Lára vinkona mín er ad koma í besøg á morgun til mín og thad verdur bara gaman!!! Hún er fyrsti gesturinn minn frá Íslandi og ætlum vid okkur ad skemmta okkur eins og vid gerum best!!! Heyrst hefur um allt danaveldi ad Lára sé ad koma til landsins og bída strákarnir tilbúnir til ad hneppa stúlkuna og stela hjarta hennar!!! Heyrst hefur ad Viggo nokkur Mortensen sé manna spenntastur!!!!
Annars er allt gott ad frétta...bara voda threytt eftir mikla törn!! Ég er rosalega mikid í verklegri kennslu í thessum vísindum mínum og thad tekur frá okkur alla orku!! Vid fáum samt alltaf köku í biomedicin tímanum enda er hann til klukkan 19:00 og thá tharf eitthvad smá til ad hygge sig med!!!
thid heyrid frá mér fljótt aftur!!! posted by benony 6:20:00 e.h.
laugardagur, febrúar 22, 2003
Afmæli, afmæli afmæli!!!
Þetta eru afmælisbörn dagsins!!! Lára og Dóri bróðir minn....Til hamingju með afmælin bæði tvö, vonandi eigið þið yndislegan dag í dag!!!
Lára er nú orðin 23 ára eins og ég og Dóri bróðir minn á stórafmæli því hann er orðin 25 ára, ekkert minna!! posted by benony 1:56:00 e.h.
föstudagur, febrúar 21, 2003
Hvað er að frétta af sörunni???
Já...ég veit, ég hef verið löt að skrifa fréttir af sjálfum mér...en ykkur er kannski alveg sama hehehe!!! Nei, ég vill halda að fólk sé virkilega að hugsa með sér, jæja hvað segir Sara í fréttum í dag!!?? hehe
Það sem er helst er að ég er að fá nýjan meðleiganda 1 mars. Sanne er sem sagt farin, hún var komin 6 mánuði á leið og var að fara að flytja til kærasta síns sem býr í Hollandi!!!! Ég er smá kvíðin að sjá hver kemur í stað hennar og hugurinn og ímyndunaraflið hefur farið á mikið flug og ég ímyndað mér hvernig þessi einstaklingur verði sem kemur! Ég er svona eiginlega að vona að það sé stelpa og þá helst dönsk svo ég geti æft mig í dönskunni.. en maður veit jú aldrei, gæti alveg eins verið Íslendingur. Kannski bara að Benóný sjálfur mæti með allt sitt hafurtask..jahh, maður spyr sig!!!! En nú er ég allavega ein heima og verð að njóta þess að geta sungið eins og enginn heyri í mér...og njóta þess að setja tónlistina í botn og hoppa og dansa fyrir framan spegilinn!! Ég fékk bréf frá húsvörðunum þar sem þeir voru að láta mig vita að þeir kæmu til að mála og þess háttar næstu daga og ég á að gjöra svo vel að bera ábyrgð á því að allt sé hreint þegar meðleigandinn minn kemur. Ég þarf að skúra allt hátt og lágt, gólf-loft-veggi og skápa! Taka ískápinn, hellurnar og innréttinguna og bara taka sameignina okkar í gegn. Þetta bætist inn í stundarskránna mína....hehe það er frekar mikið að gera hjá mér í næstu viku. En ég lifi af að þrífa smá og það verður líka bara gott loft og þægilegt eftir á!!
Já, eins og ég sagði þá er næsta vika alveg rosaleg hjá mér... Ég er þrisvar í viku í verklegu og þar með á þriðjudögum og miðvikudögum til klukkan 7 í skólanum. Ég þarf að skrifa skýrslu í efnafræði og einnig vinnubók í biomedicin áfanganum og skila dæmum í stærðfræði ásamt því að gera heimavinnuna mína og svo kemur Lára á fimmtudaginn og ég þarf að vera búin að læra allt fyrir þann tíma og svo fer næsta helgi í eitthvað allt annað en lærdóm!!! Ég hlakka bara til að takast á við vikuna þó svo að ég sé ekki að meika þessa verklegu tíma. Ég kemst bara að því að ég vil ekki vera rannsóknarkona þó svo að það sé kannski ansi gaman að vita þetta allt sem við erum að læra en ég gæti ekki hugsað mér að vinna á rannsóknarstofu...ég verð bara þreytt að koma inn á þær!!! Kannski ekki að marka þar sem við erum í tíma frá 2-7 og erum búin að vera í dæmatímum og fyrirlestrum um morguninn þannig að við erum svöng og þreytt. Ok, þetta er kannski ekki slæmt bara þreytandi!!
Það er komin gluggagægir í hverfið mitt!!! Sandra og Jói komu til mín í gær í sjokki eftir að einhver gaur var að hanga á glugganum hjá þeim og hann kom meira að segja tvisvar að glugganum. Frekar scary gaur víst, ég sá hann aldrei þó svo að ég hafi farið í úlpu og farið í hetjuleik að leita að honum!!! Við heyrðum reyndar alltaf í honum en þar sem húsalengjan sem Sandra býr í er í ranghölum og auðvelt að fela sig þá náðum við ekki að tala við hann. Svona eftir á að hyggja þá veit ég ekki hvað ég hefði svo sagt við hann ef ég hefði fundið hann "FOR FANDEN, HVAD LAVER DU??" Hann hefði nú alveg getað stokkið á mig ef ég hefði eitthvað farið að ibba mig held ég. En allavega hjartað mitt sló hratt þegar ég labbaði milli húsa til að elta einhvern mann sem ég sá svo aldrei!!!
