be Rauðhærði útlendingurinn

online

{Rauðhærði útlendingurinn } spacer
spacer

This page is powered by Blogger. Is yours?

spacer
powered by blogger

Íslendingar

Ásdís frænka
Bendt
Danni
Disco Dóri
Dísa skvísa
DJ Diljá
Eiríkur
Guðjón
Gummi Jóh
Gunna frænka
HÁS
Hlynur
Ívar
Jóinn
Kolla
Kreisígörl
Lára babe
Lukka
Maj-Britt
Ziggy
Vigdís
Örn Ingi og Elín

Danir

Ásta
Bryndís
Davíð
Elva
Freyja
Gummi
Gunnhildur
Gunni
Harpa og Elvar
Heiðdís
Helena
Hjördís
Katla
Kolla
Margrét Lára
Ragnheiður
Sigurrós
Sólveig

Daglegir linkar fyrir mig

Skólinn minn
FÍLÓ
FÍLD
FADL
medicalstudent.dk
doctor.is
Odense


{sunnudagur, október 31, 2004}

 
Það var lítil skræk 6 ára rödd...

...sem ómaði í símanum þegar ég svaraði honum "SARA, viltu koma að borða hjá okkur í kvöld og það er ég sem ætla að elda matinn". Þetta bræddi mig nú alveg og ég hentist á hjólið og hjólaði til frænda og borðaði kvöldmat með fjölskyldunni minni hérna. Þetta var afbragðsgott hjá honum Maron litla og fékk hann viðurnefnið Maron kokkur þetta kvöldið.

Ég horfði svo á Örnen hjá þeim í sjónvarpinu sem er danskur sakamálaþáttur sem fjallar um hálf íslenskan lögreglumann. Maður situr stjarfur fyrir framan skjáinn öll sunnudagskvöld í von og óvon um að heyra íslensku og svo til að sjá íslenska landslagið í byrjunar og endaatriðinu.Hlynur
vinur minn kom með þá hugmynd að ég ætti að sækja um til að leika í næstu seríu af þáttunum. Þá gæti ég leikið íslenska kærustu hans Hallgrims, sem er hálfíslenska löggan og hún gæti verið poppstjarna. Mér finnst þetta bara ekki svo galin hugmynd og ég set þetta á listann yfir þá hluti sem ég ætla að vera búin að gera áður en ég verð þrítug. En reyndar væri meira spennandi að leika kærustu aðstoðarmanns hans æ, þið vitið þarna tölvugæjans, damn hann er sætur, en þá væri kannski hlutverkið ekki eins stórt. :)

Annars var Megas hress í Óðinsvéum hérna í gær ásamt hljómsveitinni Súkkat. Við skelltum okkur á tónleika með þeim og vorum bara að fíla okkur ansi vel. Megas var svolítið óskiljanlegur fyrst en þegar hann spilaði með Súkkat þá voru þeir ansi góðir. On fire bara. Við Elva hlupum að Megas eftir tónleikana og létum hann skrifa eiginhandaráritun á bakið og brjóstin og ég ætla aldrei að þvo mér núna!!!!!!!!! jæja, kannski ekki alveg en það hefði verið ansi súrt hefðum við gert það!

....þar til næst

posted by benony 10:44:00 e.h.


{miðvikudagur, október 27, 2004}

 
Handygirl...

Þar sem ég er ein í heimili þarf ég að gera allt sem kemur að heimilinu sjálf. Þegar kemur að því að bora eitthvað eða skrúfa eitthvað þá fæ ég hroll og geymi svoleiðis þangað til í ítrustu neyð. Nú var svo komið að ég gat ekki farið í sturtu því það flæddi alltaf um öll gólfin. Niðurrennslið var semsé stíflað af löngum rauðum hárum og ég skrúfaði plötuna sem er yfir rennslinu upp og hreinsaði viðbjóðin sem þar lá. En ég hélt samt í feminin hlutan í mér og skrúfaði það af með plokkara. Það hefur örugglega verið fyndin sjón að sjá mig með plokkaran að bograst á baðgólfinu og svo plokka draslið upp. En girl gotta do what she gotta do...

Lestörnin er byrjuð hjá mér og núna er ég farin að vera lengi í skólanum, heilir tólf tímar í dag....svona til að byrja með.

...og ég vil senda mömmu minni baráttukveðjur...koma svo mamma, allir mínir englar eru hjá þér núna!!!!!

posted by benony 1:24:00 f.h.


