Sá er sem er númer 20.000 má gera grein fyrir sér í kommentunum. Og Bryndís það er bannað að ýta á REFRESH í sífellu eins og síðast ;) posted by benony 11:18:00 e.h.
Það verður djamm...
...á kerlingunni um helgina..já svei mér þá!! Ég er að fara í tvö julefrokost þessa helgina og það verður aldeilis fjör á mér. Fyrra julefrokostið verður með gamla bekknum mínum frá því í fyrra, þau sem voru að læra með mér náttúrufræðina. Þarna verða strákarnir sem gerðu mér lífið leitt með stríðni og svo stelpurnar sem voru voða vingjarnlegar en reyndu ekkert voða mikið að kynnast mér. Ég skal aldeilis leika á als oddi og sýna þeim hvað ég er orðin sleip í dönskunni. Ég man í fyrra þegar ég fór á julefrokost með þeim og var að hlusta á þau þá datt ég stundum út og vissi ekkert um hvað þau voru að tala en núna verður þetta öðruvísi. Ég ætla að hitta Elinu norsku fyrir jólagleðina heima hjá henni því hún ætlar að sýna mér nýju íbúðina sína. Og svo ætlum við samferða. Ég er voða ánægð að við vinkonurnar séum að sameinast því ég hef lítið sem ekkert séð hana síðan ég byrjaði í læknisfræðinni. Hittumst eiginlega aldrei í skólanum. En nú tökum við á því saman ;)
Seinna julefrokostið er svo með íslensku læknanemunum hérna í Odense. Ég er í julefrokostnefnd og við erum voða spennt því þetta verður roooosalega gaman. Það verður danskur matseðill, þ.e síld, rúgbrauð og frikadellur en svo ætlum við að svindla smá og hafa hamborgarahrygg, brúnaðar kartöflur og Waldorfsalat. Andri og Elvar sem eru á 7 önn ætla að vera yfirkokkar og láta okkur skvísurnar vera svona hjálparhellur. Við eigum líka að sjá um leiki og skreytingar. Þetta verður æði!!! Ég hlakka svooo mikið til.
Ég var alveg búin að finna dressið á mig áðan bæði fyrir julefrokost og svo bara fyrir jólin og áramótin heima. Ég fann nefnilega kjól sem er alveg flottur. Ég tók þrjá kjóla með mér inn í mátunarklefann... Ég var eins og sebrahestur í fyrsta kjólnum og Elva sagði "já, þessi er rosalega flottur á þér, en hentar kannski betur ef þú átt hestabúgarð". Þetta sagði mér að ég væri awful í honum. :) Kjóll númer tvö var voða prinsessukjóll og ég var voða fín í honum, svona með flottu baki og svona perlum á , hann var svartur og sætur. Ég lagði hann til hliðar og ákvað að máta þriðja kjólinn og það sem ég sagði við stelpurnar þegar ég kom fram "Þessi er svona mest slöttí finnst ykkur ekki??". Þær voru sammála mér. En eftir miklar bollaleggingar og umræður þá komumst við að því að ég var bara flottust í þessum kjól. HVAÐ SEGIR ÞAÐ OKKUR???? Það segir mér að nú langar mig ekki lengur að vera fín heldur töff. Enda fann ég sko aldeilis skóna!!! Þeir eru silfurlitaðir með oddmjóum tám og pjonkuhæl, eiginlega ekki hæll. Ég hef aldrei átt svona mikla gelluskó.
Allavega ég gæti orðið skvís en við verðum bara að sjá til. Ég brosti voða fallega og spurði skvísurnar í afgreiðslunni um að geyma þetta fyrir mig þangað til á mánudaginn...gæti fundið pening á götunni eða eitthvað!! ;)
...raulaði ég fyrir munni mér á mánudaginn þegar ég ákvað að ég skyldi eiga íslensk jól. Gaur hjólaði framhjá mér með voða glott á vör og hefur örugglega hugsað "þessi búin að vera að fá sér julebryg!!"
Það er staðfest, ég kem á klakann 16 des og verð í rúman mánuð heima!!! JEI ;) posted by benony 9:32:00 f.h.
þriðjudagur, nóvember 25, 2003
Þetta verður smá sárt...
...í dag æfði ég mig í skólanum að leggja venflon á samnemendur mína. Venflon er þetta sem lagt er í bláæðina á handabakinu ef maður þarf að fá vökva í æð. Þetta þarf lagni því í fyrsta lagi þarf maður að hitta á æðina og svo þarf maður að geta fylgt með nálinni eftir æðinni og passa að hún stingist ekki í gegnum æðina. Við byrjuðum að æfa okkur á dúkkuhöndum og svo tók við að stinga hvert annað. Magnus norski var með stærstu æðarnar og auðveldustu að sjá þannig að hann varð aldeilis fyrir barðinu á nálinni. En hann sat bara mjög afslappaður eins og sannur víkingur. Þegar ég fylgdist með fyrstu stungunni hélt ég alveg fyrir andlitið og lifði mig of mikið inn í þetta...Jens var alltaf að gera grín að mér því ég fór ósjálfrátt að klappa Magnusi á axlirnar til að peppa hann upp. Þetta var ekki ein stunga bara heldur var stungið oft og svo þurfti Christina sem var að stinga hann að draga úr og setja aftur í endalaust til að ná að fylgja æðinni eftir og svo sneri hún nálinni fram og tilbaka meðan hún var inni í hendinni hans. Svo var komið að mér að stinga og mér fannst það miklu erfiðara heldur en að láta stinga mig því ekki er ég hrifin af því að meiða fólk. En Tanní var tilbúin með höndina sína og norskur eldri læknanemi sat yfir mér til að segja mér til. Ég tók til allt dótið sem til þurfti nál, venflon, sprautu, teip, bómul, sótthreinsandi, plástur (leikföngin mín :) ) og hófst svo handa. Ég náði að hitta á æðina strax í fyrsta og fór svo rosalega varlega og ýtti nálinni eftir æðinni. Hún meiddi sig ekkert sagði hún sem betur fer en ég fann hvernig ég var að fá geðshræringarbletti á bringuna. Ég gat séð að ég væri að gera rétt þegar blóð tók að renna inn í venflonið en ég var ekki með nógu hraðar hendur og vandaði mig of mikið þannig að mér tókst að stinga nálinni í gegnum æðina eftir að ég var búin að koma henni inn. En þetta var bara fyrsta taka....vonandi gengur betur næst. ;)
Didde ætlaði svo að fara að stinga mig en ég er víst ekki með nógu góðar æðar í þetta þannig að ég slapp við stungu. Ég var samt ekki hrædd við að láta stinga mig...ég meina ég hef látið vaxa á mér fótleggina...það hlýtur að vera meiri sársauki heldur en þetta. :)
...á kolleginu í kvöld. Ég fékk upphringingu frá nágranna að sjónvarpskallarnir væru að ganga um hverfið. Þá eru þeir að athuga hvort maður sé með sjónvarp eða útvarp og ef svo er þá þarf maður að borga alveg geggjaðan pening. Allir ljúga og það er búið að vara mig svo oft við þessum körlum. En þegar ég kom heim var Cecile búin að frétta af þeim á ferðinni og við ákváðum bara að hafa allt slökkt hjá okkur og svara ekki þegar þeir kæmu. Ég er búin að sitja í myrkri og læðast um í allt kvöld...fór samt á ákveðnu tidspunkti að spá hvað ég væri eiginlega að sitja í myrkri því ég á náttúrulega hvorki sjónvarp né útvarp og þarf því ekki að hafa áhyggjur af þessu. En ætli það hafi bara ekki verið spennufíknin í mér....eða bara barnið sem langar alltaf að vera með í öllu.
