Freyja skvísa ætlar að redda mér með hjúkkuslopp þannig að ég get verið fín á Fredagsbarnum á morgun. Ég á að vinna á barnum frá 14-15 þar sem okkar bekkur sér um barinn þennan daginn. Þegar ég var að ákveða um daginn hvernig ég ætlaði að vera með stelpunum íslensku þá missti ég mig alveg í einhverju rugli! "Ég ætla að vera í hjúkkuslopp og hvítu pilsi og hvítum sokkabuxum. Svo ætla ég að vera með hjúkkukapp og hátt tagl með eldrauðan varalit". Þá heyrðist í einni stelpunni "Sara, þú ert ekkert að fara að leika í klámmynd er það?" hahahhahahahahah Missti mig smá ;) Þannig að ég ætla að vera bara svona hjúkka ekki slött hjúkka. hahaha
Og ef ykkur langar að vita þá er klósettpappírinn sem ég var að kaupa ekki alveg að gera það fyrir mig. Ég kaupi mjúkan næst það er augljóst. Jæja, best að hjóla í skólann með sáran rass. ;) posted by benony 12:19:00 e.h.
miðvikudagur, október 29, 2003
HEY!!!!!!
Ég var búin að gleyma að ég er að fara að leika sexy hjúkku á Fredagsbarnum á föstudaginn!!!! Damn!! Mig vantar hjúkkubúning, hvernig gat ég gleymt þessu. Getur einhver reddað mér?? FREYJA ert þú ekki að vinna á spítalanum?? posted by benony 11:54:00 e.h.
Í morgun ætlaði ég að mæta....
..í studiegrúppu en gat með engu móti fundið hópinn minn. Þegar ég kom inn í kantínu stóðu Sören og Jens þar bara í góðum fíling að fá sér að borða. Ég spurði þá hvort við ættum ekki að vera í tíma en þá sögðu þeir að það væri ekki fyrr en klukkan 12. Þannig að ég var komin í skólann með enga tösku og engar bækur þar sem þessir studiegrúpputímar eru bara spjall....hvað átti ég að gera í 2 heila tíma í skólanum. Ég hefði getað farið að hanga í tölvunni en ég nennti því ekki þannig að ég ákvað að skrópa í tímann og fara bara að stússast.
Ég byrjaði á því að fara á kollegieboligselskabet eða kollegieskrifstofuna til að tékka hvort þeir væru með tilboð fyrir mig. Mig langar svoooo mikið að flytja núna STRAX í einstaklingsíbúðina niðri í bæ. Það gengur yfir innbrotaalda á kolleginu sem virðist ekkert vera að hætta. Davíð vaknaði við að það var verið að lýsa vasaljósi inn um gluggan hjá honum til að tékka hvort einhver væri heima og einn gaurinn kominn hálfa leið inn til hans þegar hann reis sig upp. Þá þutu þeir í burtu. Stelpurnar með mér í læknisfræðinni misstu fullt af eigum þegar þær voru rændar. Löggan gerir ekki neitt þó svo Bryndís vinkona geti meira að segja bent á þessa gaura því hún sá þá. Löggan kemur alltaf bara daginn eftir til að taka skýrslu. Kollegieskrifstofan gerir ekki neitt heldur sagði bara "ef þið eruð óánægð þá verðið þið bara að flytja". Í gær var svo hringt í mig og ég heyrði bara í einhverjum gaur tala útlensku fyrir aftan og svo skellt á þannig að ætli ég sé ekki sú næsta í sigtinu. Ég á ekki margt, en ég á tölvu og myndavél, skólabækur og föt. Ekki mikið meira :) Það mundi fara með mig ef ég myndi tapa þessu...aleigan mín..
Hún sagði mér að það hafi ein íbúð verið að losna og hún hafi bara sent tilboð á eina stelpu sem var efst á listanum og hún sýndi mér listann og ég er nr 3 á honum. Ég vil bara losna héðan sem fyrst....
Svo ákvað ég að fara að kíkja á hjólið mitt sem er niðri í bæ síðan um helgina síðustu. Ég var á læknadjammi og við fórum á Ryans sem er írskur pöbb. Eftir að ég hafði komið við Kim Larsen og gert allt tryllt auðvitað á staðnum þá ætlaði ég bara í góðum fíling að opna lásinn á hjólinu með lyklinum en hann bara vildi ekkert opnast. Sama hvað ég reyndi. Yfir mér stóðu þrír tæknifræðistrákar og einn blindfullur læknisfræðistrákur og bísnuðust yfir aðgerðum mínum. "Sara, þú getur þetta ekki, ég skal gera þetta, svona farðu frá"!!! Svo gekk lykillinn á milli og allir prófuðu að opna lásinn en þeir gátu það sko ekkert betur en ég. Þannig að ég skildi hjólið mitt eftir þarna og það var sem betur fer enn á sama stað. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að koma því heim. Ég þarf að redda mér vírklippum og setja svo á mig ræningjahúfu og klippa á lásinn. Það mun líta mjög illa út að fara þarna og klippa á lásinn og hjóla svo af stað. Það er staðsett þar sem mikil umferð er af fólki þannig að ég veit ekki hvernig ég á að fara að þessu...
Geta má þess að ég fékk ekki að vera í friði með að skrópa því kellan með mér í bekk hringdi til að spurja afhverju ég væri ekki mætt í tímann. hahaha, mig grunaði að hún myndi gera það!! posted by benony 9:01:00 e.h.
Ég á vinkonu sem....
