Ég átti stórgóð áramót í góðum félagskap. Þetta voru strákarnir mínir og kærustur þeirra...fyndið hvað allt í einu allir eru komnir með sætar kærustur. Greinilegt að maður getur ekki flutt búferlum því þá sjá strákarnir að þeir geti ekki fengið mig og þá er bara næsta tekin. Arnar heldur samt enn í vonina og vorum við eina einhleypa liðið á svæðinu......við erum ekki bitur (aumingjarnir ykkar). :) posted by benony 6:51:00 e.h.
laugardagur, desember 28, 2002
Jæja mig langar aðeins að segja hvernig fríið mitt er búið að vera...
Á annan í jólum skellti ég mér á BSÍ til að taka rútuna til Grindavíkur til að hitta hana Evu vinkonu mína. Ég var náttúrulega alveg að meika það á þessu ferðalagi því nú gat ég loksins talað íslensku þegar ég var að spyrjast fyrir um komutíma og svoleiðis. BSÍ er staðurinn sem ég væri til í að hanga á í framtíðinni. "Hey, stelpur, ég er að fara að tjilla niðri á BSÍ"!! Ég meina það, BSÍ er staðurinn. Þegar komið var að brottför fór ég út en sá enga rútu. Þarna var bara maður með svona stóran bíl og ég sagði honum að ég væri að fara að til Grindavíkur og hann sagðist einmitt vera að fara þangað líka og ég hoppaði upp í. Við vorum bara þrjú sett í þennan bíl og ég bara táraðist yfir þessu því þetta var eitthvað svo íslenskt :) Ekki get ég trúað að þeir græði mikið á þessum ferðum. En þetta var svona frekar bæld ferð því að sitja svona þétt með liði sem ég hef aldrei séð er ekki alveg það besta.
Það var yndislegt að hitta Evu eins og alltaf....reyndar kom ég inn í jólaboð hjá tengdaforeldrum hennar og allir voða fínir en ég í víðri peysu og víðum buxum. En þetta hefði verið óþægilegt ef ég hefði ekki þekkt liðið og ég bara knúsaði mömmu hans Rafns og settist til borðs. Þar voru afgangar settir á borð fyrir mig og ég át að mínum hætti ein meðan allir horfðu á og voru með áhyggjur að ég væri ekki með nóga sósu eða brauð. En þetta var æði gott og ég borðaði mig sadda eins og er voða í tísku þessa dagana.
En svo fór ég og skoðaði nýja húsið sem þau skötuhjú eru búin að kaupa og það er risastórt með uppþvottavél og allt. Ég hugsaði til herbergiskytrunnar sem ég bý í úti með litla eldhúsinu sem er með tvær hellur en engan ofn. En mér finnst bara kósý að byrja svona lítið og svo enda ég bara í höll þegar ég er orðin gömul.
Við Eva sungum mjög mikið eins og við erum þekktar fyrir og mér fannst alveg frábært hvað það fór ekkert í taugarnar á Rafni að við værum að garga þetta, hann horfði bara ástfangnum augum á Evu sína og hlustaði! Þau eru æði saman.
Við Eva kjöftuðum til fjögur um nóttina og vekjaraklukkan hringdi klukkan hálf sex og þá hafði ég ekkert náð að sofna þannig að þegar ég kom heim klukkan átta var ég ósofin og girnileg.
Ég svaf svo til þrjú um daginn og var bara að dandalast það sem eftir var dagsins....fékk löng samtöl símleiðis frá mjög góðum vinum og það er alltaf svo gott. Gústi sótti mig svo klukkan hálf níu og við fórum á kaffarann (kaffihús). Það var afskaplega gaman að hitta karlinn og þar sem það er að koma áramót og mér finnst svo gaman að gera upp árið þá tilnefni ég Gústa sem HERRA BENÓNÝ 2002 :)
Í dag er ég svo búin að vera að hanga með Láru babe vinkonu minni í Kringlunni og við náðum að skipta jólagjöfum sem við höfðum fengið. Ég skipti pilsi sem ég fékk og fékk í staðinn algöran gellubol sem ég er voða gella í. Ég held ég gæti barasta drepið gæjana í þessum bol. Þeir deyja á þann hátt að ég labba inn á staðinn með svona zoolander svip já hann kallast magnum auðvitað og dilla rassinum í takt við tónlistina. Það líta náttúrulega allir á mig (auðvitað) og ég lít á móti og losa um Magnum og skipti yfir í murderlooker svipinn sem ég kýs að kalla MURDER ON THE DANCEFLOOR 2002 Við þetta líður yfir gæjana og þeir falla í gólfið hahahha, nei þeir falla beint yfir á nýju lærvöðvana mína og þá er náttúrulega út um þá..hahhahahahhahha
Jæja, hætt að bulla... ég ætla sko á djammið í kvöld og dansa eins og ég sé að dansa í síðasta skiptið dömur mínar og herrar mínir!!! Sjáumst þar.. posted by benony 9:42:00 e.h.
