Brynja og Drífa eru komnar frá NY í smá stopp og það urðu fagnaðarfundir í gær þegar við hittumst. Ég sótti þær upp í Breiðholt og svo tókum við rúnt niður í bæ. Ég þurfti að fara á næturvakt þannig að við höfðum ekki mikinn tíma. Við náðum samt að kaupa okkur ís og keyra nokkra laugavegi...og spjalla heilmikið því það var frá ýmsu að segja. Við höfðum ekki sést í 3 mánuði og ekki hlegið saman í jafn langan tíma nema kannski í gegnum síma. Við fórum líka í heimsókn til Dísu systur þeirra henni til mikillar armæðu því að hún náði ekki að svæfa strákana sína meðan við vorum á staðnum. Við æstum þá upp með fíflaskapnum í okkur..... Velkomnar heim, Brynja og Drífa. posted by benony 9:32:00 e.h.
þriðjudagur, júlí 30, 2002
Ég átti yndislega helgi....ég er búin að segja frá föstudeginum en sem sé á laugardagskvöldið var mega POWER GIRL PARTÝ heima hjá Diljá þar sem átti bara að tala um túrtappa og snyrtivörur en við töluðum alveg um einhvað annað. Partýið var soldið lengi að byrja en við létum það ekki aftra okkur frá því að dansa eins og vitlausar og skemmta okkur vel. Svo mættu hinar gellurnar og þá fór líka að færast fjör í leikinn. Við hlustuðum á Eurovision diskinn og sungum hástöfum með...."núna ertu hjá méeeer, NÍNA, strýkur mér um vangann, NÍNA!!! Við fundum svo ekki stemmninguna niðri í bæ þó svo að það væru margir...en það er kannski heila málið!!! Ég og Maj-Britt ákváðum að fara að kaupa okkur HLÖLLA niðri í bæ um klukkan fjögur og hittum þá Tinnu galvaska og hún kom með okkur. Svo sátum ég, Maj-Britt, Diljá, Tinna og Sigrún heima hjá Diljá klukkan fimm með hlöllan okkar og horfðum á FRIENDS.....alveg glataðar djammgellur. Það hafði verið skylda að hössla einhverja sæta stráka en við vorum alveg handónýtar í því vegna þess að það var ekki einu sinni augnkontaktur í gangi!!! Reyndar hitti ég tvo stráka sem ég spjallaði við...nöfn strákanna byrja með stöfunum A og B sem er einmitt næstum Benóný en það var samt ekkert í gangi þar.... reyndar kleip Páll Banine í rassinn á mér og Banine eftirnafnið hljómar eins og Benóný ef maður leggur sig fram um að láta það hljóma eins en ég hef ekki áhuga.... posted by benony 2:43:00 f.h.
laugardagur, júlí 27, 2002
Við fórum á STÆLINN, við félagarnir þ.e ég, Jói og Guðjón í kvöld. Það var margt um manninn enda föstudagskvöld og allir í stemmara. Þegar við vorum búin að gæða okkur á máltíðinni fórum við heim til Guðjóns í sleik....smá djók....við fórum semsagt heim til hans því hann var að fara að gera sig til fyrir partý með Írafár. Guðjón á risastóra eðlu sem heitir Elvar einmitt í höfuðið á mömmu minni sem heitir Elfa. Við Jói vorum ekkert smá hrædd við hana því hún er orðin HUGE og ekki nóg með það þá lét hún okkur óspart vita að við værum ekki velkomin með því að hrista hausinn til og frá. Svo fór Jói einhvað að stríða henni þá stökk hún á búrið..... Þegar Guðjón var orðinn sætur og við Jói vorum búin að taka nokkur FREESTYLE spor inn í stofu þá fórum við að sækja töffara bæjarins. Fyrstan ber að nefna Arnar 6 ára sem ég gleymdi einmitt að taka með á ættarmótið sem ég fór á um daginn, og annan ber að nefna Togga Pop sem er að gera það gott í bloggheiminum. Jói bað strákana um að vera ekki að drekka í bílnum nema við biðskyldu, rauðu ljósi eða stefnuljósi.....auðvitað hlýddu þeir því. Það var með tárvot augu og hor í nös sem ég kvaddi þessa ungu fallegu pilta þar sem þeir héldu á vit ævintýranna í partý til Írafár..... ég fór hins vegar á næturvakt á fríhelginni minni því ég kann ekki að segja NEI..... Ég vil ekki vera svona.....ekki sitja og bíða og vona því ég vil bara vera ég vera ég sjálf.....þetta segi ég næst þegar ég vil ekki vinna!!!! posted by benony 5:56:00 f.h.
föstudagur, júlí 26, 2002
Ég lenti í fyndnu atviki í gærkvöldi. Málið var að ég var stödd í 10-11 í Glæsibæ að versla aðeins inn og geng inn í hóp af unglingsstrákum sem standa þarna allir í hóp í djúpum samræðum. Þeir hafa verið um það bil 13 ára gamlir. Einn þeirra víkur sér upp að mér og spyr: "Vilt þú kannski kaupa með okkur blaðið??" "Ha, blaðið?" spyr ég. " Já, klámblað!!!!" posted by benony 6:20:00 f.h.