Ég þarf ekki að hafa áhyggjur af honum því glugginn minn snýr að göngugötu en ekki inni í svona húsasundi eins og hjá Söndru. Ég fæ bara bank frá gaurum á fylleríum hehe, stundum bara gaman samt!!! :) En annars hefði ég bara fílað að fá svona gluggagægi hehhe segi svona....frekar creepy!!!
en það er föstudagskvöld og ég sit í nördaleik fyrir framan tölvuna og skólabækurnar!!! Þetta er nú ekki hægt ha?? Jú jú, er samt að spá í að taka smá göngutúr í kvöldhúmið hehehe....þið skiljið hvað ég meina!!!! Kannski rekst ég á einhvern sætan gluggagægi...jahh, maður spyr sig!!!!
Ég læt fylgja með mynd sem ég fann á heimasíðu íslendingafélagsins í odense!!! Með þessari mynd ætlaði ég nú samt ekki að sýna sætu strákana heldur er þetta hverfið sem ég á heima í!!! Bara svo þið getið svona ímyndað ykkur mig í réttu umhverfi...eða allavega svona næstum því!!!
Jói, þú ert sætasta stelpa sem ég hef séð.... hehehehehe!! Ég er gjörsamlega búin að liggja í krampakasti yfir myndum af Jóanum syngja sig inn kvöldhúmið í pilsinu sínu og með lokkafljóð!! Þetta er argasta snilld!!!! Það sem er líka skemmtilegt er að við vorum bæði að skipta um kyn á sviði á nákvæmlega sama kvöldinu...hann á Íslandi og ég í Danmörku!! Svolítið magnað.. Jói, má ég kalla þig Jósefínu!! heheheh posted by benony 8:37:00 e.h.
Kannski er ég þreyttust....
...því ég var stanslaust í tímum í 9 tíma í dag og kom heim og þurfti að drífa mig að læra fyrir morgundaginn sem ég náði ekki alveg því það er svo mikið að reikna!!
En hey, ég var að fá rosalega skemmtilegan geisladisk, hann er með bandi sem heitir Saybir!! Þeir eru mjög svona líkir og Coldplay finnst mér og því er ég í essinu mínu. Ég hafði heyrt tvö af þessum lögum en ég hafði ekki hugmynd um að þessir gaurar væru danskir fyrr en núna!!!
Please tell me, why do birds
sing when you are near me
sing when you´re close to me!
They say, that I am fool
for loving you deeply
loving you secretly.
But I crash in my mind
whenever you are near
and I am left blind
just drowning in despair
I am lost in your flame
it´s burning like the sun
and I call out your name
the moment you are gone.
Please tell me, why can´t I
breathe when you are near me
breathe when you are close to me
I know you know I am lost
in loving you deeply
loving you secretly
Hverjum hefur ekki einhverntímann liðið svona eins og í textanum!!! Mér hefur....en það er orðið frekar langt síðan!! Það er líka svo gott þegar maður finnur að maður er laus við þessa tilfinningu ef maður getur ekki fengið hana endurgoldna eða bara fær hana ekki endurgoldna. Þó þessar tilfinningar láti mann vilja standa fram úr rúminu á morgnanna og gera sig sem sætastan ef ske kynni að þessi gæi yrði á vegi manns þann daginn, þá taka þær samt líka of mikla orku og það er svooo gott að vera laus við þær! Ég meina hugsa ekki stanslaust um eina manneskju sem er kannski bara ekkert að hugsa um mann til baka!!! Hver kannast við þetta sem ég var að skrifa!! En allavega flottur texti finnst mér og ég fíla þetta band!!!!
Ég var að tala við Láru og hún minnti mig á að hún er að koma til mín eftir eina viku aðeins!!! Eins gott að ég verði búin að fá lánið mitt!!! Úff, og eins gott að ég verði dugleg að læra næstu daga!!!!! En ég hlakka voða til að sjá kerlinguna mína!!! Gott að fá hana!!
Hann á afmæli í dag hann Jói vinur minn!!! 24 ára orðinn og því erum við ekki jafn gömul lengur...náum því bara í 3 vikur eða tæpan mánuð að vera jafn gömul!!!
Elsku Joe Joe minn, til hamingju með afmælið....kossar og knús frá Danmörku..ég hringi í þig í kvöld :) posted by benony 12:19:00 f.h.
þriðjudagur, febrúar 18, 2003
Ég er búin að vera brosandi allan hringinn.....
....í allan dag og ekki getað einbeitt mér að nokkrum sköpuðum hlut nema hvað var rosalega gaman á laugardagskvöldið!!! Ég er búin að skella nokkrum sinnum upp úr því það var svo mikið rugl sem átti sér stað sem ég get ekki líst hér því það voru svona "had to be there móment". Það mætti halda að ég væri ástfangin svo glöð er ég búin að vera í dag.. en svo er nú ekki :)
En nú kemur lýsing á þorrablótinu...mínu fyrsta og greinilega ekki því síðasta!!!