fimmtudagur, desember 26, 2002
The storyteller
Ég held að Dóri bróðir sé að verða smá leiður á mér!!! Við vorum nefnilega saman á hverjum degi í heilt ár áður en ég flutti út og eftir það þá heyrðumst við bara einu sinni í síma. Núna þegar við erum saman á ný finnst mér ég verði að segja honum allt sem hann hefur farið á mis við síðan ég flutti og er því alltaf að segja honum sögur. Í gær skrapp ég út og þegar ég opnað hurðina var ég strax farin að segja honum sögu frá því sem hafði gerst meðan ég var í burtu!!! Dóri hrópaði upp yfir sig.." SARA, RÓLEG, þú ert ekki einu sinni komin inn og þú ert byrjuð að segja mér sögu frá því sem gerðist fyrir 2 sek síðan. Þá rann upp fyrir mér að ég hef ekki samkjaftað síðan ég kom heim og Dóri hefur alveg fengið mestu útreiðina. Fyrirgefðu Dóri minn, þú ert bara svo góður hlustandi....eða þú veist!!
Ég var að horfa á Bridget´s Jones´s Diary áðan og ég fann mig mikið í henni...eins og t.d appelsínuhúðin, og vonlaus í ástarmálum, og klaufi... kannski geta allir fundið sig í henni... Svo náði ég að grenja yfir Ikingut sem er íslensk bíómynd sem Silli bróðir klippti. Ég fór á frumsýninguna hérna um árið og skemmti mér þrælvel. Í frumsýningarpartýinu voru litlu strákarnir að leika sér voða sætt og gátu samt ekkert talað saman því íslenska og grænlenska eru ekki beint lík tungumál. Svo voru foreldrar grænlenska stráksins alveg peðfull...en þau eru náttúrulega grænlensk þannig að það er ekkert skrítið! Sem minnir mig á að fyrsta fólkið sem ég hitti þegar ég lenti í Danmörku voru grænlendingar á rassgatinu...hvað er málið með þetta??
Ég er södd og þreytt...best að fara að lúra :) posted by benony 3:40:00 f.h.
miðvikudagur, desember 25, 2002
Gleðileg jól
Jólin gengin í garð og allt með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það sem vekur gleði á jólum eru jólabörnin því ef þau væru ekki þá væri lítill tilgangur með þessu. Jólabarnið í mér virðist minnka og minnka með hverju árinu...en ég er viss um að það komi aftur eitthvert árið.
Jólabarn minnar fjölskyldu er án efa Hjálmar bróðir minn sem er 16 ára. Hann er voða svona gaur kominn með dimma rödd en þegar jólin eru að koma byrjar hann að ljóma og tilhlökkun hans fer ekki á milli mála. Hann er líka mjög svo fastur í hefðir þannig að ef eitthvað er ekki eins og síðastliðin jól þá finnst honum allt ónýtt. Kertasníkir gefur honum í sokkin á hverjum jólum á aðfangadagsmorgun en hann var eitthvað viðundan í ár og gleymdi að búa til handa honum þannig að ég hringdi í jóla og við brunuðum saman upp á Select klukkan eitt aðfararnótt aðfangadags og keyptum saman fullt af nammi og dóti. Ef Hjálmar hefði sótt sokkin tóman hefði hann orðið mjög sár og jólin ónýt...í alvöru!!!
Annað jólabarn fjölskyldunnar er hún amma mín. Við sóttum hana upp á Grund þar sem hún býr núna og keyrðum hana heim til að halda með henni jólin. Hún var voða hissa að sjá okkur og var farin að gæða sér á jólamatnum þegar við komum. En hún vildi ólm koma með okkur og hló og skemmti sér öll jólin...brosandi alveg út að eyrum. Skildi heldur ekkert í öllum þessum pökkum sem hún fékk :) Án efa var fyndnast þegar Hjálmar spurði ömmu..."Amma, veistu hvað Sigvaldi heitir?" þá sagði amma, "Já, heitir hann ekki Sigvaldi?" við hlógum og amma líka að þessari fáránlegu spurningu :)
Annars er ég glöð að vera komin heim...búin að hitta flesta. Á morgun ætla ég að fara til Evu vinkonu sem býr í Grindavík. Hún er búin að kaupa sér íbúð ásamt sínum manni honum Rafni og ég á eftir að sjá hana, hlakka voða til að sjá og eyða deginum með þessari yndislegu vinkonu minni.