{mánudagur, október 25, 2004}

 
Þar sem dagurinn í dag var ekkert svo skemmtilegur ákvað ég að setja inn gamla færslu sem ég skrifaði fyrir tveimur árum síðan. Þetta var meira að segja áður en ég flutti til Danmerkur og var að vinna á landsspítalanum. Njótið bullsins í rauðhærða útlendingnum þegar hann var 22 ára.


Ég var aðeins of snemma á ferðinni í vinnuna áðan þannig að ég tók einn rúnt niður Laugaveginn, bara svona létt stemmning að syngja ein með sjálfri. Ég stóð mig að því að vera að skoða alla strákana sem löbbuðu þarna hjá og gagnrýnin var alveg í hámarki hjá mér. "Nei, þessi er með of sítt hár, þessir eru of Amerískir, neeeei þessi er of góðlegur, þessi er of dópaður, þessi er of mansonlegur, þessi er of hallærislegur, þessi er of rauðhærður, þessi er ooof mikið chokko, þessi er of klígjulegur......osfrv"

Ég meina hvað þykist ég eiginlega vera.....Mrs perfect eða hvað??? Ef ég fer að pæla í því þá er ég þetta allt saman... Ég er með sítt hár, ég get verið mjög amerísk með hamborgararassinn minn, ég er góðleg því brosglottið fer ekki af vörunum á mér, ég er dópuð-sæluvíma þið kannist við hana, Manson og ég erum heitasta parið, ég er mjög hallærisleg einkum þegar ég er að syngja geðveikt hátt í sturtu (alveg búin að gleyma mér) og einhver öskrar "ÞEGIÐU", ég ER RAUÐHÆRÐ og stolt af því, ég get verið rosaleg chokkógella þegar kem úr sólbaði öll brennd og set á mig gloss og síðast en ekki síst er ég mjög klígjuleg stundum, með síðustu máltíðina all over, á milli allra tanna, á fötunum mínum og út á kinn.

Þarna komst ég að því, Benóný er góður amerískur dópisti sem er með sítt rautt hár, mjög hvítur í framan með svart undir augunum, slefar þykkum slef um leið og hann rekur við (helst framan í mig) hann klæðist hallærislegum fötum og fer í ljós....bíddu nei, hann er hvítur í framan....bíddu ok, hann fer í ljós og púðrar hvítu yfir. Það ætti að vera auðveldara að finna hann núna þar sem ég hef áttað mig á þessu.....

posted by benony 10:58:00 e.h.


{sunnudagur, október 24, 2004}

 
Andvökunótt aðfararnótt föstudags...

...leiddi til þess að mér hefur liðið eins og slytti alla helgina. Ég kláraði heimspekiritgerðina (vísindafræðikenningar heitir þetta víst) klukkan 7 á föstudagsmorgun eftir að hafa skrifað alla nóttina allskonar bull og vitleysu. Nú er bara að sjá hvað þeir segja við þessu spekúlantarnir. Annars er helgin búin að vera fín miðað við lítin svefn.

Á föstudagskvöldið fór ég til Ásu að borða kjúklingaréttinn hennar Margrétar og kökurnar hennar Ásu og spjalla við þetta góða fólk sem ég þekki hérna. Við sátum við hringborð og borðuðum og hláturrokurnar voru ófáar. Mig langaði að snúa öllu sem krakkarnir voru að segja í eitthvað annað og meira krassandi og þurfti stundum að halda aftur af mér með því að bíta í tunguna, hún er öll blóðug og bólgin núna, þessi elska.

Eftir lestur uppí skóla með Elvu hjóluðum við heim til Margrétar því hún var búin að kaupa rosa gott nautakjöt og við elduðum það saman ásamt kartöflum og jensens whiskysósu. Þetta var ótrúlega gott og alveg eitthvað sem ég ætla elda ef ég býð einhverjum töffara í mat (yeah right). Svo komu Valdís og Gauti til að vera samferða okkur í partý hjá Davíð og Dísu og eftir að við stelpurnar vorum búnar að gera okkur sætar og bulla svo mikið að Gauti skildi hvorki upp né niður á hvaða stað hann væri komin fórum við í partýið. Þar var húsið fullt af norðmönnum, svíum og íslendingum. Ég get sko svarið það að það voru tvær sænskar beibur þarna sem voru að tala við okkur og þær voru ekki að djóka með að þær héldu að það væru ekki bílar á Íslandi. "Er det, virkeligt....findes der biler i Island???" Ég hélt andlitinu og játti því. Svo sagði önnur, "já, en eins og í Færeyjum þar eru ekki bílar" ég sagði henni þær stórfréttir að það væru bílar líka í færeyjum. Mikið voru þær hissa, þær héldu að löndin væru svo lítil og fáir íbúar. Ég sagði þeim bara að skreppa í smá ferð til Íslands og láta koma sér á óvart. Þær ætla að gera það þannig að passið ykkur strákar, þær voru sko flottar ;)

Whiskýklúbburinn mætti svo og þá var ekki til setunar boðið heldur en að skella sér á dansgólfið. Þetta var skemmtilegt kvöld og fá Davíð og Dísa rokkprik fyrir þessa stemmningu.



posted by benony 10:17:00 e.h.