Stelpurnar sem eru með mér í námi mættu hérna hjá mér klukkan fjögur og við máluðum okkur og gerðum okkur til saman...svaka gellur með tónlist og svona. Rútan kom svo hingað upp á kolligie og þá hófst fjörið strax. Púkinn var kominn inn í mig á því mómenti...þið vitið bullpúkinn þar sem ég geri bara og segi það sem mér dettur í hug og er allskostar ófeimin. Enda skemmti ég mér best þegar púkinn er með mér í för. Það voru lesnar upp klámvísur og sungið og allir voða hressir...gaman því ég þekkti svo marga í rútunni...svona fólk sem ég þekki og þekki ekki...er bara að kynnast þeim smátt og smátt (fyrir FB-inga munið nefndarferðin upp í bústað 1998)
Jæja, eins og þorrablótum sæmir þá var brennivín og hákarl við inngangin og svo var rosa góður matur...hangikjöt og harðfiskur og svona..var ekki nógu góð í að borða súra matinn. Meðan við borðuðum voru skemmtiatriði, m.a karlakórinn rask-kinnar sem eru strákarnir sem búa hérna á Rasmus Rask (eru með kór, ekki slæmt) og svo náttúrulega þetta fræga leikrit sem ég var að leika í þar sem brjóst og typpi komu mikið við sögu!!! Svarthvít og stubbarnir fimm!! Í þessu leikriti léku strákarnir konuhlutverkin og við stelpurnar karlahlutverkin. Ég fór með hlutverk lýtalæknis sem var í því að setja silicon fyllingar í liðið á litlu eyjunni langt norður í Atlantshafi. Leikritið tókst með eindæmum vel og salurinn lá bara í krampa heyrðist mér....en ég held samt að enginn hafi skemmt sér jafn vel og við leikendurnir sjálfir...váhh, hvað ég hló mikið baksviðs þegar ýmislegt var að gerast á sviðinu...svo tókst vel að syngja sem betur fer betur en þegar ég söng í kirkjunni fyrir jól og nú vil ég glöð sýna ykkur heima upptökur af leikritinu og söngnum heheheheh!!! Þetta var nefnilega tekið upp á video og við hittumst nokkur til að horfa á þetta saman í gær í þynnkunni og við gjörsamlega grenjuðum úr hlátri....mér var bara illt!!!
Hljómsveitin Buff voru að spila og mér fannst þeir bara æðislegir!!! Fyndnir og með skemmtileg lög!! Í miðju prógrammi kallar Pétur (jesús pétur) "er Sara hérna í salnum?" "Já, Sara geturðu hjálpað mér með þetta lag?" Ég stökk náttúrulega upp á svið og tók lagið með honum Pétri vini mínum!! "Oh, lord won´t you buy me, a Mercedes Bens" !!! Váhh, hvað það var gaman...kunni ekki einu sinni textann en Pétur kunni hann ekki heldur þannig að við sungum bara fyrsta erindið nokkrum sinnum hehehe kannski ekki nógu gott!!! Held að ég hafi farið þrisvar upp á svið að syngja þetta kvöldið....reyndar held ég ekki neitt hehehe ég veit!!!
Ég dansaði og dansaði við held ég alla lausu strákana á svæðinu og einmitt nokkra lofaða en þetta var líka bara gaman.... Gummi tók upp á því að vera pimp fyrir mig... mætti allt í einu með feitan dana sem hann lofaði að ég myndi dansa við!! Stóð uppi með hann í smá tíma...en mér finnst þetta mjög fyndið eftir á!!!! Eftirminnilegasti dansinn er án efa dansinn við Einar tvinnakefli!! Þetta var svona vangadans og hann hvíslar í eyrað á mér "Sara, þetta er fyrsti dansinn okkar, þetta lag mun alltaf vera lagið okkar"!!! Svo öskruðum við úr hlátri því að lagið var ekkert annað en "Eternal Flame"!!! "Say my name, sunshine through the raaaaiinn"!!! Bara snilld!!!!!
Þegar ég mætti í rútuna aftur þegar ferðinni var heitið heim á leið var sungið fyrir mig, búið að breyta textanum á laginu sem ég söng og hann hljómaði núna "Sara, sýndu okkur brjóstin þín" heheheheh og ég náttúrulega gerði það heheh glætan!!! :)
Svo var auðvitað eftirpartý og þar var bullað og bullað og get ég hlegið mikið af því sem sagt var þar...en ég var komin í bólið klukkan 7 um morguninn, já endingin var fín enda er ég ung!!!
Já, hey kreisígörl ég er búin að kynnast systur þinni. Rosalega fín og viðkunnugleg stelpa hehehe!!! Ykkur hinum að segja kom stúlka upp að mér á ballinu "heitirðu ekki Sara? Ég les síðuna þína á hverjum degi og veit allt um þig!!! Þá hafði einmitt Kreisígörl bent henni á mig því við búum nú báðar hér...en það fyndnasta er að ég hef ekki hitt kreisígörl heheheh mjög gaman að þessu!!! :)
Ég er bara svo glöð því þetta var svo æðisleg helgi....fór líka í bekkjarpartý á föstudagskvöldið sem var mjög fínt...ekkert miðað við þorrablótið samt!!! Kynntist líka svo mörgum íslendingum á ballinu betur og á því fína vini og kunningja núna!!! Allavega get sagt meira en hæ við flesta þegar ég hitti þau næst!!!