Ég fór yfir til Elvu í kvöld til að fá hjá henni diska með Arethu Franklin. En svo labbaði ég út frá henni alveg með staflann af diskunum... það var eins og að koma í dótakassa þegar ég var að skoða diskana hennar. Ég hef voða breiðan tónlistarsmekk en mér finnst afskaplega gaman að syngja soul tónlist og svona blues. Hef alltaf átt mér draum um að standa grátandi á sviði og syngja frá hjartanum um horfnar ástir og komandi sorgir. Ég er búin að vera að halda geðveikt í mér að missa mig ekki bara í söngnum hérna heima því Cecile er jú heima og var með gesti hjá sér. (Hefði verið laglegt hefði ég verið grenjandi og syngjandi rokurnar með Öllu vinkonu meðan gestirnir væru). En Elva átti allavega fullt af soul-diskum og svo fékk ég hjá henni Coldplay og U2 líka.
Ég fann svo eitt lag á Arethu Franklin disknum sem ég átti einu sinni þegar ég var unglingur eða kannski var ég orðin 18! Get ekki alveg staðsett þetta... en ég fékk svona minningar-tilfinningu því ég var að hlusta á þetta lag þegar ég hef verið í ástarsorg. Fann það bara...kom svona sama tilfinningin yfir mig...kannist þið við þetta. Get samt enganveginn munað hvaða gæi það var!! :) hahahaa Ég læt textann fylgja...sjáið hvað ég hef verið langt leidd :)
My song
You told me..
that you would leave me here
in tears.
Now you´re gone
and hours seem like years.
So darling
I sing my song.
You´re leaving
Makes my heart beat slow
and slow
Now I´m wondering where
did you go.
Please tell me...
tell me what is wrong.
I still love you
Wan´t you please come back to me
come back where
where you oughta be.
Don´t stay away from me
Cause you´ll always be mine
We´ll be together for eternity
You told me
that you would leave me here in tears
Now you´re gone
and hours seem like years.
And you left me singing a song.
I´m just singing a song.
Ok, ég veit....sorgleg maður...en ég var bara lítil gelgjustelpa!!! Þá má maður, nú er það bara kúlið ;)
...akkúrat á þessari stundu sem ég sit hérna og pikka inn þá get ég alveg gert það!!! MIG LANGAR SVO Í KÓÓÓÓK!!!! Ég er kóksjúk!!! Hvernig ætla ég að vera flott fyrir febrúar ef ég get ekki lifað án þessa drykkjar. Ég hugsa bara um hve gott það yrði ef ískaldur bobblandi vökvinn væri núna að renna niður spiseröret eins og það er kallað hérna í Danmörku. Eins gott að ég byrji ekki að drekka...ég yrði alki, ég get svo svarið það!!! posted by benony 11:46:00 e.h.
laugardagur, nóvember 22, 2003
Var að fá bréf...
...um hvaða fölgevakt ég á að taka hérna á Odense Universitethospital. Fölgevaktir eru svona vaktir á spítalanum þar sem ég fylgi hjúkku allan daginn og læri inn á deildina og hvað mitt hlutverk er sem sygeplejevikar. Ég mun útskrifast sem sygeplejevikar þann 16 des ef ég næ prófinu. En það er partur af náminu að taka svona fölgevaktir (2) og ég fékk tilboð um að koma á deild C6 sem er medicinsk deild. Þar liggja sjúklingar með blóðtappa og einhverskonar hjartaóreglu. Ég fæ samt ekki að gera neitt skemmtilegt en ég gæti samt fræðst eitthvað á þessu...kannski fæ ég að taka blóðþrýsting ef ég er heppin...eða að baða einhvern!!! Búin að vera að æfa það í dag á námskeiðinu. Ég á samt að vera í krufningu sama dag og ég á að vera á vakt þannig að kannski skipti ég um deild og dag....það verður örugglega líka spennandi.
Annars er ég ekki að fíla stemmninguna á þessum námskeiðum. Hjúkkan er alveg að nýta sér vald sitt og er alltaf að pikka í okkur. Hún talar við mig eins og krakka og ég hef aldrei verið hrifin af því þegar talað er niður til mín. Svo var ein af dönsku stelpunum sem er líka á námskeiðinu svo dónaleg við eina af íslensku stelpunum meðan hún var að tala að ég varð ótrúlega reið. Við erum greinilega orðnar nánar því að mig langaði svoooo mikið að segja eitthvað og vernda vinkonu mína. Danska stelpan rúllaði nefnilega augunum og sagði "ég heyri ekkert hvað þú segir þú talar svo lágt" með geggjuðum frekjutón og hrissti svo alltaf hausinn þegar hún talaði. Ég var bara svooo stolt af vinkonu minni að tala og spurja svona mikið og bara búin að búa hérna síðan í september. Ég sæi þessa gellu fyrir mér gera sig skiljanlega á íslensku eftir aðeins þessa fáu mánuði á eyjunni fögru. ÉG er brjáluð......
En þetta námskeið er að fara að verða búið....bara morgundagurinn eftir og svo er upprifjunarfyrirlestur. Svo fer ég á fölgevakt og skrifa svo ritgerð um einhvern sjúkling á deildinni sem ég tók vakt á. Svo hitti ég hjúkku dauðans til að fara yfir ritgerðina og án efa mun hún setja eitthvað út á mig eins og vanalega, en ég skal kyngja því. Og svo er próf og eftir það er þetta bara búið og ég get farið að fá borgað fyrir vaktirnar. Ógissslega vel borgað nefnilega. Þá get ég keypt gulu peysuna sem ég sá!!!!!!!! Ó mæ god hvað ég er skotin í henni.........
Haldið að gulur fari mér ekki alveg?? Ég sá nefnilega sko svona gulan peysubol í búðarglugga sem svolítið síð með einhverri mynd framaná. Ég bara starði og langaði svoooo....en ég á eftir að máta hana og gráta fyrir framan spegilinn :) ;) hihihi
hvað gera ungar dömur eða tjellingar á svona kvöldum???
Þvo þvott..sem er uppáhaldið mitt
Borða mandarínur því nammi er í lágmarki þar sem þær verða að vera flottar í feb.
