be Rauðhærði útlendingurinn

online

{Rauðhærði útlendingurinn } spacer
spacer

This page is powered by Blogger. Is yours?

spacer
powered by blogger

Íslendingar

Ásdís frænka
Bendt
Danni
Disco Dóri
Dísa skvísa
DJ Diljá
Eiríkur
Guðjón
Gummi Jóh
Gunna frænka
HÁS
Hlynur
Ívar
Jóinn
Kolla
Kreisígörl
Lára babe
Lukka
Maj-Britt
Ziggy
Vigdís
Örn Ingi og Elín

Danir

Ásta
Bryndís
Davíð
Elva
Freyja
Gummi
Gunnhildur
Gunni
Harpa og Elvar
Heiðdís
Helena
Hjördís
Katla
Kolla
Margrét Lára
Ragnheiður
Sigurrós
Sólveig

Daglegir linkar fyrir mig

Skólinn minn
FÍLÓ
FÍLD
FADL
medicalstudent.dk
doctor.is
Odense


{miðvikudagur, október 30, 2002}

 
Hvert sem ég fer, hvar sem ég er, hvort sem ég dvelst þar eða hér, heldur hugur minn til....hugur minn til, hjá þér já, hjá þér!!

Ef ég ætti, fleiri stundir fleiri mínútur, fleiri ooorð fleiri nætur fyrir þig...

Eins og þið sjáið er ég að hlusta á Sálina hans Jóns míns....fékk lánaðan diskinn hjá Snorra vini mínum og er í einhverri fortíðarþrá.
Minnir mig alltaf á skólaböll þegar ég hlusta á þá og er að rifja upp skemmtileg atvik.

Passið ykkur bara....var að elda mér pastarétt...hahaha svona er maður að verða duglegur.. Single framgella sem eldar líka!!! :)

posted by benony 7:37:00 e.h.


{þriðjudagur, október 29, 2002}

 
Jóðldagur!!

Í dag var dagur hvíta sloppsins og jóðlsins því að það var verklegur tími í efnafræði. Við Elin norska vorum rosa duglegar að finna frostmarkið á CaCl2..hahah má ég ekki koma með umræður um það sem ég er að læra....verð ég þá óvinsæl. Ég gæti sagt ykkur spennandi hluti um leyndardóma efnafræðinnar. En að öllu gríni slepptu þá náðum við Elin mjög vel saman og gerðum mikið grín okkar á milli að kennaranum okkar sem við þurftum að elta fram og tilbaka um stofuna til að fá hjálp. Hann er nefnilega eins og jólasveinn ef hann væri með hvítt skegg og nefið hans er risastórt, rautt, þrútið og æðabert. Ef hann væri ekki svona feitur héldi ég að hann hefði ofvirkan skjaldkirtil því augun standa svo langt út og hann starir svo. Svo vissi hann aldrei svarið við spurningum okkar þannig að okkur fannst hann soldið sniðugur karl....eða þið vitið.

Annars er lítið að frétta...var búin í skólanum klukkan sex og hjólaði heim í myrkrinu....soldið kósý að hjóla svona í myrkrinu, ég fer alltaf að hugsa svo mikið þegar ég hjóla svona....reyndar truflaði einhver karl hugrenningar mínar til að segja mér að stýrið á hjólinu mínu sneri öfugt hahahhaa. Ég sagði bara "Tak" og hló inni í mér því það getur vel verið að það sé öfugt....fannst fyndið að hann væri að ómaka sig yfir því.

Sanne, herbergisfélagi minn er komin heim eftir 2 vikna fjarveru. Ég var farin að fíla mig hér með tónlistina í botn og stripplast eftir sturtu og svona eins og maður gerir heima hjá sér en nú þarf ég að passa mig soldið. Hún er samt mjög fín og við náum að gantast soldið saman. Ég var að komast að svolítið fyndnu. Það er alltaf strákur að hringja í hana og hann hefur hringt svo oft að hann segir alltaf "Hej, Sara" eins og ég eigi að þekkja hann. En hann talar alltaf við mig ensku og ég verð bara fúl og svara á dönsku..vildi ekki tala ensku við hann þó ég væri útlendingur. Sumir nefnilega tala við mig á ensku þegar þeir heyra að ég sé ekki dönsk. Áðan þegar hann hringdi þá var Sanne loksins heima og ég rétti henni símann. Þá byrjar hún að tala við hann ENSKU....gaurinn er enskur....ég er algjör vitleysingur. Ég hélt að hann væri danskur að tala við mig ensku því ég væri útlendingur. :)


posted by benony 10:53:00 e.h.


{mánudagur, október 28, 2002}

 
Tíminn færðist tilbaka

Nú er erum við í Danmörku bara klukkutíma á undan Íslandi því klukkan varð tvisvar 23:00 á laugardagskvöldið. Mér finnst þetta alveg stórfurðulegt hvers vegna tíminn færist svona tilbaka. Ég fékk því að sofa klukkutíma lengur í morgun sem er alltaf vinsælt í minni dagskrá. Reyndar mætti ég klukkan 8 (hefði verið kl 9 á fös) í morgun þó svo að eðlisfræðitími byrjaði ekki fyrr en klukkan 9 en það var ekki vegna þess að ég ruglaðist. Ástæðan var einfaldlega sú að ég gisti hjá Söndru vinkonu í nótt og hún átti að mæta klukkan 8 og við fórum samfó. Ég hafði þá líka tíma til að fara aðeins betur yfir dæmin sem átti að taka í tímanum.

Í gærkvöldi var okkur vinkonunum boðið í mat til Snorra félaga okkar sem er í læknisfræðinni hér. Hann eldaði fyrir okkur kjulla og þetta tókst líka svona vel hjá honum og við alveg hökkuðum í okkur. Það var svo komið brjálað veður þegar við hjóluðum heim. Við vorum með rosa vind á móti okkur og fukum næstum afturábak. En kraftajötnarnir komust á leiðarenda. Þið ættuð að finna lærin á mér, þau eru ekkert smá hörð. :)

Eitt af því hallærislegasta sem ég veit er þegar strákar eru að slást á djamminu. Reyndar skil ég ekki hvernig fólk getur barið aðra manneskju. Þó svo ég hafi barið Dóra bróður minn þá var ég bara lítil og hann var hvort sem er alltaf að berja mig. En þetta eru fullorðnir menn sem eru að berja hvern annan, ég skil þetta ekki!!! "Varstu að kalla mig aumingja!!" Svo svo vaða þeir í hvorn annan og fnæsa einhvernveginn í öllum látunum. Og svo koma vinirnir til að skilja að og hrópa "Rólegur maður"! Þessir vinir eru að fíla sig alveg í botn líka að vera svona hetjur og redda málunum. Þetta er alltaf eins og alltaf eins skrítið! Fólk barið í mauk vegna þess að það rak sig óvart utan í viðkomandi eða einhvað annað jafn lítilfjörlegt. Er einhver sem skilur þetta?? Endilega látið mig vita, því ég er forvitin!!

Ég var að koma af kóræfingu og er því mjög glöð...ég nærist alveg á því að syngja svona með sálinni eins og við gerum í kórnum. Ég tók einsönginn minn sem ég hef verið að æfa heima og það gekk ágætlega. Það er svo flott þegar kórinn tekur undir hjá mér...ég vildi að þið gætuð heyrt í okkur! Ég átti að standa fyrir framan kórinn þegar við æfðum þetta lag og það er mjög fyndið að sjá framan í fólk sem er að fíla sig og syngja af lífi og sál. Æ, þetta er svo gaman!! Við eigum að syngja 13 nóv í messukaffi og svo 15 des í jólamessu!! Kannski verða einhverjir njósnarar þar sem munu uppgötva mig ....í fréttunum á Íslandi verður sagt: "Hún Sara OKKAR er að koma heim til Íslands" Smá draumaheimur :) Getur maður ekki verið læknir sem gefur út geisladisk?!!! Ég læt mér nægja að syngja í öllum brúðkaupunum!!! Er pöntuð hjá HÁS vinkonum mínum en þær eru allar handónýtar að festa sig...nema Maj-Britt.

Við Sandra fengum tilboð hjá Lindekolligie en við fórum í dag til að neita því það er alveg við lestarstöðina og alveg niðri í bæ og því er svo mikill hávaði frá fólkinu, lestunum og bílunum. Á skrifstofunni á Kolligieboligselskabet tók á móti okkur mjög svo fúl kona og fór að skamma okkur afþví við værum að neita þessu. Ég útskýrði fyrir henni að við hefðum heyrt að þetta væri ekki nógu gott og því vildum við frekar bíða eftir einhverju sem við værum ánægðar með til þess að vera ekki sífellt að skipta um stað. Þá hnussaði hún bara og sneri upp á sig. Alveg ótrúlegt hvað fólk er ánægt í vinnunni!! Þannig að við bíðum enn!!

