...með mér á önn í skólanum og því erfitt að vita nöfnin á öllum. Við vinkonurnar höfum búið til ýmisskonar nöfn á skólafélaga okkar til að aðskilja á milli og til að vita um hvern er verið að tala. T.d köllum við einn strákinn "klígjan" því hann er alltaf að káfast upp á allar stelpur sem hann sér þó svo að kærastan hans sé við hliðina á honum. Svo höfum við rokkaraparið sem eru alltaf með reitta hnakka og sem kyssast hvar sem er...við inngangin þar sem fólk kemur úr tíma er einn staðurinn til dæmis sem er heitur hjá þeim. Einnig tölum við um stelpuna með brjóstin, kóngin og afan.
Það er svo að renna upp fyrir mér að þetta er ekki voðalega fallegur leikur hjá okkur vinkonunum, þ.e að dæma fólkið á útliti og hegðun án þess að þekkja persónu þeirra. Ég er mikið búin að vera að pæla í hvað maður er fljótur að ákveða hvernig fólk er bara við fyrstu kynni. Oft hef ég fengið að heyra frá kunningjum "þú ert nú svo opin" þegar ég veit að oftast er ég frekar feimin og ég veit að margir myndu segja að ég væri lokuð frekar en opin. Og þegar fólk segir "það er nú líkt þér" þegar mér finnst ákveðið tiltæki ekkert vera líkt mér. Þar með er fólk búið að ákveða hvernig ég er án þess að vita allan sannleikann.
Tökum dæmi um stelpuna með brjóstin. Hún er með stór brjóst, hvítar tennur, brúna húð og er alltaf í flottum fötum (diesel gallabuxur). Ég þekkti þessa stelpu ekki neitt en leit á brjóstin og fötin og vissi að hún hafði kysst "klígjuna" einhverntímann þegar hún var full. Nú var ég búin að ákveða í huganum (ómeðvitað) að þessi stelpa væri drusla með silikonbrjóst og hún væri nú örugglega bara heimsk. Það líður alveg heilt ár í skólanum og ég kynnist henni ekki neitt og held áfram þar af leiðandi að hafa þennan óþverra í huganum. Nú svo byrjum við á öðru ári og ég er að hjóla heim úr skólanum og hún hjólar á móti mér hinum megin við götuna og brosir svo sætt og kallar "hej!!" þó svo að við höfum ekkert talað saman áður. Þá fór ég að hugsa "hey, hún lítur út fyrir að vera næs stelpa". Á föstudaginn síðasta vorum við svo að gera tilraun í lífeðlisfræði og þá lenti ég í hóp með Nushu vinkonu, stelpunni með brjóstin og vinkonu hennar. Það sem er svo frábært við þetta allt saman er að ég kynntist stúlkunni betur og sá að hún voðalega skemmtileg og aldeilis ekki heimsk...bara mjög klár og góð stelpa. Ég ákvað því að nú skyldi ég hætta að dæma áður en ég þekki fólk. Þó svo að hún sé með stærri brjóst en ég, eigi diesel gallabuxur og fjörugt ástarlíf þá ætla ég ekki að sitja bitur útí horni og rakka hana niður í huganum. Þó svo að hún hafi kysst "klígjuna" þá þarf hún ekki að vera drusla...hann er bara druslan í þessu sambandi...úpps, sjáiði þarna er ég byrjuð aftur..ég er ekki búin að kynnast honum. Jæja, næsta mission er því að kynnast "klígjunni" og gefa honum tækifæri...stelpur við gefum honum séns!!!
...sagði ansi oft setninguna "nei, ég er bara útbrunnin!!!" en komst svo að því að ég er kannski ekkert svo útbrunnin. Kann ennþá ýmsa takta sem eru kannski ofnotaðir hjá mér og bætti inn nokkrum ferskum í safnið. Ég tók náttúrulega eighties sporið nokkrum sinnum þar sem ég dreg hendurnar fyrir andlitið...æ, þið þekkið þetta...svo tók ég náttúrulega Beoncie sporið sem ég lærði í sumar á að horfa á Opruh í vinnunni. Virkar alltaf.... svo tók ég alla svipina mína...með
stút á vörunum og grimm í augunum...þið þekkið þetta og svei mér þá ef ég hef ekki skilið liðið inni eftir í andnauð eftir að ég kastaði reyksprengju og fór heim að sofa....svei mér þá!!!