....kom með yndislegt komment þar sem ég vissi ekki hvort ég ætti að hlægja eða gráta. Þannig að ég gerði bara bæði og grenjaði úr hlátri. Hún sagði: "Sara, EF þú eignast maka....." hahahahahhaha yndislegt hvað fólk hefur mikla trú á ástarlífinu mínu!
En eins og þið sjáið þá breytti ég smá útliti síðunnar og vil endilega að þið kommentið ef þið eruð ekki að fíla þetta og getið ekki hugsaði ykkur að koma aftur á síðuna vegna hættu á augnskaða!
Rautt táknar eldheitt hjartalag mitt og ástríður, grænt er tákn blíðu minnar og dökkblár er tákn þess hve dularfull ég er. (ein að missa sig út af kommentinu) :) posted by benony 12:46:00 f.h.
þriðjudagur, október 28, 2003
Það var verið að hringja...
...og ég heyrði bara útlensku fyrir aftan og svo skellt á. Kannski er ég paranoid en ég tek tölvuna með mér í skólann á morgun! posted by benony 7:17:00 e.h.
Þar sem ég er svolítið í því....
...að sitja og lesa þá leiðir hugurinn mig inn í draumaheima þar sem minningar og framtíðardraumar eru við völd. Það er auðvitað allt skemmtilegra en að sitja á rassinum og þylja upp bein og liði. Samt mjög skemmtilegt skoo...bara ekki eftir margar klukkutíma :) En allavega ég fór að hugsa um hvað það var ótrúlega margt sem við vinkonurnar tókum uppá þegar við vorum að leika okkur á okkar yngri árum. Ef við myndum taka uppá þessu í dag yrðum við heldur betur settar inn á stofnun eða allavega litnar hornauga. heheehe t.d:
1) Sungu ég og Brynja og Drífa öll kvöld við ljósastaurinn í hverfinu okkar. Við höfðum hatt fyrir framan okkur eða húfu og sungum jólalög eða dægurlög. Fólk í hverfinu var að koma til okkar og þakka okkur fyrir sönginn og mamma og pabbi vissu alltaf hvar ég var því það heyrðist greinilega :)
2) Brynja og Drífa klæddu mig oft upp í búninga og ég labbaði í hús til að plata fólk. Ég var að fara í kápu af mömmu þeirra og háu hælana. Svo settu þær klósettpappír upp í mig þannig að það var eins og ég væri með í vörinni. Svo labbaði ég í hús að selja happdrættismiða. Ég myndi arga úr hlátri ef einhverjar litlar skvísur tækju upp á þessu og koma til mín.
3) Við fengum oft allskonar mat úr eldhúsinu hjá mömmu og blönduðum saman í einn graut. Svo stóðum við í skotinu sem pabbi gerði fyrir mig sem vísti út að göngugötunni og vorum að bjóða fólki að smakka. "Endilega komið að smakka yndislegan graut". Þegar ég hugsa tilbaka þá finnst mér æði hvað nágrannakonur okkar voru góðar og smökkuðu hjá okkur og tókst meira að segja að láta okkur trúa að þetta væri gott.
4) Við vorum komnar út á skíði og skauta um leið og það var komin smá snjólag. Það voru kannski bara smá snjóskellur hingað og þangað en við fórum að skíða og skauta... Svo um leið og fór að sjást í malbikið eftir snjóin vorum við komnar á hjólaskauta!
5) Tókum upp útvarpsþætti á segulbandstæki sem stelpurnar áttu. Þær eiga suma þessa þætti ennþá og við getum argað úr hlátri að heyra okkur með okkar skræku barnaraddir vera að kvarta í þjóðarsálinni um lélegt kaup hjá holræsunum.
6) Þegar ég var í sveitinni þá var ég auðvitað mikið ein bara með fjölskyldunni minni og hitti ekki stelpur á mínu reki allt sumarið. Þá fór ég jafnan út til að lenda í ævintýrum. Ætlaði sko að hitta álfa og spjalla við þá og tala við blómin. Ég lenti alltaf í einhverjum ævintýrum og talaði við fullt af álfum um heima og geima. Svo æfði ég mig að ganga inn kirkjugólfið þ.e á túninu því ég gifti mig oft og hélt á vönd af fífum. Eins og ég hafi ekki getað skemmt mér :)
Mér fannst líka rosalega gott að fara til hestana og bara leggjast hjá þeim. Ég átti hest og við félagarnir þ.e ég og Smá Gull lágum bara í faðmlögum á túninu. Kannski ekki alveg faðmlögum en þið vitið ég allavega hélt utan um hann. :)
að ég er með smá áhyggjur af henni Sólveigu vinkonu minni. Málið er að ég keypti í matinn og við elduðum yndislegt lasagna heima hjá henni til að eiga smá hyggestund. Erum svo sjaldan saman núorðið vegna þess að við erum ekki lengur saman í skólanum. En ástæða áhyggju minnar er að hún er farin að tala með auglýsingunum. Hver einasta auglýsing sem kemur þá talar hún með og syngur með öllum lögum. Hvort sem það er verið að auglýsa símafyrirtæki eða gosdrykki þá talar hún með. Ég held að mín diagnosa sé að hún horfi alltof mikið á sjónvarpið....þetta er ekki hægt.
Annars er ég að springa úr hamingju....rosalega gaman að vera til. :) posted by benony 12:47:00 f.h.
sunnudagur, október 26, 2003
Matarboð og aðalfundarhöld...og auðvitað KIM LARSEN
Það er alltaf eitthvað að gera hérna í Danmörku. Það líður ekki helgi nema hún sé plönuð og það er auðvitað mjög jákvætt nema skólabækurnar sitja þá kannski smá á hakanum á þeirri stundu.