{miðvikudagur, október 20, 2004}

 
JÆJA....ERUÐI TILBÚIN!!??

Nú ætla ég að kveikja á nýja símanum mínum með myndavélinni og sá sem verður allra fyrstur til að senda mér sms mun vinna....síminn er 0045-50726521.....EINN, TVEIR OG NÚ!!

posted by benony 5:41:00 e.h.
 
Heilinn hringsnýst....

... inn í hausnum á mér. Ég er ved at være skör, meira skör en venjulega. Ég er nefnilega að gera heimspekiverkefni sem á að skilast snemma á föstudaginn og í gær skildi ég ekkert hvað ég átti að skrifa 2000 orð um. Ég hef aldrei verið heimspekilega þenkjandi tel ég sjálf og nú á ég að skrifa svona heimspekiritgerð um eitthvað sem ég skil ekki neitt í. Ég les spurningarnar og skil ekki hvað er verið að spurja um og svo fletti ég upp orðunum sem ég skil ekki og skil ekki skilgreininguna sem ég fæ og svo á ég að setja þetta allt í samhengi og bera saman og hvað eina. En eins og ég sagði, í gær skildi ég ekki neitt en núna er ég búin að skrifa eitthvað og þegar ég næ að senda frá mér 2000 orð um "paradigmatiske forskelle og ligheder med homöopati og traditionel etableret sundhedvidenskab", "rationalisma, empirisma, deduktive og induktive argumenter...osfrv" þá held ég að ég geti skrifað um allt og skilið allt. Svei mér þá....
Ég er annars búin að vera svo stressuð fyrir þetta og vakna með hnút í maganum og mér hefur fundist þetta vera óyfirstíganlegt og því held ég að mér finnist ég hafa unnið einhvern stórsigur ef ég næ að skilja þetta rétt og skila af mér...við skulum sjá!!!

Gleðifréttir!!!! Komin með nýjan GSM síma og því Nýtt Númer enn og aftur!!! Þessi sími er með myndavél og því er ég voða ánægð með gripinn. Hann kemst í notkun seinni partinn á morgun og það verður léttir þar sem ég er ekki búin að vera með almennilegan síma svo lengi. Hinn var alltaf að drepa á sér og þess háttar.

En svo langar mig að segja að mamma mín er æðisleg og ég elska hana.

takk fyrir

posted by benony 1:58:00 f.h.


{sunnudagur, október 17, 2004}

 
Jæja, haustfríið að klárast og skóli á morgun...

Ég er búin að eiga annars gott frí en samt gott að byrja aftur í rútínunni. Ég er mest búin að vera að lesa og svo auðvitað á föstudaginn skellti ég mér til Kaupmannahafnar ásamt Elvu vinkonu sem átti kvöldflug til Íslands þá um kvöldið. Við fórum í Fisketorvet sem er MOLL þarna í Kaupmannahöfn og kíktum á föt því við erum báðar að tala um að það þurfi að endurnýja fataskápinn. Í fyrsta lagi kaupum við aldrei föt og því bara gamlir larfar í skápnum og svo auðvitað erum við að fara á 25 ára aldurinn og þá þarf maður að eiga svona 25 ára föt sem Valdís vinkona kenndi okkur allt um. :) Ég náði að kaupa mér tvenna skólaboli og svo sparikápu sem ég dó fyrir í búðinni. Ég tók hana upp og ákvað að prófa sjá hvernig ég væri í henni. Þá heyrði ég einhver hljóð koma frá hinum enda búðarinnar og það var Elva sem gaf frá sér þessi hljóð og kom svo hlaupandi til mín. Við vorum sammála um að ég barasta yrði að eiga hana enda langaði mig bara ekkert að fara úr henni. En hún verður bara notuð spari...td í kokteilboðum, á frumsýningu kvikmyndarinn sem ég mun leika í, Óskarsverðlaunaafhendingunni, Eurovisionpartýinu eftir að ég hef stigið á svið, læknaráðstefnum og í skírn barnanna minna. Já, hún mun kannski rykfalla þessi elska...en eru draumar ekki til þess að rætast. ;)

