Ég er núna orðin föðursystir!!!!!! Í gær, sama dag og draumurinn minn með læknisfræðina verður að veruleika fæðist lítill strákur í fjölskylduna mína! Silli bróðir minn er orðinn pabbi og ég var að heyra í honum og hann hljómaði rosalega hamingjusamur. Þessi litli skrákur kemur í heiminn með látum á degi sem ég hef verið að bíða eftir lengi og því verður hann óskastrákurinn minn. Rétt eftir að Silli hafði sagt við mig að þau væru rosalega stolt af mér heyrðist óp í litla krílinu eins og hann væri að segja "ÉG LÍKA"!!! heheh Þetta er sannalega hamingjudagur í lífi fjölskyldunnar og móðir mín sagði að þetta væri mesti hamingjudagur í hennar lífi... :) Með vot augu og gleði í hjarta kveð ég að sinni og óska bróður mínum og mágkonu minni henni Margréti innilega til hamingju með strákinn sinn og við litla strákinn segi ég..."ég hlakka til að kynnast þér og elska þig". posted by benony 7:04:00 e.h.
Thad er ekki á hverjum degi sem draumar rætast.... En í gær 30 maí 2003 rættist minn draumur, ég komst á topp fjallsins og ykkur ad segja thá er útsýnid stórkostlegt. Það sem ég sé héðan á toppnum er merkileg sjón því það sem ég sé eru heilu fjallgarðarnir sem ég á eftir að klífa. En með þessa góðu gönguskó og þessa reynslu og þekkingu sem ég hef öðlast við að klífa þetta fjall eru mér allir vegir færir og ég skal klífa öll þessi fjöll sama hve brött þau eru...maður má bara ekki gefast upp!!! posted by benony 11:00:00 f.h.
fimmtudagur, maí 29, 2003
Ég fór út úr þynnkufílunni sem sveif yfir íbúðinni minni og út í sólskinið....
Gyða var á djamminu í gær og sönnunargögn fyrir því að það var gaman hjá henni lýstu sér í ilmi sem tók á móti mér. En ég get kannski ekkert sagt því úr mínu herbergi kemur megn naggrísalykt hehe.. Dagurinn í dag er búin að vera yndislegur yfir bókunum. Ég fór nefnilega út og las og reiknaði og svona líka skaðbrann á annarri hliðinni. Þ.e hægri öxlin, kinnin og hálsinn eru svona rauð og heit. Vinstri hliðin er svo aftur föl og köld þá...
Ég er mikið búin að fylgjast með börnunum úti að leika í dag. Þetta er svo gaman hjá þeim bara hlaupa og svo finnst mér yndislegt þegar svona 9 ára gamlar stelpur eru í handahlaupum um allt. Þetta minnir mig óneitanlega mikið á mína æsku því ég stoppaði ekki í handahlaupum. Ég hef ekki reynt handahlaup núna lengi en ætli ég slíti þá ekki eitthvað...maður er orðin svo stífur eitthvað. Ég verð samt að prófa á morgun eða hinn...eða bara næstu daga, reyna að sanna fyrir sjálfri mér að ég sé enn voða létt á fæti þó það séu 6 ár síðan Jazzballetferli mínum lauk.
Ég ætla að stefna á að vera brún og sæt þegar ég kem heim þó svo að ég sé með rót dauðans og augabrúnir dauðans bara líka. Ég nefnilega var að pæla í um daginn því maður er alltaf svo "girnilegur" þegar maður er í prófum að fara í svona keppni við sjálfan mig og sjá hve ljót og ógeðsleg ég get orðið....en sólin skín svo skært að ég verð allavega að fá að vera smá brún...eða rauð....ok skaðbrunnin þá!!!
Ég er svo spennt núna að bíða eftir hringingu frá Silla bró því þau eru víst komin með verki þau skötuhjú...eitthvað að gerast hjá þeim! posted by benony 9:55:00 e.h.
miðvikudagur, maí 28, 2003
Ég er greinilega orðin obsest á öllum þessum óléttum og fæðingum í kringum mig....
..ég er líka búin að vera skoða svo mikið myndir af litlu prinsessunni henni Hrafnhildi hans Arnar Inga og Elínu þannig að mig dreymdi bara að ég ætti lítið barn í nótt. Mér var svo umhugað um þetta litla kríli og ég hugsaði ekki um annað í alla nótt en þetta barn sem ég þurfti að passa. Ég vissi að ég hafði ekki fætt það sjálf en mér fannst ég eiga það samt. Svo þegar líða fór á drauminn þá kom andlit á þetta litla barn og það varð allt í einu voða stórt en ég hélt samt ennþá því. Ég spái því að þessi manneskja sem andlitið var af verði næst ólétt/-ur. :) spændende.....
