Nú er ég formlega orðin læknanemi og ég er rosalega glöð með það. Það er búið að vera brjálað að gera síðan ég kom hingað út og ég hef stundum þurft að staldra við til að njóta þess að ég sé á þessum stað í lífinu núna. Á föstudaginn talaði prófessor deildarinnar við okkur og hann var rosalega dramatískur í máli (eins og ég) þannig að ég fílaði mjög að hlusta á hann. Hann sagði "Nú verðið þið læknar" og það var mjög góð tilfinning að heyra hann segja það. En ég geri mér grein fyrir því að það er ekki gefið, það bíður mín rosaleg vinna og ég ætla bara að standa mig. Ég er búin að vinna svo hart að komast í þessa stöðu sem ég núna þannig að ég hlýt að geta sýnt að ég geti staðið undir þessu.
Fyrsti dagurinn í skólanum var alveg kostulegur, ég get enn hlegið að honum. Ég mætti í skólann í mjög dramatísku skapi...þið vitið Fyrsti dagurinn í skólanum af 6 árum og þegar síðasti skóladagurinn er búinn þá verð ég orðin læknir og eitthver svona hugsun hehehe Ég settist inn í fyrirlestrarsalinn ásamt Kristni (sem var að vinna með mér og er núna skólabróðir minn), Valdísi og Elvu. Ég var með mjög mikið kitl í maganum og var svo spennt eitthvað eins og þegar ég var að byrja í skólanum þegar ég var 6 ára. Ég horfði yfir hópinn og skannaði fólkið sem á eftir að fylgja mér næstu 6 ár og verða líklegast vinir mínir, allavega eitthverjir af þeim. Mér leist mjög vel á þetta allt saman en þá byrjaði allt þetta brjálaða. Faglig vejleder (einskonar námsráðgjafi) mætti í pontu og sagðist vera með mjög slæmar fréttir. Því miður hafi verið yfirbókað í bekkina og því yrðu nokkrir að falla frá og fara á standby plads. Við svitnuðum öll og ég sá að Kristinn leit niður á bringuna á sér og krosslagði fingur. Kitlið í maganum mínum breyttist í kvíðahnút og ég var orðin mjög hrædd. Konan las upp tvö nöfn af strákum og þeir trylltust. Hún var mjög köld og sagði bara því miður þetta verður að vera svona. Ég horfði á annan strákinn og hann var með tár í augunum og var greinilega mjög reiður. Ég var orðin brjáluð sjálf og var eitthvað farin að rífast við Kristinn. "þeir geta ekki gert þetta!!! Hvað munar um fokking tvo??" Ég var sko alveg brjáluð ;)
Næsta sjokk var að það kom nýútskrifaður hnykklæknir og fór að kenna okkur að þreifa hvert annað. Allt í einu rekur ein gellan upp skaðræðisöskur og slær strákinn sem var að þreifa hana. Þarna var ég farin að hugsa "hvað er í gangi hérna??" :)
Þegar átti að fara að skipta okkur upp í bekki stukku strákarnir sem höfðu verið settir á standby pláss og námsráðgjafinn og stelpan sem hafði öskrað fram og rifu sig úr fötunum. Þá voru þetta allt saman Tutorar (eldri nemendur sem eru að sjá um félagslíf nýnemana) Allt bara plat :)
Ég lenti svo í bekk sem mér líst rosa vel á, þetta er svona algjör skvísubekkur þannig að ég þarf að hafa mig alla við ;) Ég er eini íslendingurinn í mínum bekk og það er bara mjög gott finnst mér. Þá verður meira krefjandi fyrir mig að falla inn og ég get kynnst dönunum betur. Í bekknum mínum var svo einn strákur í hjólastól og hann leit mjög svona "sad" út. Rauður í augunum og brosti alls ekki. Eftir að við vorum búin að standa fyrir framan bekkinn og kynna okkur þá pissaði hann á gólfið og honum var ýtt hratt út. Þegar hann kom inn aftur í bekkinn var hann grátbólginn og hann horfði bara í gaupnir sér. Þá stóð mér nú ekki á sama, ég hvíslaði þá að einni bekkjarsystur minni að ég héldi nú að þetta væri enn ein lygin. Hún var svo hneyksluð á mér og spurði mig "hver heldurðu að grínist með svona hluti???, Hann er lamaður og ræður ekki við þvaglátin". En ég horfði stíft á hann og beið eftir að hann færi úr karakter.
