be Rauðhærði útlendingurinn

online

{Rauðhærði útlendingurinn } spacer
spacer

This page is powered by Blogger. Is yours?

spacer
powered by blogger

Íslendingar

Ásdís frænka
Bendt
Danni
Disco Dóri
Dísa skvísa
DJ Diljá
Eiríkur
Guðjón
Gummi Jóh
Gunna frænka
HÁS
Hlynur
Ívar
Jóinn
Kolla
Kreisígörl
Lára babe
Lukka
Maj-Britt
Ziggy
Vigdís
Örn Ingi og Elín

Danir

Ásta
Bryndís
Davíð
Elva
Freyja
Gummi
Gunnhildur
Gunni
Harpa og Elvar
Heiðdís
Helena
Hjördís
Katla
Kolla
Margrét Lára
Ragnheiður
Sigurrós
Sólveig

Daglegir linkar fyrir mig

Skólinn minn
FÍLÓ
FÍLD
FADL
medicalstudent.dk
doctor.is
Odense


{þriðjudagur, nóvember 30, 2004}

 
Verkefnaskil thessa vikuna....

...og mér lídur eins og ég sé ad eyda tíma!!! Mig langar ad byrja ad læra undir próf en thad er svo mikid annad sem verdur ad klára líka. Ég, Elva og Martin sátum í tvo klukkutíma inni hjá meistara Jakob sem virdist ekki vilja gódkenna verkefnid okkar. Thad vantar alltaf eitthvad uppá. Vid vorum svo brjáladar thegar hann neitadi ad gódkenna thad ad vid ætludum sko ad jarda hann saman. Svo settumst vid nidur til ad finna eitthvad á hann en hann virtist hafa rétt fyrir sér med villurnar og hvad betur mætti fara. Vid mættum svo á fund med honum og sátum og sögdum honum hvad vid skildum ekki og svo útskýrdi hann og taladi í 2 tíma. Í lokin var komid ad okkur Elvu:

Elva: Vid höfum komid med spurningu í verkefninu sem vid svörum í lokin
Jakob: jahh, det har I
Elva: og svo höfum vid skrifad vel markmid okkar med skýrslunni
Jakob: jahh
Elva: vid vitum ad analysurnar eru ekki fullkomnar
Jakob: jah
Elva: en er thetta samt ekki nóg til ad ná?
Jakob: nej
Elva: ó

Sara: já en hvad viltu, thú segir okkur ad thú getur ekki gefid okkur lista yfir hvad vantar til ad vid getum nád, hvernig eigum vid thá ad vita...
Jakob: vita?? Thid thurfid bara ad skilja og lesa thetta yfir saman og skrifa saman thad sem vid höfum rætt hérna í dag.
Sara: ok

Svo löbbudum vid út:

Elva: djöfull jördudum vid hann
Sara: fannst thér thad??
Elva: NEI

hahahahahahaha

Svo sé ég frammá adra andvökunótt vid ad skrifa heimspekiritgerd nr 2. Gaman ad vera Íslendingur med allt á sídasta snúning. :)

posted by benony 5:32:00 e.h.


{mánudagur, nóvember 29, 2004}

 
Mergjaðslega mikið að gera hjá mér....

...en nú er smá púst.

Við systkinin vorum að koma heim frá því að borða úti. Dóri bró splæsti á litlu systur sína og nú er hún södd og sæl. Hann fer snemma í fyrramálið þannig að partýsessionið er að verða búið.

Julefrokost gekk glimrandi vel fyrir utan að græjurnar voru eitthvað að stríða okkur annað slagið. Þá er gott að hafa gaura sem geta stungið réttum snúrum í og ýtt á réttu takkana. Allavega skil ég ekki hvernig þeir redduðu þessu.