Þetta var svo gaman og nú get ég hlakkað til að upplifa svona skemmtilegt kvöld seinna...:)
Ég borgaði leigu og þorrablót í dag þannig að ég er ready....eða svona næstum!!! Ég hlakka bara svo mikið til, samt leiðinlegt að þetta sé núna þegar ég á engan pening..get ekki keypt mér neitt flott til að vera í né litað hárið mitt eða farið í ljós eins og ég var búin að ákveða að gera!!! Sandra vinkona kom samt með lausnina "Sara, þú bara setur á þig húfu og litar þig með skósvertu þá þarftu ekki að lita hárið eða fara í ljós"!!! Ráðagóð er hún vinkona mín :)
Á miðanum er svona danskort og brosti ég nú yfir því...ég hef aldrei farið á ball með danskorti!! Það verður þá kannski til að ég fái að dansa við einhvern af þessum lofuðu gaurum sem verða þarna á ballinu. Nefnilega allir giftir eða lofaðir sem eru að fara og þetta danskort gerir það kannski að verkum að ég sitji ekki einmana og horfi á hina dansa :) eins og ég myndi gera það!!!!!!
Ég var að koma af leiklistaræfingu...ég leik nefnilega í leikriti sem verður sýnt á þorrablótinu!! Það er smá FB fílingur yfir þessu leikriti...allavega er lokalag þar sem allir eru voða kátir og það er sungið og það er ástir og nekt... En ég bara get ekki leikið þetta!!!!! Ég hef bara aldrei fengið aðrar eins setningar!!! "Í guðanna bænum passaðu brjóstin þín" Allar setningar mínar fjalla um brjóst...ég bara hlæ og hlæ og akta unprofessional....:) svo er mótleikarinn minn svo fyndinn...með svo fyndinn svip alltaf eitthvað dansandi fyrir framan mig....ok, þetta mun takast hjá mér!!!!!!!!!!! hhahahhahaaha
Einu hef ég komist að....ef strákar væru með brjóst þá myndu þeir ekki láta þau í friði!!!! Ég hef heyrt þetta áður en sönnuninn er á þessum æfingum!!!!
Nú er Lára búin að panta farið til mín og kemur um hádegið þann 27 feb sem er fimmtudagur!!! Hún er þá sú fyrsta frá Íslandi sem ég fæ í heimsókn og ég barasta hlakka voða til. Við höfum hugsaði okkur að eyða smá tíma í Kaupmannahöfn og svo líka skoða Odense. Mér langar líka voða mikið að sýna henni skólann minn og næturlífið auðvitað!! Einnig gætum við farið í Kringlu Odense og svo bara litið í bæinn!!! Það er margt sem við getum dundað okkur við og það verða örugglega sætir strákar á vegi okkar :) híhíhí Einnig fær hún að prófa eldamennsku mína og prófa að búa í litlu herbergi einu saman og deila klósetti með öðrum en mér auðvitað. Ég veit ekki hvort ég á að treysta henni til að sofa þétt upp við mig í litla rúminu mínu...hún gæti farið að reyna við mig heheheehehe smá djók Lára mín!!!!! Þetta verður stutt stopp og hún fer aftur á sunnudeginum en við nýtum bara tímann vel og gerum þetta skemmtilegt!! Lára, ég hlakka til að sjá þig!! :)
Vissuð þið að síðan mín kemur upp ef þið farið á leit.is og sláið inn læknisfræði í Odense. Fékk nefnilega email frá stelpu sem býr í Árósum og langar að sækja um í læknadeildinni í Odense! Hún sagðist hafa fundið upp á mér með þessum hætti!! Hún var að spyrjast fyrir um skólann og bæjarlífið... bara gaman að því...vonandi get ég eitthvað hjálpað!! posted by benony 12:26:00 f.h.
þriðjudagur, febrúar 11, 2003
Ótrúlega skrítid tímabil hjá mér núna...
Thegar eitt vandamál er yfirstadid tekur alltaf annad vid og thá er bara ad greida úr öllum flækjum og halda áfram. Ég get ekki annad en brosad yfir vandamálum mínum núna thví thetta er allt eitthvad svo vonlaust. :) Thad er allavega hægt ad segja ad ég hafi nád botninum peningalega séd... Thad er ekki enn búid ad setja 4 af einingunum mínum sem ég kláradi fyrir sídustu önn inn í tölvuna og tví fæ ég ekki námslánin mín. Vid stelpurnar fórum upp á skrifstofu í gær og bádum um ad thessu yrdi reddad strax og okkur var lofad thví en vitidi thetta er ekki enn komid inn. Konan var ekki einu sinni á leidinni ad setja thetta inn nema ef vid hefdum ekki komid og svo thurftum vid sjálfar ad senda email á hann Bent sem er tölvukennarinn til ad fá thetta inn. Ég veit ekki hvad ég tharf ad bída lengi....en ég reyni bara ad upplifa thetta sem enn eina thrautina til ad gera mig ad betri og ábyrgari manneskju. Madur á miklu meira skilid ad ná toppnum ef madur hefur upplifad botninn...finnst ykkur ekki????
Mér var bodid í mat í gær til hennar Sólveigar og er thví 3-0 fyrir henni....hún hefur bodid mér 3svar í mat en ég hef aldrei bodid henni. Hún eldadi Lasagna í fyrsta skipti á ævinni sinni og thetta tókst svona líka vel!!!! Strákur sem býr í sömu íbúd og hún var audvitad bodin med og thetta ætladi ad verda frekar vandrædalegt bordhald thví enginn sagdi neitt...ég tók thá bara upp á thví ad segja honum frá thví hvad ég thyrfti ad hjóla langt heimanfrá mér í skólann en fannst thad hallærislegt eftir á en thad skapadist allavega smá umrædur útfrá thessu híhíhí Ég gisti svo heima hjá Sólveigu og vid hjóludum svo saman í skólann. Bara 10 mínútur í skólann frá henni...madur gæti vanist thví.