Gleðileg jól :) posted by benony 8:57:00 e.h.
föstudagur, desember 20, 2002
Komin heim
Þá er ég loksins komin heim í heiðardalinn... Rosalega flott norðurljós sem tóku á móti mér hér í Breiðholtinu um miðnætti í gær. Það var líka magnað að keyra heim með mömmu og pabba og Hjálmari og við vorum öll skælbrosandi alveg :)
Þetta verður bara stutt núna....vil bara láta vita símanúmerið hjá mér ef þið viljið heyra í mér eitthvað :) hann er 557-8558 endilega hringið ég verð mjög glöð posted by benony 6:49:00 e.h.
miðvikudagur, desember 18, 2002
Hinn langþráði dagur á morgun
Þar sem ég kem heim á morgun þá verður þetta síðasta blogg hér í Danmörku fyrir jól. Ég fór einmitt að hugsa þegar ég var að hjóla heim úr skólanum í dag hvað er breytt núna frá því ég var heima á Íslandi þ.e við sjálfan mig. Hér kemur listi:
1) Lærin á mér eru óneitanlega stærri eða allavega harðari eftir miklar hjólREIÐAR.
2) Þröskullinn minn fyrir stressi, fyrir veseni og fyrir vonbrigðum er miklu hærri.
3) Ég á fullt af nýjum vinum
4) Ég skil dönsku og get bjargað mér í talmáli
5) Ég hef lært að meta danska tónlist
6) Ég hef lært að meta ástvini mína og góðar stundir með þeim mun betur
7) Ég kann meira á tölvur
8) Ég kann betur að bjarga mér
9) Ég hef kynnst dönum
10)Ég hef kynnst danskri menningu
Þetta er svo listinn....gæti örugglega sett fullt meira en ég hef ekki hugmyndaflug í augnablikinu...ég er svo spennt.
Dagurinn á morgun er dagur sem ég er búin að hlakka svo til í marga marga daga....síðan 6 nóvember sem er fyrir einum og hálfum mánuði síðan. Þá keypti ég miðann. Ég veit að ég verð mjög þreytt á morgun þegar ég lendi því ég þarf að mæta í skólann klukkan 8 í fyrramálið. Ég nefnilega misskildi kennarann minn í verklegri organískri efnafræði svona líka rosalega. Ég hélt að ég þyrfti bara að skila skýrslu til að standast þennan áfanga en svo var ekki rauninn og hún lét mig ekkert vita af því. Frétti það á msn hjá Sólveigu að við ættum að finna þrjú önnur efni og skila spörgeskema um þau. Ég mæti klukkan 8 til að tala við kennarann minn og ef hún vill að ég skili þessu skema þá þarf ég að fara í sloppinn og setja upp gleraugun flottu og klára að gera þessar rannsóknir. Þetta tekur alltaf svo langan tíma samt að gera þetta og þetta er mjög mikil nákvæmisvinna. Ég ætla að biðja jólasveininn um að gera kennarann minn svolítið góðan við mig og láta hana segja...."nei, Sara mín, þetta er alveg nóg sem þú ert með og til hamingju með áfangan". Svo verð ég náttúrulega líka að vona að skýrslan sé nógu góð til að vera góðkennd. Held það samt alveg.
Eftir tímann þarf ég svo að hjóla á fullu heim og Sveinbjörn frændi ætlar svo að koma og sækja mig og ég þarf að vera mætt upp á lestarstöð klukkan 13:45 og svo fer lestinn til Köbenhavn kl 14:10. Við Sólveig ferðumst saman og ætlum að eyða smá tíma í Kaupmannahöfn til að skoða jólin....ég hef heldur aldrei komið þangað.....skömm að þessu. Flugvélin okkar leggur svo af stað í loftið um klukkan 20 að staðartíma og við verðum lentar heima á fallega Íslandi klukkan 22:10 að staðartíma. Þá sé ég fyrir mér Baywatch slow motion hlaup í fangið á minni frábæru fjölskyldu.....heyrst hefur að Sara og Sólveig ætli að koma með flottasta comeback ever :)
Ég talaði við mömmu áðan sem og Hjálmar og Dóra bræður mína í hinum símanum þannig að við vorum öll að tala saman í einu. Það var frábært. Mamma sagði "Sara, Hjálmar langar að tala við þig,bíddu" og svo kom rödd sem ég hafði ekki búist við að heyra...."Hæ". Hjálmar er allt í einu orðinn dimmraddaður :)
Næst þegar ég blogga verð ég heima...home sweet home!!! :) posted by benony 6:44:00 e.h.