Annars verð ég bráðum frænkan í útlöndunum sem aldrei sést en það koma bara gjafir og kort frá. Margrét og Silli bróðir eru nefnilega ólétt og eiga að eiga bara eftir nokkra daga. Ég bíð alveg eftir hringingu þar sem segir að ég sé orðin þessi ókunna frænka. Mér finnst leiðinlegt að hugsa til þess að þegar ég verð kannski búin í námi þá er barnið orðið unglingur og hvar var ég allan tímann að sjá það vaxa úr grasi og segja því sögur og syngja fyrir það. Svolítið sorglegt.
Annars bólar ekkert á þessum mána þannig að við vorum kannski að ráða þann draum vitlaust...þetta þýddi kannski eitthvað annað.....ég er kannski bara of óþolinmóð hehe posted by benony 12:13:00 e.h.
þriðjudagur, maí 27, 2003
hey, ég var að finna þessar myndir á síðu hjá einum sem býr hér í Odense. Langar bara aðeins að sýna ykkur smjörþef af partýstemmningunni
´
Þetta var í partýi fyrir jól. Sett var saman hljómsveit úr partýgestunum og þarna erum við. Ég og Raggi í hvítu skyrtunni ásamt tveimur dönum sem voru víst í hljómsveit. Þessi dökkhærði var söngvarinn í þeirri hljómsveit. Sveinbjörn frændi fór eitthvað að reyna að plögga mig í bandið þeirra en þeir vildu mig ekki.
Bara að láta smá vita af mér. Það er nú svo sem ekkert að frétta, ég er bara að lesa undir próf og er svona nokkurnveginn að komast í gang...þó fyrr hefði verið. Við Bryndís hittumst í gær til að tala um eðlisfræðina, vonuðumst til að skilja þetta betur ef við myndum ræða aðeins um þetta. Við hljómuðum eins og algjörir nördar eins og þið getið gefið ykkur í hugarlund. Við tókum svo pásu og borðuðum pulsu og þegar við vorum eitthvað að ræða þetta meira við matarborðið þá sagði Gummi hennar Bryndísar að við værum að tala tungumál sem hann skildi ekki...ég skil það reyndar ekkert voðalega vel sjálf.
Það er komin tími til að ég komi heim. Ég var að tala við Siggu og Tinnu á msn áðan og þá sagði Tinna mér að henni hafi verið kynnt fyrir einhverjum félaga mínum og þegar sagt var við hana "þetta er vinur hennar Söru" þá sagði hún "hvaða Söru??" Þetta segir mér bara eitt...ég verð að drífa mig að koma heim svo að ég geti málað bæinn rauðan og látið fólkið mitt þó allavega muna eftir tilvist minni á þessari jörð...þó ég standi ekki á sama undirlaginu. En það er mánuður núna í heimferð og ég vona að þegar ég kem heim að vinir mínir horfi ekki á mig og segi... "Bíddu ég kannast við þig...en ég man ekkert hver þú ert??" posted by benony 1:24:00 e.h.
sunnudagur, maí 25, 2003
Júróvision yfirstaðið og váhh, hvað Birgitta var flott...
Við hittumst nokkur hjá Sigurrósu og Ingva og fylgdumst með keppninni. Þetta var alveg hörkuspennandi og mér fannst íslensku keppendurnir standa sig voðalega vel. Við vorum með veðmál um það í hvaða sæti við yrðum og ég sagði 7 sæti. Sólveig sagði aftur á móti 9 sæti og því hreppti hún kassa af bjór. Ég var nokkuð ósátt við hvernig lögin röðuðust niður í sæti því mér fannst þetta tyrkneska alveg hræðilegt og þetta belgíska líka. Við komumst að niðurstöðu um það að það eru svo margir tyrkir innfluttir í hin ýmsu lönd og því hefðu þeir getað hringt og kosið í massavís...eiginlega hef ég ekki aðra útskýringu því að þetta var bara garg þetta lag. Persónulega fannst mér norska lagið flottast einnig hollenska, sænska og spánska. En ekkert af þeim var í þremur efstu sætum og það segir okkur að það er ekkert að marka þessa keppni hehehehe.
Austuríska lagið hafði skemmtilegan sjarma..sérstaklega kýrnar á sviðinu. Gummi hennar Bryndísar hélt með því og við örguðum úr hlátri þegar íslendingar gáfu þeim 8 stig. Við gátum alveg ímyndað okkur partýstemmninguna heima á klakanum þar sem allir væru fullir og fyndust fyndið að velja þetta lag. Austurríki voru líka fyrir ofan okkur þannig að það hafa fleiri þjóðir verið í partýfíling. Persónulega fannst mér Birgitta vera rosa sæt og standa sig vel....lagið kom líka vel út. Ég er alveg handviss um að lagið hefði verið ofar ef það hefði ekki verið fyrsta atriðið. Ég var allavega voða stolt :)
Annars er fínt að frétta frá mér. Það er 25 stiga hiti úti en þar sem ég er í prófum sit ég inni og reikna. Ég get ekki beðið eftir að koma heim til Íslands og það eru núna 33 dagar þangað til. Hugurinn minn er kannski ekki nógu fókuseraður á prófin...hann leitar annað, hugurinn það er að segja.