...í andlitið á mér í dag þegar mér var sagt að ég gæti ekki gefið blóð því ég væri með of lítið. Ég sem hafði hlakkað svo til að láta blóðið mitt tappast úr mér og fara inní einhvern sem þurfti meira á því að halda.
Nusha vinkona vildi endilega koma með mér til að halda í höndina á mér þannig að við áttum hyggestund í blóðbankanum og átum snakk og drukkum sodavand meðan við biðum eftir að röðin kæmi að mér. Fyrst talaði ég við konu sem spurði mig spurninga um hvort ég hefði verið með einhverjum sem hefði stundað vændi, eða hvort ég hefði notað sömu nál og einhver annar eða hvort ég hefði sniffað eitthvað nýlega. Ég gat án samviskubits sagt nei við þessum spurningum og svo fór ég inn. Ég þurfti að taka númer og svo heyrðist alltaf svona "dingdongding" þegar næsti átti að fara inn. Mér leið bara eins og ég væri í fyrsta árs prófinu því svona hljóð heyrðist þegar við áttum að skipta um standa í því skemmtilega prófi.
Svo var ég svo glöð þegar ég kom inn, hoppaði uppí stólinn, lagðist niður og rétti höndina en þá bara var ég ekki með nógu mikið til að gefa. Þau mæla hemoglóbúlinmagn og það munaði svo litlu að ég gæti gefið....en því miður. Mér leið eins og ég hefði fallið á prófi eða mér hefði verið dömpað, svo mikil voru vonbrigðin. Ég þarf núna bara að borða fullt af kjöti og járnríkum mat og hífa þetta í réttar skorður!!!! Ég á að koma aftur eftir 3 mánuði og þá ætla ég sko að brillera á þessu....vera með alveg fullt af blóði.
Eftir þessa stóru höfnun fórum við Nusha í bæinn að dóla okkur. Eitt fyndið gerðist.... Við vorum að labba í bænum þegar allt í einu byrjað að rigna ógurlega mikið, og þegar það rignir hérna eru droparnir svo stórir að maður verður holdvotur mjög fljótt. Ég hrópaði " Nusha, förum inní einhverja búð!!". Nusha játti því og við sáum ekki alveg fram fyrir okkur en við snerum okkur við og ætluðum inní næstu búð. Þá stóð stórum stöfum "SEX KINO". Okkur brá heldur betur þegar plakat með naktri konu og kertaljós blasti við okkur....undarleg stemmning þarna. Við snerum við í fáti og inní búðina við hliðina þar sem bara voru biblíur. Nusha sem er tamíli nennti sko ekki að fara að hlusta á Jesúsögur þannig að við héldum okkur bara úti og létum rigninguna bara bleyta okkur. Okkur fannst þetta allt mjög fyndið og bulluðum hvor aðra í kaf, það er svo gaman að fíflast með henni. Við heyrðum flaut og ég sagði "ja ja, jeg ved det godt, det er min röv....den er for fanden lækker..". Nushu fannst þetta fyndið og sagði hrós við mig sem ég held ég sé bara sátt við. Hún sagði: "Sara, det som jeg ka' bedst li' ved dig er at du er saa skör" eða á íslensku "Sara, það sem mér líkar best við þig er að þú ert svo klikkuð". Flott hrós...finnst ykkur ekki? ;)
Mér finnst ég svo oft segja "ja, men det er meget spændende!!" Allt finnst mér barasta spennandi virðist vera. Enda lifi ég ákaflega spennandi lífi (ehhaggi)
Í dag var einmitt mjög spennandi í skólanum. Það komu tvær konur með Turner syndróm að halda fyrirlestur fyrir okkur. Þær töluðu um líf sitt og hvernig sjúkdómurinn hefur haft áhrif á dagleg störf þeirra og líf. Turner syndrom er litningagalli þar sem kona hefur þrjá X litninga í stað tveggja. Konurnar verða mjög smávaxnar, með samvaxinn háls og svo þjást þær af ýmsum kvillum, þám nýrnasjúkdómar, sýkingar í þörmum, lungnasjúkdómar osfrv. Þær voru samt rosalega jákvæðar og fannst ekki kvöð lögð á þær... nema þá fannst annarri svolítið erfitt að vera svona lítil. Finnst erfitt að biðja fólk um að rétta sér eitthvað úr hillunni úr búðinni og sérstaklega þegar hún fær svona mússí mússí svip frá fólkinu. Og svo kom skemmtilega sagan...þegar lítil börn spurja mömmu sína "afhverju er þessi kona svona lítil"? og mömmurnar sussa á börnin sín. Þá finnst henni að mömmurnar ættu að láta börnin sín vita að sumir eru litlir og aðrir stórir, sumir eru dvergar og enn aðrir eru RAUÐHÆRÐIR. Þá flissaði ég og mínar vinkonur!!! Ég beið eftir að hún segði þetta hahaha
Annars hringdi blóðbankinn í mig í dag og það var eins og besta vinkona mín hefði hringt, ég var svo glöð að heyra í gellunni sem hringdi. Ég veit ekki alveg afhverju ég var svona hress í símann en þegar hún bað mig að koma að gefa blóð þá sagði ég bara"ekkert mál esskan mín...hvenær viltu að ég komi??" svo kvöddumst við í þvílíkt góðu eftir að við höfðum ákveðið tíma. Ég er viss um að skvísan hefur hugsað "váhh, hvað þessi er hress" eftir að hún kvaddi mig... ég veit ekki alveg afhverju ég var svona....kannski bara svona gaman að gefa blóð???