Svo hélt ég líka nokkrar Bridget Jones ræður. Bridget Jones ræður eru svona ræður eins og í fyrri myndinni þar sem hún stendur og býður öllum velkomin í "publish" partýið hjá heimsins besta rithöfund fyrr og síðar. Lítur svo í kringum sig og sér fleiri rithöfunda og þarf að segja að þeir séu líka rosalega góðir rithöfundar, og þessi já þú ert heldur ekki sem verstur. Svo endar hún á að segja "bjóðið hann velkominn, einn af þrjátíu bestu rithöfundum fyrr og síðar".
Svona voru ræðurnar mínar.
Byrjaði á að bjóða fólk velkomið sem gekk allt í lagi. Sagði svo matseðilinn : "Í forrétt er rúgbrauð og síld og lifrarpostæ, þið vitið svona danskur julefrokost og svo í aðalrétt fáið þið svona íslenskt...hamborgarahrygg og brúnaðar kartöflur og sósu...sem er reyndar ekki íslenskt....þetta er sko danskur hamborgarahryggur en samt svona íslenskur máti skiljiði...eða þið vitið!!" Fann að ég roðnaði en reyndi að halda kúlinu.

Eftir partýið beið þvílíkt og annað eins uppvask eftir okkur því það var ekki uppþvottavél en við dóum ekki ráðalaus við Gunni heldur tók ég uppþvottaburstan mig í hönd og hann tók viskastykkið svo drifum við þetta í gang og sömdum nýja texta við gömul og góð lög. "For as long as I know how to dry I know I´m still alive". hahahaha Prófuðum svo R&B "I am dryiiiiing" og rokk "I am drying ahhhh". Eftir nokkur lög heyrðist í Elvu "djöfull eruð þið léleg.." ég held svei mér þá að við höfum verið ansi sammála skvísunni. En við skemmtum okkur og tíminn leið.

Nú er bara lærdómur...svo jól...svo próf....svo heim!

posted by benony 11:07:00 e.h.


{þriðjudagur, nóvember 23, 2004}

 
Mér líður stundum eins og danskri kellu...

...því ég er við að breytast í eina svoleiðis. Eftir tæpa 2 mánuði verð ég fullorðin og þá líður heldur ekki að löngu en ég er búin að búa í Danmörku í 3 ár. Úff!!! Sama sem Sara dönsk kelling.

Ég sit núna í kuldanum umvafin í sæng og hygger mig með te og kertaljós og les. Ég þarf að fara að byrgja mig upp af te, kaffi og með því, því nú fer að líða að algjörum próflestri.

En já, ég ætla njóta þess að vera stelpa!!!

Nusha vinkona á afmæli á morgun og það sem hún hafði óskað sér í afmælisgjöf frá mér var að ég myndi syngja fyrir hana "Wonderful tonight" með Phil Collins. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að fara að þessu....á ég bara að brjótast upp í söng inn í matsal í skólanum bara svona allt í einu???? eða á ég að draga hana afsíðis??? Hef aldrei fengið svona ósk um gjöf en ég glöð veiti hana....bara veit ekki hvernig ég á að útfæra hana :)

Á morgun eru ég, Elva og Andri að fara að versla fyrir julefrokost. 6 kassar af bjór og galakvöldmatur fyrir uþb 40 manns. Við verðum ROSALEG í BILKA og Nettó á morgun!!! :)

Svo kemur líka Dóri bróðir minn til mín á morgun og hann verður án efa kysstur og kreistur af systur sinni.

Stór dagur á morgun já :)

posted by benony 10:29:00 e.h.


{mánudagur, nóvember 22, 2004}

 
Viljiði heyra svolítið sætt...

Ég var að passa strákana í gærkvöldi eins og fram kom í síðustu færslu. Auðunn (8 ára)spurði hvort ég ætlaði að gista og ég sagðist ætla að gera það. "Viltu sofa við hliðina á mér??" spurði hann mig þá. "Já, ég skal kúra hjá þér, en farðu nú að sofa ég ætla ekki að sofna alveg strax". Svo leit ég seinna inn til hans þá var hann alveg límdur við vegginn því hann hafði gert nóg pláss fyrir Söru frænku.