Kveikja á kertum
Setja hreint á rúmið
Fara snemma að sofa
Ég verð á námskeiði alla helgina, haldið að það sé dögnaður. Þar mun hjúkka dauðans taka á móti mér sem talar við mig eins og ég sé lítið barn eða útlendingur sem skilur ekki neitt. Við ættum samt að skemmta okkur á námskeiði þar sem við erum að fara baða hvert annað...eigum að mæta í sundfötum eða víðum nærfötum. Já, það er alltaf stuð á þessum bænum.
Haldið ekki að Davíð hafi fundið hjólið mitt sem hafði verið stolið. Hann auðvitað stal því tilbaka hehe... Ég sé þetta alveg fyrir mér, hann hefur verið með verið með svörtu húfuna og hjólað á milljón frá húsinu til að hann myndi ekki nást. En svo dinglaði hann hjá mér... tharaaaa!!! Ég er náttúrulega í skýjunum yfir að vera búin að endurheimta fákinn minn og get núna hjólað sem aldrei fyrr. Já, lífið er aldeilis eitt ævintýri hérna á Rasmus Rask.... posted by benony 5:13:00 e.h.
miðvikudagur, nóvember 19, 2003
Setti inn nokkrar myndir úr skólanum. Þ.e myndir af mér, Elvu og Valdísi í skurðsloppunum ;) Svo er eitthvað fleira líka t.d hárið á mér sem ég var að lita. Er með smá áhyggjur að ég hafi verið að klúðra því. Kannski glötuð að vera að taka myndir af hárinu á mér en ég vil endilega að mútta og vinkonur mínar heima sjái.
...að líkja krökkunum í skólanum við vini mína heima á Íslandi bara svona gamni því oft eru til svo svipaðar týpur. Ég hitti Sören í morgun til að fara yfir fyrirlesturinn okkar og hann er Örn Ingi Odense. Hann minnir mig alveg óneitanlega mikið á Örn Inga eins og hann var í FB þannig að Sören kemur með smá FB fíling í SDU. Sören getur auðveldlega farið að tala við mann um skyr held ég því hann hugsar mikið um líkamsrækt og mataræði. Svo er Sören með mikla snertiþörf og gjarnan fáum við bekkjarsystkini hans faðmlag svona í morgunsárið. Með Sören var Jens sem minnir mig á Disco Dóra. Hann er með skjannahvítar tennur og tekur oft dansspor bara svona upp úr þurru. Hann er líka alltaf syngjandi og tekur þá sporið í leiðinni auðvitað. Veit ekki alveg hvað það er við Jens sem minnir mig á Dóra....bara líkamstaktar eða eitthvað.
Strákarnir tveir tilkynntu mér að þeir hafi verið að búa til minnisreglu um mig. Það er allt morandi í minnisreglum í anatómíunni því það er svo margt að muna og þeir strákarnir bjuggu til eina um mig fyrir vöðva lærisins. Hún hljómar svona "Sara´s lille rectum vaskes med interesse". Eða á íslensku "Endaþarmurinn á Söru þvæst með áhuga. Frekar svona ógó ik´os?? posted by benony 11:53:00 e.h.
Úff...það verður gott þegar morgundagurinn er búinn...
...ég er orðin smá þreytt þar sem dagarnir eru rosalega langir. ÉG kom heim líka um miðnætti í kvöld með fulla dagskrá allan daginn. Á morgun á ég að halda fyrirlestur með Sören bekkjarbróður mínum og við ætlum að hittast áður en tíminn byrjar til að fara yfir það. Svo er síðasti líkskurðartíminn á morgun og það er alveg komin tími til því við erum orðin langþreytt. Ég var búin að hlakka svo til þessa tíma svo lengi og ég var líka að fá rosalega mikið úr þeim en þeir eru búnir að vera alla daga í næstum tvær vikur og það er búið að vera svolítið álag þennan tíma þannig að það verður örugglega fagnað smá á morgun.
Reyndar eru námskeið á spítalanum alveg að fara með mig líka því í kvöld sat ég í 4ra tíma fyrirlestri sem hafði varla pásu um geðdeildir og hvernig er að vera starfsmaður á svoleiðis deild. Ég var ekki að læra neitt nýtt og sat í þessa fjóra tíma og starði á klukkuna. Tók reyndar smá andköf þegar hún sagði "já og ef sjúklingurinn er órólegur þá er hann settur beint í belti bara" og svo kom líka spurning "hve lengi er sjúklingur í belti í einu? Þá var svarið: "það getur verið sólarhringur til 3 VIKUR" . Þá meikaði ég ekki að vera þarna inni lengur en hélt þetta út og þar sem við sitjum í hring tók fólk eftir að ég var hneyksluð. (Vona samt að ég hafi ekki rúllað augunum því það er svo glatað) Pælið í líðan manneskjunnar að liggja föst í rúmi í þrjár fokking vikur!!!!! Það verður erfitt fyrir mig að taka vakt á geðdeildum hérna þegar þar að kemur.
Við Valdís pöntuðum okkur pizzu upp á spítala í kvöld eftir námskeiðið því við höfum held ég aldrei á ævinni verið svona svangar. Ég hringdi til að panta og sagði "Hej, jeg vil gjerne bestille to pissa'er og en skal have pepperoni, skinke og ananas". Þá kom spurning frá karlinum í símanum.. "skal der være ost og tomato paa??" DÖHHH
Karlinn gat ekki skilið hvar við vorum staðsettar á spítalasvæðinu og lagði bílnum einhversstaðar, hringdi svo í mig og bibaði til að ég myndi renna á hljóðið...svo átti ég að koma hlaupandi til hans. Ég gat ekki fundið hann strax því hann var einhversstaðar langt í burtu og þegar ég loksins fann hann þá var karlinn bara fúll og sagði að hann væri með annan túr og hefði beðið of lengi eftir mér. Er ekki málið að hann eigi að vita hvar ég er...er það ekki...þetta var ekkert mér að kenna...er það nokkuð???? Hann spólaði alveg þegar hann keyrði burtu frá mér og mér fannst hann smá óréttlátur.
jæja...ég verð búin með dissektion á morgun og það verður næs...þá get ég aðeins farið að anda. Þetta er samt búið að vera rosalega spennandi og ég hef fundið enn sterkar að ég er á réttri leið í lífinu.
p.s eitt sem mér fannst fyndið í dag. Rasmus sem er með mér í bekk var að biðja mig að rappa inn á símsvarann hans. Ég tók smá demo fyrir hann og rappaði eitthvað "JEG HEDDER RASMUS" og hann var sáttur sko...svo vorum við að reyna að finna eitthvað sem passar við Rasmus og þá kom ég með Rasmus trash mus...ég held að hann sé hættur við að láta mig rappa hjá sér. :/ posted by benony 1:19:00 f.h.
þriðjudagur, nóvember 18, 2003
Flýgur fiskisagan...
