...aftur það sem maður hefur verið að sluxast með. Það hefur svo oft sýnt sig...
Ég er búin að vera á leiðinni alla vikuna með tilboðið undirritað sem ég hafði fengið frá kollegieskrifstofunni um íbúð til þeirra. Í síðasta lagi fyrir 29 janúar, og ef ég var ekki búin að skila fyrir þann tíma þá færi ég neðst á listann. Á morgun er ég að fara til Kaupmannahafnar þannig að ég var að drattast með að fara með þetta klukkan 21:00 í kvöld!!! Þá var auðvitað allt orðið dimmt og rosa snjókoma. Við erum að tala um að ég var að berjast við vindinn og snjóbylinn ef svo má kalla og ekki nóg með það þá var eins og ég væri í torfæru því ég var að hjóla í óþjöppuðum snjónum. En þetta var bara gott á mig því ég var búin að bíða svo lengi með að fara.
Þar sem ég var komin alla leið að kollegieboligskrifstofunni fannst mér ég alveg geta kíkt upp í skóla til að kíkja í hvaða hópum ég er í á næstu önn í skólanum. Þá var ég mætt í skólann minn, í snjókarlsgervi með glóðarauga á báðum (ekki sniðugt að setja maskara á sig áður en maður fer að hjóla í snjókomu). Klukkan sýndi 22:00, og ég hélt að það myndi engin vera þarna því það er frí og auðvitað seint að kvöldi. En þarna voru einhverjir gaurar mættir og voru voða hressir að drekka bjór og spila fótboltaspilið í fullu fjöri. Já, svona skemmta sumir sér...mæta uppí skóla bara á kvöldin til að djamma!! :)
Meðan ég var að hjóla heim á leið var ég að berjast við nauðgara og aðra ofbeldismenn í huganum. Það er nefnilega ekkert voðalega sniðugt að vera að hjóla svona seint á kvöldin á hjólastígunum því þar leynast allskonar perralið. Ég hafði gleymt að taka með mér gaffal eins og Drífa vinkona mín bað mig að taka með mér og því var ég að æfa alla leiðina einhversskonar bardagalist. Ég ætlaði sko að sparka í punginn á pervertinu og skalla hann beint í hausinn og rota helv****. Ég verð alltaf svo rosaleg hetja í hausnum mínum :) En þegar vitið kom yfir mig þá fattaði ég að það væri ekki nokkur sála sem nennti að húka á hjólastígunum og bíða eftir að geta ráðist á mig í þessu veðri. Pervertarnir taka sér líklegast pásu í snjóbyl. Þá naut ég þess að púla og þar sem ég er ekki kölluð Pollýanna fyrir ekki neitt þá sé ég björtu hliðarnar á þessu ferðalagi mínu. Þetta hressti mig bara við og flödebollurnar sem ég var búin að vera að hakka í mig brunnu í burtu. :)
En nú er ég að fara að kíkja í hámenninguna á morgun í stórborginni Kaupmannahöfn. Ég hyggst bara njóta mín og skoða og upplifa... posted by benony 2:04:00 f.h.
miðvikudagur, janúar 28, 2004
BRRRRRR
Það er svo kalt úti að það er varla að maður hætti sér út í kuldann. Svo er hálka og snjór yfir en það aftrar mann samt ekki við að taka upp fákinn og hjóla af stað þó allur dúðaður með húfu og trefil vafinn fyrir vitin og ekki má gleyma vettlingunum sem er alveg aðalmálið.
Ég er bara búin að vera að njóta þess að vera til síðustu daga. Er alveg dottin í bókina "Mýrin" eftir Arnald Indriðason og finnst hún voða spennandi og skemmtileg. Hún kemur líka inná svolítið læknisfræðilegt og ekki er það nú verra. Ég ákvað að drífa mig í að lesa hana þar sem ég er í fríi og mun örugglega ekki geta gefið mér tíma þegar skólinn byrjar á fullu.
Ég er svo rosalega spennt að byrja aftur í skólanum...ég bara get ekki beðið. Ég er að fara í svo skemmtileg fög núna þessa önn að mig klæjar bara í fingurna að byrja. Fyrir þá sem vilja vita þá er ég að fara í Temakennslu þar sem farið verður í hvert svæði líkamans mjög ígrundað, ég held að við byrjum á bakinu og það verður tekið alveg. Svo er ég að fara í special histologi sem er kennsla í vefjafræðilegri uppbyggingu líffærana, fósturfræði sem er mitt uppáhalds enn sem komið er, kennslu í innri líffærum, palpation þar sem fjallað verður um yfirborðsanatomíuna sem við sjáum á líkamanum án þess að opna, í þessu fagi eigum að þukla hvert annað og stripplast. Svo er sérstök kennsla í höfuð og háls og ég hef grun um að Bjarni sé að fara að kenna okkur hana. Ég hlakka voða mikið til. Ekki má heldur gleyma Kommunikation þar sem við lærum hvernig á að koma fram við sjúklingin og túlka aðstæður. Ohh, ég get ekki beðið!!!