Þegar ég var búin að vafra um á netinu, horfa smá á sjónvarp og éta óhollustu þá lagðist ég uppí og sofnaði. Um nóttina vakna ég við að það er einhver að horfa á mig. Ég opna augun og við rúmstokkinn stendur lítill ljóshærður ungi brosandi. Það var þá Maron (6 ára). "Viltu koma uppí??" hvíslaði ég hás og rám svona nývöknuð. "Já", svaraði þá unginn og stökk í hálsakotið á frænku sinni og þarna sváfum við þrjú í rúminu hans Auðuns. Mikið rosalega þótti mér vænt um þetta :)

posted by benony 1:20:00 f.h.


{laugardagur, nóvember 20, 2004}

 
Thá eru gríslingarnir komnir í bólid!!

Ég er barnapía í kvöld. Ég, Audunn og Maron erum aldeilis búin hygge okkur, pöntudum pizzu og horfdum svo á Junior Eurovision songcontest sem var alveg ótrúlega spennandi fannst okkur. Strákunum fannst reyndar frænka eitthvad glötud til ad byrja med thegar hún spratt upp og tók sporin en svo hoppudu their bara med. Audunn hljóp meira ad segja upp og sótti lítinn kassagítar svo vid gátum rokkad almennilega.

Thetta var svona Eurovision barna og ég sá alveg mig, Brynju og Drífu fyrir mér tharna á svidinu thví vid vorum akkúrat eins og thessar skvísur svona 1990 eda 1991. Vid hefdum verid flottar. Ein raudhærd stöng ad taka djassballetspor og tvær minni ljóshærdar bláeygdar og alveg eins. Vid sömdum lög thegar vid vorum pínulitlar. Flest lögin fjölludu um kisur og mjólkina theirra. En eitt sömdum vid um okkur sjálfar og thad var mjög mikid Hit í Háberginu á thessum tíma, og hér kemur thad.

Eigum vid ad segja ykkur hvad vid heitum?
Brynja
Drífa
Sara
aha ha

Vid fórum út í búd ad kaupa thrjá snúda
aha ha
Brynja
Drífa
Sara
aha ha

Mamma sagdi hættid thessum látum
aha ha
Brynja
Drífa
Sara
aha ha

ójá
aha ha
Brynja
Drífa
Sara
aha ha


Flottar finnst ykkur ekki. En svona til ad segja ykkur úrslitin thá var Danmörk í 5 sæti en thad var Spánn sem bar sigur úr býtum. Og ég táradist audvitad thví krakkarnir voru svo glöd :)



posted by benony 10:53:00 e.h.


{miðvikudagur, nóvember 17, 2004}

 
Helst langar mig að vera á Íslandi að gera engla í snjóinn!!!

Það rignir og rignir hérna í Odense og okkur hafði verið varað við stormi en ég hef ekki orðið var við hann í dag allavega. Ég verð svo syfjuð alltaf í svona lægðum og augun mín eru svona þurr og erfitt að halda þeim opnum í þessu líka skammdegi.

Allt sem viðkemur Íslandi finnst mér ekstra yndislegt þessa dagana. Elva kom með Hraunbita í skólann í gær og ég naut hvers bita kannski einum of mikið. Svo kom ég heim og þá hringdi Dóri bróðir í mig því hann er að koma í heimsókn til mín í næstu viku. Þar sem Dóri bróðir er rammíslenskur og svo líka besti miðjubróðirinn minn þá hlakka ég svoooooooooo mikið til að fá hann til mín.

Dóri: Viltu að ég komi með eitthvað??
Sara: jaaaa, kannski bara nammi!
Dóri: ok, eitthvað meira??
Sara(hógvær): já já...þú mátt alveg...
Dóri: vantar þig eitthvað???
Sara: já, þú veist...æ, þetta er allt í lagi
Dóri: ostaskera??? dósaopnara?? ég kem með það líka!!
Sara: hahahahahah, akkúrat það sem mig vantar
Dóri: já, ég veit

Greinilegt að Dóri hefur verið að pirrast yfir að það vantaði eldhúsáhöld síðast þegar hann var hérna! :)

