be Rauðhærði útlendingurinn

online

{Rauðhærði útlendingurinn } spacer
spacer

This page is powered by Blogger. Is yours?

spacer
powered by blogger

Íslendingar

Ásdís frænka
Bendt
Danni
Disco Dóri
Dísa skvísa
DJ Diljá
Eiríkur
Guðjón
Gummi Jóh
Gunna frænka
HÁS
Hlynur
Ívar
Jóinn
Kolla
Kreisígörl
Lára babe
Lukka
Maj-Britt
Ziggy
Vigdís
Örn Ingi og Elín

Danir

Ásta
Bryndís
Davíð
Elva
Freyja
Gummi
Gunnhildur
Gunni
Harpa og Elvar
Heiðdís
Helena
Hjördís
Katla
Kolla
Margrét Lára
Ragnheiður
Sigurrós
Sólveig

Daglegir linkar fyrir mig

Skólinn minn
FÍLÓ
FÍLD
FADL
medicalstudent.dk
doctor.is
Odense


{föstudagur, desember 31, 2004}

 
Það er gamlársdagur í dag!!!

Þetta hefur verið einn af skemmtilegustu dögum ársins þegar gamla árið er kvatt og nýja árið er boðið velkomið. Í ár ætla ég að fagna því með Sveinbirni og fjölskyldu en ég efast um að ég verði lengi að því ég á svo mikið eftir í lestrinum. Próf eftir 5 daga!!!!

Árspistillinn minn kemur bráðlega en þangað til vil ég óska ykkur gleðilegs nýs árs. Ég trúi ekki öðru en að það verði spennandi, og fullt af litlum og skemmtilegum ævintýrum sem ég hlakka til að upplifa og geyma í minningarbankanum. Passið ykkur á sprengjunum í kvöld og ölinu, það er stórhættulegt alveg!!!

posted by benony 1:15:00 e.h.


{fimmtudagur, desember 30, 2004}

 
Að sitja allan daginn í náttbuxunum....

...og reyna að lesa getur verið hálf þunglyndislegt til lengdar en svona er víst í próflestri. Þó var dagurinn í dag aðeins meira hressandi en hina dagana. Nusha kom nefnilega til mín að gera genadæmi fyrir fyrsta prófið. Við reynum að vinna þau svolítið saman og getum því talað um dæmin ef við erum ekki alveg að skilja hvað verið er að spyrja um. Hún hló alltaf að mér þegar ég byrjaði "Det jeg tro de spörger om er...." Við þyrftum að hafa túlk með í prófið því maður les spurninguna skilur orðin en stundum sér maður ekki alltaf hvað er verið að spurja um. Furðulegt allt saman :) En við vorum orðnar ansi klárar í lokin og ég hef enn smá tíma til að æfa mig meira.

Annars er Nusha búin að vera á fullu í hjálparstarfi fyrir Sri Lanka. Hún kemur jú frá Sri Lanka og því hræðilegt fyrir hana að horfa á fréttirnar í sjónvarpinu. Ég veit ekki hvernig þetta er heima en hérna er verið að sýna stanslaust fréttamyndir frá þessum svæðum sem urðu fyrir flóðbylgjum. Hún sem sagt er búin að vera úti að safna peningum, fötum og leikföngum til að senda út til Sri Lanka ásamt fullt af tamílum sem búa hérna í Danmörku. Ég er með smá samviskubit yfir að vera ekki með henni að safna, en maður er alltaf svo egósentrískur og hugsar bara um eigin heim. Hún er náttúrulega sjálf í prófum eins og ég og því ætti ég að gera allavega eitthvað. Hugsið ykkur bara ef fréttatímarnir fjölluðu bara um jarðskjálfta á Íslandi og í sjónvarpinu sæi maður bara lík og grátandi fólk á Íslandi. Ég veit að ég væri ekki að lesa undir prófin og væri að gera eitthvað annað og ekki með hugann við efnið.

Á svona stundum hættir maður að hugsa um:

*hvort lærin sýnist of breið eða hvort maginn bobblist uppúr buxunum (hvað er þetta, þrýstin og sexy...æðislegt)
*að strákurinn sem maður er skotin sé kannski ekki skotinn í manni (aumingja hann, hans missir)
*að manni sé illt í maganum (fara á klósettið þá og grennast við það)
*að það sé of langt að labba í búðina (drullaðu þér út stelpa, nokkur skref)
*að það sé of kalt úti...(klæddu þig vel og engan pempíuhátt)

osfrv

Þetta eru svo miklir smámunir og ég er hætt að kvarta og ætla þakka fyrir hvað ég hef það gott.




posted by benony 1:01:00 f.h.


{þriðjudagur, desember 28, 2004}

 
Það er ekki hægt að segja annað en árið 2004 endi tragískt. Agalega að fá fréttir frá heiminum.