Það er eitt spennandi að gerast. Við Sandra eigum pantað hjá spámanni á fimmtudagskvöldið. Guðný konan hans Sveinbjörns frænda mælti með honum því hún er nýbúin að vera hjá honum og hann sagði alveg ótrúlegustu hluti við hana sem að standast og henni fannst líka gott að tala við hann. Mér finnst aðalega sport að vera fara til spámanns í fyrsta skiptið hér í Danmörku eftir aðeins 2 mánaða dvöl. Ætli ég skilji nokkuð hvað hann segi...það hlýtur að reddast. Líf mitt er í mikilli óvissu því ég veit í rauninni ekkert hvað verður eftir eitt ár...verð ég hér eða heima eða kannski einhversstaðar enn lengra í burtu?? Ég ætlast ekkert til að hann hafi svörin á þessu en það er samt gott að tala um þessa hluti. Ég veit allavega að ég kýli hann kaldan ef hann fer einhvað að segja mér að róast og gefast upp á strögglinu. Ég er búin að leggja of mikið á mig til þess. (Ég fór að tala um að kýla karlinn kaldan...bíddu var ég ekki að velta fyrir mér slagsmálum hér áðan, ég er ekkert betri) En ég ætla ekki að lifa eftir því sem hann segir...bara spennandi hvað hann segir og kannski sér hann Benóný!!

posted by benony 6:31:00 e.h.


{laugardagur, október 26, 2002}

 
Winslovparken

Ég er búin að sitja í allan dag á Winslovparken og læra. Þetta er aðstaða fyrir læknanema og sjúkraþjálfara og svo framvegis. Ég fór með Söndru og við vorum voða duglegar. Heiðdís kom svo líka og við alveg lærðum og lærðum. Það var allt morandi í fallegum karlmönnum þarna, þeir hættu ekki að streyma inn...alveg ótrúlegt. Það eru greinilega margir ungir og sætir læknar á leiðinni að útskrifast.

Við Sandra ákváðum svo að taka okkur pásu og fara í ræktina. Ræktin er sem sagt líka þarna á sjúkrahúsinu bara í annarri byggingu og það er hægt að lyfta þar og hlaupa fyrir 100 kr á mánuði sem er um 1200 kall íslenskar. Okkur Íslendingunum finnst þetta bara alveg gefið því það er svo mikið okur á þessu heima eins og svo mörgu. Reyndar borgaði ég ekki neitt því að það var enginn þarna til að taka við peningum. Þarna hittum við Gauta sem er komin eitthvað áleiðis í læknisfræðinni og er soldið þekktur því hann fékk 13 í anatomyunni. Þeir sem hafa litið í anatomyubækur ættu að vita að það er næstum því ógerlegt að muna þetta allt. Þetta eru öll bein líkamans sem og vöðvar, æðar, taugar og innyfli osfrv. Það er ekki hægt að fá hærra en 13 þannig að hann kann þetta 100%. 13 er eins og 10+ + heima. En hann sannaði það fyrir heiminum að það er hægt að muna þetta allt 100%. Ekki nóg með það að hann er klár á bókina þá er hann alveg yndislegur og er mjög mikið umhugað um að við nýnemarnir séum að spjara okkur hér í Mörkinni. Hann er eins og stóri bróðir okkar.

Annars var ég að koma af djamminu og klukkan mjög margt. Ég fór í læknapartý með stelpunum á kolligie sem er við hliðina á skólanum. Það var mjög gaman,
ég dansaði upp á borðum þannig að þið sjáið að það var gaman. Þið haldið kannski að ég sé að falla í svaðið því ég er orðin svona líka rosalega athyglissjúk...en ég er ekki byrjuð að drekka og er enn alltof skynsöm. Stundum vildi ég að ég væri ekki svona skynsöm en ég er bara svona. En ég veit að það er hallærislegt að vera einhvað að dansa upp á borðum í partýum því mér finnst það oft glatað þegar ég sé aðra gera svona þegar ég er kannski ekki í stuði. En á maður ekki bara að skemmta sér. Jú jú segjum það. Það er mjög fyndið en dönsku strákarnir með Söndru í bekk eru allt í einu komnir með sama húmor og við.. þ.e svona kúka og ostapjöllu húmor. Þeir hlógu mikið að okkur og voru svo alltaf að skjóta inn í líka. Ég dansaði líka alveg brjálað á gólfinu hahaha, en mér finnst mjög gaman að hér úti er svo mikið dansað svona samkvæmisdansa. Þegar strákar bjóða stelpu upp er ekki bara dillað sér á móti hvort öðru heldur er tekið Sving...og snúningar og fleira. Þetta finnst mér voða gaman og er orðin alveg þraulæfð eftir þennan tíma sem ég er búin að vera hér.

Já, og svo var strákur að reyna við mig... eða kannski ekki reyna við mig bara tala við mig þarna í partýinu og hann sagði að ég talaði rosalega góða dönsku. Hann trúði ekki að ég væri bara búin að vera hér í 2 mánuði. Ég var rosa ánægð og naut þess að tala því það er mjög gaman að tala dönsku en ég fæ bara svo sjaldan að æfa mig því allir vinir mínir hér eru íslenskir. En ef maður talar með nógu ýktum dönskum hreim þá skilja þeir allt. Maður á aldrei að segja RRRR, annaðhvort sleppa því eða segja GGGGG. Og svo á maður að setja sterka áherslu á sérhljóðana...þ.e suma. A er svo líka sagt sem E, því annars skilja þeir mann bara alls ekki.

Ég hjólaði svo ein heim í nóttinni og ég var líka alveg lafhrædd....ég vona að mamma lesi þetta ekki því þá fær hún áhyggjur af mér. Þetta er mikil glæpaborg og ein stelpa að hjóla um nótt í myrkrinu er auðvelt skotmark fyrir nauðgara eða morðingja eða ræningja. Ég reyndi bara að hjóla hratt og stoppaði ekki neitt og ég komst heil að höldnu heim og er að fara að sofa núna eftir velheppnaðan dag.

Ég elska að vera hérna.

posted by benony 9:37:00 e.h.


{föstudagur, október 25, 2002}

 
Ég er að fara að sofa þó fyrr hefði verið! Þessi dagur er búin að vera strangur en ég fíla samt svona daga því þeir krefjast svo mikils af mér og í þessum aðstæðum læri ég mest og þroskast mest. En það er samt alltaf stund milli stríða og er ég búin að öskra úr hlátri yfir því hvað ég, Bryndis
og
Sólveig
erum búnar að vera fyndnar í dag. Mig langar svo að segja ykkur brandarann en hann er soldið dónó og það væri hægt að hafa hann gegn mér ef ég býð mig fram sem forseta einhverntíma. Ég er búin að vera að hlægja í allan dag (ég get hlegið lengi að bröndurum, eins og þið, Brynja og Drífa :) ) Ég stóð í röð ein og sprakk allt í einu því ég fór að hugsa um það sem við stelpurnar vorum að tala um og konan fyrir framan mig leit illum augum á mig því hún hélt náttúrulega að ég væri að hlægja að henni. En endilega látið mig vita ef ykkur langar að vita hvað var svona fyndið. :)

posted by benony 12:31:00 f.h.


{fimmtudagur, október 24, 2002}

 
Nú fóru Danirnir alveg með það....

Hvað haldiði að ég hafi séð í Bilka áðan?? Það er komið Juleland þar og jólaskreytingarnar láta ekki á sér kræla. Ég er nýhætt að fara í pilsi í skólann vegna sumarhitans og jólaskreytingarnar eru komnar upp. Ég er ekki að fíla þetta!! Þar sem ég er mikið jólabarn finnst mér svona nokkuð alveg eyðileggja fyrir mér stemmninguna þegar jólin svo loksins koma. Það eru líka auglýsingar út um allt þar sem verið er að auglýsa Julefrokost!! Er þetta nokkuð svona heima á Íslandi?? Reyndar hef ég heyrt að Danir byrja fyrr en taka líka skreytingarnar strax eftir jól og setja svo áramótskraut í staðinn svo er enginn þrettándi eða svoleiðis. Mér finnst betra að hafa þetta eins og heima. Heima er best!

