Í dag opnuðum við líkin sem 1 semesters læknanemarnir eru búnir að vera að dissikera síðustu vikur. Ég komst að því að abdomen er rosalega djúp....miklu dýpri en maður gerir sér grein fyrir. Ég sá líka að nýrun hafa mjög mikinn fituvef í kringum sig þannig að þau minnka þrefalt þegar búið er að skera fituvefinn frá. Maðurinn sem við vorum að opna hafði greinilega verið mjög veikur og við gátum séð að hann hafði haft mikla sýkingu í líffærunum þar sem það voru hvítar skellur út um allt. Svo voru æðarnar hans mjög kalkaðar og það gat maður fundið því æðarnar voru svo harðar viðkomu. Við gátum bara ekki fundið brisið í honum þannig að það var eitthvað galið við það. Þetta var magnað. Ég stóð þarna ásamt skólasystkinum mínum með risa stóra svuntu og plasthanska með augun útglennt og heilinn var að starfa á fullu. Þetta er rosalega mikið tækifæri sem við fáum til að læra þetta og mannekskjan hefur gefið líkama sinn svo við getum lært og því reyndi ég að fá sem mest út úr þessu. Ég tímdi ekki að fara út úr tímanum þegar kennslu lauk. Rétt í lokin þá fékk ég leyfi til að skera hjartað úr til að skoða. Magnað, finnst ykkur ekki....
Eftir hádegishlé náði ég að lesa í 20 mín og fór svo á spítalann til að læra að stuða, hjartahnoða og gefa súrefni. Svo voru gaurar á sjúkrabíl sem leyfðu okkur að kíkja inn og skoða hvernig sjúkrabílar eru uppbyggðir og kíkja á tækin sem þeir nota. Ég fékk að stuða og maður er ekkert töff hérna í DK þegar maður stuðar eins og í USA. Það er sko ekkert CHARGE 200, CLEAR Það er bara "OPLADER 200, ALLE VÆK JEG STÖDER". En þetta var samt gaman, já margt sem ég lærði í dag!! posted by benony 7:12:00 e.h.
Brynja og Drífa eiga afmæli í dag!!!!
Ég veit nú ekkert hvar þær eru niðurkomnar í heiminum, hvort þær séu á Íslandi, USA eða Þýskalandi það veit ég ekki en ég kemst að því. Innilega til hamingju með afmælið elsku skvísur (ef þið lesið þetta). Vonandi eruð þið að njóta ykkar. posted by benony 6:04:00 e.h.
miðvikudagur, apríl 28, 2004
Þið ættuð bara að heyra það sama og ég....
Nágranninn minn er að missa sig hérna hinum megin við vegginn!!!!!!!!!! hahahahahaha Hann er að syngja svoooo hátt og falskt og áðan var "Final countdown" þannig að ég hélt að það væri bara jarðskjálfti, svo mikið fílaði drengurinn lagið. Hann var alltaf eitthvað að klappa og hoppa og hrópa stundum "HÖHH". Svo inná milli tekur rómantíkin öll völd hjá honum og núna er hann að syngja ástarlag með söngkonu þannig að þegar hann fer uppá háu tónana þá er hann mjög falskur en hann er bara ligeglad með það og lætur allt bara gossa!!! Ég segi bara "keep on poping". posted by benony 5:58:00 e.h.
jámm, og jæja!!!
Ég sem ætlaði að vera veik í dag og ná kvebbanum og slappleikanum úr mér, en ég verð víst að hoppa af stað í skólann. Hann er víst svo góður tíminn í dag þar sem N. trigeminus er lýst svo vel þannig að ég hef ekki samvisku í mér að vera heima veik. Það er svolítið óþægilegt að þurfa alltaf að vera með samviskuhnút í mallanum. Já, en svona er að vera í skóla.
Guðný konan hans Sveinbjörns frænda varð 32 ára í dag....eða 23 ára eins og ein gella með henni í skóla hélt að hún væri. Þegar Guðný tilkynnti mér þetta þá sagði ég "ohh, ég vildi að einhver myndi halda að ég væri 23 ára"..... bara svona rétt að stríða henni enda sló hún mig fast!!!!!
Í tilefni dagsins fórum við fjölskyldan út að borða á Jensens Böfhus ég, Sveinbjörn, Guðný og strákarnir litlu. Stundum líður mér eins og elstu dóttur þeirra því Sveinbjörn er svo mikið að passa upp á mig og svo er Guðný svo góð vinkona mín eins og múttan mín og svo eltist ég við strákana og klíp í þá eins og þeir væru litlu bræður mínir. Þetta er yndislegt.