...í Nettó í dag þegar ég sá að þeir voru farnir að selja Coca Cola í 2 lítra flöskum eins og heima á Íslandi. Þetta hef ég aldrei séð í Danmörku...bara 1 og 1/2 lítra flöskur. Það þarf lítið til að gleðja unga stúlku úr ghettóinu. Mér fannst ég bara vera komin heim á skerið sem ég sakna ekki...en samt.
Ég er alveg búin að sjá það út að rólegheit ganga ekkert rosalega vel hjá mér, ég fer að hugsa svo mikið og sakna svo margs.
Helgin mín var róleg og í gærkvöldi var ég samt svo yfir mig þreytt að mér fannst ég barasta ekkert geta lært. Ég lagaði mér þá kaffibolla til að ég gæti lesið skólabækurnar mínar og náði að lesa áður en ég lagðist uppí bólið. En þar sem ég er greinilega kaffihænuhaus þá sofnaði ég bara ekkert alla nóttina. Ég lá og bylti mér þar til vekjaraklukkan hringdi klukkan 7 og þá var ég alveg stjörf og líkaminn þreyttur. Ég náttúrulega slökkti á vekjaraklukkunni og sneri mér á hliðina, ekki gat ég farið í skólann ósofin og hvort sem er bara einn fyrirlestur sem ég gat alveg misst af. Þannig að ég er búin að vera heima í dag með bækurnar að lesa og þá fer ég alltaf að hugsa um eitthvað bull og fer að fá heimþrá en samt langar mig ekki heim...hahaha hve rugluð er ég... Ég veit bara að ég þarf að hafa fullbókaða stundarskrá og hitta fullt af skemmtilegu fólki til að líða sem best. úff, ég er komin á trúnó
En það rignir úti, og ég rétti úr bakinu, skvetti vatni framan í feisið, greiði lubbann og brosi framan í spegilmynd mína...ég er viss um að það verður æðislega spennandi dagur sem bíður mín á morgun....góða nótt!
Ég hljóp á lestarstöðina til að komast í tíkallasíma og hringdi heim í systur mína sem var einmitt með boð heima fyrir familíuna. Þetta var eins og dóminó að tala við þau því eftir að Bjarki hafði svarað símanum henti hann símanum í systur mína (afmælisbarnið) sem ég talaði alltof stutt við því hún henti símanum í múttu sem spurði hvort mig vantaði pening áður en hún sagði hæ!!!! hahahaha Og Tindur guðsonur minn var víst hlaupandi á milli eldhússins og herbergisins voða grobbinn!!! Æ, ég fæ smá í magann að geta ekki verið með :)
En elsku Nadíra mín...innilega til hamingju með afmælið, ég sakna þín rosa mikið!
Helgin mín var annars mjög róleg...ég held bara að hún hafi verið ein sú rólegasta í bransanum. Ég kíkti reyndar með íslensku læknanemunum á Christian Firtal á fimmtudagskvöldið sem var ákaflega gaman. Christian Firtal er pöbb niðri í bæ sem læknanemarnir hittast alltaf á, á fimmtudagskvöldum. Það er bara öruggt ef maður fer á fimmtudögum að það er einhver íslenskur læknanemi þar með ölkrús að tala um daginn og veginn.