Hérna eru myndir frá því í gærkvöldi. Þær eru fengnar af láni hjá Sigurrósu. posted by benony 6:32:00 e.h.
laugardagur, maí 24, 2003
Það er svo rosalega lítið um sæta rassa hérna í Danmörku....en við Sandra fundum einn sætan rass og hann er hér posted by benony 6:44:00 e.h.
fimmtudagur, maí 22, 2003
Váhh, hvað bráðavaktin eru skemmtilegir þættir...
Sandra vinkona skilur mig svo vel. Hún hringdi og spurði hvort ég vildi ekki gera pásu frá lærdómnum og koma til hennar að horfa á Bráðavaktina. Ég hélt það nú...
Það er ekkert smá langt síðan ég sá bráðavaktina síðast, ég var búin að gleyma hvað þetta er skemmtilegt. Hygge sig og horfa á sæta lækna og hjúkrunarkonur í vinnunni...hehe. Ég fór líka að pæla, í einu atriðinu voru Carter og króatíski gaurinn eitthvað að meðhöndla eina stelpuna...pælí ef maður væri meiddur og þessir gaurar eða svipaðir væru eitthvað að stússast í kringum mann. Mundi maður ekki bara missi sig...eða hvað haldiði stelpur??? posted by benony 10:25:00 e.h.
36 dagar þangað til ég kem heim!!!!!!!!!!!!!!! JIBBY posted by benony 5:53:00 e.h.
Hey, já!! Ég var að fá að vita að stærðfræðiprófið mitt verður frá klukkan 15-20 .... þúst hvaða geðveiki erum við að tala um hérna!!!!! Ef ég rotast ekki eftir það, þá veit ég ekki hvað!!! posted by benony 5:19:00 e.h.
Nú er próftörnin svona næstum því hafin...
Ég á reyndar að mæta í verklegan tíma á morgun og það er þá síðasti tíminn á þessu ári. Mér finnst alveg ótrúlegt hvað þetta er búið að líða fljótt. Ég man mjög vel eftir kveðjupartýinu heima og var að kveðja alla. Og nú er ég búin að vera næstum heilt ár í burtu. Alveg ótrúlegt!!! Þetta verður þá í síðasta skipti sem ég verð með krökkunum í bekk því ég er náttúrulega harðákveðin að halda ekki áfram í Biomedicin. Ég held ég sakni þeirra ekkert voðalega mikið samt...kannski bara Elinu og Pejman og kannski Michal og Malik....þó strákarnir hafi gert mér lífið leitt í allan vetur þá allavega voru þeir duglegir að spjalla við mig og þetta var bara þeirra húmor.
Ég var upp á spítala að læra áðan með Söndru og Bryndísi en ég fór því það var svo mikill hávaði. Við sátum bara á svona gangi eiginlega þar sem allskonar fólk var að labba framhjá og fólk auðvitað ekkert að pæla í að við værum í próflestri þarna. Það var samt svona skilrúm sko en það var samt læti. Ég var líka alltaf að skoða fólkið sem labbaði framhjá þannig að ég var ekki að ná einbeitingu. Við Bryndís skildum því Söndru eftir og héldum heim á leið. Þegar við vorum að fara út úr byggingunni hitti ég einn íslenskan læknanema sem ég þekki og hann var alveg í öllum skrúðanum að labba þarna...með hlustunarpípu og allt!!!! Gaman að sjá félaga sína í læknabúning....segir mér að ég sé að verða gömul. posted by benony 4:11:00 e.h.
miðvikudagur, maí 21, 2003
Í nótt dreymdi mig....
.....að ég leit upp í himininn og sá sólina og tunglið sitja hlið við hlið....hvað ætli það þýði? Er ég að fara að finna karl?? hehe posted by benony 11:03:00 f.h.
þriðjudagur, maí 20, 2003
Sanne fyrrum meðleigandinn minn kom áðan....
....til að sækja póst sem hún á hérna og bumbann hennar er orðin aldeilis glæsileg. Hún stendur alveg beint upp í loft og þar sem Sanne er voða grönn og glæsileg kona fer óléttan henni mjög vel. Ég spurði hana hvort barnið væri nú ekki að fara að koma. Þá sagði hún bara að hún skildi ekkert í þessu þau væru bara að bíða, barnið hefði átt að koma fyrir 10 dögum. Þannig að ég spurði hvort við ættum kannski bara von á að barnið kæmi núna og þá sagði hún að það væri bara möguleiki. Ég kvaddi þennan fyrsta meðleigjanda minn og ég held að ég sjái hana ekki aftur en það þarf samt ekkert að vera. Hún býr nefnilega í Hollandi en vill greinilega eiga barnið í Danmörku og er því að bíða hér með hollenska kærastanum sem vinkaði mér úr bílnum (talaði svo oft við hann í síma þegar við Sanne bjuggum saman). Það var bara gaman að sjá Sanne aðeins svona lille smule.