Ég er annars ansi slöpp...ég hef ekki gefið mér tíma til að vera veik og því er ég alltaf með smá skít í mér...eiginlega er ég svo stífluð að ég er að kafna á tímabili og hóstinn minn er eins og ég hafi reykt í 30 ár. Ég er mikið að spá í að sitja heima á morgun með sæng og teppi, kerti og snítupappír, bækurnar ásamt kók og vínberjum til að reyna að ná kvebbanum og slappleikanum úr mér. Margrét var svo yndisleg að koma með próteinsjeik handa mér til að hressa mig við....allir svo góðir alltaf við mig. Mig langar svo að vera hress á fimmtudaginn nefnilega. Þá erum við að fara að líkskera aftur, í þetta sinn erum við að fara að opna til að skoða innri líffærin í líkunum. Þetta er svo mikið tækifæri til að læra þetta sem best og því vil ég ekki missa af neinu.
Annars er ég búin að eignast svo yndislega vinkonu, maður hættir því greinilega aldrei.
Ef thid fílid viskyraddir thá er ég einmitt gellan sem thid ættud ad tala vid...
Mætti veik á árshátíd Félags íslenskra læknanema í Danmörku thví ég má jú ekki missa af neinu. Thad var rosalega gaman og allt vel heppnad. Thau komu frá Århus og Køben til ad tjútta med okkur og thad var rosa gaman ad sjá hverjir adrir eru ad læra hérna og kynnast theim adeins betur. Ég missti röddina í hópsöngnum og svo átti ég ad vera med skemmtiatridi og thá heyrdist ekkert í mér. En ég lék smá leikthátt sem féll í kramid... Allavega hjá vinum mínum :)
Gauti og Andri tóku upp á thví ad fara ad spurja mig út úr í anatómíunni bara til ad drepa nidur stemmninguna hjá mér thví ég fór ad svitna og eiga erfitt med öndun. Synir bara hve stressud ég er ordin fyrir thetta fyrsta árs próf..
Hitti svo á leidindar danska gaura sem fóru ad vera med geggjada stæla og sagdi ad íslendingar væru irriterandi idiotar... sem sagt pirrandi fífl. Alltaf gaman ad heyra hve allir eru gódir vinir í thessum heimi okkar.
Hressandi helgi samt sem ádur og sídasta djamm fyrir próf.. posted by benony 10:18:00 f.h.
fimmtudagur, apríl 22, 2004
Kjaftað út í eitt....
...ég hef komist að því að ég get talað þangað til mér er illt. Diljá vinkona kom til mín í sólarhring og við kjöftuðum stanslaust í 24 tíma. Diljá segist meira að segja hafa vaknað um miðja nótt við að við vorum að tala saman uppúr svefni. Ég er með harðsperrur í kjálkanum en ákaflega glöð í hjarta. Það var gott að fá vinkonu sína svona í heimsókn þó svo að þetta hafi verið stutt. Ég eldaði kjulla fyrir okkur í gærkvöldi og við sátum geggjað lengi og átum og átum og kjöftuðum og kjöftuðum. Mér fannst meira að segja röddin mín vera orðin leiðinleg.. hahahah
Ég fór og sýndi Diljá stoltið mitt, skólann og hún var rosa ánægð með hann. Ég held að henni hafi barasta fundist hann kúl. Ég er alltaf svo stolt eitthvað að sýna fólkinu mínu hann því þarna er ég alla daga og ég vil að fólkið heima geti séð umhverfið mitt fyrir sér þegar það hugsar til mín. :) Nú hefur Lára, Dóri bró og Diljá séð skólann og lífið mitt hérna og ég held að mamma mín verði barasta næst ;) Frábært
Nú er Diljá í Árhúsum og ég sendi henni baráttukveðjur því hún þarf að heilla skólaliðið þar uppúr skónum. Hún mun fara létt með það.
Jæja, nú þarf ég að vera dugleg....prófið STÓRA nálgast og mér finnst ég ekkert kunna!!! Koma svo SARA!!!