Eins og sjá má þá er hefur nýjung bæst við bloggsíðuna þ.e svona "Segðu einhvað sniðugt" kassi. Ég setti þetta upp til að fá svona einhver viðbrögð svo ég sé ekki að skrifa bara út í loftið og svo líka til að sjá hverjir eru að skoða síðuna. Endilega látið heyra í ykkur, mér finnst það svo gaman.

posted by benony 7:48:00 e.h.


{miðvikudagur, október 23, 2002}

 
Algjörir nördar

Ég er búin að vera reikna eðlisfræði í dag og hef svo kveikt á msn-inu á meðan. Bryndís
var þá á msn-inu líka og átti ég þá það skemmtilegasta msn samtal sem ég hef á ævinni átt. Við fórum nefnilega að rökræða eðlisfræðidæmi og vorum alveg komnar í ham. "En bíddu það er verið að spurja um í lóðréttri stöðu", "en radíusinn??" "ég finn þá bara vinkelhastighed með því að deila hastighed með radíusnum", "Afhverju færðu 20 m/s???!!!!!!!" Svona voru þetta spennandi samræður....enda fékk ég hláturskast þegar við vorum búnar að komast að niðurstöðu með þetta. Váhh, hvað við erum glataðar... enda sagði Bryndís að Gummi kærastinn hennar hafi litið á skjáinn hjá henni og hrisst hausinn. hahaha

posted by benony 8:50:00 e.h.
 
Haust

Það er greinilega farið að hausta hér í Odense. Í morgun þegar ég var að hjóla í skólann hjólaði ég eins og á blómahafi því laufin á trjánum hafa fallið í allskonar litum á stígana. Þetta er mjög fallegt því þetta er svo mikið... Kuldinn lætur sig heldur ekki vanta og ég gleðst mjög yfir kápunni sem ég keypti hér. Sumir segja samt að ég sé eins og flugmennirnir voru í gamla daga í henni.

Ég vil óska Erni Inga og Elínu
innilega til hamingju með gullið sem er inni í mallanum hennar Elínar. Ég man eftir samtali sem ég átti við strákana fyrir þremur árum og þá var verið að spá í hver af strákunum yrði fyrstur....nú er svarið komið :) Váhh, ég fæ alveg gæsahúð þegar ég hugsa um þetta.

Ég vil leiðrétta þann stóra miskilning sem virðist svífa yfir að ég sé í læknisfræði. Ég er nefnilega ekki að læra læknisfræði (því miður) heldur er ég í námi sem kallast Naturvidenskab og er einskonar náttúrufræði. Ég er í þessu námi til að eiga meiri möguleika til að komast inn í læknanámið á næsta ári, og það verður bara að bíða og sjá hvernig það mun fara. Ég hef nefnilega fengið svo mörg bréf þar sem fólk er að spyrja mig um læknanámið mitt og hvort ég sé að kryfja osfrv. Þið verðið bara að hugsa sterkt til mín og við verðum að vona að þetta fari allt vel.

posted by benony 4:38:00 e.h.
 
Laboratorie dauðans

Verkleg kennsla hófst hjá mér í dag og ég var ekki komin með félaga til að vinna með í stærðfræðifyrirlestrinum. Ég var eitthvað að spyrjast fyrir um hvort einhver væri laus til að vinna með mér en allir voru komnir með "partner" og ég var svo hrædd um að ég þyrfti að vinna með "gamla" karlinum sem við íslensku stelpurnar köllum Jón Baldvin Hannibals. Mér leið eins og ég væri valin síðust í liðið eins og í fótbolta í grunnskóla, muniði?? En rétt í þann mund sem ég er að kvarta í íslensku krakkana sem eru í sama námi og ég að ég sé bara ein þá kemur Elin til mín sem er norsk og er með mér í bekk og spyr mig hvort ég sé laus "til laboratorieövelserne". Ég segi alveg eitt bros.. "Skal vi være sammen??" Þá sagði hún "ja". Þá var ég svo ánægð að ég faðmaði hana alveg fast....ég veit ekki alveg hvað ég var að pæla á þeirri stundu hahaha en við krakkarnir hlógum mikið þegar hún var farin!!! Klikkað despó gella... ég hefði eins getað sagt "takk fyrir að vera memm". Við höfum nefnilega ekki talað neitt saman, ég og Elin því hún talar dönskuna með norskum hreim og það hefur alveg ruglað mig í ríminu þegar við höfum reynt að tala saman. Og svo er ég náttúrulega ekki alveg með mikinn orðaforða þannig við höfum allavega ekki talað djúpt saman en ég þaut í fangið á henni og ég held að henni hafi verið svolítið hverft við þarna inni í miðjum sal u45. hahah, nei nei bara fyndið.

Þá fékk ég að nota hvíta sloppinn minn en þetta er bara efnafræðisloppur ekki alvöru lækna....ég er samt stundum að þykjast hérna heima...fara í sloppinn og fara í læknisleik...úpps skrifaði ég þetta :)

Talandi um tungumál þá get ég ekki annað en hlegið stundum að mér! Norðmenn þeir syngja einhvernveginn eða jóðla svona....jolirí jollirí jolllirí... eru kannski að segja einhvað létt eins og "Du skal tage den her" en það verður einhvernveginn "Duuuu skal taaage den heeer". Æ, þið vitið. Í dag stóð ég mig að því þegar ég var að tala við Elinu að ég var komin með norskan hreim.... fór allt í einu að jóðla líka. Hún tók sem betur fer ekkert eftir því...fannst það kannski bara eðlilegt. En ég trúði ekki að þetta væri mín rödd að tala haha. Vildi að ég næði danska hreiminum svona fljótt.

Annars náði ég ágætum kontakt við bekkjarfélaga mína í dag. Ég fór að útskýra fyrir Pejman stærðfræðidæmi. Hann er frá Íran og var minn besti félagi þegar skólinn var að byrja...hann var svo góður við mig fyrst en svo hættum við allt í einu að tala saman. Það er mjög erfitt að útskýra á dönsku en ég fékk ágæta æfingu. Hann sagði "We can talk english if you like" en ég sagði bara "NEJ". Ég þoli ekki þegar það er byrjað að tala ensku við mig því það væri svo auðvelt....ef ég tala bara ensku fæ ég enga æfingu í dönskunni þannig að ég hef aldrei byrjað á því. Svo er strákur með mér í bekk sem mig langar stundum til að grípa hálstak utan um og kreista fast... Hann er nefnilega alltaf að stríða mér. Það er eins og ég sé lítill krakki að klaga núna :) en þetta fer virkilega í taugarnar á mér. Alltaf þegar ég ætla að setjast framarlega segir hann að ég eigi bara að sitjast aftast því það sé staðurinn fyrir mig. Svo hefur hann spurt mig hvort mér gangi nokkuð vel í skólanum "Fordi du ser sa dum ud" (mesta móðgun sem ég hef á ævinni fengið). Í dag var hann alltaf að banda hendinni í áttini til mín og fussa svona eins og hann vildi ekki hafa þennan óþverra nálægt sér. Ég skil ekki hvað er að þessum gaur...hann fer alveg í mínar fínustu taugar. Það versta er að ég held að hann sé þremur árum yngri en ég (voða mikill munur haha) þannig að hvernig vogar hann sér að láta svona við gömlu konuna. Á ekki að koma fram við eldra fólk af virðingu. En ég skil ekki hvað þetta er hjá honum því ég sat svo við hlið hans í fyrirlestri í dag og hann var að útskýra fyrir mér danskt orð sem stóð á töflunni og ég skildi ekki. Svo var hann líka alltaf að tékka hvort ég næði að fylgja með kennaranum og hvort hann gæti sagt mér einhvað. Hann er kannski ekki alslæmur en ég er allavega hætt að hlægja þegar hann byrjar með sinn aulahúmor.

Þegar ég kom heim í dag mjög svo þreytt eftir 10 tíma veru í skólanum var mér boðið í köku heim til Bryndisar og Gumma
...takk fyrir mig!! Við horfðum á Friends á norsku stöðinni...það var þátturinn þar sem Brad Pitt kemur í Thanksgiving dinner. Old news fyrir íslendinga.

posted by benony 12:47:00 f.h.