Annars er ég að láta fríið líða án þess að hugsa of mikið heim eða láta mér leiðast. T.d ætla ég til Kaupmannahafnar á fimmtudaginn meðElvu og vinkonu hennar sem er að læra í Árhúsum. Við ætlum bara að gellast og njóta okkar. Svo kemur Dóri bróðir á föstudaginn og verður alla helgina hjá systur sinni. Það verður án efa yndislegt að fá karlinn í heimsókn.
Ég setti inn fleiri myndir hérna til hliðar, endilega kíkið!!! :) posted by benony 12:19:00 f.h.
Er að fara að svara tilboði...plís má ég fá íbúðina núna!!! Krossleggja fingurna posted by benony 12:15:00 f.h.
Ég á fullan ísskáp af bjór....hvað á ÉG að gera við hann??? posted by benony 12:14:00 f.h.
Samtal við móður mína
Mamma: hvað segirðu einhverjir sætir strákar?
Sara: já já, svona allt í lagi
M: og voru þeir eitthvað að tala við þig?
S: Þeir voru nú ekkert í röðum
M: Nei, þetta eru allt saman pervertar bara
S: haha, já er það ekki bara? Það var reyndar einhver grænlendingur sem var eitthvað að tala við mig
M: haha, grænlendingur já
S: já, hann var svo lítill og krakkalegur að ég skildi ekkert hvað hann var að tala við mig. Ég hugsaði bara um hvað honum myndi bregða ef ég myndi standa upp
M: Nei, Sara mín, grænlendingum bregður ekki neitt.....þeir eru vanir að veiða HVALI.
S: Dí thanx posted by benony 12:13:00 f.h.
mánudagur, janúar 26, 2004
Það er gaman að vera vinsæll....
...svona í einn dag. Ég þakka innilega fyrir smsin og emailin og símtölin!!! Mér iljaði alveg um hjartarætur :)
Afmælisdagurinn minn var ákaflega rólegur en yndislegur. Ég bauð nokkrum krökkum heim á laugardagskvöldinu og við sátum og chöttuðum frameftir öllu. Krakkarnir hældu túnfisksalatinu mínu og ég var svo glöð. "Yes, ég geri gott túnfisksalat!!" hahah Svona er ég einföld.
Svo á afmælisdaginn þá var ég bara róleg (er venjulega geggjað æst nefnilega)og hjólaði svo til Sveinbjarnar og Guðnýju í mat. Mér var boðið uppá önd í tilefni dagsins. Ég var svo glöð að sjá hvað litlu gæjarnir voru glaðir að sjá mig. Þeir alveg knúsuðu mig fast því það var rúmur mánuður síðan þeir sáu mig síðast. Svo labbaði Maron (5 ára) á línuna og hvíslaði eitthvað sem ég heyrði ekki. Svo kom hann að mér og hvíslaði "Sara, við þurfum að sækja vín!". Ég var alveg hissa að hann væri svo áhugasamur um að sækja vín en þá var hann auðvitað bara að bulla í mér og eftir smástund taldi Auðunn (7 ára) einn, tveir, þrír og svo sungu þau hástöfum afmælissöngin fyrir mig. Alltaf mjög vandræðalegt :) hahaha Ég fékk íslenskan afmælissöng og nokkrar gerðir af dönskum því danir eru með marga söngva fyrir afmæli. Í lokin vildu strákarnir hrópa tre og tyve húrrahróp og það ætlaði aldrei að taka enda. hahahahaha
jæja, ég ætla að skreppa til Elvu að horfa á sjónvarpið. Við erum í fríi þessa vikuna og verðum að finna okkur eitthvað að gera. Dóri kemur næstu helgi, hann hringdi í mig í dag. Dóri er svo mikill snillingur hann sagði " Sara, til hamingju með afmælið í gær. Ég gleymdi því sko ekki, ég gleymdi bara að hringja!!" hahhaaha
Ég hef alltaf verið þannig að ég tel dagana þar til ég á afmæli og notið þess svo út í ystu æsar að vera afmælisbarn! Í ár var verið að minna mig á það, ég gleymdi því jafn óðum....ætli þetta séu ellimerki ég bara spyr.
