be Rauðhærði útlendingurinn

online

{Rauðhærði útlendingurinn } spacer
spacer

This page is powered by Blogger. Is yours?

spacer
powered by blogger

Íslendingar

Ásdís frænka
Bendt
Danni
Disco Dóri
Dísa skvísa
DJ Diljá
Eiríkur
Guðjón
Gummi Jóh
Gunna frænka
HÁS
Hlynur
Ívar
Jóinn
Kolla
Kreisígörl
Lára babe
Lukka
Maj-Britt
Ziggy
Vigdís
Örn Ingi og Elín

Danir

Ásta
Bryndís
Davíð
Elva
Freyja
Gummi
Gunnhildur
Gunni
Harpa og Elvar
Heiðdís
Helena
Hjördís
Katla
Kolla
Margrét Lára
Ragnheiður
Sigurrós
Sólveig

Daglegir linkar fyrir mig

Skólinn minn
FÍLÓ
FÍLD
FADL
medicalstudent.dk
doctor.is
Odense


{miðvikudagur, júlí 30, 2003}

 
Ég fékk símtal í dag frá strák sem sótti um sama skóla og ég er að fara í.

Við hittumst þegar við vorum að fara í viðtal í maímánuði við Syddansk Universitet og tókum tal saman því ég kannaðist við hann úr breiðholtinu. Hann er líka að vinna á deildinni fyrir ofan mig þannig að við höfum sést annað slagið í sumar. Hann hefur ákveðið að fara sömu leið og ég fór og sækja um í "naturvidenskab" og vera í því næsta ár til að kynnast dönsku, dönum og menningunni sem og undirbúa sig námslega til að eiga betri möguleika á að komast inn í læknisfræðina næsta ár. Ég ætla að hjálpa honum og í dag vorum við í því að sækja um á kollegieherbergjum fyrir hann og á morgun ætla ég svo að hringja fyrir hann út í skólann og spyrjast fyrir um laus pláss og þess háttar. Mér fannst fyndið að vera beðin um að hringja og tala dönsku því það er ansi stutt síðan ég kunni ekki rass í dönsku.
Ég er voða ánægð með að fá að hjálpa svolítið, ég veit alveg hvernig honum líður og er því glöð með að hjálpa til við að láta draum hans rætast. Þetta er eilíf vonbrigði og geðveiki þessi barátta við að komast inn í einhverja læknadeild og hann er tilbúinn að gera allt til að komast inn eins og ég var þannig að hann mun komast inn að lokum. Nú er bara að ræskja sig og láta dönskuna flæða fram ;)

posted by benony 3:23:00 f.h.


{þriðjudagur, júlí 29, 2003}

 
Tillykke, du har været optaget til medicin i Odense

Þetta stóð í bréfinu sem mamma hans Gumma hennar Bryndísar (Danmörku-gummiogbryndís) kom með til mín frá Danmörku í dag. Það stóð einnig í bréfinu að ég myndi hefja nám þann 28 ágúst 2003 þannig að það er mánuður í þetta. Ég hef reyndar vitað frá 30 maí að ég væri inni því ég fékk tilboð þá en núna er þetta svona lokasvar og það var gaman að sjá "tillykke" með stórum stöfum í bréfinu.

Ég er núna á næturvakt og Kristinn sem vinnur með mér tók á móti mér með gleðifréttir. Hann er búinn að vera að bíða eftir svari frá skólanum og þegar ég mætti á vakt sagði hann "Ég komst inn í sama skóla og þú!" Þannig að við verðum skólafélagar næstu 6 árin. Við erum búin að vera að kíkja svolítið á netið til að finna leslista og svoleiðis í nótt og ég er búin að fá smá svona kitl í magann því við erum búin að vera að tala um þetta í alla nótt, þið vitið hvað það er sem bíður okkar og svoleiðis. Ég hef getað frætt hann eitthvað því ég var náttúrulega hangandi með læknanemunum í fyrra í Odense svo að ég veit hvað bíður mín að mörgu leiti.

Ég vil samt ekki að þessi mánuður líði hratt...ég vil njóta hans vel.

posted by benony 8:44:00 f.h.