Annars er Gyða Sól sem heitir réttu nafni Cecile mjög fín. Hún tók reyndar upp á því að taka brauðið mitt úr frystinum því henni vantaði pláss. Við erum náttúrulega bara með voða lítið frystihólf og þurfum að deila því en fyrir mína parta hefði ég aldrei þorað að taka matinn hennar út ef að mig vantaði pláss nema kannski tala við hana fyrst. En ég skil samt að hún hafi tekið það út því ég tók kannski of mikið pláss...en bara ég hefði aldrei tekið hennar mat út.
En hún var nú algjör dúlla á í gærmorgun. Hún fer alltaf af stað í vinnuna klukkan 7 en þennan mánudag þurfti ég að mæta klukkan 10 í mjög mikilvægt viðtal þannig að ég var svona milli svefns og vöku þegar hún fór út. Þegar ég svo vaknaði sá ég að hún hafði skilið skilaboð til mín á miða á borðinu mínu. Það stóð "Sara, good luck! I know everything is going to be alright! ;)" Mér fannst þetta voða krúttlegt og þótti vænt um þetta. posted by benony 6:38:00 e.h.
mánudagur, maí 19, 2003
Eitt próf búið....þrjú eftir
Þetta er heimasíðuverkefnið mitt sem ég gerði í tölvuáfanganum sem ég er í. Eiginlega skammast ég mín fyrir hana þar sem ég á nú svo marga vini sem hafa gert þúsund sinnum flottari síður. En vegna mikilla anna þá skilaði ég henni bara svona og ég held alveg að ég nái áfanganum þar sem þarna er allt sem átti að koma fram.
....það sem ég bloggaði hérna síðast því það er bara enginn sumarfílingur í gangi hérna núna...eiginlega bara smá kalt..en þetta breytist ört með hverjum deginum.
Annars er ég eitur sem heitur feitur og hlakka til að fara heim í sumar. Mér var boðið í Júró partý áðan en það er víst á Íslandi og því kemst ég ekki í það....DAMN!! Bara næst..
Það er frídagur í dag í Danmörku. Den store bededag....ég hef ekki hugmynd um afhverju hann er. Ég hef reyndar heyrt að einhver gaur í gamla daga hafi ákveðið að færa alla frídaga á þennan dag en ég skil það samt ekki því það eru einhverjir frídagar í sumar líka hérna. Stóri Bænardagurinn...maður á kannski að bara að nota þennan dag til að biðja, það er nú margt sem ég þarf að biðja fyrir og auðvitað muna að þakka fyrir allt sem ég hef...ekki má gleyma því. :) posted by benony 6:08:00 e.h.
fimmtudagur, maí 15, 2003
Sumarid er sko aldeilis yndislegt...
Thad er ad verda mjög fínt vedur hérna í Danmörku núna. Thó thad rigni stundum eins og skvett sé úr fötu thví droparnir eru svo stórir ad thá er ad verda hlýtt. Thad er alltaf svo yndislegt ad hjóla heim thegar thad er gott vedur og ég anda ad mér sumrinu og ilmi gródursins sem er ad vakna. Um daginn thegar ég var ad hjóla sá ég dádýr vid skóginn og thá fannst mér ég sko vera í útlöndum. Líka einu sinni thegar ég var ad læra á spítalanum thá horfdi ég dreymin út um gluggann thví thad voru litlar kanínur ad skoppa fyrir utan alveg frjálsar. Svolítid magnad...
Bara að láta vita að gemsinn minn er í lagi núna!!! Ég tók hann allan í sundur og þurrkaði hann með pappír og lét hann svo liggja og þorna í nokkra klukkutíma. Svo prófaði ég aftur og ákallaði æðri máttarvöld og þá bara virkaði hann!!!! hjúkk maður posted by benony 6:44:00 e.h.
Ég er ad læra ad gera mína eigin heimasídu í skólanum og mér finnst thad svolítid spennandi. Ég á ad skila henni á mánudaginn og ég er næstum búin...á bara eftir ad skrifa skýrslu um thad hvernig ég gerdi heimasíduna og ég er nú hálfnud med thad. Ég vil samt ekki eyda of miklum tíma í heimasíduna thví thad er svo margt annad sem ég tharf ad hugsa um og thess vegna er hún kannski ekkert vodalega flott hjá mér. Ég ætla samt ad setja link á hana hér thegar hún verdur alveg tilbúin.
