á niðurpakkninguna. Klukkan er hálf þrjú um nótt og ég er enn að. Svona er að dóla sér að hlutunum.
Ég hringdi í Dóra bróður í kvöld og það var gott í honum hljóðið. Hann ákvað karlinn að koma til mín á morgun til að aðstoða mig að flytja og mála og svona og ég held líka að hann hafi virkilega viljað koma í smá frí til mín frá hinu lífinu og fólkinu. Ég hlakka til að fá hann og heyra sögur frá Kúbu.
Já, það er stór dagur sem bíður mín..ég er komin með lykilinn og því er ekkert að vanbúnaði en að flytja inn.
Bara að bæta við að portnerkarlarnir hafa enga trú á mér í karlastörfin :) Ég fór nefnilega í dag til að skila húsgögnunum sem ég var með í láni og spurði hvort þeir gætu nokkuð lánað mér skrúfjárn. Þá sagði portnerinn "Nú hvað ætlar þú að fara að eyðileggja?". Svo bað ég um málningu og um leið og hann rétti mér málninguna þá sagði hann "En mundu, það á bara að mála veggi og loft!!" Döhh!!! posted by benony 2:32:00 f.h.
fimmtudagur, febrúar 26, 2004
Hérna koma myndirnar frá "velkomin partýinu" fyrir nýju íslensku læknanemana sem var á föstudaginn síðasta. posted by benony 12:23:00 f.h.
miðvikudagur, febrúar 25, 2004
Hitti hlaupaklúbb...
...á gangbrautaljósunum við kollegið mitt í dag þegar ég var að koma úr búðinni. Þetta var greinilega félagsskapur meðal eldri borgara og þá sem eru að nálgast þann aldur því þarna voru saman komnar kellur og einn karl í krumpugöllunum með eyrnaband og öll voða fersk. Ég var svona í eigin hugsunum þar sem ég stóð og beið eftir græna karlinum þegar ein konan vindur sér að mér og segir "Viltu hlaupa með okkur síðasta kílómeterinn". Ég alveg hrekk við og stama eitthvað um að ég geti nú ekki hlaupið svona með innkaupapokann og skólatöskuna. Þá sagði hún "jæja, þú mætir þá bara á laugardaginn klukkan tvö, vertu hjartanlega velkomin". Ég er að spá í að mæta :) Ég meina hve kúl væri ég ef ég mætti tvisvar í viku til að hlaupa með þessum flottu eldri konum. Ég gæti fengið að vita allt um prjónaskap og barnabörnin þeirra.. :)
Annars var ég í mat hjá Sveinbirni og Guðnýju á sunnudagskvöldið og það var komin tími til því það var orðið of langt síðan ég sá þau skötuhjú sem eru fjölskyldan mín hérna úti. Sveinbjörn er alltaf svona eins og pabbi minn þó svo að það séu bara 10 ár á milli okkar því hann verndar mig svo mikið. Hann er allavega eins og þriðji stóri bróðir minn :) Við fórum meira að segja að kýta við eldhúsborðið og Guðný sat og glotti. En Sveinbjörn vann kýtingin okkar og fékk sínu fram og ég er voða þakklát honum. Málið er nefnilega að kerfið er þannig hérna úti að alltaf þegar maður flytur inn í kollegieherbergi þá borgar maður tryggingu uppá þúsundir króna. Þegar maður skilar svo herberginu af sér þarf að mála herbergið og þrífa rosa vel annars taka þeir kostnaðinn af tryggingunni. Alveg helminginn. Þegar maður hefur málað koma portnerkarlarnir með fjólublátt ljós og lýsa á veggina til að sjá hvort að allt sé málað beint og engar skellur séu. Ef þeim finnst þetta ekki nógu flott hjá okkur þá taka þeir jafn mikið af tryggingunni þó svo að maður hafi eytt tíma í að mála herbergið. Við eyddum heilli helgi í að mála herbergið hennar Elvu þegar hún var að flytja fyrir tveim vikum síðan en hún fékk það ekki góðkennt. Þess vegna þurfti hún að borga allt tilbaka og við eyddum helgi frá bókunum og öðru. Frekar fúlt fyrir skvísuna.
Þess vegna var ég búin að ákveða að mála ekki og taka bara vaktir í staðinn. Sveinbjörn tók það ekki máli!!!! Hahhahahahaha Ég átti ekki að fara að gefa þessum peningaplokkurum peningana mína. Þess vegna ákváðum við að á föstudaginn næsta flyt ég um hádegið með allt dótið mitt og þegar Sveinbjörn er búinn í skólanum um fjögur þá kemur hann til mín með ljóskastara og pennsla. Ég mála í kantana og Sveinbjörn rúllar. Svo látum við þorna og á laugardeginum komum við aftur og lýsum á veggina og sjáum hvort það er ekki allt í orden. Ég verð bara að muna að kaupa kassa af bjór ;) Æ, já það er gott að eiga góða að eins og Sveinbjörn því hann er yndislegur við mig. Svo á mánudaginn á ég að fara yfir herbergið með portnerkarli og ef hann góðkennir ekki herbergið þá siga ég bara Sveinbirni á hann. hahaha
Ég fékk aldeilis kvartanir í dag, lesendur síðunnar láta ekkert bjóða sér að þurfa að bíða eftir neinu. Dyggasti lesandi síðunnar var ekki ánægður með að myndirnar frá helginni væru ekki komnar inn. (leyfir mér að klára sögurnar fyrst áður en hann segir "já, ég las það á blogginu þínu) :) Þetta kemur innan skamms. Og svo þarf ég að fara að hætta að taka bara djammmyndir og taka svolítið af daglega lífinu líka...langskemmtilegast að eiga svoleiðis myndir. posted by benony 11:50:00 e.h.
þriðjudagur, febrúar 24, 2004
Ég er svo þreytt að mér er illt....