Það er alveg hræðilegt að lenda í samtölum við fólk sem maður skilur ekki.....ég var nefnilega að tala við gaur sem er bókmennta- og trúabragðafræðingur og hann talaði um sína sérgrein og var einhvað að reyna að rökræða við mig um málefni sem viðkemur því. Ég er náttúrulega með mitt stolt og vil ekki sýnast vera einhvað heimsk þannig að ég reyndi eins og ég gat að taka þátt í umræðunni en hann notaði einmitt mikið hugtök sem ég hef aldrei heyrt nefnd og var ekkert að skilgreina þau fyrir mig þannig að ég bara kinkaði kolli og þóttist vera nýbúin að lesa um þetta. Auðvitað hefði ég bara átt að segja: "veistu ég skil þig ekki....ég veit ekkert um þetta, getum við talað um einhvað annað"! Ég geri það næst :) Svo var ég líka að tala við annan strák sem sagði mér allt um fíkniefni og nú veit ég semsagt hvernig á að reykja úr fötu. Það gefur alveg extra kikk því þá flæða svona 2-3 lítrar af reyknum inn í lungun í einu. Þvílíkt og annað eins..... posted by benony 6:02:00 f.h.
Sigurvegari getraunarinnar er enginn annar en hann Guðmundur Jóhannsson, betur þekktur sem Gummi Jóh eða bara Gjóh. Hann vissi svarið sem er einmitt Húsið á sléttunni. Til hamingju Gummi..... Verðlaunin eru remingskoss frá mér næst þegar ég hitti þig!!!! posted by benony 5:50:00 f.h.
fimmtudagur, júlí 25, 2002
Getraunin stendur enn yfir þar sem enginn virðist vita hvað skammstöfunin HÁS stendur fyrir..... vísbending nr 2: Þetta er skammstöfun á sjónvarpsþætti.... sendið svarið á sarabjons@hotmail.com posted by benony 7:39:00 e.h.
Stefnumótatilboðum hefur rignt inn og ég veit svei mér þá ekki hvað ég á að segja.... Mér voru meira segja boðnir peningar og allt!!!! Kannski hefur alþjóð misskilið tilgang þessa stefnumóts en ég hélt að það væru bara vinir og kunningjar sem læsu þennan póst og vonaðist því eftir að einhverjir af þeim vildu kannski hitta mig einhvað kvöldið.... Ég er búin að velja úr póstflóðinu og fyrir valinu verður MEGA GIRL POWER PARTÝ hjá DJ Diljá á laugardagskvöldið þar sem verður bara talað um túrtappa og varaliti.....við málum okkur eins og við séum að fara að leika í leikriti og gerum greiðslur eins við séum á viktoríutímabilinu. Við ætlum að ýkja það að vera stelpur og njóta þess að vera svolitlar gelgjur... Það er skylda fyrir stelpur sem eru á lausu að hössla þannig að strákar þið eigið von á góðu þegar þið sjáið okkur nálgast....hahaha posted by benony 7:31:00 e.h.
þriðjudagur, júlí 23, 2002
Hæ, ég heiti Sara Bjarney Jónsdóttir og er 22 ára gömul reykjavíkurmær!! Áhugamál mín er vinna mín, þ.e að vera innan um allskonar fólk og upplifa hluti sem ég finn að þroska mig og ég trúi ekki að ég sé að upplifa, einnig hef ég mikinn áhuga á leiklist og söng. Ekki má gleyma þá á ég það til að eiga dansgólfið þegar ég er að fíla tónlistina. (Búin að brjóta nokkur borð)
Ég er að leita mér að stefnumóti með þér kannski.... ef þig langar til að hitta mig, hvort sem þú ert strákur eða stelpa skaltu senda mér email á sarabjons@hotmail.com. Ég ætla að reyna að lesa yfir öll hundruð bréfin sem ég mun fá og hef svo samband. Takk fyrir :) posted by benony 5:28:00 f.h.
Hver var það sem fann upp fingurkossinn???? Ég væri ekkert smá til í að hitta þann mann.....ekkert smá dúlluleg hugsun á bakvið þetta.....koss á hendurnar og svo blása yfir til annarrar manneskju.... dúllí dúll!!! posted by benony 3:51:00 f.h.
"Manstu, Jói þegar við vorum í FB og ég var alltaf að segja þér hvað ég hlakkaði til að útskrifast vegna allra ævintýranna sem biðu eftir mér??" Mér finnst ég upplifa ævintýri á hverjum degi....eða svona næstum því!! Ég er sífellt í aðstæðum sem eru frekar ævintýraleg....en það sem ég fattaði ekki er að ævintýrin eru ekki alltaf ánægjuleg þau geta verið mjög erfið að takast á við en eftir að þau eru yfirstaðin þá lifa þau í minningunni. Ég held að maður verði að vera svolítið meðvitaður um að lífið er eitt allsherjarævintýri...enginn veit ævina fyrr en öll er, það gerir lífið svo spennandi. Á hverjum degi eru einhverjir litlir hlutir sem eiga sér stað og eru ævintýri dagsins stóru ævintýrin gerast á lengri tíma....... Skemmtilegustu ævintýrin eru þau sem koma á óvart. posted by benony 3:49:00 f.h.
Þegar ég kom af næturvaktinni í dag þá var mér illt í öllum skrokknum..... 17 tíma vakt er soldið mikið! Ég sofnaði strax og var vakin af skrýtnum litlum ormum sem voru að stinga fjöðrum í nefið á mér og skellihlógu svo þegar ég gretti mig og kippti höfðinu frá. Grallararnir voru þeir Hjálmar og Sigvaldi litli. Er núna búin að eyða kvöldinu í að horfa á video með bræðrum mínum Dóra og Hjálmari en Mútta hraut inni í herbergi eftir að hafa verið að hrópa upp yfir sig af hrifningu yfir nýja rúmteppinu sem hún var að kaupa. Við horfðum á myndina "Ali" sem er svo sem ágæt en ég var ekkert rosalega spennt yfir henni. Meðan bardagaatriðin voru hlustaði ég á "Otis Redding" í headphoninum mínum og lét hugann reika. Ég er samt alveg viss um að ég þarf að eignast tónlistina úr þessari mynd. Alveg svona Söru-tónlist!!!! posted by benony 3:32:00 f.h.
mánudagur, júlí 22, 2002
Enginn virðist vita hvað HÁS stendur fyrir þannig að ég skal gefa fyrstu vísbendinguna.....
