Það eru aldeilis skemmtilegar sögurnar sem ég er alltaf að heyra um Íslendinga í Danmörku og hvernig þeim reiðir af í dönskunni. Í gær heyrði ég tvær sem eru ansi skemmtilegar.
Fyrsta er um strák sem bjó einu sinni hér á kolligienu og er að leika með mér í leikritinu sem verður sýnt á þorrablótinu.
Hann var sem sagt að tala við danska stelpu, ég veit því miður ekki um hvað en hún verður allt í einu brjáluð út í hann og öskrar og skammast og hann skilur ekki upp né niður í því afhverju hún er svona reið við hann. Þá lítur hann sakleysislega á hana og spyr "Hvorfor er du saa grim?" Eins og þið getið ímyndað ykkur þá varð gellan ennþá reiðari því hann spurði hana afhverju hún væri svona ljót!!!!
Seinni sagan er svo fyndin finnst mér og á kóræfingu í gær var ég alltaf að skella upp úr af og til og það komu tár og læti meðan ég hló. Greyið kórstjórinn hefur örugglega haldið að ég væri að hlægja að honum en svo var nú ekki.
Hún fjallar um stelpu sem fór til augnlæknis hér í Danmörku og hélt hún væri kannski fjarsýn. Hún sest niður í stólinn til móts við læknirinn og hann spyr hvað hann gæti hjálpað henni með og þá segir hún "Jeg tro jeg er fjernsyn". (hahahahhahhahha Bíddu geðdeild er á næstu hæð... :) ) Það hefur án efa komið skrítinn svipur á læknirinn því hún sagði honum að hún héldi að hún væri sjónvarp!!! hahahahha
Annars var helgin mín yndisleg... afmælisdagurinn minn á laugardaginn var vel heppnaður og djammið um kvöldið var bara algjör, hreinasta, argasta snilld!!! Ég grillaði með pörunum tveimur það er Bryndísi og Gumma og Íris og Heimi, þau síðarnefndu er vinafólk þeirra fyrrnefndu og búa í Kaupmannahöfn. Strákarnir stukku út á svalir og tóku upp grillspaðana meðan við stúlkurnar bjuggum til salat og svoleiðis. Það er alltaf magnað að sjá stráka þegar kemur að grilleldamennsku, allavega voru þessir tveir í essinu sínum fyrir framan grillið!!! Maturinn var æðislega góður og Bryndis bjó til yndislegan eftirrétt sem við borðuðum fyrir framan imbann. Við gátum nefnilega ekki misst af MTV því Brynja og Drífa æskuvinkonur mínar voru að syngja þar. Þjóðarstoltið var í algleymingi því þetta var þvílíkt góð landkynning og fallegur þáttur. Íslendingarnir frekar montnir með fallegu konurnar sínar....hefði mátt vera minna af því en samt bara einkenni íslendinga. Mér fannst Brynja og Drífa langsætastar og flottastar af öllu í þættinum og var yfir mig stolt af vinkonum mínum!!! Til hamingju með MTV Brynja og Drífa!!! :)
Eftir þáttinn fórum við svo á djammið ásamt öðru pari þannig að við vorum 7 talsins.... Sara og pörin þrjú!!! :) Hittum Baldur sem er að læra læknisfræði hér og hann ákvað að koma með okkur þannig að við segjum bara að hann hafi verið mitt deit, því þá vorum við 8 og það er flottari tala!!! En ég skemmti mér konunglega eins og alltaf á djamminu hér í Odense. Hápunkturinn var án efa þegar strákarnir fóru blindfullir og vitlausir í karaokee!! Þeir fengu lag sem þeir báðu ekki um eða lag með Meatloof. Þetta var fyndin sjón því þeir voru bara algjörlega að meika það á sviðinu. Það endaði með því að Gummi stóð fremst á sviðinu og dansaði bara, söng ekkert og hinir tveir stóðu aftast eins og bakradda gógó píur og sungu. Þetta var bara snilld.
Ég fékk pakka frá Dóra bróður mínum í gær í póstkassann. Hann gaf mér Coldplay geisladiskinn sem ég á reyndar en hann skrifaði líka svo sætt kort því hann hafði frétt að mér leiddist svo. Þetta eru hans ráð til að mér líði betur:
1) Hlusta á diskinn á meðan ég stend á haus
2) Hlaupa allsber í kringum kolligieið og syngja 17 júní lagið
3) Fara með krökkunum út í leiki, eina krónu, teygjó, eða eitthvað.
4) Standa á höndum í sturtunni og reyna að þrífa mér með löppunum.
Já, svona er hann ráðagóður hann bróðir minn hahahahah
Ég er að fara í kaffi á morgun til stelpu sem heitir Arna og er að læra læknisfræði. Hún er stelpa sem ég kynntist eiginlega fyrst hérna úti því maðurinn hennar er vinur hans Sveinbjörns frænda! Hún er nýbúin að eiga litla stelpu sem fæddist í desember alveg mánuði fyrir tímann. Ég og Guðný fórum í barnafatabúð í gær til að kaupa handa litlu stelpunni og þið hefðuð átt að heyra okkur tala saman því við byrjuðum að tala bara allt annað tungumál þarna inni og röddin breyttist líka. "Sjáðu þessa dúllí mússí, Ohh hvað þetta er lítið dúllí" Einhvernveginn svona töluðum við.... Ég keypti allavega lítinn dúllí sumarkjól og svona bleikan bol innan undir. Ohh, það er svo gaman að kaupa svona :)
Ég ætla að hanga með Guðnýju næstu daga því Sveinbjörn er að fara í RUSTUR sem er svona einskonar nýnemaferð með skólanum. Hann verður í tvær nætur og þess vegna ætlum við Guðný að girlfriendast með strákana á meðan!! Það verður bara næs hjá okkur held ég.....
...já, kerlingin er orðin 23 ára gömul. Ég er alltaf jafn leið yfir því að eldast en það kætti mig mjög mikið áðan að þegar ég var á ljósum áðan á hjólinu mínu þá voru töffarar með gelað hárið og í einhverjum flottum bíl sem skrúfuðu niður rúðuna og vildu spjalla...það sem var skemmtilegast var að þeir voru nefnilega miklu yngri en ég eða svona 18 ára. Mér leið betur... hí híhí ég er þá ekki alveg orðin kella!!!!