{laugardagur, júlí 26, 2003}

 
Ég og fallegi Sigvaldi minn erum búin að vera í hláturskasti hérna.

Við vorum nefnilega í svona leik að horfast í augu og það má ekki brosa. Okkur hefur fundist þetta rosa fyndið og þurfum alltaf að byrja upp á nýtt. Hann er 10 ára og ég 23 ára en ef eitthvað er þá er hann betri en ég í þessu.

Þetta blogg langar mig að tileinka samt sem áður bróður mínum honum Silla sem er "stóri" bróðir minn. Ég hitti hann í gær á djamminu og hann var alveg mesta yndi. Við leiddumst upp allan laugarveg því við vorum svo ánægð að hitta hvort annað. Hann hefur beðið mig að vera guðmóðir litla sonar síns og hann var með áhyggjur að ég myndi ekki vilja það. (Er ekki í lagi??) Hann þurfti nú ekki að vera með áhyggjur af því, því þetta er mér svo rosalega mikill heiður og ég er voða stolt. Hann spurði hvort ég vildi gera svolítið fyrir hann annað, hann vildi að ég myndi syngja við athöfnina og við sjáum til hvort ég geri það ekki bara.
Silli var svo skemmtilegur í gær... Við fórum á 22 til að fara að dansa og við systkinin rukum upp á dansgólf og ég kastaði frá mér töskunni og jakkanum. Það voru ótrúleg múvin sem við tókum á dansgólfinu og við gleymdum okkur alveg þangað til ég lít á töskuna mína og sé að hún hafði eitthvað verið færð til. Ég kíkti í hana og sá mér til skelfingar (en ég hélt samt kúlinu) að það var búið að ræna mig. Buddan mín og gemsinn sem Silli hafði lánað mér voru horfin en sem betur fer var Digital myndavélin á sínum stað. Diljá vinkona sagði mér svo að Silli hafi komið askvaðandi niður og sagt "Sara var rænd, ég er að fara að láta loka staðnum!!!". Hahahahaha Áður en ég gat áttað mig var Bjössi vinur hans Silla komin í símann inn á bar og var búin að hringja í Euro til að loka kortinu. Alveg ótrúlegir...
Ég gleymi ekki að þegar ég var lítil þá datt ég niður brekku og skrapaðist öll á handleggnum og fór að væla eitthvað, en Silli "stóri" bróðir hljóp með mig heim og sagði mér brandara alla leiðina þannig að ég var svona gráthlægjandi. Þetta var alveg eins í gær hann fór bara að rífa af sér brandarana því hann vissi að mér liði auðvitað illa yfir þessu. Mér var bara illt af hlátri :)

Ég skutlaði svo Silla heim en áður en við lögðum af stað settum við "Can´t liiiiiiiiiive if living is without youuuuu" á fullt blast í útvarpinu og vorum að vanga og syngja til hvors annars á götunni. Fólk sem var þarna að djamma og ganga um göturnar horfðu bara á okkur með skrítnum svip en Diljá og Maj-Britt hlógu inn í bíl. Eftir þetta settumst við upp í bíl og ég keyrði af stað. Fólk hefur fundist kannski skrítið að þessi fulla kona væri að keyra hehehe

Silli lét okkur svo stoppa bílinn og við fórum á leynistað sem hann hafði fundið og höfðum það notalegt í smá stund.

Já, hann er æði hann Silli bró.

Í dag er ég svo búin að vera að gellast með stelpunum í Smáralind og láta mig dreyma því ég er náttúrulega ekki búin að vera með debetkortið mitt né gsm síma þannig að þetta er frekar mikið bögg. En ég þakka bara fyrir að myndavélin var ekki tekin.

Nú er ég að fara í afmælispartý hjá Birnu hans Jóa og ég hlakka voða mikið til...svo er kannski málið að kíkja á Kaffibarinn því þar eru Gullfoss og Geysir að spila fyrir dansi...ekki ónýtt það!!!


posted by benony 10:52:00 e.h.


{fimmtudagur, júlí 24, 2003}

 
Það voru aldeilis gleðifréttir sem ég vaknaði upp við!!!!