Thad var svolítid snidugt í gær sem átti sér stad.... Bryndís stód fyrir utan gluggan hjá mér og var ad kjafta, svo kom Gumminn hennar og vid erum bara eitthvad ad tjatta thegar Bryndísi dettur allt í einu snjallrædi í hug. "Sara, afhverju reddum vid bara ekki núna thessum hlutum sem tharf ad gera hjá thér!! Ég á brúnan pappír sem vid getum límt fyrir gluggan hjá thér (svo gluggagægirinn sjái ekki lengur inn) og svo kemurdu med hjólid thitt yfir svo vid getum hækkad sætid". Ég er nefnilega búin ad hjóla í allan vetur á hjóli sem er med allt of lágt sætid thannig ad ég rétti bara alls ekki úr fótunum. Bryndís lýsti mér eins og ég væri búin ad vera öll í kudli med bognar lappir. Vid hlógum líka bara svona rosalega af thessu og á endanum fór ég med hjólid yfir og Gummi hækkadi thad thví hann átti verkfæri. Thetta er bara allt annad líf!!!! Bryndís vildi svo líma brúnan pappír fyrir gluggan minn en ég neitadi....ég held ég muni bara sakna gluggagægisins ef hann hættir ad koma híhíhí!!! posted by benony 11:50:00 f.h.
þriðjudagur, maí 13, 2003
Góðar fréttir
Örn Ingi vinur minn er orðinn pabbi híhíhíhí Sem sagt Örn og Elín eignuðust litla prinsessu 11 maí þ.e í fyrradag! Hún var 15 merkur eins og ég var þegar ég fæddist... váhh hvað þetta eru skemmtilegar fréttir!! :) Innilega til hamingju með skvísuna..ég hlakka til að sjá hana :) posted by benony 3:32:00 e.h.
Þetta er einn af þessum dögum....
Ég mætti í verklegan tíma í morgun sveitt og girnileg eftir að hafa hjólað samferða Baldri í skólann og til að halda í við hann þurfti ég aldeilis að gefa í. Kennarinn var byrjaður að tala þannig að ég læddist inn og eftir fyrirlestur hans sagði hann okkur að skipta okkur í hópa þrír og þrír saman. Ég labbaði rakleitt til vinkonu minnar hennar Elinar en hún bandaði hendinni frá sér og sagðist ætla að vera með tveim öðrum í hóp. Mér sárnaði smá því við erum nú oftast saman þegar má ráða með hverjum maður á að vinna með. Ein danska stelpan sagði þá bara að ég mætti alveg vera með þeim og ég ákvað bara að vera með. Þá kom einn kennarinn og sagði að það vantaði í einn hóp og þá bandaði vinkona mín bara hendinni og sagði við mig "farðu". Ég veit ekki afhverju hún var svona æst að losna við mig. En ég allavega færði mig og fór í hina stofuna og þar beið mín ekki skemmtileg sjón. Ég átti nefnilega að vera að vinna með einni danskri stelpu sem er mesta pain...það er einhvað svo mikill pirringur í henni og hún skammar mann ef maður gerir eitthvað öðruvísi en hún myndi gera. Sem dæmi um hvað þessi stelpa er leiðinleg þá labbaði hún á röðina daginn sem við fengum að vita einkunnirnar okkar og spurði alla hvað þeir fengu. Svona var samtalið:
Leiðinlega danska: hvað fékkstu í prófinu?
Nemandi: æ, þetta gekk nú ekki vel hjá mér
LD: já, en hvað fékkstu?
N: Ég eiginlega féll
LD: hahahah, féllstu hahhahah ÉG fékk 10 !!!!!!
Ég er ekki að grínast ég heyrði þetta samtal sjálf og eftir það þoli ég hana ekki...reyndar hef ég aldrei kunnað við hana því hún hefur ekki verið með annað en ónotalegheit við mig síðan ég byrjaði. Og dagurinn byrjaði á því að mér var afneitað af vinkonu minni og ég þurfti að vinna með þessari leiðinlegu. Ég ákvað samt að reyna að meika það og taka ekki inn á mig ef hún talaði til mín eins og ég væri heimsk og reyndi bara að brosa til hennar þegar hún byrjaði að tala niður til mín eða skamma mig. Hún gaf sig samt ekki...í lokin spurði hún mig hvaða tími hentaði mér til að gera skýrsluna. Ég sagði í mesta sakleysi "jahh, á fimmtudaginn, hvernig hentar þér það?" Þá byrjaði hún að tala í svona skammartón "Nei, sko það hentar MÉR enganveginn. Þú gerir þér grein fyrir að við eigum að skila annari skýrslu á föstudaginn og svo er IT verkefni sem við eigum að skila á mánudaginn" Þá sagði ég bara mjög róleg "já, ég veit, ég er reyndar búin með þau" Þá kom geðveikt frekjulega "EKKI ÉG". Við ákváðum þá annan tíma en guð minn góður meika ég að sitja með henni í kannski 3-4 tíma að gera skýrslu??.....úff!!!