DU DU DURU DUDURU!!! posted by benony 1:24:00 f.h.
sunnudagur, júlí 21, 2002
Var að klára bókina, "Ég, Tina" núna á næturvaktinni. Hún er ágæt. Ótrúlegar lýsingar á því hvernig Ike Turner fór með hana. Barði hana með hverju sem var þannig að hún var öll bólgin og blóðug. Hann meira að segja rifbeinsbraut hana og svo söng hún á tónleikum um kvöldið. Hann átti líka fullt af hjákonum sem hann kom með heim og rak hana úr rúminu svo að hann gæti verið að sofa hjá þessum hjákonum....í hennar eigin rúmi. Það tók hana 24 ár að komast á Toppinn, 8 árum eftir að hún fór frá Ike, en þá fór líka stjarna hennar að skína skært og gerir enn þó svo að hún sé 62 ára í dag. Tina hefur aldrei verið í miklu uppáhaldi hjá mér tónlistarlega séð en ég fíla samt nokkur lög með henni eins og "Private dancer", "You´re simply the best" og "We don´t need another hero". Ég heillast mjög af karakternum hennar, sérstaklega eftir að ég las bókina. posted by benony 9:24:00 f.h.
Þetta er sniðug mynd af Dóra bró á djamminu!!!! Það er eins og gellan sé að klóra honum en hann segist aldrei hafa séð þessa stelpu áður!!!! posted by benony 4:15:00 f.h.
laugardagur, júlí 20, 2002
Vinna, vinna og vinna
Ég er búin að vera að vinna alltof alltof mikið. Í gær vann ég tvöfallt þó svo að ég ætti að vera í fríi og í dag er ég líka að vinna tvöfalt. Á morgun fer ég á næturvakt og á sunnudaginn er ég bæði kvöldvakt og næturvakt. Þannig að þetta verða 56 klst á fjórum dögum. Það er nú aldeilis meira en nóg!!! Er ekki 100% vinna 40 klst á viku?? Ég er að fara langt yfir það. En mér líður mjög vel í vinnunni og ég gleymi eigin vandamálum en það er náttúrulega enginn lausn að sökkva sér í vinnu því rót vandamálanna er alltaf til staðar. Ég var í hálfgerðri maníu hérna í dag og spurði samstarfsfélaga mína: "Finnst ykkur ekki æðislegt þegar maður hlær sig alveg máttlausan, finnst ykkur það ekki???" Þau litu bara á mig með skrítnu brosi og hristu hausinn yfir mér. Þá rankaði ég við mér..... hvaða hallærislega spurning var þetta hjá mér?? hahahaha Ívan vinnufélagi spurði: "rosalega ertu einhvað hamingjusöm" þá sagði Nóri sem er einmitt annar vinnufélagi: "já, hún hlakkar svo til að fara á næturvakt". Er ég nörd eða hvað??? Þeir halda að ég eigi ekkert líf, jú jú, þeir sjá bara að mér finnst gaman í vinnunni. En sumarið er bara alveg að verða búið og ég er alltaf inni og enginn sumarást eða sumarævintýri.... En þetta verð ég hvort sem er að gera þegar ég verð læknir og læknanemi..... vinna, vinna og aftur vinna. posted by benony 6:07:00 f.h.
Ég elska: ....þegar ég er að kreista bólu eða fílapensil og allt í einu "pidd" skýst gröfturinn út......fullnæging.... posted by benony 5:43:00 f.h.
Þetta er Maj-Britt vinkona mín!! Hún er með mér í HÁS-klúbbnum. Þessi klúbbur var stofnaður í fyrrasumar þannig að við verðum eins árs í ágúst. Stofnkvöldið okkar vorum við allar klæddar einhverju rauðu, svörtu og galla, þannig að við vorum eins á litinn. Þetta var mjög skemmtilegt kvöld. Klúbburinn reynir að gera einhvað skemmtilegt saman bæði einhvað djamm eða einhvað annað svona aktivity. Meðlimir eru ég, Maj-Britt megabeib, DJ Diljá Tinna gæi og Sigga sæta. Ekki óskemmtilegur hópur það..... Maj-Britt er einmitt núna búin að bjóða HÁS heim til sín í súpu og spil. Það verður fjör!!!
Smá getraun!!!!! Fyrir hvað stendur HÁS?? Sendið bara einhvað sem ykkur dettur í hug.... (Hás-stelpur bannað að segja...)sendist á sarabjons@hotmail.com posted by benony 5:28:00 f.h.
Í JÓA JÓA, í Jóatúni, Jóatún
ÉG var við það að ærast þegar undurfríð rödd sem ég kannaðist við heyrðist frá sjónvarpstækinu mínu í kvöld. Haldið ekki að Jói sé í auglýsingu með alveg fullt af setningum. Hann tekur sig vel út í rauða Nóatúns gallanum..... Nú kalla ég Nóatún ekkert annað en Jóatún. posted by benony 2:37:00 f.h.
fimmtudagur, júlí 18, 2002
Ég átti yndislega kvöldstund í gær með Diljá , Jóa og Dóra bró!!! Diljá bauð nefnilega í mat og ég er alveg búin að sjá að Diljá er meistarakokkur. Ég held bara að matarástin hafi bæst við alla ástarflóruna sem ég hef á henni. Jói hafði líka fullt af skemmtilegum sögum sem við áttum eftir að heyra þannig að við skemmtum okkur vel. posted by benony 6:00:00 e.h.