Um kvöldið hittumst við svo heima hjá einum tutornum og pöntuðum okkur pizzu og þar mætti lamaði gaurinn alveg eiturhress standandi á báðum fótum. Þetta hafði verið plat eins og allt annað. Þannig að svona er tekið á móti nýnemum í háskólanum hérna í Odense. Þeir gengu meira að segja svo langt að láta okkur taka próf í efnafræði-eðlisfræði og anatómíu og sögðu að þeir sem stæðu sig best yrðu settir í proffabekk og hinir í hægan bekk. Ég var voða stressuð að reikna á fullu því mig langaði sko ekki í hæga bekkinn :) En þetta var líka plat og ég féll fyrir þessu öllu....nema með strákinn í hjólastólnum....
Það er búið að vera djamm öll kvöldin í skólanum og ég er greinilega orðin gömul eða eitthvað því mér finnst þetta ekkert voða spennandi allt þetta djamm. Ég hlakka bara til að byrja á náminu og bíð spennt eftir efnafræðifyrirlestri sem er á morgun. hehehe Algjört nörd.
Davíð gistir ennþá hjá mér því hann hefur ekki fengið húsnæði og Kristinn er líka búinn að vera hjá mér en hann var í Kaupmannahöfn hjá kærustunni sinni yfir helgina. Hann hefur ekki heldur fengið neitt húsnæði og því verða þeir hjá mér út þessa viku geri ég ráð fyrir. Það er örugglega mjög fyndið að sjá okkur í kremju í litla herberginu mínu. Davíð á dýnu á gólfinu, Kristinn í sófanum MÍNUM (Bryndís og Gummi gáfu mér sófann) og ég í rúminu mínu. Svo hrjóta þeir í kór og ég tala við sjálfan mig. Og vitiði hvað....ég tala ekki á íslensku...ég er farin að tala á fokking DÖNSKU upp úr svefni!! hahahhaahhahah posted by benony 11:57:00 e.h.
mánudagur, ágúst 25, 2003
Ég er komin "heim" heil á höldnu
Ferðin gekk mjög vel í dag þó svo að ég hafi sofið yfir mig eftir klukkutíma svefn og hljóp út þegar ég var sótt og gleymdi farseðlunum. Þegar var verið að kalla upp í vél var ég í miðri röðinni til að skipta í gjaldeyri en ég ákvað að þetta myndi nú örugglega reddast og beið aðeins lengur. Ég náði ekki að skipta í gjaldeyri og ég var fjórða síðust inn í vélina. Það átti að fara að kalla upp nafnið mitt. Þegar við lentum tók við lestarferð og ég náði að sofa vel í lestinni þannig að hún tók fljótt af. Við Davíð sváfum svo vært að ég rétt rankaði við mér þegar sagt var "næste stadition Odense" og ég þurfti alveg að hrissta Davíð því hann var ekkert á því að vakna.
Ég get aldeilis farið að hlakka til vetursins því ég er bara nýkomin og það er strax komið voða plan fyrir næstu daga. Fyrir utan allt djammið í skólanum sem verður á miðvikudag, fimmtudag og föstudag þá var verið að hringja og bjóða mér í saumaklúbb á föstudagskvöldið, svo komu hingað danir og skráðu mig í baseball lið og með því mun ég keppa á laugardaginn hérna á kolleginu. Svo er grísa fest um kvöldið með tilheyrandi grísagrilli og svo balli um kvöldið þar sem ölið mun flæða eins og venjulega.