Fór svo ádan og fékk umsóknareydublödin fyrir læknadeildina og nú hef ég enga afsökun svo ég tharf bara ad byrja ad skrifa....er samt eitthvad smá hrædd vid thad...of miklar tilfinningar tengdar thessari umsókn. Ég held ad ég taki thessu of persónulega ordid...thid vitid öllu thessu læknisfrædidóti...thetta er jú draumurinn minn!!! posted by benony 2:56:00 e.h.
mánudagur, febrúar 10, 2003
Fín helgi...
Føstudagur
Langur dagur í skólanum og fór í fyrsta laboratorietímann. Thad gekk bara vel og ég var ad vinna med Henrik sem er fínn gaur. Malik litli bródir var í essinu sínu thennan tíma og hélt strídninni áfram en hún er komin á annad stig og kannski ekki hægt ad kalla strídni heldur meira bara smá bögg sem er hægt ad hlægja ad. Hann var nefnilega alltaf ad senda mér varir og sleikja út um og flauta á eftir mér og svona vitleysu. Einnig var hann alltaf ad stela frá mér verkfærum og dóti sem ég thurfti ad nota vid gerd tilraunarinnar. Ég hló bara ad thessari vitleysu í honum en ég er ekki alltaf ad nenna thessu hjá honum!!! Ég var svo sofnud klukkan hálf ellefu föstudagskvöldid, geri adrir betur!!!!
Laugardagur
Fór á leiklistaræfingu og thar hló ég svo mikid ad mér var illt. Thad er aldeilis hressandi ad taka svona rokur annad slagid!!! Ekki thad ad leikritid verdi svona vel heppnad og fyndid (okkur finnst thetta samt klikkad fyndid) en thad var bara svo margt yndislega fyndid sem kom tharna upp ur lidinu og vid skemmtum okkur alveg frábærlega. Thad sem ég vill meina er ad ef ad okkur finnst thetta gaman thá finnst áhorfendum thad líka. Ég fer med hlutverk lýtalæknis sem er ansi ljódrænn og tekur upp á thví ad syngja bara svona upp úr thurru. Ef hann syngur ekki thá er hann ad fara med ljód og thá sérstaklega thegar hann tharf ad segja einhvad mikilvægt.
Um kvöldid skapp ég og Bryndís og Gummi á barinn. Thad var svona themakvöld thetta kvöldid, kalladist signalfest!!! Signalinn voru á thessa leid:
Rød = Jeg har.....
Gul = Jeg har men...
Grøn = Bare kom!!!!
Thad er ef ad fólk átti kærasta thá var mæting í raudu, í gulu ef kærast-an/inn var í burtu yfir helgina og thad átti ad fara ad leika sér, og svo grænt fyrir single fólkid. Ad sjálfsögdu mætti ég í raudu....eda bleiku réttara sagt!!!!
Eitt amerískt atridi átti sér stad tharna inni...einn strákur mætti í smóking fötum med græna slaufu og fór upp á svid. Hann hélt á blómvendi og byrjadi ad syngja "It´s a little bit funny, this feeling inside. I´m not one of those who can easally hide......I hope you don´t mind, I hope you don´t mind that I put it down in words: HOW WONDERFUL LIFE IS WHILE YOU´RE IN THE WORLD!!!" Svo stód hann tharna hágrátandi og sæt stelpa stód vid svidid brosandi. Svo fór hún á svidid til hans og thau bara kysstust og grétu og hann söng (var smá falskur en thad var bara sætt :) ). Thegar lagid var búid thá byrjadi hann ad tala. "This is the most beautiful woman in the world....I´ve been the biggest asshole in the world and I was unfaithful to her!" Og hún bara kyssti hann thannig ad hann nádi ad bræda hana greinilega...held ad ég hefdi brádnad :) híhí..svona er madur audveldur. Medan á thessu stód, stód ég uppi á stól og öskradi "YEEEAAAAHHHH" og allir klöppudu!!! Òtrúlega fyndid ad verda vitni ad svona rómantísku atridi í beinni!!!
Sunnudagur
Rólegur dagur...Sólveig sem gisti hjá mér fór snemma og ég fór á leiklistaræfingu og hló jafn mikid og daginn ádur!! Fór svo til Söndru med mat og eldadi ofan í okkur ádur en hún fór á næturvakt!! Læknanemar fá nefnilega vaktir á spítalanum eftir ad hafa tekid námskeid. Thau geta fengid hátt í tólf thúsund íslenskar fyrir hverja næturvakt og thad kemur sér örugglega thvílíkt vel ef madur hefur tíma.
Eins og thid sjáid....barasta fín helgi. posted by benony 10:31:00 f.h.
miðvikudagur, febrúar 05, 2003
Okkur Söndru langar svo að búa saman...