Ég ákvað eiginlega bara í morgun að bjóða nokkrum vinum heim og fagna með mér þessum stórmerkilegu tímamótum að ég verð 24 ára gömul á miðnætti. Eftir miklar pælingar um hverjum ég ætti að bjóða kom í ljós að flestir vina minna...sem ég hangi mest með hérna úti eru bara á flandri um heiminn. Ef ekki á Íslandi þá í Kaupmannahöfn, Kanaríeyjum, Austurríki osfrv. Ég held samt að það verði góðmennt þó það verði fámennt í kvöld og ég ætla að vekja litla barnið í mér upp og verða spennt stórt afmælisbarn. :) posted by benony 6:56:00 e.h.
-Hef ég ekki farið út fyrir hússins dyr
-Hef ég ekki klætt mig
-Hef ég litið í spegil og kúgast
-Hef ég lesið og lesið
-Hef ég verið stressuð
-Hef ég saknað mikið
Á morgun...
-Ætla ég í próf
-Ætla ég að klára 1 önnina í læknisfræði
-Ætla ég að fagna próflokum
-Ætla ég í partý
-Ætla ég að brosa
-Ætla ég að sakna ekki eins mikið posted by benony 8:58:00 e.h.
þriðjudagur, janúar 20, 2004
Lesa lesa lesa...
Ég er bara að verða einhverf á því að sitja inni og lesa held ég bara. Ég fékk svo mikið sjokk þegar ég sá hvað ég átti mikið eftir að lesa að ég er búin að sitja límd á stólnum með biokemiuna í allan dag. Hvurn fjárann (sorry blótið) var ég að pæla heima á klakanum. Afhverju lærði ég ekki eins og vitlaus í staðinn fyrir að vera í ruglinu og þykjast kunna þetta allt. Já, gott að vera vitur eftirá.
Ég skrapp þó í búð í dag til að fylla ísskápinn minn og magann minn því báðir voru galtómir. Þegar ég renndi á fáknum upp við búðina Nettó (svipað og Bónus heima) þá fékk ég enn eina staðfestinguna á því hvernig danir eru. Þeir þurfa alltaf að kommenta á allt hjá manni og skipta sér af....þá meina ég bara ókunnugt fólk. Ég náttúrulega renndi eða slædaði eins og við töffararnir köllum það framhjá einum karli sem stóð og reykti. Þegar ég var svo að leggja hjólinu byrjaði hann "já, þú þarft fljótlega að fara að setja loft í dekkið hjá þér". Svo hófst fyrirlestur um hvernig maður þurfi nú að vera með allt í lagi á hjólinu sínu af öryggisástæðum. Ég bara brosti og kinkaði kolli. Svo sagði hann "já, ég skil ekki hvernig mountain-bike getur reynst þér hérna í Danmörku, veistu ekki að það eru engin há fjöll". Ég sagðist vita það en hjólið væri samt gott...."jah, det körer" sagði hann þá. Kannski erum við Íslendingar bara svona bældir...við erum ekkert mikið að tala við ókunnuga...er það ekki rétt hjá mér?
Vonbrigði dagsins voru þau að ég var svo vitlaus að kaupa mér mandarínur sem ég ætlaði að japla á meðan ég læsi...en auðvitað eru þær skrýtnar...enginn safi í þeim...bara krumpaðar og vont bragð :(
Ég var að fara yfir myndirnar sem ég tók heima í jólafríinu og þær eru ansi skemmtilegar margar hverjar. Ég set þær inn fljótlega...eftir prófið!! Endilega látið mig vita ef að þið viljið ekki að ég seti einhverjar ákveðnar myndir inn. ;) posted by benony 11:39:00 e.h.
Komin heim til mín....
Já, hvað er málið að láta vekjaraklukkuna vekja sig klukkan 04:30. Þetta ætti að vera bannað. En ég var á hlaupunum að pakka síðasta dótinu og hafa mig til um þetta leyti og pabbi skutlaði mér niður á Loftleiði til að taka Flybus. Ég held að það tilheyri bara að vera á síðastu mínútunni rétt fyrir flug allavega hjá mér. Þið hefðuð átt að sjá pabba í morgun. Hann var alltaf að reka á eftir mér og svo þegar við komum út í bíl þá var bíllinn fastur í snjónum og spólaði bara og pabbi fór að kostum. Hann hljóp um eins og óður maður til að sækja skóflu og ég hef aldrei séð einn mann skófla svona hratt....hahahahah Svo ýtti ég bílnum og pabbi hamaðist á stýrinu. En við náðum í tíma auðvitað...ég meina þetta reddast alltaf.