Ég segi ykkur betur frá skólanum þegar það allt byrjar en núna er bara að fara að hátta....ég er alveg að detta út af. Við ætlum að vakna snemma og reyna að finna handa Davíð samastað...hann er heimilislaus greyið...
p.s ég held að ég sé að meika það í eldamennskunni. Ég ákvað bara að elda eitthvað létt og keypti pulsur og mér tókst svo vel upp að ég brenndi brauðið og pulsurnar klofnuðu svo heiftarlega að þær fóru næstu alveg í sundur. Mar bara getur ekki soðið pulsur einu sinni.
Og já, þegar ég kom heim til mín í herbergið þá var Bryndís búin að gera rosalega sætt hjá mér. Búin að setja sófa inn til mín þannig að ég get tekið á móti gestum og svo var lítil sæt motta á gólfinu. Algjört krútt hún Bryndís. Og Cecile tók á móti mér með rjúkandi pönnukökum til að bjóða mig velkomna heim....æ, það eru allir alltaf svo góðir við mig.
Ég á að fara að vakna eftir 3 tíma til að leggja af stað upp á flugvöll. Hélt að ég væri að fara að taka rútuna uppeftir en mér hefur boðist far með Davíð þannig að það er fínt. Vélin mín fer í loftið klukkan 7:30 þannig að þið verðið að hugsa til mín...ef þið verðið sofandi þá verðið þið allavega að dreyma mig hehe
Helgin er búin að fara í að kveðja fólkið mitt. Strákarnir mínir héldu smá kveðjuteiti fyrir mig heima hjá Gumma Jóh á laugardagskvöldið og það var bara yndislegt. Þeir eru alltaf svo góðir við mig þessar elskur. Ég upplifði mig svolítið eins og smá skrýtna stelpu í gær því stelpurnar voru búnar að koma sér vel fyrir inni í eldhúsi og ég sat ein inni með strákunum. Bryndís hans Gumma kom svo til mín og sagði "hey, Sara ef þér leiðist að vera með strákunum þá erum við inni í eldhúsi" og ég leit á hana með augun full af tárum því ég var búin að hlægja svo mikið og sagði bara "Já, ok ég er alveg að koma".
En kvöldið var frábært og við skemmtum okkur konunglega. Ég hitti svo Gústos á Hverfis og þegar hann óskaði mér til hamingju þá skildi ég ekkert hvað hann var að tala um. "Til hamingju með hvað????" Nú með læknisfræðina sagði hann þá. Hann er búinn að fylgjast með læknabaráttunni frá byrjun og nú er ég orðin svo vön tilhugsuninni um að ég sé komin inn loksins að ég kom bara af fjöllum með hvað hann var að óska mér til hamingju með.
Við hlupum svo í rigninguna ég, Jói, Birna, Bryndís og Heiður og ég keyrði liðinu heim til sín á "bláa prinsinum".
Í kvöld er svo búin að vera svona family kósý stemmning heima hjá Nadý systur þar sem við vorum bara í rólegheitum að spisa læri og svona. Þetta var líka svona kveðju dæmi fyrir mig og svo Dóra en hann kemur til mín eftir mánuð til Dk. Ekki slæmt ;)
Ég verð komin aftur á klakann áður en þið og ég vitum af....það er þægilegt að hugsa það þannig. bæ á meðan! posted by benony 5:20:00 f.h.
þriðjudagur, ágúst 19, 2003
Við feðginin erum búin að vera stússast saman
Pabbi er svona gaurinn sem allir krakkarnir í hverfinu voru hræddir við þegar við vorum lítil. Margir vina minna erum enn hræddir við hann, það er kannski út af því að hann er svona stór og sterkur og svolítið svona brúnaþungur. Hann hefur samt meikað það í körfubolta með strákunum mínum en sagði þeim þó auðvitað til. Hann var góður við mig í dag karlinn og skutlaði mér út um allt. Við fórum í Lín og bankann og svona. Hitti Láru gellu í bankanum og hún sagði þjónustufulltrúanum að ég ætti svo bágt þess vegna yrði hún að vera góð við mig. Ég var nú ekki sammála um að ég ætti bágt þannig að ég bað þjónustufulltrúan að vera ekkert góð við mig. :) Enda var hún ekkert góð við mig ;)
Ég á bara þrjá daga eftir í vinnunni og sé því fyrir endanum á þessu. Ég er búin að vinna mikið en maður hefur bara gott af því, ungur og ferskur! posted by benony 4:50:00 e.h.
mánudagur, ágúst 18, 2003
Bara vika í heimferð....
