Einu sinni í matarhléi heyrði ég um spítalagöngin í fyrsta skipti. Ég heillaðist heilmikið af sögunni. Spítalasvæðið er frekar stórt með mörgum kennsluhúsum sem eru á Winslowparken og svo er líka kennt í sjálfum spítalanum eða í klinikbygningunni á spítalanum. Sagan sagði að það lægju neðanjarðargöng á milli allra húsanna og alveg að sjálfum spítalanum og svo til geðdeildarhúsanna líka. Ég ímyndaði mér að það væri mjög dimmt inni í göngunum og þar væru geymd lík og fjársjóðir. Ég var líka fullviss um að þarna færi einhver óheiðarleg starfsemi fram....
Í dag var ég að læra á Winslowparken 19 og var að fara á fyrirlestur í klinikbygningunni á spítalanum hjá félagi áhugasamra um traumalækningar. Ég var soldið spennt fyrir þessum fyrirlestri því hann átti að fjalla um bæklunarskurðlækningar og mér finnst það spennandi ásamt því að ég var viss um að okkur yrði sýndar fullt af myndum af brotnum hnjám osfrv.
Þegar ég var að hafa mig af stað segir Margrét sem sat hjá mér að lesa "ætlarðu að fara göngin?". Ég fann hvernig ég svitnaði og leit skelfingarlostin á hana. "Eru þau ekki bara sögusögn??". "nei nei" sagði hún bara hlægjandi og ákvað að rölta með mér.
Við fórum niður í kjallara á WP19 og opnuðum hurð þar niðri og við blasti endalaus gangur...ekki eins dimmur og ég hafði ímyndað mér þannig að við hófum göngu. Eftir smá rölt heyrðum við mikinn hávaða og veltum fyrir okkur hvað þetta gæti verið þegar hjól þaut framhjá okkur. Við hlógum heil ósköp en svo þaut bíll framhjá líka. Ég sá engin lík þarna niðri og bara alls engan fjársjóð, skil ekkert í þessu en þarna láu fullt af sjúkrarúmum. Margrét fór að fá smá innilokunarkennd þarna inni og þá hugsaði ég mér gott til glóðarinnar að ég gæti skellt kerlingunni á eitt rúmið og svo hlaupið eftir ganginu og beint á spítalann. Smá vonbrigði að hún hafi ekki fallið í yfirlið þarna sko...
Ykkur að segja fékk ég ekki að sjá nein brotin hné í fyrirlestrinum heldur fór fyrirlesarinn sem var yfirlæknir á traumacenter yfir helstu atriðin sem þarf að hafa í huga þegar sjúklingar koma inn eftir slys. Maður heyrir aldrei of oft um þau atriði.
Ég labbaði svo göngin tilbaka aftur og við erum nú alveg orðnir félagar ég og göngin. Nú get ég skvett hárinu og látið smella í gómnum þegar ég heyri um fólk sem ekki hefur farið göngin á milli. "hahahahaha, hefurðu ekki farið göngin segirðu, sögusöng hahahahah, nei nei nei, ég er alveg búin að fara þarna tvisvar í gegn sko" og skvetti hárinu aftur til að undirstrika hve rosalega veraldarvön ég er nú. posted by benony 9:24:00 e.h.
mánudagur, mars 28, 2005
Danskt sumarveður....
...allavega í dag en nú er orðið skítkalt aftur. Ég hafði opið út í allan dag meðan ég þreif allt hjá mér og skipulagði (tók elvuna á þetta sko ;)) Eins og ég er glöð með þetta góða veður þá fæ ég samt líka flassback að öllum þeim skiptum sem ég er að lesa undir próf inni í þessu góða veðri hérna. Ég hef verið inni í hlýrabol með opið út og verið að stikkna meðan ég reyni að berja vitneskjuna í hausinn á mér. Ég held að það verði engin breyting núna, en svona er þetta bara.
En í dag naut ég góða veðursins og þefaði af vorinu í loftinu. Það er einhver svona sérstök lykt sem kemur þegar gróðurinn er að lifna við finnst mér.