Í lok hvers árs finnst mér oft gott að gera árið upp til að rifja upp hvaða ævintýrum ég lenti í og hvað lífið á því ári hefur kennt mér. Ég man að árið 2003 var rosa gott hjá mér og því gerði ég annál í fyrra hérna á blogginu og hef hugsað mér að setja saman einn slíkan næstu daga þó svo þetta ár hafi ekki verið eins gott. Þó alls ekki slæmt ár persónulega!

Annars er það sem er að frétta að það er komin snjór í Óðinsvéum. Ég er samt ekkert búin að fara út í dag, ég sé það bara þegar ég kíki út um þakgluggann minn að það er snjór á þökunum í kring.

Í lok þessa fréttlausa pistils langar mig að senda Eika og
Vigdísi hamingjuóskir með litla kraftaverkið í mallanum á þeim.


posted by benony 10:57:00 e.h.


{mánudagur, desember 27, 2004}

 
Ég var ekki alveg að fatta hve náttúruhamfarirnar í Asíu voru virkilega miklar en svo skall þetta á mig rétt í þessu. Ég hef verið að heyra sögur frá Sri Lanka í heilt ár núna frá Nushu og Shailajuh og veit að landið þeirra er búið að vera í stríði í mjög langan tíma. Fólkið hefur ekki við að byggja upp þorpin og svo skellur þetta á hjá þeim og jafnar þau við jörðu eins og hendi sé veifað. Næstum 12000 manns hefur látist á Sri Lanka núna yfir jólahátíðina og enn fleiri í hinum löndunum.
Mamma mín er líka mikið tengd við Indland þar sem hún bjó þar og systir mín er ættleidd þaðan og því heyrt sögur og skoðað myndir frá þessum svæðum. Ótrúlegt hvað sumar þjóðir þurfa að ganga í gegnum. Á svona stundum rennur upp fyrir manni hve lítil við erum virkilega og hve náttúran getur komið aftan að okkur.
Svo hugsar maður ósjálfrátt til ferðamannana því það gæti allt eins verið maður sjálfur að njóta lífsins í fríi en vera svo bara skolað burt og geta engu við því ráðið.
Hvað getur maður gert? Mér líður eitthvað svo undarlega að sitja hérna í herberginu mínu svo langt frá þessu öllu og allt svo kyrrt og hljótt. Mér finnst ég hræsnari að vera með áhyggjur af prófunum og vildi að ég gæti verið þarna úti að gera eitthvað.

posted by benony 10:04:00 e.h.
 
Jólin eru búin að vera yndisleg...

Ég get ekki verið annað en ánægð með fyrstu jólin mín í Danmörku. Ég var í mat hjá Sveinbirni og fjölskyldu á aðfangadagskvöld og þar var samankomin stór hluti af fjölskyldu minni þ.e Bína systir hans pabba og Siggi maðurinn hennar ásamt Unndóri frænda. Unndór var reyndar veikur og því heldur slappur en við náðum þó aðeins að hlusta á tónlist saman og svo eftir allt fjörið þá náðum við að henda okkur í sófann og horfa á Shrek 2 þegar allir hinir nenntu ekki að vaka lengur og fóru að sofa.

Jólagjafirnar sem ég fékk skoruðu allar í mark hjá mér. Ég hugsaði hlýtt til fjölskyldu minnar því þau þekkja mig eitthvað svo vel, mér fannst þetta allt saman vera svo sörulegar gjafir. Eitthvað sem ég hefði sjálf valið hefði ég staðið fyrir framan þessa hluti í búðinni.

Mamma missti sig líka í namminu og sendi mér fullan kassa af súkkulaði, allt svona mitt uppáhalds súkkulaði. Ég hef allavega nóg að gæða mér að í próflestrinum.

Baldur fær líka rokkprik frá mér og að sjálfsögðu knús fyrir að skilja eftir gjöf handa mér í póstkassanum áður en hann fór til Íslands. Honum fannst hann verða að gefa mér vorkunargjöf þar sem ég er eftirlegukind yfir jólin. hahaha Ég ætti að innramma bréfið frá honum því það var án efa fyndnasta bréf sem ég hef fengið. Knús til Baldurs.

Og svo hef ég fengið hlýjar kveðjur frá vinum og vandamönnum og já svo hringdi Silli bróðir í dag og þar sem litli guðsonur minn hann Tindur er nýbúinn að læra að segja "hæ" þá tók hann tólið og sagði "hæ" við frænku sína. hahah Við áttum mjög gott "hæ" samtal í smá tíma. :) Ég sagði "hæ" og þá sagði hann "hæ". Svo sagði hann "hæ" aftur og þá sagði ég "hæ" á móti. hahahahahaha

Nusha vinkona er að koma til mín í fyrramálið og við erum að fara að reikna Genadæmi saman. Hún hefur það ekki svo gott því hún er jú frá Sri Lanka þar sem jarðskjálftinn meðal annars reið yfir. Hún var ekki búin að fá fréttir frá öllu frændfólki sínu.

