be Rauðhærði útlendingurinn

online

{Rauðhærði útlendingurinn } spacer
spacer

This page is powered by Blogger. Is yours?

spacer
powered by blogger

Íslendingar

Ásdís frænka
Bendt
Danni
Disco Dóri
Dísa skvísa
DJ Diljá
Eiríkur
Guðjón
Gummi Jóh
Gunna frænka
HÁS
Hlynur
Ívar
Jóinn
Kolla
Kreisígörl
Lára babe
Lukka
Maj-Britt
Ziggy
Vigdís
Örn Ingi og Elín

Danir

Ásta
Bryndís
Davíð
Elva
Freyja
Gummi
Gunnhildur
Gunni
Harpa og Elvar
Heiðdís
Helena
Hjördís
Katla
Kolla
Margrét Lára
Ragnheiður
Sigurrós
Sólveig

Daglegir linkar fyrir mig

Skólinn minn
FÍLÓ
FÍLD
FADL
medicalstudent.dk
doctor.is
Odense


{föstudagur, maí 28, 2004}

 
Ring ring ring....snooze....7 mín....ring ring ring ring....snooze....7 mín....ring ring ring RING....snooze lít á klukkuna....shitt klukkan er orðin 8!!!!!

...svona hefjast allir morgnar hjá mér núna. Þreytan er að yfirtaka mig og ég hef ekki fengið 8 tíma svefn lengi. En ég stekk á fætur hoppa í föt, set í mig tagl og á mig maskara...hendi bókunum sem liggja á víð og dreif í poka og þegar ég er að klæða mig í skóna klukkan tíu mínútur yfir átta hringir Valdís eina hringingu og þá veit ég að hún er að koma að hringtorginu. Ég lít í spegil á leiðinni út og fíla rótina sem ég er að safna í tilefni prófanna í tætlur og baugarnir eru mest sexy. Svo stekk ég á hjólið og bruna af stað. Hitti Valdísi við hringtorgið og við ræðum um það alla leiðina hvað við eigum nú mikið eftir að lesa og hvað við séum nú stressaðar og hvað við vonum nú að þetta fari vel. Svo sitjum við og ræðum um námsefnið og lesum allan daginn til klukkan 10 um kvöldið þegar við hjólum af stað heim á leið. Það er alltaf um klukkan 20 þegar við höfum lesið í 11 tíma þegar við byrjum að fá svefngalsa og þá hlær Valdís að bröndurunum mínum (ég er nefnilega búin að missa það) og þá reytir kerlingin sjálf af sér líka og það er legið í gólfinu. Svo kem ég heim les aðeins meira áður en ég fer að sofa. STUÐ STUÐ STUÐ...STANSLAUST STUÐ!!!! Ég held barasta að ég sé having time of my live!!

En þetta fer að verða búið og ég berst til síðasta blóðdropa!!!!!!

Sem minnir mig á að ég skráði mig sem blóðdónor og það var tekin blóðprufa af mér. Ég var með of lága blóðprósentu (hemoglóbúlín) til að gefa!!!! Mér leið eins og ég hafi fallið í prófi þegar hún sagði þetta, en þau ætla að prófa aftur seinna, ég sem sagt fæ að taka endurtekt í blóðprufunni!

Já, svo langaði Ásgeiri að koma því á framfæri að garðyrkjumaðurinn hans hefur séð hann nakinn!!!! Þá er það komið á hreint!!

posted by benony 10:50:00 e.h.


{þriðjudagur, maí 25, 2004}

 
Ég fór í prufupróf í dag...

í spottinu eins og það er kallað. Þá fáum við 2 mínútur til að greina allskonar hluti, bæði vefjasýni í smásjá, röntgenmyndir, vöðva og taugar osfrv á lífsýnum sem við höfum fyrir framan okkur. Svo heyrist svona BÍB og þá hlaupum við á næsta stand. En þetta voru 30 standar þannig að þetta var klukkutímapróf.

Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að vera við hliðina á "klígjunni" í prófinu. "Klígjan" er gaur sem við stelpurnar fáum hroll við þegar hann mætir á svæðið. Ástæðan fyrir hrollinum er sá að hann er alltaf með viðbjóðslega daðurslegt augnaráð við allar stelpurnar sem hann mætir á ganginum. Honum finnst hann líka æði og kannski er hann það því ég þekki hann ekki neitt en ég er samt ekki að fíla augnaráðið og nuddið sem hann er alltaf að nuddast við allar gellur sem hann situr við hliðina á í fyrirlestrum. Frekar klígjulegt. (smá sammari yfir að vera að baktala á síðunni minni). En ástæðan fyrir að ég er að útskýra klígjuna svona vel er að hann var við hliðina á mér í prófinu og standarnir sem við vorum í voru svona bak í bak þannig að þegar ég beygði mig yfir ljóssmásjánni þá fór ég að finna fyrir rassinum á honum upp við minn!! Ég hugsaði með mér "damn, ég er að rassast við klígjuna!!!!" Og svo á þeim stöndum sem ég var fljót að finna út hvað var þá þurfti ég kannski að bíða í eina mínútu þangað til ég færi á næsta stand og hann var kannski að bíða líka. Ég reyndi eins og ég gat að þurfa ekki að brosa til hans en stundum var það of vandræðalegt þá svona brosti ég til hans og þá ætluðu augun hans að éta mig. Ég er ekki söm eftir daginn...

Ein saga í lokin

Ég og Valdís vorum að læra frameftir í gær og fórum á almenningssalernið. Bara svona rétt að kíkja þar sem stelpur þurfa ekki að losa úrgang. Þegar við vorum komnar inná sitthvort klósettið hófst samtalið á milli klósettklefa.

Valdís: Sara, tókstu eftir að það eru rosalega mörg klósett læst hérna en samt heyrist ekki í neinu fólki.
Sara: já, það er rétt. Heldurðu að það sé einhverjir dópistar bara þarna inni?
Valdís: Oj, ekki segja þetta
Sara: eða kannski dautt fólk
Valdís: úff, þetta er spúkí
Sara: Valdís, kannski þegar við löbbum út af klósettinu þá bíða einhverjir gaurar eftir okkur og ráðast á okkur!
Valdís: Ekki segja þetta.
Sara: Ekki koma fram strax. Ég fer fram og ef ég öskra þá heldur þú þig inni og kemur ekki fram.

Ég fer í stöðu til að sparka í einhvern og opna....hurðina

Löng þögn

Sara: Þetta er allt í lagi Valdís, það er enginn hérna.
Valdís: Ok

Báðar komnar fram að þvo okkur um hendurnar

Sara og Valdís: hahahahahhahahaha
Sara: ég trúði virkilega að það væri einhverjir að fara að ráðast á okkur
Valdís: hahaha já ég líka

Gellurnar sem eru að lesa yfir sig

posted by benony 10:15:00 e.h.


{mánudagur, maí 24, 2004}

 
Petra vinkona mín er að meika það í Mílanó..

Mig langaði að montast af henni með því að sýna ykkur heimasíðuna hennar! Sjáið bara

posted by benony 12:00:00 f.h.


{sunnudagur, maí 23, 2004}

 
Fyrsta prófid sem vid förum í...

er svona eins og bíbtest. Thad eru 30 standar og vid fáum 2 mín á hverjum stand til ad spotta allskonar dót sem er búid ad merkja vid á lífsynum sem vid höfum fyrir framan okkur. Nú er ég uppí histologíusal eda á íslensku vefjafrædisal ad æfa mig ad spotta syni í smásjá. Thetta lítur allt út eins og bleikar klessur og til ad geta greint hvad er hvad tharf madur ad sjá hvernig byggingin med thví ad zooma inn og grandskoda. Svo tharf madur ad skrifa nidurstöduna og svara spurningum og thetta á ad gerast á 2 mínútum. Ég held ad med thessu sé verid ad kenna okkur ad hugsa hratt og geta greint fljótt.
Ég sit hérna inni fyrir framan tölvu og med smásjá vid hlidina á mér og bækurnar og reyni ad sjá ljósid en thad hlytur ad koma....thad tala allir um ad thetta komi. Allt í kringum mig eru Nordmenn. Nordmennirnir hafa tekid sig til og ætlad ad æfa sig í vefjafrædi í kvöld eins og ég og mér finnst ansi gaman ad uppgötva ad ég skil thau alveg. Tveir norsarar hérna fyrir framan mig tóku uppá thví ad fara ad taka tímann á hvor ödrum og ég gleymdi mér og fór ad fylgjast med theim. Ég uppgötvadi ad thad er hægt ad gera ansi mikid á 2 mínútum en thetta er ansi mikid stress og their spurja hvorn annan útúr líka. Mér finnst snidugt hvernig their gera og ég ætla ad fá stelpurnar til ad vinna med mér svona thegar ég er búin ad sjá ljósid ad fullu.
En já thetta var bara svona smá vefjafræditrúnó....