..var klædd og komin á ról tilbúin í slag dagsins þegar ég sé að veskið mitt er ekki þar sem það á að vera. Mjög fyndið í rauninni því í skólanum höfðum við Ásgeir verið að metast um hver væri með fleiri kort í veskinu okkar og þar sem hann er fjölskyldumaður þá var hann með miklu miklu fleiri kort en ég. Ég segi þá við hann "Shitt, hvað myndirðu gera ef þú myndir týna veskinu þínu". "Já, þá væri ég bara í vondum málum" sagði hann þá. Á þessu mómenti hefur maðurinn sem er alltaf að stríða mér þarna uppi á himninum ákveðið að ég ætti að týna mínu, sem ég gerði nokkrum klukkutímum eftir þetta samtal. En já þegar ég uppgötva þetta þá fer ég í smá panikk því Diljá vinkona er að koma á morgun og það hefði verið frekar leiðinlegt að segja við skvísuna "hæ, Diljá það er tómur ísskápur og ég get ekkert komið að gera með þér því ég hef engan pening". Þannig að ég vafraði um íbúðina mína og vissi ekkert hvað ég átti að gera. Ég komst meira að segja ekki upp í skóla því hjólið mitt er bilað og ég hafði ekki pening í strætó. En svo labbaði ég bara af stað. Fór fyrst á busstationen og spurði hvort "min pung" hefði fundist. Svo fór ég í bankann minn og bjóst við að vera skömmuð þar því danskar bankakonur eru gjarnar á að hakka mig í sig. "MAÐUR Á ALLTAF AÐ PASSA SIN PUNG". Ég kom inn og fann að ég setti ósjálfrátt upp skeifu...
Sara: hej, jeg har tabt min pung og jeg har hævekort her
Bankagellan: Nej, er det rigtigt, saa lukker jeg din kort med det samme
Sara: Jahh, tak...men saa har jeg inge penge og jeg ved ikke hvad jeg skal göre...
Bankagellan: Ja, men har du legimation (skilríki)....nej, selvfölgelig har du det ikke
Sara: nej, det har jeg desværre ikke...
Bankagellan (lítur á skjáinn eftir að ég hef gefið upp kennitölu): hvad læser du Sara?
Sara: Jeg læser medicin
Bankagellan: Og det var rigtigt...ja, men du skal jo have nogle penge til at bruge og saa har jeg billede af dig her saa jeg kan se at du er Sara
Sara: ok, hvor dejligt...tusund tak
Bankagellan: Ja, men Sara hvis det er noget saa kommer du bare (leggur hendurnar á axlirnar mínar)
Ég er að spá hvort ég eigi að fara að spjalla við hana þegar ég er svöng, þegar ég er með heimþrá eða í ástarsorg. Ég meina hún sagði að ég mætti koma ef það væri eitthvað. :) Ég sé að þessi skeifa er alveg að virka, ég þarf að prófa hana aftur seinna :) en versta var að þetta var ekkert leikið!!!! hahahaha
En já, ég er lúði og segið það bara....hlutirnar hverfa bara frá mér!!!!!!! posted by benony 12:03:00 f.h.
þriðjudagur, apríl 20, 2004
"Litli" Silli á afmæli í dag...
Nú er litla barnið orðið 11 ára!!!! Elsku Sigvaldi "litli" til hamingju með afmælið. Ég sendi þér eitthvað ógeðslega kúl frá Danmörku. Ég vildi ég gæti verið að knúsa þig afmælisknúsa núna. Ég elska þig strákur! (það fer bráðum að verða hallærislegt þegar móðursystir manns talar svona við mann :) ) hahahaha
BTW Sigvaldi á sama afmælisdag og Hitler, þannig að karlinn er að skála þarna niðri í dag líka. posted by benony 11:10:00 e.h.
Ég fór í klippingu í dag....
...og þegar ég kom út af hárgreiðslustofunni var ég með síðara hár en ég hafði verið með áður en ég kom þangað inn. Svei mér þá! Það er ekki hægt að sjá neinn mun en það var frekar fyndið þegar ég mætti upp í stúdiesal í skólanum þar sem liðið var að læra. Ásgeir, Arna og Valdís skælbrostu öll þegar ég kom inn og gáfu mér svona stór augu, og skælbrostu og hreyfðu varirnar þannig að ég las út úr því "ÓGEÐSLEGA FLOTT Á ÞÉR HÁRIÐ". (það má nefnilega ekki vera truflun því fólk er að lesa þarna). Ég setti upp attitude svip því það sást enginn munur og þau vissu bara að ég hafi verið í klippingu og vildu vera góð!! HAHAHA En hárgreiðslugellan slétti á mér hárið og ég er alveg komin á það að mig langar að kaupa mér svona gott sléttujárn því hárið virkar miklu heilbrigðara...en já verð að safna mér fyrir því.