{þriðjudagur, október 22, 2002}

 
Fyrsti dagur eftir frí

Ég var ánægð með daginn í dag. ÉG var svo skipulögð og náði að gera allt sem ég þurfti að gera. Var í skólanum frá 9-14 og fór svo í sund með Söndru og Ásu. Sundlaugin er í skólanum okkar og þetta er engin smá laug. Við bjuggumst við einhverri hallærislegri en hún var bara mjög flott og djúp. Þar sem við erum nemendur í skólanum þá fáum við frítt í laugina og það væri sterkur leikur hjá mér að taka sundspretti fyrir eða eftir kennslu. Váhh, hvað ég væri dugleg þá en það kemur í ljós. Laugarnar eru lítið sem ekkert hitaðar því vatn og hiti er svo dýrt hér í Danmörku þannig að við vorum búnar að ímynda okkur að við myndum frjósa í hel en hún var samt fín...soldið köld samt. Eftir sund fór ég í ódýrustu matvörubúðina sem heitir "Aldi". Frekar sjabbí búð svona og lítið úrval en samt alveg langódýrust. Ég keypti stóran poka fullan af mat fyrir 84 kr danskar sem er eins og 1000 kr íslenskar. Það finnst mér ekki mikið þar sem þessi matur mun endast mér alla vikuna, allavega fram að helgi.

Ég náði líka að klára það sem ég ætlaði að læra í dag áður en ég fór á kóræfingu. Ég elska þennan kór sem ég er í. Kórstjórinn er líka alveg magnaður. Hann hefur svo mikla útgeislun og syngur eins og engill. Hann tekur í höndina á öllum áður en æfingin hefst og svo er hann alltaf að segja okkur sögur sem hafa boðskap. Alveg frábær. Hann bað mig að syngja eitt lagið ein þ.e.a.s þá syng ég erindin ein og svo tekur kórinn undir í viðlaginu. Ég var mjög ánægð með þetta. Ég á að æfa mig heima fyrir næstu æfingu. Svo erum við að fara syngja út um allan bæ og það verður eitthvað.

posted by benony 12:25:00 f.h.


{sunnudagur, október 20, 2002}

 
Var að kveðja ömmu, Bínu og Sigga! Ég þoli ekki kveðjustundir... en það eru 2 mánuðir til jóla og þá sé ég þau og alla aftur!

posted by benony 6:36:00 e.h.
 
Ég vaknaði hlægjandi

Það er rosa gaman að vakna hlægjandi... ég gerði það í morgun. Ég kúraði með ömmu minni Rúnu því við sátum svo lengi frameftir í heima hjá Sveinbirni og Guðný að spjalla í gærkvöldi. Í morgun þegar ég vaknaði var Auðunn 6 ára að skipa í lið í fótbolta og liðskipanin var á þessa leið "Amma, afi, langamma og Maron 4 ára eru saman í liði og ég, pabbi, mamma, og Sara erum saman í liði". Hahahahahaha Hann vildi sko aldeilis tryggja sig í vinningsliðið. Svo ákvað hann að langamma sem er 88 ára gæti svo sem verið í marki því hún er með svo slæma mjöðm og getur ekki hlaupið mikið. Æ. þessi dúlla er meiriháttar.

En gærdagurinn og kvöldið var alveg meiriháttar. Ég fór með stelpunum (Söndru, Ásu og Heiðdísi) í Rosengardcenter til að kíkja í búðir. Þetta er svona eins og Kringlan heima en mér finnst samt Kringlan miklu flottari. Ég hugsaði með mér að í Kringlunni heima væri maður alltaf að hitta einhvern sem maður þekkir sem mér finnst svo gaman en þarna væri alveg fullt af fólki en engin sem ég þekki. Þetta reyndist rangt því ég hitti fólk sem ég þekkti þarna og kannaðist við þannig að ég er næstum eins og heima hjá mér hér í Odense. En úpps, ég keypti mér föt!!!! Ég heyrði alltaf röddina hennar mömmu hljóma við hliðina á mér þegar ég skoðaði einhvað sem mig langaði í. "Keyptu þetta, keyptu þetta" Mamma er nefnilega þannig að henni finnst ég alltaf flott í öllu og vill alltaf að ég kaupi það sem mig langar í. Þannig að ég keypti buxur, bol og peysu og er alveg mjög ánægð með það.

Um kvöldið fór ég út að borða með fjölskyldunni minni. Ég, Sveinbjörn, Guðný, amma, Bína og Siggi og strákarnir tveir fórum á stað sem kallast Bone´s og borðuðum steikur. Þetta var mjög gott...ég fékk mér rifjasteik og kjúklingabringu og bragðaðist alveg frábærlega. Ég held bara að allir hafi verið ánægðir nema kannski Sveinbjörn því Large steikin var ekki nógu stór. Þessir íslensku víkingar.....
Ég naut þess að vera með fólkinu mínu því þau fara svo á morgun og ég sé þau ekki aftur fyrr en kannski um jólin. Ég hef lært á því að flytja út að ég get ekki tekið samverustundir við þá sem mér þykir vænt um sem sjálfsagðan hlut og verð því svo ánægð að heyra í og sjá ástvini mína. Bína frænka gaf mér einmitt mynd af mömmu minni og ég er ótrúlega ánægð með það því ég hef engar myndir hér með mér úti. Nú horfir mamma alltaf á mig meðan ég er að læra því ég ætla að hengja myndina við skrifborðið mitt. Elsku mamma mín.

Við sátum svo lengi frameftir heima hjá Sveinbirni og spjölluðum um daginn og veginn. Siggi var með videocameruna og tók ömmu upp að fara með bæn sem hún lærði þegar hún var lítil. Svo tók hann líka mig upp á video að syngja lögin sem við erum að syngja í Gospelkórnum. Þó Guðný sé með mér í kórnum þá var hún með kvef og vildi ekki syngja með mér þannig að ég tók lagið ein. Sveinbjörn lét mig meira að segja frá míkrófón þó hann hafi ekki gert mikið gagn nema fyrir ímyndunarheimin minn. Ég gat ímyndað mér að ég væri á sviði að meika það. hahah Yndisleg kvöldstund í faðmi fjölskyldunnar.

posted by benony 5:37:00 e.h.


{laugardagur, október 19, 2002}

 
Föstudagskvöld

Jæja, ég var að koma heim og klukkan er þrjú um nótt.... Ég ætlaði nú ekkert að djamma í kvöld og ég veit ekki hvort að þetta hafi verið nokkuð djamm því ég fór ekkert út fyrir kolligieið. Fyrst fór ég í saumaklúbb hjá íslensku konunum sem búa hér og þar var ég eina single konan á svæðinu. Ég er ekki að djóka við vorum svona 20 þarna og ég var eina einhleypa. Flestar giftar og langflestar með börn þannig að ég hafði ekki mikið til málanna að leggja í umræðunum en mér fannst ákaflega gaman að hlusta samt. Ég heyrði um börn sem fóru í eyrnamælingu og hvað barnaskór eru dýrir osfrv. Ég fór einhvað að spá í hvað ég væri einhvað glötuð að vera bara ein og hugsa bara um sjálfan mig en ég meina....ég er bara 22 ára og ég á þetta allt eftir. Ég hlakka samt til þegar tíminn kemur og ég er orðin svona mömmuleg að tala um barnaafmæli og kökuuppskriftir...haldiði að það fari mér ekki vel??
Ég fékk líka mjög gott að borða þarna, svona heita rétti og rjóma-marengstertur, ummmmm!!! Gott líka að kynnast svona aðeins nágrönnum sínum þannig að ég get heilsað fólkinu hérna í kring og svona.

Eftir saumó fór ég að hitta Söndru út í þvottahúsi bara til að spjalla...það var svo margt sem hún átti eftir að segja mér. Og eftir að við vorum búnar að skipuleggja morgundaginn þá fór ég í partý til Danna fb-töffara sem sumir þekkja sem Danna djók. Unnur kærasta hans hafði einmitt hringt í mig og sagt mér að það ætluðu nokkrir krakkar að hittast heima hjá þeim. Í partýinu eru fjögur pör.... og ég!!!!! Mig langar alltaf svoooooooo mikið að eiga kærasta þegar ég umgengst svona kærustupör. Mér finnst nefnilega svo sætt þegar strákarnir horfa ástfangnum augum á konurnar sínar þegar þær hafa kannski verið að segja einhvað sniðugt eða segja einhvað sætt við þær. Ég fæ bara alveg í magann. Sú hugsun skaut að mér að leitin að Benóný ætti að hefjast á nýjan leik en svo kom önnur hugsun um það hvað ég væri nú mikil svaka gella svona "Single" framagella sem ræð mér sjálf og enginn getur komið í veg fyrir að ég upplifi allt sem ég vil. Endilega sendið mér email og segið mér hvora röddina ég ætti að hlusta á!!! Er það Benóný??? Eða er það Sara single????

posted by benony 3:24:00 f.h.