þriðjudagur, desember 17, 2002
Ég náði að klára skýrsluna mína í dag. Ég fór í verklegan tíma, fór í hvíta sloppinn setti á mér sikkerhedsgleraugu varð allt í einu sexy baby!!! Sérstaklega með gleraugun á. Svo fór ég að gera það sem ég átti eftir að gera þ.e Fehlings og Tollensprófanir og það gekk fljótt fyrir sig. Með þessari prófun fann ég út að efnið mitt var aldehýð. Æ æ núna veit engin um hvað ég er að tala þannig að ég útskýri þetta kannski nánar. Tilraunin byggist upp á því að ég fékk efni sem ég mátti ekki vita hvað hét og ég átti að finna út hvaða efni ég var með því að gera ýmsar prófanir sem hafa verið vísindalega sannaðar. Ég fann út frá þessum 7 prófunum sem ég gerði að ég hafði efnið Bensenaldehýð sem er aromatískt efni. Þegar ég var búin að finna það út þá stökk ég upp í tölvustofu og ætlaði nú aldeilis að klára skýrsluna mína fyrir klukkan 18:00 til að geta skilað áður en kennarinn færi en svo var ég ekki búin fyrr en kl 19:00 þannig að hún var svo farin. Það er mjög spes að vera svona lengi í skólanum. Allir farnir og allt dimmt. Skólinn er svo rosalega stór að þessar fáu hræður sem eru lengi, týnast inni í honum mjög auðveldlega.
Ég er búin að gera svona Do-lista yfir allt sem ég þarf að gera áður en ég kem. Ég er komin með 13 atriði og er búin að gera 1 atriði og listinn er sífellt að lengjast.
Er búin að vera kveðja nokkra félaga hér, fór til Ásgeirs áðan og vorkenni honum svo mikið því hann verður einn um jólin hér því hann á að fara í próf þann 3 jan. Allir að hugsa vel til hans. Svo hitti ég Danna djók út í búð áðan. Sparkaði smá í rassinn á honum og hann kallaði "Fífl". Hann verður hér ásamt sinni heittelskuðu og við sendum þeim líka heitar kveðjur. Hann skildi ekkert afhverju ég væri svona spennt að fara heim, það væri nú barasta ekkert nýtt að gerast heima. Það er nefnilega svo gott....þið vitið þetta gamla góða sem maður saknar. Svo er náttúrulega öðruvísi þegar maður er einn eða hefur einhvern til að halda jólin með.
Elin norska kom líka hlaupandi til mín með símanúmerið sitt í Noregi þannig að ég geti nú óskað henni gleðilegra jóla. En ég faðmaði nú stúlkuna bara og knúsaði og óskaði henni gleðilegra jóla ef ég myndi nú ekki geta hringt. Svo hrópaði hún áður en hún fór "Eksamenslutfest". Það er nú ekki fyrr en 11 jan þannig að ég er ekki að stressa mig á því strax :) Hún er svo fyndin.
Greinilega hlakkar engann til eða að það eru allir hættir að lesa þessa síðu :)
Það er semsagt allt við það að springa hérna hjá mér, ég er eirðalaus en samt svo mikið að gera!!!! Ég er að koma heim eftir nákvæmlega 3 sólarhringa og þetta er einhver sú mesta tilhlökkun sem ég hef fundið fyrir. Vissi ekki að það væri hægt að hlakka svona til. Og ég svona fullorðin manneskjan!!!
Ég er næstum búin með skýrsluna mína en ég get bara klárað hana á morgun því ég hef ekki allar niðurstöður núna, fæ þær á morgun í síðasta verklega tímanum. Ég ætla líka að fá Flemming félaga minn til að aðstoða mig smá. Mér finnst svo fyndið að ég þekki tvo stráka sem heita Flemming. Þetta er mjög fyndið nafn að mínu mati, Flemming. :) Þessi Flemming er instruktor hjá mér í verklegu (svona klár nemi sem fékk vinnu við að aðstoða vitlausa fyrsta árs nema), svo er einn Flemming með mér í kór sem er alveg að meika það þegar hann syngur....lokar alltaf augunum og ruggar höfðinu til hliðar eins og Stewie Wonder...
Ég og tölvan mín erum að verða að einni manneskju...er búin að sitja við hana í 10 tíma í dag. úff fer bara að sofa...þá líður tíminn hraðar :) posted by benony 11:39:00 e.h.
Rétt upp hönd sem hlakkar til að fá mig heim........ég er svo spennt!!!! posted by benony 5:07:00 e.h.
3 dagar...