Jæja, best að fara að sofa í nýju skæææææærbleiku náttfötunum mínum með hreindýrunum á sem Maron litli valdi fyrir mig í jólagjöf. I love them!!! :)

posted by benony 1:52:00 f.h.


{fimmtudagur, desember 23, 2004}

 
Ég upplifði mig sem Ebeneser Scrooge...

...í sögunni eftir Charles Dickens þessa aðventu. Allt jóla fór í taugarnar á mér...

Í fyrsta lagi: Fólk í jólainnkaupum er geðveikt, danskar kerlingar njóta þess að segja starfsfólkinu til og allir pirraðir í búðunum.

Í öðru lagi: Jólalögin eru orðin svoooo ofspiluð. Alltaf sömu lög jól eftir jól og þegar einhver tekur sig til og tekur upp ný jólalög þá eru þau gömul jólalög í næstum eins búning. Hin sem eru kannski fersk og ný eru ekki spiluð.

Þetta eru dæmi um pirringin í mér, fyrir utan að mér finnst allir svo gráðugir miðað við að margir geta ekki haldið jól og fá ekki eins miklar gjafir og enn aðrir að svelta. Mér fannst ég hræsnari að ætla að taka þátt í þessu og var hálft í hvoru sama hvort að jólin myndu koma eða ekki. Svo var ég hálf sár út í sjálfan mig fyrir að vera hætt að vera þessi litla jólastelpa sem ég hef alltaf verið. Ég grét hérna áður fyrr þegar jólin voru búin og mamma sat með mér og taldi upp allt sem ég gæti látið mér hlakka til eftir jól, en sorglegast í heimi fannst mér bara að jólin væru farin og allir jólasveinarnir horfnir til fjalla.

Svo vaknaði ég í morgun....og svei mér þá ég sá ljósið....
Litla jólastelpan uppgötvaði að það var þorláksmessa í dag og jólin á morgun. Jííííí

Eftir að hafa tekið til hjá mér í kotinu í dag rölti ég niður í bæ til að skoða jólin. Þar sem ég er búin að öllu var ég bara róleg og afslöppuð í göngutúr meðan fólk hljóp í stressi framhjá mér. Gaurar að kaupa jólagjöf á kærusturnar með áhyggjusvipinn. Einn gaur á leiðinni að fara að kaupa hræðilega skyrtu á gelluna sína og búðarkonan alveg "ja ja ja" en ég alveg "nej nej nej". Gaf honum bara svona lúkk og fór svo!! hhahaha

Svo heyrði ég í vinum heima, og táraðist smá en samt svo spennt fyrir þessum jólum. Þetta eru svona fyrstu ævintýrajólin mín....jól sem ég mun alltaf muna...ekki jól sem gleymast í öllum hinum jólunum heldur jól sem eru öðruvísi.

Ég vil óska öllum lesendum mínum gleðilegra jóla og góðs nýs árs. Ég hlakka til að segja ykkur sögur á komandi ári. Ég hérna í Óðinsvéum, Danmörku ætla að upplifa ævintýri svo kem ég fersk 15 janúar til Íslands og guð og allir lærisveinarnir vita að stóra rauðhærða daman sem hefur fundið jólin hún getur ekki beeeeeðið!!! Gleðileg jól

posted by benony 7:47:00 e.h.


{þriðjudagur, desember 21, 2004}

 
Var að setja inn myndir frá nóvember mánuði hérna í Dk. Þar eru að finna myndir af julefrokost, þegar dóri var í heimsókn, þegar ég fór til Diljá til Árhús og margt fleira... Enjoy

posted by benony 11:56:00 e.h.


{sunnudagur, desember 19, 2004}

 
Ein ræktarsaga...