Við stelpurnar gerðum svolítið grín að afgreiðsludömunni því hún var alltaf ósammála öllu sem var pantað... Fyrst pantaði Elva lítinn bjór en þá sagði hún "ef þú ert námsmaður þá kostar stór bjór jafn mikið". Elva treysti sér ekki alveg í stóran þannig að hún sagði "nei, ég vil bara lítinn".... Þetta meikaði afgreiðsludaman ekki þannig að Elva endaði með stóran. Svo voru aðrir að panta og ég heyrði bara útundan mér að hún sagði alltaf "nei, það sem ég held að þú viljir frekar er....bla blabla". Ég var að spá í að spurja hana áður en ég pantaði mitt kók hvað ég væri líklegust til að vilja...hvernig týpa ég væri í drykkjum. ;)
Laugardagurinn var ansi skrautlegur því við Elva töluðum allan daginn en ætluðum okkur að vera að læra. Svo sagði ég "Elva, eigum við að fara í Bilka og kaupa okkur nammi og svo getum við bara hyggað okkur með bækurnar og nammi". Þetta var Elva sko alveg til í þannig að við hjóluðum í Bilka og urðum manískar og gráðugar. Við náttúrulega urðum að fá allar gerðir af nammi...súkkulaði, snakk, hlaup, lakkrís, kók og flödeboller. Svo var líka tilboð: 6 Rittersport súkkulaði á 35 kr (á innsoginu)... ekki amalegt það...við náttúrulega urðum að skella okkur á þetta góða tilboð. hahhahaha Ég hálfskammaðist mín þegar kassastrákurinn skannaði það sem ég keypti í matinn. Og svo kom Elva á eftir mér með næstum það sama og sama magn af sælgæti og þá ákvað ég að labba aðeins í burtu því þetta var of pínlegt. Gráðugu vinkonurnar sem alltaf eru að tala um að fara að missa nokkur kíló en missa sig svo bara í sælgætinu....En halló, það var nú LAUGARDAGUR!!!
Í dag vöknuðum við um hádegið, og Elva skrapp í bakaríið og dekkaði yndislegt morgunverðarborð með rúnstykkjum, skonsum, áleggi og ávöxtum. Shailajah kom til okkar og við höfðum það hyggeligt allar saman og töluðum um hvað við værum orkulitlar og hvað við ættum nú að vera að læra....en ég meina það er nú SUNNUDAGUR!!!
Gummi han har födselsdag, hurra hurra hurra. Ja, Gummi han har födselsdag, det har han jo og det er i dag. Og hör nu her hvordan vi alle hurra vil. HURRA HURRA HURRA HURRA!!!!
Elsku Gummi, til hamingju með afmælið í dag 16 sept (það er ennþá afmælið þitt á Íslandi þegar ég skrifa þetta þó það sé komið yfir 12 hérna í DK) Nú hefurðu eitt ár til þess að njóta þess að vera enn ungur...næsta ár tekur alvaran við!!! ;) Ég vildi ég gæti knúsað þig, en ég rota þig með knúsinu næst þegar ég sé þig. Ég vona að þú eigir afmælispartý sem þú gleymir aldrei!!!
...allskonar vitleysu. Ég ligg og tala við sjálfan mig í huganum og sannfæri mig um ýmsa hluti. "já já, ég get alveg hjólað uppí skóla á 10 mín, ég sef aðeins lengur" eða " Sara, þú ert nú búin að vera svo rosalega dugleg og þarft að fá góðan svefn til að meika allan daginn þannig að það er í lagi að þú komir aðeins seint". Þessari vitleysu trúi ég hvern einasta morgun og allir eru farnir að kannast við glymina í hælunum á skónum mínum og dinglið í lyklunum mínum þegar ég læðist inn í fyrirlestrarsalinn og reyni eins og ég get að láta fara lítið fyrir mér. Svo brosi ég vandræðalega til þeirra sem kíkja á mig því þetta er of pínlegt hvern einasta morgun. Ég þarf að fara að þjálfa upp aðra rödd í hausinn á mér sem segir mér að hætta þessari andsk.... vitleysu og drattast á lappir. Já, svona rödd með horn. :)
Annars eru allir morgnar til 2 eða 4 á daginn bara stanslausir fyrirlestrar. Það er oft erfitt að sitja bara og hlusta á oft mjög þurra fyrirlestra þar sem hver formúlan er leidd á eftir aðra. Þessi önn er allt öðruvísi en sú síðasta þar sem ég var á kafi ofaní líkamspartakörum og gruflaði í eins og óð væri. Nú þarf ég bara að sitja og hlusta og fara svo heim og lesa og reikna. En þetta er svo fjölbreytt nám að ég verð bara að sitja og njóta þess sem það hefur uppá að bjóða.
