Þau komu í hábergið í mat og þar með vorum við sameinuð öll. Erum orðin ansi mörg í fjölskyldunni finnst mér, en kannski ekkert voðalega mörg á annarra mælikvarða. Við erum fimm systkinin og þrír makar og tvö börn. Ég tók fullt af myndum og ég hendi þessu hérna inn þegar ég er komin út í tölvuna mína og netið mitt.
Silli var að bjóða mér að koma að heimsækja Lazy town á morgun, hann er að klippa þar og hefur varla neitt séð mig í sumar því hann er búinn að vera svo busy að vinna. Ég ætla að reyna að skella mér.
Ég átti rosalega skemmtilega helgi og er mjög þreytt eftir hana. Ég var búin að ákveða að vera kreisý þar sem þetta er síðasta helgin mín í Reykjavík. Fór í hitting til Guðjóns á föstudagskvöldið og endaði niðri í bæ í ruglinu með Arnari, Dóra, Guðjóni, Gesti og Hidde hollending. Ég hló ansi mikið þetta kvöld, eitt skiptið datt ég á gólfið í bílastæðahúsinu því ég engdist svo mikið. Það var bara svo fyndið því þegar við fyrr um kvöldið höfðum verið að leggja bílnum þá hafði ég vandað mig svo mikið til þess að allir fengju sitt pláss að komast út og passað að rekast ekki í neinn. Þegar við komum að bílnum eftir að hafa djammað feitt þá voru næstum engir bílar í húsinu nema bara sitthvoru megin við bílinn voru jeppar rosalega þétt upp við hann. Strákarnir þurftu að bíða fyrir utan meðan ég bakkaði út úr stæðinu því plássið var svo lítið. Máske svona had to be there...ég veit ekki.
Laugardagskvöldið var svo ennþá meira rugl. Við fórum í kveðjupartý til Hidde hollendings í Hafnarfirðinum og þar hélt ég að strákarnir mínir væru að alveg búnir að missa sig. Alltaf þegar einhver segir lélegan brandara þá fær hann rautt spjald eða gult eftir því hve lélegur hann er. Nýjung í þessum dómi er að eftir rautt spjald þarf viðkomandi brandarakarl að fara inn í herbergi í 2 mín og ÞAÐ MÁ EKKI LEIKA MEÐ DÓTIÐ INNI Í HERBERGINU. Gestur var lélegi brandarkarl kvöldsins og þurfti að dúsa inni í 2 mín en smokraði sér út til að flippa fyrir utan glugga og við þetta upphófust mestu læti sem ég hef á ævi minni séð og heyrt. Í hálftíma var öskrað og þá allir í kór og rifist um það hvort Gestur hafi afplánað dóminn sinn eður ei. Mér fannst ansi skondið að fylgjast með þessu og þegar bróðir minn var að hringja í mig þá heyrði hann ekkert hvað ég var að segja því það voru svo mikil læti í kringum mig. Svona eru vinir mínir æðislegir....já, þeir eru bara eitthvað svo mikið æði og mikið rosalega þykir mér vænt um þá.
Ég var búin að kvíða þessari helgi svo rosalega mikið því það var menningarnótt og ég átti að vinna svo mikið. Ég var alveg ákveðin í að ég myndi grenja mig í svefn þar sem ég lægi á gólfinu út í horni og vorkenndi sjálfri mér. En svo varð þetta bara allt í lagi. Ég er nú ekkert barn lengur og þó svo að það sé að sjálfsögðu leiðinlegt að komast ekki til að hitta long lost friends í bænum þá verður alltaf næsta menningarnótt þar sem ég mun leika á alls oddi. Þegar ég kláraði vinnuna á laugardagskvöld voru flugeldarnir að byrja og ég ákvað bara að loka augunum og skella mér í strætó og vera ekkert að svekkja mig á þessu.
Ég náði samt góðu djammi með vinum mínum á föstudagskvöldið eftir vinnu. Dagný skutlaði mér heim til Guðjóns þar sem allt liðið var samankomið og þar var Gummi á útopnu að tala við danina vini hans Eika á dönsku, ensku og íslensku...frekar fyndið allt saman.