Ég var við það að labba inn í sjoppuna upp í Hólagarði þegar lítil stúlka lítur á mig með vonarneista í augunum og réttir fram lófann sem er fullur af tíköllum og einakrónum. "Viltu kaupa handa mér sígarettur" spyr hún. Mér brá við í smá stund og vissi ekkert hvað ég átti af mér að gera þegar ég rankaði við mér og sagði : "nei, auðvitað ekki, ég myndi vera þá með samviskubit í allan dag ef ég gerði það". Þegar ég var búin að kaupa það sem ég þurfti inni í sjoppu kom ég út og þá voru krakkar fyrir utan að æpa á mig, " Helvítis druslan þín, BELJA"!!!! Ungdómurinn í dag er svo kurteis eða hitt þó heldur!! posted by benony 5:55:00 e.h.
þriðjudagur, júlí 16, 2002
ég er búin að eignast kærasta á deildinni. Hann býður mér arminn í hvert skipti sem hann sér mig og kaupir handa mér nammi í tíma og ótíma. Hann er sjötugur og mér finnst við frekar sæt.... posted by benony 1:01:00 f.h.
sunnudagur, júlí 14, 2002
Komin heim frá Syðri-Langholti Flúðum mjög svo mygluð..... Á okkur var rignt eins og hellt væri úr fötu og það var svo mikið rok á laugardeginum að tjöld fuku og voru hetjur úr fjölskyldunni sem hlupu á eftir tjöldum og öðru dóti og komu því í skjól. Meðan þeir voru í björgunarleiðangrinum var þorri fjölskyldunnar í sundi á Selfossi í einhverjum kæruleysisfíling!!! "FUCK IT" heyrðist á vörum fólksins enda potturinn svo heitur að hann dró úr fólki allan mátt.... Ég var sem sagt á eins konar ættarmóti eða réttara sagt fjölskyldumóti því þarna var samankomin stórfjölskyldan þ.e amma, börnin hennar, barnabörn og barnabarnabörn. Þrátt fyrir slæmt veður skemmtum við okkur vel... Eitt fyndið móment var þegar ég gerðist "driver fyrir drukkið fólk" eins og svo oft áður, ég sem sagt fór á jeppanum hans Gunnars Snævarrs frænda og keyrði hann, Unndór frænda úr Grindavík og Dóra bróður á Selfoss til þess að komast í einhvað partý. Þegar komið er á Selfoss er mjög svo dauð stemmning í bænum og ekkert fútt að gerast. En þar sem þeir eru frekar svona "desperate" þá vildu þeir endilega fara í bæinn...kl var þá þrjú um nótt þegar þetta var ákveðið. Þar sem ég er frekar skynsöm stúlka sagði ég að það kæmi ekki til greina því að við værum komin þá í bæinn um fjögur-hálffimm og hvað þá?? Þannig að við keyrðum aftur tilbaka og ég fékk að heyra:" Ef þú værir skemmtileg þá værum við á leiðinni í bæinn núna!!!" Ég hlæ nú bara að þessari vitleysu. Þegar tilbaka var komið var ég komin í einhvern svefngalsa þannig að ég var með "Stand-up" í langan tíma. Strákarnir voru þá vægast sagt við það að drepast... en það heyrðist samt hlátursuml á milli dauðakippanna. Gunnar lifnaði svo við um kl 10 og var ferskari en grænmetið í Nýkaup og var búin að taka niður tjaldvagninn á "no time". Ég hefði getað drepið hann á þessum tíma. posted by benony 11:22:00 e.h.
föstudagur, júlí 12, 2002
Þá er það bara Flúðir um helgina!!! Jibbý!! Jói og Gummi have fun in Siglufjörður..... posted by benony 8:32:00 f.h.
Ég var aðeins of snemma á ferðinni í vinnuna áðan þannig að ég tók einn rúnt niður Laugaveginn, bara svona létt stemmning að syngja ein með sjálfri. Ég stóð mig að því að vera að skoða alla strákana sem löbbuðu þarna hjá og gagnrýnin var alveg í hámarki hjá mér. "Nei, þessi er með of sítt hár, þessir eru of Amerískir, neeeei þessi er of góðlegur, þessi er of dópaður, þessi er of mansonlegur, þessi er of hallærislegur, þessi er of rauðhærður, þessi er ooof mikið chokko, þessi er of klígjulegur......osfrv" Ég meina hvað þykist ég eiginlega vera.....Mrs perfect eða hvað??? Ef ég fer að pæla í því þá er ég þetta allt saman... Ég er með sítt hár, ég get verið mjög amerísk með hamborgararassinn minn, ég er góðleg því brosglottið fer ekki af vörunum á mér, ég er dópuð-sæluvíma þið kannist við hana, Manson og ég erum heitasta parið, ég er mjög hallærisleg einkum þegar ég er að syngja geðveikt hátt í sturtu (alveg búin að gleyma mér) og einhver öskrar "ÞEGIÐU", ég ER RAUÐHÆRÐ og stolt af því, ég get verið rosaleg chokkógella þegar kem úr sólbaði öll brennd og set á mig gloss og síðast en ekki síst er ég mjög klígjuleg stundum, með síðustu máltíðina all over, á milli allra tanna, á fötunum mínum og út á kinn. Þarna komst ég að því, Benóný er góður amerískur dópisti sem er með sítt rautt hár, mjög hvítur í framan með svart undir augunum, slefar þykkum slef um leið og hann rekur við (helst framan í mig) hann klæðist hallærislegum fötum og fer í ljós....bíddu nei, hann er hvítur í framan....bíddu ok, hann fer í ljós og púðrar hvítu yfir. Það ætti að vera auðveldara að finna hann núna þar sem ég hef áttað mig á þessu..... posted by benony 6:11:00 f.h.