En þrátt fyrir að þetta sé oft á tíðum mjög þurrt hjá mér núna þá er oft hægt að sjá skemmtilega hluti í þessu öllu saman. T.d er breskur kennari að kenna okkur lífefnafræði. Þið getið rétt svo ímyndað ykkur hve það getur verið oft skondið að sitja þá fyrirlestra og hlusta á hann tala dönskuna með svona breskum hreim. Hann er nefnilega með rosa hreim og það tístir alltaf í mér þegar hann byrjar að fara yfir basaröðunina, Ei, tei, gei, cei...þetta á að þýða A, T, G, C.
Svo var einn fyndinn líka að kenna okkur videnskabsteori um daginn, hann var með rosa lokk fyrir hálfu andlitinu þannig að hann var alltaf að svinga höfðinu til hliðar svo lokkur færðist frá augunum. Þið sjáið hvað er rosalega gaman hjá mér í skólanum híhíhíhí...
...ekki það að ég sé farin að fara út með ruslið í bleika "frotte" gallanum mínum, í klossum með rúllur í hárinu
...eða farin að nota orðið GASALEGA LEKKERT í annarri hverri setningu
... eða að ég segi við alla sem eru yngri en ég að þeir hafi stækkað,
... eða að ég tali með nefinu og á innsoginu (jú stundum :p),
...eða að ég versli eingöngu föt í búðinni KELLO,
... eða að ég sé með kæk sem lýsir sér þannig að ég er sífellt að reyna að pilla eitthvað úr
tönnunum með tungunni,
...eða að það smelli í tyggjóinu mínu sem ég jórtra á í gríð og erg,
...eða að ég verði manísk þegar ég sé auglýst um útsölur,
...eða að ég sé á megrunarkúr til að losna við maga, rass og læri,
...eða að ég eigi tvö líkamsræktartæki sem ég bara varð að kaupa úr sjónvarpsmarkaðinum
...eða þegar ég hitti vinkonur mínar þá tölum við um útsölur, megrunarkúr og helvítis karlinn
...heldur þá er ég farin að drekka te og kaffi. :p Eftir skóla í dag hyggede ég og Nusha okkur með cappuchino og í síðustu viku bauð ég henni heim í te og við sátum við eldhúsborðið mitt og drukkum te og borðuðum kexkökur. Mér fannst ég á þessum mómentum GASALEGA fullorðin og það vantaði bara að röddin mín breyttist og ég færi að tala nefmælt eins og kellur gera. Ég held að Nusha hefði bara orðið hrædd og ekki vitað hvaða hljóð væru að koma úr mér því hreimurinn minn er hvort sem er örugglega skrítin þó svo að hún segi ekki neitt. :)
Allar kellur verða að eiga kall eða hafa átt kall því annars eru þær ekki ekta. Ég sá samt núna um helgina að aðferðir til að næla í einn svoleiðis eins og gengur um í þjóðfélaginu er ekki fyrir mig. (kannski merki um að ég er að verða tjéddling). Ég skellti mér í bæinn ásamt 8 single stelpum og einni trúlofaðri til að blikka strákana og svei mér þá ég fékk bara ógeð. Allir blindfullir og pungsveittir mænandi mann út og hugsa um hvaða lína myndi virka til að fá mann heim í "kaffi". Og hvað er málið með að klípa í rassinn!!!!??? Á maður að vera voða flattered þegar bláókunnugur maður lætur bara vaða í afturendann á manni??? Ég sendi bara drápssvipinn ef einhver sem minnst hugsaði um að snerta bossann... (kannski er ég að byrja á túr, ég veit ekki)
Við Elva vinkona stóðum lengi úti áður en við héldum heim og ræddum hve viðbjóðslegt þetta væri nú allt saman þegar einn af þessum pungsveittu og blindfullu kom til okkar og sagði "Jahh, hvad saa piger, har I lyst til at komme hjem til mig og drikke en kop af kaffe og spille Ludo?" Við gátum nú ekki annað en hlegið því Ludo er eitthvað svo danskt að bjóða uppá. "Ellers tak" sögðum við bara.
Ég ætla að láta mér nægja að notast við drauminn minn, þar sem ég kynnist draumakagglinum þegar ég er sveitt úti að skokka með hárið reytt og dett ofaní drullupoll. Svo birtist hann bara allt í einu og hjálpar mér að standa upp og finnst ég sætust í heiminum.
