Sá sem verður númer 10.000 verður að gefa sig fram á kommentinu eða í gestabókinni.....ég er bara forvitin :) Þú færð vinning ;) posted by benony 12:47:00 f.h.
föstudagur, mars 28, 2003
Sjúgja og sleikja....
....sjúgja upp í nefið og sleikja hor sem lekur niður úr nefinu. Ég er orðin veik aftur og ég skil ekkert hvað er að gerast með heilsufar mitt á þessum tíma sem ég hef búið hér í Danmörku. Reyndar varð ég líka oft veik heima á Íslandi en það gerðist samt ekki á þriggja vikna fresti!! En ég bara sýg upp í nefið og reyni að hvíla mig. Ég hjólaði beint heim eftir fyrirlestur í dag og beint upp í rúm þar sem ég hef eytt síðustu klukkutímum. Sandra vinkona mín var að koma og bjóða mér að koma yfir og horfa á sjónvarpið og ég held að ég þiggi það bara því það er ekkert gaman að liggja hérna einn í volæði!!!
En verklegi tíminn í eðlisfræðinni gekk bara vel og ég, Michail og Anders erum voða team bara!!! Við vorum fljót að klára æfinguna þrátt fyrir smá tíma í að botna í þessu tæki sem við áttum að nota og svo auðvitað botna í forritinu sem við áttum að nota til að mæla tíðni og svoleiðis. Strákarnir voru náttúrulega allan tímann að reyta af sér brandarana og það var nú bara gaman að því!!! Ég er svo glöð að vera komin inn í húmorinn hérna....fyrst skildi ég ekki neitt og hló aldrei að bröndurum hehehe, hef örugglega verið hundleiðinleg!!! Strákunum tókst að sjá g-streng út úr gröfunum og voru svo á netinu á milli þess sem við vorum að mæla bylgjulengdir. Michail argaðist út í mig afhverju ég liti ekki út eins og Jennifer Love Hewitt og ég sagði bara að það munaði nú ekki miklu að ég liti eins út hehehe!!! Hann sættist á það hehe
Jæja, ég sýg bara upp í nefið og bið að heilsa....er að fara til Söndru!!! posted by benony 9:55:00 e.h.
fimmtudagur, mars 27, 2003
Samband mitt við hitt kynið....
....hefur aldeilis verið skrítið eftir að ég kom hérna út. Eins og ég hef lýst í nokkrum færslum þá eru bekkjarbræður mínir duglegir við að nota mig sem eitthvert skotmark og láta mig finna fyrir því. Þegar ég var nýbyrjuð í skólanum þá tók ég þessu illa upp því ég var sjálf svo lítil í mér þar sem allt var svo nýtt fyrir mér og ég skildi ekkert hvað þeir voru alltaf að segja og svo hlægja!!! Sagan endurtekur sig og fæ ég að finna fyrir því ef eitthvað fer úrskeiðis....mér líður stundum eins og ég sé komin í grunnskólann aftur. En þar sem ég er farin að geta hlegið að þessu og jafnvel svarað fyrir mig þá erum við barasta að verða félagar held ég!! Ég er að fara að vinna með tveim af bekkjarfélögum mínum í verklegri eðlisfræði næstu fimm vikurnar og þeir voru bara hressir í dag! Sögðu við mig "Sara, það er eins gott að þú verðir búin að reikna öll dæmin og gerir þessa skýrslu sem við eigum að skila vel og ekki búast við að við mætum í tilraunatímann". Þá sagði ég "strákar mínir, sofið bara á morgun, ég sé um þetta". Mig langaði að segja að ég væri nú bara guðslifandi fegin að vera laus við þá en ég kunni ekki að segja það á dönsku. Ætli ég hefði getað sagt "jeg vil være gudlevende glad at være væk fra I to"....heheheh ekki alveg og myndi þar með gefa þeim ástæðu fyrir meiri stríðni. Ég hitti reyndar annan af þeim í Bilka og eftir að hann hafði gefið mér puttann þá sagði hann "Sara mín, það verður bara rosa gaman hjá okkur". Þá meinti hann að sjálfsögðu í þessum verklegu tímum, þannig að þessi stríðni er held ég ekki illa meint!
Sá sem hefur verið verstur í þessari stríðni er að breytast í rosa dúllu í huga mínum þessa dagana. Fyrst var hann alltaf að kommenta á mig og ég kom vælandi til íslensku stelpnanna og kvartaði yfir því að það væri einn strákur svo vondur við mig og þegar ég benti á hann sagði Sólveig þessa snilldarsetningu "meinarðu þessi litli bróðir þarna"!!! Hann lítur ekki út fyrir að vera neitt skaðlegur allavega hehehe!!! Á milli þess sem hann er að hrista kókið mitt, rífa eitt og eitt hár úr hausnum á mér og benda á mig ef eitthvað fer úrskeiðis þá er hann að hrópa YES þegar við erum í sama hóp í einhverju!!! Alveg ruglar þetta mig í ríminu :) Einnig er hann farinn að trúa mér fyrir hlutum eða tala við mig um daginn og veginn og kvarta yfir hlutum sem hann fílar ekki og nú get ég skilið hann og rætt á móti og það er virkilega góð tilfinning!!!