Þarna erum við komnar vinkonurnar!!!! Þetta er sem sagt ég og Diljá vinkona mín í fíling á Hverfisbarnum. Langaði bara að sýna andlitin á okkur svo við séum ekki eins mysterius. posted by benony 5:28:00 f.h.
Þetta er mynd af mér Gumma Jóh og Hlyni í Eldborg 2001 um verslunarmannahelgina (Takk fyrir lánið Bendt ).Mikið rosalega var nú leiðinlegt á þessari hátíð!! Það skemmtilegasta var náttúrulega að hlusta á Palla og félaga og fyndið að sjá þegar gítarleikarinn trylltist vegna spennunar og múgæsingsins þegar þeir komu á svið að hann braut gítarinn sinn. Svo var náttúrulega EINHVER búin að stela svefnpokanum mínum og ég þurfti að sofa á fótum ákveðinnar manneskju sem sífellt var að sparka þeim í hausinn á mér. En samt alltaf gaman að vera í góðra vina hópi.... Hvað er svo heitast að gera núna um þessa verslunarmannahelgi?? ER það kannski bara bærinn, eða Eyjar ef til vill??? Ég er ekki búin að heyra neitt hvert straumurinn liggur.... Tell me, tell me, tell me once...tell me twice... posted by benony 5:08:00 f.h.
Ég var sko aldeilis úldin þegar Jón Gunnar læknir kom í heimsókn til mín í gær. Hann kom um kl 17:00 en ég var enn með augnstýrurnar í augunum og hárið túperað upp í loft eins og hjá grýlunum forðum daga. Hann sagðist vera komin til að athuga geðheilsu mína þar sem hann hafði verið að hlusta á talhólfið mitt og honum fannst ég einhvað skrítin samkvæmt því!!! Ég spratt upp, heilsaði upp á karlinn og fór svo á kaf ofaní glósurnar mínar frá "Numerus Clausus" þ.e læknaglósurnar því raunveruleg ástæða heimsóknarinnar var að hann ætlaði að fá þær lánaðar fyrir son sinn sem er að byrja í haust í læknadeildinni. (Like father like son) Og hann fékk þær.... Við Jonni ræddum svo heilmikið og ég útskýrði hvað sonur hans ætti að leggja mesta athygli á hvað litla. Við fórum svo að tala um ýmislegt tengt læknisfræði og hann fræddi mig um margt sem ég ekki vissi. Mér finnst svo rosalega gaman að tala læknamál þó að ég kunni það ekki að fullu en ég skil samt undirstöðuatriðin, einhvað sem ég hristi hausnum yfir áður. OHH það er svo gaman að vita einhvað sem maður vissi ekki áður og ekki allir vita...... posted by benony 3:40:00 f.h.
fimmtudagur, júlí 11, 2002
DAVÍÐ ÓLAFSSON!!!!!! DAVÍÐ ÓLAFSSON!!!!! ÉG er að leita að DAVÍÐI ÓLAFSSYNI TAKK!!! posted by benony 2:48:00 f.h.
ÉG er að klikkast í andlitinu... ég er svo brennd!!! Ég sofnaði á svölunum heima eins og ég fengi borgað fyrir það í dag og ber núna nafn með RENTU þ.e rauðka og rauðhaus. I am RED!! Og strákar!!!! ÉG lá á bikiníi í sólbaði eða réttara sagt bikiníbrjóstahaldara og stuttu pilsi og dreymdi um BENÓNÝ!! Svaka beibstælar. Nú er ég mætt galvösk á næturvakt alveg nákvæmlega eins og ég fengi borgað fyrir það og er bara hress eftir yndislegan dag og skemmtilega kaffihúsarferð með Guðnýju vinkonu. Við fórum Thorvaldsen bar og ég fékk með MALT og hún KAKÓ!! Flottar gellur...
ÉG og Diljá getum ekki talað saman eins og einu sinni. Nú berst talið alltaf að einhverju bloggtengdu og það endar alltaf með hláturskasti samt því við fílum okkur eins og mestu nörda sem til eru... HVAÐ getum við gert??? posted by benony 2:45:00 f.h.
miðvikudagur, júlí 10, 2002
Ég var að horfa á brúðkaupsþáttinn "JÁ" áðan sem oftar. Einu sinni þegar ég var að horfa á þáttinn í vinnunni sagði einn strákur sem vinnur með mér að ég væri "DESPERATE PIPARJÓNKA" (hann sagði þetta með þvílíkri vanþóknunarrödd þannig að ég fór að hafa smá áhyggjur, en bara í smá stund). ÉG öskraði bara "SOOOO"!! og þá sagði hann: "FIII". Mjög sniðugt samtal híhí!! En í þessum þætti þá var verið að spurja börn hvað þeim fyndist um brúðkaup og allt í kringum þau. Helmingur strákanna sem voru frá 6-8 ára ætluðu sko ekki að gifta sig. Mér finnst svo fyndið með þennan aldur hvað hitt kynið er einhvað voða viðkvæmt mál hjá þeim. Sigvaldi litli sem er sonur systur minnar er 9 ára gamall og hann alveg tryllist þegar maður spyr hann um stelpur. Þess vegna er svo yndislegt að stríða honum, haha!! Bjarki , kærasti systur minnar og því stjúppabbi hans er alltaf að stríða honum og síðast þegar hann var að stríða honum fékk Bjarki heilt kókglas yfir sig. Sigvaldi bara skvetti kókinu framan í hann!!!! skondin saga! ;)
p.s Myndin er af Elínu sem er þáttastjórnandi þáttarins, hún er sæt!! posted by benony 1:09:00 f.h.