Stelpan sem býr með Söndru vinkonu er að flytja út í lok febrúar og okkur datt í hug að það yrði sniðugt að ég myndi fá að flytja yfir í hennar herbergi svo að við Sandra myndum deila eldhúsi og baði. Það væri svooo gaman því þá væri ég ekki eins mikið ein og það er náttúrulega miklu betra að búa með vinkonu sinni heldur en einhverjum sem maður ekki þekkir! Ég hjólaði því í dag á Kolligieboligselskabet og talaði við konu um hvort ég gæti flutt mig yfir og látið eins og Zerah herbergisfélagi hennar Söndru væri að flytja úr mínu herbergi þannig að það stæði autt fyrir næsta að flytja í. Hún myndi þá fá mína tryggingu og við myndum mála herbergið mitt og hún myndi þá borga málninguna og svo myndi ég flytja í hennar herbergi ómálað. (skiljið þið þetta??) Konan rétti mér þá umsóknareyðublað og sagði að ég gæti sótt um þetta herbergi og ef ég fengi það í gegn þá þyrfti ég að borga 4000 kr (rúmar 40000kr íslenskar) í tryggingu og gera mitt herbergi í stand áður en ég flytti út og það myndi hún líka þurfa að gera. Við gætum ekki svissað á pappírunum eins og ég bæði um heldur yrði þetta allt að gerast undir ströngustu reglum. Svona eru danir það er ekki hægt að redda hlutunum og hugsa um okkur vinkonurnar... nei, pappírar þurfa að vera alveg á hreinu og þetta var of flókið að láta eins og zerah væri að flytja úr mínu herbergi og ég hefði alltaf búið hjá Söndru. Þetta virkar sem ekkert mál...hvað finnst ykkur? Þannig að ég held að ég verði bara hér og Sandra fær nýjan herbergisfélaga..ég hef bara ekki pening til borga öll þessi útgjöld við þennan flutning.
Svo sótti ég um á skrifstofunni að fá útprentað að ég hefði staðist allt á síðustu önn fyrir LÍN og staðfestingu á einingafjölda. Ég fékk svo sent með pósti í dag þessa staðfestingu og það innihélt bara 12 einingar!!! Ég kláraði 16 einingar en það eru einhverjir kennarar ekki búnir að skrá í tölvuna að ég sé búin að standast þetta þannig að ég get ekki fengið lánið mitt strax!! Peningalaus pæja þarf að fara að borga leigu en danska kerfið er svooo hægfara og stoppar allt...en ég er bara ánægð að ég fái pening. (Pollýanna að tala :) )
Ég var boðin í kjulla hjá Sólveigu áðan og það er bara yndislegt. ViðBryndis tókum strætó til hennar og þegar við komum var húsmóðirin sjálf hress og kát í eldhúsinu búin að setja kjullan í ofninn. Við borðuðum svo kjúkling með rauðvínssósu og franskar og salat. Nammi namm... Ég er búin að komast að því að mér finnst svo gaman að borða heita máltíð (kannski því ég geri það sjaldan) en mér verður hugsað til hvað mér fannst leiðinlegt að borða kvöldmat þegar ég var lítil. Fiskur var t.d hinn mesti viðbjóður en nú elska ég fisk. Ég er farin að umla svo mikið þegar ég borða...skrítið. Já, og svo er ég farin að elska sveppi og aspas...er þetta ekki fullorðinsmerki, ég nefnilega hef aldrei getað borðað þetta tvennt!!!
Eftir yndislega máltíð settumst við fyrir framan imbann og horfðum á Temptation Island sem var á sænsk-dönsk-norsku. Alltaf gaman að fylgjast með þessu :) Meðan við horfðum á átum við sveitt súkkulaði og komum með ábendingar hverjum okkur fyndist nú sætastur og hver sætust. Á leiðinni heim í strætó fórum við Bryndís á heitt trúnó, vonandi engir Íslendingar í sama vagni.....
Elsku Súlvæg, takk fyrir yndislegan mat...þú átt alveg inni hjá mér máltíð...ég kannski sýð egg og kem með í skólann á föstudaginn híhíhíhí posted by benony 11:56:00 e.h.
þriðjudagur, febrúar 04, 2003
Lífið að komast í sitt hefðbundna horf...
Dagurinn byrjaði snemma hjá mér í dag og ég tók fram hjólið mitt og hjólaði af stað!! Alveg var ég búin að gleyma hvað það er langt að hjóla í skólann og alveg var ég búin að gleyma hvað ég verð sveitt og girnileg í tíma eftir hjólareiðatúrinn. Fyrir nýja lesendur bendi ég á að ég þarf að hjóla 8 km í skólann á hverjum degi og þar sem ég er á frekar lélegu hjóli og sjálf ekkert brjálað öflug þá er ég í 40 mín að hjóla þetta. Þegar ég settist inn í fyrirlestrasalinn og fór úr úlpunni fannst mér eins og það gufaði upp frá mér....það hefði nú verið fyndið ef það hefði myndast svona mökkur í kringum mig!!! :)
Í fyrsta tímanum klukkan 8 var fyrirlestur um Internetið og heimasíðugerð og svoleiðis. Þetta var nú svo sem ágætt en það er held ég frekar skemmtilegra að sörfa um á netinu sjálfur heldur en að láta prófessorinn sýna þetta allt. Það er ekki eins og maður hafi ekki gert þetta áður!! Prófessorinn var frá Ástralíu og kenndi okkur á dönsku og það er alveg magnað að heyra enskumælandi fólk tala dönsku. Hann var alveg með svona ástralskan hreim að reyna við danska hreiminn og það kom stundum fyndið út en hann stóð sig samt eins og hetja karlinn þó hann sletti svolítið í enskunni!!! Ég hlakka til þegar við förum að læra að gera heimasíðu!! Þá get ég kannski búið til nýja og flotta síðu til að blogga á!