{föstudagur, október 18, 2002}

 
Ég gafst upp á eðlis-peðlisfræðinni í dag...þyrfti að fá mér aukakennslu í þessu. En það er samt æðisleg tilfinning þegar ég sé í svörunum aftast í bókinni að ég hafi reiknað rétt. En það er samt bara oddatöludæmin þannig að ég get ekki alltaf séð hvort ég sé á réttri braut. Ég er búin að hanga inni í allan dag og læra þannig að ég hef nú ekkert mikið að segja. Ég er samt að fara í saumaklúbb í kvöld hér á kolligieinu. Það er soldið skrítið að vera komin í svona saumaklúbb því ég þekki þessar konur ekki neitt, sumar kannski aðeins meira en aðrar. Ein af stelpunum var í FB á sama tíma og ég...þessir Fb-ingar eru allstaðar!! En ég fæ líklegast einhvað gott að borða sem mér finnst svo skemmtilegt. Mér finnst skemmtilegt að borða...því miður. Ég hef ekki hjólað eins mikið og vanalega því það er búið að vera frí í skólanum og því tútna ég út eins og blaðra. Ég bíð bara eftir því að springa...en nú er bara helgin eftir af fríinu þannig að þá byrja hjólaferðirnar og stressið aftur þannig að ég ætti að verða gella aftur. Afhverju fór ég að tala um þetta....týpísk stelpa að byrja að tala um fitu og það að léttast.

Hluti af fjölskyldunni minni sem er staðsett hér í Odense um þessar mundir (Bína, Siggi og Sveinbjörn) fóru til Þýskalands í dag. Maður er víst enga stund að skreppa þangað ef maður hefur bíl. Guðný kona Sveinbjörns frænda og Auðunn 6 ára urðu samt eftir því þau eru einhvað smá veik. Amma kemur svo aftur til Odense frá Nyborg á morgun og þá fer ég örugglega að hitta hana og hina fjölskyldumeðlimina. Váhh, hvað ég hef ekkert að segja hahahah....

En ég tók svona kossapróf því mér finnst voða gaman að kyssa þó svo ég geri það sjaldan.... hér koma svörin.
juicy kisser



You Are A Juicy Kisser!


Your lips are totally kissable baby, and you know how to use them.

You are the perfect kisser - with the right combo of lips and tongue.

It's important to flaunt it, so kiss early and often on dates!





Ef ég spái í það þá hlýtur mér að leiðast mjög mikið að vera að taka svona test....það er samt gaman að einhvað próf segi að maður sé djúsí kisser...en það eru svo fáránlegar spurningar sem maður fær sem segja ekkert um hvernig maður kyssir. Fólk verður bara að prófa og dæma sjálft....

posted by benony 7:30:00 e.h.
 
Sofandi fætur

Hafiði lent í því að þurfa að rísa á fætur um leið og þið vaknið...eins og þegar síminn hringir eða þið sofið yfir ykkur og um leið og þið standið upp þá er eins og fæturnir séu ekki vaknaðir og gefa eftir. Þetta gerðist fyrir mig í morgun. Sandra og ég erum í keppni hver vaknar fyrst og vekur hina á undan...það er 2-1 fyrir henni. Í morgun þegar hún hringdi stökk ég fram úr og fæturnir voru enn steinsofandi og ég krumplaðist niður í gólf og sneri ökklan í leiðinni. Skrítið finnst ykkur ekki?

posted by benony 2:44:00 e.h.
 
not bisexual



Nope. Definitely not bisexual. Thank you for trying ;)


Although you only like to eat one kind of meat,

that doesn't mean you are any less of a sexual gourmand.

You just choose only the finest of dicks/breasts

(whichever strikes your particular gender's fancy)

and enjoy them with the style and panache that ideally suits you.



Are *You* Bisexual? Click Here to Find Out!

More Great Quizzes from Quiz Diva

Fann þetta á síðunni hennarDiljáar
og ákvað að prófa hvort ég væri kannski bæjari líka. Fyrirgefðu Dijei
mín ég þarf víst að hætta að sleikja á þér rassinn...ég er einfaldlega ekki að fíla þetta.

posted by benony 2:20:00 f.h.
 
Guð er að gráta!

Já, það rignir aldeilis á okkur hér í Odense... ég þarf að fá mér regnföt. Ég var að koma úr biografen með Söndru, Ásu, Bjarna og Baldri (er ekki gaman að lesa um fólk sem þið þekkið ekki). Þetta eru allt hressir krakkar sem eru að nema læknisfræði hér í sama skóla og ég. Ég hefði eins getað sleppt því að hafa mig til fyrir bíóið því regndroparnir voru svo stórir að þegar ég var búin að hjóla alla leið að lestarstöðinni þar sem bíóið er þá var ég eins og ég hefði verið að koma af 10 tíma vakt á hóruhúsinu. Farðinn búinn að leka niður þannig að ég var eins og með glóðurauga og hárið eins og á Höllu hárprúðu og ég hafði fyrir því að slétta það. En myndin var fyndin.... Við fórum að sjá XXX með leikara sem heitir Diesel (kalla hann bara Sigurstein) og ég tók alveg nokkrar rokur í bíóinu. Sumar rokurnar voru út af því að Sandra var að lýsa fyrir mér prumpinu sem hún rak svo heiftarlega við rétt áður en hún kom en svo hló ég líka út af því hvað gaurinn í myndinni var allt of svalur. Það voru þyrlur og sprengjur að skjóta á hann alla myndina en hann fékk ekki eitt skot í sig...og hann var ekki marinn einu sinni. Svo var líka magnað atriði þar sem hann er að snjóbrettast á undan snjóflóði og ekkert mál. Svo til að toppa þetta allt þá stekkur hann frá risabrú og hann er algjör hetja að bjarga heiminum frá eiturgasi þegar hann losar fallhlífina sína og hún prýðir Bandaríska fánanum. Ekkert annað.....Godblessamerika.


Annars er ég búin að vera róleg í allan dag og reikna eðlisfræði og svo svindlaði ég og hóf smá skemmtilesningu. Ég las nefnilega smá í líffræðinni...mér finnst hún langskemmtilegasta fagið sem ég er í enda kann ég það best og ætti því að reikna eðlispeðlisfræðina meira. Ég þoli ekki þetta helv. Ég er búin að komast að því hvað er það versta við að vera í skóla... reyndar fyrir utan að sitja í prófi þegar maður veit ekki neitt (versta tilfinning í heimi) það er að geta ekki gert neitt nema vera með samviskubit yfir því að vera ekki að læra. Nú til dæmis fór ég í bíó og svo hef ég verið að tala viðrjómabolluna
mína á msn soldið í dag og ég hugsa stöðugt um eðlisfræðidæmi. Alveg ómögulegt. Ég er samt búin að ákveða að þegar ég fer heim um jólin þá ætla ég ekki að hugsa um bækurnar og hitta alla og njóta Íslands....hakka í mig nóakropp og kúlusúkk og apololakkrís og drekka endalaust vatn. Ég fer nefnilega í prófin í janúar....sem er alveg glatað, reyndar bara eitt próf en það er erfitt efnafræðipróf. En ég verð líka að njóta þess að vera í skóla því það er magnað. Það er gaman að vera nemi...ákveðin sjarmi yfir því að vera í háskóla og þá sérstaklega í Danmörku þar sem allt er framandi. Já, það er gaman að vera vitlaus útlendingur sem veit ekki neitt í sinn tóma haus...


Já, ó mæ god... eftir bíóið fórum við á klóið á lestarstöðinni (það er ekkert hlé og gosið er selt í ýkt stórum glösum og þess vegna er maður alveg að tissa(danskt) í sig þegar myndin klárast) sem er ekki frásögum færandi kannski en það kostaði í það. Ég spurði þá..."ætli kosti meira að kúka?" og á hurðinni stóð 1 stk 2 kr. Þetta fannst okkur mjög fyndið. En það sem ég ætlaði að segja var að við hliðina á handþurrkunum var svona box fyrir sprauturnar. Ég er greinilega ekki á Íslandi og ég er einhvað voða saklaus. Ljósið inni á baðinu var svona gult þannig að maður getur séð æðarnar sínar mjög vel. Þetta er eins og það sé verið að segja: "Go ahead, kill yourself"! Sveitastelpan úr Reykjavík var soldið sjokkeruð en svona er að búa í Odense...mestu glæpaborg í Danmörku.

posted by benony 1:32:00 f.h.