posted by benony 9:06:00 e.h.
 
Ein ég sit og sauma inní litlu húsi.
Enginn getur séd mig
nema litla músin.
Hoppadu upp og lokadu augunum
bentu í austur
bentu í vestur
bentu á thann sem ad thér thykir bestur.

Hver man ekki eftir thessum leik, ég rifjadi hann uppí dag med litlum skvísum sem voru klæddar í bleikt. :)

posted by benony 4:05:00 e.h.


{laugardagur, maí 22, 2004}

 
Ég hjóladi á skilti í morgun...vildi bara koma thví á framfæri.

posted by benony 10:30:00 f.h.


{föstudagur, maí 21, 2004}

 
Ég var að uppgötva að það er föstudagskvöld...

...allir dagar renna í eitt þegar maður er í próflestri og að það sé komin helgi er bara eins og að það sé komið haust eftir vindasamt sumar. (geðveikt djúpt!!!)
Allir vinir mínir á Íslandi eru búnir í prófum og mér finnst yndislegt að hugsa til þess að sumarið sé byrjað á Íslandi og vinir mínir séu núna að djamma út í nóttina. Ég fer alveg að koma eldhress og villt og tryllt örugglega eftir mikla setu og mikið djammleysi. Ég keypti miðann heim í dag og það er alltaf stemmning...maður fær svona fiðring!!!
Ég vona að þið hugsið fallega til mín hérna í innilokaðri í dönsku sumri því ég þarf alla orku sem fæst. :) Hlakka samt svo til að koma heim!!!




posted by benony 9:55:00 e.h.


{fimmtudagur, maí 20, 2004}

 
Haldiði ekki...

...að ég hafi verið að fá rúm. Eftir viku ligg ég ekki á gólfinu undir súðinni heldur í rúmi!!!! Yndislegt. Elvar og Harpa voru að kaupa sér nýtt og hugsuðu til fátæku stelpunnar sem sefur í kuðli á gólfinu. hahaha Já, frábært. Nú get ég sagst fara uppí rúm ekki niður í dýnu.
Takk fyrir mig :)

Ég er búin að vera í ruglinu í dag, og vonast til að taka mig á, á morgun. Ég er bara að fá nóg af því að sitja inni og lesa en þetta fer að verða búið og ég verð því að keyra mig áfram. Stundum verður maður bara að pína sig er setning sem ég lærði frá læknanema einum og það er víst rétt.
Ég skellti mér uppí skóla í morgun þar sem mér varð ekkert ágengt heima og hitti stelpurnar. Ég er greinilega að missa það því ég hlæ hæðst af eigin fyndni. Grenjaði augun úr mér af hlátri yfir einhverju sem ég sagði sjálf og leit svo upp eftir að hafa engst um og þá sátu bara brosandi andlit með smá vorkunarsvip í augunum. Ég ákvað að þegja eftir það. hahahahaha

OK, KOMA SVO TUNICA MUCOSA, TELA SUBMUCOSA, TUNICA MUSCULARIS, TUNICA ADVENTITIA!!! ;)


posted by benony 12:34:00 f.h.


{miðvikudagur, maí 19, 2004}

 
Ótrúlegt en satt




posted by benony 8:13:00 e.h.
 
Ég eldaði mér dýrindismat....