Tíminn líður hratt og í dag er nákvæmlega vika í að ég fljúgi heim á leið.. já, ég segi heim því eiginlega á ég heima í Danmörku núna. Þar er ég skráð og þar er allt dótið mitt. Ég er búin að kvíða í allt sumar að fara út aftur en nú hlakka ég bara til.
Ég hlakka til að hitta félagana sem búa úti og komast inn í skólalífið aftur.
Ég hlakka til að hefja fyrsta skólaárið mitt sem læknanemi og vita hvort að það er eins góð tilfinning og í draumum mínum :)
Ég hlakka til að klæðast léttum fötum og vera samt hlýtt.
Ég hlakka til að fara að hjóla
Ég hlakka til að hitta Sveinbjörn og fjölskyldu
Ég hlakka til að tala dönsku
Ég hlakka til að kynnast nýju fólki
og já..ég bara hlakka til :)
Það er búið að vera yndislegt hjá mér í sumar, hefði ekki getað verið betra bara. Ég er samt búin að vinna kannski of mikið og þ.a.l ekki náð að hitta alla sem mig hefur langað að hitta. Ég á enn eftir að hitta Lukku, Sindra, Gaxel og hefði viljað eyða smá meiri tíma með Guðný vinkonu. En ég á enn 7 daga eftir þannig að ég gæti náð að klára þetta. :)
Lífið er yndislegt..ik´os?
Eins og fjölmargir vita var ég í Gospelkór í Danmörku og fór þar með hlutverk sólósöngkonu og fílaði það í botn. Ég hef alltaf heillast af Soul-tónlist og finnst ákaflega gaman að syngja svoleiðis þannig að ég komst í feitt þegar ég skráði mig í þennan kór. Kórstjórinn hafði óbilandi trú á mér og lét mig syngja hvert sólóið á fætur öðru. Ég hafði mjög gaman að þessu og var alltaf endurnærð eftir hverja æfingu. En ég hætti samt og var ekkert með eftir áramót því mér fannst þetta of trúað fólk sem var með mér í kórnum. Ekki það að það sé eitthvað slæmt heldur þá gekk þetta of mikið út á að "praise the lord" og "hallelúja" þannig að ég fílaði mig ekki nógu vel. Við vorum alltaf að troða upp á einhverjum kirkjusamkomum og þar sem ég söng sóló með kórinn æpandi fyrir aftan mig um hvað jesús er æðislegur og hve mikið við vildum helga lífi okkar jesú og þess háttar þá leið mér svolítið eins og svikara. Ég trúi á guð á minn hátt en líf mitt er ekki helgað honum eins og hjá þessu fólki. Ég er að hugsa um að vera ekki með þetta árið en samt langar mig að syngja einhversstaðar... Það er kannski bara Stjerne for en aften ;) posted by benony 6:30:00 e.h.
miðvikudagur, ágúst 13, 2003
Ég er svo þreytt...
Ég er á næturvakt og augnlokin mín eru sífellt að detta niður og að halda þeim uppi er eins og að lyfta gríðarlega þungum steini og ganga með hann 10 metra. Samt svaf ég vært í dag ef frá með talinn eru nokkur símtöl sem ég þurfti að svara. Ég er ákaflega vinsæl þessa dagana og það bregst ekki að þegar ég er að sofa úr mér eftir næturvaktir eða að undirbúa mig fyrir næturvakt þá er ég vakin af símanum alveg nokkrum sinnum af vinum sem vilja spjalla. En ég kvarta ekki því að það styttist óðum í brottför og því er um að gera að njóta þess að spjalla við vini sína.