Á föstudagskvöldið fór ég að borða með studiegrúppunni minni heima hjá Kristine sem er tveimur árum eldri en ég og hefur upplifað svo rosalega margt miðað við hvað hún er fáum árum eldri en ég. Hún er búin ferðast um allan heim og búið í hinum ýmsu löndum. Hún hefur líka verið að læra allan fjandann og núna síðast var hún í fatahönnun í London en hætti í því og ákvað að flytja heim til Danmerkur í læknisfræðinám. Hún átti rosalega mikið og flott innbú og þar sem hún hefur flutt svo oft þá hafði hún sankað að sér allskonar hlutum allstaðar að úr heiminum. Á veggjunum voru svo myndir sem hún hafði sjálf teiknað og málað og voru rosalega flottar... ég alveg horfði aðdáunaraugum á þetta allt saman og gleymdi mér í að hlusta á sögur frá einhverju sem hún hafði upplifað. Hún sagði mér svo líka að hún hafi verið gift í 3 ár... veit ekki hvenær það var en greinilegt að hún er búin að prófa allt. Við spjölluðum mikið og fólkið í kringum mig var orðið ískyggilega fullt, sérstaklega hún Mette sem gat ekki gert neitt nema að hlægja og var alltaf að koma með skemmtilega leiðinleg komment. heheh en bara gaman að því. Eftir matarboðið hjóluðum ég og Sören svo saman heim upp á Rasmus Rask þar sem hann býr líka þarna í gettóinu. Ég var svo ánægð að ég náði að spjalla við hann bara alveg eins og jafningja og hann meira að segja gleymdi sér í að fara að tala um þessa "helv.. útlendinga sem væru að taka plássin frá þeim í læknisfræðinni". Ég svona góðlátlega minnti hann á að ég væri kannski ein af þeim... Við stoppuðum svo á bensínstöð til að kaupa gjöf handa kærustunni hans og mér fannst það voða sætt af honum. Hann fór beint í súkkulaðirekkan en ég fór auðvitað þar sem klámblöðin voru og fleygði í hann einu blaði með gellu í furðulegustu stellingu og sagði að þetta væri alveg gjöfin til kærustunnar! ;) Hann varð geðveikt skrýtin og var ekki að taka þessu sem djóki þannig að ég varð bara vandræðaleg og skilaði blaðinu á sinn stað. Það var ekki fyrr en við komum út og vorum að fara að hjóla af stað aftur sem hann fór að brosa og sagði "ég hefði kannski frekar átt að kaupa blaðið, það hefði allavega verið skemmtilegri gjöf". hahaha
Í gær svo laugardag var stofnfundur félags íslenskra læknanema í Danmörku. Læknanemar frá Árósum og Kaupmannahöfn komu til okkar í Odense og við stofnuðum hagsmunafélag sem einnig hefur félagslega atburði. Það var voða gaman að sjá aðra sem eru að læra hérna í Danmörku og ég kannaðist auðvitað við nokkra úr Clausus heima. Við fórum eftir fundinn út að borða á "Den grimme ælding" eða "Litli kjúklingurinn" eins og einn fyndinn sagði. Það var rosalega góður matur, svona hlaðborð með rosalega góðu kjöti og fullt af meðlæti. Allar gerðir af kartöflum og salatbar og allar kjöttegundir. Ég er eiginlega ennþá södd. Við fórum svo á Ryans sem er írskur pöbb og ég er ekki að grínast með að ég hitti sjálfan snillingin KIM LARSEN. Við erum að tala um að hann var þarna hress og Valdís náði mynd af honum og hann argaði á hana "LAD MIG I FRED". En váhh, hvað kallinn er sjúskaður en hann er samt frægur!! :)
Skemmtilegt kvöld...alveg frábært....reyndar sumir of fullir og ég fór að skipa fyrir með höstugum tón því sumir voru ekki að geta hugsað skýrt. Ég get greinilega verið grimm...en stundum verður maður að vera vondur til að vera góður er setning sem ég heyrði sem passar vel í þetta skiptið. posted by benony 3:54:00 e.h.
föstudagur, október 24, 2003
Fyndið matarboð...
Ég kom heim af fundi frá spítalanum áðan rosalega köld með hor lekandi eins og vatn úr nebbanum og allt var bjart inni hjá mér. Ég fékk sjokk því ég átti ekki von á Cecile sambýliskonu minni fyrr en laugardaginn. Ég hélt kannski að það væru innbrjótsþjófar inni hjá mér en þegar ég opnaði hurðina stökk Cecile fram "Surprise". Ég var fegin að sjá hana og hún hafði foreldra sína meðferðis. Hún hafði farið og hitt þau í Þýskalandi og komið svo með þau hingað. Foreldrar hennar kysstu mig sundur og saman því það er siður í Perú sagði Cecile mér meðan á athöfninni stóð til skýringar. Hún spurði mig svo hvort ég væri búin að borða og ég neitaði þannig að ég var boðin í mat með fjölskyldunni. Þau tala enga ensku þannig að þið getið ímyndað ykkur hvað þetta var bælt. Cecile var samt dugleg að þýða fyrir okkur og talaði spænsku og ensku til skiptis.
Einu sinni hringdi pabbi hennar í hana þegar hún var ekki heima og ég var í mestu vandræðum að segja að hún væri ekki heima. Ég var einmitt á þeirri stundu að tala við Sólveigu vinkonu í gemsann og hún hlustaði á þetta samtal.