...í kvöld og hann bragðaðist bara ansi vel...hann var bara óbrenndur og vel kryddaður og allt saman. Ég fór að hugsa með mér að þetta væri kannski bara að koma hjá mér þessir húsmóðurstaktar. Ég borðaði matinn minn sátt og hugsaði með mér "you can do it girl!!!" Eftir átið setti ég diskinn minn í vaskinn og strauk um mallann minn og var sátt við frammistöðu mína. Svo leit ég á klukkuna og sá að klukkutími var liðin frá því ég hafði sett í þvottavélina og því hljóp ég niður í kjallara og sótti þvottinn. Mér til mikillar gleði var hvíti þvotturinn minn með fallegri grænni slykju yfir allt bara svona til að lífga aðeins uppá hann. Ég hafði þá sett heilt dökkgrænt lak með skjannahvítum þvotti. Góð Sara, þetta er að koma hjá þér!!!!!

posted by benony 12:23:00 f.h.


{þriðjudagur, maí 18, 2004}

 
Í dag byrjaði ég officialt í próflestri....

Kennslan hætt og upplestrarfríið byrjað. Ég hélt uppá þetta með að vera í náttbuxum og bol í allan dag og reyna að berja upplýsingum í hausinn á mér. Ég er líka byrjuð að safna rót á kollinn minn því það tilheyrir jú. Svo kem ég eiturhress heim með bauga eftir prófin, vonandi að ég meiki einhvern sens þá!!
En váhh, hvað ég hlakka til að koma heim :)

Bank bank bank

Ég opna hurðina

Sara:
Margrét: hæ, æ greyið mitt, ertu veik?
Sara: ehh, nei!

Segir okkur hvernig ferskleikin var yfirráðandi hjá mér í dag.

posted by benony 1:03:00 f.h.


{sunnudagur, maí 16, 2004}

 
Ég er stolt af Jónsa...

...hann var flottur og söng rosalega vel. Ég er alveg búin að sjá að við munum aldrei geta unnið Eurovision því við erum svo lítil og engin græðir á okkur og því fáum við engin atkvæði. Það er kannski möguleiki að við vinnum ef við sendum naktar píur smurnar í olíu að hlaupa um og hrista sig og af og til segja "HEY" eða "Shake it, shake it". Og ef til vill gætu þær hrópað "YEAH" til að skapa fjölbreytni en það er samt það sem þarf að passa sig á....má ekki vera of mikil fjölbreytni.
Ég er sár útí dani fyrir að gefa okkur bara 2 stig og tel það persónulega móðgun við mig. Þetta er bara drasl og ég er EKKERT bitur!!

posted by benony 11:50:00 e.h.


{laugardagur, maí 15, 2004}

 
Í gallabuxum og gulum topp....

..með hárið sett upp í klemmu hef ég verið í prinsessuleik í allan dag. Ég hef grátið og fengið gæsahúð trekk í trekk og verið ástfangin í hjartanu. Ég horfði á prinsinn gráta og horfa svo ástföngnum augum á Mary sína og það var ótrúleg upplifun. Hann kemur bara fram eins og hann er sjálfur og fyrir það dýrka ég hann... Hún er glæsileg og á heima í þessu ævintýralífi. Ég vildi að það hefði verið videocamera hérna áðan í litla herberginu mínu þegar við mútta vorum að hlusta á ræðurnar. Við sátum með McDonalds borgara og franskar og hökkuðum í okkur með tárin streymandi niður og þegar prinsinn sjálfur talaði til Mary sinnar þá heyrðust ekkahljóð í okkur. hahahaha Nú eru flugeldarnir í gangi og tími til að hátta.

Við fórum annars í voða næs boð heima hjá Elvu í dag þar sem við skríktum allar við prinsinum og glæsileika Mary. Eftir að þau voru gift hrópuðum við eins og við værum á fótboltaleik...."KYSSAST; KYSSAST; KYSSAST". En þau mega náttúrulega ekkert vera að sýna of mikið. Við æfðum okkur í vinkinu og vorum með allskonar týpur af því. Á leiðinni heim sat ég á græna hjólinu mínu með Valdísi vinkonu mér við hlið og hjólaði og vinkaði með konunglega vinkinu mínu framan í keyrandi og hjólandi fólkið. Fékk fólk til að brosa enda bara rauðhærð stelpa í gallabuxum og gulum topp...með hárið sett upp í klemmu.

posted by benony 12:37:00 f.h.