Dagarnir eru ákaflega langir og stundum vildi ég að ég að þeir væru enn lengri til að ég nái að komast yfir öll verkefnin. Nú er rosalegt stress tímabil hjá mér og er ekkert að fara að róast býst ég við. Það er fullt að gera í skólanum og ég bakstra við að komast yfir allt efnið en dregst sífellt aftur úr bara þegar ég stend upp til að anda. Ég þarf líka að vinna með náminu því peningarnar vaxa ekki í blómapotti á skrifborðinu hjá mér og svo er ég að pakka niður og flytja. Ekki má gleyma að þá hef ég verið að skylmast við danskt bankakerfi....mmm Þurfti að fara fjórar ferðir niður í bæ til að borga stóra reikningin fyrir nýju íbúðina. Elva kom með mér og það var alltaf eitthvað vesen þannig að við hlupum um bæinn til að redda málunum og svo þegar við héldum að búið væri að gleypa alla peningana mína þá fór ég að skellihlægja og hringdi í Valdísi meðan Elva hringdi heim í LíN. Valdís var í sjokki í símanum og skildi ekki afhverju ég var hlægjandi hahahahhaha Svo loksins þegar við gátum reddað málunum til að geta borgað þennan yndislega reikning þá var klukkan eina mínútu yfir fjögur og bankanum var lokað. Á þessari stundu ákváðum við Elva að faðmast á miðri göngugötunni því við vorum svo gjörsamlega í vondum málum en þá skelltum við hausunum saman og þá gátum við ekki annað en dáið úr hlátri.
Ég fór svo heim til Elvu til að ná í kassa til að nota við flutningana mína og ferðaðist með þá í strætó. Ég held ég hafi alveg verið mest sexy gellan hlaupandi á lestarstöðinni á eftir leið 51 og gat ekkert séð fram fyrir mig vegna þess að kassarnir náðu svo hátt upp.
Svo á ég tvö hjól og þau eru bæði handónýt. Ekki ósjaldan hef ég heyrt "Sara, gaar dit cycle i stykker?". Ég hefði allt eins getað labbað í skólann í morgun því ég kemst svo hægt á Bilka hjólinu mínu. Það varð til þess að ég kom alltof seint í skólann og kom blaut af svita og rigningu móð og másandi í tíma þar sem nýr kennari var að kenna okkur palpation (þukl). Ég held að Thomas bekkjarbróðir minn finni á sér þegar ég er ekki tilbúin fyrir þessa tíma því hann spurði mig í dag hvort við ættum að vera saman. Ég svaraði "já, en ég vara þig við, ég var að koma af hjólinu". Honum fannst það í lagi þó mér fyndist það ekki í lagi því ég var blaut af svita eftir átta kílómetra hjólatúr á hjóli dauðans. (ekki nóg með að það fari hægt þá er það svo stíft að það er helmingi erfiðara að komast áfram). Nýi kennarinn reyndist líka vera grínari mikill og lét mig alveg vita að ég væri sveitt gella. Var líka alltaf að koma og tékka hvort ég væri hætt að svitna.hahaha "þú þurftir ekki að drífa þig svona rosalega mikið!!!" :)
Svo fann hann út að Valdís var kitlinn og þá var hann alltaf að koma og kitla hana henni til yndisauka eða þannig.
En já, ég er í skóla, í vinnu, að flytja og skylmast við danskt kerfi alla daga og svo má ég heldur aldrei láta mig vanta á uppákomur um helgar. Fór á föstudaginn í partý til að bjóða nýju íslensku læknanemana velkomna (þau sem voru að byrja núna í feb). Mér, Elvu, Valdísi, Kötlu og Kristni til ánægju erum við ekki yngst lengur og hækkum sífellt í semestertalningu.
Í þessu partýi gerðist ég svo fræg að fara að snúsa. Davíð á þriðju önn plataði mig (ekki erfitt reyndar) því ég var ekki alveg nógu hress (leið of langur tími milli brandara). Mjög girnilegar myndir voru teknar af mér þar sem ég sat brosandi með brúnt snús á milli tannana.
Fór á laugardagskvöldið í danskt partý hjá Thomasi sem var með mér í bekk í fyrra. Við Elín norska fórum saman. Þar komst ég að því að strákur sem ég hélt að væri alltaf að reyna við mig í partýum í fyrra væri hommi. Segir mikið um það að ég var ekki að skilja neitt í fyrra hahahaha
Já, þetta er að frétta af sörunni. Hún er ætíð kófsveitt, með snús í vör og milli tanna, hlaupandi með það miklar byrgðir að hún sér ekki framfyrir sig og á hjóli sem lítil börn skoppa framúr! Jú jú, the sexiest girl!!! posted by benony 11:48:00 e.h.
fimmtudagur, febrúar 19, 2004
Samskiptatækni...
Já, við svitnuðum heldur betur við stöllurnar í dag þegar við þurftum að fara að gera verkefni í Kommunikation áfanganum sem við erum í. Áfangin fjallar um hvernig á að tala við sjúklinginn og hvernig á að taka viðtal sem "behandler". Maður fær svona á tilfinninguna að þetta sé svona kommon sens áfangi sem maður tekur bara létt með allri hinni geðveikinni sem við þurfum að læra. En það er aldeilis búið að hræða okkur með þennan áfanga því það er bara heppni hverjir ná og hverjir ekki því maður þarf að skilja kennarann betur en fagið. Hvað finnst honum mikilvægast í samskiptunum en ekki hvað manni sjálfum finnst.