Já, svona verður þetta hjá mér :).....það er þá spurning að nenna að taka fram "frotté" gallann minn og klossana og fara út að skokka...ahh, kannski á morgun.
...varð amma mín Guðrún Símonardóttir 90 ára gömul. Haldin var veisla í KR heimilinu sem ég því miður missti af en þar voru samankomin fjölskylda hennar og vinir, um 100 manns.
Amma mín er mögnuð kona og ótrúlega dugleg. Ekki bara að hún fylgist náið með fréttum og öllu sem er að gerast í þjóðfélaginu heldur finnst henni gaman að ferðast og hún vonast til að geta komið fljótlega í heimsókn til okkar Sveinbjörns hérna í Óðinsvéum. Hún bjó hérna í Danmörku í gamla daga og lærði saum og henni líkar mjög vel við danina. Hún er goð okkar allra í fjölskyldunni því hún er svo góð og falleg og hefur verið stoð allra og stytta.
Í tilefni afmælisins og þar sem við frændsystkinin komumst ekki í afmælið þá bjuggum við til videomyndband fyrir ömmu okkar. Það byrjar á að ég og Sveinbjörn erum eitthvað að gantast í byrjun og óska ömmu til hamingju með afmælið. Svo stend ég upp og syng lag sem ég vildi tileinka ömmu og svo tala litlu strákarnir þeir Maron og Auðunn til langömmu sinnar. Við Sveinbjörn vorum alveg sveitt að reyna að koma þessu saman til að þetta yrði örugglega komið fyrir föstudaginn þar sem átti að sýna þetta video í veislunni. Því miður hefur spólan ekki enn borist og ekkert varð af að þetta yrði sýnt fyrir 100 manns í KR heimilinu. Mamma sagði mér að það ætti að halda sér partý til að sýna þetta fyrir ömmu. Ég ætla að láta fylgja með textann sem ég söng fyrir hana ömmu mína á videoinu. Þetta er "Íslenska konan" eftir Ómar Ragnarsson, ég gaf mér það bessaleyfi að breyta smá til að það myndi passa við ömmu mína og vona að ég verði ekki kærð.
Íslenska konan
Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að sér.
Hún heitast þig elskaði og fyrirgaf þér.
Hún ávallt er vörn þín, þinn skjöldur og hlíf.
Hún er íslenska konan sem ól þig og gaf þér sitt líf.
Til Danmerkur sigldi' ún um svarrandi haf.
Hún sefaði harma hún vakt' er hún svaf.
Hún þerraði tárin, hún þerraði blóð.
Hún er íslenska konan sem allt á að þakka vor þjóð.
Ó, hún er ástkonan rjóð
Hún er mamma svo góð
Hún er amma svo fróð
Ó, athvarf umrenningsins
inntak hjálpræðisins
líkn frá kyni til kyns.
Hún þraukaði hallæri hungur og fár.
Hún hjúkraði og stritaði gleðisnauð ár.
Hún enn í dag fórna sér endalaust má.
Hún er íslenska konan sem gefur þér allt sem hún á.
Ó, hún er brúður sem skín.
Hún er barnsmóðir þín.
Hún er björt sólarsýn.
Ó, hún er ást hrein og tær.
Hún er alföður kær.
Hún er Guðsmóðir skær.
En sólin hún hnígur og sólin hún rís
og sjá þér við hlið er þín hamingjudís
sem alltaf er skjól þitt þinn skjöldur og hlíf
Það er íslenska kona, tákn trúar og vonar
sem ann þér og helgar sitt líf.