Annars er afmælisdagurinn búin að vera yndislegur...Sigga og Maj-Britt hringdu að miðnætti í gær og sungu afmælissöngin fyrir mig og ég bara hoppaði með símann. Æ, þær voru svo sætar... Og þegar ég kom úr símanum þá beið pakki eftir mér í sætinu þar sem ég hafði setið og það var annar pakki frá Bryndísi og Sólveigu og þær gáfu mér lampa. Haha, vissu að mig vantaði annan þannig að nú er allt upplýst hjá mér. Svo hringdi Nady systir og Mútta í mig áðan og það var gott að heyra röddina í þeim.
Ég hringdi svo í Sveinbjörn frænda og Guðnýju og sagði þeim að ég ætti afmæli og ég myndi koma við í bakarí og kaupa eitthvað með kaffinu. Þegar ég mætti á staðinn þá var afmælisveisla hjá nágrannastelpu þeirra sem var 16 ára í dag. Ég kíkti yfir og þar sem hún er hálf grænlensk þá voru töluð þrjú tungumál þarna þ.e danska, íslenska og grænlenska. Svo fórum við yfir til Sveinbjörns og Guðný var sko ekki lengi að búa til Bounty-köku handa mér og tartalettur.... uhumm hvað það er klikkað gott.
Nú erum við að fara að grilla saman ég, Bryndís og Gummi og vinafólk þeirra sem býr í Kaupmannahöfn og svo verð ég bara að draga þetta lið með mér á djammið því ég hef ekki djammað í ár og öld. Ekki síðan ég var heima um jólin og þá djammaði ég ekki mikið!!
Takk fyrir kveðjurnar gott fólk, ég vildi að ég gæti knúsað ykkur og faðmað en ég næ ekki til ykkar....
....alltaf gaman að fá pakka frá Íslandi!!! Mamma mín er nefnilega svooo yndisleg eins og ég er oft búin segja ykkur. Hún sendi mér afmælispakka ásamt tveimur póstkortum frá Íslandi (íslenskir hestar og norðuljósin) og svo lét hún fylgja með Nóa kropp sem ég sakna alltaf svo og súkkulaði rúsínur sem ég sakna líka. Æ, hvað þetta var gaman... ég endurnærist bara. En ég ætla að geyma að opna pakkann minn þangað til á afmælisdaginn...ég er kannski klikkuð en þá hef ég eitthvað að hlakka til :) posted by benony 4:25:00 e.h.
Til að sanna....
...hvað það er lítið að gera hjá okkur hérna í fríinu þá get ég sagt ykkur skemmtilega sögu:
Við Bryndís fórum aðeins í bæinn til að skoða föt, og þá segi ég SKOÐA föt því við erum svo staurblankar að það er ekki verið að kaupa sér nokkurn skapaðan hlut. Okkur langaði í margt, þá sérstaklega langaði mig að fjárfesta í nærfötum og kósý svona hómý náttfötum sem ég sá og svo var ég líka að máta alla jakka og kápur í búðinni. Þegar við vorum búnar að skoða allt og láta okkur helling dreyma um hvað við gætum verið miklar gellur ef við eignuðumst þessar flíkur þá datt okkur það þjóðráð í hug að fara að máta hallærislegustu fötin í búðinni. Ég fór þá og valdi á Bryndísi og hún á mig. Ég valdi mjög hallærislegan bleik- og fjólubláröndóttan bol með hvítum kraga og bleikt flauelispils sem kemur einhvernveginn útsnið í endunum. Svo valdi ég mjög litríka og röndótta peysu handa henni líka. Mér fannst allir vera að horfa á mig þegar ég var að velja þessi föt því þetta var ekki girnilegt. Svo hittumst við í mátunarklefanum og prufuðum það sem við völdum handa hvor annarri. Hún hafði valið appelsínugult pils á mig sem passaði samt vel og var flott nema kannski bara liturinn og svo tvo boli sem voru skrítnir í sniðinu og svona rifnir. Svo stóðum við frekar hallærislegar fyrir framan spegilinn flissandi og glataðar en skemmtum okkur þvílíkt vel.
Við vorum ekki valdar bestu viðskiptavinirnir þennan daginn því við vorum mjög lengi þarna inni og mátuðum margt en gengum tómhentar út. posted by benony 2:32:00 f.h.
miðvikudagur, janúar 22, 2003
Gott fólk í kringum mig....
...sem sannaðist best í gær. Ég svaf frameftir eins og vanalega þessa dagana og síminn hjá mér hringdi. Þá var þaðBryndís sem var að bjóða mér í kaffi og kökur... eða réttara sagt köku og mjólk :) Þá voru stelpurnar, þ.e Bryndís og Sólveig búnar að vera á fótum síðan klukkan níu um morguninn að undirbúa afmæliskaffi handa mér!!! Ok, kæru vinir ekki fá sjokk, ég átti ekki afmæli í gær!!!!! En það er bráðum....
Sólveig fór nefnilega til Svíþjóðar í dag og þess vegna langaði þeim að gera eitthvað fyrir mig þar sem hún verður ekki á svæðinu á afmælisdaginn minn. En ég settist niður og þær færðu mér pakka sem þær vorum búnar að útbúa.. ég fékk svona bolla sem þær höfðu málað á nafnið mitt og aldurinn minn! Sara 23 ára... djös kerling er maður að verða :) Svo var svo sætt kortið frá þeim að ég stóð bara með tárin í augunum og vissi ekkert hvernig ég átti að vera. Svo settumst við niður og átum yndislega skúffuköku. Bryndís er svo dugleg að baka núna í fríinu þannig að við erum að verða mjög pattaralegar við stelpurnar.. En þessar stelpur eru algjörir englar og ég fæ bara gæsahúð þegar ég hugsa um hve góðar þær eru við mig... Takk skvísur, ég gleymi þessu aldrei :)
Annars hafa dagarnir í fríinu bara liðið og ég hef reynt mitt besta að hafa eitthvað fyrir stafni. Netið er búið að liggja niðri hjá mér... eingöngu vegna tölvuljóskunnar í mér, þannig að ég hef ekki haft mikið að gera. Ég fór í klippingu í dag og er nokkuð ánægð með afköstin hjá dömunni. Hún hefði samt mátt vera hressari daman sem var að klippa mig því henni stökk ekki bros á vör þó svo að ég var að reyna að brosa til hennar en ég fékk ég bara attitude look tilbaka. Hún var með rosalega fallegt hár, þykkt og dökkt með svona rauðum lit í endunum. En þó svo að hún væri með fallegt hár þá þurfti hún ekki að rakka mitt hár niður..en jújú hún rakkaði mig niður bara, hárlega séð. En málið er að alltaf þegar ég fer í klippingu þá segja klippararnir mér hve hárið mitt sé þurrt og ég veit það alveg... er meira að segja leið yfir því, en þessi gella sagði mér það með fýlusvipinn og einhvernveginn hreytti því í mig eins og ég hafi gert eitthvað hræðilegt af mér. Ég brosti þá bara til hennar til að milda hana en þá fékk ég attitude-svipinn.Bryndís hafði sömu sögu að segja þegar við komum út og var ekki par ánægð með þessa hárgreiðsludömu.