Verkefnið sem við skvísurnar vorum að gera var þannig að við áttum að horfa á myndband þar sem maður fór til læknis og sagði frá því að hann hefði verið veikur og væri með svo djúpan hósta. Við áttum að greina út í ystu æsar hvað læknirinn hefði mátt segja betur og hvort hann hefði átt að segja "já" á eftir þessari setningu eða bara að humma. Þetta er bara til að gera mann geðveikan held ég :)
Eftir að við horfðum á myndbandið gátum við ekki séð neitt athugavert við þetta samtal og læknirinn virtist hlusta vel á sjúklingin og humma og nikka höfðinu á réttum stöðum en við þurftum að búa til eitthvað vandamál til að geta skrifað eitthvað í þetta verkefni.
Sara: Getum við ekki bara sagt að hann hefði getað leitt samtalið í aðra átt svo sjúklingurinn hefði ekki talað svona mikið um eitthvað sem skipti ekki máli?
Elva: Jú, eins og t.d í línu 92 hefði hann getað spurt hvað hitinn hefði staðið yfir lengi í staðinn fyrir að segja bara humm
Valdís: já, mér líst vel á það en hvernig ætlið þið að segja þetta á dönsku?
Sara: lægeren kunne have kontrolleret samtalen i en anden retning
Elva: Já, eða patienten snakker lidt löst saa lægeren kunne have kontrolleret samtalen i en anden retning
Valdís: det kunne han have gjort med at spörge om symptomer...
Sara: er þetta rétt orðalag hjá okkur?
Elva: hef ekki hugmynd
Valdís: stelpur er stóra verkefnið okkar að fara að ganga út á þetta?
Sara og Elva: já, 10-12 bls!!!!
Sara, Elva og Valdís: AAAAAAHHHHHH
Við erum algjörir leppalúðar í þessu, en einn bekkjarbróðir stelpnanna sem heitir Martin ætlar að vera með okkur í stóra verkefninu og við látum hann um að skrifa dönskuna:)
Svo var ég að lesa greinar sem átti að lesa fyrir þetta verkefni og þar er greinahöfundur að missa sig yfir því hvernig á að enda samtöl. Þetta er heil fræðigrein bara hvernig við segjum bless. "heyrðu, við heyrumst fljótlega, ok bæ" þetta er allt alveg útstúderað hjá karlinum. Hvernig ætli honum hafi liðið þegar hann var að skrifa þessa grein og hvernig ætli sé að kveðja hann alltaf. Ég er alveg viss um að ég væri stressuð því hann gæti fundið út frá því hvernig ég segði ok bæ öll mín dýpstu leyndarmál!! posted by benony 11:34:00 e.h.
Johann Jokull stripplingur...
Joi besti vinur minn i ollum geiminum er 25 ara i dag!!!! Eg man vel eftir thegar karlinn helt upp a tvitugs afmaelid sitt og thad virdist ekki vera svo langt sidan! Valid a stadsetningu var otrulegt og eg man eftir ad hafa verid villt upp i Hafnafirdi ad reyna ad finna partyid. Thetta var akkurat arid sem er uppahalds skolaarid mitt og margra i minum vinahop. Hvad gerdist ekki tha.
Joi hefur alltaf reynst mer svo vel og bestu trunoin hef eg att med honum thvi hann er svo jardbundinn. Oft hef eg heyrt fra honum SARA, ertu gedveik, svona thegar eg hef verid ad missa mig i draumaheiminum.
Elsku Joi, innilega til hamingju med storafmaelid. Leidinlegt ad geta ekki fagnad med ther en eg hugsa til thin i dag! Njottu dagsins sem mest my friend! posted by benony 10:56:00 f.h.
miðvikudagur, febrúar 18, 2004
Ég vildi....
...að ég myndi vakna skellihlægjandi á morgnanna og myndi svo stökkva framúr og taka 100 magaæfingar og 50 armbeygjur.
...að ég tæki framúr öllum á hjólinu á morgnanna en væri samt ekki sveitt á bakinu og á milli rasskinnanna. :)
...að ég væri ekki með króníska veiki sem kallast "týna vettlingum-syndrom".
...að ég myndi alltaf vera með öll svör á hreinu í tímum og vera óþolandi gáfaða stelpan sem er alltaf með höndina upp.
...að alltaf þegar mér finnst unnið gegn mér í kerfinu að ég geti rekið ofan í fólkið óréttlætið þannig að æðstu menn fyrirtækjana eða stofnana myndu krjúpa fyrir mér.
...að Ísland væri með námsstyrki eins og í hinum norðurlöndunum.
...að ég hefði tíma til að vera ógeðslega kúl söngkona í flottu og vinsælu bandi :)
...að hafa suma hjá mér posted by benony 8:46:00 e.h.
þriðjudagur, febrúar 17, 2004
Harkan 6
Það er ekkert annað en að vera dugleg núna, enda líður mér best þegar ég hef nóg að gera. Ég var að læra upp í skóla með Valdísi í dag eftir hnéþuklið og það hefði mátt vera minna um kjaftagang hjá okkur en við verðum bara duglegri á morgun. Við sitjum inní svona herbergi uppí skóla þar sem við getum rætt saman um spurningarnar sem við erum að svara og því er svo auðvelt að fara að tala um eitthvað sem er ennþá skemmtilegra en akkúrat þetta. Ég er búin að komast að því eftir ekki svo mikla rannsóknarvinnu að tjéddlingar eru með endalausan talþrýsting. Við tjéddlingarnar getum talað endalaust um allt og ekkert þegar við eigum að vera að gera eitthvað allt annað. En svona er þetta. Við þyrftum að hefta munninn saman og benda bara í nokkra daga eða vikur og þá myndum við kannski bara hætta þessum kjaftagangi.