Ring ring
SARA: Halló, Sara
Pabbinn: CECILE
Sara: Not home
PABBINN: CECILE
SARA:NO NO HOME
PABBINN: ahisafkldjfiaegldjfalejaior
Sara: CECILE NO HOME
PABBINN: dkdlaæfidoa Pabba hjdaædadaid
SARA: ok, sí sí pabba
PABBINN: Gracias SARA
SARA: ok, hí hí, hej hej
Ég argaði svo í gemsann við sólveigu "HAHHAHA, ég var að tala spænsku. En Sólveig gerði mikið grín af mér fyrir að bæta við hej hej til að kveðja karlinn. :)
En pabbinn minntist á þetta samtal á spænsku og Cecile þýddi...og við hlógum saman....félagarnir.
...hérna í læknisfræðinni þeir koma mér alltaf til að hlægja. T.d í tíma í dag þá vorum við að læra um liðamót í hryggnum og í efri handlegg. Prófessorinn biður okkur að snerta viðbeinið og lyfta upp hendinni til að finna hvernig beinið færist inn og það gera það allir þannig að það var magnað að sjá 100 manns með hendurnar á lofti í fyrirlestrasalnum. Einn norskur var eitthvað að misskilja þetta og tók um biceppinn og spennti og það var ekki eins og hann væri að djóka neitt!! hahaha Ég og Elva skellihlógum alveg... þeir eru svo miklir chokkóar eða þeim finnst þeir allavega voðalega flottir. hehe
Svo fórum við að borða hádegismat, það var lasagna og salat nammi namm! Þá labbar einn gaur framhjá sem við íslensku stelpurnar köllum "klígjuna" því hann er búin að vera með fjórum stelpum í læknisfræðinni fyrstu 3 vikur skólans. Höldum að hann sé að hugsa sér að skanna alla læknisfræðina...spurning hvenær kemur röðin að okkur. En fyndnast var að þegar hann labbar framhjá þá fékk ég hroll því hann er svo klígjulegur. Við skiljum ekki alveg hvernig þessar fjórar gellur féllu fyrir honum, hann er örugglega með svona rosalegar setningar... það er spurning?! How are YOU doing?? posted by benony 4:05:00 e.h.
Aðeins byrjuð að pumpa
Ætla að reyna að hætta þessari vitleysu og verða barasta mega babe. Ekki nóg að vera babe lengur hjá mér...metnaður sko!!! ;) Þess vegna skellti ég mér í Fittness salinn upp á spítala til að kíkja á aðstæður. Það kostar ekki mikið og er fyrir starfsfólk spítalans og nema. Ég ákvað bara að skella mér loksins þar sem ég var búin að kaupa mér æfingabuxur of hafði því enga afsökun. Ég rölti þarna niður og engin annar en leiðbeinandi minn í studiegrúppunni tekur á móti mér þar sem hann er að vinna þarna líka. Öflugur karlinn... Hann er á 13 önn að ég held í læknisfræðinni þannig að hann er almóst doctor. Hann sýndi mér aðstæður og kenndi mér á tækin. Voða gott að hafa hann því hann er gaurinn sem er til staðar til að spurja ef eitthvað vefst fyrir okkur í sambandi við námið og skólakerfið. Ég tók smá á því og mér leið rosalega vel eftir þetta...ætla að reyna að koma inn í rútínu að fara að hreyfa mig þarna... voða gott.
Reyndar áður en ég fór á æfinguna var ég að læra á spítalanum og hitti þá einn félaga minn úr læknisfræðinni. Hann er nýorðinn pabbi og var að sýna mér myndir af fallega stráknum hans. Hann spyr mig svo hvert ég sé að fara og ég segist vera að spá í að kíkja í ræktina. Fer þá ekki kauði að hlægja alveg hátt og segir svo "hvað ættir þú svo sem að gera í ræktinni, kíkja á sæta stráka eða??". ÉG var að spá í að lemja hann í spað en ákvað að sleppa því þar sem hann var að verða pabbi! :) posted by benony 1:48:00 f.h.
miðvikudagur, október 22, 2003
Var að setja inn myndir!!!!! JIBBY :) Þetta eru myndir frá mér að láta mér leiðast yfir námsbókunum, djamm sem ég og Elva fórum á, helgin sem Dóri kom í heimsókn og haustmyndir í nýju kápunni. Njótið :) posted by benony 11:02:00 f.h.
þriðjudagur, október 21, 2003
Lenti í ad thurfa ad spjalla vid lögguna vegna glæps sem framin var...
og komst ad thví ad löggan hérna í Odense er alveg klikkud. Gerir ekki rass í bala. Ég hringdi og sagdi frá glæpnum í mestu rólegheitum og hann tilkynnti mér thá ad their kæmu á morgun. Hvad er málid med thad?? Ef glæpur er framin er thá ekki málid ad koma strax til ad rannsaka??? Ég var ad missa mig ég var svo reid og svo loksins thegar their komu var ekkert gert nema ad taka skyrslu. Ég er ad pæla í ad gerast krimmi thví thad er ekkert gert til ad finna thá hérna. Ef ég myndi hringja og segja "hey, thad er einhver gaur ad elta mig og hann er med hníf". Thá væri trúandi til ad their segdu bara "já, hlauptu bara eda feldu thig". Eda "hey, thad er verid ad naudga mér, geturdu komid og hjálpad mér" thá gæti svarid verid "nú nú, heyrdu ég kemst ekki fyrr en á morgun, hann verdur hvort örugglega ekkert búin ad ljúka sér af hvort sem er". Ég er sjaldan reid, en nú er ég búin ad vera med reid-tilfinningu í 2 daga út af krimmapakkinu og löggunni.