En það er ekki mikil breyting á mér...hún bara klippti neðan af og gerði meira áberandi styttur svo þarf ég bara að lita það sjálf svona þegar kemur nær þorrablótinu.
Biggi fær líka englastjörnu eins og stelpurnar. Fyrir þá sem ekki vita þá var Biggi ferðafélagi minn þegar ég kom hingað til Danmerkur í fyrsta skiptið í endann ágúst 2002. Við vorum bæði að flytja til Danmerkur og fara í nám og bæði voða spennt en sýndum það á allt öðruvísi hátt. Þegar flugvélin fór í loftið þá fengum við bæði þvílíka gæsahúð og litum brosandi hvort á annað... og þegar við vorum að lenda þá emjaði ég "Biggi, þetta er að gerast, þetta er að gerast!!!" en hann sat bara rólegur brosandi og smá flissandi yfir því hvað ég var asnaleg. Svo hófust ævintýrin með lestunum því við höfðum ekki hugmynd um hvaða spor við áttum að fara á en samvinnan hjálpaði okkur mjög mikið. Það var eitt yndislegt móment sem við áttum. Þá sátum við á bekk við lestarteinana og það var hlýtt og framandi loftið og kvöldið fallegt og við sátum þarna full tilhlökkunar á ævintýrunum sem biðu okkar. Ég man að ég las á allt sem hægt var að lesa á og við bara sátum þarna og biðum með skemmtilegan hnút í maganum.
Biggi var að bjóða mér að koma yfir til Kolding þar sem hann býr og gista og djamma með vinum hans. Honum finnst ekki hægt að ég sé bara hér ein að láta mér leiðast...engill hann Biggi. :)
Þar sem netið mitt er komið í lag þá munið þið heyra miklu meira frá mér.... ég ætla að fara yfir til Söndru núna. Hún var að klára prófin áðan og er að fara heim á morgun þannig að við ætlum að eyða smá tíma saman...því það er gaman.
Ég fór í pulsupartý í kvöld þar sem SS-pulsur voru á boðstólnum. Þessi snilld var heima hjá Sólveigu vinkonu!!! Við umluðum með troðfullan munn..."namm, OHHH hvað þetta er gott" öll í kór næstum. Þetta var allavega snilld!!! Maður kann að meta íslenskt betur þegar maður er í útlöndum því get ég lofað ykkur. SS-pulsur með kartöflusalati, tómatsósu, steiktum lauk og franskar með kokteilsósu og ískalt kók!!! Þetta var veisla hjá okkur. Eftir herlegheitinn vöskuðum við upp og Bryndis varð að prófa ofnhreinsilöginn sem hún keypti í Bilka þannig að ofninn hennar Sólveigar var þrifin hátt og lágt :)
Svo settumst við, við sjónvarpið og horfðum á "Stjerne for en aften" sem er svona söngvakeppni eins konar. Það voru allavega fimm keppendur sem kepptu um titilinn að vera stjarna kvöldsins. Þetta voru allt mjög góðir söngvarar sem voru að keppa en sum eitthvað mis!!! Gaurinn sem ég hélt með vann!! JIBBY!!! Hann söng líka lagið sem ég á að syngja í brúðkaupinu hennar Diljáar....."for ones in my life, I have someone who needs me". Við Diljá erum búnar að ákveða lagið í brúðkaupinu en svo á hún ekki kærasta... hahha svona geta stelpur verið klikkaðar!!! Ég er að spá í að keppa í þessum þætti einhverntímann þegar ég er orðin betri í dönsku, hvernig líst ykkur á það?? Tek bara Tinu Turner eins og alltaf "You´re simply the best, you´re better then all the rest" eða bara eitthvað sætt lag... Þegar ég var nýflutt hingað voru svona sjónvarpsþættir sem hétu "POPSTARS" alltaf í sjónvarpinu. Þá var úr rosalega stórum hópi af hæfileikaríkum krökkum valin einn sem þeir lögðu fullt af peningum í og gerður frægur. Það var einn strákur sem vann sem heitir "JON" og hann er allstaðar núna...í öllum blöðum og á flestum skiltum og plakötum. Hann er eitthvað um 17 ára og allar smágellurnar eru í móðursýkiskasti yfir honum :) Marín Manda var að keppa í þessu en datt mjög fljótlega út. Ég skil það reyndar ekki því hún er alveg með útlitið...held að hún hafi bara ekki valið lag sem hentaði hennar rödd. Flott hjá henni samt sko! Það var fyndið að heyra mig fylgjast með þessu...."Ég myndi sko gera þetta miklu betur, bíddu hvað er þessi að gera í þessu...ég ætti miklu frekar en hann að vera þarna"!!!! Alveg glötuð get ég verið stundum!!! :) Ég verð bara einhverntímann með í STJERNE FOR EN AFTEN það er nóg fyrir mig þarf ekki að vera POPSTAR, langar það heldur ekkert....myndi samt örugglega vinna.... hí hí hí
Jæja, það er föstudagskvöld og klukkan er hálf eitt, reyndar komin laugardagur en í mínum huga er föstudagskvöld!! En hvað er Sara að gera í útlöndum?? Hún situr við tölvuna og nördast!! Það var samt frekar fyndið áðan... Glugginn á herberginu mínu er svona alveg við göngustíginn þar sem allir labba um þegar þeir eru að fara í búðina eða á barinn. Þess vegna er oft bankað hjá mér af fólki sem ég þekki og þá opna ég gluggan og það er spjallað út um gluggan. Mér finnst smá kósý þegar ég heyri bank því þá er einhver sem vill spjalla eða langar bara að kasta kveðju á kerlinguna. Þegar ég var nýflutt hingað lá við að ég væri með sálfræðiþjónustu því það voru svo margir hérna í ástarsorg á kolligieinu...(nýfluttar/ir til útlanda og skildu kær-astana/usturnar eftir heima á Íslandi). En hvað var ég að segja?? Já, einmitt fyndið áðan... sko ég var búin að hátta mig í náttkjól og náttbuxur og planta mér fyrir framan tölvuna þegar ég heyri bank. Þá er það Einar tvinnakefli sem er að fagna próflokum. Ég náttúrulega opna, alveg að meika það í náttkjólnum :) En hann var hress og gekk rosa vel í stærðfræðiprófi sem hann var í, í morgun...fékk bara eina villu!!! En jæja, ég er að hugsa um að fara að sofa....góða nótt :) posted by benony 12:02:00 f.h.
föstudagur, janúar 17, 2003
Í gær vorum við báðar heima...