Svo kom að því að hjóla heim og það rigndi eins og það væri sturtuhaus beint fyrir ofan mig því á örskotstundu var ekki þurr þráður á mér og ímyndið ykkur að hjóla 8 km í c.a 40 mín því það var mótvindur með sturtuhaus á fullu fyrir ofan ykkur. Ég gladdist samt yfir því að ég hafi ekki ákveðið að fara í pilsi í skólann því það munaði mjög litlu að ég hefði tekið þá ákvörðun...það er þá eitthvað bjart við daginn. Þegar ég kom heim reyndi ég að afklæðast þessum blautu fötum en það var varla hægt að komast úr þeim sérstaklega buxunum. Ég fór svo bara í náttföt og tók svo símann minn úr vasanum á jakkanum..og vitið hvað!!!! Ég held að hann sé ónýtur.....hann hafði blotnað svo mikið að þegar ég er að reyna að stimpla eitthvað inn kemur bara eitthvað rugl eða bara ekki neitt. Mig langar að grenja en í staðinn skrifa ég bara um þetta á netið!!! Maður verður stundum að skrifa um eitthvað leiðinlegt svo maður viti hvenær maður skrifar um eitthvað skemmtilegt (hahahhaa, passar kannski ekki alveg)
En ég er allavega að reyna að reikna eðlisfræði en skil samt ekki neitt og er með peningaáhyggjur því helv* bankinn og helv* LÍN skilja ekki hvernig er að vera í útlöndum án peninga því þeim er skítsama...þeir láta mann bara bíða þangað til þeim hentar...eiginlega skil ég ekki þessa stofnun..þ.e Lín!!!! Ég ætla að reyna allt til að þurfa ekki að skipta við þá aftur!!!!
jæja, þá er það eðlisfræði og 6 dagar í stóra daginn!!! posted by benony 2:00:00 e.h.
mánudagur, maí 12, 2003
MAMMA mín er afmælisbarn!!
Sú kona sem mér thykir vænst um í thessum heimi á afmæli í dag. Thad er erfitt ad vera frá henni á degi sem thessum en thad verdur nú bara ad vera thannig thetta árid. Innilega til hamingju med afmælid elsku mamma mín ég vona ad dagurinn verdi thér gódur og ánægjulegur í fadmi fjölskyldunnar. Ég hugsa til thín í dag...sem og adra daga! posted by benony 2:46:00 e.h.
föstudagur, maí 09, 2003
Eftir að Gyða Sól flutti inn....
Eru svo margir að heilsa mér hér á kolligienu sem ég þekkti ekki áður og eru frá öðru þjóðerni en Íslandi. Ein stelpa frá Búlgaríu er svolítið oft hérna í heimsókn hjá Gyðu og svo einn strákur sem er alltaf brosandi og ég veit ekki alveg hvaðan hann kemur en er svolítið svona indverjalegur. Svo er einn Pólverji svo skotinn í henni og kom hérna áðan og það var bara skondið.
Bank bank
Sara : hæ
Pólverjinn:hæ, is Cecile home?
S: No, she is not home now
P:ok, but by the way, how are you doing*?
S: I am fine hehe, what about you?
P:I am fine
S:that´s good ehh
P:yes, have a nice weekend
S: ja, lige mode
*þetta var samt ekki svona "how are YOU doin" eins og í friends, bara svona venjulegt how are you doing....soldið svekkt sko!!! posted by benony 11:52:00 e.h.
hey, já!!!!! 10 DAGAR!!! posted by benony 5:22:00 e.h.
Það er alveg eins og ég eigi hund.....
því um leið og kem inn úr dyrunum þá byrjaði litla feitabollan í búrinu að væla og hlaupa um í búrinu. Hann er held ég bara voða glaður að sjá mig þegar ég kem heim. Smá góð tilfinning að það bíði einhver heima eftir mér eftir erfiðan dag í skólanum. Er ég kannski sorgleg að vera að gleðjast yfir að naggrís væli þegar ég kem heim,?hehe.
Ég skil ekki alveg fyrirmælin sem ég fékk með naggrísnum um að gefa honum tvisvar á dag því ég hef bara gefið honum smá hey og það var korn hjá honum sem hann er bara ekkert búin með. Hann er ekki alveg nógu duglegur að borða matinn sinn litli anginn.....en hann er samt svo feitur greyið. Jæja, ég þarf að passa mig að vera ekki obsest af þessu dýri....bæði gæti það valdið að fólk héldi að ég væri klikkuð og svo náttúrulega er ég bara að passa hann....kveðjustundin mun koma einn daginn. :)
Reyndar er mjög dúllulegt með stelpuna sem á naggrísinn, hún á sko lítinn strák sem er 2 eða 3 ára. Einu sinni var ég í heimsókn hjá henni og þegar ég var að fara sagði hún við strákinn sinn "jæja, Guðbrandur kysstu nú Söru bless!". Ég svona halla mér yfir til hans og gef honum kinnina mína. En litla krúttið tekur þá um höfuðið á mér og snýr því við og gefur mér einn rembingskoss beint á munninn. hehehe Hann vildi fá þetta almennilegt!!!!
var að setja inn sumarmyndir af mér og Bryndísi að leika okkur á skiltum.... :) þær getiði séð hér posted by benony 6:42:00 e.h.