...já, hjólinu mínu var stolið...beint fyrir utan heima hjá mér meðan ég skrapp aðeins inn til að sækja námsbækurnar og fara af stað aftur. Ég var smá svekkt í smá stund og hefði getað eytt deginum í að slá höfðinu í vegg því ég læsti hjólinu ekki því mér fannst ekki taka því. Það er greinilegt að það er verið að fylgjast með öllum mistökum sem ég geri.. Ég eyddi sem sagt ekki deginum í að slá höfðinu í vegg heldur setti bækurnar í poka og labbaði af stað upp á spítala því ég var að fara að hitta Valdísi því við vorum að fara að læra. Valdís var eina manneskjan sem ég sagði fréttirnar með hjólið og svo hætti ég að hugsa um þessa óheppni mína. (hætt að nenna að svekkja mig á svona hlutum...enda þá væri ég alltof oft svekkt) Sara=klaufastrumpur.
Þegar ég svo mætti í skólann í dag voru íslensku krakkarnir hvert af öðru að vinda sér að mér og vorkenna mér yfir hjólamissinum. Þau voru svo áhyggjufull mín vegna að það var eiginlega bara sætt. Þetta sýnir bara hve Íslendingar í útlöndum eru nánir!
Dagurinn í dag...mánudag var stútfullur. Ég mætti í líkskurð og er svo ánægð með að hafa fengið öxlina til að skera. Það er svo mikið af skemmtilegu dóti þarna inn í okkur sem ég er búin að skemmta mér við að læra í dag. Því svo áttum við að vera á námskeiði á geðdeildinni í dag en kennarinn mætti ekki þannig að ég fór ásamt Valdísi upp á spítala og við lærðum til klukkan hálf tólf í kvöld. Ýkt duglegar. Ég viðurkenni alveg að við spjölluðum smá en við gátum samt í lokin hlýtt hvor annarri yfir svæðin okkar og við gátum þulið allt dótið upp. Valdís er með lærið og það eru rosalega margir vöðvar staðsettir þar. Við vorum löngu búnar að ákveða að vera að læra til miðnættis þennan dag þannig að ég kom við í búð og keypti nammi og kók sem við gætum gætt okkur á til að gera þetta skemmtilegra. Enda skemmtum við okkur konunglega ;)
Ég get alveg fundið hvað ég hljóma leiðinlega núna...hehe..best að fara bara að lúlla.
Alltaf gaman að svona prófum...en kannski ekki gaman að fá það í feisið á sér að maður sé basic...mig langar ekkert voðalega mikið að vera basic. Þarf að fara að sleppa tígranum út!!! ;) posted by benony 6:30:00 e.h.
Ég svindlaði smá...
...tvisvar bara í dag! Ég var nefnilega að lita á mér hárið og svo fór ég í ljós. Já, afhverju var ég að svindla gætuð þið spurt ykkur en málið er bara það að ég lofaði sjálfri mér að safna í minn upprunalega háralit og það var að ganga geðveikt vel og fólk var hætt að sjá rótina. Svo er svo hættulegt að fara í ljós út af húðinni eins og allir vita þannig að ég er ekkert rosalega sátt við mig fyrir að svindla svona en samt.... Ég var nefnilega farin að líta í spegil og hugsa "Djöfull ertu litlaus kerling" þannig að ég bjargaði bara málunum í dag. Hárliturinn sem ég keypti hét rauður kopar og mér fannst það hljóma rosalega vel og svo var svo sæt konan utan á pakkningunni þannig að mig langaði að vera eins og hún!!! ;)
Annars var ég að passa fjóra gríslinga í gærkvöldi og það var bara voða gaman. Það voru auðvitað litlu frændur mínir þeir Auðunn og Maron og svo líka tvær stelpur sem eru 7 ára og 8 ára. Þær voru mikið að spá í hvort ég ætti kærasta og hve gömul ég væri og fyrsta gisk hjá þeim var að ég væri 11 ára. Gaman að yngjast um 12 ár á einu kvöldi. Sólveig kerling kom svo til að kjafta við mig og hygge sig með mér. Við vorum voða mikið að spá í hvort við ættum að fara að kela því í unglingabókunum var alltaf kelað þegar einhver kom með að passa. En við slepptum því í þetta skiptið.
Ég svaf svo í sófanum og klukkan 4 kom svo partýliðið og Sveinbjörn þurfti auðvitað að byrja á því að kitla mig sundur og saman og svo laumaði hann einu fyllibyttuprumpi framan í mig svona til að ég myndi vakna alveg. ;) Klukkan 8 vöknuðu svo gríslingarnir og byrjuðu að hoppa á mér og sitja á mér því ég lá nú í sófanum. Teiknimyndirnar voru settar á blast og ég ákvað að vakna og gefa morgunmat.
Ég er smá þreyttur núna..en maður má ekki láta sig vanta á djammið. Reyndar var Valdís að bjóða nokkrum heim til sín og við ætlum að panta pizzu og kjafta. Einnig eigum við líka eftir að sjá íbúðina hennar því hún er jú nýflutt í hana. Ég get ekki sleppt svona fjöri!! posted by benony 6:18:00 e.h.
fimmtudagur, nóvember 13, 2003
Þar sem ég hef svo mikið að gera....
...þá ákvað ég að fara að lesa gömul blogg sem ég hef bloggað... (ótrúlegt hvað maður finnur sér að gera þegar maður á að vera að lesa). Þá fann ég þennan lista sem ég skrifaði í fyrra einhverntímann. Ég er ekki alveg sammála honum en samt að mestu leyti. Margt sem ég skrifa þarna í "ég þoli ekki" listann sem ég þoli alveg. Ég held ég myndi vilja skipta út 5, 6 og 10 lið fyrir eitthvað annað.. ég finn út úr því á næstu dögum ;)
Ég þoli ekki
1. ......þegar mér er selt eitthvað sem mig langar ekkert í
2. ......þegar mamma vill endilega að ég máti einhverja hræðilega flík þannig að ég lít út eins og fáviti.