....allan daginn, þ.e ég og Sanne. Íbúðin okkar var sko tekin alveg í gegn og Sanne setti rosalega flotta og stóra pottaplöntu inn á bað þannig að við erum með tvö blóm þar núna. Það gerir voða kósý hjá okkur. Ég skúraði hjá mér og drap nokkrar köngulær sem voru í hornum og undir rúmi....girnilegt finnst ykkur ekki? Svo eru ljósin sem að Brynja og Drífa gáfu mér í jólagjöf komin í kringum spegilinn minn og fullt af myndum komnar upp á vegg. Ég tók nefnilega gommu af myndum með mér hingað frá Íslandi og er að reyna að búa til svona myndavegg hjá mér. Bæði myndir af fjölskyldunni og vinum....voða gott að geta séð andlitin :)
Ég tók ekki bara íbúðina í gegn heldur tók ég sjálfa mig í gegn líka. Ég missti nefnilega ekki bara yndislega vinkonu þegar ég flutti hingað heldur líka snyrtifræðinginn minn :) Nú þarf ég að gera allt sjálf en ég hef bara gaman að því. Ég sem sagt plokkaði og litaði augabrúnirnar, litaði hárið mitt svona Mahogny, rakaði allt slétt og fellt (ýkt góð rakvél sem ég keypti í Þýskalandi), og setti maska í andlitið eftir sturtuna. Þannig að mér leið betur í gær, allt fínt...bæði ég og herbergið mitt....núna get ég boðið gæjunum í heimsókn.. híhíhí
Eftir þetta fór ég svo til Bryndisar og Gumma að spila partýspilið ásamt Sólveigu, Danna djók og hans unnustu henni Unni. Bryndís bakaði skúffuköku (húsmóðirin sjálf :) ) og ég kom með M&M og snakk og Sólveig kom með kók og Nóa kropp þannig að við hökkuðum í okkur hitaeiningunum...sem er gott :) Mér þykir leitt að segja að við Sólveig sem vorum einmitt að keppa á móti pörunum vorum ekki "ON FIRE" í spilinu en við náðum í lokin að fá nokkrar kökur og héldum því kúlinu smá. Gummi og Bryndís unnu spilið og sýnir það hvað þau eru samstillt...Gummi samt veikur...nokkuð gott hjá þeim. posted by benony 1:49:00 e.h.
miðvikudagur, janúar 15, 2003
Þýskalandsferðin...
....varð smá vonbrigði eftir allt saman. Ég var mætt upp á lestarstöð tuttugu mínútur í átta um morguninn og hitti Elinu þar. Við löbbuðum svo saman niður þar sem rúturnar eru og leituðum að okkar rútu út um allt. Það bólaði ekkert á rútunni okkar og okkur datt í hug að við værum ekki á réttum stað. Þegar klukkan var orðin átta runnu á okkur tvær grímur og við sáum þá þar sem rúta var lögð af stað svolítið mikið neðar í götunni. Elin hrópaði upp yfir sig að þetta væri nú líklegast okkar rúta og þá öskraði ég "HLAUPUM". Og það gerðum við!!! Við vorum ekkert smá bjartsýnar :) Þarna hlupum við víkingarnir á eftir rútu sem var keyrandi svolítið mikið á undan okkur...en við hlupum og það er frekar mikið langt síðan ég hef hlaupið svona mikið. En það hefur einhver engill verið með okkur þvi rútan stoppaði á tveimur ljósum og þá náðum við henni líka. Við vinkuðum rútubílstjóranum, sem var hress, og hann skrúfaði niður rúðuna og sagði okkar að fara að skólanum því hann ætlaði að pikka okkur upp þar. Og við hlupum að skólanum og þegar rútan sótti okkur vorum við líkar móðar og másandi og ekki má gleyma hlægjandi því það var ótrúlegt að við hefðum náð henni. Þegar inn í rútuna var komið þá runnu aftur á okkur tvær grímur (alltaf einhverjar grímur að renna niður okkur) því við vorum án efa lang yngstar þarna inni. Þetta var ótrúlegt lið þarna....30-50 árum eldra en við og drekkandi alla leiðina. Þetta minnti á Akureyrarferð með FB þá meina ég drykkjan á liðinu. Það var meira að segja pissustopp á leiðinni, hahahahhaha. Þegar pissustoppið var þá tók rútubílstjórinn upp míkrafóninn og talaði nokkur orð " hey, jeg hedder Anders og vi er pa vej til Tyskland. Nu skal vi stoppe til at drikke kaffe og klokken ti i ti skal vi köre igen". Þetta sagði hann með svaka útvarpsrödd þannig að ég bjóst alveg eins við að hann myndi bæta við "og jeg tale fra TV 2".
Þegar til Þýskalands var komið stoppuðum við í einni búð alveg við landamærin sem var svona Fríhafnarbúð. Ég keypti mér nammi og rakvél og svo þrjá kassa af bjór handa Sveinbirni frænda. Elin aftur á móti keypti 6 lítra af vodka og eitthvað annað vín líka sem ég kann ekki að nefna. Málið er að það má ekki flytja sterkt inn í landið en Elin vissi það ekki fyrr en hún var búin að kaupa þetta magn. Þannig að við vorum smá stressaðar þegar við fórum yfir landamærin aftur...en enginn tékkaði þannig að hún slapp, kerlingin :)
Vonbrigðin í sambandi við ferðina var sú að við fórum ekkert inn í Þýskaland heldur stoppuðum við bara í klukkutíma í þessari búð og ég sá ekkert þýskt. Reyndar töluðu búðarkonurnar saman á þýsku.... "Ein Auto...Das ist ein Flugzeug, Ich bin haus Frank zu schlafen....Ja bitte!!! Eitthvað svona fannst mér þær segja!!!! Svo stukkum við aftur upp í rútu og keyrðum af stað til Danmerkur!!! Ég sá ekki margt, nema jú ég sá vindmyllur út um allt. Mér finnst vindmyllur svo flottar, sérstaklega ef þær eru gamaldags, en þessar voru reyndar bara hvítar úr járni en það er samt svo gaman að horfa á þær.