Ég mætti mjög svo ófersk í ræktina í vikunni. Einhvernveginn bara ekki í stuði til að vera að sprikla þetta. En þegar ég kom inn sá ég hlaupabrettið mitt við spegilinn sem alveg beið eftir mér að fara að hamast á því. Ég verð bara að segja að ég sé ekki mikinn mun á mér síðan ég byrjaði en ég er kannski bara óþolinmóð. Vil bara verða súperstjarna STRAX!!!
En allavegana.....
Ég dröslaðist á brettið og setti það af stað. Leit á mig í speglinum þar sem hann stendur þarna svona akkúrat beint fyrir framan hlaupabrettið. Ég fór í minn heim eins og alltaf þegar ég sé spegilmynd mína og var mikið að spá í andlitsdráttunum. Fann hvernig ég notaði vöðva í andlitinu til að halda uppi neðri kjálkanum meðan ég hossaðist svona upp og niður. Svo leit ég á klukkuna á brettinu og sá mér til skelfingar að ég hafði bara hossast þarna í 2 mín og átti því alveg 18 mín eftir!!! Damn hvað mér leiddist þetta....
Ég leit aftur í spegilinn og setti óánægjusvip með mjög sterkum svipbrigðum þar sem lagið sem var spilað undir var leiðinlegt í þokkabót. Leit á klukkuna og enn voru eftir 17 og hálf mínúta. Ohh, hvað ég nennti þessu ekki.
Svo leit ég í spegilinn og sá þá að við hvert hlaupaskref færðust kinnarnar og húðin fyrir neðan augun svona upp og niður. Mér fannst þetta ansi fyndið og fór þá að slaka á öllum andlitsvöðvum og sá þá hvað ég varð ferlega afskræmd við hvert hlaupaskref. Svona hélt ég áfram þangað til ég rankaði við mér og leit á klukkuna. Veiiii, bara 12 mín eftir...ég hafði gleymt mér í smá stund við þessa skemmtilegu iðju. Ég leit í spegilinn og sá að ég var orðin rjóð í kinnum og smá svitaperlur byrjaðar að myndast. Nú slakaði ég á andlitsvöðvunum aftur og lét kjálkan fylgja með. Ég sem sagt bara slakaði á öllu heila klabbinu. Við hvert skref færðist kjálkinn niður og kinnarnar og baugarnir færðust niður og svo upp og svo niður.... Eftir að ég hafði skemmt mér við þetta skemmtilega uppátæki í smá stund kom andlit sæta kiropraktorsnemans í spegilin brosandi og sagði "hej". Ég stirðnaði með kjálkan slakan og breyttist mjög fljótt úr rjóðri sveittri stelpu í asnalega eldrauða stelpu. "hæ" náði ég að stynja upp og leit svo fljótt niður og þóttist mjög upptekin við að hlaupa...

Já, og ekki nóg með að ég er alltaf eitthvað asnaleg þarna í salnum þá er ég með harðsperrur á mjög svo asnalegum stöðum. Það bregst ekki að ég sé með harðsperrur í millilærisvöðvunum. Ég er orðin svo vön að vera með harðsperrur þar að ég er farin að ganga eftir því. Í vikunni var ég að labba með Elvu á skólagöngunum og fannst mér sjálfri ég bara vera að labba þokkalega gellulega þegar við hittum Davíð Jens. Hann gerði sér þá lítið fyrir og spurði "Sara, varstu að misstíga þig??" Ég var sem sagt ekki að labba gellulega eins og ég hafði haldið!!!

En ég sé þetta mjög vel fyrir mér þegar ég kem heim í janúar:

Vinir: jii, það er eitthvað breytt við þig
Sara: já, finnst þér það
Vinir: já, hefurðu verið að taka á því eitthvað
Sara: já, finnst þér ég hafa grennst eða (sveifla hárinu og blikka)
Vinir: neeeee, það er ekki það
Sara: nú?? (vonbrigðin leyna sér ekki)
Vinir: bíddu bíddu bíddu...þú ert eitthvað stæltari í milli lærisvöðvunum en þú hefur verið...

...soon it will be christmasday....

posted by benony 11:18:00 e.h.


{föstudagur, desember 17, 2004}

 
Það sem hefur drifið á dagana....

Elva átti afmæli á mánudaginn og við héldum uppá það í skólanum þ.e ég, Nusha, Shailajah og Elva. Fékk sms frá Nushu um að taka með mér flögg því við höfðum gleymt að kaupa svoleiðis til að veifa þegar Elva myndi labba inní matsal. (Voða danskt að nota danska fánan á afmælum) Þar sem ég var að hjóla að skólanum þegar ég fékk skilaboðin þá náði ég ekki að kaupa flögg. Þá hófst rosa leit í öllum skólanum að svona flöggum. Við byrjuðum að spurja í matsölunni hvort þau ættu nokkuð, en nei, eftir nokkra leit þá fundu þau ekki flögg. Þá hlupum við í bóksöluna og spurðum hvort hægt væri að kaupa flögg en það var ekki hægt. Þá datt okkur í hug að spurja á "Betjentstuen" þar sem allt sem týnist fer. Karlinn var voða æstur þegar við spurðum hvort hann ætti danskt flagg fyrir okkur og vísaði okkur inní herbergi þar sem uppistandandi flagg sem var á hæð við mig stóð. "Gjöriði svo vel stúlkur". Nusha byrjaði þá eitthvað að röfla um að þetta væri ekki alveg það sem við höfðum hugsað okkur en þá tók ég frammí fyrir henni og sagði "jú, við tökum þetta!!" Þegar Elva mætti í matsalinn tók á móti henni risa flaggstöng og við að hrópa á hana að fara því við vorum ekki tilbúnar (áttum eftir að kveikja á kertinu og skrifa á kortið). Ég held svei mér þá að hún hafi bara verið hrædd.