Ég hentist í apótek í gær þar sem húð mín var farin að loga, öll þrútin og rjóð og blæðandi. Þegar röðin kom að mér sagði ég við afgreiðsludömuna "Mig klæjar svooooo mikið... áttu nokkuð eitthvað krem við mýflugnabiti?". Ég meira að segja benti á hálsinn á mér þegar ég sagði þetta því hálsinn var alveg rauður og þrútin. Hún virtist skilja mig konan og sótti krem fyrir mig í snarhasti. Sagði mér að þetta krem myndi minnka roðan og láta mig hætta að klæja, ég alveg greip kremið og sagði "já, takk...ég tek þetta". Hjólaði svo heim eins hratt og ég gat og setti kremið á öll sárin....bíðiði aðeins ég ætla að telja hvað þau eru mörg..........hahahahaha 56 bit hahahaha. Þetta er ótrúlegt. THEY LOVE ME!!! Mikið rosalega er ég gómsæt :)
Eftir að ég bar kremið á mig er mig hætt að klæja og nú lítur þetta ekki eins slæmt út. Ég get samt ekki farið í pilsi eða opnum bol út í góða veðrið...damn you flies! :)
jæja, fyrsti skammtur af myndum eru komnar inn.. Linkar til vinstri undir myndir, fjölskyldumót á Skaganum í sumar og svo vinir mínir og ég á djamminu í sumar. Njótið
Christina sem er með mér í skólanum sagði okkur ansi skondna sögu um einn skólafélaga okkar. Þau eru bæði dönsk. Hann vippaði sér að henni þar sem hún var í skápnum sínum að ná í bækur og sagði "já, ég hef alltaf heillast af stelpum með lítil brjóst". Hún leit niður á sín og sá að hennar væru nú kannski ekkert stærstu á markaðnum eða bara frekar lítil þannig að hún var sátt við að hann bara kæmi með þetta upp úr þurru. En svo sagði hann íbygginn "en svo eftir að ég byrjaði með kærustunni minni þá er engin leið tilbaka, hún er nefnilega með mjög stór brjóst". Christina kinkaði kolli og vissi ekkert hvernig hún átti að vera. "já já," sagði hún "en gaman". "Já" sagði hann og brosti "ég vissi heldur ekkert áður hvað ég átti að gera við svona brjóst en núna er ég nefnilega búin að komast að því". "Nú??" sagði Christina "hvað á maður að gera við þau?" "Ekki neitt" sagði hann þá "það er nefnilega málið, þau eiga bara að hanga þarna". Hann virtist sáttur við þessa niðurstöðu og þurfti ekki að spá í þessu frekar. hahhahaha
Ég er búin að endurheimta hjólið mitt og það er yndislegt að þurfa ekki að sitja í strætó og geta bara hjólað eins og vindurinn og notið góða veðursins.
Það er æðislegt að vera komin út, veðrið er yndislegt og ég tek bara skólabækurnar mínar og labba léttklædd út í sólina á morgnana. Skólinn byrjar samt hart og ég er alveg búin að uppgötva að baráttan er ekkert búin eftir fyrsta árið því þetta er mjög erfitt og flókið sem við erum að læra núna og mikið að lesa. Ég er samt sátt við það því hvað er gaman ef það er ekkert challenge.
Versta við að vera hérna úti er að ég er öll út í sárum, þá meina ég all over the place. Málið er að á föstudaginn grilluðum við úti í garðinum hjá mér á kolleginu nokkrir íslenskir krakkar í læknisfræðinni og þeir sem búa á kolleginu. Það var mjög gaman, við grilluðum svínakótilettur og maís og svo kom Margrét með heimsins besta kartöflusalat og eftirrétt sem var pæ með ís. Við sátum svolítið lengi því það var svo gott veður og yndislegt að sitja úti og njóta sumarveðursins.
Ekki fór samt að líða að löngu að mýflugurnar fóru að setja mark sitt á húð okkar sem sátum. Sumir voru vinsælli en aðrir og ég talaði mjög hátt um að ég væri með höfnunartilfinningu því ég var ekkert stungin og þar sem Ása og Heiðdís voru heldur ekkert stungnar þá vorum við vissar um að þetta væri bara afþví við værum rauðhærðar.