Annars svona það sem ég er að stússast þessa dagana er julefrokost íslensku læknanemana sem verður þann 26 nóv. Það verður rosalega gaman :)
Við Elva ætlum að taka að okkur leikina og skemmtiatriðin (ofcourse, þarf alltaf að troða mér á svið ;) ), svo ætlum við að sjá um skreytingarnar, sjóða hamborgararhrygginn og redda Ris a la mande. Þetta verður svo mikið skemmtilegt. Dóri bróðir verður deitið mitt og mun hitta allt þetta skrýtna lið sem þarna verður. Ég naut þess að skrifa Sara + maki á skráningarblaðið :) er maður orðin despó eller hvad???
Svo er það bara CNS (CentralNervusSystem=miðtaugakerfið, heilinn og mænan) og biokemi (Lífefnafræði, DNA, RNA og genafræði)ásamt því að ég er að sprikla í ræktinni og vera hössluð sí og æ á hlaupabrettinu.

posted by benony 8:22:00 e.h.


{mánudagur, nóvember 15, 2004}

 
Góð helgi...

Ég svaf, ég las...yndislegt!!!

Það væri örugglega hægt að búa til jólalag um okkur Margréti hérna á Pjente því við erum svo miklir jólasveinar þegar við erum saman. Við byrjuðum föstudagskvöldið á því að fara í saumó með kellunum á horninu hérna á Pjente. Þær langaði mjög mikið að kynnast okkur stúdínunum og við fórum í kaffi og með því og bara svona að spjalla heima einni. Ég held að aðalástæðan fyrir því að okkur var boðið er afþví að ein er að fara í orlof og það vantar til að fylla uppí stundarskránna hjá þeim. Þær dásömuðu karlmenn hverfisins svo mikið og hvað þeir væru rausnarlegir...ég hlustaði mjög spennt á til að byrja með en ég held að þær hafi samt verið hrifnari af Margréti því hún á svo mikið af joggingbuxum. Ég veit ekki hvað hún gerir þessi elska.

Svo fórum við að leigja okkur DVD spólu á Blockbuster. Við eyddum alveg klukkutíma í að reyna að horfa á hana í tölvunni hennar Margrétar og það endaði á því að ég fór upp og sótti mína. Það virkaði, þ.e við sáum allavega mynd en talið var á undan leiknum. Það er alltaf jafn súrt að horfa á myndir svoleiðis en við ákváðum að við ætluðum að sætta okkur við það. Svo byrjaði myndin að hökta og það var eins og allir væru orðnir eitthvað veikir í myndinni því Jennifer Aniston og co voru farin að hökta og koma með mjög krampakenndar hreyfingar. Ég leit á Margréti og sagði:
"Margrét, eigum við að horfa á þetta svona??". þá kom Margrét með uppgjafarsvip og sagði "já, verðum við ekki bara að gera það". Ég laut höfði en reyndi svo að fylgja hreyfingum leikarana.
Ekki leið að löngu fyrr en talið var orðið bara rugl "MOHHHHÍíJÖÖÖGGGAAA". Þá leit ég aftur til Margrétar "Margrét, meikum við þetta??"... og hún svaraði "neee, en hvað getum við gert??" Ég laut aftur höfði og sætti mig við þetta og reyndi að lesa bara textan því ég heyrði ekki hvað fólkið var að segja og ekki gat ég séð hvað fólkið var að gera þarna í myndinni. Eftir smá stund datt allt út....."þetta er allt í lagi, það vantar bara rafmagn" sagði ég og stakk í samband...
Myndin kom svo upp og allir voru bara eðlilegir í myndinni og hljóðið fylgdi talinu og ALLT....ótrúlegt, það vantaði bara allan tímann straum í tölvuna mína...og við ætluðum bara að sætta okkur við að horfa á myndina svona hahahahaha

...Jólasveinar einn og átta....

posted by benony 8:01:00 e.h.