Hjálmar er mættur á svæðið..... ekki var um dauðaslys að ræða en fjórir voru fluttir með sjúkrabílunum. Það virðist sem einn bílstjórinn hafi misst stjórn á bílnum og keyrði í gegnum grindverkið sem er á milli akgreinanna og ég veit ekki hvað gerðist svo en allavega voru fjórir bílar sem lentu í árekstrinum. Takk fyrir posted by benony 12:43:00 f.h.
Sara Bjarney er fyrst með fréttirnar.... Slys varð á Miklubrautinni með þeim afleiðingum að einn bíll fór út af brautinni og annar er klesstur á veginum. Við sjáum ekki þriðja bílinn af svölunum heima en þriðji og jafnvel fjórði bíllinn er í hvarfi og ég er hrædd um að þar sé fólk slasað. Tveir sjúkrabílar og einn klippibíll eru komnir á vettvang og vona ég að fólk sé ekki slasað alvarlega. Við heyrðum mikinn hvell og svaka læti alveg inn í íbúðina og hlupum strax út á svalir. Hjálmar gerði sér lítið fyrir og hljóp á staðinn og býst ég við honum með nánari fréttir eftir skamma stund. Þetta er Sara sem talar frá Gnoðarvogi í Reykjavík. posted by benony 12:31:00 f.h.
mánudagur, júlí 08, 2002
Þá var er ég loksins búin að fara í klippingu. Það er nú samt engin mikil breyting en ég er voða ánægð!!! Mamma sagði að ég væri eins og RACHEL í FRIENDS og þá get ég náttúrulega ekki verið annað en ánægð! Hún er nú alveg sætust!! Guðbjörg vinkona hennar Evu klippti mig og ég er voða ánægð með hana. Hún er ótrúlega klár klippikona. Hún litaði líka hárið og setti svona rauðar og dökkar strípur voða flott, þær eru samt ekki voða áberandi. Ég fór og hitti DJ Diljá og Maj-Britt í lunch í hádeginum náttúrulega og við fórum á Victor og fengum okkur að eta. Ég fékk mér svona TEX MEX kjúklingasamloku og hún bragðaðist mjög vel. Meðal annars ræddum við þetta skemmtilega + hræðilega hössl hennar Diljáar um helgina, það kennir manni að strákar eru oft ekki með öllum mjalla...... híhíhí posted by benony 9:05:00 e.h.
sunnudagur, júlí 07, 2002
Endilega skráið í gestabókina mína.... mér þætti vænt um það!!! posted by benony 5:38:00 e.h.
Jæja, nú er ég að koma af tvöfaldri vakt í vinnunni. Ég er búin að vinna heila 16 tíma samfleytt og á svo að mæta aftur eftir 8 tíma, þ.e ég á að mæta kl 8:00 í fyrramálið. Ef ég er ekki að verða vinnunagli þá veit ég ekki hvað. Þetta er ekki mikil erfiðisvinna en hún er mjög andlega erfið og stundum eins og í dag þá erum við á fullu allan daginn við að baða fólkið og koma af stað matnum, tala við sjúklingana og fara svo í göngutúra. Þannig að ég er þreytt núna.....en þetta kemur allt með hunangi. Ég hlakka til að skríða uppí, góða nótt kæru vinir :) posted by benony 1:16:00 f.h.
föstudagur, júlí 05, 2002
Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag, hún á afmæli hún SIGGA, hún á afmæli í dag!!!! Til hamingju með 28 ára afmælið gamla tjelling (haha, fattaðir þú þennan Diljá?) Ég hlakka til að hitta þig kæra afmælisbarn á Sticks ´n sushi í kvöld!!! Þá getum við rokkað saman í tilefni dagsins.... posted by benony 8:17:00 e.h.
Ég þoli ekki 1. ......þegar mér er selt einhvað sem mig langar ekkert í
2. ......þegar mamma vill endilega að ég máti einhverja hræðilega flík þannig að ég lít út eins og fáviti.
3. ......hvað kók er gott
4. ......hvað það er erfitt er að koma sér af stað í leikfimi
5. ......að allir bestu strákarnir eru fráteknir
6. ......hvað allt er dýrt út á landi en samt lélegri þjónusta
7. ......smjaður
8. ......óréttlæti
9. ......vel stæða menn sem stela frá þjóð sem inniheldur öryrkja og heimilislausa (Árni Johnsen)
10. ....hvað sumir þurfa að hafa lítið fyrir hlutunum en aðrir mikið
Ég elska: 1. ......Ísland á sumrin
2. ......heitt bað og kertaljós
3. ......að koma úr síðasta prófinu og hafa gengið rosa vel
4. ......tímann eftir langan hlaupatúr eða sundsprett
5. ......að fá blóm frá börnum sem þau hafa týnt
6. ......að hlægja mig máttlausa
7. ......horfa á hamingjusöm pör og vita að það kemur bráðum fyrir mig að vera ástfangin
8. ......fá bréf í gegnum póstlúguna
9. .....vera í góðu gítarpartýi
10. ...liggja endilöng á risastóru túni og finna hvað ég er lítil
11. ...velta mér upp úr heyi
12. ...slást við krakkalinga
osfrv....