Ég var til hálf ellefu í kvöld uppí skóla og tók þá strætó þannig að ég var komin heim um 23:00. Hjólið mitt er nefnilega bilað. Svona rétt áður en ég skellti mér í bussinn þá keppti ég í fótboltaspilinu við Davíð á þriðju önn, Dísu kærustuna hans og norsaranum sem fékk 13 á fyrsta árs prófinu síðast. Ég fékk að vita að ég væri með meðfæddan hæfileika í þessu spili.....það var víst kaldhæðni! posted by benony 12:27:00 f.h.
mánudagur, apríl 19, 2004
Vitiði fyndnast í heimi....
Hr þorskur (æ, hvað ég er vond) sem er leiðbeinandinn okkar í verkefninu okkar var að senda email til okkar með kommentum á því sem við sendum til hans. Það er aldrei nógu gott hjá okkur og við fáum alltaf tveggja blaðsíðna kommentaritgerð frá honum eftir að við höfum sent eitthvað til hans, allir hafa víst sömu sögu að segja. Kommentið sem hann kom með núna var að hann skildi ekki alveg hvert við værum að fara á köflum. Hann sagðist viss um að þetta væri vegna tungumálaerfiðleika þar sem hann veit að ég, Elva og Valdís erum íslenskar. Þá sérstaklega fannst honum tungumálaerfiðleikar í kafla þar sem við gerðum teoriu um empati. Það var nefnilega það sem Martin skrifaði. ahhahahah Hann er alveg aldanskur, allavega síðast þegar ég vissi. Martin er að gera verkefnið með okkur og við vorum svo glaðar að fá dana með okkur svo þetta yrði ekki barnalega skrifað eins og vill svo oft verða þegar maður skrifar á dönsku. En Hr Þorskur er allavega alveg fyndnastur að segja ég er viss um að tungumálaerfiðleikar séu að hefta ykkur. Fordómar og ekkert annað!!!! hahaha
Mikið rosalega er ég búin að vera glöð í kvöld að fá tækifæri til að spjalla við fjölskylduna mína í gegnum netið. Ég skráði mig á skype sem er snilldarforrit þar sem maður getur hringt heim til Íslands alveg ókeypis til þeirra sem eru tengdir á sama tíma. Ég lét Hjálmar bróðir skrá sig og þar sem hann er með hátalara í tölvunni sinni þá heyrðist röddin mín yfir allt herbergið og efri hæðina heima. Mamma og pabbi heyrðu bara allt í einu röddina mína uppi og skildu ekkert hvað væri að gerast!!! Það var yndislegt að heyra í þeim!! Og gæðin eru svo góð að það er bara eins og manneskjan sem maður talar við sé bara í sama herbergi!!! Þetta er geggjað :) posted by benony 12:36:00 f.h.
fimmtudagur, apríl 15, 2004
Ég bý líka í útlöndum....ligga ligga lái!!!!
Það er yndislegt veðrið og ég er svooo glöð með lífið. Ég fann hvað það er yndislegt að búa hérna og hvað ég er ánægð með allt. Það vill oft gleymast að ég bý í útlöndum þegar ég er að vakna í frosti og kulda og hjóla af stað í skólann og mæta svo sveitt og þreytt í fyrirlestur og hjóla svo heim í hellirigningu. Í dag skein sólin inn um gluggann minn og geislarnir kitluðu nefbroddinn minn þar sem ég ligg alveg undir glugganum undir súðinni. Ég klæddi mig samt vel því ég er orðin vön gluggaveðrinu og læri af mistökum því geislarnir hafa platað áður. En þegar ég kom út þá tók á móti mér útlandaandrúmsloft...heitt loft og blómailmur því gróðurinn hefur tekið kipp. Þetta er bara yndislegt. Ég vildi endilega labba heim til mín frá spítalanum því það er ekkert yndislegra en að hugsa og njóta veðursins. Núna er ég komin með freknur og mér er heitt í andlitinu...ok, ég veit ég er rauðhærð en ég er samt dökkt afbrigði.
Ég hef snúið sólarhringnum við því ég hef verið að vinna verkefni fram á nótt og þar sem það er ekki skemmtilegast í heimi geymi ég það alltaf fram á síðasta og dólast við það fram á nótt. Í dag ætluðum við í grúppunni sko að klára það í hléinu frá 10-14 en það gekk ekki eftir. Þess vegna kom ég með tillögu "hey, við förum bara í tíma núna og svo getum við stelpurnar klárað lokaorðin eftir tímann". Klukkan hálf fimm vorum við að reyna að klára ritgerðina með því að skrifa lokaorðin en við komumst bara að engri niðurstöðu. Sátum þarna á Winslow park í sólinni (ákváðum að sitja úti) með kipruð augum og sáum ekki neitt, allar grettar í framan og blöðin að fjúka og reyndum að hugsa. Svo fórum við inn og þá fór svefngalsinn að hellast yfir mig og ég fór bara að snúa öllu sem stelpurnar sögðu við.