Ég mætti í síðasta tölvutíma í morgun. Herforinginn sem kennir okkur byrjaði fyrirlesturinn á því að segja: "Jæja, nú verður þessi IT-áfangi ekki lengri" og hjartað mitt hoppaði af gleði þegar hann sagði þetta þó svo að ég vissi það nú þegar að þetta var síðasti tíminn. Hugurinn reikaði að fyrsta tímanum mínum í þessum áfanga, og váhh hvað hann var erfiður. Ég skildi ekki neitt í minn haus sem hann sagði aðallega dönskuna og ég var hrædd eins og lítil kanína sem stendur andspænis stórum ref. Ég veitti því athygli nú að ég skildi allt sem herforingin sagði núna og ég man ekki hvaða tímapunktur það var þar sem ég byrjaði að skilja dönskuna að einhverju ráði. En það verður að geta þess að suma skil ég alls ekki og reyndar eiga sumir danir erfitt að skilja þá dani líka. En ég semsagt stóðst þennan áfanga og er mjög ánægð því ég var virkilega hrædd við hann. Veit ekki afhverju! Ég held að ég hafi ákveðið fyrstu tímana að ég myndi nú örugglega falla í þessu því ég skildi ekki neitt þá og því er ég búin að vera svo stressuð fyrir þessu. En ég er í skýjunum auðvitað. Stærðfræðikennarinn minn sendi mér svo email á föstudaginn og sagði mér að ég hefði náð stærðfræðinni og því er allt að koma hjá mér. Ég á bara eftir að skila skýrslunni minni og er að reyna að klára hana eins og ég get. Svo er það bara að pakka og koma heim :) 3 dagar!!!! Það er nú fljótt að líða. 1-2.....og 3 posted by benony 1:47:00 e.h.
sunnudagur, desember 15, 2002
Söngkvöldið afstaðið Það var sem ég hélt...ég hefði ekki átt að djamma í gær. Röddin mín fór og átti erfitt með að koma í kvöld þegar ég var að syngja. Á æfingunni fyrir þá var þetta hræðilegt og kórfélagar mínir voru öll með svona æ, greyið svip sem ég þoli ekki því ég náði ekki á hæstu tónana og þetta varð bara þvílíkt falskt. En þó það gengi svona erfiðlega þá lét hann mig syngja annað lag sem var alveg óæft hjá mér....eða réttara sagt eitt erindi í einu lagi. Þessi æfing var alveg til að stressa mig upp og ég óskaði þess að þetta myndi klárast sem fyrst. Svo drakk ég bara heitt te og fullt af brjóstsykrum og reyndi að mýkja þetta drasl upp. Þetta gekk svo í orden en ég er aldrei ánægð nema að það sé frábært. æ, þið vitið. Ein gellan sem syngur með og syngur alveg eins og svertingjakona var alltaf að senda mér svona peppaugu og við stóðum á sitthvorum endanum. Mér fannst það mjög fyndið og ég ákvað að kýla bara á þetta og þó svo að ég væri fölsk þá ætlaði ég að láta á engu bera. Svo söng ég og það var allt í lagi. Mér fannst svo krúttlegt þegar ég sá Bryndísi, Gumma og Sólveigu koma inn í kirkjuna. Greinilega vinir í raun :) ég stend ekki ein hér. posted by benony 10:47:00 e.h.
Djamm á Rasmus Rask
Þetta kvöld sem ég hafði ekki planað til að vera djammkvöld varð svo svona rosalega skemmtilegt kvöld enda í mjög góðum félagsskap. Við stelpurnar sem erum í sama námi ákváðum að hittast heima hjá Bryndísi og halda litlu jól. Við skiptumst á pakka og ég var svo heppin að fá skrifaðan disk með ýmsum dönskum smellum. Ég ætla einmitt að vera búin að læra nokkra texta áður en ég kem heim og vera algjör töffaragella með dönsku lögin. "OG FREM OG TILBAGE; TIL SYD TIL SYD, OG OP OG NED, KOM NU...TEMPERATUREN STIGER!!! Þetta er einn textinn sem er auðlærður, kann meira segja dansinn við hann og allt. Við sátum svo stelpurnar og kjöftuðum og hlógum og átum á okkur gat. Við erum fjórar talsins, ég, Bryndís
Sólveig og Gunnhildur. Þegar líða fór á kvöldið þá ákváðum við að skella okkur á barinn sem er hér á kolligieinu. Ég var að fara í fyrsta skiptið núna....það er nefnilega frekar hallærislegt fólk þarna og allir mjög desperat. Gellurnar eru með fellingarnar út um allt en samt í geðveikt þröngum magabolum og dansa með því að snerta sig voða mikið....frekar glatað ef þig spyrjið mig. OG svo er fólk eins og það sé í samförum á dansgólfinu þannig að ég er ekki að fíla mig þarna inni. En í kvöld var svona FUCK IT kvöld. Ég fór í gallabuxurnar mínar, stuttermabol af litla bróður hennar Bryndísar sem er 13 ára, rauðu strigaskónum mínum og með Emil í Kattholti húfuna mína sem ég er nýbúin að kaupa mér. OG vitiði hvað ég skemmti mér konunglega....ég var í svona ruglstuði þið vitið eins og þegar ég er eins og ég sé blindfull...og bulla bara. Kannist þið ekki við það? Ég var líka mjög glöð því haldið þið ekki að Elin norska bekkjarsystir mín hafi verið þarna í fullu fjöri. Svo kom Einar tvinnakefli og hann var hissa að sjá mig þarna svo tókum við smá snúning. Svo komu mestu snillingar sem ég hef kynnst eða næstum því þeir Ásgeir og Úlfur. Það er saga að segja hvernig ég kynntist þeim.......