Váh, hvað var miklu auðveldara að finna einhvað sem ég elska, posted by benony 1:56:00 f.h.
Ég vil þakka Togga fyrir hjálpina, hann var alveg í sjokki yfir því hvað ég kunni lítið í sambandi við blogg og hjálpaði mér að laga hluti sem betur máttu fara hérna á síðunni. Toggi er líka netstjarnan.... posted by benony 1:19:00 f.h.
fimmtudagur, júlí 04, 2002
Flott setning sem sjúklingur sagði á deildinni: "Veistu hver munurinn er á sjúklingum og starfsfólki á geðdeild? Sjúklingarnir eru búnir að leita sér hjálpar" posted by benony 4:18:00 f.h.
Þetta er hann Dóri bróðir minn, betur þekktur sem rassahnykkjadansarinn á helstu skemmtistöðum borgarinnar! Hann tók upp á því að vilja verða listamaður og teiknar núna allt í einu alveg listavel. Kannski er það listinn sem er að koma honum út úr skelinni því áður fyrr sat hann bara við barinn og fannst glatað að dansa. Nú er hann aðaldansarinn og stelpurnar gjörsamlega falla í trans þegar hann byrjar. Þar sem stelpurnar eru alltaf í transi þá er hann maður einsamall. Ef þið viljið kynnast honum sendið mér endilega meil. p.s hann segir líka ótrúlega skemmtilega brandara í rútum.... í mækinn þá þú skilur!!! posted by benony 2:49:00 f.h.
miðvikudagur, júlí 03, 2002
Sólin farin að skína Jæja, nú er klukkan orðin sex um morguninn og ég er enn í vinnunni. Ég er orðin svolítið sybbin en þetta er búið að vera mjög róleg nótt. Mér sýnist þetta ætla að verða yndislegur dagur í dag... sólin er allavega að skína og það er alveg heiðskírt. Ég ætla að reyna að sofa til 14:00 og reyna kannski að fara í heimsókn til ömmu. Það er samt hægara sagt en gert fyrir mig að sofa bara í sex klukkutíma því ég er svo rosalega mikil svefnpurrka. Ég alveg bora mig niður í koddann þegar mamma er að reyna að vekja mig og það heyrast einhver óhljóð frá mér sem ég get ekki abað eftir mér. Í gær svaf ég til 16:00 og fór svo með mömmu í Kringluna. Ég keypti mér bol í "KELLO" hahaha. Eins og ég, Brynja og Drífa erum alltaf búnar að gera mikið grín af þessari búð. Heitir "KELLO" og selur kellingaföt. Ég veit að þær fá slag þegar ég segi þeim frá þessu. En bolurinn er samt svona stelpubolur.... :) Svo keypti ég náttúrulega geisladiskinn sem ég sagði frá fyrr. Eftir Kringluferðina fór ég svo í matarboð hjá Siggu vinkonu. Takk æðislega fyrir mig Sigga sæta, þú ert meistarakokkur!!! Við HÁS-systur + Bjarki(kærastinn hennar Maj-Britt) borðuðum svona Tortelli ( ég held að það heiti það. Við horfðum á brúðkaupsþáttinn "JÁ" á meðan við borðuðum og skemmtum okkur alveg þrælvel yfir honum. Það var svona chokko par að gifta sig í þættinum, reyndar mjög sæt stelpan, en þau voru bara einhvað svo fyndin með alveg sinn einkahúmor og gaurinn klúðraði alveg momentinu þegar hann átti að kyssa brúðurina og blikkaði í cameruna rétt áður. Ég hefði hlaupið út ef ég hefði verið hún......segi svona!!! Váhh hvað það er gott veður annars... ég vona að það haldist :) posted by benony 8:22:00 f.h.
Gæsahúð Ég er alveg ótrúlega glöð núna..... fyndið hvað þarf lítið til stundum til að maður fái kitl í magann. Ég keypti mér nefnilega svo ótrúlega skemmtilegan geisladisk áðan. Það er gamall diskur með Otis Redding. Ég var að hlusta á hann áðan og ég fékk gæsahúð um allan líkama við ÖLL lögin á disknum. Það er mjög sjaldgæft. Meira segja þegar ég hlustaði á lag nr 18 sem er "Try a little tenderness" þá fékk ég tár í augun.... ég veit ég er væmin en hugsið ykkur hvað þetta er áhrifamikil tónlist. Hann er með svo ótrúlega rödd og tilfinningin alveg vellur upp úr honum í lögunum. Hann eiginlega grætur þegar sorglegu lögin eru en hlær þegar gleðilögin eru. Váh hvað ég er ánægð með þennan disk. Ég hlakka svo til að komast heim til að hlusta á hann. Ég er svo ánægð að vera búin að finna mér uppáhalds karlkyns soulsöngvara, ég er nefnilega með svo margar uppáhalds kvenkyns soulsöngkonur. Aretha Franklin er náttúrulega uppáhalds og svo er Randy Crawford líka í miklu uppáhaldi. Billie Holliday virkilega grætur þegar hún syngur, tilfinningin er svo mikil en mér finnst samt skemmtilegra að hlusta á hinar tvær, veit ekki alveg afhverju. Ef mér yrði sagt að ég myndi syngja eins vel og þessar sönkonur ef ég myndi fita mig í sama form og Aretha þá myndi ég (held ég) alveg gera það. Ég er alltaf að reyna að syngja eins og hún en eftir smá stund hljóma ég bara eins og hórumamma sem er búin að drekka visky allt sitt líf og er að vakna eftir fimm daga viskýfyllerý. Allavega er ég farin að öskra til að fylgja henni og þá er mér sagt að ÞEGJA af fjölskyldumeðlimum mínum.....þannig að þetta gengur ekki alveg nógu vel hjá mér.
