sögusagnir voru um það að rauðhærði útlendingurinn hafi verið að einoka singstarið. Skil ekkert í þessari sögu!!!
Laugardagskvöldið var tekið í keilu þar sem helstu taktarnir voru notaðir og tókst misvel upp en ég náði þó öðru sæti í seinni leiknum og finnst mér ég bara vera sigurvegari í þeim leik því Maggi hennar Heiðdísar hefur keppt á íslandsmóti og var því ósigrandi þetta kvöld. Svo fórum við á kaffihús sem er nýtt og voða svona REX-legt en ótrúlega töff innréttað. Annar þjónanna tók á móti okkur með að spurja okkur hvað við værum gömul. Okkur fannst það hálf glatað en sögðum að við værum 25 ára og þá hikaði hann smá áður en hann sagði "Godt nok". Eitthvað smá snobb í gangi. En það var samt gaman og ég fékk mér kaffe on ice með vanilluís í og það var upplifun. :) Heiðdís varð svo 25 ára þar sem við sátum þarna og klukkan sló 12 TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLID HEIÐDÍS.
Nú sit ég að skrifa minn hluta í skýrslunni og ég er alveg komin með 8 bls bara alveg sjálf. Þannig að hún á eftir að fylla mikið skýrslan þegar allt er sett saman.
já, það er langt síðan síðast... búið að vera fullt að gera og voða stuð á bænum.
Það var aðalfundur hjá FÍLÓ á laugardaginn og svo árshátíð. Fundurinn gekk vel og Ingólfur nýmyndaður faðir sagði störfum sínum lausum sem formaður eftir vel unnin störf þar sem hann er að fara að útskrifast um jólin og var að verða pabbi. Ég er nú stoltur ritari félagsins og Elvar félagi tók við formannsstarfinu.
Svo var dansað og það var kátt í höllinni á árshátíð félagsins um kvöldið. Við borðuðum indverskan mat sem bragðaðist rosa vel. Í eftirrétt var indverskur ís sem bragðaðist eins og frosin kjúklingastappa með ótrúlega skrítnu bragði. Það var þvílík vonbrigði hjá okkur stelpunum því við vorum búnar að bíða og bíða eftir sætindunum. Skvísurnar tóku á það ráð að fara út í sjoppu og ég varð eftir og bað stelpurnar að kaupa eitthvað gott handa mér. "já, hvað viltu?" sögðu þær. "æ, bara komið mér á óvart, mér finnst allt gott". Jú jú þá mættu þær tilbaka með eitthvað viðbjóðslegt tyrkneskt sykursull sem bragðaðist eins og sápa. "þú sagðir að þér fyndist allt gott". Frekar fyndnar sko.
Í dag var ég svo í fyrsta lyfjafræðitímanum mínum sem mér fannst rosa spennó. Keypti bók sem kostað 8000 kall....úff en við verðum... Svo fór ég í ræktina og tók á því á hlaupabrettinu áður en ég fór svo í lungnaæfingu uppí skóla. Þar lenti ég í hóp með tveimur dönskum stelpum, einum svía og einum norSara. Ég lenti tvisvar í glötuðu dæmi. Það var nefnilega þannig að leiðbeinandinn spurði spurningu sem ég náði að svara, en hann horfði bara yfir hópinn eins og ekkert hafi verið sagt. Þá endurtók ég svarið og hann sagði ekkert...svo sögðu hinir krakkarnir sama svarið og þá sagði hann "lige præcis!!!". Frekar fúl, því þetta gerðist tvisvar og hann hlýtur að hafa heyrt því við vorum jú bara 5 og ekki eins og hann hafi ekki tekið eftir mér þarna. Hlýtur bara að vera af því ég er rauðhærð :p
Jæja, ég er dauðuppgefin...nú en ég skilaði af mér smá updeiti :P
... en að ímynda mér hvernig litli knúsinn hennar Nady sys lítur út. Ég talaði við litla bróður minn í gær sem gaf mér smá hint. Lýsingarnar voru "hann er algjört krútt", "heyrist ekki múkk í honum", "eins og milkshake". Þetta verð ég svo að setja saman til að búa til mynd í hausnum á mér. Vonandi fæ ég bara bráðum mynd. :)
Fyrsta barn systur minnar er að verða 12 ára og hann heitir Sigvaldi. Ég átti samtal við hann á msn í fyrradag:
Silli crazy says: hæ Sara Sara says: hæ sæti Silli crazy says: viltu heyra svolítið klikkað Sara says: já, endilega Silli crazy says: mamma er að fæða núna Sara says: HHHHAAAAAAA!!!??? Sara says: NÚNA!!??? Silli crazy says: já, mar finnst þér það ekki klikkað Sara says: afhverju núna??? Silli crazy says: ég veit ekki Sara says: en hún á ekki að eiga svona fljótt Silli crazy says: ég er líka bara að djóka Sara says: ohhh, Sigvaldi ertu að plata mig Silli crazy says: eitthver apríl hehe Sara says: æi, þetta er bannað Silli crazy says: ég var líka að djóka með að vera að djóka að mamma sé að fæða Sara says: ha? Silli crazy says: ég er ekki að plata, hún er að fæða Sara says: ég trúi þér ekki Silli crazy says: ég sver við líf mitt, ég er hjá ömmu og co Sara says: ertu að meina þetta?? Silli crazy says: já, finnst þér það ekki klikkað
fæddist í gær 5 apríl klukkan 19:45 að íslenskum tíma. Ég er móðursystir hans. Nú er erfitt að búa í útlöndum. posted by benony 2:14:00 e.h.
Afmælisbarn dagsins...er engin önnur en.....
DJ DILJÁ ON THE SPOT!!!
Diljá er 26 ára tjélling í dag.
Diljá kynntist ég árið 1999 í Loftkastalanum þar sem við vorum að vinna saman bæði í miðasölu og sælgætissölu. Við höfum lent í fullt af ævintýrum saman og það er ekki erfitt því ævintýrin virðast elta hana. Ekki óalgengt að hún hoppi uppí flugvél oft á ári eða hafi rosalega krassandi sögur frá einhverjum aðstæðum sem hún hefur lent í.
Nú býr skvísan í Árhúsum þannig að hún er ekki svo langt frá mér. Þar stundar hún nám við kaospilotskólann og er að fíla sig í botn.
Elsku Diljá mín, ég efast ekki um að dagurinn verði fullur af ævintýrum og skemmtilegum surprisum. Ég hugsa til þín næsta sólarhringinn elskan mín. posted by benony 12:09:00 f.h.
mánudagur, apríl 04, 2005
Björk er búin að setja inn myndir frá því við vorum á Bakken. Hérna eru þær.
Kom svo í ljós að við Elva erum flott team því við vorum að fá verkefnið okkar tilbaka úr videnskabsteori (vísindaheimspeki) og það var bara udmærket. Fáum bara umsögn en ekki einkunn og hann hældi þessu hjá okkur. Við erum himinlifandi yfir þessu skvísurnar. Vorum að gera þetta nóttina áður en við flugum til Íslands og svo hentist ég til hennar í Hafnarfjörðin fyrsta kvöldið okkar á Íslandi og þá kláruðum við. Gaman að því.
Jú og svo fæ ég að fara í prófin í sumar því ég brást svo fljótt við eftir að skráningafresturinn var liðin. Það er nú eins gott :)
Vorið heldur áfram að sýna sig og það er bjart og yndislegt hérna í bænum. Ég er eitthvað svo glöð í hjartanu og margt skemmtilegt á dagskrá. M.a FÍLÓ (Félag íslenskra læknanema í Odense) aðalfundur næstu helgi og svo árshátíð á eftir.
Ég skellti mér til Kaupmannahafnar um helgina til að fara í brúðkaupspartý hjá Eika og Vigdísi og svo til að hitta vini mína sem voru hérna yfir helgina.
Þetta var svo gaman og mér þykir svo vænt um vini mína. :)
Í dag var svo yndislegt veður og við skelltum okkur á Bakken til að sjá Hlyn í nýju vinnunni sinni. Já, karlinn stóð sig ansi vel í Safari bílunum í uniforminu sínu. Ég var svo alveg tryllt í tækjunum og barnið inní mér fékk að blómstra. Ég alveg dýrka svona trylling og velting. Ég þarf svei mér þá að prófa fallhlífastökk einhvern daginn. En þetta var svo stórkostlegt því í fyrsta tækinu sem við fórum í þá fór tækið með okkur hátt hátt hátt uppí lofti og þar snerumst við í hringi og svo sveifluðumst við niður aftur og svo aftur upp. Ég öskraði svona grenjuöskri og Gummi öskraði eins og hann væri að fæða, Valursat á milli okkar og hló bara og það heyrðist ekki múkk í Björku. Ohh, þetta er svo gaman.