Strákarnir skiptast alveg í þrjá hópa í skólanum....það eru stríðnispúkarnir, það eru þeir sem heilsa manni ekki og ég verð hissa þegar þeir yrða á mig, og það eru eldri og útlensku strákarnir sem ég næ best til. Já, og svo eru stelpur í bekknum mínum líka og þær eru vingjarnlegar en þær sem eru vinkonur mínar er ein norsk, ein frá mexíco og svo ein dönsk sem lítur út eins og Maria Carey en hún var sú sem ég talaði við fyrst í bekknum.
Já, svona er bekkurinn minn...
Sólin skín...
.....og það er einhvernveginn miklu skemmtilegra að lifa þegar allt er bjart og allir eru úti. Verst er hvað maður missir af góða veðrinu því þegar ég hjóla á morgnanna í skólann þá er enn smá morgunkuldi og svo á kvöldin þegar ég er að hjóla heim þá er farið að kólna aftur. Í gær uppgötvaði ég líka hvað það er sem lætur mig vera ánægð með daginn. Það uppgötvaði ég þegar ég var að hjóla heim því ég hugsa svo mikið þegar ég er að hjóla alla þessa vegalengd. Ég er ánægð með daginn þegar ég kem heim og er svo þreytt að ég drattast inn og í sturtu og svo þegar ég leggst á koddann sofna ég strax. Þá hef ég verið dugleg!! Sá dagur var í gær....þó svo að ég hafi ekki staðið mig vel. Það var nefnilega lokadagur í sameindalíffræðiáfanganum og við Sólveig mættum klukkan 9 upp í skóla til að læra fyrir þann tíma þó svo að tíminn byrjaði ekki fyrr en klukkan 14. Í tímanum átti ég að standa fyrir framan bekkinn og útskýra fyrir þeim hvernig prótein myndast út frá geni. Ég veit alveg hvernig það gerist og fannst ég ágætlega heppin að hafa fengið þessa spurningu og stóð með glærur og var eitthvað að segja....og svo fór ég á töfluna og byrjaði að teikna ferlið en þá stoppaði kennarinn mig og tók bara yfir!!! Henni fannst þetta eitthvað of flókið hjá mér þar sem ég var að lýsa hvernig prótein myndast í heilkjörnungum en hún vildi fá þetta í dreifkjörnungum því við höfðum verið að vinna með bakteríur!!! Sara, DÖHHHH!!!! Ég er stundum smá ljóska.... En sem sagt þá ruglaði kennarinn mig alveg með að koma bara og taka yfir þannig að ég bara stóð og horfði á og hún fór að spurja bekkinn og allar hendur voru á lofti og ég bara allt í einu botnaði ekkert í neinu!!!!! Mér leið ekki vel og sérstaklega ekki þegar hún sagði "du kan bare tage pause". En samt sem áður var ég ánægð með daginn því ég var búin á því klukkan fimm þegar ég losnaði og var að hjóla heim í þessu yndislega veðri, ég lengdi leiðina og hjólaði aðeins í bænum og kíkti á lífið í kringum mig. Sameindalíffræðin er líka búin og ég stóðst hana þannig að ég sé fyrir endann á einhverju...það lætur mig líka gleðjast yfir deginum og svo þegar ég sé sæta stráka..hehehe
Tveir skeravinir búnir að hringja í mig í þessari viku......hvað er að gerast??? Joe og Brynja þið eruð snillingar!!!! Brynja hringdi í mig áðan og ég hélt hálft samtalið að ég væri að tala við Drífu og það sýnir að það er orðið of langt síðan hef ég talað við systurnar!! Ég var alltaf sú sem þekkti þær best í sundur þegar við vorum litlar. Þær stóðu kannski langt í burtu með bakhlutann í mig og ég þekkti þær í sundur!!! Fólki fannst það merkilegt en ég man ekki svo vel eftir því!!! Og Joe hringdi líka hress...takk fyrir að vera svona fyndinn!!!! :)
Annars er ég búin að setja svolítið að myndum inn...frá balli sem ég fór á laugardagskvöldið þegar íslendingafélagið varð 40 ára og svo mætti mér með myndavélina í verklegan tíma í skólanum. Endilega kíkið!!!! posted by benony 9:39:00 e.h.
þriðjudagur, mars 18, 2003
Ég er að velta því fyrir mér....