En dagurinn var voða kósý og við átum kökur svo heima hjá skvísunni og heitan rétt sem ég setti saman og enginn dó!!!!!

Í vikunni fór ég líka í heimsókn til Georgs hjá Georgscykler því það var punkterað hjá mér hjólið sko. Georg er leiður í vinnunni sinni og hálf deprimeraður. En ekki í þetta skiptið, þegar ég sótti hjólið BROSTI hann bara og lét mig bara borga 50 kall þó svo að hann hafi skipt um nýja slöngu og ALLT. Svo gerði hann grín að hjólinu mínu því stýrið snýr öfugt (geðveikt sniðugt) og hélt ég væri norsk því hann sletti á norsku eins og ekkert væri sjálfsagðara. Dæmi: í staðinn fyrir að segja "halvtreds kroner" sagði hann "femti kroner" með voða syngjandi hreim. Aha... eitthvað skemmtilegt að gerast hjá karlinum...eða ég bara svona damn hot sexy bitch svona vot eftir rigninguna með maskara niður eftir öllu. Ekkert voða dry den dag.

Annars bara hress að lesa undir próf og sexybombast á hlaupabrettinu þó mér finnist ég bara verða breiðari og stærri því oftar sem ég fer. arggg

posted by benony 4:05:00 f.h.


{þriðjudagur, desember 14, 2004}

 
Litlu frændurnir við mömmu sína....

"Mamma, við viljum að Sara passi okkur...hún kann nefnilega ekki að vera reið"

Svo mætti ég á vaktina og passaði strákana eins og vindurinn. Þegar strákarnir fóru að vera háværir byrsti ég mig "Strákar, hættið þessum látum!" Það var eins og ég væri að tala við vegginn því strákarnir héldu áfram látunum. Ég tók til minna ráða og setti djúpt í brúnirnar og starði grimm á þá:
"STRÁKAR, RÓIÐ YKKUR"
Strákarnir litu í áttina til mín og skelltu svo uppúr
"hahahahahahahhahahahha"
þá hnykklaði ég brúnirnar enn meira og kallaði hærra
"STRÁKAR, HÆTTIÐ ÞESSUM LÁTUM!!!!!!!!!"
En þá heyrðist bara í strákunum
"HAHAHAHAHAHAHHAHAHHAHA, Sjáðu hana, hún er að reyna að vera reið HAHAHAHAHAH, hún kann ekki að vera reið!!!"
Svo veltust þeir um í hláturskasti, tveir litlir gríslingar.
Ég gat ekki annað en brosað er reyndi eins mikið og ég gat að þeir sæju það ekki. Svo tók ég fram bók og þá róuðust þeir.

Á sunnudaginn vorum við svo í jólainnkaupum og ég sat í aftursætinu með gríslingunum.
Maron:"Sara, viltu gera þetta fyndna þarna"
Sara: fyndna hvað?
Maron: þegar þú ert að reyna að vera reið
Ég setti í brúnirnar fyrir þá

Maron og Auðunn: HAHAHAHAHAHAHHAHAHA, hún kann ekki að vera reið
Guðný og Sveinbjörn: HAHAHAHAHHAHAHAHAHA

..og ég bara skömmustuleg að ákveða að ég þyrfti að æfa þennan svip betur!!

posted by benony 11:25:00 e.h.


{mánudagur, desember 13, 2004}

 
Elva er 24 ÁRA!!!

Skvísan hún Elva sem þarf að umbera mig alla daga marga klukkutíma á dag á afmæli í dag. Ekki nóg með að hún sé búin að heyra allar sögurnar mínar og ég hennar heldur erum við komnar annan hring þannig að við erum farnar að segja þær aftur. Þetta er merkisdagur því Elva er yndisleg kona.
Eigðu yndislegan afmælisdag sæta skvís, í samveru MINNAR!!! hahahaha

posted by benony 11:02:00 f.h.
 
Sara og Maron (6 ára) spjalla saman

Maron: Sara, afhverju býrð þú ekki hjá okkur, það er alveg pláss?
Sara: Afþví ég bý í litlu íbúðinni minni með allt dótið mitt
Maron: já, en það er meirara pláss hjá okkur
Sara: já, ég veit, en þið eruð líka svo mörg
Maron: afhverju átt þú ekki börn Sara, þú ert miklu stórari en mamma mín
Sara: hahaha, þú ættir frekar að spurja þá afhverju ég á ekki mann
Maron: já, en ég veit það alveg
Sara: nú, afhverju?
Maron: það er enginn tilbaka

...þar lágu danir í því!!! :)

posted by benony 1:36:00 f.h.