Reyndar þegar ég hugsa tilbaka þá vorum við alveg að fá gesti inn í herbergið okkar sem voru í pásu. Nusha kom og spjallaði við okkur, hún er frá Sri Lanka og er alveg yndisleg. Er búin að búa í Danmörku frá því hún var 8 ára og talar því fullkomna dönsku. Hún er svo hress og jákvæð og ætlar að lesa smá með okkur í vetur. Hún er einmitt með okkur í skólanum og ég kynntist henni því við vorum saman á líki á síðustu önn (hljómar vel, finnst ykkur ekki). Svo kom Davíð sem er önn á undan okkur að spjalla þannig að það voru ekki bara við kjaftakerlingarnar sem áttum sök á þessu.
Heimleiðin á hjólinu er helmingi lengri núna en vanalega finnst mér því það styttist óðum að ég flyti niður í miðbæinn. Mikið verður það yndislegt!! Búin að redda pening fyrir henni...bara galdraðist inn á bankareikninginn minn....alveg bara óvart...úpps!!! Þarf að vera dugleg að vinna vaktir á spítalanum til að borga það upp en samt að passa að það taki ekki tíma frá náminu mínu. Bara svo ótrúlegt hvað ég hef kynnst mörgum hliðum af áhyggjunum við að verða fullorðin eftir að ég flutti út. Gelgjuáhyggjurnar* falla í skuggann fyrir peningaáhyggjum og námsáhyggjum og bara áhyggjum yfir að falla inn í samfélagið og standa í skilum með allt sem ætlast er til af manni. En ég veit að þetta er bara byrjunin því ég er nú bara að hugsa um rassgatið á sjálfum mér og á nóg með það, verður náttúrulega aukaálag þegar maður eignast barn. En ég verð þá bara alveg tilbúin og orðin rosa pró í því þegar þar að kemur....en bara til að forðast misskilning þá gerist það ekki á næstu árum hvort sem er. hehe
Lítill fugl hvíslaði því að mér að fjölskyldumeðlimur væri að koma til Odense í næsta mánuði....yndislegt!!!
*gelgjuáhyggjur= er ég 1 kg of feit?, finnst þessum strák ég nógu sæt í þessum bol?, er ég glötuð ef ég segi þetta...osfrv posted by benony 10:09:00 e.h.
mánudagur, febrúar 16, 2004
Saga dagsins...
Æ, ég er svo mikil gelgja, en á ég ekki bara að njóta þess meðan ég get? Það verður örugglega ekkert gaman að mér ef ég verð ennþá gelgja þegar ég er búin með námið mitt. Sara gelgjulæknirinn, sé það fyrir mér, alltaf flissandi við hvaða aðstæður sem er :) en í dag er ég ekki fulllærður læknir og því er ég enn gelgja.
Í dag var "þukltími" eins og ég hef verið að tala um áður hér á síðunni. Ég lofa að ég skal aldrei tala um þessa tíma aftur en nú bara verð ég því mér finnst svo gaman að segja frá þegar ég er í svona rosalegum absúrd aðstæðum. Í tímanum í dag var nefnilega farið í mjöðmina og svæðið þar í kring. Ég sá fyrir mér í morgun þegar ég var að hafa mig til að þetta yrði voða mikið eitthvað rassaþukl og var því búin að undirbúa mig undir það. Mér var svo sem sama því ég ætlaði að reyna að vera pöruð með Valdísi og mér er alveg sama þó svo að hún þukli rassinn minn...hehe
Svo hófst fyrirlesturinn og stelpan sem kennir fékk einn strákinn lánaðan til sýnikennslu. Hún fór að sýna okkur hvað við ættum að palpera (fagmál yfir þukl). Við stóðum öll í kringum drenginn sem lá á bekk á nærbuxunum einum fata og fylgdumst með þegar hún fór að palpera mjög nálægt litla vin hans því hún ætlaði að finna fyrir beini sem heitir "os pubis" og er alveg þarna við. Strákurinn var eldrauður í framan (ég líka held ég) því hann hefur örugglega ekkert vitað út í hvað hann var að fara. Ég dróst sífellt nær Valdísi því það veitti mér öryggistilfinningu að fá að vera með vinkonu minni í þessu. Þegar kennarinn okkar hafði lokið sér af með drenginn þá sagði hún "jæja, nú eigið þið að gera og þið eigið að para ykkur við hitt kynið". Alveg var það týpískt því ég held að það sé verið að gera allt til að við hættum að vera feimin hvort við annað og förum að finnast þetta eðlilegasti hlutur því auðvitað eigum við ekki að láta okkur finnast þetta óþægilegar aðstæður þegar við stöndum fyrir framan sjúklingin okkar og við erum að skoða hann. Og það er ótrúlegt að þegar leið á tímann var þetta bara næstum ekkert óþægilegt. :) Maður vippar sér úr og í eins og ekkert sé og grandskoðar líkama hvors annars eins og um málverk sé að ræða.
Mómentið eftir að kennarinn sagði okkur að para okkur við hitt kynið var svona eins og þegar beðið er eftir að vera boðið upp í dans á balli því það stóðu allir svolítið hikandi og lítandi í kringum sig. Valdís var fljót að nappa einum sem var með henni í bekk og þegar ég sagði við hana "hey, þú varst ekkert smá fljót að ná þínum" þá kom frá henni "já, ég þekki hann best og svo er hann búin að vera viðstaddur fæðingu og svona þannig að....". hahaha
Absúrd setningar sem sagðar voru í þessum tíma voru:
"Ertu mjög aum hérna" og " þú veist að os pubis er alveg hérna við, finndu!!"
Magnus bekkjarbróðir minn var rosa sniðugur. Hann mætti í ljósbleikum nærbuxum og það er alveg bókað að það var djók hjá honum því hann stóð fyrir tímann og spurði "eigum við ekki að fara úr buxunum í dag?" og þegar við höfðum kinkað kolli þá fór hann að hneppa frá strax því það var greinilegt að þetta var eitthvað plan hjá honum :)
Svo var fullt af rassaþukli og öðrum skemmtilegheitum sem varð bara ekkert mál miðað við hin viðkvæmu svæðin. Á morgun verður farið í hnéið og það ætti ekki að vera mikið mál...ekkert krassandi við það :)
Hæ mútta baby!!! Ertu til í að hringja í mig í dag eða kvöld?? Love you posted by benony 10:58:00 f.h.
sunnudagur, febrúar 15, 2004
Fyrsta vaktin....