Furðulegt fannst mér á flugstöðinni að þá þurfti ég aldrei að sýna neinn miða né sýna skilríki...ég bara labbaði inn og var meira að segja með 11 kg í yfirvigt. Er ég eitthvað celeb eða hvað???
Við Elva sváfum að mestu í flugvélinni og þess vegna leið flugið mjög hratt og allt í einu blasti við Kastrup. Við minntum okkur á að nú væri það bara danskan...en okkur fannst það samt eitthvað skrýtið. Bara allt í einu að fara að tala dönsku aftur....hún hlaut nú að vera orðin ryðguð. En þar sem við löbbum inn í flugstöðina þá stendur þar öryggisvörður sem hafði það hlutverk að flokka fólk niður eftir því hvort það var krimmalegt eða ekki og benti þeim hvert þau ættu að fara. Við Elva lentum að sjálfsögðu í krimmahópnum og þurftum að láta farangurinn okkar í gegnum tékk. Ég meina úfnar og nývaknaðar gellur með farangur dauðans....eitthvað grunsamlegar.
Um leið og ég var að setja farangurinn minn í gegnum tékkið þá lenti ég beint í dönsku stemmningunni og fattaði að ég væri komin aftur. Gaurinn sem stóð þarna hjá og var að taka farangurinn og láta í gegnum rúllurenninginn sagði við mig "ja, men du ser glad ud!". Og svo setti ég allt sem ég hafði vösunum sem voru smápeningar í öskju hjá honum og þá kom "du har bare alle dine lommepenge der". Þetta er svo týpískt danskt að vera að kommenta á eitthvað svona...en hann var hress sko ég er ekki að meina að hann hafi verið að nöldra...bara týpískt danskt viðmót. Ég sé ekki fyrir mér íslenska öryggisverði að segja "já, þú ert aldeilis glaðleg í dag"... osfrv. Soldið sætt bara hjá dönunum.
En já, við komumst heilar uppá kollegið okkar og ég alveg steinrotaðist um leið og ég lagðist í rúmið. Er samt búin að heyra í nokkrum vinum mínum hérna úti og mér var meira að segja boðið í mat í kvöld en ég ákvað að lesa í efnafræði og hvíla mig. Þarf að setja allt á full blast á morgun...en byrja kannski daginn á því að fylla ísskápinn minn....ég er ekkert smá svöng..og ísskápurinn minn er tó-ómur.
...var í kvöld. Systkini mín ásamt mökum og börnum komu til að borða með mér þar sem ég er að kveðja landann. Ég er orðin svo vön að kveðja og heilsa að ég er næstum ónæm fyrir því, mér finnst nefnilega um leið og ég er búin að kveðja einhvern þá líður ekki að löngu að við hittumst að nýju og því tekur ekki að vera með drama. Þó svo mér finnist smá gaman að vera dramadrottning stundum ;)
Ég fór til ömmu í kvöld til að kveðja hana og hún er svo mikil dúlla var með svo miklar áhyggjur að hún liti ekki nógu vel út fyrir okkur. Ég meina amma mín er alltaf bara amma mín og mér er sama þó svo að hún sé með rúllur í hárinu eða sé með það sett upp. En hún verður níutíu á árinu og vill alltaf líta sem best út....hún er yndisleg.
Svo á leiðinni heim frá ömmu kom ég við hjá Láru og knúsaði hana og svo skellti ég mér yfir til Brynju og kyssti hana og mömmu hennar. Ég náði að skilja eftir engil í snjónum fyrir utan hjá Brynju og Drífu, svona Söru-engil þannig að hann getur passað þær fyrir mig meðan ég er í burtu. :)
Ég er búin að vera með lag á heilanum í allan dag.....
So kiss me and smile for me
tell me that you wait for me
Hold me close and never let me go.
I´m leaving on a jetplane
Don´t know when I´ll be back again
oh, babe I really hate to go.
Bless Ísland...ég veit ég kvaddi ekki alla...en eins og ég segi það er óþarfi að kveðjast...við hittumst fljótt aftur :)
Ný ævintýri...here I come! posted by benony 1:28:00 f.h.
laugardagur, janúar 17, 2004
Verður maður ekki að tjá sig...