....hvað það er sem lætur mig leggjast á koddann minn sátt við sjálfan mig á kvöldin. Ég hef helst þurft að vakna snemma skokka 2 km eða synda 1 km og hjóla svo í skólann. Vera mætt klukkan 8 þó svo að tíminn byrji ekki fyrr en um 10 og læra vel. Svo þegar tíminn byrjar að hlusta rosalega vel og gera æðislegar glósur með fullt af litum og taka vel eftir öllu. Ég borða bara hollt allan daginn og ekkert nammi og eftir tíma sit ég í lessalnum og les þar til klukkan er 8 um kvöld og hjóla þá heim. Þegar ég kem heim elda ég mér og baða mig og geri nesti og brýt saman fötin fyrir næsta dag og tek til og þvæ þvott. Svo leggst ég niður ánægð og sátt við daginn. En einhvernveginn er þetta bara ekki alltaf svona. Og eiginlega er ég bara aldrei sátt við daginn minn....en maður setur sér kannski of miklar kröfur og það eru ekki 30 klst í sólarhringnum. En þetta er hægt og ég stefni á að eiga allavega 2 svona daga í viku. En ef ég fer að hugsa um það þá eru allir dagar svona mínus þetta skokk og sund klukkan 6 um morguninn og svo auðvitað þessi holli matur hehehe
Á morgun er ég í 11 tíma í skólanum samfleytt þ.e ég er í tíma frá klukkan 8 um morguninn til 19 og það er ekkert hádegishlé bara korterspásur milli tíma sem fer í að hlaupa á milli stofa. Ég sem hélt alltaf að danir væru svo ligeglad og hefðu mikla rólegheit, en ég hef lært að svoleiðis er það allavega ekki hjá námsmönnum því þeir fá að vinna fyrir sínum einingum. En það er líka bara gott....mér finnst ekkert rosalega gaman að vera hérna þegar ekkert er að gera þannig að ég bara gleðst yfir þessari hörku. Harkan gerir mann líka bara sterkari eða hvað???
En ég á líka góða vini hér sem er gaman að hanga með milli stríða..... ein vinkona mín heitir Sandra sem ég fer jafnan til og horfi á sjónvarpið hjá og kjafta við um ýmis mál. Við getum ekki látið ógert að fara í subbubúðina hérna og kaupa okkur rommbollur því þær eru svo góðar....karlinn hlær þegar hann sér okkur koma inn. Við erum farnar að skammast okkar :) Hann veit hvað við erum að fara að kaupa okkur!!!!!!
Þetta er Sandra sem ég hef svo oft talað um í eldhúsinu sínu.
Jæja, góða nótt....þarf að sofna til að meika 11 tímana í skólanum :) posted by benony 11:51:00 e.h.
mánudagur, mars 17, 2003
Loksins myndir af herberginu mínu...
...Ég held nú að einu manneskjurnar sem hafa áhuga á komandi myndum sé mamma og svona helstu vinkonur mínar því þetta eru myndir af herberginu mínu. Litla hreiðrið mitt sem ég eyði dágóðum tíma í ein með bækurnar og tölvuna. Ekkert annað svo sem að gera í því nema jú horfa á allar myndirnar mínar sem ég hef af vinum mínum og fjölskyldu.
Og svo auðvitað ein mynd af mér í herberginu mínu. Verst að ég hafði engan til að taka mynd af mér þannig að ég smellti bara einni sjálfsmynd :)
já, nú er ég búin að skila inn umsókn fyrir læknisfræðina og nú hefst bara bið sem ég þekki vel frá í fyrra. Ég vona nú að allt fari vel en maður veit nú aldrei því það er mikið um að þetta sé heppni og svo auðvitað eru margir hæfir að sækja um þannig að ég verð bara að vona það besta.
Annars er ég búin að eiga yndislega helgi og get nú alls ekki kvartað yfir veðrinu hérna í Danmörku lengur. Sólin hefur skinið á okkur og veðrið búið að vera eins og á góðum sumardegi heima á Íslandi. Ef svona veður er á Íslandi þá eru allir Íslendingar í stuttbuxum en hér er fólk í jökkum og buxum en samt er mikið líf úti og allir úti að njóta veðursins. Það breytist allt og umhverfið verður skemmtilegra, krakkarnir úti að leika og allir úti í garði og göturnar fyllast af hjólum. Æ, þetta er svo gaman!! Þó svo að allur dagurinn hafi verið innandyra að reikna eðlisfræði þá samt er allt svo bjart og það er skemmtilegt að fara út með ruslið hehehe
Á föstudaginn fórum við Bryndís í langan göngutúr um hverfið okkar og tókum myndir með nýju vélinni minni. Það var svo gott veður og við vorum alveg að fíla okkur. Ég læt bara myndirnar tala sínu máli.