Gummi ég sá að þú varst að leita að hljómsveitarmeðlimum, ég get sungið, eða öskrað!!! Svo æfði ég djassballet í 10 ár þannig að ég get dillað mér :) posted by benony 6:38:00 f.h.
Mér leiðist svolítið í vinnunni, ég er á næturvakt!!!! Allir bara sofandi, en ég er hætt núna að taka test..... best að ég fari að segja einhvað af viti. posted by benony 6:16:00 f.h.
Þetta er Gummi Jóh og afi hans!! Hann Gummi var svo elskulegur að kenna mér að setja svona myndir inn og ég fékk mynd hjá honum til að prófa. Takk elsku Gummi minn, ég veit hvert ég leita ef ég hef fleiri spurningar :) posted by benony 2:18:00 f.h.
þriðjudagur, júlí 02, 2002
Kirkjubæjarklaustur Ferðalagið sem ég fór í um helgina varð hina mesta skemmtun þó svo að veðurguðirnir væru okkur ekki hliðhollir. Við reyndum eftir fremsta megni að elta góða veðrið og fengum því veðurstofuna til liðs við okkur til að segja okkur hvar besta veðrið væri nú á landinu. Veðurstofan sagði að það væri heitast á Kirkjubæjarklaustri þannig að þangað fórum við. Þegar við komum þangað var yndislegt kvöld og mjög heitt. Eftir að við vorum búin að tjalda þá gat Hjálmar ekki staðist öll fjöllin þannig að hann hljóp upp á topp á 5 mín. ( hann er alveg ofvirkur þegar kemur að íþróttum og útivist). Einhver karl sem var með tjald við hliðina á okkur verðlaunaði hann svo með Gulli (Egils bjór) þegar hann kom niður. En drengurinn er ekki nema 16 á þessu ári þannig að hann mátti ekki drekka hann fyrir mömmu. Daginn eftir byrjaði að rigna og við gátum ekki annað en hlegið þegar veðurfréttirnar sögðu um kvöldið: "Mesta úrkoma mældist á Kirkjubæjarklaustri í dag". Svona er þetta, týpískt, eins og maður segir. Það voru nokkur celeb sem við sáum þarna og ég gat ekki annað en sett upp zoolander lookið mitt þegar Andrea Brabin sat beint fyrir framan mig. Hún tók samt ekkert eftir mér og bauð mér ekki hlutverk í neinni auglýsingu en fyrir þá sem ekki vita þá er hún fyrirsæta og rekur Casting. Það sem var svona fyndnast frá ferðinni var þegar við systkinin og Margrét kærasta Silla bró fórum á sveitaball þarna á Kirkjubæjarklaustri. Í bandinu var einn gaur með gítar og svo annar með skemmtara sem söng einnig. Þeir spiluðu svona stuðlög, aðallega bara viðlögin úr lögunum og við dönsuðum eins við ættum líf okkar að leysa. Við vorum alveg aðal á svæðinu og flottast var held ég fiðludansinn okkar Margrétar og svo náttúrulega klassíski gítardansinn hennar Nadíru. Dóri kom náttúrulega ferskur inn með svona rassahnykkjadansinn og Silli var líka að meika það með Bill Cosby dansinn sinn. Hjalli má eiga það að það var skemmtilegast að dansa við hann svona "in his arms" en maður varð samt svolítið móður því að hann þaut með mann um dansgólfið. En nú kemur hápunkur ballsins!!!!! Þarna voru sveitastrákar sem voru svo rosalega skotnir í Margréti og létu hana ekki vera. Einn þeirra var alltaf að pota í hana eftir að hún var búin að segja honum að láta sig vera. Það endaði með því að hún talaði við dyravörðinn og sagði honum að segja stráknum að láta hana vera. Það fór náttúrulega ekki framhjá gæjanum að Silli og hún voru kærustupar þannig að hann sat útí horni og gaf Silla svona "evil look" og "Fuck merki"!!! Finnst ykkur þetta ekki ótrúlega hallærislegt???? Svo var hann að safna liði á móti Silla og einhver gaur kom að honum og sagði: "ég myndi liðka mig ef ég væri þú"!! Glatað lið!! Sem betur fer var löggan fyrir utan þannig að við hoppuðum upp í bíl og keyrðum upp í bústað sem við fengum okkur út af rigningunni. Annars hefðum við bara lent í hópslagsmálum því ekki hefðum við setið og horft á meðan var verið að berja Silla, ó nei!!! posted by benony 7:47:00 f.h.
Mig langar svo rosalega til að kunna að setja myndir á síðuna mína. Ef einhverjum langar að hjálpa mér þá verð ég alveg svoooona :) glöð. posted by benony 3:27:00 f.h.
Ég fékk þetta test á síðunni hjá Godnew vinkonu, en ég er kannski ekki alveg sammála að ég sé svona yfirdrifið rómantísk, frekar hefði ég viljað vera höfuðið eins og Guðný en annars er líka gott að hafa hjartað á réttum stað :) posted by benony 2:35:00 f.h.