{fimmtudagur, maí 13, 2004}

 
Draumar...

Núna tvisvar hefur mig dreymt að ég er á gangi með þunga tösku á öxlunum að burðast með og svo þegar ég opna töskuna og kíki í hana er hún fyllt með hausum af fólki. Ég tek hvern hausinn á fætur öðrum upp og mig langar að sýna fólki en allir hlaupa frá mér öskrandi.

Er ég að verða klikkuð barasta.

Þessi draumur er samt ekkert fjarri sanni því í dag þegar ég fór með múttu um skólann minn var hún eins og kjúklingur í refagryfju. Mamma var svo hrædd að hún skalf og var alltaf að fela sig í trefilinn sem hún var með. Og ég hló bara svona eins og í hryllingsmyndunum "WHAHAHAHAHAHAHA". "Er ekki draugagangur hérna inni Sara?". BWHAHAHAHAHAHAH sagði ég þá bara.

Það er allt á suðupunkti í DK því krónprinsinn er að fara að giftast sinni heittelskuðu. Ég hyggst horfa á athöfnina hjá Elvu á morgun, hún er að baka og allt kerlingin fyrir brúðkaupið. Ég get alveg séð hvað þetta hlýtur að vera ævintýralegt fyrir hana Mary vinkonu og hún ber sig rosa vel. Frederik félagi er líka bara æði, hann er svo eðlilegur nefnilega og alltaf brosandi. Hann er voða skotinn í henni Mary sinni, það er greinilegt á því hvernig hann horfir á hana. Hún mun svo gefa frá sér sinn rétt að hafa skoðanir og má helst ekki fara á klósettið. Hún má heldur ekki segja brandara sem fjallar um eitthvað sem krónprinsessu ekki sæmir og þetta gerir hún allt fyrir hann Frederik sinn. Svo þarf hún að umgangast allskonar snobbað lið sem þekkir ekkert nema ríkidæmi. Ég myndi vilja prófa að vera í hennar sporum í svona viku því ég er svo athyglissjúk og sjúk í ævintýri en frelsið myndi ég ekki gefa...ég held líka að ég myndi deyja ef ég kæmist ekki á klósettið. En maður gerir kannski allt fyrir ástina....

posted by benony 9:36:00 e.h.


{miðvikudagur, maí 12, 2004}

 
Glaðningur...

Í gær þegar ég kom heim úr skólanum var mamma með gjöf handa mér. Hún gaf mér svona babe bol, þröngan, hvítan, stuttan þar sem stendur "If you think I´m a Bitch wait till you see my mum". Fyndið að vera í honum því hún af öllum gaf mér hann.

posted by benony 10:28:00 e.h.


{mánudagur, maí 10, 2004}

 
Við erum svo flippaðar....

Við mæðgurnar röltum um í bænum í dag í góða veðrinu og mér tókst að fá fleiri freknur í safnið. Ég græddi sumarkjól og boli og keypti mér svo sjálf geggjað gott sléttujárn eins og ég er búin að láta mér dreyma um og nýjan sturtuhaus og sturtuhengi.

Þegar ég fór að kaupa sléttujárnið kom mamma með mér inn og fór svo strax út aftur því það var svo heitt þar inni. Þegar ég kom svo út til hennar áttum við þetta stutta samtal:

Mamma: Mikið rosalega varstu lengi þarna inni, ég var farin að halda að karlinn væri bara að nauðga þér
Sara: Hvað er þetta mamma, við vorum bara í sleik
Mamma: ÆÐI!!!! Mikið rosalega var það gott hjá ykkur
Sara: ég veit

Þegar við komum heim sofnaði mútta eins og hún er gjörn að gera í þessari ferð hennar. Ég sat og notaði tækifærið og lærði á meðan.
Svo vaknar skvísan

Mamma: Sara mín, gast lært eitthvað á meðan ég svaf
Sara:
Mamma: æ, hvað það var gott
Sara: já, ég lærði að mellemöret innerverast af nervus glossopharyngeus via nervus tympanicus sensitíft og Meatus acusticus externus innervast sensoriskt af nervus auriculotemporalis, nervus facialis og nervus vagus.
Mamma: Frábært, akkúrat það sem ég þurfti að vita

