jæja, er komin til Danmerkur....það gekk ágætlega að redda sér með lestinni í gærkvöldi en þar sem það stóð ekki á miðanum við hvaða spor átti að taka lestina þá urðum við Biggi að redda okkur með því að spyrja og hlaupa um allt. Þar sem það var laugardagskvöld og allir danirnir að koma af fótboltaleik var mikið fyllerí og við vorum búin að ákveða að danir væru alveg hundleiðinlegir...það voru leiðinlegir gaurar í lestinni sem kölluðu á eftir mér og læti en við komust heil á áfangastað... allavega ég, ég veit ekki með Bigga hann var að fara til Kolding. Biggi, takk fyrir ferðalagið okkar...ég hefði örugglega dáið án þín posted by benony 5:38:00 e.h.
laugardagur, ágúst 24, 2002
Váhh, hvað ég skemmti mér þrusuvel í kveðjupartýinu sem ég hélt í gærkvöldi. Þarna var samankomin heill hópur af þotuliði og félugum þeirra. Gítarinn var tekinn sem og helstu Eurovision lögin....ég náði að græta nokkra en sjálf veit ég að ég á eftir að grenja einhvað í flugvélinni því ég er með bók þar sem allir vinir mínir skrifuðu einhver orð til mín. Ætli þetta sé ekki mest um svaðalegar kynlífsaðferðir eða einhvað....veit ekki.... Gaxel sagðist ekki vera viss hvort heil setning hafi komið út hjá sér þess vegna býst ég við að taka einhverjar rokur í flugvélinni. Næst þegar ég blogga verð ég í Danmörku :) posted by benony 3:19:00 e.h.
föstudagur, ágúst 23, 2002
Hjalli bróðir er byrjaður í FB og honum finnst alveg mergjað gaman!!!! Hann er búin að vera í tvo daga í skólanum og ég held að hann sé strax byrjaður að finna FB fílinginn sem ég var alltaf með í maganum allan tímann meðan ég var þarna..... þetta er alveg ótrúlega skemmtileg lífsreynsla að vera nemandi í FB, ég veit ekki hvað það er. Ég veit að Hjálmar á skemmtilegan tíma í vændum. Hann var svo stressaður fyrir fyrsta daginn því hann vissi ekki hvernig hann ætti að finna stofuna sína, ég kannast við þessa tilfinningu. Til hamingju Hjálmar minnsti bróðir minn í heiminum með að vera orðinn FB-ingur. posted by benony 1:55:00 f.h.
miðvikudagur, ágúst 21, 2002
Fer á laugardaginn....búin að kaupa miða!!!! Denmark here I come!
Ég er búin að komast að kvilla á íslendingum....ÞEIR ERU MEÐ FORDÓMA FYRIR HÁSU FÓLKI!!!! Ég er búin að þurfa að fara á milli stofnanna til að redda hlutum fyrir væntanlegan flutning minn og þar sem ég er svona hás þá tala allir við mig eins og ég sé annaðhvort gamalmenni eða 2 ára barn. Þetta er ekki djók....fólk stækkar augu sín og segir " Ha, hvað segir þú???, Ég skil þig ekki!!!" Ég er alveg að verða vitlaus á þessu....það lá við að ég færi að grenja hátt...eins og 2 ára krakki þegar ég var að bóka farið út og konan sem afgreiddi mig var komin með stút á varir og stór augu og sagði: "Svona svona, talaðu bara hægt" AAAAAAAAHHHHHHHHHHHHHHHHHH posted by benony 2:27:00 e.h.
mánudagur, ágúst 19, 2002
LAUGARDAGURINN
Það var með grátinn í augunum og söknuði sem ég kláraði síðasta vinnudaginn minn á geðdeildinni í gær. Ég var föðmuð í tætlur og mér voru lesnar lífsreglurnar. "Sara, í guðanna bænum farðu ekki að vera ástfangin af einhverjum útlendingi og ekki fara að verða ólétt" Þetta fékk ég að heyra ásamt þvi að ef ég þarf að gráta þá á ég bara að finna mér einhvern afvikinn stað og leyfa tárunum að koma!!!! Ég er semsagt að flytja út til Danmerkur eftir um viku til að hefja nám við Syddansk Universitet í Biomedicin. Eins og allir vinir og vandamenn vita þá finnst mér svo gaman í vinnunni þannig að það var svolítið erfitt að kveðja en spenningurinn í maganum vegna væntanlegrar farar aftraði því að ég væri einhvað sorgmædd.