{miðvikudagur, október 16, 2002}

 
Einstæð húsmóðir og háskólanemi

Ég er tvær manneskjur...það er húsmóðirin Sara og háskólaneminn Sara. Þegar húsmóðirin Sara er inni í mér þá er allt hreint og ég syng og dansa við þrifin en svo tekur háskólanemin Sara við og þá eftir smá stund er allt komið í óreiðu og matarleyfar og drasl út um allt. Þetta er alveg ótrúlegt.... Húsmóðirin hún Sara keypti sér þvottagrind eða törrestativ eins og það er kallað á dönskunni í dag. Þvílíkur munur, það vantar nefnilega svo marga hluti hérna hjá mér til að þetta gæti talist heimili. Ætli óskalistinn sem ég sendi jólasveininum í ár hljóði upp á td straujárn, straubretti, sængurföt, handklæði, og eldhúsáhöld. Allavega verður það listinn sem húsmóðirinn sendir en neminn vill örugglega hlý föt og einhverja diska í tölvuna. Fyndið þegar ég var að bögglast með þvottagrindina heim frá Fötex (alt muligt búð sem er fyrir neðan hæðina sem ég bý á). Ég var nefnilega með hjólið mitt og fullan poka af mat sem ég var að kaupa og ég þurfti lengi að finna út hvernig ég ætlaði að reiða þetta allt saman með þvottagrindina aukalega. En ég komst upp brekkuna að lokum sem betur fer og nú er þvotturinn minn glaður. Ég þarf ekki að leggja hann á ofninn eða á rúmið heldur hangir hann svona sæll og glaður á grindinni og ég legg hann þurran inn í skáp. Sjáiði ekki hvað mér finnst þetta gaman :)

posted by benony 6:48:00 e.h.
 
Ferðalag til Nyborg

Það rifjaðist upp fyrir mér í dag að ég er virkilega í útlöndum, það vill gleymast þegar daglega lífið tekur við af spenningnum sem var að flytja út. Ég fór nefnilega í lest og minnir mig alltaf á útlönd þegar ég sé fólk með ferðatöskur. Ég, Bína og Guðný tókum lestina meðan karlkynshelmingurinn og amma keyrðu til Nyborg. Ferðinni var haldið í heimsókn til Birgitt frænku okkar sem býr einmitt í Nyborg. Ég hef lítið skoðað Danmörku nema náttúrulega Odense þannig að mér fannst spennandi að vera fara út fyrir heimaborgina mína. Við þurftum reyndar að standa alla leiðina en hvort sem var þetta bara 10 mínútna ferðalag. Bína frænka er svo alveg agaleg. Þegar lestin er við það að stöðvast þá stendur fólkið upp og treðst til okkar. Einn strákur á mínum aldri stendur alveg þétt upp við hliðina á okkur og þá segir Bína ekkert lágt "Þessum lýst vel á þig Sara, ég sé það í augunum á honum". Þetta segir hún og horfir á hann á meðan. Ég náttúrulega eldroðna og horfi sko ekkert á hann á móti.....horfi í aðra átt ég skammaðist mín svo. Þá fór Bína að skellihlægja og horfir alltaf á strákinn. Ég sá ekki hvernig svipurinn á honum var en ég sagði bara "Bína, þú ert agaleg". Þá sagði hún bara "Hey, ég er nú einu sinni frænka þín" eins og það væri skylda frænka að stríða. Það var svo aldeilis tekið vel á móti okkur hjá Birgitt, með kökum og tertum og svo vorum við líka í kvöldmat og þar fengum við kálfakjöt og með því og í eftirrétt var jarðarberjagrautur og ís. Ég át á mig gat því það var alltaf verið að ota kræsingunum að mér til að athuga hvort ég vildi ekki meira. Þið vitið hvernig þær eru þessar konur sem eru búnar að ala upp börn...alltaf með áhyggjur að maður borði ekki nóg...þið kannist við þetta. En dagurinn var yndislegur. Amma varð eftir hjá Birgitt og kemur aftur til Odense á fimmtudagskvöld. Fjölskyldan ætlar svo að kíkja í heimsókn til mín um helgina... ég þarf að kaupa einhvað með kaffinu og fólkið mitt þarf að sitja á rúminu mínu og ég er reyndar með þrjá stóla og bara skrifborð. :) Æ, mér finnst bara dúllulegt að fá 8 manns í heimsókn í litla herbergið mitt. Líka gaman að sýna einhverjum hvernig ég bý.

posted by benony 1:49:00 f.h.


{mánudagur, október 14, 2002}

 
Lifi Kántrýið

Kántrýstemmningin er búin að vera ríkjandi í herbergi 1410 B í dag. Ég er nefnilega búin að verða mér út um Eagles disk og spilaði hann í botn meðan í þreif allt hjá mér. Dansinn var stiginn í takt við sópinn og stöngin notuð sem súla. Þannig að þið sjáið að það er ávallt stuð hjá minni. Sanne sem býr með mér verður hjá mömmu sinni allt fríið þannig að ég get látið eins og ég vill. Svo fór ég í þvottahúsið til að þvo þvottinn minn að sjálfsögðu og það er eitt af því skemmtilegasta sem ég geri því ég dýrka vellyktandi þvott. Reyndar er ég ekki alveg nógu ánægð með þvottaefnið sem ég er með núna....mig langar í svona ferska eplalykt af þvottinum. En ég þarf að klára þessa sem ég er með fyrst. Mér finnst svo gaman að fylgjast með einhleypu strákunum hér á kolligieinu því þeir eru svo stoltir af sér með þvottinn. "Jahhh, ég var sko að koma úr þvottahúsinu"!! segja þeir og sjúgja upp í nefið hreyknir. Svo getur maður spjallað við þá um þvottin dágóða stund án þess að þeim leiðist. Svona er þetta strákar mínir, þetta er ekki svo erfitt.
Amma mín, Bína frænka og Siggi maðurinn hennar komu í dag til Odense. Það urðu miklir fagnaðarfundir og ég faðmaði þau fast við komu þeirra. Þau ætla að vera hér í viku og gista hjá Sveinbirni frænda. Við förum svo í lest á morgun í heimsókn til frænku okkar eða allavega platfrænku okkur sem býr í öðrum bæ.....úpps ég skal muna á morgun hvað bærinn heitir. Litlu strákarnir þeir Auðun og Maron voru svo spenntir þegar þau komu og komu hlaupandi og stukku upp í fangið á Bínu og Sigga sem eru einmitt amma þeirra og afi. Það var mjög sætt að sjá gleðisvipinn á andliti strákanna. Það verður gaman hjá okkur á morgun.

Bryndis vinkonamín hér í Danmörku gerði svo topp 10 lista um veru sína hér líka, endilega kíkið á það!!

posted by benony 11:48:00 e.h.


{sunnudagur, október 13, 2002}

 
Leti, leti og aftur leti

Mér finnst ég vera í tvöföldu fríi út af því að það er helgi og svo líka er haustfrí þannig að ég hef látið letina yfirtaka mig. Ég er búin að gista hjá Söndru vinkonu síðustu tvær nætur úlala (þetta fer að verða saga til næsta bæjar) og við liggjum bara upp í rúmi með sjónvarpið á lengi frameftir. Svo rétt svo skottumst við út í búð og kaupum einhvað óhollt og liggjum áfram og étum óhollustuna þangað til við veltumst framúr með augnstýrurnar og slefið harðnað á kinninni. Við ætlum að taka 4 tíma lærimaraþon þangað til ein mynd byrjar í sjónvarpinu....æ, ég man ekki hvað hún heitir.....æi, þarna með gaurnum sem er með þráhyggjuna og það....æi, Helen Hunt leikur í henni og Jack Nicholson leikur karlinn....æi ég man ekki hvað hún heitir en ég er búin að sjá hana soldið oft en mig langar alveg að sjá hana aftur. Svo verður það bara harkan á morgun. læri læri læri

posted by benony 5:19:00 e.h.