Í dag fór ég með kerlingunumvinkonum mínum í bæinn að kíkja á útsölur. Þessar útsölur voru ekki merkilegar því það var eiginlega bara einn rekki í hverri búð á útsölu og ekkert merkileg föt. Ég keypti mér samt einn bol sem var ekki á útsölu....en hann var flottari en sá sem var á útsölu en kostaði það sama þannig að ég ímynda mér bara að hann hafi verið á útsölu :) Þegar við Bryndís vorum að hjóla heim (by the way í rigningu og mótvindi, glætan að maður myndi gera þetta heima með fullt af pokum alla leiðina heim frá bænum) þá stoppuðum við á rauðu ljósi. Það voru margir sem að biðu á þessum ljósum en svo kom allt í einu karl (þá er ég að meina fullorðinn maður) á knallettu (vespu) og bibaði á fullu til að láta okkur færa okkur. Allir færðu sig og ég var framarlega í röðinni og er að færa mig fyrir honum en þá gaf karlinn bara í og klessti á mig!!!!! Hvaða voða læti voru í honum!!??? Allir pokarnir mínir fóru út um allt og ég hafði keypt mandarínur í búðinni sem að tvístruðust. Dönsk stelpa sem var þarna hjá mér hjálpaði mér með pokana og var brjáluð yfir því hvað hann væri dónalegur. En hann sagði víst fyrirgefðu sem ég heyrði ekki. Hann sagði það með þannig tón að mér fannst hann vera að skamma mig fyrir að vera fyrir honum. En ég meiddi mig ekki og hjólið er í lagi...smá beyglað bara.
Eru einhverjar hugmyndir um hvað ég get gert á afmælisdaginn minn???? Tell me :)
Það rættist sko aldeilis úr laugardagskvöldinu....
....það var náttúrulega próflok og því fannst mér eins og þyrfti nú að fagna eins og ég er vön að gera heima. Ég var boðin í partý heima hjá Gunnhildi sem er í sama námi og ég og var ég ekki viss um þetta partý því þetta var svona bekkjarpartý hjá hennar bekk. Bekkjarbræður hennar eru líka mjög svona nördalegir gaurar...ekki illa meint en þeir ætla að verða eðlisfræðingar þegar þeir verða stórir, og svo eru þeir alltaf að leiðrétta prófessorana í fyrirlestrum milli þess sem þeir byggja módel og uppfinningar. Ég, Bryndis ogGummi fórum samt í strætó og ætluðum bara að kíkja og stoppa stutt því við vorum líka mjög þreyttar eftir allan lesturinn.
Sólveig tók svo á móti okkur á stoppistöðinni og við örkuðum af stað til Gunnhildar. Fyrst var frekar svona bæld stemmning og partýið skiptist upp í íslendinga í öðrum helmingi herbergisins og svo danir í hinum. En áður en langt um leið vorum við búin að blanda okkur saman. Og við náðum saman í gegnum tónlistina....við stóðum alltaf öll saman í hring og héldum utanum axlir þeirra sem stóð við hlið okkar og sungum og hoppuðum. Þetta fannst okkur alveg magnað!!!! Við hlógum líka mjög mikið og þessir gaurar voru barasta drulluskemmtilegir. Ég fór að efast um sjálfan mig....er ég að verða nörd sem hlæ að eðlis-og efnafræðibröndurum!!!! Góður vinur minn sagði mér svo að nördar væru "inn" í dag og því þyrfti ég ekki að hafa áhyggjur!!! :) Eitt sem mér fannst magnað í partýinu var þegar einn gaurinn tók upp nesti í og sat þarna í sófanum og borðaði rúgbrauðið sitt og drakk vodka með :) ég var alveg að missa mig þá!!!! Þetta var eitthvað svo nördalega dansk!!!! :)
Ég var boðin í hangikjöt og ufstúf (hvernig er þetta skrifað maður??) í gærkvöldi og það bragðaðist himneskt. Þessi dýrindis matur var hjá Sveinbirni frænda og Guðnýju, það voru danir í heimsókn hjá þeim og þeim var boðið í mat einnig þar sem þau voru á staðnum. Ég hlakkaði voða mikið til að sjá andlitið á dönunum þegar fyrsti bitinn yrði tekinn því ég hef heyrt að dönum finnist hangikjöt algjör viðbjóður. Þau stóðu sig samt eins og hetjur því þau borðuðu með engum grettissvip. Maðurinn fékk sér meira að segja aftur á diskinn....kannski bara svona kurteis ég veit ekki!! Eftir mat lágum við Guðný og Sveinbjörn upp í sófa með nammi og horfðum á "You´ve got mail". Sveinbjörn þurfti samt svo mikið að tala við mig og var alltaf að reyna að trufla mig en ég sat bara stjörf yfir myndinni. Ekki það að myndin sé svo stórkostleg heldur var ég svo þreytt og það var svo gott að gleyma sér í svona auðveldri mynd. Hann bara pikkaði í mig og reyndi að trufla mig ....hahah eins og litlu börnin :) hann er sko 10 árum eldri en ég :) Ég gisti svo hjá skötuhjúunum því ég var ekki að meika að hjóla heim.
Já, snjórinn er farinn. Þetta er ekki lengi að gerast....það er komin ágætur hiti líka sem er frábært því kuldinn var næstum óbærilegur. Þess vegna tók ég fram félaga minn (hjólið mitt) og hjóla núna allt...þá losna ég kannski við jólakílóin :)
Annars er dagurinn í dag búin að vera fínn.....Bryndís og Gummi buðu okkur stelpunum í pönsur því þau voru að fá pönnukökupönnu senda frá Íslandi ásamt fullt af dóti og því var haldin veisla í íbúð 1105 á Rasmus Rask. Þær brögðuðust alveg þrælvel og við hökkuðum í okkur.... Svo skellti ég mér á kóræfingu þó svo að ég sé ekki viss hvort ég ætli að halda áfram núna eftir áramót. Það var samt fínt að syngja svolítið og ég lærði ný lög. Í pásunni þá kom einhver leikhópur frá Oxford í Englandi og sýndi smá leikþátt og það var magnað!!! Nei, nei, það var flott hjá þeim en það er bara sniðugt þegar maður býst ekki við að fá gjörning og allt í einu er maður að horfa á gjörning :) hahah asnalega orðað hjá mér en þið skiljið mig kannski :)
Ég er að fara til Þýskalands í fyrramálið og hlakka svolítið til. Við Elin erum að fara bara tvær í verslunarferð sem er bara svona dagsferð með rútu. Það er allt voða ódýrt í Þýskalandi þannig að danir gera svolítið af þessu að fara í þessar ferðir. Elin er norsk og kaupóð....hún getur ekki beðið að versla og sér þetta í hyllingum en aftur á móti finnst mér bara ævintýri að fara til úklanda því ég hef aldrei komið til Þýskalands. Held ég kaupi nú ekki mikið :) ég segi ykkur betur frá ferðinni á morgun.