....um Idolið. Þetta er eitthvað sem allir hafa skoðun á og allir horfðu á í gær. Ég er engin undantekning því ég hef alveg lúmskt gaman af þessu. Ég fékk að sjá fjóra þætti á meðan ég er búin að vera hér á landi og naut þess út í ystu æsar.
Mér fannst þátturinn í gær mjög flottur og keppendur stóðu sig öll mjög vel. Ég verð alveg að viðurkenna að ég var smá stressuð...það var alveg kitl í mallanum mínum en ég þurfti þess bara ekki. Mér fannst skemmtilegast að hlusta á Önnu syngja fyrsta lagið því röddin hennar passaði best við það og hún gerði það skemmtilegast. Kalli átti samt sem áður verðskuldaðan sigur enda sást það mjög vel á stigatöflunni að alþjóð vildi hann sem Idol-stjörnu Íslands. Ég leyfi mér samt að fullyrða að ef Anna Katrín hefði ekki veikst í röddinni þá hefði hún rústað þessari keppni...svolítið óheppin skvísan. posted by benony 6:39:00 e.h.
fimmtudagur, janúar 15, 2004
Þetta er að fara eins og í sumar....
Aðeins nokkrir dagar í brottför og ég er með allt á síðasta snúningi. Mér fannst í byrjun eins og þetta yrði svo langur tími en mánuður er bara alltof fljótur að líða. Ég á ennþá eftir að hitta Sindra og mér fannst ég ekki eyða nógu miklum tíma með Tindi litla. Já, þetta er alltaf svona. Ég á líka eftir að fara með pabba upp í bústað til að sækja bækurnar mínar. Á alveg fullt af raungreinabókum þar í kassa og ætla mér að ferðast með þær út svo ég geti sett í bókasafnið mitt og auðvitað lesið eitthvað af þeim fyrir fyrsta árs prófið.
Ég er orðin það mikið nörd að ég hlakka til að safna í bókasafn. Ég kom einu sinni heim til eins læknanema sem er komin langt á veg í náminu og ég stóð bara fyrir framan hilluna með öllum bókunum og hugsaði, váhh hvað ég hlakka til að eiga svona margar bækur sem ég hef lesið líka. Þá hlýt ég að vera orðin fróð. hahahaahha
Mamma keypti af mér bókahilluna mína sem ég á hér á Íslandi þannig að þegar ég kem út þá get ég keypt nýja og byrjað að safna bókum í hana.
En já, ég var að tala um hvað ég ætti mikið eftir að gera. Ég er samt að spá í að draga múttuna mína með mér á Laugarveginn núna. Klæða okkur vel í kápur með húfur og rölta veginn er kenndur er við laug. Ég held að það fríski okkur bara. Svo veit ég að ég ætla að kveðja skemmtanalífið í Reykjavík með stæl því mig grunar að ég verði ekkert tryllt á djamminu í Odense...allavega ekki tryllt. En það eru samt skemmtilegar uppákomur sem bíða mín, eins og þorrablót og árshátíð og svo ætla ég líka bara að vera svo dugleg að læra. Meika það í fyrsta árs prófinu. Koma svo Sara, you can do it!!!!
Þið vinir sem finnist þið ekki hafa séð nógu mikið af mér í fríinu, þá er síðasti séns...call me!! posted by benony 3:36:00 e.h.
Púkinn að fara með mig....
Ég er búin að vera að labba fram og tilbaka í kvöld því mér hefur bara leiðst eitthvað voða mikið. Hringdi í vin sem var að vinna og gat ekki spjallað, horfði á allt sjónvarpsefnið, ætlaði í klippingu en hairdresserinn afbókaði. Myndi mest vilja vera að sjeiking that es of mine en allir eitthvað busy og ekki er nú gaman að sjeika sig einn. (fæ örugglega íslenskuverðlaun fyrir þessa setningu). Ok, nú er ég að hugsa um að mála mig, fara í inniskó og setja á mig strumpahúfuna og lesa eins og einn kafla í biokemi. Hve flippað er það?? posted by benony 12:36:00 f.h.
miðvikudagur, janúar 14, 2004
Og úr augum hennar sást.....ást!!
Mér finnst þetta ekkert smá fyndin texti. Ég heyrði þetta lag sem er með Bjögga Halldórs í útvarpinu um daginn og hugsaði "hey, váhh ég gæti meira að segja samið svona texta".