Ég var frekar nýkomin hingað...kannski mánuður síðan og ég var í Bilka sem er mjög stór svona altmuligt búð. Ég var að leita að snúru í tölvuna til að tengja við Internetið, svona LAN snúru eins og við tölvugúrúarnir köllum hana. Við stelpurnar erum eitthvað að vandræðast og erum að spá í hvort þessi sé fyrir LAN en þá kem ég auga á þessa stráka sem eru að skoða einhverjar DVD spólur. Þar sem ég mundi eftir þeim úr Clausus þá vind ég mér upp að þeim og segi "Hæ". Þeim bregður líka svona rosalega því þeir héldu að ég væri einhver sölukona að spurja hvort ég gæti aðstoðað. En svo spyr ég þá hvort þeir viti hvort þetta sé fyrir LAN og þeir eru ekki alveg vissir og þá segi ég "Jæja, ég verð þá að spreyta mig í dönskunni" og geng að afgreiðsluborðinu. Þá heyrist í Ásgeiri "Þetta verð ég að heyra". Ég spyr afgreiðslumanninn "Hej, er den her for Lan"...afgreiðslumaðurinn veit ekkert hvað ég er að tala um og segir bara "HVAD??", þá endurtek ég spurninguna nokkrum sinnum og hann er ekki enn að fatta. Mér verður litið til hliðar þá eru Ásgeir og Úlfur að fela sig bakvið eitthvað blað og eru rauðir í hausnum af hlátri. Ég endurtek spurninguna "er det for LAN", og afgreiðslukarlinn spyr þá "mener du, er det for langt eller?" ég hristi hausinn "LAN du ved..INTERNET" þá hrópar hann upp yfir sig "JA, LEEEN, ja, den er for LEN" Jesus hvað þetta var erfitt. Strákarnir leyfa mér ekki að gleyma þessu mómenti og þeir segja að þetta hafi verið mesta snilld ever að sjá mig þarna reyna að tala við karlinn og geta ekki gert mig skiljanlega enda hlógum við í hálftíma á eftir. En ég hösslaði þá sem sagt í kvöld og fór með þeim heim, var að koma frá þeim núna, klukkan er að verða 7 um morguninn. Úlfur horfði á Lord of the rings og Ásgeir sýndi mér myndir af fjölskyldunni og vinum og sýndi mér allt sem mamma hans hafði sent honum fyrir jólin....þeir verða nefnilega hér um jólin drengirnir. Hangikjöt, nóa konfekt og ég fékk tvo mola....himneskt, smákökur sem mamma Ásgeirs bakaði, harðfisk, og fleira og fleira. Og vitiði hvað?? Ég tek nokkra pakka með heim fyrir Ásgeir sem enginn veit að eru á leiðinni....eru svona surprise. Hann lét mig hafa heimilisfangið og ég ætla að mæta heima hjá honum með jólasveinahúfu og fullan poka af pökkum frá Danmörku. Þau verða svoooo glöð og ég fæ að vera jólasveinn....ég er svo stolt...hver vill koma með mér í jólasveinaferð?:) Við bulluðum svo mikið við ákvörðun þessa að við ákáðum að ég mundi fá pabba minn til að leika hreindýr hahahha það væri mjög fyndið!!!
Úff, ég er búin klúðra morgundeginum held ég....ég á sko að syngja á morgun eða í dag réttara sagt. Ég er nefnilega orðin smá hás eftir mikinn söng í kvöld og mér er illt í hálsinum. Þar sem ég syng svolítið hátt á morgun þá gæti komið falskur tónn...ég er með áhorfendur þannig að ég þarf að standa mig. Bryndís, Sólveig og kannski Ásgeir.