Svo var ferðinni heitið á menningarnótt í Reykjavíkurborg. Við Dóri lögðum bílnum einhversstaðar út í boru og gengum niður á torg þar sem línudansinn var í fullu gangi. Þar hitti ég Diljá og Siggu sem voru mjög hressar eins og alltaf. Eftir að hafa hitt Maj-Britt og Bjarka, Ragnar og Sigrúnu svörtu og fleiri og eftir að hafa hlustað og sungið einhvað með "Á móti sól" þá fórum við og horfðum á flugeldasýninguna. Diljá sagði mér að ímynda mér að flugeldasýningin væri tileinkuð mér því að ég var að komast inn í skóla þannig að ég ákvað að gera það!!! hahaha...svaka merkileg manneskja!!! Ég ákvað að svo að reyna hitta Jóa því mér finnst ekki eðlilegt að ég sé ekki búin að hitta kærustuna hans því hann er minn besti vinur. Hann var ásamt þotuliðinu á Hverfisbarnum og þar var biðröð dauðans. En það er gott að þekkja einhvern í þotuliðinu því að Gummi Jóh kom galvaskur með VIP merkið sitt og ég flaug inn fram fyrir röðina. Þar var allt heila þotuliðið mætt og mér líður alltaf eins og drottningu þegar þessir strákar eru nærri. Vonbrigði kvöldsins var að geta rétt svo vinkað Birnu hans Jóa með svona 10 metra á millibili. Rosa sæt stelpa ;)
Mesta stuð kvöldsins var án efa á Vidalín. Svitinn, rakinn og hitinn var yfirgnæfandi en hann spillti ekki fyrir stemmningunni því það var dansað alla nóttina. Gullfoss og Geysir voru að spila og það var gjörsamlega pakkað. Klukkan hálfsex var hætt að spila og þá var ég og við búin að dansa alla nóttina. Þarna var líka samankomin góður hópur fólks og það var æði þegar Sigvaldi bróðir og Margrét mágkona komu inn og bættust í danshópinn. Ég var mönuð upp í borðdans og það var mögnuð stemmning því ég lét ekkert aftra mér og stökk upp á borð í miðjum danshópi og allt í kringum borðið var fólk að klappa og dilla sér. Ég hugsaði bara "Fuck it, ég er hvort sem er að fara". Svo spiluðu þeir uppáhalds lagið mitt sem er einmitt "Draumaprinsinn Benóný" með Röggu Gísla og þá bentu félagarnir á mig því að lagið loðir við mig.
Niðurstaða kvöldsins: Skemmtilegasta djamm sem ég hef farið á lengi!!!! alveg 10 stjörnur af 10 mögulegum posted by benony 12:13:00 f.h.
sunnudagur, ágúst 18, 2002
Ef þið viljið heyra sexy rödd endilega hringið í mig!!! Þið verðið ekki fyrir vonbrigðum! posted by benony 11:12:00 e.h.