Ég skráði mig á næturvaktir alla helgina en fékk bara eina á laugardagsnóttina. Ég hafði hringt upp á fadl-vakt (forening af danske lægestuderende) til að athuga hvort það væri vakt fyrir mig því það er svona bakvaktakerfi á þessu, maður skráir sig og svo hringja þeir bara ef það er einhver vakt laus. Ég hringdi og mér var sagt "desværre" þannig að ég var bara að éta íslenskt nammi heima hjá Davíð ásamt Elvu í góðum fíling þegar síminn minn hringir. Það eru mikil læti í kringum manneskjuna sem er á hinum endanum og ég hrópa "HÆ VALDÍS, ER GAMAN!!" Þá kemur stelpurödd og segir "jeg har fadl-vakt for dig, kan du klare den". Ég brosi í kampinn og ætla ekki að láta blekkjast því Valdís gat verið að rugla í mér þannig að ég var alveg í nokkurn tíma að segja "hahah Valdís, voða fyndið". En stelpan gaf sig ekki og svo fór ég að trúa að stelpunni væri kannski bara alvara. Hún sagðist vera með næturvakt fyrir mig á geðdeild P3 og var að hringja í mig klukkan níu þegar ég átti að vera mætt ellefu á vakt. Ég tók samt vaktina því mig vantar pening þó svo að ég hafi verið ósofin og vissi að ég myndi vera tussuleg þessa nóttina.
Gekk vel á vaktinni því ég er nú ekki ný á geðdeildum og það var nú ekki mikils krafist af mér því sjúklingurinn minn svaf að mestu en spjallaði bara við mig þess á milli. Vaktin var svo búin sjö og ég kom heim og lagði mig. Fór svo um hádegi að klára að hjálpa Elvu að mála og þegar ég kom heim ætlaði ég sko aldeilis að fara að læra en rotaðist yfir bókinni. Rankaði við mér slefandi á bókina mína :)
Ég fékk því miður ekki vakt í nótt...en þá verð ég bara því mun duglegri að læra á morgun og ekki eins þreytt í skólanum....haldiði að það sé harkan!!!
Cecile er farin til Perú í tvær vikur þannig að þegar hún kemur aftur verð ég flutt. Ég er því ein í kotinu og er alveg að fíla mig.. Mig þykir voða vænt um hana og hefði ekki getað verið heppnari með meðleigjanda en það er bara svo gott að hafa allt út af fyrir sig. En hvað ég er eitthvað eigingjörn...æ, þið skiljið mig, er það ekki??? posted by benony 11:01:00 e.h.
laugardagur, febrúar 14, 2004
Ég er rómantísk....
...svona í tilefni dagsins!!! hahaha Mér hefur alltaf fundist fyndið að fá þessa spurningu. Ertu rómantísk??? Hvað er það eiginlega??? Ég held ég sé rómantísk samt...ég er allavega ekki órómantísk :)
Valentínusardagurinn í dag og ég er single eins og alltaf.... En hvað gerir single fólk á þessum degi! Ætli það hittist og gráti saman? Ef ég færi á svoleiðis fund myndi ég örugglega vera með ekka!! hahahaha
En ég mæti ekki á svoleiðis fund því ég ætla bara að láta mér hlakka til komandi Valentínusardaga!! Ég er alveg viss um að næsta Valentínusardag verð ég að hlaupa í hvítum sandi í hvítum síðum kjól með rauða hárið flaksandi og draumaprinsinn Benóný er að elta mig og við hlægjum saman. Svo koma hestar hlaupandi á móti okkur og við stökkvum á bak og þeysumst berbakt inn í fallegan skóg þar sem við setjumst niður og förum í pikknikk með öllum skógardýrunum. :)
Já, ég er eiginlega alveg handviss um að þetta verði svona næsta ár....eða bara að Benóný standi fyrir utan hjá mér og segi "hey, kerling...koddu í bíó". Það er líka sætt :) posted by benony 1:51:00 e.h.
föstudagur, febrúar 13, 2004
úff, hvað mér brá hahahaa...
Í kvöld stóð ég við eldavélina og var að steikja mér kjúklingavængi sem ég átti inn í frysti og er eitthvað í eigin hugleiðingum þegar ég heyri eitthvað krafs í útidyradyrahurðinni. Þar stendur einhver maður alveg þétt upp við hurðina og glápir inn!!! Ég öskraði alveg geggjuðum píuskræk og maðurinn hrökklaðist frá hurðinni. Þá var þetta náttúrulega bara Abú (indverskur og býr við hliðina á okkur) að koma að spurja eftir Cecile.
Sara: O mæ god, you scared me!!!*
Abú: No, you screamed, you scared me!!**
S: ok, I am sorry I just heard something and I just thougt....*
Abú: No, I´m sorry. Do you still have the skull on your table?**
Sara: yes *
Abú: you have a skull on your table and you are scared of me???*
*lesist sem röddin mín, svona eins og steragaur með kramin eistu **lesist sem röddin hans Abú í simpsons þáttunum
Kvöldið er búið að fara í læknisleik eins og svo oft áður á mínum bæ. Ég er búin að vera á svona bakvakt ef svo má kalla á spítalanum þ.e ég skráði mig á næturvaktir alla helgina og svo hringja þeir ef það vantar á einhverja deildina. Ég lagði mig kl 6 til að geta meikað að vaka í alla nótt og er nú voða hress og er búin að gefa upp alla von að þeir hringi enda er klukkan 23:00 og vaktin á einmitt að byrja þá. En í allt kvöld er ég búin að þykjast að vera læknir og ef síminn hefði hringt frá fadl-vaktinni (forening af danske lægestuderende) þá hefði ég ætlað að taka upp símann og segja "Jahh, jeg kommer snart", svona eins og ég væri að fara að bjarga heiminum. (Með George Clooney rödd helst). En því miður hringdi enginn og ég er útsofin og eiturhress ein í kotinu og er ekki að fara á næturvakt....kannski ég fari bara að þylja upp vöðva. posted by benony 11:10:00 e.h.