Það var gaman að hitta alla krakkana aftur því það er orðið ansi langt síðan ég sá suma af þessum vinum eða kunningjum mínum. Alveg rúmur mánuður eða jafnvel einn og hálfur mánuður!! Nú byrjar bara harkan aftur og ég er þess fullviss um að ég nái að halda áfram að vera dugleg ef ekki duglegri því það fór ansi mikið púður í að venjast öllu og komast inn í hlutina og stússast í kringum danska kerfið sem er hægfara! Og svo var ég líka alltaf að villast! En nú get ég eytt meiri tíma í að lesa skruddurnar og ég er búin að lofa sjálfri mér að vera dugleg. Fyrsta árs prófin taka á móti mér í júní og það er þá prófað úr öllu námsefni sem hefur verið tekið allt árið og það er í stærðfræði, eðlisfræði og líffræði.
Ég fann geggjað góða námsaðstöðu í skólanum sem er falin niður í einskonar kjallara. Það er lampi og hilla við hvert borð og blóm þarna inni líka. Borðin eru þannig uppröðuð að maður er ekki alltaf að sjá alla sem koma inn og truflast frá þeim. Það er líka stórir gluggar og fallegt útsýni út um þá! Ég sat þarna í smá tíma eftir skóla í dag og las líffræði sem mér finnst reyndar vera skemmtilesning og haldið ekki að ein gellan sem sat þarna hafi farið að hrjóta!!! :) Alveg hátt... ótrúlega þreytt stelpan. Greyið, ég myndi ekki fíla að vera hrjótandi innan um fólk sem er að læra í algjörri þögn!!! hahah, mér fannst þetta smá skondið!
Það var fyrsti skóladagur í dag og ég var bara fegin!! Þegar ég gekk inn í skólann fór ég að velta fyrir mér muninum á fyrsta skóladeginum í haust og svo fyrsta skóladeginum núna. Þeir eru bara mjög svo ólíkir... T.d í dag labbaði ég beint inn á skrifstofu og spurði hvort að umsóknareyðublöðin væru komin fyrir KOT og það gekk líka svona vel að tjá sig og hún skildi mig alveg og ég hana. Í haust hefði ég verið í klukkutíma að leita að skrifstofunni með kortið af skólanum hátt á lofti. Þegar ég hefði loksins fundið skrifstofuna hefði ég spurt með mínum íslenska hreim og ég hefði fengið svipinn sem allir Íslendingar í Danmörku kannast við.
Svo labbaði ég eftir ganginum stóra og ég var alltaf að heilsa fólki, í haust þekkti ég engann. Þegar ég kom inn í matsal leit ég inn til að tékka hvort ég þekkti einhvern og þar sat bekkurinn minn og kallaði á mig að koma. Ég settist niður og fór bara að reyta af mér brandarana og ég er viss um að þau hafi hugsað "Váhh, hvað Sara hefur fengið að RXÐX í fríinu maður!!". Því ég hef alltaf verið svo dul og verð bara þreytt að reyna að skilja og feimin við að tala við þau.
En stærðfræðifyrirlestrar eru ennþá jafnlengi að líða og stæprófessorinn er ennþá jafn mikil dúlla að segja stærðfræðibrandara sem sumir hlægja að... ég reyni að halda hlátrinum til að halda kúlinu...
Ég er búin að eiga afmæli í margar vikur finnst mér. Ég fékk pakka frá Nady systur á föstudaginn og hún gaf mér mjög flottan bol, nammi (kúlusúkk) og myndir að heiman. Það er bara yndislegt að fá sendingu frá Íslandi. Takk Nady, og já, ég fíla bolinn.
Í dag kom svo sending líka... það var bankað hjá mér og einhver kona með þungan pakka stóð fyrir utan. Sagðist vera komin með pakka til mín og bað mig að skrifa undir. Ég sagði bara "Nej, den er ikke for mig"!! Og þá sagði hún "Sara???" Ég kvittaði þá og stóð bara forviða með pakkann því þetta var eitthvað sem ég bjóst ekki við. Diljá var svo yndisleg að senda mér fullt af skemmtilegum blöðum og fréttir frá Íslandi. Æ, það er æði að fá svona surprise. Enda var Bryndíshjá mér og hún var græn af öfund. Allt í einu breyttist andlitið á henni og varð grænt....skil þetta ekki alveg!!!!!
Ég fór í saumaklúbb í gærkvöldi sem að var barasta mjög fínt. Það hittast alltaf íslensku konurnar hér á kolligieinu og borða saman og kjafta um börnin og útsölur. Mér fannst mjög gaman í klúbbnum í gær því nú er ég farin að þekkja konurnar lítið eitt...fyrstu skiptin vissi ég ekkert hver var hvað og hafði ekkert að segja því ekki á ég börn og ekki einu sinni barn. Svo er ég líka eina einhleypa stelpan þarna og fannst mér ég því vera smá út úr. En í gær naut ég kvöldstundarinnar og hló og skemmti mér.
Foreldrar mínir bjuggu á þessu sama og kolligie og ég fyrir rúmum 20 árum síðan og því finnst mér ég upplifa svolítið hvað þau voru að upplifa á þessum árum í gegnum stelpurnar í saumaklúbbnum því það er sama ströggl og svoleiðis í gangi nú og var þá. Þær búa með börnum sínum og manni í íbúðunum hér og það gerðu foreldrar mínir einmitt líka. Ég get ekki líkt mínu lífi við líf foreldra minna þó ég búi á sama stað, því það er annað ströggl sem ég er að fást við og ég er náttúrulega ein hérna. Alveg frá því ég man eftir mér hef ég heyrt sögur frá Danmörku frá þeim og núna fyrst finnst mér ég skilja...