Gyða Sól kom heim með bros á vör...
....og heilsaði glaðlega um leið og hún kom inn. Ég dró hana inn í herbergi til að kíkja á naggrísinn og hún var svona líka rosalega heilluð af honum. Ég sagði henni að ég væri að passa hann fyrir stúlku sem byggi hérna á kolligienu. Svo kom skrýtin svipur á hana.... "Eiginlega borðum við þessi dýr í Perú, og þau eru mjög vinsæl, fólki finnst þau æðislega góð"!!!!!! Ég er að spá í að læsa vandlega á eftir mér svo að Gyða komist ekki í búrið!!! :) hhahahhaha posted by benony 6:11:00 e.h.
Ég er búin að kjósa.... ....og ég kaus rétt. Það er svolítið mikið vesen að fara að kjósa hérna því kjörstaðurinn er alveg einhversstaðar langt frá öllu og þar sem maður hefur ekki bíl, bara hjól ég ætlaði kannski að sleppa því að kjósa í ár. En það fékk ég sko aldeilis ekki. Í mig hringdi maður sem var að safna liði til að fara að kjósa. Hann spurði hvort hann mætti ekki bara skutla mér á kjörstað því hann vissi að ég ætlaði að kjósa rétt. Ég sagði auðvitað að mér þætti það ansi gott bara því ég vil nú fá að vera með í þessu, og hann kom að sækja mig ásamt ökumanni og við brunuðum upp á Rasmus Rask og sóttum Bryndísi sem ætlaði líka að kjósa rétt. Þessu var svo hent í póst með DHL þannig að okkar atkvæði voru dýr, en vonandi munu þau leiða okkur til sigurs.
Annars var ég að fá naggrís...ég er að passa hann fyrir stelpu sem býr hérna á kolligienu. Það er eins gott að okkur Grísling komi vel saman því ég er að passa hann í tvo mánuði eða alveg þar til ég kem heim. Sambúðin okkar byrjar ágætlega...soldið mikið læti í honum...hann hjakkast svo mikið á vatnsflöskunni...greinilega þyrstur í hitanum..og svo grætur hann svo mikið. Ég vorkenni honum að vera lokaður inni í búri að ég þarf að passa mig að hleypa honum ekki bara út.
En jæja...eðlisfræði bíður mín!!! posted by benony 4:39:00 e.h.
þriðjudagur, maí 06, 2003
Helsti vísindamaður dana er Niels Bohr
Ég hef voða mikið lesið um þennan karl því hann kom nú með atómkenninguna, eða hann kom með módel um það hvernig rafeindirnar ferðast í kringum kjarnan í atóminu og hvernig þær raða sér. Ég fór að lesa meira um hann á netinu því að ég er að gera verkefni í tölvufræði og ákvað að skrifa um hann. Ég vissi ekki að hann væri dani fyrr en núna þegar ég fór að lesa um þetta og alltaf verð ég jafn hissa. Þetta er eins með Björk og Sigurrós og Erró og þetta fræga fólk á Íslandi ég verð allt í einu voða stolt þegar ég les um fræga dani!!! Hvað er að gerast?? Eins með Saybia sem er dönsk hljómsveit og svo náttúrulega Helena Cristiansen sem er dönsk og er módel fyrir þá sem ekki vissu. Ekki má heldur gleyma H.C Andersen sem er sko aldeilis dani og bjó eða fæddist man ekki hvort í Odense, ekki slæmt enda halda Odensebúar ekki vatni yfir þessum merka rithöfundi og hafa eytt mikilli fjármúgu í stofnun svona H.C Andersen safns sem engin fer á nema náttúrulega nokkrir ferðamenn. En aftur að Niels Bohr, þá heitir vegurinn sem háskólinn minn liggur við "Niels Bohr´s Allé" og þá fatta ég náttúrulega að hann er í höfuðið á þessum vísindamanni. Mikið var ég vitlaus að hafa ekki fattað að hann væri dani karlinn. Hann er reyndar allur því hann fæddist 1885 og dó 1962.