Annars var Dóri bródir hjá mér um helgina og thad var bara yndislegt eins og ég vissi. Ég hef ekki hlegid og talad svona mikid lengi thannig ad ég ætti ad vera endurnærd. Eftir ad ég hafdi sótt hann á lestarstödina fórum vid í afmæli til Danna sem vard 25 ára og thar settumst vid nidur og töludum og töludum. Ég hef alltaf verid thannig í kringum Dóra ad thad losnar um talgáttirnar og ég tharf sífellt ad vera ad segja honum eitthverjar sögur. En nú hafdi thetta snúist vid og Dóri taladi og taladi, hann thurfti ad segja mér svo mikid af thví sem hann er ad upplifa thví allt er svo nytt fyrir hann. Ég skaut inn í einhverri sögu medan hann dró inn andann, thannig ad thetta var rosalegt spjall hjá okkur. Danni sagdi okkur ad einhverjir danskir vinir hans hefdu spurt hvort vid værum kærustupar en hann hafi sagt ad vid værum systkini. Danirnir trúdu thví ekki og thá útskyrdi Danni fyrir theim ad thad væri langt sídan vid hefdum hisst. Fyndid.
Á sunnudaginn fórum vid út og nidur í bæ til ad lenda í ævintyrum. Thad er margt ad sjá í Odense og vid fórum ad skoda ymislegt. Löbbudum í rosalega fallegum gördum og perrudumst í styttunum... (ógedslega fyndid á thví mómenti) Svo fór ég ad vera væmin og rómantísk og sagdi:
Sara: "Váhh, Dóri sjádu tharna fallegu hvítu fuglana. Thetta eru örugglega fridardúfur!" Dóri:nei, eru thetta ekki mávar? Sara: ojj, hvad thú ert leidinlegur, thetta eru ekkert mávar. Ég hef aldrei séd svona fallega fugla ádur.
Vid thessi ord taka fuglarnir sig á loft og stefna beint á okkur og fara ad reyna ad gogga í hausinn á okkur
Thad voru thá aldeilis fridardúfur... :) posted by benony 10:49:00 f.h.
fimmtudagur, október 16, 2003
Ég er núna ordin fín....
Saran fékk loksins lánid sitt og thad var haldid af stad til ad kaupa föt. Thurfti ad byrgja mig upp fyrir veturinn thví thad er mjög kalt og ég átti bara larfa ad vera í. Ég komst ad thví hvad ég á rosalega tholinmódar vinkonur thví ég held ad ég hafi mátad allar úlpur og allar kápur í bænum og loksins thegar ég fann thá sem mig leist best á var hún ekki til í minni stærd. Ég hélt bara ró minni og keypti thví ekki kápuna fyrr en í dag thví hún var til í minni stærd í annarri búd. Ég naut thess út í ystu æsar ad vera ad versla á mig föt og lét afgreidsludömurnar stjana vid mig. Ég mátadi og mátadi og kom svo fram til ad sýna mig fyrir Bryndísi og Sólveigu og afgreidsludömunni og alveg elskadi thetta. Málid er ad ég hef getad gert thetta svo sjaldan eftir ad ég flutti hingad út thví ekki hefur madur mikinn pening milli handanna. Thess vegna er miklu skemmtilegra ad versla núna og ég er búin ad vera ad svífa á skýi í dag og í gær. Stelpurnar vilja greinilega hafa mig fína thví alltaf thegar ég var ad máta einhverjar úlpur eda svona eitthvad sem mér fannst mjög töff hlýir jakkar thá heyrdist í theim "nei, Sara thú ert ekki nógu fín í thessu". Mér fannst thad bara snidugt thví thad var ekkert endilega ásetningur minn ad vera fín. En ég er semsagt fín og ég veit ad mamma verdur ánægd med mig núna thví ég er eins og svona fín skólastelpa :) í kápu reyndar med strumpahúfu.
Ég hlakka til helgarinnar... minn ástkæri bródir ætlar ad verja helginni hjá mér og thad verdur alveg yndislegt veit ég. Ég hitti Sveinbjörn frænda og Gudnýju hans ádan í kringlunni og thau voru æst ad ég kæmi med Dóra í kaffi. Thannig ad thad er allavega plan, og svo er ég ad fara í 25 ára afmælid hans Danna Sigurbjörns sem var med mér í FB. Aldrei hefdi ég trúad thví thegar vid vorum í FB ad ég ætti eftir ad fara í stórafmæli til hans í Odense af öllum stödum. En ég mun líklegast thekkja einhverja í theirri veislu.
Fór ad sjá Bad Boys med Ásu, Bjarna og Jakobi og skemmti mér alveg fínt. Kannski ekki neinn rosalegur söguthrádur heldur bara bílaeltingaleikur og sprengingar og skothrídir. Ég fór ad pæla í thegar ég var ad hjóla heim og mætti tveimur löggubílum á leidinni ad einu sinni sótti ég um sumarstarf hjá löggunni og karlinum sem ég taladi vid leist rosalega vel á mig. Honum fannst ég hafa hædina og bygginguna og svo var hann ánægdur ad ég hafi unnid vid stjórnunarstödur. En thar sem ég var frekar sein til ad sækja um og hefdi thurft ad sitja eitthvad námskeid thá fékk ég ekki starfid. Ég fór thá bara ad vinna á geddeild í stadinn og sé ekki eftir thví. En hvernig hefdi ég eiginlega verid sem lögga??? Hefdi ég verid bara eins og ég er oft "æi, gleymdirdu ökuskírteininu thínu, æ thú manst bara ad hafa thad med framvegis", eda "bíddu hvad drakkstu marga bjóra, nú ekki nema thrjá, já ætli thad sleppi ekki". Eda hefdi ég verid eins og Will Smith í myndinni "Get your stinky motherfucking ass over here". Ég veit ekki...kemst líklegast ekki ad thví. posted by benony 10:21:00 e.h.
mánudagur, október 13, 2003
Ég er í fríi....