Stemmningin á Vegamótum var þvílík, það kom svona soulsyrpa og þá náttúrulega gat ég ekki hamið mig og var komin uppá stól að dansa. Nokkrir félagana fylgdu á eftir og við skemmtum okkur þvílíkt vel. Reyndar kom barþjónninn og henti mér niður af stólnum, því maður er náttúrulega alltaf blindfullur að gera skandala....been there...done that.
Ég er búin að ákveða að næsta helgi verði ROSALEG...enda fríhelgi og síðasta helgin mín...
Ekkert blogg komið frá mér lengi...ég veit, en þetta mun allt saman breytast þegar fer að kólna í veðri og ég er flogin út í heim á vit ævintýranna. Það er ekki laust við að ég hlakki til að fara út aftur og það er yndislegt því ekki hef ég mikið gaman að því að vera dramadrottning þó svo að hún skjótist upp í mér annað slagið. :)
Ég get ekki sagt annað en að sumarið hafi verið yndislegt. Veðrið hefur leikið við okkur Íslendinga og ég hef reynt að njóta stundanna með vinum og fjölskyldu. T.d spreyttum við vinkonurnar okkur á Singstar heima hjá Maj-Britt um daginn og við vorum heldur betur að meika það. Skiptumst á að vera SUPERSTAR og svo náðum við að vera SINGSTAR með því að komast yfir 9000 stig. Ég skildi við stelpurnar til að fara á næturvakt og fékk svo skilaboð um að þær væru komnar með demo og væru við það að meikaða í Benderékjunum. haha
Ég kynntist líka sápukúlubandý á föstudaginn í grillveislu heima hjá Bjarka. Þá var búið að strekkja plastdúk yfir grasblettinn og svo settum við sápu og vatn yfir dúkinn þannig að hann varð mjög sleipur. Ég hef sjaldan hlegið eins mikið, þegar Gummi var að taka hælkróka á mig og reyna að fella mig, og þegar Egill tók rassabomsuna til að ég myndi renna og detta. Ég, Jói og Gestur vorum saman í liði ásamt Bjarka sem kom inná til að skipta við okkur, á móti Gumma Jóh, Agli og bróður hans Gumma. Ég held samt að þó að ég hafi verið að argast í strákunum fyrir að vera fantar þá hafi ég eftilvill tábrotið Egil, því ég dúndraði alloft í hann og það heyrðist alltaf "ÁI" í kappanum. hahahaha Þetta var rosa skemmtilegt. Svo eignaðist ég góða vinkonu sem heitir Loppa og er rauðhærð eins og ég!! :)
Svo fórum við að kveðja Hlyn því hann er að flytja til Köben og fara í mastersnám í tölvunarfræði. Það var ekkert voðaleg dramatísk kveðjustund því ég ætla nú að reyna að vera dugleg að djamma með vinum mínum í köben í vetur því við erum nú orðin allmörg í Danmörku og kannski fæ ég heimsóknir til Odense, þá get ég sýnt mig og bæinn minn.
Svo hittumst við læknaskvísurnar frá Óðinsvéum á Vegamótum og átum á okkur gat. Jói kom og fannst eins og við værum söngsysturnar í Nylon því honum fannst við allar eitthvað svo í stíl. Það kvöld endaði á að ég, Bjarki og Gummi stóðum fyrir utan geðdeild og Gummi fór úr öllum fötunum og dansaði á nærbuxunum, ber að ofan á túninu .....say no more! hahahahaha
Svo keyrði ég til Grindavíkur og heimsótti hana Evu mína. Fengum yndislegt veður og ég sat hjá henni í sólinni ásamt stráknum hennar honum Hafþóri Erni og tengdamömmu hennar og borðuðum lunch. Voða kósý!
Þetta eru nokkrar sumarendurminningar til að viðhalda einhverri skemmtun hérna á síðunni. Ég fer aftur í lok mánaðarins og því ætla ég að halda áfram í ruglinu og njóta stundanna hérna.
Jæja, businessferðinn á enda og ég er mætt á klakann. Ferðaðist first class með Iceland Express eins og hefðarfrú!! (tíhíhíhí) posted by benony 9:45:00 f.h.