Sigga vinkona mín er byrjuð að blogga og vil ég bjóða hana velkomna í hópinn....linkur er komin undir skeravinir :) posted by benony 12:39:00 f.h.
laugardagur, janúar 11, 2003
Jibbýyyyy..........
Jæja, þá er ég komin í frí...aftur. Fór í mitt fyrsta próf á dönsku klukkan 10:00 á dönskum tíma og labbaði út úr stofunni á slaginu 15:00 og þessir fimm tímar liðu hraðar en allir aðrir fimm tímar því get ég lofað ykkur. Tíminn flaug áfram og ég hefði getað setið þarna inni í miklu miklu lengri tíma....ég held að ég sé komið með ágætt læriþol. Við vorum 6 stelpur í stofunni...4 íslenskar, ein frá Líbanon og ein frá Mexico, þær tvær eru með mér í bekk. Þessi frá Líbanon heitir Rime og er múslimi, hún fékk lengri tíma í prófinu eins og við því hún er kasólétt og þurfti því að fara svolítið oft fram á klósettið, er samt búin að búa hér í fjölda ára og því er tungumálið ekki að angra hana. Þessi mexikanska heitir Paola og hún á danskan mann og hálfdanskt barn og ég spjallaði svolítið við hana á leiðinni heim í strætó og hún er mjög fín. Sagði mér að hún væri að fara til Mexico á morgun....gaman gaman.
Og, já..meðan ég man, Jói hefur oft rætt um elli smella yfirsetupróffólkið í Háskóla Íslands....en hugsið ykkur þetta er líka svona hérna!!!!!!!!!! Eldgömul dönsk kona sat yfir okkur og hún var að fara á kostum við það að vera gömul og dúlluleg. Lítil og hokin rölti hún út og inn og var alltaf að reka sig í eitthvað og hvíslast á við hina gömlu konuna sem var reyndar aðeins yngri. Hún komst ekki yfir að við værum frá Íslandi...henni fannst það æði!!! Allavega ljómaði hún alveg þegar við sögðum hvaðan við værum og hún sagði öllum það sem komu inn í stofuna...."Sjáiði þessar, þær eru frá Íslandi".... Svo áður en prófið byrjaði labbaði hún á milli og reyndi að bera fram nöfnin okkar og það var fyndið....losaði aðeins um spennuna því við skellihlógum alveg að henni.
Elin norska er að biðja mig að koma með sér til Þýskalands á þriðjudaginn.....veit ekki alveg hvað ég á að gera. Kostar eiginlega ekki neitt
Ég er að fara í próf á laugardaginn sem er mjög mikilvægt fyrir mig. Þetta eru reyndar tvö efnafræðipróf og ég verð að fá hátt á þeim því þessa einkunn læt ég fylgja með umsókninni minni. Ef ég fell get ég pakkað niður og farið heim...sömuleiðis ef ég slefa þannig að ég þarf að brillera. Ég er búin að reikna svo mikið að höfuðið á mér er við það að springa....þið kannist við þetta.
Ég mætti í skólann í dag því prófessorinn okkar hafði svona spurningartíma fyrir prófið. Það er svo gott aðhald hér og kennararnir vilja gera allt til þess að maður nái og sé að skilja hvað sé að gerast í þessum fræðum. Ég hitti bekkjarfélaga mína aftur og það var barasta ágætt....þau eru bara alveg eins og þegar ég sá þau síðast bara fölari og þreyttari eftir mikinn lestur. Eftir tímann fórum við svo upp á aðra hæð til að tékka í hvaða stofu við erum í prófinu og þar héngu listar með nöfnunum okkar. Öllum útlendingum var búið að planta í eina stofu og ég var ein af þeim hahahaha... Við vorum þarna saman allar fjórar íslensku stelpurnar sem erum í þessu námi.... Ástæðan er sú að við fáum lengri próftíma þess vegna er þægilegt að hafa okkur öll á sama stað. Ég á að vera í prófi frá 10-15....viljiði pæla!!!!!! 5 tímar... Þetta eru nefnilega tvö próf eins og hefur komið fram og tveir tímar hvort...svo fæ ég auka klukkutíma því ég er heimskur útlendingur og það gerir 5 klukkutíma...ef ég verð ekki uppgefin þá, þá megið þið kalla mig Söru stál.
Eftir prófið á laugardaginn er ég komin í 3 vikna frí og ég veit ekki alveg hvað ég á að gera af mér þessa daga. Mamma var að freista mín með þeirri hugmynd að ég myndi bara koma heim á meðan því það er orðið svo ódýrt að fljúga en ég veit ekki hvað ég geri. Ég veit allavega að það eru miklar líkur á að Lára vinkona mín komi í heimsókn eins og glöggir lesendur hafa kannski tekið eftir og það verður mjög gaman. Svo þarf ég náttúrulega að læra voða mikið og gera umsóknina mína og æfa leikrit...þannig að það er kannski nóg að gera. Væri samt gott að komast heim í hitan....... posted by benony 8:45:00 e.h.
miðvikudagur, janúar 08, 2003
Buff mun leggja land undir fót
Já, það er komið á hreint að Buff mun koma til Odense og spila á Þorrablóti Íslendingafélagsins.... Váhh, hvað það verður skemmtilegt!! Ég er búin að panta miða á þennan einstaka viðburð... eða Gummi hennar Bryndísar gerði það. Pantaði fyrir okkur öll... stendur "Guðmundur + 4 borðfélagar", algjör töffari, mar með allar gellurnar við sitt borð!! :) Ég, Bryndís og Gummi eigum að leika í leikriti á þessu þorrablóti þar sem ég fæ einnig að syngja þannig að það er eins gott að við mætum á staðinn. Ég hlakka líka til að hlusta á Buff því þeir eru skemmtilegir og svo náttúrulega þekkir maður hljómsveitina þannig að ég get verið eins og svona celebsleikja :) hí hí
Er enn að læra og get ekki hætt að hugsa um hvað ég ætla nú að gera mikið þegar prófin eru búin.... Ég ætla að finna afskekktan stað og öskra af öllum lífs og sálar kröftum og svo ætla ég að gera 300 engla og búa til snjókarl. Svo ætla ég að þrífa allt hjá mér og svo ætla ég að sofa endalaust en fyrst ætla ég að djamma og dansa eins og ég sé að dansa í síðasta skiptið. Fyndið, í prófum hef ég alltaf hugsað um að mig langi að öskra eftir próf en svo læt ég aldrei verða af því.....spurning hvað ég geri núna :) posted by benony 8:06:00 e.h.