Og svo skellti ég mér í sturtu til að prófa nýju græjurnar sem ég var að kaupa. Nýr sturtuhaus og nýtt sturtuhengi. Þegar ég var að þurrka mér hrópaði mamma:

HVERNIG VAR?????
Sara: geggjað komdu og sjáðu
múttan kemur hlaupandi og Sara skrúfar frá vatninu
Sara: Sjáðu mamma, sjáðu hvað þetta er flott
Mamma: YES!!!! Eins og hjá venjulegu fólki bara!!!

Já, þetta var dagur í lífi okkar mæðgna

posted by benony 11:48:00 e.h.
 
Börn eru yndisleg...

Í sjónvarpinu var verið að spurja börn hvað drottningin gerir, og ein stelpan segir:

"Hún vinkar fólkinu og spyr hvernig það hefur það og svo fer hún út í garð og athugar hvort það sé ekki í lagið með grasið".
hahhahaha

posted by benony 9:25:00 e.h.


{sunnudagur, maí 09, 2004}

 
Geggjos!!!

Veðrið er yndislegt í dag og ég var að koma inn frá því að lesa undir blómatréinu í garðinum heima. Það gekk bara vel, ég hafði bara eyrnartappa og sólgleraugu til að vera aðalgellan á svæðinu. Ég meina hver kikknar ekki við að sjá gellu með eyrnartappa lesa útí garði. Ég mundi!!!!

Annars eru dagarnir yndislegir þó svo að ég sé bara með hugann við bækurnar, jú og auðvitað hana móður mína elskulegu. Við stelpurnar eyddum öllum deginum í histologíusalnum í gær við að skoða sýni og það var frekar leiðinlegt. Í pásunni gerðist frekar neyðarlegur hlutur fyrir mig. Nusha var svo sár útí mig fyrir að ég hafi aldrei sungið fyrir hana og þegar ég var að reyna að snúa útúr þá sagði hún meira að segja "hvor er du irreterende". Mér fannst það frekar fyndið. Svo ákvað ég að láta slag standa, eldrauð í framan með skjálfandi rödd byrjaði ég að syngja kærlighedssang fyrir Nushu og Valdísi. Mér finnst erfitt að syngja bara fyrir fáa sem eru að nuða í mér að syngja, þá verð ég feimin en ég lét slag standa þar sem þetta voru bara þær. Eftir smá stund labbar ein norsk stelpa úr þurra salnum í skólanum og brosir til Valdísar. Hún hafði þá, ásamt fullt af liði sem sat og var að læra þar inni heyrt allan sönginn og örugglega strákarnir í tölvuherberginu því það var jú opið þar inn. hahaha Frekar glötuð með koncert inní miðjum skóla.

Annars eru danir að missa sig yfir brúðkaupinu sem verður næstu helgi og það gengur allt útá það. Prinsinn Frederik (herra gorgeus) og Prinsessan Mary (frá Ástralíu og geggjað glæsileg) eru að fara að ganga í það heilaga og í sjónvarpinu eru heilu kvöldin bara með fréttum frá undirbúningi brúðkaupsins. Á hverju kvöldi fram að brúðkaupi eru veisluhöld þar sem fína fólkið mætir og spjallar saman. Þetta er allt frekar fáránlegt finnst mér og þvílíkir peningar sem fara í þetta. Það væri hægt að nota peninga dönsku þjóðarinnar í eitthvað sniðugra en að gefa þeim stell þar sem hver diskur kostar 10.000 danskar.
En þau eru flott og hún hlýtur að elska hann ótrúlega mikið fyrst hún er tilbúin að fara í þennan pakka fyrir hann. Hún verður náttúrulega drottning yfir Danmörku en ég velti fyrir mér samt hvort hún geri sér grein fyrir hvað hún er að fara útí.

posted by benony 8:14:00 e.h.


{föstudagur, maí 07, 2004}

 
mammasín!!!!