Fyndnast við Kaupmannahöfn var þegar við urðum vitni að konu að baktala okkur Elvu beint fyrir framan okkur. Hún var þá að sjálfsögðu íslensk að tala við manninn sinn og hélt þá auðvitað að við skildum ekki hvað hún var að segja. Okkur brá svo að við litum bara á hvor aðra og fórum inní skelina okkar og sögðum ekki orð. Svo þegar hjónin voru farin þá sagði ég við Elvu "Elva, þetta er að bögga mig geggjað að konan hafi bara staðið uppi sem sigurvegari og við erum bara hérna eins og asnar". Elva var alveg sammála og við löbbuðum á eftir þeim og töluðum voða hátt um eitthvað bull en svo nenntum við þessu ekki og ætlum sko NÆST að segja eitthvað þegar við lendum í svona vitlausum Íslendingum sem greinilega búa ekki í Danmörku því þau hafa ekki fattað að Íslendingar eru út um allt hérna.

Svo var líka ansi pirrandi að fólk frá Unicef var út um allt. Þau eltu okkur og töluðu um hörmungar heimsins og reyndu að hitta á veika punkta hjá okkur. Við enduðum að fá hláturskast eftir að einn hafði stoppað okkur því við vorum orðnar svo þreyttar á honum. Hann hafði þá bara labbað með okkur og þegar hann hitti á veika punkta hjá okkur stoppuðum við og hann rausaði um þetta og tók svo upp útfyllingarblað og bað um nöfn án þess að við værum búnar að gefa leyfi. Við fórum þá á rosa trúnó við gaurinn og sögðum honum að þau væru of mörg og þau yrðu að finna aðra leið til að afla peninga því þetta hefði bara neikvæð áhrif á mann. Maður hugsar ekki vel til Unicef þrátt fyrir að þau eru að vinna að góðu málefni og það er sorglegt. Strákurinn fór þá að tala um hvað það væri mikil þörf fyrir þessum peningum og við vorum bara vælandi sitt á hvað þarna með strákgreyinu.
Alltaf gaman á trúnó :p

Svo náði ég að knúsa Hlyn smá og aðeins að catcha upp því hann er jú nýfluttur til Danmerkur og gaman að heyra hvernig danska menningin bregður honum fyrir sjónir og hvernig lífið gengur. Við stóðum og spjölluðum þar til maður vatt sér upp að okkur og spurði hvort við værum að tala íslensku. Ég hrósaði honum hástert því aldrei hefur nokkur getað uppá réttu tungumáli, ég hef verið spurð hvort ég sé að tala norsku, finnsku, færeysku, rússnesku, hollensku og eitthvað fleira en aldrei neinn spurt um hvort þetta sé íslenska. Hann hafði þá verið á Íslandi fyrir 3 mán síðan og komist að því að Íslendingar vinna alltof mikið og gleyma að kíkja í kringum sig á fallega landið sitt. Nokkuð gott hjá honum eftir aðeins 10 daga ferð. Hann var í hljómsveit og hafði samið lag um Ísland. Lagið heitir, "I am so fucking Icelandic that it hurts". :)

posted by benony 11:08:00 e.h.


{fimmtudagur, október 14, 2004}

 
Skítafýlan af Sörunni....

....mun sveima yfir Kaupmannahöfn á morgun föstudag þar sem ég og Elva vinkona ætlum að heiðra Kaupmannahafnarbúa með nærveru okkar. Við ætlum okkur að kíkja í búðir og njóta okkar og svo fer Elva á Kastrup og tekur kvöldflug til Íslands í smá helgarfrí. Ég er svo búin að tala við Hlyn vin minn sem ætlar að hitta mig og það verður bara gaman. Svo langar mig að hitta fleiri vini og ef þið lesið þetta þá megið þið hafa samband :)

Annars er lífið svo spennandi. Ég er búin að vera í emailsambandi við lækna á slysó á Íslandi og ég er búin að fá svar um að ég og Elva séum velkomnar að koma í janúar heim í præklinik við slysa-og bráðadeildina. Þannig að ef þið ætlið að slasa ykkur eitthvað þá megið þið gera það um miðjan janúar því þá gæti ég barasta tekið á móti ykkur :p "Góðan daginn, ég heiti Sara og er læknanemi, ég ætla aðeins að fá að skoða þig......hvað segirðu varstu eitthvað að brjóta þig eða hvað.....er þetta vont!!!!!". Allavegana mun ég fylgja lækninum og ég ætla að soga í mig allt sem hann mun kenna mér.