Búin að kaupa mér gemsa og það eru fjórir dagar þangað til ég kem heim :) OG já, ég fékk lánaða "Coldplay" og "Jet black joe" og er búin að skrifa....jibbý
Ég hef kannski minnst á það áður en mér líður stundum eins og ég sé komin í grunnskóla aftur í Syddansk Universitet. Málið er að ég sat við hliðina á Malik bekkjarbróður mínum í efnafræði í morgun eins og svo oft áður. Við erum ágætis félagar en hann er eins og 14 ára gaur stundum. Ég sat og var að einbeita mér stíft á formúlurnar á töflunni og þá skrifaði hann í glósurnar mínar "kuka"...hahahha verð að fara að kenna honum annað orð. Eins og svo oft snemma á morgnanna þá heyrist einhver óhljóð í maganum á mér. Ekki neitt brjálað bara svona smá "hey, ég er svangur-hljóð". Þetta fannst Malik svo fyndið að hann tísti og hló svona með nefinu eins og ég geri stundum. Ég ákvað að gera grín af þessu og hvíslaði "Det var kúkur". Hann ætlaði að missa sig honum fannst þetta svo fyndið.....alveg með kúkahúmorinn sem er reyndar fyndinn finnst mér. En svo eftir tímann fór hann að segja við krakkana "hey, heyrðuð þið í maganum á Söru". Rosa mikið mál eitthvað, hann er líka alltaf að segja eitthvað svona pirrandi við krakkana um mig eins og um daginn "sjáið hvað hún er með stóra upphandleggi"....hann er reyndar sjálfur grindhoraður þannig að það er ekki að marka. En stundum læt ég þetta fara í mig en ég er að reyna að læra að hlægja bara að þessu. Hahahahah Malik ja hahhah kúkur hahhahahaha, ja min mave snakker hahahhaa.
Ég mæti ekkert í skólann á morgun. Ég náði að skila síðasta efnafræðiskiladæmi í dag (við höfum skilað einu á hverjum föstudegi frá byrjun skólans) og ætla að sleppa líffræðifyrirlestri því það mætir bara gestafyrirlesari sem mér finnst ekki nauðsynlegt að mæta til að sjá. Nú er ég byrjuð að skrifa skýrsluna mína sem er síðasta skilaverkefni fyrir jólafrí. Ég var svo óheppin að í síðasta tilraunatíma þá náði ég ekki að klára tilraunina og vantar því nokkrar niðurstöður í skýrsluna mína og get því ekki skilað henni í næsta tíma. Ég ætla því að skrifa hana upp og gera allt sem ég get fyrir næsta tíma þannig að ég geti bara bætt lokaniðurstöðunum við skýrsluna og gera útreikningana þegar ég kem heim og skilað henni svo næsta dag. Ég veit þetta verður mikið stress en ég er harðákveðin í að skila þessu með stæl og ég kaupi bara fullt af kók og vaki ef það er málið. En váhh, hvað það er erfitt að skrifa á dönsku...þetta er svona eins og ritgerð og ég er náttúrulega ekkert vön að skrifa ritgerð á dönsku. En ég hugsa jákvætt um þetta því það er gaman að vera læra annað tungumál í leiðinni. Gerir mér samt óneitanlega erfiðara fyrir en hver segir að allt sé best sem er auðfengið. Ég verð því bara glaðari með hana ef hún verður góðkennd.
Mér hefur alltaf fundist mikilvægt að ég eignist kærasta fyrir jól og 17 júní. Þetta eru dagar sem ég finn mest fyrir að ég eigi ekki kærasta. Ég man einu sinni lét ég út úr mér, "verð að finna mér kærasta um helgina það eru nefnilega alveg að koma jól". Og svo langar mig alltaf mjög að vera að leiða kærasta á 17 júní í bænum og hitta fullt af fólki. Er ég sorgleg? :) Það lítur út fyrir að það verði enginn kærasti þessi jól er einhver til í að bjarga þessu???
3 stafir: leiðin að markinu hefur verið fyrirframákveðin og þú án efa í startholunum að takast á við framhaldið. Talan þrír ýtir undir heppni þína sem tenigst verkefni einhverskonar á sama tíma og þér er ráðlagt að halda fast í drauma þína og óskir um að allt fari eins og plön þín segja til um.
Þú ættir að gefa og þiggja til þess eins að halda auði og allsnægtum, eða hverjum þeim gæðum sem þér finnast eftirsóknanverð í tilverunni. Umrætt verkefni fer vel af stað en nokkur bið verðu á þar til draumar þínir verða að veruleika.