Það er aldeilis gott að hafa mömmu sína hjá sér. Það er reyndar erfitt að vakna og fara frá henni en þar sem styttist í próf hjá mér þá verð ég að skilja skvísuna eina eftir í kotinu svo ég geti lært. Ég kom heim í dag og þá var skvísan í mestu makindum að horfa á sjónvarpið og láta sér líða vel. Við fengum okkur svo eitthvað svínakjöt og salat og röltum svo niður í bæ. Þar sem það er "Den store bededag" í dag þá var allt lokað og læst þannig að við röltum bara um og kíktum í búðarglugga og létum okkur dreyma. Við skoðuðum líka matseðlana á restauröntunum því við erum búnar að ákveða að fara eitthvað fínt bara tvær út að borða á afmælisdaginn hennar múttu skvísu. Hún verður sextug þannig að það er tilefni til að fagna vel og vandlega. Svo kíktum við á ráðhúsið sem hún og pabbi giftu sig í hérna á árum áður og mér fannst ansi gaman að fylgjast með henni. "Þetta hús var ekki hérna þá!!! Þessi gata var ekki svona". Ég góðlátlega minnti hana á að það geti margt breyst á 25 árum. Hún samþykkti það að sjálfsögðu.

Ég þarf að vakna snemma á morgun og skella mér uppí skóla. Mamma ætlar að kíkja á markaðinn hérna úti og fara í búðir og kaupa eitthvað flott handa sér. Við ætlum svo að hittast heima hjá Sveinbirni frænda því þau voru að bjóða okkur í mat á morgun. Við náum að pússla þessu eitthvað við mæðgurnar. Og þó svo að ég þurfi að læra líka þegar ég kem heim á kvöldin þá er gott bara að vita af hvor annarri :)

posted by benony 11:29:00 e.h.


{fimmtudagur, maí 06, 2004}

 
Ég er að fara að sækja mömmu mína á lestarstöðina :)

posted by benony 12:41:00 e.h.


{þriðjudagur, maí 04, 2004}

 
Ég var að velta einu fyrir mér....

Hvað er málið með Tyrkjagaura sem eru að afgreiða í búðum sem daðra við kúnnana? Ég meina halda þeir virkilega að þeim verði eitthvað ágengt? Og hvað með að gefa til baka og strjúka peningnum eftir lófanum áður en hann er settur í lófann??

Ég sé fyrir mér:
"já, ég kynntist manninum mínum þegar ég var að versla mér kebab á kebabstað. Hann var þar að afgreiða mig og það var eitthvað við hvernig hann horfði girndaraugum á mig og reyndar stúlkuna sem hann afgreiddi á undan mér líka sem fékk mig til að uppgötva að hann væri sá eini rétti. Og ég var sannfærð eftir að hann notaði trixið að strjúka klinkinu eftir lófanum mínum. Já, ég sannfærðist þá!"

posted by benony 11:32:00 e.h.


{mánudagur, maí 03, 2004}

 
Jeg har været flittig*....

Rúmlega 12 tímar uppí skóla og lestur næstum stanslaust.... ég náði að sitja alveg við og stóð bara upp til að borða og skvetta úr Jakobínu. Svona verða næstu dagar því prófið nálgast. Mamma er samt að koma til mín á fimmtudaginn og ég hlakka óneitanlega geðveikislega mikið til að fá hana og knúsa hana og kjafta við hana. Þó ég geti ekki mikið sinnt henni þá verður gott að vita af henni í sama bæjarfélagi.

Ég veit ég er sorgleg en ég held að toppur dagsins hafi verið í morgun þegar ég verslaði í bóksölunni orðabók, stílabók, penna og bókstatív. Ég er nörd ég veit, en mér finnst svo gaman að kaupa mér bækur og þá sérstaklega læknisfræðibækur. Eiginlega skemmtilegra en að kaupa mér föt (úpps, missti gellustimpilinn). Botn dagsins var kebabinn sem ég splæsti á mig á leiðinni heim því ég var svo svöng og hlakkaði svo til að borða hann en hann bragðaðist hræðilega. Það var kanilbragð af honum.