fimmtudagur, ágúst 15, 2002
Ég er veikur Mér líður svo hræðilega illa...það er erfitt að kyngja..mig verkjar í allan líkamann og ég er öll að brenna að innan þó svo að ég skjálfi úr kulda!!! Kannist þið við þessa tilfinningu?? Ég veit eiginlega ekki hvað gerðist því ég var í góðu yfirlæti heima hjá Diljá í gær eftir að hafa hitt Evu á Kaffibrennslunni. En svo bara allt í einu fer ég að finna verki heima hjá Diljá og þegar ég kom heim þá var ég öll skjálfandi. Það er svo fyndið með mig að ég vil vera sjálfstæð og vera minn eiginn herra en þegar ég er veik þá finnst mér mamma svo óréttlát að vera ekki með áhyggjur af mér og stjana í kringum mig eins og þegar ég var lítil. Þá fannst mér svo gaman að vera veik...mamma kom alltaf með einhvað góðgæti úr búðinni aðallega malt og frostpinna. Svo keypti hún líka nýja bók handa mér sem hún svo las fyrir mig. Ég man einu sinni þegar ég var alveg að batna þá fór ég að hoppa í rúminu og hlaupa um í allri íbúðinni svo að ég yrði veik aftur. En núna er þetta sko ekkert gaman...það er svo margt sem þarf að gera og mér finnst eins og ég hafi ekki tíma í þetta... heilu dagarnir í rúminu...tímaeyðsla posted by benony 4:50:00 e.h.
mánudagur, ágúst 12, 2002
Gay Pride
Ég vil óska öllu samkynhneigðu fólki innilega til hamingju með daginn á laugardaginn. Ég var stödd niðri í bæ ásamt hinum 25000 mönnunum sem áttu leið sína á laugarveginum og Ingólfstorgi þennan dag. Þetta var stórglæsileg sýning í alla staði og ég dillaði mér og söng hástöfum með tónlistinni. Ég gat meira að segja grenjað yfir einu atriðinu. ÉG stóð nefnilega við hliðina á Diddú og ég leit á hana þegar Ungfrú Öskjuhlíð kom inn (Páll Óskar) og hún brosti sínu breiðasta og var svo stolt af bróður sínum. Þá fékk ég tár í augun. Þetta var enginn ekki, bara svona tárast dæmi. Ég er orðin mikill aðdáandi Rokkslæðunnarþví mér fannst þær alveg meiriháttar þarna á gay pride. "It´s my life, it´s now or never, I ain´t gonna live forever" sungu þær!!! Alveg frábært!!! posted by benony 7:23:00 f.h.
hahhahaha, ég var að sjá gangandi konu..hrjótandi!!! posted by benony 4:08:00 f.h.
Mér er illt í öllum líkamanum ég dansaði svo mikið á djamminu í gær. Tók líka að mér danskennslu í partýinu heima hjá DJ Diljá Kenndi bæði djassballet og línudans. Þetta var mjög skemmtilegt djamm í alla staði... það var byrjað heima hjá Diljá og þar var dansað villt eins og fram hefur komið. Loftkastalastrákarnir stóðu inni í eldhúsi og fylgdust með og kölluðu svo á mig til að gefa mér vatn og svoleiðis því þeim fannst ég of ölvuð eða einhvað. Tinna, gerði svo í hárið á mér og Halli sagði við mig að ef ég myndi ekki hössla í kvöld þá myndi ég aldrei gera það...þetta átti að vera hrós en þar sem ég hösslaði ekki í gær þá gerist það víst ekki eftir því sem hann sagði. Langar samt að gefa honum englastjörnu gærkvöldsins því ég tók eftir því eins og svo oft áður hvað hann er ótrúlega góður strákur. Eftir partýið var haldið á Kaffibarinn þar sem var margt um manninn...eins og vanalega. Ég er greinilega ekki töff gella því ég fíla mig bara ekki nógu vel þarna inni. Ég get ekki fundið stemmninguna...kannski er það vegna þess að fólkið er ekki í neinum fíling að dansa og svona heldur er allt að reyna að vera einhvað. Æi, ég veit ekki, kannski er ég bara einhvað að bulla en það er bara ekki stemmning sem ég er að leita að... Eftir kaffibarinn hófst leitin að Dóra bróður því ég var með lyklana að bílnum hans en hafði ekki hugmynd um hvar hann lagði bílnum en þessi leit tókst betur en leitin að Benóný því að ég fékk sms úr Halla síma sem svo hljóðaði: "Bíddu fyrir utan 22 Dóri". Ég gerði það of fyrr en varði kom Dóri hlaupandi ofan frá Njallanum. Stefán Hallur var svo æstur inni á 22 að biðja okkur að koma inn og sagði að nú ætti að dansa eins og lífið væri að leysa og við systkinin freistuðumst, en það kostaði 1000 kall inn. Váhh!!!!!! Við spurðum hvort við fengjum ekki systkinaafslátt en hinn stífi dyravörður sagði þvert nei.... þá spurðum við hvort við fengjum rauðhærðan systkinaafslátt og þá var okkur bara sagt að hætta að vera rauðhærð þannig að við borguðum total 2000 kr inn fyrir okkur bæði. En inni var gaman og við náðum að dansa þangað til sólin var orðin sveitt.... skemmtilegt djamm sem endaði með því að ég lá á dýnunni inni herberginu mínu og sofnaði við tal bróður míns. posted by benony 3:50:00 f.h.