Þegar við komum heim þá sátum við á svölunum heima hjá Bryndísi og létum bara sólina sleikja okkur og spjölluðum við nágranna okkar sem voru einmitt líka úti að sleikja sólina....eða meira thleikja thólina kannski :) Við ákváðum svo að grilla pulsur og ég hljóp til að kaupa pulsur og sá þá að það er komin nýr gaur sem er að vinna í nærbutiken sem er hverfisbúllan hérna....og hvað er málið með að vera sjúskaður og vinna í þessari búð. Hvar finna þau þetta fólk hehe Við grilluðum svo ásamt Gumma hennar Bryndísar pulsur og sveppi og sátum inni því það var orðið svona kvöldkalt. Við Bryndís fórum svo í saumaklúbb hérna á kolligienu og það var bara þrælskemmtilegt. Allavega bulluðum við og hlógum og ákváðum að fara á ball næstu helgi sem er í íslendingafélagshúsinu. Ég hlakka voða til!!
Í gær fór ég svo í "piknikk" í sólinni með Sveinbirni og fjölskyldu og vinum þeirra. Við fórum til Langesö og löbbuðum í kringum vatn sem þar var og settumst niður og borðuðum kex, kleinur og bollur og drukkum heitt kakó. Eftir að við vorum búin að ganga kringum vatnið þá fórum við í fótbolta á túni sem þarna var. Ég, Guðný og Einar vinur hans Sveinbjörns vorum saman í liði og Sveinbjörn, Viddi og Auðunn litli voru saman í liði. Mitt lið var alveg að bursta þetta skal ég segja ykkur og stóð ég mig bara ágætlega miðað við að það er ár og öld síðan ég spilaði fótbolta síðast. Ég allavega skoraði nokkur mörk og varði líka nokkur í markinu...ekki slæmt. Það fyndna við þennan leik var að þó svo að við værum alltaf að skora þá var það aldrei tekið gilt því í hinu liðinu var einn mest tapsári drengur sem ég hef kynnst og alltaf þegar við skoruðum öskraði hann "nei, það var timeout" eða "nei, þetta var ekki markið, ég var búin að breyta því" þannig að það endaði með því að hitt liðið vann þó að við skoruðum fleiri mörk!! hehe En það var hressandi að vera svona úti að leika sér.
Þetta er Guðný, Sveinbjörn og strákarnir þeirra, Auðunn og Maron þannig að nú fáið þið mynd af þeim því ég hef talað svo mikið um þau.
Filmklubburinn í skólanum mínum sýndi í dag Englar alheimsins á hvítu tjaldi nú í kvöld. Esben sem er strákur í skólanum og er einmitt í þessum klúbbi var búin að segja mér frá því að það ætti að sýna þessa íslensku mynd fyrir alveg mánuði síðan og ákvað ég að skella mér ásamt Sólveigu og Gunnhildi. Áður en myndin hófst þá stóð strákur fyrir framan hópinn og sagði okkur frá myndinni og helstu persónum hennar. Hann sagði okkur líka frá Friðriki Þór Friðrikssyni og Einari Má Guðmundssyni sem eru einmitt leikstjóri og höfundur. Þessi gaur vissi greinilega mikið um kvikmyndir og þegar hann nefndi leikarana benti hann á að þeir hafi nú leikið í 101 RVK líka sem segir okkur að hann hafi séð hana líka. Ekki má nú gleyma að gaurinn hafði ákveðið að fara í bol með íslenskum kindum og það stóð ICELAND á honum, svona í tilefni dagsins. Eftir því sem ég horfi oftar á þessa mynd finnst mér hún enn meiri snilld, sérstaklega er mikil snilld að sitja í sal og horfa á hana með útlendingum því við íslensku stelpurnar skildum suma brandarana sem náðu ekki að skila sér í danska textanum. SS-pulsur og SS-hersveitirnar, og lok lok og læs og allt úr stáli..lokað fyrir páli. Sem og fleira sem skilaði sér ekki en það var mikill hlátur þegar Björn Jörundur (Hitler) var að reyna að breyta sér í kvaðradrótina af tveimur og svo auðvitað atriðið þar sem þeir fóru út að borða á Hótel Sögu!!! Snilld!!!
Það er að verða voða hlýtt 7-9-13... knock on wood!!! Ekki laust við að það sé smá vorfiðringur í loftinu og það verður svei mér þá allt svolítið skemmtilegra. Það er samt spáð hitabylgju nú í vor hérna og hlakka ég sko ekki að sitja inni og lesa undir próf því ég er alveg í prófum þar til í lok júní. Ég man eftir myndum frá mömmu og pabba frá því þau bjuggu hérna í Danmörku fyrir 20 árum, þá er mamma alltaf svo brún og sæt eftir veru sína úti en pabbi er hvítur sem næpa því hann hefur setið inni allan daginn og lesið. Ég mun vera eins og pabbi greinilega, þ.e hvít og föl þó svo að sólin skíni skært úti...en svona er að vera námsmaður!!!