{sunnudagur, nóvember 14, 2004}

 
Hæ hæ og hó hó

Ég var loksins að setja inn myndir frá októbermánuði. Þarna má sjá ársfest ásamt hinu og þessu þann mánuðinn.... Ég verð að biðjast afsökunar á gæðum myndanna því myndavélin mín er mjög biluð, ég held barasta að ég þurfi að fara með hana í viðgerð því það er alltaf þessi leiðinlegi skuggi á hlið myndanna. Flottu myndirnar fékk ég lánaðar hjá Elvu vinkonu til að sýna ykkur. En endilega njótið gott fólk, myndirnar eru hérna!!!


posted by benony 7:18:00 e.h.


{fimmtudagur, nóvember 11, 2004}

 
Önnur ræktarsaga....jibbý!!!

Þegar við Nusha mættum í ræktina í dag tóku tveir bekkjarbræður okkar á móti okkur og byrjuðu strax að hnykkla vöðvana framan í okkur. Þegar ég sá stærð vöðvana ákvað ég að ég ætlaði ekkert að vera að keppa neitt við þá eins og þarna á hlaupabrettinu síðast. Ég vildi ekki vera bráðkvödd. Reyndar voru strákarnir vel sveittir og búnir að hita upp og voru bara að lyfta og þar hefði ég örugglega ekki borið sigur úr býtum.

Eftir að hafa spjallað smá við strákana skellti ég mér á hlaupabrettið fræga. Fyrir framan hlaupabrettið er mjög stór spegill þannig að maður getur séð sig allan. Speglar eru minn mesti veikleiki því ég get gleymt mér fyrir framan svoleiðis hlut og bara grandskoðað sjálfan mig út og inn. Sérstaklega finnst mér gaman að horfa á mig dansa fyrir framan spegil og þetta var bara alveg nýtt fyrir mér að sjá mig hlaupa fyrir framan spegil....(ég veit þetta er rosalega hallærislegt en þegar það er spegill einhversstaðar þá kíki ég í hann....ómg)
Ég byrja alltaf á því að ganga á hlaupabrettinu og þarna gekk ég bara og horfði næstum slefandi á sjálfan mig ganga eftir bandinu og fylgdist grannt með hverjum vöðva hnykklast við hvert skref.... þangað til annar bekkjarbróðirinn kallaði "SARA, þetta er HLAUPAbretti"...
Mér brá rosalega og ég kom úr mínum eigin heimi og sagði "JEG VED DET Godt" og roðnaði niður í tær.... Svo byrjaði ég að hlaupa og náði ekki að koma mér í draumaheiminn sem ég hafði verið í þegar ég gekk því þetta var svo erfitt og ég var svo móð en náði að hlaupa í 20 mín og var orðin vel sveitt og rauð í framan.

Svo var það hjólið og ég hjólaði eins og tryllt því ég var á einhverju "fat burning" prógrammi og þá er ég örugglega bara í fyrsta gír og þess vegna er þetta svo létt... þannig að ég hoppa svona upp og niður og er bara viðbjóðslega asnaleg eitthvað. Ég sá í speglinum að strákarnir voru að kveðja og vinkuðu til mín....ég hætti að hjóla því þeir biðu þarna sætir til að segja bæ eða HEJ HEJ og þegar ég er að stíga af baki flækti ég mig í fótstiginu og stóð bara og gat mig ekki hreyft. Þar sem strákarnir voru óþolinmóðir sögðu þeir bara "Sara, vi ses" og ég sem var í óða önn að reyna að losa mig náði að stynja upp "ja, vent lidt jeg sidder fast". Þá hlógu þeir bara og fóru....ég held ég hafi alveg heillað þá upp úr skónum....

ohhh, það er svo gaman að hössla!!!!

posted by benony 1:18:00 f.h.


{mánudagur, nóvember 08, 2004}

 
Sara sveitta....
Var að koma úr ræktinni alveg búin á því. Ég veit að ég mun ganga um eins og trukkur á morgun og á örugglega eftir að fá svona 10 komment um það Ég er nefnilega svona þung í vöðvunum og stíf núna...þið kannist við þetta.

Á hlaupabrettinu í dag kom sæti kiropraktorneminn við hliðina á mér til að spretta úr spori. Já já, enga öfund stelpur mínar við svitnuðum taktfast saman ég og þessi hávaxni, dökkhærði vöðvastælti skólabróðir.