En talandi um götuheiti hérna í Odense þá heita margar götur skrýtnum nöfnum, eins og gatan sem Sveinbjörn frændi býr í heitir Paaskelökkevej (páskalukkuvegur) og svo sá ég eina götu sem heitir Islandsgade og svo Grönlandsgade og fleira og fleira. Reyndar man ekki mikið af skrýtnum nöfnum í þessum töluðu en hef oft furðað mig á götuheitunum. posted by benony 9:13:00 e.h.
hhahahhaha, ég er ekkert smá glötuð..
Ég fór í smá göngutúr með Bryndísi áðan því það var svo æðislegt veður. Við löbbuðum upp í sveit, út fyrir mörk Odense og vorum að fíla okkur mjög mikið. Ég tók myndir og þær koma bráðum upp. En allavega þegar ég kom heim þá sá ég að Gyða var komin heim og það var opið inn til hennar þannig að ég kalla bara "hæ" og fæ svona svefn-hæ tilbaka! Ég fatta þá að hún er að leggja sig þannig að ég fer bara inn í mitt herbergi og set tónlistina á mjög lágt og fer að skoða netið. Þar sem ég bjó svo lengi ein var ég orðin vön því og þar sem það var svo hljótt þá fer ég allt í einu að syngja með útvarpinu og þegar kemur að hæstu tónunum þá arga ég bara eins og ég geri alltaf og gleymi greyið Gyðu Sól sem sefur í herberginu við hliðina. Ég eldroðnaði þegar ég fattaði..hahahah, það er alltaf gaman að vera glataður!!! posted by benony 8:14:00 e.h.
Sambúðin gengur vel...
Við Gyða Sól erum bara mestu mátar. Hún kemur frá Perú og sagði mér að borgin sem hún byggi í er jafn stór og öll Danmörk og í þessari borg búa um 7 milljónir manna og í öllu landinu um 24 milljónir minnir mig að hún hafi sagt. Henni þykir því voða hljótt hérna í Odense því heima hjá henni er mikil umferð og mikið af fólki. Hún er 24 ára og á afmæli 24 janúar þannig að það er akkúrat eitt ár á milli okkar en ég er samt held ég helmingi stærri hehe, nei nei bara svona soldið mikið stærri.
Við fórum saman í bæinn daginn eftir að hún kom til að kaupa sæng og kodda handa henni, hún kom alls laus án vina og vissi náttúrulega ekkert hvar neitt var í þessari borg þannig að ég fór með henni þennan fyrsta dag til að sýna henni um í leiðinni. Hún fór strax að spyrja mig um strákamálin mín hehehe, það var ekkert verið að bíða með það og sjálf sagðist hún hafa átt marga marga kærasta heima í Perú og svo hló hún!!! Hún byrjaði að vinna í gær og er strax búin að kynnast einhverju fólki sem er alltaf að hringja í hana...það er meira hringt í hana en mig, hehe og ég er búin að búa í 8 mán.
Það var æðislegt veður í gær...það var svo heitt að eftir að ég var búin að hjóla heim þá gat ég undið bolinn minn...nammi, girnilegt!!!! Það má minnast á það að við Bryndís hjóluðum saman heim og við erum voða mikið að kjafta og þá heyrum við einhvern á fullu á bjöllunni fyrir aftan okkur, ég lít við en sé engan. Bryndís reynir þá að slæda hjólinu einhvernveginn fyrir aftan mig til að hleypa þessum ósýnilega manni fram úr okkur. Þetta verður til þess að hún krækir handbremsunum sínum í körfuna mína og dregst svo eftir mér...hahahahhah! Karfan flýgur við þetta og beyglast þvílíkt. Geta má þess að kerlingin hún Bryndís hún haltrar enn eftir þessa uppákomu. Það var svo gamall maður í strætóskýli þarna nálægt og hann horfði bara á okkur og honum stökk ekki bros.... Bara glápti á okkur!
Annars eru núna þrjár vikur í próf og ég er ekki alveg að meika það...en það verður æði þegar þau verða búin...ég hlakka nefnilega svo til að koma heim. Búin að fá vinnu á spítalanum á sömu deild og ég var að vinna í fyrra og ég hlakka voða mikið til að hitta allt liðið...vona að þau séu enn þarna flest að vinna sem voru í fyrra..annars kynnist ég bara þessum nýju líka. Eftir 13 daga er mjög stór dagur í lífi mínu og ég beið hans með miklum kvíða en eftir heimsókn sem ég fékk á sunnudaginn bíð ég hans soldið spennt og auðvitað smá kvíðin... Ég ætla bara að mæta eins og ég er klædd og vera ég sjálf og reyna að láta þá skilja að þetta sé það eina sem ég vil gera og að ég ætla að standa mig vel og ef það kemur neikvætt svar verð ég náttúrulega bara að díla við það seinna en núna ætla ég bara að undirbúa mig vel og mæta þarna bara örugg en verða svo bara óörugg eftir á þar til svarið kemur á prenti. (ef ég vil endilega vera óörugg)