þriðjudagur, janúar 07, 2003
Hössldagur.....
Jæja....ekki mikið að gerast hjá minni þessa dagana!!! Það er svona þegar ég er í próflestri þá stoppa öll ævintýri og ég fer einhvernveginn að mygla smám saman...ok ekki að mygla kannski en mér líður allavega þannig. Þess vegna var ég með smá kaldhæðni við stelpurnar í dag þegar við vorum í pásu og sagði "Ef ég hössla ekki í dag, þá er þetta búið..". Ég sagðist ætla að daðra við alla strákana sem kæmu inn í lessalinn sem við sátum í. Ég var svo búin að gleyma því að ég hafði sagt þetta og var bara að lesa í mesta sakleysi (ég er nefnilega með ákaflega stóran kjaft en er svona frekar saklaus eins og þeir vita sem þekkja mig) þegar strákur sem ég kannast við labbar inn og ég lít upp og hann brosir til mín og ég nikka á móti. Bryndís lítur á mig með svona hissa-svip og spyr hvaða daður þetta hafi eiginlega verið....hahhahahah Mér finnst þetta rosa fyndið, eins og ég sé alltaf í startholunum og ætli að standa við þetta bull sem vellur úr kjaftinum. En ég þekkti þennan gaur þannig að þetta var ekki daður, ég var einfaldlega að heilsa kurteisislega.
Þær eru frábærar þessar nýju vinkonur mínar....við erum kannski að klikkast á bókunum og eins og ég sagði allar að mygla saman en það er samt alltaf stutt í grínið og gamanið þannig að við hlægjum mikið. Ef við höldum áfram að vera vinkonur lengi þá verðum við 200 ára. :)
Hef ekki meira að segja í dag.....sakna ykkar! posted by benony 11:33:00 e.h.
mánudagur, janúar 06, 2003
Petra vinkona í sama landi í 5 klst...
Petra hafði samband við mig í gær og sagðist millilenda í Kaupmannahöfn í 5 tíma áður en hún myndi svo fljúga til Mílanó þar sem hún býr nú!! Hún spurði hvort ég væri ekki til í að hitta hana og við gætum farið saman í bæinn og versla og dandalast!! Það hefði verið æði!!! Ég þurfti að neita því það tekur alveg um tvo tíma með lest og þar sem ég er í próflestri þá tímdi ég ekki að eyða deginum frá bókunum. Váhh, hvað hefði verið gaman að hitta hana þarna...ég geri það bara næst!! Hún er yndisleg hún Petra alveg...hún segir alltaf við okkur vinkonur sínar, "hey, stelpur við skulum njóta þess að vera fallegustu stelpur í heimi". Flott mottó :)
Sanne kom heim í dag með Jóa sínum...ég kalla hann Jóan hennar því hann er ekki kærastinn hennar heldur bara mjög góður vinur!! Þegar þau komu var ég að elda!!! Já, mamma ekki láta líða yfir þig....ég var að elda og það gekk svona líka vel. Ég fór nefnilega í Fötex og þegar ég var að versla ætlaði ég að fara að taka jógúrtdós fyrir kvöldmatinn en þá hugsaði ég "hey, mig langar í eitthvað gott". Þannig að ég fór í kæliborðið og keypti okseköd....eða hakk á íslensku. Flippað, finnst ykkur ekki. Ég keypti hakk, grænmeti og sósu svo átti ég pasta heima og ég eldaði alveg frábæran rétt fyrir mig!! Hefði verið skemmtilegra að borða með einhverjum en ekki hérna í kremju að borða á skrifborðinu mínum og reikna efnafræði í leiðinni. Ókosturinn við að búa svona þröngt...ég borða sef og læri á sama stað....má þakka fyrir að klósettið sé í öðru herbergi. Reyndar er ég búin að vera að éta mikið rúgbrauð eða prumpbrauð þannig að lyktin hjá mér er verri en á sjálfu klósettinu....
Guðjón vinur minn var að setja upp nýja síðu sem er mjög flott finnst mér...endilega kíkið á hana. Það eru líka myndir þar frá áramótapartýinu sem ég skellti mér í.
Highligts dagsins er án efa göngutúrinn okkar Bryndisarí þessu yndislega veðri sem er búið að vera hérna. Við vorum báðar að mygla yfir bókunum og hún kom með þessa snilldarhugmynd. Snjókornin voru algjörar hlussur og þar sem það var enginn vindur þá féllu þau alveg beint niður. Þetta er svona ekta jólasnjór sem er hér....svonar snjór sem er hægt að búa til hluti úr enda er samankomið snjókarlaþing hérna á Rasmus Rask. Börnin og foreldrarnir hafa verið dugleg að búa þá til í dag og gær. Við Bryndís fórum á fótboltavöllin sem er hér rétt hjá og létum okkur detta niður og gerðum engla eins og mig hefur svo lengi langað að gera. Við vorum eins og litlar kerlingar alveg kappklæddar og ánægðar með þetta allt saman. Svo fórum við að kasta snjóboltum í staur....hahahah bara til að gera eitthvað við snjóin. Þetta var yndislegur göngutúr enda er allt skemmtilegra en að læra þegar maður er í prófum. Við hittum einmitt Unni kærustu Danna djók og hún var sammála okkur því hún ákvað að fara í þvottahúsið og var að fíla það í botn og hún sagði okkur að Danni hafi ákveðið upp úr þurru að fara elda Tiramisu. Þau eiga einmitt að vera að læra líka :) Talandi um að Danni hafi verið að elda, þá var Gummi kærastinn hennar Bryndísar að elda kjulla. Hver á þá að elda fyrir mig ha??? Nei, segi bara svona....híhíhí
Ég er búin að vera að hlusta á nýja diskinn með Coldplay í allan dag og það er eitt lag sem ég hef sett á repeat svolítið oft...og það er "Warning sign" lag númer 8.