Diljá vinkona komst inn í draumanámið sitt í Hollandi!!!!!!!!! Hún er að fara að læra einhverskonar menningarstjórnun sem hefur eitthvað voðalega flott enskt nafn sem ég kann ekki að nefna. Hún á eftir að vera aðalgellan hérna á Íslandi eftir námið og vinna með öllum celebunum eins og hún gerir reyndar í dag. Ég er rosalega stolt af þér kæra vinkona, þetta er greinilega árið þar sem draumarnir rætast ;)

posted by benony 4:12:00 e.h.


{miðvikudagur, júlí 23, 2003}

 
Afhverju eru óléttar konur svona geislandi???

Ég hef aðeins átt stundir með óléttum stelpum síðustu daga og alltaf finnst mér jafn gaman að vera í kringum þær. Ég held að það sé lífsgleðin og hamingjan sem smiti út frá sér og því finnist mér gaman að vera í kringum þær. Það er einhver geisli sem skín út frá þeim og því verða þær svo fallegar...ég held að konur nái hátindi fegurðleikans þegar þær eru óléttar...það er allavega mín skoðun.. :)

Einnig er mín skoðun að Hulk frostpinnin sé að gera það fyrir mig þessa dagana (eða the hulk eins og kýs að kalla hann). Ég reyndi að vera mjög pen þegar ég var að borða hann en ég var græn "all over". Þegar þessi matarathöfn átti sér stað var ég rétt að fara í vinnuna og tungan mín var GRÆN og varirnar GRÆNAR. Alla leiðina í vinnuna reyndi ég að sjúgja tunguna í áfergju og framleiða nógu mikið munnvatn en þegar ég mætti var ég enn GRÆN. Ekki gott í minni vinnu að mæta með GRÆNAN munn, gæti valdið misskilningi.

posted by benony 9:18:00 f.h.


{laugardagur, júlí 19, 2003}

 
Það hefði verið hressandi að fá að eiga frí í nótt...

Ég var nefnilega stödd í kvöld í grillpartýi heima hjá Arnari góðum félaga mínum og þar voru my best friend Joe,Dóri disco, Gummi Jóhog Ívar og Klara í góðu yfirlæti en svo þurfti ég að beila á nætuvakt...ekki nógu gott. Það er svo gott veður og ég veit að margir sem ég þekki skelltu sér í bæinn í kvöld og máluðu hann í fallegum litum.
Við Andrés létum samt ekki deigan síga og pöntuðum okkur pizzu í nótt og nú er ég að springa...en góð var hún pizzan.

Ég er búin að eiga yndislega daga í allt sumar og þetta stefnir á hraðri leið með að vera besta sumarið mitt síðan ég man eftir mér. Og pælið í það er ekki næstum því búið þannig að ég hlakka til framhaldsins.

Í vikunni skellti ég mér til Grindavíkur til að heimsækja blómarósina hana Evu mína sem glóði af hamingju og fegurð enda er hún að rækta lítið líf inn í sér. Bjartsýnari og lífsglaðari manneskju hef ég aldrei hitt og því er alltaf svo gott að vera í kringum hana. Við vorum báðar sammála því að þessi sólarhringur sem við eyddum saman var yndislegur...alveg fullkominn. Það var enginn æsingur bara rólegheit og við töluðum um allt og ekkert og auðvitað sungum við okkur í gegnum lífið því við erum nú einu sinni söngsystur. Við hjúfruðum okkur í nýja sófann hennar og ég hélt um kúluna hennar til að finna hverja hreyfingu í maganum hennar og horfðum á tvær videospólur. Þó klukkan væri farin að ganga fjögur þegar þær kláruðust þá skelltum við okkur í pottinn sem hún hefur í garðinum hjá sér...ekkert minna sko. Þar sátum við í nokkra stund áður en við lögðumst á koddan og sváfum vært. Þegar við vöknuðum var svo æðislegt veður að það var ekki að ræða annað en að við færum í bikiní og út í sólbað. Þar sem við lágum við pottinn fengum við svo mikið endurkast frá vatninu að við vorum fljótar að fá lit. Reyndar brenndist ég svolítið en það er að jafna sig nú..