Ég tók líka eftir að íbúðin við hliðina er tóm núna þannig að stelpan sem þar bjó hefur flutt í páskafríinu. Ómg, ég vona að það hafi ekki verið vegna hávaða í mér. Það heyrist þokkalega mikið á milli og oftar en ekki hef ég verið hérna gaulandi eins og ég sé ein í heiminum, ekki bara í sturtu heldur alveg hele tiden. jæja, ég veit ekki, hún brosti allavega alltaf voða kurteisislega til mín þegar við hittumst í stiganum. En nú get ég gaulað eins hátt og ég get án þess að fá samviskubit næstu daga eða þangað til annað fórnarlamb flytur inn. múhahahhaa
Við Margrét skelltum okkur á Sunset í kvöld og átum á okkur gat. Ég er alveg búin að vera í hátíðarmatnum núna um páskana eða þannig.
stopp núna, þarf að vakna í skólann. Mér finnst eins og ég hafi verið heila eilífð í fríi þó svo að tíminn hafi liðið hratt...váhh, hvað það meikar engan sens :p posted by benony 11:23:00 e.h.
sunnudagur, mars 27, 2005
Það voru þá páskarnir....
Ég ætla alveg að trúa því að ef maður borðar ekkert súkkulaði á páskadag þá missi maður alveg hellings af kílóum :p Páskadagur er nefnilega súkkulaðiDAGURINN og þá má borða súkkulaði án þess að fá mikið samviskubit. Ég hef ekki borðað eitt súkkulaðistykki í dag og er þar með eini dagurinn á þessu ári sem ég hef ekki borðað súkkulaði.
Dagurinn fór í ferðalag þar sem ég tók splittstökk frá Reykjavík til Kaupmannahafnar og fór svo í flikkflakki frá Kaupmannahöfn til Odense. Engin virtist vera í páskaskapi og ég varð einmitt fyrir miklum vonbrigðum þegar það var ekki páskaegg í eftirrétt með matnum í flugvélinni. Í flikkflakkinu á leiðinni til Óðinsvé hitti ég eldri konu sem er ljósmóðir. Hún var svo rosalega forvitin kerlingin að ég var allt í einu búin að segja henni fullt frá sjálfri mér. Já, það er ekki sama hver spyr sko...ég var einmitt að pæla í að ef hún hefði verið karlmaður um fimmtugt þá hefði samtalið orðið eitthvað annað.
Á leiðinni heim frá lestarstöðinni hentist ég á MacDonalds og fékk mér páskamáltíðina "einn Bic Mac menu" hahhahaha
Það er ískalt í Danmörku núna en ég er glöð að vera komin aftur eftir æðislegt páskafrí . Nú ætla ég að vera massadugleg þangað til ég kem heim næst.
Gleðilega páska gott fólk :) posted by benony 11:12:00 e.h.
þriðjudagur, mars 22, 2005
Ekkert komist í tölvu fyrr en nú....
Ég er komin til Íslands og verð út vikuna hérna heima. Ég er búin að hafa það mest náðugt en átti frábæran föstudag og laugardag. Eiríkur Steinn og Vigdís vinir mínir, giftu sig á laugardaginn þann 19 mars og ég var ótrúlega glöð í hjartanu því hamingjan skein úr augunum á þeim. Þetta var yndislegur dagur sem endaði í veislupartýi þar sem ég hitti vinina og hentist svo niður í bæ. Ég varð viðskila við marga en bara snilld að djamma með Arnari, Val, Freysa og Erlu Súsönnu niðri í bæ. Freyr var með myndavél og má sjá myndir af öllu saman. posted by benony 3:29:00 e.h.
miðvikudagur, mars 16, 2005
Eftir 12 tíma skýrsluvinnu...