Jú, annar toppur dagsins...email frá Dóra bróður mínum þar sem meðal annars stóð: "við ættum kannski að hringjast á og tala hvert annað í rugl"

*flittig þýðir að komast yfir mikið af verkefnum eða yfir mikið efni....mjög mikið sagt í skólanum..."har du været flittig i dag?". ég er bara tiltölulega nýbúin samt að fatta hvað krakkarnir hafa verið að meina með þessu.

posted by benony 11:38:00 e.h.
 
Hápunktur dagsins

Hlýr kvöldblærinn ylur mér er ég þeytist um á fáknum á hjólastígnum frá háskólanum. Dádýr hleypur á harðaspretti eins og einhver sé að elta það á akrinum sem skólinn stendur við og ég get ekki annað en fylgst með dýrinu þar til það skýst inní skóginn. Ég hjóla áfram löturhægt til að njóta stundarinnar og horfa í kringum mig. Allur gróður er að vakna til lífsins og tréin hafa að geyma blómstrandi blóm hvít, bleik, gul og rauð. Ég dreg inn andann og finn ilmandi gróðurlyktina fylla mig aukinn kraft og ég finn hve hamingjusöm ég verð. Á undan mér hjólar ástfangið rokkarapar sem hjóla hlið við hlið og leiðast. Ég get ekki annað en brosað út í annað því þau voru svo sæt eitthvað, flissandi og glöð. Þau hjóla hraðar en ég þannig að brátt eru þau úr búin að stinga mig af en ég læt mig engu um það skipta því ég er að njóta mín. :)

posted by benony 12:00:00 f.h.


{sunnudagur, maí 02, 2004}

 
Ég fékk lit í dag....

..held ég allavega. Ég er allavega nógu heit í andlitinu og ekki er ég að roðna yfir neinu. Freknurnar láta sjá sig og ég er sátt við það.

Dagurinn byrjaði á því að Guðný hringdi og sagði að hún þyrfti mína hjálp því það væri svo mikið eftir að gera fyrir afmælisveisluna hans Auðuns litla sem varð 8 ára. Ég flýtti mér í föt og hafði mig til og sá að það voru þrumur og eldingar úti. Ég hugsaði "damn, ég get ekki hjólað í þessari rigningu". Þannig að ég hljóp uppá lestarstöð og á leiðinni út þurfti ég að spjalla smá við Margréti og svo hitti ég Elvar og Hörpu á gönguljósunum og þurfti aðeins að hlægja með þeim. Þetta varð til þess að ég missti af strætó...sá hann keyra framhjá mér. Svo fór ég inná lestarstöð og hitti Nushu og við spjölluðum smá þangað til strætó kom. Nusha fór í leið 42 og ég ætlaði í leið 22 þannig að við kvöddumst. Ég svona stend með allt mitt hafurtask fyrir utan strætóin meðan allir ganga inn og tel aurana mína. Svo lít ég upp og geng að hurðinni en þá lokar karlinn bara hurðinni á mig og keyrir af stað. Ég hljóp á eftir honum "NEI NEI EKKI FARA FOR HELVEDE" en hann keyrði bara burt. Á þessu tímapunkti var ég orðin pirruð en það var hætt að rigna þannig að ég hljóp heim aftur og sótti hjólið mitt. Þar sem ég þurfti að gefa barninu stóran pakka, stærsti pakkinn var frá Söru frænku ;) þá var frekar erfitt að hjóla með hann en það tókst að lokum og ég var alltof sein. Rosaleg hjálp í mér eða þannig....

Það var gaman að ærslast með krökkunum og ég hitti fullt af litlum prinsessum sem vildu fá að leiða mig og vildu fá að vera í mínu liði og svona. Veðrið var líka æðislegt og við gátum leikið okkur úti. Ég brunaði svo uppí skóla og náði að lesa smá um fokkings heilataugarnar áður en ég fór að keyra Guðný í partý. Eftir að ég var búin að keyra hana þá setti ég múzzíkina í botn og var að fíla mig að keyra...fannst ég vera voða pæja á bíl!!! :)

En hvernig líður þér Sara?? Jahh, ég er hrædd en samt glöð... hlakka til að fá mömmu mína en með prófkvíða...já

posted by benony 12:52:00 f.h.

spacer