Á fimmtudaginn fór ég svo í heimsókn til beggja amma minna, fyrst á Grund og svo í Hagamelin. Amma á Grund var ansi hress þó ansi gleymin hún sé og hin amma mín sem býr enn heima hjá sér skellti okkur mæðgunum út á svalir með kaffi og með því því hún ætlaði að horfa á Leiðarljós...hehehe Mér fannst það voða skondið, en þar sem það var bara eitthvað golfmót í sjónvarpinu var Leiðarljósið ekki sýnt og því kom hún út á svalir til okkar. :)
Um kvöldið fór svo ég, Jói og Hlynur út til að gera eitthvað skemmtilegt og það heppnaðist ansi vel. Við byrjuðum á því að fá okkur bragðaref og fórum svo í göngu í Nauthólsvíkina. Settumst svo á Kaffi Nauthól og fengum okkur öl (malt-öl) ;) Þegar það var búið að loka þar skelltum við okkur á Hverfis til að ná í Birnu sem er kærastan hans Jóa og þar voru Bítlarnir að spila.

Ég er búin að fá nick name hérna í vinnunni sem mér finnst ansi fyndið. Það er "The Sarah" eða "ðö Serah". Strákarnir í vinnunni kalla mig nú ekkert annað því ég fór að spurja þá um "The Hulk" því litli frændi er að plata mig að sjá hana. Þeir spurðu mig þá hvort að ég segði líka "the Matrix" og ég fór eitthvað að rökræða um að það væri skrifað "The" á undan þó svo það væri ekki alltaf sagt.... ég hefði mátt þegja því ég hafði ekki rétt fyrir mér og hef því hlotið nafnbótina "ÐÖ SERAH" ;) Mér finnst það reyndar mjög fyndið.


posted by benony 6:58:00 f.h.


{þriðjudagur, júlí 15, 2003}

 
Það eru sniðug þessi móment þar sem maður staldrar við og hugsar, "váhh, hvað þetta er yndislegt".

Í kvöld átti ég svona stund. Ég veit að þið trúið því ekki en ég sat í STRÆTÓ og horfði út um gluggann þegar ég upplifði hana. Það var bara svo fallegt að horfa á íslenska sólarlagið og Snæfellsnesið blasti við. Það er rosalega fallegt útsýnið yfir borgina séð frá Breiðholtinu og sérstaklega í svona fallegri birtu eins og sólarlagið lýsti upp.

Fyrir aftan mig sátu unglingsstúlkur og röbbuðu saman, ég dett stundum alveg inn í samræður fólks þó það sé ekki ætlun mín. Sérstaklega finnst mér gaman að hlusta á unglingstelpur tala saman. Ég man nefnilega að sjálf talaði ég alveg nákvæmlega eins þannig að það er spurning hvort að það sé eitthvað líffræðilegt við þetta. Partur af kynþroska að segja oft "þúst" og "ég alveg bara". Önnur stelpan var að tilkynna hinni hvað það væri fokking sick erfitt í vinnunni og Binni er alltaf alveg bara, öhh. Gaman af þessu :)

Ég er á næturvakt...svaka stuð auðvitað..ekkert að gera :)
Ég var svo glöð fyrr í kvöld að heyra í Gaxel sem var ótrúlega hress. Við erum að fara saman 5 vinir í púl og eitthvað í vikunni og ég hlakka voða til. Hann var nýkominn frá útlöndum (Vestmannaeyjum), þetta er hans djók.

Ég ætla að halda áfram...ég er mjög upptekin við að bora í nefið ;)

posted by benony 5:19:00 f.h.


{mánudagur, júlí 14, 2003}

 
Yndisleg helgi...