Símaskráalærdómur...
Einn skólabróðir minn kom með rosalega góða lýsingu á lærdómi okkar þessa dagana. Hann kallaði anatómíuna símaskráarlærdóm og mér fannst það ansi góð lýsing og hef verið að pæla í þessu svolítið í dag. Maður hefur t.d eina hendi og þarf að þylja upp musculus abductor pollicis longus, musculus ekstensor pollicis brevis, musculus digitorium, musculus ekstensor indicis osfrv. Þetta er bara alveg eins og að þylja upp Anna Jóhannesdóttir, Anna Jóhannsdóttir, Anna Jónsdóttir, Anna Margrét Jónsdóttir osfrv. En það merkilega við þetta allt saman að þetta er rosalega gaman og þá sérstaklega þegar maður veit eitthvað og getur þulið endalaust upp....ég er reyndar ekki alveg komin í þá stöðu núna en nálgast óðfluga.
Hugsið ykkur bara ef þið ætluðuð að læra símaskránna utanað hvað það væri gaman ef þið væruð búin að sjá Önnu Jónsdóttur og vissuð að hún byggi í Aflagranda 2, vissuð hvar hún bjó áður en hún bjó í Aflagranda 2 og vissuð hvert hún myndi flytja síðast á lífsleiðinni. Einnig mynduð þið vita ætt hennar og starf og hvaða leið hún fer í vinnuna á hverjum degi. Þetta er alveg eins og með anatómíuna, ég fæ að sjá vöðvann hvar hann liggur og hvar upptökin eru og hvar hann endar. Svo læri ég hvaða hreyfingu hann gerir fyrir líkamann og hvaða taugar stjórna honum. Einnig læri ég hvaðan og hvert taugarnar liggja eftir líkamanum að vöðvanum osfrv. Þegar maður veit þetta allt saman þá er ekki annað hægt en að gleðjast...eins og að vita allt um Önnu Jóns ;)
...en ég trúi svolítið á merki í kringum okkur. Ég kannski trúi ekki beint á þau en mér finnst rosalega gaman að rekast á þessi merki og spá í hvað þau gætu þýtt. Nú er ég að velta einu fyrir mér....kannski getið þið hjálpað mér.
Áður en ég flutti út til Danmerkur þá dró ég spádómspil sem ég skrifaði upp og límdi í bók sem ég á því ég var sátt með spilið. Þegar ég var að bíða eftir svari um hvort ég kæmist inn í læknisfræðina dró Sólveig eitt spádómsspil fyrir mig og í dag hef ég verið að efast getu mína og átt í smá svona erfiðleikum þannig að ég dró spil. En það sem mér finnst merkilegast við þessa sögu sem ég er að segja er að í öll þessi þrjú skipti þá dreg ég sama spilið!!! Spilið segir mér þetta:
4 stafir
Umhverfi þitt ýtir undir andlegt jafnvægi þitt en þessi líðan opnar möguleika þína á að nýta hæfileika þína þar sem þú kemur tilfinningum þínum rétt frá þér.
Fjórir stafir kalla á skipulag og daglegan takt í tilveru þinni sem skapar jafnvægi innra með þér og í samskiptum þínum við aðra.
Þú ert vafalaust á leiðinni í frí sem tengist löngu ferðalagi. Þú munt takast á við skemmtilegt tækifæri og ekki síður áhugaverða reynslu þar sem þú gefur þig óskipta/n. Þú upplifir hér góða reynslu sem býr í sköpun þinni sem tengist umræddu verkefni sem bíður þín.
Merkilegt...finnst ykkur ekki?? posted by benony 9:38:00 e.h.
Alltaf gaman að fá pakka í póstinum....
Eitt það skemmtilegasta við að búa í útlöndum er að fá pakka í pósti. Ég verð eins og lítill krakki að sjá umslag eða kassa með nafninu mínu. Ég átti nú alveg von á þessum pakka en fékk samt svona litlu stelpu tilfinningu í mallann. Gumminn minn var að senda mér geisladiska með hljómsveitinni Belle & Sebastian sem eru að fara að spila í Kaupmannahöfn í lok mars. Nú á að fá kerlinguna til að fíla bandið svo hún geti skemmt sér á tónleikunum. Mikið langar mig til að hitta Gumma og fara með honum og er enn að skoða málið og vona að peningamálin og skólamálin leyfi mér að fara. Lönguninn er allavega til staðar til að flippa og tjútta með félugum mínum eins og við gerum best. Svo er ég meira að segja búin að fá gistingu hjá Eika og Vigdísi. Þetta yrði bara æðislegt!! En Belle & Sebastian munu óma hjá mér í kvöld....svo mikið er víst!!! Takk Gummi minn :) posted by benony 7:09:00 e.h.
þriðjudagur, febrúar 10, 2004
Hvað er betra en kjúklingavængir og kók...
...svona á þriðjudagskvöldi. Ég er nýbúin að hakka í mig og er þar af leiðandi fitug í framan og sleiki út um í áfergju. (svona til að ná sem mestu framan úr mér.