Mjög fyndið allt saman hvernig ég brást við þessari aðstöðu. Hann kom og heilsaði þar sem ég gekk rösklega á staðnum og ég heilsaði á móti. Svo spjölluðum við smá um skólann og hvernig okkur gengi að skilja efnið og svoleiðis...svo fór að færast fjör í hlaupabrettið og við vorum farin að skokka og svo skokka hraðar og þá vorum við hætt að tala saman og bara hlupum. Það braust allt í einu fram í mér eitthvert rosalegt keppnisskap og ég ætlaði sko EKKI að hætta að hlaupa á undan honum. Þarna var Saran á sinni annarri æfingu (eftir áratuga hreyfingarleysi) að hlaupa sveittari og rjóðari en allt sveitt og rjótt við hliðina á mesta hönk 3 annar og ætlaði ekki að gefa sig. Það endaði náttúrulega á því að hann hætti á undan og brosti til mín þegar hann fór svo af hlaupabrettinu. Eftir var ég hlaupandi alveg við það að DEYJA og fannst mjög hallærislegt að hætta á sama tíma þannig að ég hélt áfram bara að hlaupa og var búin að sætta mig við að þetta yrði mitt síðasta. Eitthvað í mér fékk mig til að vilja lifa áfram og ég slökkti á bévítans tækinu og saug allt loftið þarna inni í djúpum andardráttum.... úff, þetta tók á.

Ég var ekki búin að segja ykkur hvað ég á góða vini. Kom heim í síðustu viku og kíkti í póstkassann og hafði þá fengið póstkort frá Gumma, Dóra og Guðjóni þar sem þeir voru bara að segja mér að þeir væru að hugsa til mín. Ég táraðist.
Diljá skrifaði svo fyrir mig disk með lögum sem hún hélt að ég myndi fíla og gaf mér. Mér finnst það mjög persónuleg gjöf og mér þykir mjög vænt um diskinn. Fyndið Diljá hvað það er mikið af ástarsorgarlögum hahahahah held samt ekki að það hafi verið endilega meiningin bara falleg lög. Gott að vera ekki í ástarsorg...

?kemur ekki vor að liðnum vetri? ? þrek er gull en gull eru líka tárin? ?Sama rósin sprettur ekki aftur, þótt önnur fegri skreyti veginn þinn?

posted by benony 11:35:00 e.h.
 




You're a Seductive Sweetie.


You are really shy but have a sensual seductive side.

You know what you want, but you haven't quite mastered how it is you are to achieve it.



Are You a Sex Goddess?

More Great Quizzes from Quiz Diva

posted by benony 8:52:00 e.h.
 
Afsakið bloggleti..bara eitthvað biluð tölvan mín...

Ég skellti mér til Árhús um helgina og þar:

...hitti ég Diljá vinkonu mína og knúsaði hana fast á lestarstöðinni
...sat ég í lest í reykingarplássi með strákum sem voru í orðaleik alla leiðina og ég var við það að segja Hold kæft við þá þegar við þá loksins komum til árhús
...klæddi ég mig uppí discogalla með Diljá vinkonu og fór í strætó
...horfði ég á Diljá labba fram og tilbaka í strætó eins og hún væri í tískusýningu því hún var að reyna að sjá hvar við vorum staddar, klædd í bleiku kápuna sína með hárið túberað og bleika perlufesti strengda yfir ennið. Ég gat ekki annað en skellihlegið því þetta var svo súrt í strætó og fólk að þykjast ekki vera að hugsa um hvað við vorum hallærislegar.
...fór ég í partý sem ég var svo stressuð að fara í því ég hélt ég myndi ekki þekkja neinn
...mætti ég í partýið og þegar ég labbaði inn heyrði ég nafnið mitt hrópað úr öllum áttum
...kom í ljós að ég þekkti nokkra og kannaðist við marga í þessu íslendingapartýi
...dansaði ég með lokuð augun við Sódóma með sálinni og söng með af öllum lífsins og sálar kröftum
...var gaur sem ég þekkti ekki neitt kominn á hnéin að syngja ?með þér? fyrir mig. ?Ég vil bæði lifa og vona, ég vil brenna upp af ást. Ég vil lifa með þér svona, ég vil gleðjast eða þjást.
...tók Diljá og Héðinn Janet og Justin atriði við mikinn fögnuð viðstaddra
...sofnaði ég við Sigur Rós

posted by benony 1:46:00 f.h.