Ég er búin að vera eitthvað voða glöð í dag, smá svona púki í mér. Langar að púkast eitthvað, gera eitthvað smá klikk. Ætti samt kannski bara að lesa biokemi. posted by benony 7:55:00 e.h.
þriðjudagur, janúar 13, 2004
Letin alltaf hreint....
Þessi dagur er að leysast upp í kæruleysi. Ég svaf alveg frameftir enda fór ég seint að sofa. Ég ætlaði svo að kíkja á LÍN skrifstofuna og í bankann og stússast eitthvað svona. En nei nei, letipúkinn alveg að fara með mig og ég hangi bara á netinu og kíki ekki einu sinni í bók. ÉG ætti að fara í bað og hressa mig við. Mamma sagði við mig áðan: "Sara, ættum við að sukka saman í kvöld?". Mér finnst mamma mín rokkari... Ég tala svolítið mikið við hana og er alltaf að segja henni einhverjar sögur og stundum er hún þvílíkt leið á mér. En svo kemur líka hjá henni "Sara mín, ætlarðu nokkuð á Þjóðarbókhlöðuna í dag?". Hún saknar mín þegar ég er ekki heima....ég vissi það!!!!! Ég er geggjað skemmtileg ;) Er það ekki mamma?? posted by benony 6:17:00 e.h.
Ég er mikið að spá í...
hvernig ég get notið Íslands eins mikið og ég get þessa síðustu daga mína hér. Ég er nú samt búin að eiga rosa gott frí og ég kem fljótt aftur hingað en mér finnst ég þurfa að njóta meira. Þið vitið staldra við og eiga móment. Ég þyrfti kannski að kaupa mér malt og kúlusúkk og setjast í Breiðholtsbrekkuna og anda að mér ferska loftinu. Labba svo á Select og fá mér pulsu og spjalla við Íslendinga....en ætli mér yrði ekki bara bumbult af átinu og þá er erfitt að njóta.
Ég kannski bara doka við og læt ævintýrin gerast... posted by benony 12:47:00 f.h.
mánudagur, janúar 12, 2004
Hlaturinn lengir lifid....
Venjulegur sunnudagur...mer finnst sunnudagar ekkert vodalega skemmtilegir en thad er haegt ad sja litlu hlutina i thessum dogum...eins og t.d tha fekk eg thrju hlaturskost i dag...
Numer eitt: I morgun thegar eg vaknadi tok eg strax headphone og setti a hofudid a mer. Hlustadi a eitt lag a fullu blasti og saung med...held kannski frekar ad eg hafi argad med thvi eg var svolitid ad reyna ad yfirgnaefa saungkonuna sem eg var ad syngja med. Eg var med lokud augun, alveg ad fila mig thegar eg skynja eitthvad og opna augun. Tha stendur mamma yfir mer og er ad reyna ad na sambandi vid mig og mer bregdur svona lika rosalega ad eg arga og hrokklast til. Vid mamma hlogum meira en litid af thessu. Gott ad hlaegja svona nyvoknud.
Numer tvo: Eg for ut ad borda med systur minni henni Nadi, Bjarka, litla Silla og Hjalmari bro a American style i kvold. Vid erum oll ad panta okkur borgara i godu tomi og svo kemur ad litla Silla sem er 10 ara. Hann nadi varla upp fyrir afgreidslubordid og var klaeddur i Throttarabuninginn sinn med alltof sitt har og segir: "eg aetla ad fa nautasteik". Vahh, hvad thad var fyndid. Og svo thegar gellan kom med matinn til okkar og sagdi "ja, og hver var med nautasteik?" Tha retti thessi dulla sem varla nadi med fotunum nidur a golf upp hond og sagdi "Eg". Afgreidslukonunni fannst hann snidugur strakur og eg elska hann ut af lifinu.
Numer thrju: Pabbi kom ad saekja mig og Hjalla bro til Nady og eg nadi framsaetinu og var thvilikt anaegd. En hvad haldidi?? Um leid og eg settist inn gossar a moti mer svona hvera-eggja-skita-einhveroutskyranleg-lykt thannig ad eg fell saman og kugast. Ja, eg man thad nuna thad var ekki eg sem hlo tha heldur pabbi. Honum fannst voda snidugt ad hafa losad eina sprengju i fokking bil thar sem madur kemst ekkert og tharf bara ad sitja og thvi midur draga inn andann. posted by benony 12:50:00 f.h.
laugardagur, janúar 10, 2004
Erum vid ekki flottust?? ;) Tharna eru eg og Eiki Bua i godu glensi posted by benony 2:37:00 e.h.
föstudagur, janúar 09, 2004
Svartnættið....