" But the truth is.... I miss you. And the truth is.....that I miss you...soo"
Ég fór ásamtBryndisi vinkonu minni í strætó í dag því við ætluðum að vera duglegar að læra í skólanum okkar. Strætóferðin tók nú aldeilis sinn tíma því það er laugardagur og ferðirnar því ekki eins oft og á virkum dögum. Svo kom ég aftur í skólann og það var bara fín tilfinning...mér finnst skólinn minn nefnilega svo flottur og stór þannig að fíla mig vel þarna inni. Hugsið ykkur skólinn er svo stór að það eru tvær stoppustöðvar við hann þ.e sami strætóin stoppar tvisvar við hann á leið sinni. Við fórum upp í lesstofu og komum okkur vel fyrir og lásum í rólegheitum. Sólveig kom svo seinna, hún ætlaði að lesa heima en ég held að hún hafi barasta ekki getað verið án okkar :) Mér gengur ágætlega að lesa nema ég er mjög þreytt, ég held að það sé flugþreyta frá í gær því ég gat ekkert sofnað strax í gærkvöldi og svo vaknaði ég klukkan hálf átta í morgun þannig að ég er næstum dottandi yfir bókunum. Ég ætla snemma að sofa í kvöld þannig að ég geti lært vel á morgun....er að hugsa um að læra heima því það er sunnudagur.
Snjórinn er enn tilstaðar hér eins og í gær....ég gerði samt ekki engla....ástæðan er að það er svo mikið frost og því skítakuldi og ég hefði frosið í hel ef ég hefði farið að velta mér í snjónum eitthvað. Mér finnst skrítið að hugsa til þess að ég sé í útlöndum því það er mjög íslenskt veður hér....fyndið líka hvað það er gott veður heima á Íslandi. Ég fékk email frá belgískum vini mínum í dag þar sem hann óskar mér gleðilegs árs og vonar að ég hafi notið jólanna og snjósins heima á Íslandi yfir jólin. Útlendingar eru búnir að ákveða það sé alltaf snjór á Íslandi á veturna. Ég sat líka við hliðina á Þjóðverja í flugvélinni á leiðinni til Íslands og hann ætlaði að verja jólunum á Íslandi út af snjónum...þvílíkur vonbrigðasvipur sem hann gaf mér þegar ég sagði honum að það væri enginn snjór, greyið karlinn.
Mig langar að gefa Gumma Jóh (bróður mínum) englastjörnu því hann er alltaf svo góður við mig....takk Gummi :) posted by benony 9:48:00 e.h.
Lenti í vetrinum
Já, það er sko allt á kafi í snjó hér í Odense og það er mikill vetur með jólasnjó og frosti. Það hlakkaði í mér þegar við vorum að lenda....ég sat nefnilega við gluggan og sá allan snjóinn á þökunum á húsunum og í trjánum. Ég ætla sko út að gera engla á morgun ef ég hef tíma....get alveg gert það á meðan ég bíð eftir strætó. Það er nefnilega harkan tekin á morgun og ég verð að mæta upp í skóla klukkan 9:30 og fara að læra undir próf. Efnafræðiprófið bíður mín með bros á vör.
Mér líður bara vel núna...kom heim og það var smá home sweet home fílingur því hér er allt mitt dót og ég þekki mig vel hér. Vantar bara nokkrar manneskjur og þá væri lífið fullkomið. Fór í póstkassann og það valt út úr honum ruslpósturinn sem er búin að safnast saman....úff og svo auðvitað reikningar. Það er líka tómur ísskápurinn en nú er ég að hugsa upphátt, afsakið.
Ég er komin með nýtt gemsanúmer :) hann er 0045-28296958.... ef ykkur langar að splæsa á mig smsi þá þætti mér voða vænt um það...er mikið með hugann heima núna.
Jæja, nú legg ég af stað til Odense aftur eftir stórgott jólafrí. Ég er búin að njóta Íslands en það var nú samt margt sem ég gerði ekki sem ég hefði viljað gera eftir á að hyggja, en ég nenni ekki að svekkja mig á því. Ég sá Lukku ekki neitt, Dóri disco og Hjördís voru á Akureyri og stelpurnar í saumó náði ég ekkert að sjá heldur....ég sá Karen og Geira smá á Þorláksmessu, og verst þykir mér að ég náði ekkert að tala við Gaxel. Svo eru fleiri sem ég hefði viljað knúsað en gat ekki.
Ef ég á að segja ykkur alveg eins og er þá langar mig ekkert voða mikið tilbaka. Ekki það að mér þyki leiðinlegt en ég er náttúrulega ein þarna og hér er allt mitt fólk, ég veit líka hvað bíður mín og því er ég ekki eins spennt og þegar ég fór fyrst. Þetta er voðalega erfitt líferni að vera námsmaður í ókunnu landi, í fagi sem ég er ekki að fíla mig í og vera alltaf blönk. En ég hef æft mig í að líta á björtu hliðarnar og er því búin að vera að fara yfir góðu hliðarnar í dag. Mín bíða góðir vinir og mörg hlátursköst þar sem við hlægjum saman þangað til að við fáum harðsperrur og augun er bólgin af gráti, kósy herbergið mitt bíður mín sem ég á eftir að gera enn meira kósy með jólagjöfum og myndum sem ég ætla að hengja upp, mín bíður karaokee barinn, mín bíður sæti eðlisfræðikennarinn, mín bíður að mæta í skólann án þess að vera í rauðu strigaskónum, mín bíður hindberjagos, og mín bíður danskan og dönsk tónlist, mín bíður msn-samtöl, mín bíða fullt af emailum, mín bíður bank á gluggan og samtöl því út um gluggan, mín bíður stríðnin í Sveibirni frænda, mín bíða Auðunn og Maron litlu snúllarnir mínir, mín bíður Þorrablót, mín bíða ævintýri.
En þegar ég er að telja þetta upp þá rifjast einnig margt sem ég kvíði fyrir t.d prófið sem bíður mín, og að vakna klukkan 7 á hverjum morgni og hjóla í 40 mín í skólann, og umsóknin mín fyrir skólann, og stærðfræðin og eðlisfræðin...en hver er að stressa sig á þessu þegar hindberjagos er mér við hlið og Sveinbjörn að hringja til að leika einhvern dana sem er skotinn í mér.....glætan að ég trúi honum einhverntímann aftur hahaha