Við Elva vorum ansi fyndnar að tala saman á þessu email-ferli

Sara: ahhhh, við vorum að fá svar frá Nonna!!
Elva: og hvað og hvað
Sara: hann biður okkur að tala við hann Binna sem stjórnar kennslu fyrir læknanema
Elva: já, ok
Sara: en hann segir samt hérna að þetta sé allt í lagi hans vegna að við komum
Elva: já, er það...hann er nú bossinn!!!
Sara: já, einmitt...og heyrðu heldurðu að hann skrifi ekki alveg hérna í lokin "Bestu kveðjur" Guð hvað ætli hann meini með því
Elva: jiiii, hann er greinilega mjög hrifinn af okkur...já
Sara: en bíddu hvað á ég að skrifa til hans Binna?
Elva: skrifaðu bara, Sæll Binni essssskan
Sara: já hahaha

Sara: Elva, við vorum að fá email frá Binna
Elva: OK, OG HVAD SEGIR HANN???
Sara: hann segir "Heil og sæl Sara, Í góðu lagi, hvað verðið þið lengi??"
Elva: JEEEEIIIIII
Sara: ÍHÍHÍhÍHÍ
Elva: en hvað ég er spennt!!!
Sara: Já, ég líka og pældu í hann sagði alveg "heil og sæl Sara" og svo skrifar hann að þetta sé sko í GÓÐU lagi
Elva: já, maður...þeir eru greinilega rosalega hrifnir af okkur þessir menn


posted by benony 9:46:00 e.h.


{miðvikudagur, október 13, 2004}

 
Það sem ég hef æði fyrir þessa dagana....

-Cappuchino

Ég hef aldrei drukkið kaffi á ævi minni og bara við það eitt að finna lyktina hefur mér hryllt við. Nú aftur á móti í kuldanum finnst mér algjört æði að fá mér heitan cappuchino til að hlýja mér enda finnst mér hann frekar bragðast eins og kakó heldur en kaffi. Svo er ég náttúrulega farin að fikta við kaffið til að geta lesið lengur....mar er náttúrulega komin í dópið...

-Danskar kvikmyndir

Ég hef ekki séð eina danska mynd sem mér finnst leiðinleg.. sérstaklega núna þegar ég skil málið alveg þá finnst mér ómótstæðilegt að horfa á danskar kvikmyndir. Fyrir stuttu fór ég á Brödre með Elvu í bíó og hún var allt í senn átakanleg, sniðug og fyndin. Ég mæli með henni.

-Bókabúðum

Sérstaklega Fadls boghandel sem er á sjúkrahúsinu. Ég get gleymt mér þar inni að skoða bækur og látið mig dreyma um að eiga allar þessar bækur. Bækur eru dýrar en ég stefni að því að eiga stórt læknisfræðilegt bókasafn áður en tíma mínum hér er lokið. Nýjasta bókin sem ég keypti heitir "Öjenvidnerne" sem er bók þar sem níu læknar sem hafa verið að starfa á landamærunum í hinum ýmsu löndum segja sögu sína. Bæði er farið í sögu landsins og svo í ákveðin case sem læknarnir voru að díla við. Ég held ég lesi þessa í flugvélinni á leiðinni heim eftir próf.

-Eyrnarlokkum

Alltaf þegar mér líður eitthvað illa eða mig langar til að vera góð við mig þá fer ég og kíki á eyrnarlokka. Ég er að safna og ætla mér að koma upp góðu safni af lokkum, við öll dress ;)

-Wok

Í matsalnum uppí skóla er verið að selja svona wok mat. Þetta eru grænmeti og kjötbitar steikt saman með núðlum og góðu kryddi. Það er misjafnt hvort það eru kjúklingabitar eða nautakjöt eða eitthvað annað kjöt. Ég er orðin sjúk í þetta, bara verst að þetta er aðeins dýrara en almindelig middag. En þetta er svo gott!!!

-Náminu mínu

Ég fæ í magann af spenningi að læra meira og meira og láta mig dreyma um það sem ég mun geta gert. Það sem mér finnst mest spennandi er að ég veit ekkert hvar ég enda....hef ekki hugmynd um hvaða sérgrein ég mun hafa og veit ekki hvaða sjúklingahópa ég mun starfa með. Það vekur hjá mér spennu og áhuga fyrir öllu...ég leyfi bara að móta mig og bíð eftir að eitthvað heilli mig meira en annað.

Að lokum...ég er búin að kaupa flugmiðan heim til íslands í janúar. Ég fékk miðann tilbaka á 5 kr. Ekki slæmt það hjá Iceland Express.

posted by benony 1:24:00 f.h.