Mikið rosalega er dimmt hérna. Ég er alveg að fatta þetta núna þessa dagana. Ég er nefnilega að mæta á Bókhlöðuna á hverjum morgni til að lesa og þegar ég er að strætóast þá er bara allt svart. Mér finnst óhugnalegt að vera að ferðast með töskuna eins og það sé hánótt til að fara að hefja daginn. Svo sit ég við glugga á hlöðunni og þegar efnafræðin er ekki að heilla mig horfi ég út en það er alltaf jafn dimmt og svona klukkan tólf-eitt fer aðeins að birta til....en strax aftur um þrjú-fjögur er orðið dimmt aftur. Það er ekki skrýtið að fólk sé þunglynt hérna...en ég læt ekki bugast og held áfram að sjá gleðina í lífinu...skelli mér bara í vísindaferð. ;) posted by benony 10:02:00 f.h.
fimmtudagur, janúar 08, 2004
Sannkallaður vinkonudagur...
Ég ákvað að stússast í dag og gefa lærdóminn upp á bátinn því það eru svona smáhlutir sem ég átti eftir að gera eins og að borga leigu og fleira. Ég stússaðist í því og tók svo strætó til Hafnafjarðar. Rosalega fannst mér erfitt að hugsa til þess að þurfa að taka strætó til fokking Hafnafjarðar, ég meina strætó 140 þúst hvað er það?? En ég lagði af stað í leiðangur og þurfti að taka strætó niður á Hlemm fyrst og þar hitti ég að sjálfsögðu félaga mína, Runka og Runólf sem eru rónar að mennt. Þeir voru eiturhressir og gáfu mér five....
Svo var eg loksins komin í Fjörðinn í Hafnarfirði og þar var ég sótt af Söndru minni og Jóa. Yndislegt að hitta þau því það var alveg komin tími til og ég fékk að sjá fallega heimilið þeirra, alveg eins og mig dreymir um með fallegu útsýni til að láta mig dreyma enn meira. Ég spjallaði heillengi við kerlinguna meðan Jói pumpaði í gyminu og fór svo að halda litlu jólin með Hás stelpunum heima hjá Maj-Britt. Við erum svo flippaðar að halda litlu jól daginn eftir jól..finnst ykkur ekki? ;) Yndislegt að hitta þær líka að kjafta og spila Trivial og ekki má gleyma myndatökunum okkar.... Byrjaði saklaust en fór alltaf að sjást meira og meira hold..hehe. Bara gaman að því ehaggi??? posted by benony 2:30:00 f.h.
mánudagur, janúar 05, 2004
Má ég bjóða þér að gægjast inn….
Annállinn minn fyrir 2003
Draumurinn rættist
Þann 3 janúar flaug ég með sorg í hjarta til Danmerkur aftur til að reyna að láta drauminn minn rætast. Pabbi og mamma fylgdu mér á flugvöllinn og eftir að hafa kysst mig bless hvíslaði pabbi “jæja Sara, þú sýnir þessu liði í tvo heimana.”
Janúarprófið beið mín og ég varð að standa mig vel í því til að sýna háa einkunn fyrir umsóknina mína. Svo hófst önnin og lestur fyrir fyrsta árs prófið en mín mesta orka fór í umsóknina fyrir læknadeildina. Andri sem er á 7 önn hjálpaði mér svo mikið og ég fékk alveg ritgerðirnar sendar frá honum á emaili um hvað ég ætti að skrifa betur og hvað ég ætti að taka fram. Ég sendi svo umsóknina mína eftir mikið stress á réttum tíma og biðin hófst á ný. Frá því ég útskrifaðist úr framhaldsskóla hafði líf mitt einkennst af óvissu um framtíðina. Ég vissi hvað ég vildi en það virtist vera erfitt fyrir mig að komast inn á sporið til að verða það sem ég vildi. Og þetta árið 2003 var ekkert öðruvísi, ég þurfti að berjast og svo bíða milli vonar og ótta að þeir sem læsu umsóknina mína myndu flokka mitt nafn úr 1300 umsóknum og bjóða mér skólavist. Þið getið ímyndað ykkur að í kringum þá daga þar sem ég vissi að þeir ætluðu að senda út bréf um boð í viðtal þá var ég að farast á taugum. Ég kom hjólandi heim og stökk á póstkassann en aldrei neitt bréf….