Elva varð svo aldeilis fyrir barðinu á þessum nýju litlu vinum okkar og gamanið endaði með að við vorum mættar uppá Skadestuen þar sem skvísan var bara orðin eins og fílamaðurinn og gat ekki brosað og varla talað. Eftir aðeins eitt ár í læknisfræði sáum við að þetta var ekki eðlilegt og ég hljóp á eftir leigubíl sem keyrði framhjá okkur og náði honum á ljósunum. Þegar komið var inní bílinn hrópuðum við "SKADESTUEN TAK". Bílstjórinn fór þá ósjálfrátt að gefa í og var sáttur við að það væri gerast eitthvað aksjón í vinnunni hjá honum. Þegar við vorum svo komnar á skadestuen fórum við inn á skrifstofu þar sem Elva var spurð spurninga um hvað amaði að og þar var hún metin hvort hún myndi fara beint inn eða hvort hún færi inn á biðstofu. Við vorum bara sendar beint inn okkur til mikillar gleði því vildum fá pillu til að Elva myndi lagast og fara svo út á djammið í góðum fíling. Eitthvað vorum við að misskilja því læknirinn tilkynnti okkur þá að hann (eða hún sko, þetta var kvenkyns læknir) ætlaði að LEGGJA HANA INN!!! Okkur brá mjög mikið, við vorum á leiðinni á djammið! Hún var þá með svo heiftarlegt ofnæmi fyrir mýflugustungum eða bara einhverju sem þær bera með sér þannig að hún bólgnaði öll upp. Ég fylgdist grannt með þegar hún var skoðuð og þegar henni voru gefin lyf. Við vorum frekar hallærislegar þar sem við sátum þarna með stór augu og hlustuðum heillaðar á það sem læknirinn hafði að segja (við erum alltaf að læra :) )
Svo fannst mér eitt svolítið dúllulegt, hjúkrunarkonan kom til að meta ástandið og taka niður upplýsingar um Elvu. Hún komst að því að Elva væri íslensk og væri að læra læknisfræði hérna. Hún spurði okkur svo hvort við værum systur en við sögðum bara að við værum vinkonur. Þá spurði hún hvort hún ætti að skrá mig sem nánasta aðstandenda og mér fannst það eitthvað svo dúllulegt og sætt að við værum svona einar í útlöndum og að ég væri nánasti aðstandendi hennar hérna í Odense. Hún tók þá niður símanúmerið mitt ef eitthvað skyldi koma upp en það varð ekki sem betur fer. Elva losnaði klukkan 2 morguninn eftir rosa sæt og var orðin Elva aftur, hún missti bara af djamminu en það koma djömm á eftir þessu djammi. :)
En þó svo að ég sé rauðhærð þá hef ég samt verið gómsæt því ég er sko aldeilis stungin og mig klæjar SVVOOOOO mikið..... Ég get ekki látið þetta vera og ég er með sár út um allt. En ég þakka fyrir að vera ekki með ofnæmi.
Ég mætti á svædid í gær threytt en frekar sátt vid ferdalagid. Ég er farin ad ferdast svo oft hérna á milli thannig ad thetta gengur ordid svo audveldlega fyrir sig. Thad er eins og ég sofni á Íslandi og vakni í Danmörku eda bara ad ég standi á Íslandsströnd og hoppi yfir eda tek splittstökk öllu heldur. Ótrúlegt ad ég skipti bara svona fljótt um heima. Í thessum heimi er allt annad fólk sem ég hitti á hverjum degi og allt annad tungumál sem ég tala, annar matur og annad líf. Í thessu lífi hef ég áhyggjur af allt ödrum hlutum og einbeiti mér ad allt ödru. Á Íslandi eru áhyggjurnar um fjölskylduna, vinina og félagslífid en hérna er bara fókuserad á sjálfan mig, námid mitt, heimilid mitt og ad standa í skilum í hinu og thessu.
Ég var svolítid lítil í mér thegar ég kom í gær, ætli thad hafi bara ekki verid ad ég var threytt og íbúdin var í prófbúning thví ég hljóp frá henni strax eftir próf sídast. En í dag er búid ad vera svo rosalega gaman í skólanum ad ég er bara brosandi út af eyrum. Ég og Nusha erum saman í öllum tímum sem er ædislegt og svo erum vid stelpuhópurinn búnar ad ná ad spjalla og drekka te í pásum....thad var sko nóg ad spjalla um. :)
Skemmtilegast vid thetta allt saman er ad nú erum vid í nokkrum tímum uppá spítala og thad er bara svo yndislega spennandi ad komast í svona meira læknaumhverfi. Allt í kringum mann thar eru læknanemar og læknar, vísindamenn og adrir heilbrigdisstarfsmenn og nemar. Vid fórum og keyptum bækur líka í dag og thad er thad skemmtilegasta sem ég veit. Thad er svona lítil bóksala í spítalanum sem kallast "medicinsk boghandel" og thar úir og grúir af allskonar spennandi lesefni. (Nörd) Einhverntímann mun ég eiga allar thessar bækur.
Thad var byrjad hart og vid fórum í 6 tíma í dag fyrsta daginn. Fyrsti tíminn var fysiologi (lífedlisfrædi) og svo höfdum vid fjóra tíma í Videnskabsteori sem er einskonar heimspeki læknisfrædinnar. Ég held ad thetta verdi afskaplega thurr önn en ég ætla ad byrja strax ad vera dugleg og thá verdur thetta léttara og meira spennandi.
Ég læt heyra frá mér fljótt aftur...... posted by benony 5:57:00 e.h.