{þriðjudagur, október 12, 2004}

 
Strumpahúfan komin á kollinn!!!

Það er farið að kólna hérna hjá okkur í Mörkinni. Þá er bara um að gera að dúða sig og kaupa ullarsokka og vettlinga. Strumpahúfan mín er komin á sinn stað og farin að hlýja rjóðum eyrunum.

Ég var heima hjá Elvu vinkonu í gær og við horfðum á Örnin sem er danskur framhaldsþáttur um íslenska löggu. Þættirnir gerast að hluta til á Íslandi og það heyrist íslenska og allt í þættinum. Elva Ósk leikkona leikur systur aðalsöguhetjunnar og þau tala saman á íslensku. Það heyrist greinilega að sá sem leikur íslensku lögguna er danskur í húð og hár því hann talar íslenskuna skemmtilega bjagað, en hver heyrir það nema Íslendingar sjálfir? Þetta var ansi skemmtilegur þáttur sem fjallaði um morð sem átti sér stað á Kastrup og Hallgrim Örn Hallgrímsson (söguhetjan) stóð sig vel að reyna að góma sökudólgana.
Það var ansi gaman að sjá eitthvað svona íslenskt í sjónvarpinu og sérstaklega fannst okkur gaman að heyra íslenskuna og líka þegar íslenskir leikarar voru að tala dönsku. Þá litum við grobbnar á hvor aðra og töldum okkur trú um að við værum sko EKKI með svona asnalegan hreim ;)

Ég gisti svo hjá skvísunni og við töluðum stanslaust til klukkan 5 þegar við þá loksins duttum inní draumaheiminn. Meðan við vorum að spjalla heyrðum við í bíl í gangi úti og vorum þess fullvissar að það væri verið að ræna í einhverri íbúðinni. Ekki vitum fyrr en Saran sjálf er bara komin út í kuldann á nærbuxunum í bófaleik. Hún barasta hljóp út einbeitt á svip, leit á Elvu sem stóð í dyragættinni og leit svo aftur í áttina að bílastæðinu og sagði. "Elva, ég sé engan bíl...og ég er bara á nærbuxunum".

svona fór með það ævintýri.....

posted by benony 1:58:00 f.h.


{laugardagur, október 09, 2004}

 
Haustfrí!!!

Já, þá er haustfríið byrjað og ég sit heima hjá mér að tala við vini mína á msn og heyri fréttir að heiman. Ég ákvað að ég vildi ekki fara heim í fríinu mínu þar sem mér finnst svo stutt síðan ég var heima og mig langar bara að vera úti og læra og spara pening.

Fallegi litli bróðir minn varð barasta 18 ára gamall í gær. Hjálmar er strákur sem ég er búin að vera að passa í gegnum tíðina, slást við og kreista sundur og saman og svo núna er hann keyrandi um á sportbíl og er orðinn stærri en ég og á mjög auðvelt með að snúa mig niður ef ég er með einhverja stæla. Mér þykir ofsalega vænt um hann og ég vil óska honum innilega til hamingju með 18 ára afmælið sitt. :)

Ég læt þetta gott heita þangað til næst...þá kem ég vonandi með eitthvað krassandi ;)

posted by benony 7:37:00 e.h.


{fimmtudagur, október 07, 2004}

 
Oft hef ég grátið yfir bíómyndum....

...en ég hef aldrei grátið í fyrirlestri fyrr en akkúrat á miðvikudaginn í skólanum. Okey, ég var kannski ekkert með ekka að slá á lærið hjá mér heldur fékk ég svona gæsahúð og það læddist eitt tár svona laumulega niður kinnarnar.

Þetta var sem sagt magnaður fyrirlestur og ég kom heim mjög svo inspireruð og ánægð með námið mitt. Fyrirlesturinn fjallaði um "læger uden grænser". Það kom sem sé kona sem hafði verið að starfa í 6 mánuði í Afríku og sagði okkur frá reynslu sinni og því starfi sem hún gerði þar. Hún sýndi okkur myndir frá þessu og ég verð nú bara að segja að myndirnar voru ekki alltaf fallegar. Sár sem náðu eftir öllum fótleggnum með rosalegum sýkingum í, dáin börn og mæður þeirra og svo var ein myndin svo hræðileg að ég ætla ekki að nefna hana hér heldur bara geyma hana með mér. Ein ólétt kona kom og það var haldið að hún væri með þríbura því maginn hennar var svo stór og svo tóku þeir í staðinn svo stórt æxli úr henni sem leiddi til þess að hún fékk sléttan maga eftir aðgerðina. Ég veit ekki hve mörg kíló þetta æxli hefur vegið. Svo var kona þarna með kýli sem úr rann gröftur í kílóavís. Við fengum að sjá myndir af þessu öllu saman og mér fannst þetta rosalega athyglisvert.
Hún sagði að hún hafi aldrei séð eins veikt fólk á ævi sinni og mun örugglega aldrei sjá svo veikt fólk aftur nema hún fari aftur þarna út.