Svo var það einn daginn að ég er í heimsókn hjá Ásu og Bjarna og við erum að plana páskana þegar Ása minnist á eina vinkonu sína sem hafi verið að sækja um líka og hún hafi séð á netinu boð um viðtal. Ég brunaði heim, hringdi heim í mömmu og pabba til þess að þau myndu vera í símanum þegar ég sæi niðurstöðuna. Pabbi var ekki að skilja hvað ég var að meina sem er kannski ekki skrýtið: “Pabbi vertu í símanum, ég er að kíkja hérna á netinu um skólann…bíddu aðeins og ENTER”. Eftir andartak byrjaði ég að arga í símann og mynda einhver óskiljanleg hljóð og eftir smá stund fékk pabbi ljósið og fór að hlægja og ég heyrði í mömmu arga fyrir aftan hann því hún heyrði öskrin í mér og fattaði hvað hafði gerst. Svo byrjaði ég að hoppa og hrópa “YES YEEEEESSS”. Ég hafði fengið viðtal!!!!! 1300 umsækjendur, 300 í viðtal, 125 teknir inn af þeim þannig að ég var ennþá í baráttunni. Undirbúningur fyrir viðtal hófst á fullu með hjálp Andra sem studdi mig rosalega mikið og viðtalsdagurinn rann loks upp. Stór dagur og taugatrekkjandi. Ég tók almennt vitneskjupróf fyrst og var svo kölluð inn. Ég talaði við tvo doktora, eina konu og einn karl sem var grimmur og reyndi að snúa mann niður við allt sem maður sagði. Ég held ég hafi samt náð honum því hann var farinn að brosa í lokinn. Svo kom stærsti dagur ársins 30 maí þegar ég las á netinu “Du har været optaget…” Þá hringdi ég heim og sagði pabba að ég hefði fréttir og ég hefði komist inn. Setningin hans pabba var “djöfull erum við þrjósk maður”. Þetta hafði loksins tekist…..
Svo í september hófst skólagangan og ég fann að ég var á réttri braut. Fattaði að ég væri að upplifa drauminn minn þegar ég hélt á fæti og hélt fyrirlestur á dönsku um ilina, þegar ég fór stofugang í hvítum læknaslopp í fylgd með smitsjúkdómalækni og þegar sérfræðingur í skólanum var að bjóða okkur velkomin og sagði “Velkomin í skólann…þið verðið öll læknar”.
Kraftaverkin
Þann 30 maí, sama dag og ég fékk inngöngu í læknadeildina í Odense fæddist Tindur Thor Sigvaldason guðsonur minn. Stór dagur hjá fjölskyldunni. Ég var skírnarvottur fyrir hann um sumarið þegar hann fékk fallega nafnið sitt.
Þann 6 september fæddist Hafþór Örn Rafnsson sonur Evu minnar og Rafns. Þar með rættist draumurinn hennar líka.
Benóný
Kynntist sætum strák um sumarið sem reyndist vera skemmtilegur og klár líka, alltaf gaman að því.
Giggin
Lék í meistarverkinu “Svarthvít og stubbarnir 5” á þorrablóti Íslendingafélagsins í Odense og söng lagið “Brjóstin þín” í þessu sama verki. Tíhíhíhí
Söng “Can you feel the love tonight”, Elton John lag í brúðkaupinu hennar Oddnýjar systur Láru vinkonu og svo söng ég “Þú ert yndið mitt yngsta og besta” í skírninni hans Tinds Thors.
Fólkið
Kynntist rosalega mörgum á árinu, fólk sem á eftir að fylgja mér í framtíðinni. Þar má nefna íslensku krakkana í læknadeildinni og svo auðvitað þeim dönsku líka. Fór að búa með Cecile sem er frá Perú og kynntist öllum vinum hennar sem koma hvaðanæva að úr heiminum. Skemmtilegir karakterar eru Mr. Dominic Republikum og svo auðvitað Abú í Simpsons. Ekki má gleyma naggrísnum sem ég passaði, hvað kallaði ég hann aftur… já einmitt, Hávarður!
Árið 2003 var gott ár og ég hlakka til að kynnast 2004, þið eigið kannski eftir að fylgjast með ævintýrum mínum þetta árið.
að skrifa annál fyrir árið 2003 hérna á síðuna ef ég kemst í almennilega tölvu. Mömmutölva ekki alveg að meika það fyrir mér. 2003 var gott ár hjá mér persónulega og því finnst mér ég verða að minnast þess svona fyrir sjálfan mig. Þið bíðið bara spennt ;) posted by benony 2:40:00 f.h.