Föstudagskvöldið var tileinkað Helgu Guðný sem átti afmæli. Við hittumst fyrst heima hjá Maj-Britt til að þiggja kokteil eða sprite ;). Þema kvöldsins voru blóm og því vorum við með lifandi blóm í hárinu og í einhverju sem var með blómamunstri. Eftir notalega setu heima hjá Maj-Britt fórum við að borða á Austur-Indíafélaginu og sögðum leigubílstjóranum að fara niður á Austur-Þýskafélagið hahahahahhaha Það var mjög góður matur þarna...svona sterkur og fínn...lagaði alveg kvefið mitt. Mér þótti rosalega sætt þegar Helga tilkynnti okkur að þetta væri besti afmælisdagurinn sinn :) Við ákváðum að fara niður á Kaffibar til að skála fyrir því og hitta Tinnu í leiðinni því hún er að vinna þar og það var rosa gott að sjá hana kerlinguna. Við höfðum nefnilega ekki sést í heilt ár en föttuðum að við værum alveg eins og þá...ekkert breytt, allavega ekki útlitslega. (Auðvitað ekki ;) ) Næst var það Hverfisbarinn og frá honum fór ég út þegar var komin nýr dagur, allt bjart, en það var voða gaman.

Á laugardagskvöldinu fór ég í vinnustaðagrill heima hjá Andrési vinnufélaga. Ég tók eftir hvað vinnufélagar mínir er rosalega aktífir því ég mætti ein með grillkjöt og við Andrés vorum ein að grilla og borða....reyndar stóðum við tvö undir regnhlíf meðan við grilluðum. Svo sátum við heillengi bara að kjafta og svo loksins þegar klukkan var langt gengin í 11 komu gestirnir og það voru engir frá minni deild, bara frá hinum deildunum í geðdeildarbyggingunni og svo utanaðkomandi. Eftir partýið fór ég svo til Diljá og horfði á Notting Hill...voða kósý. :)

Í dag sunnudag, er ég svo búin að eiga yndislegan letidag. Svaf lengi og fór svo í Vesturbæjarlaugina og svo til Silla bróður og Margrétar. Litli krúsinn minn var yndislegur eins og alltaf, ég mátti meira að segja syngja fyrir hann. Þegar ég söng þá horfði hann svo fallega á mig og hjalaði. Hann er nefnilega farin að babla svolítið svona yndisleg hljóð. Mér fannst bara eins og hann væri að syngja með frænku sinni. Silli bróðir lánaði mér svo gamlan síma sem hann er hættur að nota og ég kom við á Select og keypti símkort. JIBBY Ég ætla núna að gefa hann upp og endilega ef þið þekkið mig að skrá hann inn í símann ykkar. Síminn er 662-1249

Jæja, ég ætla að enda þennan helgarpistil á samtali sem ég átti við frænda minn sem er 10 ára.

Sigvaldi: Sara, hvað þýðir eiginlega að vera hreinn sveinn??
Ég:Uhh, það þýðir sko að vera mjög þrifinn maður
S: ha???
É: nei, sko það er svona karl sem hefur aldrei sofið hjá konu, eða sko....ég meina ekki þúst sofa hjá henni heldur þú veist uhh svona eehhh vera með konu. Æ, samt ekki, sko.......
S: Ertu að meina svona maður sem hefur aldrei reynt að eiga barn með konu?
É: JÁHHHHHH, einmitt svoleiðis!!!!!!!!!!

(Börn vinna mann alltaf í svona samtölum :), ég var bara asnaleg)


posted by benony 1:49:00 f.h.


{miðvikudagur, júlí 09, 2003}

 
Sumarbústaðaferðin var fín..

Ég sat í heitapottinum svona 70% af ferðinni og mér líður skringilega í vöðvunum. Ég hef örugglega bara soðnað og kjötið losnað frá beinunum hehe.

Ég komst að í gær að ég á varla lengur lítið systkini. Ég spurði nefnilega litla bróður hvort hann þorði í slag eins og í gamla daga, auðvitað bara gamnislag. Ég er nefnilega 6 árum eldri en hann og vann auðvitað alltaf í þessum slagsmálum en nú er guttinn orðinn 17 og hann gat sko aldeils haldið mér niðri, ég þurfti allt mitt afl til að losna úr greipum hans. Ég barðist um af hæl og hnakka en hann hló bara kvikindið. Já, svona snýst allt við...