{laugardagur, október 12, 2002}

 
Þynnkudagur dauðans

Dagurinn í gær var ferskur, ó já. Ég vildi ekki að fimmtudagsdjammið hefði áhrif á skólann þannig að ég mætti galvösk til að gera verkefni með stelpunum. Ég var í hálfgerðum svefngalsa og fíflaðist allan morguninn. Einn læknaneminn hrópaði upp yfir sig "DJÖFULL LÍTUR ÞÚ ILLA ÚT". Mér fannst það svo fyndið því ég var þvílíkt að fíla mig sjúskaða í skólanum búin að sofa í 4 tíma eða einhvað. Ég náði að skila bæði efnafræði og stærðfræðiverkefni og fór í líffræðifyrirlestur. Svo fór ég að sækja Auðunn, litla frænda minn sem er 6 ára í skólann og passaði hann. Ég var svo þreytt þannig að ég kveikti á Cartoon network og við félagarnir átum í okkur teiknimyndirnar og spjölluðum um hvað væri nú skemmtilegt að gerast í myndinni. Ég borðaði svo spaghettí heima hjá Sveinbirni og Guðný og hjólaði svo heim klukkkan 20, ekkert búin að fara að sofa. Þegar ég kom heim hringdi Sandra og ég fór yfir og gisti hjá henni. Við vorum að kjafta til 4 um nóttina enda vöknuðum við sjúskaðar í morgun. Ég ætla að vera dugleg að reikna efnafræði í dag og kannski kíkjum við Sandra út á lífið í kvöld. Við erum nú einu sinni komnar í haustfrí.

posted by benony 4:38:00 e.h.


{föstudagur, október 11, 2002}

 
Þetta var æði!!!!

Já, þetta kvöld er búið að vera meiriháttar skemmtilegt og ég er búin að dansa eins og brjálæðingur í marga klukkutíma. Náttúrufræðibrautin og læknisfræðin fóru saman á pöbbarölt niðri í miðbæ og fékk ég þá að kynnast fínum skemmtistöðum í bænum. Það var allur skalinn af stöðum þ.e írskur pöbb og "Café biografen", svo fórum við á Karaokee bar og þar voru tekinn lög. Ég hugsaði með mér að ef ég myndi ekki taka lag myndi ég bara sjá eftir því þannig að ég skráði mig til leiks og söng og rokkaði með Tinu Turner "You´re simply the best". HVAR VARSTU EVA????? Þú hefðir fílað þig í ræmur með mér þarna. Ég slammaði og söng með Tinu rödd og dansaði brjálað meðan ég söng. Svo rokkaði ég svo mikið að ég hélt í snúruna á míkrafóninum og sneri honum í kringum hausinn á mér. Ég fékk brjáluð öskur og fagnaðarlæti frá öllum krökkunum með mér í skólanum og athyglissýki mín fékk alveg að njóta sín. Ég held þeim finnist ég svolítið klikkuð því ég læt yfirleitt ekkert aftra mér og dansa rassskellidansinn og axladansinn eins og villt. Æ, þetta var svo gaman!!! Klukkan er samt núna hálf fjögur að nóttu og ég á að mæta klukkan tíu í skólann á morgun en svo er líka vikufrí þ.e haustfrí. Ég er svo vitlaus að hafa ekki sagt neinum frá því fyrr því það hefði verið hægt að heimsækja mig í þessu fríi en þá hef ég bara tíma til að læra í staðinn. Jú, og svo er amma mín hún Rúna að koma í fríinu til Odense og þá kem ég auðvitað til með að hitta hana. En það er síðasti dagur á morgun í skólanum fyrir haustfrí og ég á pottþétt ekki eftir að vera girnileg og fersk. Þetta minnir mig mjög mikið á FB því þetta er svona eins og þegar það voru bjórkvöld annaðhvert fimmtudagskveld og ég átti alltaf að mæta á fundi kl 8 á föstudögum með skólaráði. Ferskleikinn alveg í fyrirrúmi þá sem nú.

posted by benony 3:22:00 f.h.


{fimmtudagur, október 10, 2002}

 
Amma Rúna sendi bréf

Það eru bara tveir dagar af stanslausri hamingju. Í dag fékk ég langt bréf frá ömmu minni sem er 87 ára. Hún sendir mér svona sendibréf og það er svo gaman að sjá nafnið sitt framan á svona handskrifuðu umslagi. I love it! Amma rifjar upp þegar hún var í Köben á mínum aldri hvað henni þótti vænt um að fá fréttir að heiman og ég skil alveg hvað hún talar um því minnstu fréttir eða kjaftasögur finnst mér svo gott að heyra. Því hugurinn og hjartað losnar aldrei við heimaslóðir þó langt sé farið, eins og amma orðað það. Nú hljóma ég eins og ég sé búin að vera í burtu í mörg ár en þessi rúmi mánuður er búinn að vera svo innihaldsríkur að mér finnst að hann sé lengri. Nú er ég að fara á "Torsdags pub crawl" með skólanum. Eins og alltaf er mesta stressið að ákveða í hverju ég á að fara því ég er með svo lítið að fötum með. En við gellurnar ég, Bryndís og Sandra verðum líklegast aðal eins og alltaf....allavega finnst okkur það. Ég skrifa hvernig var næst!

posted by benony 6:23:00 e.h.
 
Klukkan er eitt að nóttu hjá mér og ég er rétt svo að klára núna heimavinnuna fyrir morgundaginn. Ég er búin að vera að læra síðan klukkan tvö í dag en fór að vísu til Söndru til að borða pulsur og stoppaði hjá henni í oggulítinn tíma. Svo fór ég til Ármanns og hann var að kenna mér eðlisfræðina. Ætli ég geti nokkurntímann orðið góð í þessu. En það er gott að eiga góða að. Þeir félagarnir buðu mér upp á lakkrískonfekt og það rann mjúklega niður því íslenskt nammi er himneskt þegar maður er í útlöndum. Ég þarf að vakna klukkan 7 til að vera mætt upp í skóla klukkan hálf níu og þar ætla ég, Ármann og Gunnhildur að hittast í tölvustofunni til að gera tölvuverkefni saman áður en ég mæti í eðlisfræði klukkan 10 þar sem ég þarf að reikna dæmi á töfluna og útskýra hvað ég geri á dönsku. Ekki nóg með það þá þarf ég að skila skilaverkefni bæði í eðlisfræði og stærðfræði sem ég var að klára núna og um leið og ég kem heim á morgun þarf ég að gera efnafræðiskilaverkefni sem ég þarf að skila fyrir klukkan 12 á föstudaginn og vera helst búin að því fyrir klukkan 20 því það er einhvað djamm á morgun því við erum að fara í haustfrí. Langaði bara aðeins að tjá mig til að láta alla vita að ég er ekki að bora í nefið alla daga heldur er dagurinn fullskipaður!!!!
Og annað, við Sandra erum búnar að ákveða að fara að leigja saman á öðru kollegie sem er nær skólanum. Það er orðið ansi erfitt að hjóla á morgnanna í ískulda í 40 mín og það er ekki eins og maður hafi ekki nóg annað að gera en að taka svona langan tíma af deginum í ferðalög. En á móti kemur að þá þarf ég að fara í gymið en það er bara kúl. Við erum farnar að leita að heppilegu kolligie fyrir okkur pæjurnar sem erum með mjög mikla gyllinæð og ostapjöllur. Það verður bara gaman hjá okkur. En við gerum okkur grein fyrir því að við þurfum að bíða á biðlista í þó nokkurn tíma áður en þetta gengur eftir því kerfið er mjög hægfara og biðlistar langir.

posted by benony 1:15:00 f.h.


{miðvikudagur, október 09, 2002}

 
Jibbý Jei

Ég stökk hæð mín í loft upp þegar ég kom heim úr skólanum í dag! Það beið nefnilega eftir mér kort frá Nady systur og Sigvalda litla. Mér finnst svo rosalega gaman að fá póst og sérstaklega svona persónulegan póst. Kortið var af tveimur indverskum krökkum, stelpu og strák sem minna mig óneitanlega á mæðginin. Ég ætla að hengja kortið upp við skrifborðið mitt svo ég geti alltaf skoðað það.
Takk Nady og Silli litli

posted by benony 3:21:00 e.h.


{þriðjudagur, október 08, 2002}

 
10 atriði sem eru æði í Danmörku

1. Að geta verið léttklæddur í skólanum, í pilsi og bol meina ég þá og opnum skóm. (Reyndar ekki hægt lengur)
2. Hjólamenningin
3. Hjólastígarnir að degi til sem liggja inn í skóga
4. Sæti eðlisfræðikennarinn (Oh, my God hvað hann er sætur)
5. Að liggja upp í rúminu hennar Söndru og veltast um af hlátri út af kúkabröndurum
6. Hvað allt er ódýrt
7.Gera grín að Snorra
8.Gospelkóræfingar
9.Að geta átt von á að sjá broddgölt eða einhvað svoleiðis öðruvísi dýr
10.Gróðurinn

10 atriði sem eru glötuð í Danmörku

1. Að hjóla upp brekkuna til að komast heim
2. Að villast enn
3. Svipurinn sem ég fæ þegar ég tala dönsku
4. Hvað kerfið er hægfara
5. Kúkalyktin sem kemur upp úr holræsunum
6. Að danir eru ekki ligeglad eins og allir heima segja heldur mjög strangir
7. Knalletturnar sem þjóta framhjá og sleikjast við mig þannig að ég er alltaf næstum dottin
8. Köngulóavefirnir sem eru út um allt
9. Að það sé ekki hægt að kaupa nóa kropp og kúlusúkk
10. Að hafa ekki fólkið sitt hjá sér

posted by benony 11:32:00 e.h.
 