Valdís: hvernig segir maður aftur á móti á dönsku?
Sara: igen imod, skrifaðu það bara
Valdís: Sara, þegiðu!!!
Svo fengum við hláturskast yfir mjög ómerkilegum hlut, æ, okkur fannst svo fyndið ef sko...Æi, jú had to be there..eða ekki einu sinni það!!
Nú er þetta verkefni næstum búið og herra þorskur á eftir að góðkenna það og þá eru þær einingar komnar í hús!!! jibbý jei
Diljá kemur til mín eftir viku og ætlar að gista hjá mér eina nótt...jibbý jei hei posted by benony 11:30:00 e.h.
þriðjudagur, apríl 13, 2004
Gleðilegt nýtt ár!!!!
Í dag fagna Sri Lanka búar nýju ári og því hrópaði ég yfir fyrirlestrarsalinn "Godt nyt aar"!!!! Nusha vinkona kemur frá Sri Lanka og er búin að vera að telja niður síðustu daga og segja "Sara, þú mátt ekki gleyma að segja gleðilegt nýtt ár við mig á þriðjudaginn". Ég stökk í fangið á henni í tilefni dagsins og hún var svona líka glöð. hahahaha Hún var einnig búin að biðja einn strák sem við köllum "Kæmpemanden" um að muna eftir deginum og það er eins gott að hann hafi munað eftir því. Þessi Kæmpemand er eins og steinaldarmaðurinn og það eru allir sammála um það. Hann er svo stór með stóra vöðva og mikið skegg og mikið hár. Hann brosir aldrei og horfir bara eins og hann eigi heiminn. En Nusha kunni sko aldeilis ráð við því, hún sagði bara við hann "heyrðu vinur, þú verður nú að byrja að brosa til fólks, það verður annars bara hrætt við þig". Ég held að honum hafi fundist þetta ansi krúttlegt hjá henni því nú fáum við alltaf vinalegt bros frá steinaldarmanninum og meira að segja spjall.
Ég hafði það yndislegt um páskana bara yfir bókunum og svo borðaði ég grill hjá Sveinbirni. Ég fékk páskaegg og þegar ég fór að skoða málsháttinn þá lokaði ég augunum og hugsaði "þessi málsháttur kemur með merki fyrir mig"... Svo blasti við "Köld eru kvennaráð". Já, það er aldeilis, hvað ætli þessi málsháttur segi mér. Ég hef allavega ekkert prjónunum þannig að ég þarf kannski að passa mig á öðrum kellum í kringum mig....:) :)
Um páskana fórum við Nusha líka í bíó á indverska ástarmynd sem var bara fyndin. Fyndin að því leyti að það var eins og við værum að horfa á "Bold and Beautiful" því þegar mikið drama var í gangi stoppaði myndavélin ansi lengi á andlitum fólksins og þar sem indverskar myndir eru allar söngva og dansmyndir þá brutust oft senurnar uppí dans og söng þegar mikið lá við. En hún var í svooo flottum kjólum aðalleikkonan og hún var svo falleg. Mig langar í svona kjóla, svona plain shari kjólar.....æðislegir. Ég verð bara að vona að mamma eigi einn svona shari fyrir mig heima frá því hún bjó á Indlandi. Mig langar að máta.
Eftir bíóið vorum við að labba í rólegheitunum og láta okkur dreyma um draumaprinsa og ástir þegar brúður kemur hlaupandi á móti okkur. Nusha hrópaði þá "DET ER ET TEGN". hahahhahaha posted by benony 9:09:00 e.h.
föstudagur, apríl 09, 2004
Já, það er officialt....
...ég er veikúr!!!!
Þegar ég sat í studiezonen í gær og var að lesa kom hnerrinn svo skyndilega að ég náði ekki að undirbúa mig undir hann. Þarsem ég sat með lokaðan munn kom hnerrinn beint á milli samanklemmdra vara minna og þar með heyrðist skemmtilegt og of hávært hestahljóð sem glumdi yfir salinn. Frekar vandræðalegt þar sem fólk sat allt í kringum mig í eigin hugleiðingum yfir bókunum. Nú líður mér svona lidt sloj.... En þá bara nýt ég þess að vera girnileg eins og maður er alltaf með horinn í nebbanum og held áfram að reyna að vera dugleg.