Ég hlakka svo til að skríða upp í rúm á eftir. Ég ætla að sofa í einum dúr undir tónum Noruh Jones til klukkan 14 og þá er stefnan tekin til Karenar með saumaklúbbsskvísunum. Hún var að kaupa sér íbúð og því er málið að fara í kaffi til hennar og kíkja á nýja heimilið hennar.
Og talandi um Karen.... Hún tilkynnti mér um daginn að hún hefði notað kafla úr blogginu mínu í kennslu. Hún kennir 8. bekk og þau voru að fjalla um dagbækur og uppbyggingu á þeim og þá dreifði hún ljósrituðum kaflanum og las hann upp fyrir bekkinn. Mér finnst þetta voða fyndið, og gaman að heyra að krakkarnir hafi þótt gaman að honum. Þetta er einmitt kafli sem margir tala um við mig, t.d Arnar sagðist hafa hætt að lesa bloggið mitt eftir að hann las þennan kafla því hann hafði gert sér ákveðna mynd um mig og honum fannst þessi bloggfærsla eyðileggja þá ímynd...hvað svo sem hann meinti með því :)
Ég leyfi þessum kafla að fylgja með til upprifjunar... ;)
Nokkrum mínútum eftir að ég skildi við ykkur síðast þá fór ég áleiðis á þennan fræga Julefrokost læknanema. Ég er ekki að grínast með það en við stöllurnar þ.e ég og eiginmaður minn hún Sandra við hjóluðum niðureftir í árshátíðarkjólunum okkar :) hahahhaha. Glætan að ég hefði gert það heima!!!! Best að hjóla bara!!! Það er klauf uppí mitt allra heilagasta á kjólnum eða svona næstum þannig að þið getið ímyndað ykkur hvað gellan var girnilega að hjóla með bera leggi búin að draga kjólinn upp til að hann myndi ekki festast í keðjunni!!!! Enda voru einhverjir bílar að bibba á okkur vinkonur en við létum okkur fátt um finnast því við vorum ákafar að komast á áfangastað. Það var mjög kalt og því voru fætur okkar og sérstaklega tær eins og ísmolar!!! Mig langaði að fara að gráta því mér var svo kalt. En loksins komumst við og þá fórum við beint inn á klósett og sú sjón sem tók á móti mér í speglinum var ekki upp á marga fiska því málinginn var komin yfir allt andlit....ég tárast svo þegar ég hjóla á móti vindi.
En okkur hlýnaði fljótt og meikið var bara þurrkað...
ég sat ein með hugsanir mínar í strætóstoppistöð, að bíða eftir vagni 12 sem myndi taka mig niður í miðbæ Reykjavíkur til að hitta vinkonur mínar, meðlimi HÁS. Þennan sama dag hafði Gay-pride dagurinn verið og ég hafði "beilað" á honum í fyrsta skipti vegna mikillar þreytu og rigningar. Ég hafði einnig verið í skírnarveislu til klukkan hálf fjögur þar sem ég fór með hlutverk guðmóður eða skírnarvotts (mér finnst guðmóðir skemmtilegra heiti) og náði að græta foreldrana með söng mínum...vonandi vegna fagurfræði söngsins en ekki vegna falskleika. En þarna sat ég og kona um sextugt kemur inn og spyr hvort strætó sé farinn. Ég segi henni að hann sé rétt ókominn og hún sest þá við hliðina á mér. Við byrjum að spjalla saman, og umræður okkar fara mjög fljótlega að snúast um samkynhneigð vegna Gay-pride dagsins.