Ekkert markvert gerst í dag. Hef setið heima með bókina opna fyrir framan mig...geggjað stolt. Ekki margar blaðsíðuflettingar en bókin er samt opin :) Við fengum beinakassa frá skólanum lánaðan og því er ég að handfjatla beinin meðan ég les og rifja upp vöðvafestur og þess háttar. Mér finnst þetta rosalega gaman og því skrýtið hvað ég er oft löt. Erfiðast finnst mér að vakna en ég mæti samt alltaf....bara erfitt að vakna, en hver kannast ekki við það.
"oh, she may be weary
young girls do get weary....
....all you got a do is try a little tenderness"
Ef Otis Redding væri á lífi myndi ég giftast honum.....strax :) posted by benony 7:23:00 e.h.
mánudagur, febrúar 09, 2004
Ég gerðist kvikmyndastjarna...
...í skólanum í dag. Við Valdís stóðum eftir tíma og spjölluðum á ganginum þegar einn strákur og ein stelpa komu til okkar og spurðu hvort við værum uppteknar. "já" sagði Valdís þá hahaha. Þau vildu endilega fá aðra hvora af okkur lánaða til að taka upp stutt skot á videocameruna. Ég spurði þá hvort ég þyrfti nokkuð að segja og þau neituðu. Þannig að ég sló til. Lék leiksigur þar sem ég labbaði í hraðbankann og setti dankort í og stimplaði inn pinkóda. Svo kom skot þar sem ég setti kortið í vasann og labbaði af stað. Eftir það skot hitti ég Valdísi og fór að spjalla við hana og þá var kortinu stolið af mér. Þetta var minn leikferill!!! Jei jei, ég verð fræg!!!!!
Þorrablótsmyndirnar komnar inn :) hér til hliðar! posted by benony 6:54:00 e.h.
sunnudagur, febrúar 08, 2004
Mikið var gaman í gær...
Ég held að allir geti verið sammála því að þorrablótið í ár hafi verið rosa success og allir skemmt sér þrælvel. Allavega hef ég ekki heyrt annað. Það var ekki hægt að tala við sessunauta mína við borðhaldið því maturinn var svo góður. Fullt af harðfiski, hangikjöti, lambakjöti og svo auðvitað pungarnir og allur sá viðbjóður sem ég hætti mér ekki mikið í. Ég fékk nefnilega það hlutverk að vera veislustjóri þorrablótsins ásamt Elvari og það var smá ólga í mallanum mínum og ég hefði örugglega misst eitthvað niður ef ég hefði bætt þessu súra ofaní hann. Segi svona...alltaf jafn nett :)
Í byrjun blótsins vorum við Elvar með smá númer svona til að starta blótinu og tókum Köttinn Búlla sem er eftir hann Hallbjörn Hjartar. Í miðju laginu kom svona millispil sem Elvar tók á gítarinn og þá tók ég nokkur vel valinn línudansspor á sviðinu og eftir það var upphækkun í laginu og ég var orðin geggjað móð og þurfti að taka hæstu tónana akkúrat þá. Ég var við það að kafna og var að vona að röddin mín myndi blandast bara vel röddinni hans Elvars þannig að það væri ekki áberandi hve erfitt á átti með þetta. Þegar við stigum af sviðinu fékk ég strax að vita að það hefði ekkert heyrst í Elvari því mækinn hans var svo lágt stilltur. Ég ómaði því móð og skræk um allan salinn hahahahaha
Skemmtiatriðin voru alveg frábær. Má þá nefna "Drinking brothers sem spiluðu á píanó með þriðju löppinni sem er í miðjunni. hahaha Svo var eightýssjóvið til að koma öllum í fíling. Kristján fær mig alltaf til að fá gæsahúð þegar hann syngur "Íslenska konan" og það var engin undantekning í gær, svo voru strákarnir allir svo miklar dúllur í kórnum "Rasskinnar" þegar þeir tóku lagið. (strákar sem búa á Rasmus Raskkolleginu). Einnig voru fleiri skemmtiatriði og þess á milli var fjöldasöngur sem ég og Elvar vorum að reyna að stjórna. Þetta var æði!!
Á móti sól kom og spilaði fyrir dansi og það var ekki einn dauður punkur. Þetta varð alveg ekta íslenskt sveitaball í Óðinsvéum og ég dansaði svo mikið og söng svo hátt með að ég er bara rám og með harðsperrur í dag :) Skórnir voru líka eitthvað að stríða mér en þá fór ég bara úr þeim og dansaði á tjáslunum því ég vildi ekki leyfa þeim að skemmileggja fyrir mér kvöldið.
Í dag er ég búin að borða snakk og kók og pizzu nammi namm....ekki búin að hitta eina manneskju, jú Davíð kíkti við að fá bók hjá mér. Svo hef ég verið að lesa smá, og það eru gríðarleg fagnaðarlæti þegar maður getur flett einni bls...þetta tekur engan smá tíma!!!
Sara er glöð í Mörkinni eftir frábæra helgi!!! posted by benony 11:37:00 e.h.
laugardagur, febrúar 07, 2004
Þorrablót nálgast!!!
Spennan er í hámarki!!! Ég er í óða önn að lakka neglurnar og setja krem og undirbúa mig fyrir kvöldið. Eftir þrjá tíma fer ég uppí rútu sem mun stoppa hérna á kolleginu og taka upp fulla Íslendinga og fara með þá í samkomuhúsið í Höjby. Ég er voða spennt og ætla aldeilis að skemmta mér konunglega í kvöld.
Ég bara skil ekkert í fólkinu sem ætlar að missa af þessum stórviðburði hér í Óðinsvéum. Allavega læt ég mig ekki vanta ;) posted by benony 2:55:00 e.h.
föstudagur, febrúar 06, 2004
Var að setja inn nýjar myndir...endilega kíkið hér til hliðar :) posted by benony 1:35:00 f.h.
fimmtudagur, febrúar 05, 2004
Single-klúbbur stofnaður...