3. ......hvað kók er gott
4. ......hvað það er erfitt er að koma sér af stað í leikfimi
5. ......að allir bestu strákarnir eru fráteknir
6. ......hvað allt er dýrt út á landi en samt lélegri þjónusta
7. ......smjaður
8. ......óréttlæti
9. ......vel stæða menn sem stela frá þjóð sem inniheldur öryrkja og heimilislausa (Árni Johnsen)
10. ....hvað sumir þurfa að hafa lítið fyrir hlutunum en aðrir mikið
Ég elska:
1. ......Ísland á sumrin
2. ......heitt bað og kertaljós
3. ......að koma úr síðasta prófinu og hafa gengið rosa vel
4. ......tímann eftir langan hlaupatúr eða sundsprett
5. ......að fá blóm frá börnum sem þau hafa týnt
6. ......að hlægja mig máttlausa
7. ......horfa á hamingjusöm pör og vita að það kemur bráðum fyrir mig að vera ástfangin
8. ......fá bréf í gegnum póstlúguna
9. .....vera í góðu gítarpartýi
10. ...liggja endilöng á risastóru túni og finna hvað ég er lítil
11. ...velta mér upp úr heyi
12. ...slást við krakkalinga
...ég fékk að upplifa móment þar sem mér leið eins og proffa og það var góð tilfinning. Ég mætti semsagt í líkskurðartímann í dag og var að gera mig tilbúna til að hefja fyrirlesturinn minn um planta pedis þegar Anne sem átti að flytja fyrirlesturinn með mér kemur og segir..." Sara ertu ekki búin að lesa rosalega vel svæðið okkar?" Ég jánkaði og sagði að ég væri tilbúin. Þá sagði hún: ok, gott..ég kom nefnilega heim í gær eftir tíma með rosalegan hausverk og gat ekkert lesið þannig að þú gerir þetta bara". Ég starði bara á hana og trúði ekki að ég væri að heyra þetta, því þetta var lélegasta afsökun sem ég hafði heyrt. Ég hefði átt að segja við hana þá "já, eftir að ég kom heim í gær fór ég á þriggja tíma námskeið og þegar ég kom heim var ég dauðþreytt og með höfuðverk líka". En ég ákvað að ég myndi bara fá mest út úr þessu að gera þetta bara sjálf. Þannig að ég stóð og hélt á fót í höndinni (pælið í því) og talaði á dönsku og latínu í bland og þuldi þetta allt saman upp og það sem var skemmtilegt var að allir voru svo áhugasamir að hlusta á það sem ég hafði fram að færa og spurðu mig svo eftir fyrirlesturinn og mér leið eins og ég væri proffi og þannig hefur mér aldrei liðið. Ohh, hvað þetta var góð tilfinning. Í lokin þegar ég var búin að fá klapp þá rétti Anne mér bara þumalputtan og blikkaði mig. Hún græddi á því hvað ég las vel...en ég græddi á því að fá að njóta mín smá... 15 mín í proffa alsæluvímu!!!! hihihihihi
Eftir tíma hitti ég svo Davíð niðri í bæ því hann var mættur með járnsög til að hjálpa mér að saga lásinn af hjólinu mínu!!! Hann er svo góður við mig...stjanar bara við mig endalaust. Þetta var ekki auðvelt verk og þarna stóðum við í næstum miðri hjólaumferð að saga lás af hjóli og það voru þvílík læti í okkur. Fólk horfði á okkur eins og við værum krimmar enda vorum við bæði með svartar húfur eins og verstu bófar. Ég hugsaði með mér að fólk væri nú aldeilis fífl ef það myndi ekki skipta sér af okkur því þetta leit ekki vel út. Þar sem við vorum svolítið lengi að þessu þá kom auðvitað tími þar sem grimmur karl kallaði til okkar "Er I sikker paa at det er jeres cycle". Ég brosti bara róleg og sagði "ja, jeg er sikker". Og þá hnussaði í honum og hann hélt á brott. Eftir smá tíma kom eldri maður og hló hástöfum "Stjæler I den cycle??" ég leit upp og sagði bara "nej nej, det göre vi ikke.." og þá skellihló hann alveg og sagði eitthvað við félaga sína sem hlógu líka... skil ekki alveg hvað var svona fyndið. Þannig að fólk er ekki alveg fífl, því er ekki sama hvað er að gerast í kringum sig.
Áðan uppgötvaði ég hvað er yndislegt að búa í Danmörku. Ég var nefnilega að hjóla frá skólanum sem er staðsettur svolítið út úr bænum á risastórum akri og sá þá dádýr vera að hlaupa um. Ég stökk af hjólinu og ætlaði að fara að horfa á þau og læddist í áttina til þeirra en þau eru svo rosalega hrædd. Ætli þau hafi ekki verið alveg í 15 m fjarlægð en þau litu á mig og hlupu svo burt. Ég ákvað að hlaupa ekki á eftir þeim en stóð bara og horfði...ekkert smá falleg dýr. Þetta myndi ég ekki sjá á Íslandi. posted by benony 12:14:00 f.h.
miðvikudagur, nóvember 12, 2003
Ég hef ekki lagt í vana minn....
...að posta samtöl sem ég á við einstaklinga á msn en ég bara varð núna með góðfúslegu leyfi viðmælanda míns! (váhh, hvað þetta var formlegt)
Sá sem ég er að spjalla við er hann Sigvaldi systursonur minn sem er 10 ára gamall.
silli cool says:
það var einn gaur í skólanum sem var að svindla og þá svindlaði ég líka við vorum sko í fótbolta og þá kom einn gaur og ýtti mér og þá ýtti ég honum og þá varð hann klikk og byrjaði að berja mig og ég barði hann á móti og þá kom einn annar gaur og barði mig þá hætti ég að berja hann og ég var að fara þá sparkaði hann svona 15 sinnum í mig
Sara skurðarmeistari says:
Ertu ekki að djóka
Sara skurðarmeistari says:
lentirðu í slagsmálum
silli cool says:
jamm en ég hætti því hann var mikið sterkari en ég og þegar hinn kom þá gat ég ekki gert neit
silli cool says:
t
Sara skurðarmeistari says:
gott hjá þér..
Sara skurðarmeistari says:
en meiddu þeir þig
silli cool says:
já ég var næstum grátandi eftir það
silli cool says:
því hann sparkaði svo oft
Sara skurðarmeistari says:
æi, dúllan mín
Sara skurðarmeistari says:
er hann eitthvað klikkaður eða hvað
Sara skurðarmeistari says:
ohh, ég hefði átt að taka í þessa stráka
Það er greinilega ekki auðvelt að vera 10 ára í dag!! Og ég elska svona samtöl...ég sakna Sigvalda míns.
...ég er alveg búin að komast að því að ég á ekkert að vera að segja of mikið um skólann hér á blogginu. Blogg er meira svona djammsögur eða grínsögur. Það er bara svo mikið að gerast hjá mér í skólanum og ég er svo ánægð þar að ég er bara kjaftstopp...já, ég get það líka!!! Fór að hugsa hvort ég ætti að gera svona 100 hlutir um sjálfan mig lista...en hætti við þar sem ég gæti gleymt mér í því að segja of mikið og ég hef bara engan áhuga á því að fólk viti of mikið um mig. Langar að vera svolítið dularfull sko...tíhíhíhí
En hvað gerðist fyndið í dag.... Það var eitt atriði þar sem ég hló svo mikið að tárin láku næstum í taumum niður eftir öllu. En kannski var þetta "had to be there" móment en við skulum prófa.