Hún tilkynnir mér að hún sé alfarið á móti þessari athyglissýki. Þegar hún var ung þá hafi þetta sko ekki þekkst og þá hafi allir verið "heilbrigðir". Ég bendi henni góðlátlega á að í gamla daga þá hefðu engar umræður verið um samkynhneigð og því hefðu fólk með samkynhneigðar kenndir falið sig og talið þær vera rangar. Í dag væri miklu opnara og því gæti fólk komið fram eins og það er klætt og verið frjálst með sínar kenndir. Hún lítur á mig og spyr "Ert þú hinum megin?" Ég spyr hvað hún á við og þá spyr hún mig hvort ég sé lesbísk. Ég segi að reyndar sé ég það ekki og þá æsist hún upp. "já, þá get ég sko sagt þér að ég vorkenni ungu fólki, í dag verður fólk samkynhneigt á að vera misnotað og nauðgað þegar þau eru börn og svo líka eru aðgerðir gerðar á börnum þar sem grædd eru önnur kynfæri". Við þessi orð hennar kemur strætisvagninn okkar, ég lít á hana og hugsa með mér "hún hefur eitthvað blandað saman umræðum og misskilið eitthvað". Ég lít brosandi á hana og geng inn í vagninn og læt staðar numið í þessum umræðum því það getur tekið tíma að kenna gömlum hundi að sitja. posted by benony 7:13:00 f.h.
föstudagur, ágúst 08, 2003
Ég var að koma úr blettatöku hjá lækninum sem mér fannst hin mesta skemmtan.
Ég átti að leggjast upp á bekk og hvíla hendina á borði og svo sprautaði hann mig til að deyfa auðvitað. Ég fylgdist grannt með og það var bara ekkert vont að láta sprauta sig, ótrúlegt hvað maður kvíðir alltaf sprautum en svo er þetta ekki neitt. Ég er enn voða dofin í á svæðinu sem bletturinn var tekinn en ég finn að þetta er að hjaðna. Læknirinn var mjög fínn..þetta er reyndar ekki minn læknir sem ég hef by the way aldrei séð því ég fer aldrei til læknis, en þessi var góður. Ég tók eftir að hann talaði mjög fagmannlega við mig þ.e eins og hann hefur lært í "Kommunikation" hehe (áfangi sem ég tek á fyrsta ári sem fjallar um hvernig koma á fram við sjúklingin og hvað á að segja) Eftir að hann var búin að skera og sauma fyrir leit ég á útkomuna og ég veit ekki hvaðan það kom en ég svona tautaði "Váhh, magnað". Ég sá að læknirinn brosti...hefur fundist ég eitthvað skrýtin. :) Ég á að koma í saumatöku eftir viku og þá mun liggja fyrir niðurstaða úr ræktuninni. Hann sagði við mig áður en ég fór: "þetta er eitthvað, en hvað þetta er kemur í ljós".
Ég er bara búin að sofa í klukkutíma og ég var á næturvakt...úff! Er samt að fara í klippingu klukkan eitt og svo að hitta Karen vinkonu í bænum á eftir... Ég sem ætlaði að djamma í kvöld...jú jú ég er nagli..ég sef bara þegar ég er orðin gömul. posted by benony 2:34:00 e.h.
mánudagur, ágúst 04, 2003
Ég vinn eins og sjómaður...
...þessa helgina þar sem erfitt er að manna vaktirnar vegna helgarinnar. Ég er reyndar ánægð með að fá smá aukavaktir og svo er ég að vinna fyrir Kristinn og í staðinn fæ ég frí síðustu vaktina mína þannig að ég get kannski aðeins andað áður en ég fer út. Verst bara með þessa vinnu mína um helgina er að vaktirnar raðast þannig upp að ég vinn 8 tíma og fæ svo 8 tíma frí þannig að það er bara ein vakt á milli vinnu hjá mér og því er ég orðin mjög ringluð á því hvort að það sé dagur eða nótt. Í kvöld þegar ég var að fara í strætó til þess að fara á þessa næturvakt þá sá ég unglingsstráka vera með læti og ég hugsaði með mér "hvernig nenna þeir þessu svona snemma morguns". Þá auðvitað fannst mér klukkan vera 7 um morgun en hún var auðvitað að ganga 11 um kvöld. Alveg orðin rugluð.