í skólanum í heila viku núna thví hérna í Danmörku er alltaf haustfrí á thessum tíma árs. Ég ætla í fríinu ad einbeita mér hægt og rólega ad thví ad koma mínum málum á hreint og svo er ég voda mikid ad gæla vid ad fara í heimsókn til bródur míns í Ringkøping. Hann er búinn ad vera ad senda mér svo sæt og skemmtileg email karlinn med fréttum frá náminu. Hann er t.d kominn í einhvern kór sem er hluti af náminu. Aldrei á ævinni hefdi ég ímyndad mér hann í kór, og svo er hann ad læra ad spila salsa og eitthvad voda gaman. Thau héldu líka Mexikanskt partý thar sem einhverjir drumbuleikarar komu og spiludu fyrir dansi. Hann sagdi ad ég hefdi örugglega fílad mig mjög vel í thví partýi. Mig langar svo ad fara í fríinu og sjá hvernig thetta er allt hjá honum....örugglega mikid ævintýri. Hann býr í litlum smábæ vid strönd thar sem eru hvítir sandar. Eitthvad fyrir mig.
Annars fór ég ásamt Elvu sem er med mér í læknisfrædinni á smá djamm á laugardagskvöldid til ad halda upp á ad vid værum komnar í frí. Vid fórum á stad sem heitir FRANK A bara svona til ad tékka stemmninguna. Ég er ekki alveg búin ad ákveda hvernig thessi stadur er á íslandsskalanum. Svona kannski.... nei, ég get ekki ákvedid thad. En thid komid kannski med tillögur, ég skal lýsa honum fyrir ykkur.
Tharna inni var skemmtilegasti DJ sem ég hef heyrt spila og lögin voru ædi, vid tímdum ekki ad fara út af thví tónlistin var svo gód. Thetta voru svona lög sem ég hef ekki heyrt lengi og sum sem madur heyrir mikid núna en hann var búin ad mixa takt undir sem kom manni til ad dilla sér eins og madur fengi borgad fyrir thad. Mixid gerdi lögin meira fönk en samt smá danstónlistarfílingur. Ég get ekki lýst thessu betur en thad er ekki oft sem ég fæ thessa tilfinningu ad vilja vera lengur inn á skemmtistad vegna tónlistar en ekki vegna fólksins.
Fólkid var mjög fallegt bara....allir voda chokkólegir en ég er nú ekkert óvön thví hérna í Danmörku. Einn gaur vakti athygli mína thví hann var alveg ad fíla sjálfan sig. Hann var med aflitad hár sleikt aftur í tagl sem nádi nidur á axlir. Hann var í MJÖG thröngum gallabuxum og skyrtu. Húdliturinn hans sýndi greinilega ad hann var búinn ad liggja í ljósum eda hefdi makad á sig brúnkukremi. En thad versta var ad hann stód alltaf í einhverri voda stellingu med rosalegan svip á andlitinu. Honum fannst hann ÆDI!!!!
Stadurinn var frekar stór og hafdi barinn fyrir midjunni og bord allt í kring. Á stórum skjá var varpad DJ-inum sem dilladi sér í takt vid tónlistina og thad sást greinilega ad hann var ad fíla sig í botn. Thad vantadi bara dansgólf fyrir okkur Elvu!
Thegar vid löbbudum inn thurftum vid ad trodast smá og thad fór ekki framhjá okkur ad thad var gjörsamlega mænt á okkur og stundum gripid í hendur okkar. Elva fékk meira ad segja klíp í rassinn. Thegar vid vorum búnar ad trodast hrópadi ég á Elvu alveg í hláturskasti "SÁST´ETTA??" Hún sá thetta alveg og vid vorum bara hræddar vid ad labba tharna aftur. Vid fórum ad spá í hvort vid værum nokkud óvart komnar inn á eitthvad "Single" partý en svo ákvádum vid bara ad thetta væri svona einn af thessum DESPÒ stödum. Ása og Bjarni komu svo ad hitta okkur og Bjarni sagdi "SARA, skilurdu ekki, their voru ad horfa á ykkur thví thú ert med opna buxnaklauf" hahahaha Gódur thessi...
Ég fór svo í heimsókn til Sólveigar vinkonu í gær og hún eldadi fyrir okkur dýrindis kjúklingarétt. Hún var ad koma frá Hamburg thar sem hún hafdi verid á landsleik og ég thurfti audvitad ad fá slúdur. Fékk ad hitta Thomas sem er kærasti hennar og thau voru bara sæt. :) Vid horfdum svo á "Nikulaj og Julia" sem er danskur tháttur sem er sýndur heima á Íslandi. Og thegar ég hjóladi heim til mín í kvöldhúminu rauladi ég lagid sem er lag tháttarins fyrir munni mér. "What if we were meant to be together? What if you were meant to be the one?" Sorgleg madur!!!! posted by benony 5:19:00 e.h.
föstudagur, október 10, 2003
Raudhærdafélagid..