Ég átti meget hyggelig aften í kvöld. Sólveig skvísa eldaði íslenskt lambakjöt með ora baunum og det hele. Svo gerði Bryndís geggjaðan eftirrétt og svo hyggede við okkur. Sólveig og Tómas, Bryndís og Condom og svo ég...fimmta hjólið ;) Eftir að hafa borðað á okkur gat spiluðum við Risk og það var bara ansi skemmtilegt. Condom (smokkur eller gummi) vann og það var sko bara heppni!!!!
Það eru páskar og ég brosi í gegnum tárin! posted by benony 1:16:00 f.h.
þriðjudagur, apríl 06, 2004
Lokaspretturinn...
...fyrir fyrsta árs prófid er hafinn. Ég mun nú sitja hérna upp í skóla næstu tvo mánudi og berja allt thetta efni í hausinn á mér. Ég og hópurinn minn sem erum ad gera kommunikation verkefni saman nádum ad setja saman 10 bls í dag og eigum thá bara 6-10 sídur eftir. Svo ætla ég bara ad vera dugleg. Ég hef aldrei á ævinni talad eins mikla dönsku eins og sídustu daga. Bædi vegna thess ad verkefnid er med honum Martin og vid thurfum mikid ad diskutera um verkefnid og svo hangi ég mikid í skólanum med Nushu sem er ædi og thar med tölum vid Elva saman á dönsku líka og stundum gleymum vid okkur og tölum bara dönsku saman thó svo ad thad sé enginn dani nálægt. Thetta finnst mér ædi og ég verd ordin alveg flydende í sumar thegar ég kem heim.
Nú eru allir ad tynast heim í frí en ég verd eftir ad lesa og njóta mín. Ég get nú aldeilis ekki kvartad thví ég hef fengid lánad sjónvarp og útvarp og svo er netid mitt komid í lag og svo hef ég fullt af áhugaverdum bókum ad lesa. Ég get nú samt ekki bedid eftir ad klára prófin og koma heim í sumar....en thad er jú alltaf gaman ad hafa eitthvad til ad hlakka til.
Elskuleg vinkona mín hún Diljá er 25 ára í dag!! Hún er í Hollandi ad læra ad verda menningar og fjölmidlastjórnandi...haldidi ad thad sé. Hún mun thekkja ALLA Celebana :) Elsku DJ, ég er stolt af thér og eigdu yndislegan dag í dag... kys kys!!! posted by benony 3:18:00 e.h.
mánudagur, apríl 05, 2004
Var að setja inn myndir hér til hliðar....loksins!
Þær hafa að geyma ýmislegt...t.d flutninginn og nýja heimilið, Dóra að spila á tónleikum og margt fleira... Njótið posted by benony 2:16:00 f.h.
Ég ætlaði að hætta að blogga....
...vegna þess að mér finnst ég aldrei hafa tíma því ég hef bara verið á hlaupum í skólanum þegar ég komist á netið. Nú er ég aftur á móti komin með netið heim og þá get ég kannski hent einhverju hérna inn ef ég hef eitthvað sniðugt að segja.
Kannski ekkert margt búið að gerast hjá mér síðan síðast...nema ég fór á föstudaginn til að hitta Jóa í Árhúsum. Við náðum að catch up því það var langt síðan við höfðum spjallað saman. Frábær viðbót að hitta Jóa eftir að hafa djammað með Gumma Jóh, Hlyni, Eika og Vigdísi í köben helginni áður. Ég er svo stolt af Jóa því þegar við mættum í partý hjá hópnum sem hann var með þarna þá var sagt "AND NOW THE PARTY CAN BEGIN", þannig að hann hefur verið skemmtilegastur.
Páskafríið mitt er nokkurnveginn búið að planast. Ég ætla að læra eins og brjálæðingur því I really need to, og svo erum við Nusha (vinkona úr skólanum sem kemur frá Sri Lanka) búnar að ákveða að fara á Indverska mynd í bíó saman. Svo er mér boðið í mat hjá Sólveigu á Skírdag og á Páskadag hjá Sveinbirni frænda. Þetta verður bara yndislegt....
Ef þið viljið senda mér íslenskt súkkulaði þá mun ég alveg vera glöð og mun alveg borða það!!!! hahaha