Sólveig kerling sótti mig í saumaklúbbin og ég beilaði ásamt henni yfir í íbúðina (herbergið) mína. Við erum nú ungar og frjálsar og því er ekki hægt að álása okkur fyrir að fá smá púka í okkur á laugardagskveldi, okkur langaði aðeins að kíkja á djammið. Á endanum skruppum við bara á hverfispöbbinn hérna á kolligeinu og vonuðumst til að þar væru einhverjir sem við þekkjum en svo var einmitt ekki. Bara sömu halló útlendingarnir sem eru þarna alltaf. Barstjórinn kom að sjálfsögðu að borðinu okkar og hengdi íslenska fánan á borðið okkar til að merkja okkur. Hann virðist bara gera þetta þegar Íslendingar setjast til borðs þarna. Ég hef ekki séð hann gera þetta hjá öðrum. En sem sagt það var ekkert voðalega gaman og því fórum við um klukkan 2 upp í herbergið mitt. Þar sem Sólveig býr út í rassgati eða réttara sagt þar sem ég bý út í rassgati þá var nú ómögulegt fyrir hana að fara heim til sín svona seint um nótt og því ákváðum við að hún mundi gista hjá mér. Það er nú ekki frásögum færandi en hún varð náttúrulega að gista upp í hjá mér því ekki hef ég auka dýnu. Rúmið mitt er mjótt fyrir mig eina þannig að þið getið ímyndað ykkur hvernig við vorum í nótt. En þetta var bara stuð samt. Frá hálf þrjú til hálf fjögur vorum við á trúnó og frá hálf fjögur til hálf fimm vorum við í svefngalsa hláturskasti. Tárin láku og við hrópuðum inn á milli hlátursrokanna "Bíddu afhverju var þetta fyndið?? " og þegar við loksins hættum að hlægja gátum við ekki munað að hverju við vorum að hlægja!!
Annars gekk vel að sofa fyrir utan smá biltinga inn á milli nefnilega þegar Sólveig var að falla í svefn kipptist hún svo rosalega til að hún dúndraði í mig í leiðinni...og svo um miðja nótt vaknaði ég við að ég fékk spegil í hausinn... *skellihlátur*
Um klukkan 8 vöknuðum við og Sólveig sagði "Sara, ég dreymdi að þú værir að hössla!". Þá umlaði ég eitthvað, "Nú hver var það?" "Einhver Ingólfur" tautaði hún þá! Rétt áður en ég byrjaði að hrjóta aftur þá sagði ég "Já, hann, nei hann er á föstu". (Eins og það sé bara einn Ingólfur í heiminum) Ekkert smá súrar gellur. :)
Já, þessi nótt var snilld þó meðtalin séu höfuðhögg, nálardofi og sinadráttur (betra en engin dráttur hí hí )
Skólinn byrjar á morgun og ég er fegin en samt líka kvíðin....
Jibbý... Eins og sést efst uppi í vinstra horni síðunnar minnar er ég búin að setja nokkrar myndir inn. Þetta eru nú kannski ekki merkilegar myndir og sýna kannski ekki mikið Danmörku en þarna eru myndir af fólki sem ég skrifa oft um og því getið þið fengið mynd í hausinn af þessu fólki :) Ég ætla að reyna að vera duglegri að taka myndir á þessari önn. Vantar samt betri myndavél...nota alltaf bara einnota vélar!! Njótið vel gott fólk!! posted by benony 4:04:00 e.h.
laugardagur, febrúar 01, 2003
Maður eða kona??
Ég glápi voðalega mikið á fólk sem ég er ekki viss með hvort að sé kona eða maður. Hvernig er það samt hægt?? Ég var nefnilega í strætó um daginn og það kom inn þessi manneskja með stóran krakkaskara. Ég lít á manneskjuna og það fyrsta sem mér datt í hug var þetta er karl, held ég! Svo fór hún að tala og það var svona kellurödd og þá lít ég forviða á hana aftur og ákveð að þetta sé kona. Mér verður svo litið á hendurnar og þær eru þykkar eins og á karlmanni þannig að ég var á báðum áttum. Hvaða karlmaður er með svona rödd?? Svo var hann svo rosalega blíður við börnin og brosti við þeim....ég held samt að þetta hafi verið karl!!!
Þegar ég var að vinna í Loftkastalanum kom alltaf kona sem leit alveg út eins og karl á sýningar...sko hún var með brjóst og konuvöxt en samt alltaf í karlafötum og ég ákvað með mér að hún væri rútubílstjóri.... Diljá eða Jói muniði eftir henni??
Svo var ég upp í skóla um daginn og sá þá karlmann koma gangandi... hann var greinilega karl en hann var með risa Júllur og ég er ekki að djóka. Meira að segja síðar júllur sem hoppuðu upp og niður meðan hann gekk eftir ganginum. Ég bara glápti...ég hef aldrei séð mann með júllur. Þetta var nefnilega ekki fitubrjóst eins og sumir strákar eru með því hann var ekkert feitur, þetta voru svona síðar hoppandi!!!
úpps, ég vona að ég sé ekki að hljóma dónaleg gagnvart þessu fólki!! Ég er bara að hugsa upphátt...það er samt gott að fólk er fjölbreytt og að það sé engin eins. posted by benony 7:25:00 e.h.