Ég fór á námskeið á spítalanum eftir líkskurðinn í dag eins og í gær. Það sem við lærðum í dag var hvernig við eigum að flytja fatlaðan einstakling eða veikan sem ekki getur hreyft sig sjálfur frá rúminu og niður á stól. Þessi flutningur átti sér stað í svona tæki eða krana sem hýfur sjúklinginn upp. Og svo var annað tæki þar sem bundið var um mittið á sjúklingnum og hann sat á rúminu og svo notuðum við tæki til að láta sjúklingin úr sitjandi stöðu í standandi og færðum svo á stól... (guð ég vona að þið skiljið hvað ég er að segja hérna). En allavega fyrst átti ég að leika sjúkling og Rasmus bekkjarbróðir minn stjórnaði flutningnum og það gekk svona líka vel hjá honum. Rosalega gott að við erum búin að prófa hvernig er að vera hýfður svona...frekar óþægileg tilfinning, þá vitum við hvernig sjúklingnum líður þegar við erum að gera þetta við þau. Svo var komið að mér að stjórna flutningnum og Valdís var sjúklingurinn. Ég setti belti um mittið á henni og lagði fætur hennar upp á tækið og svo byrjaði ég að ýta á takkana og hýfa hana upp. Þetta gekk allt vel í byrjun en þar sem ég hafði munað að Rasmus hýfði mig upp í efstu hæð gerði ég það líka við Valdísi...ahhahaha En þar sem Valdís er frekar minni en ég þá var Valdís komin með beltið alveg upp að brjóstunum og það var eins og hún væri í PUSH up og Rasmus benti mér góðlátlega á fæturnar hennar og hún stóð alveg á tánum hún hékk næstum!!! hahhahah Æ, þið hefðuð bara átt að sjá hana...ekki beint þægileg stelling og ég gerði ekkert til að hýfa hana niður heldur stóð ég bara skellihlægjandi og Valdís hló líka rosalega mikið í þessari push up stellingu. Leiðbeinandinn kom og argaði sjálfur úr hlátri og spurði Rasmus hvort að hann væri að stjórna þessu (út af því að brjóstin voru pushuð upp) en hann sagði "nej, det er faktiskt Sara der styrer det her...men jeg styrer Sara saa". Ef Gummi jóh vinur minn hefði verið á staðnum þá hefði verið öskrað ef ég þekki minn rétt ;)
ok, vona að þið hafið getað séð þetta fyrir ykkur.... :)
Ég er að fara að framleggja svæðið mitt á morgun fyrir bekknum í líkskurðartímanum...eða flytja fyrir bekknum planta pedis svæðið á líkamanum. Ég þarf að segja og nefna allt draslið sem er þarna undir ilinni og ég er búin að vera að þylja þetta upp. Held að þetta muni ganga vel, við erum tvær með þetta ég og Anne sem er dönsk skvísa með mér í bekk. posted by benony 1:35:00 f.h.
mánudagur, nóvember 10, 2003
Dagur dauðans....
...í orðsins fyllstu merkingu. Þetta var stór dagur sem ég mun örugglega aldrei gleyma. Í dag var fyrsti líkskurðartíminn og við munum alla vikuna vera að líkskera frá 12-16. Þið hefðuð átt að skynja andrúmsloftið fram á gangi áður en við löbbuðum inn í salinn. Rosa spenna og kvíði. Það stóð maður við dyrnar og rétti okkur græna skurðsloppa um leið og við löbbuðum inn og við klæddum okkur í þá inn í fatahengi og tókum Atlasinn okkar og löbbuðum inn. Ég valdi mér svæðið planta pedis sem er undir fætinum eða ilinn því það er eitt erfiðasta svæðið. Mjög erfitt að skera það því það er þykkt og erfitt að læra það því það er svo mikið að litlu dóti þarna undir sem þarf að muna. En það er gott að ég fái að læra þetta svæði svona því það er örugglega erfitt að læra það fyrir prófið bara með því að lesa í bókinni. En ég ætla ekki að vera að angra ykkur með nákvæmum lýsingum á þessu, en þetta var stór dagur samt hjá mér. Auðvitað fyrsti skurðurinn eitthvað skrýtinn en svo var ég farin að syngja og djóka. Og það sem er ennþá furðulegra er að ég var geðveikt svöng....mig langaði að fara heim og detta geðveikt í það matarlega séð...hve furðulegt er það. En formalínið hefur víst þessi áhrif...vekur upp hungurtilfinningu.
Kalli kærastinn hennar Kötlu skutlaði okkur skvísunum svo beint frá skólanum og upp á spítala á námskeið. Þar vorum við að læra hvernig á að færa sjúklingin til í rúminu...þegar þarf t.d að setja kopp undir sjúklingin eða bleyju og ef við þurfum að skipta um lak á rúminu meðan sjúklingurinn liggur í því. Þetta æfðum við nokkrum sinnum og ég gat ekki hugsað um annað en mat allan tímann. Þess vegna skelltum ég og Elva okkur í Nettó áður en við fórum heim og ég troðfyllti ískápinn (ok, ekki mjög erfitt). Nú er ég búin að fara í sturtu til að taka af mér fýluna og hakka í mig matinn og er núna á súkkulaðinu. Er að hugsa um að lesa smá um planta pedis áður en ég fer að sofa...:)
Finnst eitthvað rosalega sorglegt að búa ein á svona stundum..því þegar ég kom inn úr dyrunum í dag með fullan innkaupapoka langaði mig svo að geta sagt einhverjum sem mér þykir vænt um frá upplifun dagsins. Í staðinn sat ég bara ein og borðaði og hugsaði...
Ég er búin að setja inn myndir frá því ég og Sólveig vorum í jólatívolíinu í Kaupmannahöfn áður en við komum heim til Íslands í jólafrí í fyrra. Endilega kíkið!! Jólin 2002
From the very first moment I saw you...that´s when I knew!!
Stór dagur í dag mánudag...þið verðið að hugsa til mín frá 12-16 á dönskum tíma eða frá 13-17 á íslenskum tíma...þá er ég að dissikera. posted by benony 12:30:00 f.h.
fimmtudagur, nóvember 06, 2003
Nóg að gera...
...það er að koma svona brjálað að gera tímabil og ég er rosalega ánægð með það. Samt kannski smá óþægilegt hvað það hellist yfir mann svona allt í einu en tíminn líður mun hraðar og ég þrífst best á því þegar ég er á fullu og hef þéttskipaða stundarskrá. Námskeiðið á spítalanum tekur rosalegan tíma og t.d fer öll helgin í það. Báða dagana frá 9-15 þannig að það er eins gott að ég verði ekki brjáluð á djamminu um helgina. Bara svona létt ;) Julebrygg dagurinn er nefnilega á morgun og þá detta danir sko í það. Þegar jólabjórinn er kominn þá eru jólin komin. :)
Svo er dissektion í næstu viku og það er brjálað að lesa og undirbúa sig fyrir það en rosaleg spenna...jiii hvað ég er spennt. Svo er ég með verkefni fyrir þorrablótið í feb og julefrokost íslenskra læknanema. Þetta verður skemmtilegur mánuður kryddað með jólainnkaupum og jólagleði. :) Jóla jóla.