Við vorum í tívolíinu þangað til Hlynur var búinn að vinna og þá röltum við að lestunum í góða veðrinu. Mér fannst smá erfitt að kveðja því ég fór svo ein til Odense. Var uppá Hovedbanegaard að bíða eftir lestinni minni þegar kona labbaði fyrir mig með beran rassinn og pilsið niðrum sig. Ég átti nú ekki von að sjá rass á þessu mómenti, og það kom örugglega skrítinn svipur á mig. Svo settist konan bara og var ekkert búin að hífa pilsið upp. Mér finnst eymdin svo rosalega sýnileg í Kaupmannahöfn. Mjög veikt fólk og fíklar eru útum allt vafrandi á götunum. Annars er ég hrifin af borginni og alltaf gaman að koma þangað en ég finn samt góða "heimtilfinningu" þegar ég kem í kotið mitt hérna í sveitinni.
yndisleg helgi....takk fyrir mig posted by benony 10:54:00 e.h.
föstudagur, apríl 01, 2005
Já, hún getur verið sluxi.....
Gaman að tala um sjálfan sig í þriðju persónu.
Ég gleymdi að skrá mig í próf og uppgötvaði það deginum eftir síðasta dagsfrestinn. Ég er náttúrulega svo mikill töffari að ég bara yppti öxlum og rölti uppá skrifstofu til að reyna að redda þessu. Ég meina...það átti að skrá sig frá 20-30 mars sem er akkúrat þegar við vorum í fríi og þetta er ekkert auglýst þannig að þetta gleymist hjá mörgum. En allavega, ég í kúlistafílingnum var mætt á skrifstofuna og sagði "jeg har glemt at tilmelde mig til eksamen". Þá kom angistarsvipur á gelluna á skrifstofunni og hún sagði "já þá þarftu að skrifa bréf til okkar um undanþágu til að fá að skrá þig í prófin með nafni, kennitölu, hvaða fög þú ert að skrá þig í próf í og svo ástæðuna fyrir því að þú skráðir þig ekki". Ég brosti inní mér því þetta er svo týpískt danskt en blikkaði tjelluna og rölti uppí tölvustofu til að æla bréfi út úr mér. Ég meina, ég gleymdi þessu bara....það er engin önnur ástæða.
Nusha vinkona kom að hjálpa mér og skammaði mig heilmikið fyrir að ég ætlaði bara að vera heiðarleg og segja að ég hafi verið á Íslandi og verið of upptekin að vera í FRÍI að ég hugsaði ekki um þetta. "ÆTLARÐU AÐ FÁ AÐ TAKA PRÓFIN Í SUMAR EÐA HVAÐ?????"
Ég sat ælandi yfir lyklaborðið meðan við sömdum í sameiningu væmnasta bréf sem ég hef á ævinni skrifað og væmin get ég nú verið en þetta var sko bleikt bréf. Lýsti hve tilfinningalega erfitt fríið mitt á Íslandi hafi verið og eitthvað bla bla bla hahahhaa
Rölti svo til tjellunnar aftur og rétti henni bréfið sem ég þó var efins um að ég ætti að láta frá mér. "Ja, vi kigger paa det og du vil faa skriveligt svar om et par dage". sagði hún þá.
Ég hef reyndar ekki neitt voðalega miklar áhyggjur af þessu því afhverju ættu þeir ekki að vilja leyfa mér að fara í próf. Fólk hefur oft lent í þessu áður að gleyma. Við erum jú öll mannleg þó svo sumir séu oft á tíðum mannlegri en aðrir. :p
Bara svo danskt að gera svona mikið mál út úr öllu og láta mann ræða um ástæðu fyrir öllu þegar það er kannski enginn ástæða fyrir hlutunum...ég meina ég er bara sluxi. posted by benony 1:32:00 f.h.