..inni í loftlausri tölvustofu fæddist lítill púki inní mér með lélegan húmor. Var alltaf að segja menstruation (blæðingar á íslensku)í annarri hvorri setningu við stelpu sem er alin upp í öðrum kúltúr en við þar sem ekki má tala um svona hluti og þar sem konur eru skítugar einu sinni í viku. "Hvenær ertu á túr næst, segirðu?", "Ohh, ég er svo spennt, ég byrja nefnilega bráðum á túr". Voru setningar sem ég skellti á hana þar sem hún sat niðursokkin í tölvuna. Hún var ekki ýkja hrifin eins og gefur að skilja og barmaði sér yfir hvað henni gengi ekkert með að ala mig upp. Ég æstist þá auðvitað til muna. Svo kom ég heim og skellti hausnum í vegg af samviskubiti og ákvað að ég ætlaði að biðja hana afsökunar daginn eftir. Ég hafði líka verið að troða hamborgara í andlitið á mér til þess eins að fá fólk til að hlægja. Þegar fólkið gaf mér mjög undarlegan svip fattaði ég að ég væri eins og fífl. Ég held svei mér að ég sé að missa það. Nú sit ég útí horni í skammarkróknum með hatt á höfðinu og þarf að íhuga látalætin. takk fyrir posted by benony 12:11:00 f.h.
mánudagur, mars 14, 2005
Thad var yndislegt hjá Diljá um helgina....
...og núna stend ég á haus (ótrúlega flippud) í verkefnum ádur en ég hendist til Íslands til ad njóta mín smá. Ég er uppí tölvustofu med hópnum mínum uppí háskóla ad gera hjartaskyrslu og hér er thungt loft thannig ad vid verdum ordnar skemmtilegar í lok dags. Passid ykkur bara, ad mæta okkur ekki thá, sérstaklega ekki í dimmum húsasundum.
Annars er thad bara Iceland eftir 3 daga, og ég hlakka svo til ad fara í brúdkaup heima!!! Jei gaman :) posted by benony 12:58:00 e.h.
laugardagur, mars 12, 2005
Þá er það Árhús!!!
Ég er í Árhúsum í heimsókn hjá Diljá vinkonu minni. Hún er með herbergi í ótrúlega flottu húsi og þegar ég kom inn tók á móti mér kristalsljósakróna og konungleg stofa. Æðislega kósý og flott hjá henni. Nú sitjum við saman þrjár, ég, Diljá og Matta að spjalla um lífið og tilveruna meðan Diljá eldar kjúkling handa okkur og ég reyndar er að blogga með annarri og leggja áherslu á orðin með hinni. Diljá er búin að fá senda á spólu íslensku Idolþættina og við erum aldeilis að fara að halda Idolpartý hérna í kvöld. Það er svo fyndið hvað ég er eitthvað Idolsjúk, ég get lent í hörkusamræðum við fólk sem lika er sjúkt í svona og verið alveg æst. Diljá er einmitt þessi týpa og Valdís líka. Nú er gott að ég geti séð þessa þætti sem ég hef misst af til að ég geti haft sanna skoðun á þessu öllu saman. :p
jæja, ég ætla að fara að einbeita mér að spjallinu með stelpunum, góða helgi ;) posted by benony 6:29:00 e.h.
fimmtudagur, mars 10, 2005
Það er svo gaman í skólanum...
Ég var notuð sem tilraunadýr í hjartalífeðlisfræðiæfingu í vikunni. Ég lá á bekk og það voru tengdar við mig ýmisskonar snúrur og blóðþrýstingur tekin 30 sinnum á 30 mínútum. Svo var ég stungin til að fá blóð úr mér til að mæla hæmatókrit. Fyrst var ég stungin í fingurgómana en það kom ekkert sama hve oft þau stungu. Svo voru það eyrnasnepplarnir og ég fann hvernig kennarinn stakk snöggt og nuddadi svo nálinni inní sárinu þannig að það myndi blæða en það kom ekki neitt. Hann sagði "Du har det mindste blod værdi i hele verden". Ætli ég sé þá ekki bara draugur...múhahahaha BÖHHH
Við erum svo búnar að vera að vinna í skýrslu, ég, Elva, Shailajah og Joan sem er færeysk stelpa og rosa fín. Við verðum frameftir á morgun veit ég en þetta er bara svo gaman og mig langar svo mikið að vera góð í þessu. Þegar ég sit með stelpunum að pæla í hjartalínuritum og blóðþrýstingsmælingum uppá Winslow þá minnir það mig á hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór. Ætla ég að vera Flugvél.....NEI, ætla ég að vera leðurblaka....NEI, ætla ég að verða SÚPERMAN....NEEEEEIIII posted by benony 11:56:00 e.h.
mánudagur, mars 07, 2005
Ég sökka í bordtennis...