Það lítur allt út fyrir að ég verði alveg alein í heiminum hérna úti um páskana... Allir vinir mínir eru að fara heim til Íslands og Elín norska heim til sín til Noregs. Elín var nú samt svo sæt að bjóðast til að lána mér sjónvarpið hennar svo ég geti nú legið og glápt á imbann þegar mér leiðist á kvöldin. Ég þurfti ekki einu sinni að biðja um að fá það lánað heldur bara bauð hún mér það upp úr þurru...æ, hún er yndi!!! En það er alveg satt....það er ALLIR að fara heim....ekki að ýkja, alveg ALLIR nema ÉG!!! posted by benony 11:28:00 e.h.
Stundum verður maður að pína sig....
...þessa speki heyrði ég og það má segja að hún eigi vel við.
Annars er lítið að frétta frá mér kerlingunni. Allt er bara hversdagslegt og ég er bara kjaftstopp þegar að blogginu kemur. Reyndar er alltaf eitthvað eins og t.d hélt ég fyrirlestur með vinkonum mínum í síðustu viku og það gekk bara vel. Við vorum með fyrirlesturinn á powerpoint þannig að við vorum einu nördarnir í hópnum. Hinir voru nefnilega allir með sinn á glærum og svoleiðis en við höfðum þetta á tölvutæku formi...hehe!!! Við töluðum um cytocrome eins og við værum að tala um rassinn á David Hasslelhoff svo mikil var tilfinningin í þessu hjá okkur!!! ó já Enda skein athyglin úr augunum hjá áhorfendunum og allir voða spenntir..hehe
Bryndís vinkona á afmæli 9 mars og óska ég henni innilega til hamingju með afmælið!!! Hún er nú orðin 24 ára kerlingin og læt ég fylgja mynd af henni með afmæliskökuna. posted by benony 12:02:00 f.h.
hæ hæ
Var að kaupa mér digital-myndavél og get því verið dugleg að setja inn myndir héðan frá Danmörku. En er samt ekki alveg viss hvernig best er að koma þeim fyrir. Er nefnilega ekki búin að læra hvernig á að setja upp myndasíðu en ég ætla mér að læra það!!! Þessar myndir eru frá því að ég og Sólveig vorum í Rosengardcenter daginn sem ég keypti mér vélina.
Já, ég þekki marga sem eiga afmæli þessa dagana...nú er það Gústi sem er orðinn 23 ára!! Til hamingju með daginn elsku karl, kannski farið að glitta í gráu??? híhí Njóttu dagsins og vonandi lendir þú í skemmtilegum ævintýrum í dag.
Pabbi minn átti svo afmæli þann 3 mars og óska ég elskulegum föður mínum til hamingju með daginn, 52 ára karlinn og svona líka rosalega flottur!!! Ef þið böggist eitthvað í honum þá tekur hann ykkur bara í glímu (hann var sko glímukóngur hér í den....geri aðrir betur :) ) ...eða körfubolta!!!! Jahh, heyrst hefur að vinir mínir þeir Jói, Gummi Jóh, Arnar 6 ára hafi eitthvað reynt í hann en ekkert getað heheh posted by benony 12:43:00 f.h.
mánudagur, mars 03, 2003
Nú er Lára farin frá mér...
....og eftir sit ég og sker hjartað mitt með skeið. Við eruð búnar að eiga yndislega helgi og lentum í fullt af ævintýrum og ætla ég nú að rekja ævintýri helgarinnar hér á eftir..ef ykkur finnst þetta ekki ævintýri þá er það bara vegna þess að þið voruð ekki á staðnum..hehe
Fimmtudagsævintýri
Ég tók lestina til Kaupmannahafnar til að taka á móti vinkonu minni. Yfirleitt finnst mér mjög gaman í lestum en ég var í reykingasæti og vindlareykurinn hjá skítuga karlinum sem sat á móti mér fór eitthvað illa í mig!! Þegar til Kastrup var komið stillti ég mér upp þar sem "móttökunefndin" stóð...þ.e fólk sem var að taka á móti ástvinum sem var við svona tepparenning. Danirnir voru alveg að meika það með fánana sína og veifuðu þeim hægri vinstri þegar einhver kom sem þeir þekktu eftir tepparenningnum. Ég hef verið að pæla í því hvað málið sé með dani og fánan þeirra...þeir gjörsamlega elska hann og leyfa honum að vera með við öll tækifæri...fáninn er allsstaðar. Þegar ég hafði staðið í smá stund komu Örni Ingi og Elín askvaðandi og það var rosalega gaman að hitta þau því ég hef ekkert séð þau síðan ég flutti út, þó svo að þau búi í sama landi. Elín lítur líka svo rosalega vel út með kúluna sína og hún alveg blómstrar. Þau voru að taka á móti vini sínum sem var að koma í heimsókn til þeirra...já, skemmtileg tilviljun!! Erni Inga langaði að kaupa færeyska fánan einhversstaðar og veifa honum þegar vinur hans kæmi hehehehheheh bara fyndið!!!