{sunnudagur, desember 12, 2004}

 
Nema hvað???

Við háskólalið unnum tækniskólann í spurningarkeppni á lokasprettinum eftir mjög svo spennandi keppni. Þetta er í fyrsta og örugglega eina skiptið sem ég mun taka þátt í svona spurningarkeppni með áhorfendum en þetta var ævintýri. Ég, Baldur og Gummi hennar Bryndísar vorum í liði háskólans og svo var Einar tvinnakefli í liði Tækniskólans en hina þekkti ég ekki.

Fyrsti liður keppninar voru hraðaspurningar og í þeim lið held ég svei mér þá að við höfum sofnað hahhaa, við heyrðum ekki spurningarnar og vorum svo lengi að svara auðveldustu spurningum. Tækniskóla strákarnir stóðu sig betur í því, því þeir náðu að halda sér vakandi enda vanur maður í þeirra liði.

Næsti keppnisliður var hæfileikakeppni og við fengum hálfa mínútu til að finna atriði. Við hvísluðumst á og ég sagði "ok, ég skal syngja, Gummi þú dansar ballett" og þá sagði Baldur "og ég spila á trommur". Þegar ég tók mér gítar í hönd (sem ég btw kann ekki að spila á)og stóð fyrir framan fólkið með Gumma við hliðina sem var tilbúin í balletsporunum var ég ekki enn búin að ná að ákveða hvaða lag ég ætlaði að syngja. Baldur gaf trommutaktinn og ég byrjaði að syngja "Last Christmas" með George Michael og spilaði rammfalskt með gítarnum með og Gummi dansaði eins og engill hahahahah
Skemmst er frá að segja að við unnum þennan lið keppninnar

Svo áttum við að hitta pílum í skotskífu og eftir því sem vip hittum nær miðju fengum við léttari spurningu. Þetta var eins og partýspilið þannig að við, teiknuðum, lékum, svöruðum spurningu og svo var auðvitað vörumerki sem ég sökka í. Við stóðum okkur svo vel í þeim lið keppninnar sem kallaðist "fag-idioden" Þá fengum við tæknifræðispurningar og hitt liðið fékk læknisfræðispurningar. Við svöruðum öllum spurningunum rétt.

Síðasti liðurinn réð úrslitum og það var kappát. Það var búið að sýna okkur dýrindis rúgbrauð með áleggi sem við hræddumst sko ekki. En þegar þetta átti að hefjast settu þeir rúgbrauðið í blandara og helltu rauðvíni og bjór útí. Ég var búin að halda því fram að ég gæti unnið þetta en þar sem allt þetta áfengi var komið í þá ákváðum við að Baldur tæki þetta að sér. Ég hefði örugglega sligast út með stjörnur fyrir augunum eftir þetta. Baldur stóð sig eins og hetja og hakkaði viðbjóðin í sig meðan ég og Gummi öskruðum uppí eyrun á honum "Baldur þú getur þetta, þú stendur þig rosalega vel, mmmmmmmmmmm Baldur, þetta er ekkert smá gott mmmmmm". Ég undrast ekki að við höfum farið virkilega í taugarnar á honum enda sneri hann sér við og sagði okkur að fara. hahahaha

En þá er allavega öruggt að við förum á þorrablótið því við unnum okkur miða á það fyrir þetta.

posted by benony 6:19:00 e.h.


{fimmtudagur, desember 09, 2004}

 
Það er að hellast yfir mig svo mikil heimþrá...

að ég get varla andað. Ég er búin að vera með "heartbreakers" (FB hljómsveit fyrir þá sem ekki vita) á repeat í nokkra daga alveg, skoða myndirnar mínar aftur og aftur, lesa gamlar dagbækur aftur á bak og áfram og hugsa svoooo mikið heim. Ég held að þetta geti verið öll jólaljósin og skreytingarnar sem eru komin upp út um allt. Ég verð alltaf eins og lítil stelpa í kringum jólatíð og næ ekki alveg að láta jólastelpuna blómstra hérna því það eru bara allir í kringum mig stressaðir fyrir próf og ég sjálf líka. Mig grunar að jólakortin frá mér í ár verði extra væmin og oft hafa þau verið væmin hahahaha

Litli bærinn minn er annars orðin rosa jólalegur. Í Kongenshave sem er á móti lestarstöðinni er alltaf kveikt á hundruðum kerta á hverju kvöldi og það er yndislegt að ganga þar í gegnum. Svo er ævintýratré við hjólastíginn á leiðinni heim. Svona stórt með mörgum greinum og hver grein er vafin með litlum perum. Þetta gefur svo rosalega mikla birtu að ég fer í rosa hátíðlegt skap þegar ég hjóla undir það. Svo er skautasvell í miðjum miðbænum og það er rosa jólalegt.