{miðvikudagur, nóvember 03, 2004}

 
Morgunógleði....

... ólétt????? Nei, ekki fræðilegur möguleiki en það mætti samt halda það þessa dagana þar sem ég vakna og þarf að hlaupa fram á klósett til að kúgast yfir vaskinum. Ég held þetta sé bara stress en kannski er ég bara svona meðvirk með systur minni og Evu vinkonu, þær eru nefnilega báðar með bumbulínur og ég get ekki beðið eftir að þau börn líti dagsins ljós.
Ég heyrði í Evu áðan og við komumst að því að ég verð á Íslandi þegar hún á að eiga og ég fæ það barn líklegast í afmælisgjöf :) yndislegt. Ég fæ þá loksins að vera með í svona stóru ævintýri. Hún átti Hafþór þegar ég var úti og ég sá hann ekki fyrr en hann var orðin of stór gutti og Tind sá ég ekki heldur fyrr en eftir einn mánuð. æ, þetta er svo gaman!!

Mér leið í dag eins og ég ætti krakka heima sem væru að bíða eftir mér. Ég sat í skólanum og var að lesa og fékk skilaboð frá Margréti sem býr á sama kollegi og ég því ég var ekki komin heim. Þá sátu Margrét og Baldur heima hjá henni og voru svo ís-svöng.. "Sara, geturðu komið við á Mc-Donalds á leiðinni heim og keypt ís með súkkulaðisósu". Mér finnst svolítið sætt að það var einhver að bíða eftir að ég kæmi heim. hahahahahha... svona er maður orðin vanur að vera einn í heimili. Ég hjólaði á lestarstöðina og keypti tvo ísa handa krökkunum sem voru hæst ánægð þegar ég kom heim. Henti mér svo fyrir framan sjónvarpið hjá Margréti og horfði á CSI og komst að því að þetta er rosalega skemmtilegur þáttur. Mér finnst þetta svo spennandi og gæti vel hugsað mér að fara í réttarlæknisfræði en það er jú svo margt við þessa læknisfræði sem mér finnst spennandi og ég gæti hugsað mér að vera þannig að ég held öllu opnu enn...það er svo spennandi að vita ekki alveg hvað ég verð þegar ég verð stór....já já spennandi spennandi spennandi...allt svo spennandi. :)

posted by benony 1:26:00 f.h.


{þriðjudagur, nóvember 02, 2004}

 
Haldið þið ekki að pían sé farin að sprikkla....

Fór í motioncentrið uppá spítala til að hreyfa smá skrokkinn. Stefni á að komast í gott form og verða hell of a sexy babe eftir nokkra mánuði. Ég held líka bara að svona hreyfing geri gott fyrir mig...gefi mér auka orku til að lesa og láti mér líða betur.
Ég sá marga sem ég þekki úr medicin þarna og það er óttalega skrýtið að vera í tight fötum, sveitt, úfin og rjóð að gera allskonar hreyfingar í hinum ýmsu stellingum fyrir framan skólabræður sína. En það venst held ég!! Palpationkennarinn sem var alltaf að kitla Valdísi var þarna að kenna byrjendum á tækin, alltaf svolítið skrýtinn. :)

En eftir að hafa hjólað og hlaupið og lyft og teygt þá var ég ready set go.... Ætla að halda áfram að mæta og svo hjóla ég náttúrulega alltaf í skólann fram og tilbaka þannig að ég ætti að geta orðið aðeins stinnari og orkumeiri...hvað haldið þið?? Haldiði að Megas falli ekki flatur bara??? :p

posted by benony 1:39:00 f.h.

spacer