Ein sagan snerti mig mjög mikið...og það var þá þegar tárið læddist skríðandi niður kinnina. Ólétt kona kom fárveik með manninum sínum á klinikina hjá þeim. Þau reyndu að bjarga lífi hennar en hún dó á skurðborðinu hjá þeim. Þá reyndu þau eins og þau gátu að ná barninu út til að bjarga því en það var dáið inní móðurinni. Hennar verkefni var nú að fara fram og segja manninum að hann hefði misst konuna sína og ófædda barnið væri líka dáið. Hún fór fram og sagði honum sorgarfréttina og maðurinn fór svo burt. Seinna um kvöldið þegar hún var að fara að hætta vinnu var henni sagt að það biði maður eftir henni sem svo reyndist vera maðurinn fyrr um daginn sem hafði misst konuna sína og ófætt barnið. Hún gekk til hans og hann tók í höndina á henni og sagði "mig langaði bara að þakka þér fyrir að reyna að bjarga konunni minni og barninu mínu og takk fyrir að þér er ekki alveg sama", eða eins og hún orðaði það á dönsku "tak fordi du er ikke ligeglad". Hugsið ykkur, hann kom sama dag og hann hafði fengið þessar fréttir á spítalann, sérferð bara til að þakka fyrir þó svo að þau hafi dáið. Ég ætla alltaf að geyma þessa sögu.

Hún talaði í næstum tvo tíma án þess að taka pásu og ég lifði mig svo mikið inní þetta að tíminn var bara farinn áður en ég vissi af. Ég er bara alveg viss núna að ég fer einhverntímann eftir námið mitt þessa 6 mánuði út og starfa, ég veit að ég hefði gott af því og verð bara betri læknir fyrir vikið. Ef ég mun eiga krakka á þessum tíma, mamma ertu þá til í að passa fyrir mig????

posted by benony 11:58:00 e.h.


{miðvikudagur, október 06, 2004}

 
*Mér fannst svo fyndið þegar Nusha sló í rassinn á mér á skólagöngunum og sagði svo "Sara, den dinglede".

*Ég var dugleg í dag og ætla að halda því áfram...

*Og svo velti ég fyrir mér hvort ég væri of mikil draumóramanneskja... á ég að dömpa Benóný??? Eða á ég ekki að sætta mig við annan en einmitt hann?? Ég segi bara, til hvers að standa í þessu ef það er ekki Benóný!!!????

Samt að spá kannski í að skipta um þemalag!!!

Fyrsta þemalagið var Draumaprinsinn Benóný með Röggu Gísla
Annað þemalagið var Turn me on með Noruh Jones
Svo aftur Draumaprinsinn Benóný með Röggu
Er það komið til að vera eða á ég að finna nýtt í tilefni af að ég er að verða fullorðin eftir fáa mánuði??? Hvað finnst ykkur?


posted by benony 1:30:00 f.h.


{sunnudagur, október 03, 2004}

 
Nú er komin október....

...og þá er komin tími til að taka sig á. Einn mánuður búinn af skólanum og nú er alvaran tekin við. Komu október var fagnað með þessari rosalegu árshátíð á föstudaginn í skólanum og ég skemmti mér konunglega. Fullt af ævintýrum áttu sér stað...en ég byrja á byrjuninni...

Þvílík spenna var búin að vera fyrir þessari árshátíð hjá stelpunum í skólanum og Nusha og fleiri danir voru að missa sig yfir að ég væri ekki búin að ákveða hvaða kjól ég ætlaði í viku fyrir árshátíð. "Hvaða seinagangur er hjá þér stelpa". Ég sagði bara að þau þyrftu ekki að hafa áhyggjur, ég kæmi ekki nakin.
Það eru svo danskir strákar sem Nushu og jú okkur hinum líka langar að koma inn í vinahópinn okkar því það eru of fáir strákar....við erum nú bara stelpur. Þannig að Nusha ákvað eftir einn tímann í skólanum að spurja strákana hvað þeir ætluðu sér að gera fyrir árshátíðina. Ég og Elva stóðum bara hjá og þóttumst ekkert vita hvað hún væri að spyrja þá um og horfðum uppí loftið. Nusha spurði þá svo hvort að þeim langaði ekki að koma í mat fyrir árshátíð heima hjá Christinu. Þeir voru sko meira en til í það og ætluðu að koma með frikadellur og flödekartöflur.
Þar með vorum við komnar með date :)

Ýmis fyndin móment áttu sér stað á árshátíðinni og ég nefni þau í þeirri röð sem þau komu fyrir..