Á námskeiðinu í dag tókum við próf og svo var kennsla strax. Fyrst áttum við að kynna okkur...ég hata þegar ég þarf að kynna mig fyrir hóp en er svolítið farin að venjast því, því maður þarf alltaf að segja frá sjálfum sér þegar maður er að byrja í nýjum hóp hérna. Leiðbeinandinn sem er stelpa á 11 önn í læknisfræði (soldið ströng...en það var bara gott) leit á mig og sagði "já vilt þú ekki bara byrja að segja hvað þú heitir og hvað þú ert búin að vera gera síðan þú varðst stúdent". Ég sagðist heita Sara og að ég kæmi frá Íslandi og bablaði svo um hvað ég hefði verið að gera. Svo kom Kristinn sem sat við hliðina á mér og hann sagði nafnið sitt og að hann kæmi frá Íslandi. Við hliðina á honum var Valdís sem sagðist vera frá Íslandi og við hliðina á henni sat Elva sem sagðist líka vera frá Íslandi. Þarna var fólkið í kringum okkur farið að hlægja og var að spá hvað væri eiginlega í gangi með alla þessa Íslendinga. Svo kom að einni norskri stelpu (mér finnst norsarar svo miklar dúllur....ég dýrka Norðmenn :) ) Og svo kom að Kötlu sem sagðist vera frá Íslandi og þá var aldeilis hlegið. Litla Ísland næstum bara í meirihluta :) Við fórum svo að kíkja á búningin sem við eigum að vera í niðri í búningsklefa og við stelpurnar eigum að vera í svona hvítum kjólum...soldið sætt..en samt fáránlegt ef maður spáir í það.
Ég er voða spennt þegar við erum búin með námskeiðið og fáum að taka vaktir.. bæði rosalega vel borgað og svo erum við send á hinar ýmsu deildir ekki endilega í Odense. Gætum þurft að ferðast með lestinni milli bæja.
Jæja, best að fara að sofa..þarf að mæta klukkan átta í dissektionfyrirlestur og svo er ég að fara minn fyrsta stofugang á morgun :)
p.s Nady systir hringdi í mig áðan þegar ég var að hjóla. Ég fékk alveg kitl í magann þegar ég sá íslenskt númer og það var svo gott að heyra röddina hennar að ég týmdi ekki að segja bæ :) posted by benony 11:59:00 e.h.
Ég er að lesa undir próf...
..er nefnilega að fara að byrja á námskeiði á spítalanum á morgun sem kallast "sygeplejevikar kursus". Þetta er svona námskeið sem við læknanemar fáum að taka til þess að eiga möguleika á að taka vaktir á spítalanum. Þetta er alveg rúmlega mánaða námskeið margir klukkutímar á dag þannig að ég sé fram á að það verði brjálað að gera hjá mér. Þetta námskeið byrjar á prófi, einskonar inntökupróf þannig að það er eins gott að ná því. Við fengum rúmlega 200 síðna bók til að lesa undir þetta próf og ég er alveg að drattast við að lesa hana. Komin með 100 síður...YESS bara helmingurinn eftir. Ég var á kafla áðan þar sem var verið að lýsa mjög nákvæmlega hvernig ætti að þrífa körlum að neðan og ég hugsaði "JEDÚDDA MÍA, ætli ég geti gert þetta án þess að roðna". Lýsingarnar voru svo nákvæmar í bókinni og alltaf verið að segja að passa sig að vera ekki of mjúkhent. :) Ætli þetta venjist ekki eins og hvað annað...svo margt sem ég þarf að venjast þessa dagana. Ég hef oft baðað gamlar konur og mér fannst það ekkert mál, en ég las reyndar aldrei neina bók um hvernig átti að gera það...ég bara þvoði þeim.
En karlarnir eru flóknir sko...rosalegar aðferðir. Ætli maður megi hafa svindlmiða þegar maður á að þvo þeim. "Nej, vent lidt Rasmus, jeg skal lige kigge paa hvad jeg skal lave nu". Nei, ætli það!! posted by benony 2:01:00 f.h.
miðvikudagur, nóvember 05, 2003
Indverski nágranni minn...
...sem talar eins og Abú í Simpsons kemur stundum til að fá mig til að þýða fyrir sig póstinn hans. Hann fær náttúrulega póst á dönsku og hann er ekki að botna neitt í því sem stendur. Ég reyni þá eftir bestu getu að þýða frá dönsku yfir á ensku. Það er ekkert smá erfitt maður...enskan situr einhversstaðar langt inn í heilaskúminu en ég babla eitthvað. Indverjinn er mjög stríðinn og hann alveg missti sig þegar hann sá að ég var með hauskúpu á skrifborðinu mínu. "Is that your boyfriend?? Is it he or she?? I can see from his teeth which gender it is. Yes, it is a man beause his teeth are clean". Og svo hlær hann. Og heldur áfram að stríða mér því honum finnst ég alltaf vera að læra... En halló hvað er hann að gera grín að mér??!!! Það er HANN sem talar eins og Abú í Simpsons!!!!
Ég sat inni hjá Cecile í kvöld og var að horfa á sjónvarpið hjá henni. Það var nefnilega verið að sýna Matrix 1 og mig langaði að sjá hana aðeins aftur. Svo komu spænskir vinir hennar í heimsókn. Annar af þeim er vinur hennar sem býr hérna á kolleginu og hinn var í heimsókn hjá honum frá Spáni. Hann talaði ekki ensku en var alveg að reyna...endaði með því að Cecile sagði að honum fyndist svo leiðinlegt að fólk hérna í Danmörku kyssast ekki þegar þau hittast því á Spáni er kysst tvisvar á kinn við kynningu. Ég rétti þá fram kinnina og svo hina kinnina. Hann varð sáttur og vildi endilega að vinur sinn tæki mynd af sér með okkur Cecile sitthvoru megin við sig!! Ég í náttfötunum búin að þvo mér í framan og frekar svona ógó en what the fokk!! :)
...það er svo leiðinlegt í strætó!!! Það var alveg hellidemba þegar ég var að fara að leggja af stað í skólann á fáknum mínum þannig að ég skellti mér í rauða bussinn. Ó mæ god, hvað það er leiðinlegt maður!!! Hann fer allar krókaleiðir og er alveg 45 mín á leiðinni í skólann minn, og svo er svo leiðinlegt fólk þarna líka. Einn gaurinn ákvað að stjórna hverjir ættu að standa upp og fyrir hverjum...hvernig hann nennti þessu veit ég ekki. "Det er masse plads her!!" hrópaði hann yfir strætóin. Fékk sína athygli karlinn.
Annars var ég að fá email frá leiðbeinandanum mínum í studiegrúppunni þar sem hann var að tilkynna okkur að við erum að fara stofugang á föstudaginn.... gæti orðið svolítið spennandi. Þá munum við líklegast elta einhvern lækni milli stofa og fá að fylgjast með honum tala við sjúklinginn. Finnst ykkur ekki magnað að ég sé strax byrjuð að fara stofugang... ég er nú bara búin að vera í skólanum í 2 mánuði. En þetta er það sem ég elska við að vera að læra hérna úti... við fáum miklu fyrr að fara út í aktionið...ekki bara bækurnar! Mér finnst nú leiðinlegt gagnvart sjúklingunum að við séum að elta lækninn og horfa á meðan verið er að tala við þau um mál sem skiptir þau svo miklu máli. En þetta er víst partur af því að koma menntuninni áleiðis til þeirra yngri.