Ég hef mjög góðan yfirmann og hún var með smá áhyggjur af mér en Andrés benti henni á að ég væri sjómaður..eheh
Ég er mjög ánægð með samstarfsmenn. Þeir skipta sér aðalega þannig að einn partur eru konur á besta aldri sem eiga uppkomin börn og barnabörn og hafa verið að vinna í heilbrigðisgeiranum í fjölda ára. Svo eru single hjúkkurnar og svo strákarnir sem flestir eru heimspekingar og mannfræðingar þannig að það eru miklar pælingar í gangi. Mér finnst gaman að vinna með eldri konunum því að það fylgir þeim svo mikið móðureðli og ég hef fengið að heyra að þær séu að plögga mig fyrir einhleypu strákunum á deildinni og finnst mér það mjög sniðugt.
Ég get gert góðlátlegt grín af hugsuðunum því þegar þeir tala saman kemur bara eitthvað óskiljanlegt upp úr þeim, en kannski eru þeir bara svona klárir og ég svona vitlaus en ég hef lítið til málanna að leggja þegar þeir byrja. Ég er samt búin að læra nokkrar setningar, þ.e svona heimspekisetningar, bara með að hlusta á þá. Eins og þessi "Guð er dauður, mennirnir drápu hann með því að hætta að trúa á hann". Svo er gaman að slúðra með einhleypu hjúkkunum, ein er meira að segja á mínum aldri þannig að það verður oft svona girl-talk :)
Já, ég mun sakna deildarinnar, en ætli ég komi ekki aftur næsta sumar eins og síðustu sumur. Einn læknirinn sagði þegar hann sá mig fyrsta vinnudaginn í sumar að honum finnist ég vera sumarboðin. Gaman að því :) posted by benony 4:45:00 f.h.
föstudagur, ágúst 01, 2003
Margt hefur drifið á daga mína....
Verður þá að nefna drykkinn sem barþjónn kom með upp að mér þar sem ég stóð upp á gluggakistu að dansa og benti á sæta stelpu sem stóð við barinn og blikkaði mig. Ég blikkaði bara á móti og stóð þarna með eitt skot í hendinni og vissi ekki hvað ég átti að gera við það. hehe
Nady systir kom í hingað heim til að sækja Sigvalda sinn og kom þá með rós handa Söru systur sinni í leiðinni. Ég spurði hvert tilefnið var en þá sagði hún bara "engin ástæða, mér þykir bara svo vænt um þig". Ekki allir svona heppnir að eiga eins góða systur og ég!!!
Er búin að vakna eldsnemma tvo síðustu daga og gera eitthvað úr dögunum. Búin að redda ýmsu sem ég þurfti að gera fyrir skólann og svoleiðis. Komin með síma aftur og það er bara sama númer, 662-1249. Fór með Diljá í gær að stússast og ég náði að fara í banka, Kringluna, bíó og tvisvar á kaffihús þann daginn, sem og heimsókn þar sem Oddlaug litla hennar Svanhvítar vildi ólm gera mig sæta og var að greiða mér og setja í mig spennur. Við Diljá fórum í 4 bíó í Kringlubíó..það voru svona stelpumyndir á 300 kr þannig að við fórum á "Bringing down the house" og þetta var svona skemmtileg afþreying.
Ég er búin að vera að redda húsnæðismálum fyrir mig úti. Mig langar nefnilega svo mikið að flytja frá Rasmus Rask.. Talaði við kollegieboligselskabet og þeir vilja reyna að hjálpa mér að komast niður í bæ. Ég á að hringja eftir 2 daga og þá ætlar Hanne Madsen að finna út úr þessu fyrir mig. Ef þetta gengur eftir þá mun ég búa í eins herbergja íbúð niðri í miðbæ sem er miklu betra en að deila íbúð einhversstaðar í rassgati eins og ég hef gert. Þetta verður spennandi. posted by benony 12:52:00 e.h.