Annars er ég og Elva að öskra á hvor aðra áfram í náminu. Við ætlum okkur að vera helst frá 8 til 22 uppí skóla að lesa núna alla daga fram að prófi. Með auðvitað undantekningum þegar við höfum ekki náð 8 tíma svefni og þegar við þurfum að stússast eitthvað. Við erum nefnilega komnar í upplestrarfrí..... dudududumm

Og já, ég er að fara að keppa í spurningarkeppni á morgun...Háskólinn á móti Tækniskólanum....segi ykkur frá því á morgun.

posted by benony 11:52:00 e.h.


{miðvikudagur, desember 08, 2004}

 
Bomba í Odense STATION!!!????

Ég fór á pósthúsið á lestarstöðinni til að borga reikninga og sá þá löggubíla útum allt með ljósin blikkandi. Ég hugsaði ekki svo mikið um það á þeim tímapunkti og gerði bara það sem ég ætlaði mér þarna og hjólaði svo burt. Þegar ég hitti Nushu í ræktinni stuttu seinna, sagði hún mér að hún hafi verið á lestarstöðinni að fá sér borgara þegar tilkynnt var um sprengju og ekki var fólki hleypt inn. Þetta er lestarstöðin mín sem ég fer títt á því hún er nálægt heimili mínu. Taska hafði fundist í einni lest á leið til Kaupmannahafnar og eitthvað fólk hafði tekið hana og sett hana í lyftuna á Odense station. Löggan var kölluð út og sprengjusveit og allir þurftu að fara út af stöðinni. Það reyndist svo vera svo að maður hafði sofnað í lestinni og þegar hann var svo komin til Kaupmannahafnar var taskan hans horfin og þegar hann tilkynnti hana sem týnda fóru hlutirnir að gerast og þá kom í ljós að þetta var ekki sprengjutaska. Frekar klaufalegt mál, en fólk er bara mjög móðursjúkt greinilega í sambandi við hryðjuverk. Ég er reyndar ekki hissa á því þar sem Danmörk styður Bandaríkin og það býr fjöldinn allur af fólki frá hinum ýmsu löndum hérna þannig að ég bíð bara eftir að það gerist eitthvað... :s





posted by benony 7:29:00 e.h.


{þriðjudagur, desember 07, 2004}

 
Það var hressandi í morgun...

...að mæta í CNS tíma. Nú vorum við að skoða heilann sem geymdir eru í skemmtilegu kerjunum okkar þarna uppí skóla. Þetta er fyrsti tíminn þessa önn sem við förum ofaní kerin þar sem við höfum ekki neina anatómíu núna, bara anatómíu heila og mænu. Við sátum u.þ.b tíu nemendur við hringborð og kennarinn sat á endanum með heilana og sýndi okkur ásamt því að spurja okkur útúr. Ég þarf að reyna að þjálfa mig uppí að rétta upp hönd og svara ef ég tel mig vita svarið. Ég læt oftast fara mjög lítið fyrir mér en þarna vorum við svo fá þannig að ég svaraði, en bara ef það var ekki vafi um að ég hefði rétt svar, og þá sló hjartað alveg á fullu meðan ég þuldi upp kjarnana í basalgangliunum. (var nýbúin að lesa um það, hentugt) Þetta er ekki nógu gott sko!!!!!!

Eftir tímann sátum við Elva uppí skóla og lásum eins og brjálæðingar því það styttist jú í prófin og við eigum eftir að lesa svooooooooooo mikið. Við erum svo mikið saman við skvísurnar og erum því alltaf jafn hissa hvað við höfum endalaus umræðuefni. En þau eru kannski ekki mikil gæða-umræðuefni. Við gátum ekki annað en skellt upp úr þegar ég af miklum tilfinningamóði var að segja henni klukkan hvað ég lagði mig kvöldið áður og hvenær ég hafi svo farið að sofa. Hvað var ég segja henni frá því....???? hahahah

En já, nú er ég að drekka heitt súkkulaðikaffi og læra heilataugarnar...mmmm gaman Sara, og ótrúlega spennandi umræðuefni!!!!!!!!!

posted by benony 11:03:00 e.h.
 
Nú er komin sá tími...

...þegar fólk sem jafnan ekki talar við mann fer að vinda sér að manni til að tala. Það er alltaf þegar fólk er stressað fyrir prófin þá kemur það að ræða námið við hvern sem er. Þetta byrjaði nú í ár í morgun þegar sænskur gaur sem jafnan horfir í gegnum mig á göngunum fór að spyrja mig hvort ég kynni mikið í CNS. "har du styr paa CNS" spurði hann mig með titrandi röddu. Ég reyndi að virka kúl og sagði "nej, ikke helt...men det er kommer snart haaber jeg". Þá pústaði hann eilítið og svaraði á dönsku, "já, ég held að þetta sé svona hjá öllum". Svo hélt hann áfram að ganga og ég er viss um að hann horfir í gegnum mig aftur næst þegar ég sé hann, jahh, ekki nema hann sé aftur stressaður. En það sem mér finnst verst er þegar fólk sem maður talar aldrei við fer að spurja hvað maður hafi fengið á prófi. Mér fyndist réttast að spyrja kannski fyrst um nafn og aldur, en nei nei, en svona er þetta alltaf.
"hvordan gik eksamen?"
"det gik ok"
"hvad fik du?"
"jeg fik 8"
"ok, hej hej"

Þetta fer bara í taugarnar á mér...

posted by benony 7:52:00 e.h.