Hjálmar bróðir minn er 16 ára í dag

Óðum steðjar að sá dagur
afmælið þitt komið enn.
16 ára, ljós og fagur
lífsins skilning öðlast senn.

Ég vildi geta verið hjá þér
elsku bróðir minn.
Umlukt þig með örmum mínum,
unir hver við sitt.
Oft ég hugsa auðmjúkt til þín
einkum þegar húmar að,
eins þótt fari óravegu
átt þú mér í hjartastað.

Man ég munað slíkann
er morgun rann með daglegt stress
að ljúfur drengur lagði á sig
lítið ferðalag til þess,
að koma í holu hlýja
stóru systur sinni hjá
kúra sig í koti hálsa
kærleiksorðin þurfti þá.

Elsku Hjálmar til hamingju með afmælið!!!

posted by benony 4:22:00 e.h.


{sunnudagur, október 06, 2002}

 
Mig langar að giftast Villa Vill

Það væri æði að vera gift Villa Vill eða að hann væri kærastinn minn. Hann syngur svo fallega og blíðlega og það er svo gott að sofna við fallega tóna hans. Sérstaklega Lítill drengur og ég var að uppgötva annað lag sem heitir "Ég fer í nótt". Mér finnst það voða flott. En það væri kannski erfitt að vera gift honum ef hann væri alltaf að syngja. Ég læt mér nægja að setja hann á fóninn þegar ég vil, og slökkva svo þegar ég er í þannig skapi. En maðurinn er snillingur.

posted by benony 8:00:00 e.h.
 
MAMMA MÍN ER SNILLINGUR!!!

Föstudagurinn fór allur í árshátíðarundirbúning!! Ég litaði hár mitt og augabrúnir, rakaði allt sem raka þurfti, fór í ljós (ég veit ég ætlaði aldrei aftur í ljós), leitaði að kjól út um allt og málaði mig, slétta hárið os.frv. Þetta hefur aldrei tekið svona langan tíma. Ég var ekki með neinn kjól klukkan fjögur og ég átti að vera sótt kl sex. Þá fékk ég bréf um að mín biði pakki á radhuskonteret. Ég náttúrulega mest forvitin fer og sæki pakkann, haldið ekki að móðir mín fríð hafi hugsað fyrir öllu og sent mér gellukjól. Ég hoppaði auðvitað hæð mína og hrópaði..."MAMMA ÞÚ ERT SNILLINGUR" í von um að hún myndi kannski heyra í mér!!! Þannig að ég var tilbúin kl 18:00 þegar Maria, dönsk bekkjarsystir og kærastinn hennar komu að sækja mig. Árshátíðin var haldin upp í skóla eins og allar skemmtanir. Þetta varð svo aldeilis skrýtin árshátíð því skólinn er MJÖG STÓR og þetta var haldið í öllum skólanum og það voru allir nemendur og kennarar samtals 7000 manns þarna samankomin. Það var búið að setja borð eftir öllum ganginum og inn í matsal og borðið okkar var númer 86. Mér til kaldhæðnislegar ánægju lenti ég við hliðina á tveimur strákum sem tala ekki við mig (því ég vildi ekki sofa hjá þeim) og einum sem gerir stanslaust grín að mér. Ég hugsaði með mér:"Hey, þetta verður einhvað". En þetta varð svo allt í lagi...ég fór að kenna þeim íslensku og lofaði að koma með íslenskt brennivín til baka eftir jólafrí. En mikið get ég hlegið þegar danir reyna að tala íslensku. Einn vildi kunna að segja "du er idiot!" vegna þess að það er það eina sem hann hefði við Íslendinga að segja! Svo tautaði hann Þú eggggggggt fíbllllllggggggg!! Þetta á að vera þú ert fífl! Einn vildi bara vita hvernig átti að segja smukke pige svo hann gæti hösslað íslenskar stelpur, og hann tautaði sæta stelpan fyrir munni sér.
Eftir mat fór ég að dansa salsa! Það var salsa kennsla við aðalinnganginn þar sem skrifstofurnar eru. Þar sem Snorri var einhverntíman í NAM íslandsmeistari í samkvæmisdönsum er rosa gaman að dansa við hann og við tókum salsasporin alveg villt. Svo var disco í öðrum sal og í enn öðrum var verið að spila svona gamla tónlist þannig að ég gat notið mín vel.
Annars hitti ég fullt af skemmtilegu fólki og gerði mér grein fyrir því hvað ég á orðið marga vini hérna. Við vorum svo fjögur sem tókum saman leigubíl heim því við búum öll á sama stað og ég ákvað að gista hjá Söndru því hún á svo stórt rúm. Mikil vonbrigði brutust svo út þegar við fundum út að allir pizzustaðir eru lokaðir á nóttunni þannig að við fórum að elda okkur pasta klukkan fjögur um nótt. Alveg skrautlegar!
En gott djamm!

posted by benony 5:14:00 e.h.


{þriðjudagur, október 01, 2002}

 
Það var sveitt, rjóð og ekki má gleyma GIRNILEG Sara sem mætti í stærðfræðitímana mína í dag. 4 tímar af einstakri ánægju. Fyrst voru tveir reiknitímar og svo tveggja tíma fyrirlestur um l Hôpital reglurnar. Voða spennó.... en þessi dagur var ekki það spennandi að ég vilji tala um hann. Síðasta helgi var skemmtileg...ég fór í fyrsta læknapartýið mitt. Ég var svo spennt að vita hvort það væri verið að tala svona bransamál þið vitið...já, mér er svo illt í pectoralis major, eða segja frá einhverjum slysasögum eða einhvað svoleiðis en það var samt mjög lítið um það. Það voru allir bara að tala um svona venjuleg málefni. Þannig að maður verður ekki leiðinlegur að vera í læknisfræði. Eftir partýið sem var nota bene haldið í íslendingafélagshúsinu hér fórum við niður í bæ á djammið. Við fórum á stað sem heitir KonGræs. Um leið og ég kom inn á staðinn hrópaði ég yfir staðinn, "HEITIR EINHVER BENÓNÝ HÉR INNI???" , nei, ég sagði: " ER DER NOGEN HER SOM HEDDER BENÓNÝ??" Allir svöruðu í kór.."NEJ" þannig að ég lokaði bara augunum og byrjaði að finna fyrir tónlistinni. First I felt the rythm go into my head and it started shaking and then it went to my shoulder and they started moving back and forth and then into my arms and I felt it coming into my big boobies and then into my BIG ASS and then I fell on the floor and were all shaking. Svaka stuð!!!
Eftir þetta ákáðum við Sandra að fara og fá okkur að éta. Þá fór ég að sakna Select þó að ég hafi fengið mér ágætis kínamat og Sandra girnilega pizzu. En það er bara svo mikil stemmning á nóttunni á Select sérstaklega með Jóa og strákunum og þegar við erum búin að rugla í liðinu hægri vinstri þá köstum við reyksprengju!!! En allavega...nú er ég í Danmörku og ég var með Söndru að éta. Við vorum ekki að meika að hjóla heim upp alla brekkuna klukkan þrjú um nótt ógeðslega þreyttar en við erum hetjur þannig að við lögðum af stað og sungum lagið þarna:"Ég sá hana á skólaballinu í gær, og allt í einu var sem minningin skær, lýsti upp í huga mínum í gegnum fólksfjöldan ég færði mig nær" æðislega krúttlegt lag! Þá hittum við stráka sem voru með kransa um hálsinn og þeir sögðust vera að leita sér að kærustum. Ég sagði bara að ég væri að leita að Benóný og einhvað svona. Og ég fer að kjafta við annan strákinn og segi honum að ég sé frá Íslandi og svona og eftir smá tíma þá krýna þeir okkur og við erum allt í einu komnar með blómakransa um hálsinn. Þegar við vorum svo orðnar leiðar á þeim hjóluðum við af stað og það fyndna við þessa sögu er að strákurinn kallar á eftir mér: "BJÖRK, BJÖRK, KOMDU AFTUR, DU ER MIN KÆRESTE!!! Hann kallaði mig Björk, hahah

posted by benony 11:07:00 e.h.

spacer