Vid vorum med bordtennismót um helgina vid krakkarnir í FÍLÓ (félag íslenskra læknanema í Danmörku). Ég setti ALLT í leikinn en var alveg glötud. Ég man eftir theim tíma thegar ég var í fermingarfrædslu árid 1994, thá kynntist ég bordtennis fyrst. Vid slógumst um bordtennisbordid í kirkjunni ádur en tíminn byrjadi og oft á tídum fórum vid ekki strax heim thví bordtennisbordid beid nidri svo girnilegt. Ég var full af sjálfstrausti thegar ég mætti til leiks og ætladi mér stóra hluti á thessu móti. Vid vorum skipt upp í ridla og haldidi ekki bara ad ég hafi tapad mínum ridli....ég vann ekki einn einasta leik. Ég sætti mig ekki vid svona sko....nú verdur lífid bara bordtennis og ekkert annad en bordtennis, thangad til ég sé fram á sigur!!!!!!!!!!!
Já, og óvænt ánægja. Ég er ad koma til Íslands í páskafríinu!! Jibby :) Ég sé fram á skemmtilega heimkomu. Planid er ad fara í brúdkaup, knúsa bumbulínu, hitta fjölskyldu og vini og svo er árshátíd HÁS líka á planinu. Thad er meira ad segja komin bloggsída fyrir litla klúbbinn okkar. ótúlega gamanHÁS posted by benony 11:08:00 f.h.
laugardagur, mars 05, 2005
Agalegt þegar maður lendir í svona hlátursköstum....
...þau skella á mér eins og öldur og færast yfir allan líkamann eins og bylgjur án þess að ég fái nokkru við ráðið. Maginn herpist saman og hendurnar þjóta upp fyrir vitin. Tár byrja að streyma úr augnkrókunum og loft hleypur út úr nasaholunum. Þegar ég rétt næ andanum skellur önnur alda að mér og andlitið verður eldrautt í stíl við hárið.
Ég varð fyrir því óhappi í dag ég lenti í einni svona þegar ég sat inní lessal að læra með öðrum námsfúsum nemendum sem grúfðu sig ofaní bækurnar og voru ekki að biðja um truflun af hálfu 25 ára gelgju í krísu. Ég skellti andlitinu í handlegginn á mér til að ekki myndi heyrast múkk frá mér. Líkaminn hrisstist í krampakenndu kasti og ég leit aðeins upp til að draga að mér andann og skellti svo höfðinu aftur á kaf ofaní olnbogabótina. Eftir daginn spurðu stelpurnar mig hvað hefði verið svona fyndið og ég svaraði:
"Æ, mér fannst bara svo fyndið að....þið vitið....þúst við eitthvað svo....æ, skiljiði.....æ, ég veit það ekki maður!".
Og að allt öðru...mig vantar svo píanóleikara eða mig vantar að tala við einhvern sem getur leikið undir hjá mér. Kannt þú að spila eða þekkir þú einhvern sem kann? Endilega sendið mail á mig sarabjons@hotmail.com eða skrifið í kommentin. posted by benony 1:23:00 f.h.
fimmtudagur, mars 03, 2005
Jæja...
Vikan er búin að fara í Videnskabsteoriverkefni sem ég skilaði í nótt. Við Elva gerðum það saman og vorum búnar með það um klukkan 5 og þá vorum við líka orðnar ansi skrítnar í hausnum. En þar sem við erum búnar að skila þremur svona verkefnum þá eigum við bara eitt eftir og þá erum við búnar með þennan áfanga.
Næsta verkefni er siðfræðiverkefni og það gæti orðið ansi spennandi. Kennarinn lagði fyrir okkur eitt siðfræðidæmi síðast sem við áttum að ræða.
Kona leitar til læknis þar sem hún hefur ekki haft blæðingar. Læknirinn gerir rannsóknir og kemst að því að hún er karlmaður sem hefur þróað með sér kynfæri konu. Á læknirinn að segja konunni niðurstöðu sína eða ekki???
Myndum við vilja vita ef við værum karlmenn stelpur? Jahh, ég veit hvað mér finnst...hvað finnst ykkur?? posted by benony 11:55:00 e.h.