{mánudagur, desember 06, 2004}

 
Draumar....

...hafa svo oft skrýtin áhrif á mig, þá sérstaklega þegar mig dreymir eitthvað mjög sterkt. Einu sinni hafði mig dreymt að stelpurnar væru ótrúlega leiðinlegar við mig og nenntu ekki að hafa mig með og þegar ég vaknaði var ég hálf sár út í þær. Þó að ég vissi að ég hafði ekkert til að vera sár yfir þá var einhver svo tilfinning bara sem sat eftir drauminn.

Í nótt dreymdi mig mjög sterkt lítinn, ljóshærðan, krullhærðan strák sem leit út fyrir að vera 3 ára en talaði eins og hann væri á skólaaldri. Þegar ég loka augunum sé ég hann alveg fyrir mér. Ég var svo mikið að passa hann og ég vissi að ég ÁTTI hann. Hann var minn.

Ég: komdu og vertu hérna hjá mér
Draumastrákurinn: mamma, þú vilt ALLTAF að ég sé hjá þér
Ég: ég þarf að geta séð þig elskan mín
Draumastrákurinn: já, en ég er bara að leika mér

Svo þegar ég hélt á honum knúsaði hann mig svo fast...

En svo vaknaði ég og átti engan lítinn strák.

Ég sakna hans....

posted by benony 7:08:00 e.h.


{föstudagur, desember 03, 2004}

 
Mér finnst þið ættuð að prófa þetta....gott dóp!!!

Ímyndið ykkur að sitja í 24 tíma stanslaust í vibba stressi að skrifa 12 bls ritgerð.
Ímyndið ykkur svo þegar nóttin er komin og þreytan sækir á en tilhugsunin um að tíminn er að verða búinn heldur augunum opnum.
Ímyndið ykkur svo að þið séuð í heimspekilegum pælingum alla nóttina og eruð að skrifa um eitthvað sem þið hafið ekki hundsvit á.
Ímyndið ykkur svo að þið séuð ekki einu sinni að skrifa á ykkar eigin tungumáli...þið eruð að skrifa á dönsku.
Ímyndið ykkur svo að greinarnar sem þið eruð að lesa til að reyna að skilja um hvað efnið fjallar er á ensku og þar með eruð þið að lesa ensku, hugsa á íslensku og koma því niður á dönsku.

Þetta var ég að gera í nótt. Fresturinn til að skila var klukkan 10 í morgun og ég skilaði af mér klukkan hálf tíu. Þar með afsannaði ég kenningu skólafélaga sem sagði að það væri ekki hægt að grípa um rassinn þegar maður væri þegar búin að skíta í buxurnar. Ég greip semsagt óhikað í rassinn með að skila af mér á réttum tíma. pjúhh...þetta virkaði samt á mig eins og dóp því ég var orðin hálf klikkuð undir lokin rétt áður en ég drapst á koddanum mínum.

Svaf svo í allan dag fyrir utan að svara í símann og svara smsum í einhverju svefnmóki en glaðvaknaði þegar sms frá Elvu kom um að meistari Jakob væri með fleiri komment á ritgerðina okkar....það líður ekki að löngu að ég fari að springa og þá viljiði ekki vera nálægt!!!!!!!

Ákvað að skella þessu uppí kæruleysi og fór með stelpunum í bíó (Ásu, Elvu, Margréti og Sólborgu)...sáum klikkaða mynd um móðurást og geimverur í vísindalegum hugleiðingum, góð blanda. Þegar við Margrét vorum að koma heim á Pjente stóð einhver ógó karl fyrir utan kvennaathvarfið sem er í götunni. Við fórum ósjálfrátt að labba hraðar og ég eins og vanalega sagði "þetta er allt í lagi, við lemjum hann bara saman, þetta er einhver aumingi". Ég er svo mikil massi sjáiði til. Hann elti okkur svo smá áleiðis en sneri við þegar hann uppgötvaði hvað ég var sterklega vaxinn!! (híhí, fattiði þennan).

klukkan er miðnætti, ég svaf í allan dag...get ekki sofið....best ég fari bara að pæla eitthvað meira svo ég endanlega missi það.


posted by benony 11:48:00 e.h.

spacer