ÉG var í búd í gær og sá systkini vera ad versla. Mér fannst thau eitthvad svo skrýtin thannig ad ég fór ad pæla í hvad var svona skrýtid vid thau. Ég get ekki fundid neitt annad en ad thau voru bædi raudhærd. Ætli fólki finnist skrýtid ad sjá mig og Dóra vera labba saman eitthversstadar eda jafnvel mig og Ásu???? Madur spyr sig.
thad sídasta held ég....gírarnir eitthvad biladir. Thad er alltaf eins og ég sé í voda spinningtíma thegar ég er ad hjóla en kemst samt ekkert áfram. Á midvikudaginn sídasta thá var ég med studiegrúppunni minni ad skoda rannsóknardýrin á laboratoriunni. Ég sá hunda, rottur, mýs, svín og kanínur sem verid er ad gera rannsóknir á. Thetta var allt saman mjög spennandi og sorglegt líka thví hvers áttu dýrin ad gjalda. Thad voru tharna rottur sem var búid ad festa eitthvad dót vid heilann í theim og thad var bara gat inn í heilann. Svo sá ég thar sem var verid ad skera eina rottuna upp medan henni var haldid sofandi.
Eftir thetta allt saman thá var komid ad thví ad hjóla upp í skóla og thar sem vid vorum öll saman tharna krakkarnir thá fórum vid audvitad samfó. ÉG var mest ad tala vid eina bekkjarsystur mína sem er rosa skvís og er ad dandalast med einum eldri nema og hún var voda mikid ad segja mér frá thví. ÉG hlustadi med mikilli athygli medan ég hjóladi eins og ég væri á fúlspítti vid hlidina á henni. Hún alveg í rólegheitum en ég alveg eins og í spinningtíma. Ég var ordin alveg mód og sveitt og skaut inn í samrædurnar "er det rigtigt, og hvad sagde han så?" Ég hef örugglega verid rosalega hallærislegt tharna á spíttinu vid hlidina á henni :) hahahahahaha
Ég er svo þreytt að ég gæti sofnað núna...zzzzzzzz. Ég er búin að vera á fullu alla helgina að hjálpa Sveinbirni frænda að flytja sem og mála gömlu íbúðina því það þarf alltaf að skila leiguíbúðum nýmáluðum. ÉG var sett í að skera eins og við málningameistararnir köllum það og tók mig ansi vel út í því starfi. Í gær sunnudag hringdi svo Magnús bekkjarbróðir minn í mig því við þurftum að æfa fyrirlesturinn okkar sem við fluttum í dag. Hann hringdi í mig klukkan 20 á sunnudagskvöldi og sagði mér að koma yfir til sín klukkan hálf tíu...það sýnir hve innilega við erum ekki danir því þeir eru svo tímalega en við hittumst klukkan hálf tíu á sunnudagskvöldi og vorum að undirbúa þetta til 12 og svo í sitthvoru lagi til 2. Magnus er norskur. Það var ótrúlegt að fara í heimsókn til hans. Hann tók á móti mér með bjór í hönd og bauð mér auðvitað öl en ég afþakkaði pent. "En snús?" spurði hann þá.... heheh Sören og hann búa saman þannig að við vorum þrjú að tala um verkefnið. Sören var samt sveittur að setja saman hillusamstæðu sem hann var nýbúinn að kaupa sér. Hann var auðvitað á ermalausum bol eins og sönnum chokkó sæmir og ég gat ekki betur séð en að það væru svona brúnir blettir í hvítum sveittum bolnum hans þannig að ég áætla að hann sé með brúnkukrem!!! hahahahahahah
Hann sagði að ég ætti bara að kalla á hann ef ég þyrfti að láta setja eitthvað saman....mig langaði að segja þá "kemur þú þá í ermalausum bol yfir" en hann hefði ekki fattað djókið.
Við allavega fluttum verkefnið okkar í dag og það gekk alveg brilliant. Dómarinn var þvílíkt ánægður með okkur og þess vegna hef ég staðist fyrsta prófið mitt. Komin með 6 einingar í læknisfræði í Odense. Jibbý!!!!!!
Ég spurði Magnus líka að því hvort hann myndi eitthvað eftir Rusfest sem var nýnemaball fyrr í haust. Hann eldroðnaði og hélt örugglega að ég væri að fara að segja honum að hann hefði reynt við mig en hrissti svo höfuðið. Ég fór þá að segja honum hvernig hann réðst á mig og tók mig upp á bakið á sér og skellti mér í gólfið. Hafi svo hjálpað mér á fætur og svo hrint mér harkalega og labbað svo á braut. Hann bað mig að afsaka sig en spurði svo "var det nar jeg var Ninja". Talandi um að hann sé klikk hehe en samt er rosalega gaman að honum.
Á föstudaginn síðasta fór ég svo á árshátíð í skólanum. Ef þið munið frá því í fyrra þá var ég ekki komin með kjól fyrir þessa árshátíð fyrr en klukkutíma fyrir ballið þá fékk ég póstsendingu frá mömmu með kjólnum. Núna var það þannig að ég var ekki komin með miða á ballið fyrr en nokkrum klukkutímum fyrir. Næst verður það örugglega þannig að draumaprinsinn kemur á hvítu hjóli og reiðir mig á ballið þar sem við leiðumst inn ástfangin og bla bla bla... hvað haldiði??
Ég læt myndirnar tala sínu máli....Árshátíð Syddansk Universitetgjöriði svo vel
Ég var að setja inn nýjar myndir! Endilega kíkið...þær eru hérna til hliðar undir Haust í DK og Framhald-haust i DK. Þetta er svona úr ýmsum áttum... posted by benony 11:41:00 e.h.
Það rann upp fyrir mér....