laugardagur, ágúst 10, 2002
Ég hef gleymt blogginu síðustu daga...áhuginn allt í einu minnkaði...soldið síðan ég var á næturvakt... En ég sé fram á að ég verði duglegri núna. Annars hefur voða lítið á daga mína drifið, það er bara vinna og sofa svona mest. Diljá er komin heim frá Danmörku og ég hitti hana á morgun á GAY PRIDE. Einnig er árshátíð HÁS-klúbbsins og við ætlum að skemmta okkur mest og vera alveg sætastar. Annars hef ég djammað rosalega lítið í sumar, varla neitt miðað við 22 ára stúlku sem ekki hefur kærasta til að glápa með á video. Ég held að ég geti rétt svo talið á fingrum annarrar handar hve oft ég hef djammað DÁN TÁN í sumar...en einhvernveginn finnst mér eins og ég hafi ekkert verið að missa af neinu. Er djammið í Reykjavík ekki alltaf eins?...eða svona næstum. Rétt áður en haldið er á djammið er ég alltaf full tilhlökkunar og vonglöð um að þetta djamm muni breyta lífi mínu...en svo eru bara vonbrigði og þreyta næsta dag. Skemmtilegast hefur mér fundist að enda á SELECT og rugla í fólki sem kemur að kaupa sér pulsu með kartöflusalati það er meira að segja gaur sem heilsar mér sem ég einmitt var einhverntímann að tala við á Select eftir djamm. (Furðulegt) Ég hef ákveðið að gera mér engar vonir með djammið á morgun, hlakka bara til að hitta stelpurnar og djamma með þeim...við erum líka að kveðja Tinnu :( posted by benony 6:51:00 f.h.
miðvikudagur, ágúst 07, 2002
Ég var að spjalla við spákonu sem sagði mér heilmargt um mig og framtíð mína. Ég ætla nú ekki að útlista hvað hún sagði hér en það var margt rétt sem hún sagði og sumt sem ég reyndar skildi ekki en ég hef ákveðið að túlka það sjálf eins og ég held að hún hafi verið að meina. Þar sem ég er með mjög raunvísindalega hugsun þ.e ég trúi oftast ekki neinu fyrr en ég sé það og hef fengið sönnun á því þá á ég mjög erfitt að skilja hvernig hún getur reiknað mig svona út og vitað hver plön mín eru og hvernig þau eiga eftir að ganga. Aðallega fannst mér mjög gott að tala við hana því hún var svo jákvæð og sagði að það væri mjög bjart í kringum mig og svo lagði hún spil fyrir mig sem hún sagði að væru falleg og björt. Reyndar lísti hún fyrir mér manninum mínum og ef ég á að segja eins og er þá hlakka ég til að kynnast honum. En svo er spurnig hvort þetta sé alltsaman bara peningaplokk... Það er eins og ég sé tvær manneskjur...þessi kalda raunvísinda kona og svo þessi sem lifir í draumaheimi og telur að það sé einn réttur sem býður eftir mér (það er nú örugglega eftir of mikinn skáldsögulestur og videogláp)..... það fer bara eftir hvernig skapi ég er! posted by benony 2:31:00 e.h.
laugardagur, ágúst 03, 2002
Ég verð víst bara heima um verslunarmannahelgina...það klikkaði með frí úr vinnunni þannig að ég fer hvergi.... posted by benony 3:59:00 f.h.