Ég skellti mér eftir kvöldvakt á laugardaginn á Hverfisbarinn til að hitta Láru vinkonu. Ég vissi líka að þotuliðið var að koma þangað. Það var snilld þessi stutta stund sem ég var þar enda hálft ár síðan ég kíkti í bæinn á laugardagskvöldi. Við Toggi ræddum viðskiptahugmyndir hans sem ekki má ljóstra upp því einhver gæti stolið þeim, Örn Ingi var mættur ferskur á klakann eftir skólaveru sína í Kaupmannahöfn og nýútskrifaður pabbi. Ég hefði viljað vera aðeins lengur og tala við einn af strákunum sem þarna var en það verður að bíða betri tíma.


posted by benony 4:09:00 e.h.


{þriðjudagur, júlí 08, 2003}

 
Ég er í fríi í dag..

Við fjölskyldan eða hluti af henni erum að fara upp í sumarbústað til Nady systur og hennar fjölskyldu bara svona til að kíkja á þau og tjilla með krúinu. Sigvaldi litli sem er tíu vildi endilega minna alla á að koma með sundföt því þarna er heitur pottur og það væri gott að slaka á þar í góðum fíling. Bjarki kærasti Nady systur hrópaði fyrir aftan "Segðu Söru að koma með bikiní" enda er hann grínmaður mikill. Ég hlakka bara svolítið mikið til því við ætlum að grilla og dansa pólka ef ég fæ einhverju þar um ráðið.

Eftir vinnu í gær, sem var einn af þessum dögum í vinnunni sem ég þurfti að fara heim með herkjum, þá sótti Lára mig heim og við komum við á videoleigu og á Kentucky. Eins og flestir sem þekkja mig vita þá hef ég saknað Kentucky ákaflega mikið of kjúklingaborgarinn sem ég fékk mér olli mér ekki vonbrigðum. Myndin sem við tókum var heldur ekki vonbrigði, þetta var myndin "Catch me if you can" og var rosa góð. Mig langaði ekki að hún myndi hætta því mér fannst hún svo skemmtileg. Ég segi ekki meira um hana ef einhverjir hafa ekki séð hana en ég allavega mæli með henni.

Svo á ég fríhelgi næstu helgi...hvað er planið???

posted by benony 5:29:00 e.h.


{sunnudagur, júlí 06, 2003}

 
Ég er á kvöldvakt og er frekar hress bara þó svo að ég hafi kíkt aðeins á lífið í gærkvöldi...

Frískleikann þakka ég að sjálfsögðu tvennu:
1. Einstöku stöðuglyndi mínu sem kristallast í ævilöngu bindindi.
2. Því hversu frámunalega dásamlegum og huggulegum drengjum ég er með á vakt. Samt finnst mér Tryggvi í það mest tsjokkó. Það er nú annað en hann Andrés sem er náttúrulega bara algjört æði!

Þetta minnir mig bara alltsaman á orð Franks heitins Zappa, "á vorin syngja fuglarnir um bjórtappa."

Amen.

posted by benony 10:14:00 e.h.


{laugardagur, júlí 05, 2003}

 
Gott að vera komin heim..

Dagarnir hafa verið annasamir frá því ég kom heim eins og ég hélt því ég byrjaði að vinna þann fyrsta. Dagarnir fyrir þann fyrsta voru fullskipaðir hjá mér því fólkið mitt var spennt að fá að hitta mig eftir hálfs árs fjarveru. Ég er þó enganveginn búin að hitta alla en ég hyggst gera það á næstu dögum hægt og rólega svo ég geti nú notið veru minnar hér á Íslandi í sumar.

Ég bý hjá mömmu og pabba í Breiðholtinu núna eins og í gamla daga og það er svolítið spes. Ekki það að mamma sé endilega stressuð hvort ég komi heim eða ekki og hvort ég sé í mat, það er bara spes að vera í sama umhverfi aftur eins og hér áður fyrr og vera alltaf að hitta kunningja sem ég hef ekki hitt lengi. (ég var sko flutt úr breiðholtinu og farin að búa löngu áður en ég flutti út) Sérstaklega foreldra gamalla skólafélaga, gamla kennara og fólk sem var alltaf fyrir augunum á mér í æskunni. Strætó er án efa sá staður þar sem maður hittir flesta og hef ég ósjaldan lent á snakki við svona kunningja í strætó.