Lára kom svo út um opið og gekk eftir renningnum, það urðu fagnaðarfundir og Lára var alveg hissa að það væru svona margir að taka á móti henni. Já, gaman að þessu!
Eftir að við höfðum komið töskunni hennar Láru í geymslu og fengið okkur "Burger King" tókum við lestina niður á Hovedbanegarden og örkuðum á Strikið!! Lára var alltaf að græða því að hún var að kaupa skó og föt sem hefði kostað miklu fleiri þúsundkalla heima á Íslandi. Hún hefur þá alveg grætt formúgu í þessari ferð!! hehe En hún keypti sér allavega tvenna skó fullt af bolum og svo mussu sem ég keypti mér líka...hvort sem er erum við ekki alltaf saman þannig það er í lagi að eiga eins. Við hittum svo Örn og Elínu aftur í H&M og Örn hafði keypt sér jakka en Elín kvartaði undan að hún passaði ekki í neitt, vildi fara að finna efnabúð svo hún gæti saumað sér...æ,dúllan!!! :)
Ég hafði verið í sambandi við Sollu vinkonu Láru sem býr í Kaupmannahöfn sem ég vissi að Láru langaði að hitta og hún kom svo og hitti okkur og við skelltum okkur á kaffihús í einni af hliðargötunum útfrá Strikinu!! Þetta var mjög flott kaffihús og á neðri hæðinni sat fólk á svona púðum á gólfinu þannig að það var svona hippastemmning þarna yfir þessu öllu. Það var fyndið að fylgjast með því hve margir íslendingar voru að koma inn...þeir eru út um allt hér í Danmörku!!
Við vorum dauðar í lestinni á leiðinni til Odense um kvöldið og hefðum ekki getað meikað neitt. Lára fór nú samt að spjalla við gamlan mann sem sat hjá okkur og hann hélt að við værum finnskar. Lestarfreyjan spurði mig svo hvernig ég segði "kjúklingur og beikon" á færeysku því hún hélt að við værum færeyskar. Fólki dettur aldrei Ísland fyrst í hug...skrítið, eins og maður er nú fallegur og "Iceland has the most beautiful women in the world"!!! hehehe
Föstudagsævintýrin
Það var erfitt að vakna klukkan hálf sjö um morguninn en ég varð því það var verklegur tími í efnafræði og við eigum að skila skýrslu um þá tilraun sem við gerðum í þessum tíma. Ég skildi Láru eftir heima hjá mér en svo tók Sandra vinkona hana með klukkan tíu og ég hljóp úr tíma til að sækja hana. Lára fékk að sitja í tíma hjá mér... ég spurði kennarann: "jeg har en veninde her for besög fra Island, maa hun sidde ved siden af mig nu i timen". Kennarinn sagði þá "jah, det maa hun, men hun skal ha´ briller paa" hehheh, Lára þurfti að setja á sig öryggisgleraugu...en það eru hvort sem er allir með svoleiðis þarna inni þannig að hún var ekki skrítin.
Ég þurfti svo að reikna smá fyrir skýrsluna og því fórum við inn í svona stofu þar sem við sitjum og reiknum og skrifum...þ.e ekki rannsóknarstofa og Lára sat með mér og spjallaði við bekkjarsystur mína sem er frá Mexíkó. Þá kom Lára með snilldarsetningu "Yes, Iceland is like Mallorca compare to this" hehehe Talandi um hitastigið í Danmörku. Ég er mikið búin að stríða kellunni fyrir þessa setningu og sem betur fer var hún að tala við útlending en ekki dana því þeir fíla ekki þegar við Íslendingar erum að fegra okkur of mikið!!!
Eftir tímann hittum við svo læknakrakkana í matsalnum og borðuðum með þeim. Ég var rosalega stolt að sýna Lárunni skólann minn því henni fannst hann virkilega flottur. Hún skildi ekki afhverju það var ekki svona rennibraut eftir ganginum eins og á flugstöðvum því gangarnir eru svo langir. Sem dæmi stoppar strætó tvisvar við skólann og fólk keyrir um á bílum á göngunum.