Í skólanum núna erum við á fullu að undirbúa okkur fyrir dissektion sem er í næstu viku. Það eru fyrirlestrar á daginn um þau svæði sem við eigum að taka fyrir og það verður rosalega mikið að lesa hjá mér fyrir þetta því við eigum að flytja fyrir bekknum þau svæði sem við erum að skoða og þ.a.l vita allar vöðvafestur og vöðva sem og taugar og æðar, bein og liði sem eru á okkar svæði. Ég ætla mér að standa mig vel í þessu.
Ég er búin að vera smá sorgmædd í dag, því ég er að gera mér grein fyrir að ég missi af jólunum. Það er allt orðið svo jólalegt hérna og þar sem ég er svo mikið jólabarn þá hefur jólatilhlökkun verið að koma hjá mér en svo fatta ég að jólin verða ekki eins og alltaf. En ég þarf víst að venja mig á þetta og það verður örugglega voðalega kósý hjá okkur Dóra.
Ég fékk líka skemmtilegar fréttir áðan...en ekki víst að af þessu verði...en samt gaman! posted by benony 10:44:00 e.h.
Fór á Kill Bill í gær....
med Örnu og Kötlu og vid skemmtum okkur bara vel. Vid fórum á myndina thví ad kærastar stelpnanna og vinir mínir sögdu ad thetta væri mynd sem vid yrdum ad sjá! :) Svona í byrjun thá hugsadi ég... "hvad eru strákarnir ad láta mig sjá", en svo thegar lída fór á myndina thá var ég farin ad fyla hana gedveikt. Mér fannst tónlistin ótrúlega gód í myndinni og allt svo töff eitthvad vid hana. Ég mun fara ad sjá framhaldid.
Svo vorum vid í tíma ádan og vorum ad fara yfir fótalidina thá fengum vid Katla svona hroll thví í myndinni var hásinin á vibbakarlinum tekin í tvennt. gaman ad thessu :)
í hjúkkubúningnum auðvitað því þemað var sjúkrahús. Hve pöþetikk er það að vera læknanemar og velja sjúkrahús sem þema. En ég varð að taka þátt í þessum fíflagang með þeim enda alveg að fíla mig að geta farið í hjúkkubúning klukkan 2 í skólanum mínum og bara í góðum fíling. Barinn var skreyttur með rauðum krossum og svo var hægt að fá skot á barnum úr sprautum og áður en skotið var tekið voru M&M pillur í pilluglösum skellt í sig. Ég var að afgreiða bjór á barnum í klukkutíma sem hjúkka og komst að því að Danir eru daðrarar dauðans. Ég var ekki tilbúin að taka við svona daðri klukkan tvö um dag, en reyndi bara að brosa og segja "hva ska du ha?" og þá var svarið yfirleitt "en grön tuborg og en almindelig Odense classic" og svo kom blikk. Ég sagði svo "veskú". atten kroner! Þetta var voða stuð eins og þið sjáið. hehe
Eftir mína fyrstu barafgreiðslureynslu í Danmörku fór ég í Bilka til að kaupa grillmat fyrir kvöldið. Bilka er alveg komin í jólaskap ég fór voða mikið að hugsa hvernig jólin mín verða eiginlega. Fyrstu jólin annars staðar en heima.... ég fæ ekki að upplifa mömmujól þetta árið og fæ ekki að sjá glitið í augunum á Hjálmari bróður mínum sem er svo mikið jólabarn. Ég fæ ekki að vakna við hangikjötslykt og læðast niður um hánótt til að horfa á ljósin á jólatréinu og anda að mér jólunum. Nú þarf ég að búa mér til mín eigin jól og eins og mamma sagði við mig þegar ég var leið yfir því að komast ekki heim "Sara mín, þú hefur bara gott af því að vera annarsstaðar en heima á jólunum". Ég verð þá bara að vona það. *Það sem drepur þig ekki gerir þig bara sterkari*stemmningin. Ætla að reyna að kaupa mér aðventuljós í gluggann því ég fæ góða tilfinningu að horfa á ljósin.
Í Bilka var saman komið alveg fullt af íslendingum sem voru greinilega í sömu erindagjörðum og ég, þ.e að kaupa grillmat fyrir grillpartýið sem var á kolleginu um kvöldið. Við erum svolítið eins og fjölskylda...
Það var svo rosalega gaman í grillinu. Ég var allavega í voða stuði og ég vona að ég hafi ekki bullað of mikið...vona að sumir nenni að tala við mig aftur :) Geta má þess að ég og Bryndís stukkum upp á borð og vorum einu edrú gellurnar en það er jú ekkert nýtt. Athyglissýkin alveg að fara með okkur..ha!!! Klukkan 12 var orðin svona sveitt eftirpartýstemmning....fólkið var semsagt orðið mjög fullt. En það var alveg afskaplega gaman að þeim og með þeim því allir sátu í hring og sungu og dönsuðu þegar fílingurinn kom yfir þau. Setning kvöldsins var "Sara, ég á pepsí".
Nú svo kom laugardagurinn og ég var búin að ákveða að vera róleg í fyrsta skiptið síðan ég kom hingað, þ.e um helgi. Ég fór í búðina og keypti mér nammi og kveikti á kertum og settist með anatómíubækunar mínar, tilbúin að eiga rólegt lærikvöld. Og bara sem dæmi um hvað það er alltaf eitthvað að gera hérna þá hringdi Ása fyrst og bað mig að koma í bíó með henni og sænskum vinkonum hennar. Ég hafnaði. Svo hringdi Ingibjörg Eva sem útskrifaðist með mér úr FB til að tékka á djammfíling og ég sagðist ætla að vera heima. Þá hafði Heiðdís samband og sagði að nokkrar stelpur frá 3 önn í læknisfræði væru að hittast í pizzu og fara svo í bíó og ég hafnaði því. Svo hringdi I.Eva aftur og spurði hvort hún mætti koma í heimsókn og auðvitað var ég til í að fá hana í heimsókn. Hún kom og við sátum í góðum fíling með nammi og kók að spjalla þegar Cecile tilkynnti mér að vinur hennar sem er frá Dóminikanska lýðveldinu væri að spurja um "Miss Iceland" og hvort hún kæmi ekki á barinn því það var sérstakt fest þar sem kallaðist "Kinky fest" arrrrr. Ég leit á Evu og ég sá að Eva var voðalega til í það. Haldiði ekki að gæinn hafi svo komið og byrjað að smeðjast. Ég tek bara svona tali sem smeðjuhátt "jú ar so bjútifúl, jú dónt have tú change jor cloths jú ar alveis sooo bjútifúl miss Iceland". Eva spurði hvort ég gæti ekki sent hann yfir stundum til sín til að hún fengi smá egókikk. :)
Við fórum svo á barinn bara svona til að kíkja á stemmninguna en okkur var meinaður aðgangur. Ég er ekki enn að skilja ástæðuna. Kannski vorum við bara ekki nógu kinký! posted by benony 1:46:00 f.h.