Svona það helsta sem ég hef gert frá því ég kom heim annað en að vinna:

1) Fór í brúðkaup til systur hennar Láru vinkonu. Brúðkaupið var haldið í Botnsdal í Hvalfirði á hótel Glym. Ég var komin þar til að syngja og söng "Can you feel the love tonight" með Elton John. Ég ákvað ásamt píanóleikaranum um hádegið fyrir brúðkaupið hvaða lag við ætluðum að taka og renndum tvisvar yfir heima hjá pianistanum. Svo héldum við upp í sveit í grenjandi rigningu. Söngurinn tókst ákaflega vel upp og brúðurinn var svo ánægð með þetta og það gladdi mig svo mikið. Ég var mikið spurð að því hve langt ég væri komin í söngskólanum og því hlaut bara að vera að þetta hafi heppnast vel.
Við Lára tókum sving við lög frá diskótekinu ó dollý, fórum svo í bikiníin og fórum í heita pottinn áður en við lögðumst upp í rúm á hótelinu og lékum prinsessur.

2) Fór að sjá litla prinsinn hans Sigvalda bróður og Margrétar sem er enn óskýrður. Hann var svolítið órólegur því hann var með magapínu en mikið rosalega er hann fallegur og yndislegur. Ég tók myndir af yndinu og ætla að geyma vel í tölvunni minni. Silli bróðir bakaði vöfflur handa okkur, ekkert smá myndarlegur og ég át að sjálfsögðu milli þess sem ég horfði hugfangin á fallega frænda minn.

3) Fór að skoða nýju íbúðina hennar Nady systir og Bjarka. Þetta er ekkert smá flott hús og fallegt heimili sem þau eru búin að koma sér upp. Við Sigvaldi litli lékum okkur í badminton í garðinum og "we sucked". Öll snerpan frá því í barnaskóla farin..ég var by the way farin að keppa í þessari grein og það gekk vel en núna þarf ég að endurskoða badminton getu mína betur.

4) Fékk heimboð í musterið hans Joe og við kjöftuðum um allt og ekkert eins og vanalega, alltaf svo gott að ræða málin við hann vin minn. Fékk einnig heimboð til Brynju og Drífu og við sátum og kjöftuðum hjá þeim svolitla stund einnig.

5) Fór að stússast í gær með DJ (Diljá) vinkonu minni, ég þurfti að ná í skattkort og tala við bankann og svona og hún þurfti að stússast líka eitthvað og versla fyrir helgina. Málið er að frekar stór hluti af vinahóp mínum er að fara á Flúðir nú um helgina en ég er að vinna. Mér finnst ég í skringilegu jafnvægi þessa dagana því mér er eiginlega alveg sama þó svo að ég sé skilin eftir í bænum að vinna...
Eftir stússið fórum við á kaffihús ásamt Dóra bró, Maj-Britt og Erni og við sátum á vegamótum og fíluðum okkur og fórum svo heim til Diljá að horfa á video. Horfðum á "The good girl" með Jennifer Aniston, soldið góð sko...en kannski ekki fyrir alla.

Ég er að fíla mig voða vel í vinnunni. Flestir þeir sömu að vinna og voru með mér í fyrra og meira að segja skólafélagi minn úr Hólabrekkuskóla að vinna með mér núna. Þeir voru í skrítnu skapi strákarnir í kvöld. Málið er nefnilega að við eigum að vera í svona sloppum í vinnunni og ég hef nú verið í hvítum og flestir eru það, en í kvöld var breyting á. Einn gaurinn spurði um fatanúmerið mitt og náði í svona ljósbleika sloppi á okkur öll. Við vorum sko fjögur á vakt í kvöld ég og þrír strákar....við vorum svona frekar væmin öll í stíl og sjúklingarnir gerðu mikið grín að okkur. Strákarnir hikuðu ekki við að klæðast þessum lit og voru bara stoltir...feministar kannski. hehe

Þeir sem vilja hitta mig meðan ég er heima mega endilega ýta á mig í síma 557-8558 eða senda mér email á sarabjons@hotmail.com

posted by benony 2:59:00 f.h.
 
Hilsen til Danmerkurfólksins

posted by benony 2:27:00 f.h.

spacer