Já, nokkrar íslenskar einhleypar stelpur hérna í Odense tóku sig saman í gær og hófu stofnfund single-klúbbsins SíSÓ (Single Íslenskar Stelpur í Odense)....nei nei ekkert hallærislegt. haha Eva bauð til veislu í gær og gátum við étið á okkur gat ásamt að spjalla um hitt og þetta annað en kærastana okkar og börnin okkar. :) Við single stelpurnar erum nefnilega alveg í útrýmingarhættu hérna í Odense og því tökum við höndum saman!!! hahaha Það var voða kósý hjá okkur og við skáluðum fyrir framtíð klúbbsins og kjöftuðum til klukkan 2. Ég fór ekki í bólið fyrr en um klukkan 3 í nótt og vaknaði svo 7 og því er þreytt lítil Sara sem ritar þessi orð.
En það dugar ekkert að hangsast, nú tekur við præhospitalisering, ég held við séum að fara að læra skyndihjálp. posted by benony 1:39:00 e.h.
þriðjudagur, febrúar 03, 2004
Búin að eiga svolítið erfiðan dag í dag....
...en svona eftirá get ég brosað að honum.
Byrjaði með mjög vandræðalegum palpationtíma í morgun. Í palpationtímunum eigum við að fara úr og þreifa hvert annað til að rannsaka uppbygginguna og svona. Í morgun fórum við í olnbogan og áttum að skoða hvernig beinin liggja að olnboganum og frá honum. Við áttum einnig að gera muskeltest og sjá reflexana, mjög spennandi allt saman en ég er bara vitlaus. Ég hafði nefnilega ekki gert mér grein fyrir að það væri nóg að vera í ermalausum bol við þessa "rannsókn". Allar stelpurnar voru klárari en ég í dag og mættu í ermalausum!! Ég eldroðnaði alveg og var eins og aumingi þegar ég uppgötvaði að ég væri ekki í ermalausum bol innanundir peysunni. Og ekki bætti úr því þegar Thomas bekkjarbróðir minn spurði hvort við ættum ekki að vera saman í hóp í dag. Frekar vandræðalegt allt saman en ég lifði þetta af og á bara auðveldara með að berhátta mig fyrir vikið. hahahahah Pollýanna mætt :)
Svo var ég skömmuð í bankanum sem ég var í. Hún alveg jarðaði mig kerlingin, bara af því ég hafði stofnað reikning og ekkert notað hann. En núna vantar mig svo reikning hérna því ég er að fara að taka vaktir á spítalanum og kellan neitaði mér um viðskipti. Mér leið náttúrulega eins og einhverri algjörri, fyrsta skipti sem mér er neitað um viðskipti í banka og ég veit ekki hvernig mér á að líða. Ég brosti nú bara við kellunni sem var geggjað grimm....eins og ég hefði gert eitthvað voða mikið af mér. Það eina sem ég gerði rangt var að nota reikningin ekkert í smá tíma og hann stóð á núlli (ekki einu sinni skuld). Ég bara vissi ekki að þetta væru svona reglur, en í Danmörku eru margar reglur í kerfinu sem eru öðruvísi en á Íslandi og ég er alltaf að læra bara.
Þegar ég var að labba út sagði hún "held og lykke paa de andre steder". Hún sagði þetta með smá tón þannig að mér leið eins og ég væri geggjaður bankasvikari eða ég veit ekki hvað og væri ekki að fara að geta opnað neinsstaðar reikning.
Svo er rosa rigning úti og ég er búin að vera blaut í allan dag því ég hef hjólað bæinn endilangann!!! EN ÞAÐ ERU GLEÐIFRÉTTIR!!!!
ÉG SKILAÐI INN LEIGUSAMNING Í DAG FYRIR LITLA KÓSÝ ÍBÚÐ NIÐRI Í MIÐBÆ OG ÉG FLYT INN 1 MARS!!! Jeiiii jeiiii
Þarf bara að vinna í happadrætti jahh, eða bara að fara að strippa!!! Það gekk allavega vel í dag :) hahahhahaha posted by benony 7:13:00 e.h.
mánudagur, febrúar 02, 2004
Aldeilis enginn forleikur....
...fyrsti dagurinn í skólanum í dag og okkur var bara vippað úr fötunum og ekkert rugl!! Já, já þetta er ekkert grín ég stóð ásamt skólasystkinum mínum á nærbuxum og brjóstahaldara einum fata og ég var þukluð hátt og lágt og grandskoðuð. Það er alveg ótrúlegt hvað ég get lært um líkama minn í þessu námi sem ég er í, þá meina ég minn eiginn líkama því enginn er nú alveg nákvæmlega eins. Þegar ég dagsdaglega horfi á líkama minn þá sé ég langar lappir, malla sem má þjálfa, 10 tær og tíu putta og svo framvegis og svona fljótt á litið finnst mér þetta líta bara eðlilega út. En já, í dag lærði ég að ég er eiginlega næstum krypplingur, það er allt skakkt og ójafnt! Ef ég tek dæmi þá er ég massaðri vinstra megin þó svo að ég sé rétthent og réttfætt, mjaðmakambarnir eru ekki í sömu hæð, og svo er ég með englavængi (það kallaði kennarinn þetta) þá stendur herðablaðið út, þetta er samt sem áður bara vinstra megin þannig að herðablöðin liggja ekki eins. Ég var eins og viðundur þarna því kennarinn vildi sýna hinum hve merkilegt þetta væri allt saman.
Svo kom að mér að skoða og rannsaka eina norska stelpu og þetta lá allt jafnt og fínt. Allt á réttum stað :) Ég tilkynnti skvísunni að hún væri bara fullkomlega byggð! Ekkert athugavert.
Áður en ég fer í skólann núna þessa dagana er ég að passa uppá hvaða nærföt ég fer í og hvort ég sé ekki vel rökuð allsstaðar!!! Merkilegt ha??