1)
Ég stóð fyrir utan heimilið mitt í mótorhjólakjólnum mínum, með bera leggi í píuoddmjóum skóm að bíða eftir leigubíl þegar PIMPbíllinn keyrði ofurhægt framhjá. Eins og lesendur síðunnar minnar ættu að vita þá bý ég í hórugötunni í Óðinsvéum þar sem hórurnar vinna sér inn aukapening ;) Ég hafði aldrei séð pimpinn en þarna sat hann inní gráum sportbíl og var svona ítalsklítandi og um fimmtugt-sextugt og svoleiðis glápti. Gæti verið að hann hafi verið að íhuga að gefa mér eitthvað horn í götunni, hver veit. Leigubíllinn minn kom aldrei þar sem leigubílastöðin var ekki að anna því að það væri árshátíð í bænum þannig að ég hljóp með fangið fullt af mat í píuskónum og í mótorhjólakjólnum uppá lestarstöð og vinkaði þeim leigubílum sem keyrðu hjá.

2)
Gauti kærastinn hennar Valdísar reddaði því að það væri ekki vandræðaleg stemmning yfir partýinu. Dönsku strákarnir okkar hrópuðu "ROSA STANDPÍNA" í hvert skipti sem átti að skála þar sem Gauti og vinur hans voru búnir að kenna þeim að það þýddi "Skál" á íslensku. Við þetta eitt var mikið léttari stemmning yfir.

3)
Eftir að hafa rölt smá stund þegar komið var á árhátíðina og hitt fólk og spjallað settumst ég, Valdís og Elva niður til að hvíla fæturna útaf PÍU skónum. Við hliðina á okkur lá einn sem hafði drepist í góðum fíling bara. Þar sem ég er Fb-ingur í húð og hár þá skaut að mér sú hugsun að það yrði nú að mála hann. Ég meina..sorry hann drapst og það er bara afleiðing að vera málaður í framan. Ég var búin að taka upp varaglossin og ætlaði samt ekki að þora því það er ekkert voðalega danskur stíll að mála áfengisdautt fólk en þegar ég var byrjuð að setja smá gloss á varirnar hans þá opnar gaurinn augun og brosir til mín. Ég hjálpa honum þá að setjast upp og áður en ég veit af þá er ég farin að hjálpa honum að æla í glös sem voru á borðinu þarna hjá. Svona gerast hlutirnir bara, sat með strák sem ég hafði aldrei séð á ævi minni og klappaði honum á bakið og hélt á glasinu meðan öllum kvöldmatnum var skilað í plastglös. :) Við fengum að sjálfsögðu áhorfendur og einn gaurinn vippaði sér til mín og spurði hvort ég ætti barn því honum fannst ég svo móðurleg híhíhíhí Svo þegar ælustrákurinn var búinn að æla þá lagðist hann mjög sveittur og örþreyttur á axlirnar á mér og þá hló lýðurinn og ég heyrði hrópað frá stráknum sem hafði spurt hvort að ég væri móðir að þetta væri sko næsta hössltrix sem hann ætlaði að nota og svo lagðist hann emjandi í gólfið. hahahaha

4)
Kærastar vinkvenna minna halda áfram að hafa áhyggjur af karlmannsleysi hjá mér. Ég var hundskömmuð þessa árshátíð "ÞETTA GENGUR EKKI LENGUR SARA!!! ÉG ÞARF AÐ REDDA ÞÉR KARLMANNI, ÞÚ ERT GREINILEGA EKKI HÆF TIL AÐ SJÁ UM ÞETTA SJÁLF" Svo var ég dregin um allt og mér bent á alla þá nörda sem voru á svæðinu og niðurstaðan var sú að sá sem ég leita að er ekki til, eða allavega ekki á þessu svæði. :) Dúllulegast í heimi fannst mér þegar Gauti hennar Valdísar og Gummi hennar Bryndísar stóðu og funduðu mjög alvarlegir um karlmannsleysi mitt og að þeir þyrftu nú að gera eitthvað í þessu....

....kannski sé ég draumaprinsinn Benóný á ballinu, hann leggur sterkan arm um mitt bak og við svífum í eilífðardans...



posted by benony 3:22:00 e.h.

spacer