Eftir tímann fórum við beinustu leið heim og undir sæng og sofnuðum báðar...við sváfum alveg til fimm og þá fórum við í útifötin og löbbuðum niður í búð. Láru fannst alveg magnað þegar ég tók fram pokana með flöskunum sem ég ætlaði að fara með í endurvinnsluna og svo löbbuðum við þvílíka vegalengd í búðina. Maður er alltaf að spara sjáið til. Ég held að hún hafi bara kunnað að meta þetta, því menningin hér er önnur en heima á Íslandi þar sem maður tekur bara bílinn og fer í Bónus en labbar ekki með þunga pokana heim á leið. Er það ekki rétt Lára? Við fylltum ísskápinn af góðgæti og óhullustu því nú átti að sukka. :) Ég átti einmitt að skila til ykkar frá Láru að hún borðaði mjög mikið í þessari ferð og var því dugleg stelpa hehe ;)
Við elduðum okkur svo Tortilla eða svona pönnukökur með hakki og grænmeti og kom það mjög vel út hjá okkur skvísunum. Svo var bara málað sig og farið í sturtu og farið í nýju fötin og skellt sér í partý hjá Bryndísi og Gumma. Snorri kom til okkar áður og við drógum hann með....ekki erfitt reyndar! Þar voru gestgjafarnir náttúrulega og Sólveig var á staðnum jafn hress og venjulega og svo Ragnheiður og seinna kom svo Ingvi. Fámennt en góðmennt. Við horfðum svo á spóluna sem er með leikritinu sem við gerðum á þorrablótinu og Snorri spurði mig..."afhverju fórstu ekki í leiklist Sara", mér fannst það fyndið þar sem þetta var nú bara djók leikrit og ekkert meistarstykki heheh en samt fyndið!!!!
Eftir partýið skelltum við okkur á Rasmus Rask barinn og þar var svona 100 tíma fest sem þýðir að það var svona maraþon partý á barnum...opið frá miðvikudegi til sunnudags og bara djamm allan tímann. Þar var fólk í grímubúningum þar sem það var nú festelavn hérna úti (öskudagur). Ég held að Lára hafi nú ekki alveg verið að fíla sig inn á þessum pöbb en strákarnir voru nú duglegir við að koma til hennar og vilja dans!!!
Þegar við komum heim og vorum að hátta okku þá var bankað harkalega á gluggann hjá mér og það voru Bryndís og Gummi. Þegar ég opna gluggann sé ég samt fyrst karl sem bendir í átt til þeirra. Gummi hrópar þá "Sara, ég held að þú ættir að fá þér nýjar gardínur"!! Þá hrópa ég eitthvað á þá leið "æ, þegiðu"...náttúrulega bara í djóki. Gardínurnar sem ég fékk úthlutaðar með herberginu ná nefnilega ekki alla leið niður. Þar sem ég sat svo á dýnu á gólfinu og var að hátta mig...sé ég skugga allt í einu læðast meðfram glugganum og svo horfist ég í augu við karlinn sem hafði staðið þarna þegar ég opnaði eftir að B og G bönkuðu. Ég fer bara að banda frá mér hendinni til að hann fari en hann stendur bara þarna...og svo rólega færist hann fjær en horfir samt alltaf inn. Þetta var karl um fimmtugt með mikla bumbu og hefur gaman að því að horfa á tvítugar stelpur hátta sig...perri!!!! Við settum þá bara tösku og kápu upp í glugga og fórum að sofa. Hann fór eftir það!!
Laugardagsævintýri
Ég vaknaði með hita þann morguninn og fannst mér það alveg týpískt...þar sem Lára var nú í heimsókn hjá mér. En ég lét það ekki aftra mér frá því sýna Láru meira af Odense og skelltum við okkur niður í miðbæ eftir að ég hafði úðað í mig panodil!!! Við fórum í búðirnar og svo auðvitað á McDonalds því maður þarf nú að spísa ha!!! Þegar við komum heim aftur lágum við í leti en ákváðum svo að fara út að borða. Vorum samt alveg pakksaddar eftir nammiát en fórum bara svona upp á stemmninguna. Enda pöntuðum við okkur salat með miklum fetaosti og fannst okkur "GASALEGA SNEÐUGT" að það væri búið að búta "ostinn" svona niður!! heheeh
Þar sem Lára er algjörlega segulstál á strákana þá vorum við ekki lengi að fá gesti við borðið okkar. Það sátu nefnilega strákar á borði nálægt okkur og fyrst kom einn af þeim og var að spurja Láru eitthvað! Nú kemur samtalið :
Janik: Min kammerat...bla bla bla
Lára: I don´t understand you
Janik: ok, are you from England?
Lára: no, we are from Iceland
Janik: no, really, where are you from??
Lára+Sara: ICELAND
J: Move in, move in!!! (biðja láru um að færa sig svo hann gæti sest!)
Þarna var Janik orðinn svaka æstur....
J: I lived there ones
L: no, prove it!!
J: Hvaðan eruði?