í gær svolítið stórkostlegt. Ég var í matarboði hjá Evu sem var í FB með mér og Kristni ásamt Ásu og Bjarna. Við vorum að spjalla voðalega mikið og borðuðum alveg yndislegan mat, fengum pastarétt og frábæran eftirrétt sem var berjapæ með ís. NAMMI NAMM Við höfum örugglega verið hundleiðinleg því það var sama hvað við byrjuðum að tala um það leiddi alltaf út í læknisfræði og námið. Evu er náttúrulega nær að bjóða einungis læknanemum í mat. Hún er sjálf að læra tæknifræði við Teknikum. En Bjarni sagði okkur að hann væri að lifa draum móður hans sem alltaf langaði í læknisfræði og þá rann upp fyrir mér eins og ég nefndi hérna fyrst að ég er að upplifa minn eigin draum. Það svona helltist yfir mig og ég fékk alveg gæsahúð.... Lífið mitt í dag er það líf sem ég hef látið mig dreyma um frá því ég man eftir mér. Þetta er ekkert voðalega auðvelt líf þ.e það fylgir því mikið peningaleysi og mikið stress en jafnframt fylgir því spennandi viðfangsefni og frelsistilfinning. Ég ætla að nota þessa uppgötvun til að komast yfir söknuðinn og koma mér af stað í náminu sem mér finnst svo spennandi.
Talandi um námið þá er studiegrúppan mín loksins búin að skila verkefninu sem við vorum að gera. Það fjallaði um þvinganir á geðdeildum eða "tvang i psykiatrien" á dönsku. Við vorum 10 saman að gera þetta verkefni og það tók heldur betur á. Danir þurfa að ræða svo mikið og það þurfti að rífast um hvern einasta smáhlut...forsíðan var voða mikið mál meira að segja! En þetta eru allt yndislegir krakkar og við sátum klukkutímunum saman til að klára þetta. Þetta er hópurinn
Sören: hann minnir mig á Örn Inga í FB því hann vill alltaf vera að faðma okkur stelpurnar og kjassa í skólanum. Sören kemur með FB fílinginn hérna því hann er sá sem faðmar mann í morgunsárið.
Sine: Voðalegur svona rokkari, með aflitað hár allt upp í loft og þegar hún er ósammála einhverju fer hún í fílu.
Tanni: aldursforsetinn og ég kalla hana alltaf kelluna þó hún sé ekkert voðalega gömul hún er bara svo konuleg. Hún er smá skrítin og ég var að komast að því að ég er ekki sú eina sem hún liggur á línunni hjá því hún er hringjandi í okkur öll og sendandi sms. Klæðist furðulegum fötum og þarf sinn svefn. Hún hefur miklar sérþarfir.
Magnus: norskur strákur sem borðar mikið og drekkur mikið. Honum finnst bjórinn svo ódýr hérna að hann drekkur allt of mikið, og verður því gjarnan ofurölvi. Hann skilur ekki mikið og talar bara norsku þannig að hann leikur gjarnan trúðinn í hópnum því hann getur ekki tjáð sig almennilega.
Didde: sætur lítill krullhaus sem tuðar svolítið mikið en annars fín
Kristine: stærri en ég með fallegt sítt ljóst hár og liðað. Hún er næstelst og hefur ferðast endalaust mikið. Var að læra fatahönnun í london en ákvað svo að skella sér í læknisfræði.
Jeanette: kaffibarstýpa sem er mjög fín. Ætli ég tali ekki mest við hana af hópnum.
Mette: voðalega flott gella sem er alltaf með módelsvip :)
Jens: með endalaust hvítar tennur og finnst gaman að heyra mig syngja. Er alltaf að biðja mig um að syngja fyrir sig. Spurði mig hvernig maður ætti að segja "spenk mí honey" á íslensku.
Sara(ég): þögla stelpan sem roðnar út í eitt þegar hún ákveður að segja sína skoðun. Heldur líka alltaf að það sem hún sé að segja sé vitlaust. Situr gjarnan og flissar.
Þetta er hópurinn sem er búin að vera að vinna saman og nú erum við búin að skila verkefninu en eigum bara eftir að framleggja það á mánudaginn. Ég, Sören og Magnus eigum að sjá um lokaorðin eða afslutning og kannski gerum við leikþátt við erum ekki búin að ákveða það. Þeir búa báðir á Rasmus Rask og þess vegna verður auðvelt fyrir okkur að hittast og æfa.
Á mánudaginn síðasta fórum við upp á geðdeild til að hitta geðlækni sem við áttum að fá að spurja spurninga. Ég var búin að ímynda mér fimmtugan karl með gleraugu og einhvern sem er mjög hugsandi. Kannski hef ég bara einhverja staðlaða hugmynd um hvernig geðlæknar eru. Læknirinn sem tók á móti okkur var algjör skvísa!!!! Kona um fertugt í leðurjakka og leðurstígvélum. Hún var meira að segja RAUÐHÆRÐ!!! Hún svaraði spurningum okkar mjög vel en ég var reyndar ekki alveg nógu ánægð með svarið sem ég fékk við minni spurningu. Ég spurði um beltisnotkunina því hún er mikil í Danmörku en heima á Íslandi er hún bönnuð og bara leyfileg við mjög sérstakar ástæður í stuttan tíma. Hún setti upp svona svip sem sagði "en athyglisvert" þegar ég sagði henni að það mætti ekki nota belti á Íslandi en sagði svo bara að belti væru notuð ef lyf virkuðu ekki og lét þar við sitja. Mér finnst svo ómanneskjulegt að nota þetta svona mikið og það þarf kannski meiri tíma til að láta þá fatta það hér...ég reyni hvað ég get! posted by benony 3:42:00 e.h.