Þarna skelltum við vinkonurnar upp úr því það var eins og það hefði staðið mús fyrir framan okkur og byrjað að tala, það var eins ólíklegt að hann myndi tala íslensku.
já, nú höfðum við kynnst dana sem kunni íslensku. Hann sagði okkur frá því að stjúpi hans héti Daníel Hafsteinsson og hann hefði búið í Kópavoginum í þrjú ár ásamt móður sinni og stjúpa á unglingsárunum. Hann tók eftirnafn stjúpa síns og heitir því Janik Hafsteinsson. Hann breyttist frá því að vera slicy gaur í hina mestu dúllu því danir eru algjörar dúllur þegar þeir tala íslensku. Janik var samt altalandi var meira segja með hikorðið "sko" reglulega og svo sagðist hann vera "rekstrartæknifræðingur". Ég spurði hann hvernig hann vissi hvernig átti að segja "rekstrartæknifræðingur" (hélt nefnilega á tímabili að þetta væri íslendingur að plata okkur) en þá sagði hann okkur að stjúpi hans væri rekstrartæknifræðingur og þess vegna kynni hann íslenska orðið. Hann greinilega leit upp til þessa stjúpa síns!! Eftir smá stund komu vinir hans yfir til okkar og Janik kynnti okkur, þeir kunnu ekkert að tala íslensku og litu forviða á vin sinn babla við okkur á móðurmálinu okkar. Einn af vinunum sem var greinilega svona aðaltöffarinn byrjaði að tala við okkur á ensku...og jesússs hvað hann var hallærislegur. Endaði aldrei neina setningu og fór allt í einu að tala um að honum fyndist gaman að sitja á klósettinu og bíða eftir vinum sínum... Veit ekki alveg hvað hann meinti með því en ég þurfti náttúrulega að snúa þessu upp í eitthvað dónalegt og spurði " og hvad lave I saa, naar dine venner kommer??" En hann fattaði ekki að ég var dónaleg þannig að hann fór eitthvað að tala um að loka klósettinu...hann vissi sko ekki enska orðið yfir þetta. Það láku tár hjá mér ég hló svo mikið þegar hann var að tala...greinilega ekkert of gáfaður.heheh En Janik hélt áfram að vera mesta dúllan og var svo hreinskilinn við okkur "Við vinirnir erum sko að hafa góðan tíma í kvöld, og borða góðan mat og svona og svo þegar við komum inn og sáum sætar stelpur þá vissum við alveg hvar við vildum sitja". Og svo sagði hann "Ég er alveg á toppurinn núna, vinir mínir alltaf að segja "Janik, vert þú fyrir aftan okkur" og svo núna er ég bara aðalgæinn"!!! hehehehhe Ég skildi hann svo vel..við vildum nefnilega mest tala við hann og vinir hans voru hissa að hann kynni íslensku....enda létu þeir sig hverfa eftir smá stund og við spjölluðum bara við hann. Þegar við kvöddum þennan vin okkar sagði hann við mig "finnst þér ekki gaman að fá vin frá Íslandi í heimsókn?" jú sagði ég!! "mér finnst nefnilega líka svo gaman að fá vini mína frá Íslandi í heimsókn". Þannig að ég hafði allt í einu eignast skilningsbróðir sem var DANI!!! Eitthvað sem ég hélt ekki að mundi gerast...hehehe
Ég tók svo gelluna með mér á Arkaden sem er skemmtistaður hér í bæ og náðum við að dansa eins og óðar...strákar í hóp fóru að kasta pening og það fíluðum við ekki...dónalegir þessir danir ha!!! Ég fór auðvitað með hana á karaókeebarinn sem er þarna á Arkaden (margir litlir barir á einum stað) en ég tók nú ekki lagið í þetta skiptið þar sem ég var orðin virkilega hás og mér leið ekkert súper vel...
Sunnudagsævintýri
Ekki mikil ævintýri hjá mér þennan daginn en pottþétt hjá Láru þar sem hún ferðaðist heim til Ísland by herself. Ég saug upp í nefið tók inn panodil, klæddi mig vel og fylgdi vinkonu minni á lestarstöðina hér í Odense. Lára spjallaði við miðasölugaurinn á ensku þegar hún keypti miðann og komst ég að því að dönum finnst alveg æði að tala ensku. Þeir sem tala ensku fá meira að segja betri þjónustu því gaurinni skrifaði meira að segja hvaða spor lestinn kæmi við á miðann hennar...en það stendur aldrei og spyr ég því alltaf til að vera viss!! Svo eru líka allir eitthvað svo ástfangnir á lestarstöðvum. Fólk að kveðjast og kyssast!!! Ég er agaleg og bara glápi á fólkið...mér finnst ástfangið fólk svo æðislegt eitthvað!!!!
Svo kvöddumst við Lára og ég vona að henni hafi þótt eins gaman og mér...þú bætir kannski einhverju við á kommentið ef þér finnst eitthvað vanta lára mín!!! :)
Nú ætla ég að einbeita mér að því að láta mig batna..og takast á við verkefni vikunnar...mar hefur ekki tíma til að vera veikur í friði í þessum skóla!!!!