Fyndið.....þettar passar alveg við það sem ég er að hugsa núna....ég læt þetta spil peppa mig upp í eltingaleiknum mínum við drauminn minn.... posted by benony 12:56:00 f.h.
miðvikudagur, desember 11, 2002
Kveðjustundir
Nú eru krakkarnir að tínast eitt af öðru heim.... Ég var að kveðja Ásu og Bjarna í dag því þau fara heim á morgun. Þegar ég sagði við þau: "Gleðileg jól" þá fékk ég smá sting í magann eins og þegar ég var lítil. Jólin eru líka að koma. Ég er með svo mikinn tilhlökkunarsting í maganum alltaf þessa dagana en það er samt ekki út af jólunum ég er bara svo óþreyjufull að komast heim og nú hef ég fattað að jólin eru líka að koma. Þetta er frábært. Ég var líka að kveðja Zeruh sem er sambýliskonan hennar Söndru og er frá Bosníu. Hún er alveg frábær og er búin að búa hér í held ég 8 ár. Hún er að klára meinatækninn. Þar sem Sandra er að fara á laugardaginn þá á ég ekkert eftir að hitta Zeruh meira fyrir jól og hún er að fara til mömmu sinnar þannig við kvöddumst áðan með faðmlagi og ég sagði "ha´god jul". Við erum búnar að ákveða að fara á brjálað djamm þegar prófin eru búin og það verður örugglega æði gaman. Strákar, þið mynduð fíla hana....hún er voða sæt.
Ég keypti mér JÓLAbuxur í dag :) Mér finnst svo gott að nota jólin til að afsaka það að ég kaupi mér föt. Stóð í búðinni og hugsaði, "Já, ég þarf líka að kaupa JÓLAnærföt. En buxurnar sem ég keypti eru mjög flottar alveg þröngar og sýna vel minn fallega hjólarass...nei ekki jólarass heldur hjólarass með hái. Svo eru þær svartar úr flaueli, mig vantar núna bara eitthvað JÓLA við buxurnar. T.d JÓLAbol eða jafnvel JÓLAskyrtu :) Gaman væri líka að kaupa JÓLAskó.....ok, nóg með þetta!!! :)
En ég er rosalega stolt af einu.....þegar ég mætti hingað galvösk í endann ágúst þá var svo mikil sól og hiti hér að ég tók bara með mér boli og pils. Reyndar líka buxur en skófatnaðurinn er heldur sumarlegur....nefnilega bara sandala og eina rauða strigaskó. Eins og skilja má þá passa rauðu strigaskórnir ekki við allt og sandalarnir eru alltof kaldir en ég hef náð að þrauka með þetta skótau. Ég fer í skólann í rauðu strigaskónum við allt sem ég á....fólki finnst ég örugglega ólekker og mér finnst það reyndar líka og á djammið læt ég mér nægja að fara í sandala :) Ég hugsa til leðurstígvélanna minna og brúnu strigaskónna minna sem ég var nýbúin að kaupa með miklum söknuði.... En það eru 8 dagar í komu mína til Íslands :) Jibbý..næstum bara ein vika....vika er enga stund að líða. 1,2,3,4,5,6,7.......og 8 :)
Fékk bréf sent í gær frá skólanum mínum. Þar fékk ég staðfestingu á að ég fengi lengri tíma í efnafræðiprófinu mínu. Ég fæ 15 mín fyrir hvern klukkutíma sem prófið er þannig að ég fæ auka klukkutíma sem er alveg frábært. Svo fæ ég að hafa orðabók líka sem hjálpar mjög mikið ef ég finn góða orðabók. Ég er mjög ánægð með þetta, langt síðan ég sótti um þetta og var því orðin úrkula vonar um að fá þetta samþykkt en ég er komin með undirritaðan pappír sem staðfestir þetta.
Talandi um að ég sé farin að týna hlutum eða gleyma þeim hvar som helst (hahahha farin að sletta á dönsku), það var strákur að banka hérna hjá mér með lyklana mína. Ég hafði gleymt þeim í þvottahúsinu. Það stendur íbúðanúmerið á þeim þannig að hann vissi hvert hann átti að skila þeim. Stundum er ég heppin, þessi gaur hefði getað verið þjófur sem hefði komið á meðan ég væri í skólanum og stolið tölvunni minni. Ég er ótrúleg. posted by benony 10:36:00 e.h.
mánudagur, desember 09, 2002
Jólastemmningin í Odense
Það er ekkert jólalegt í Odense. Reyndar sá ég eina fallegustu jólaskreytingu sem ég hef nokkru sinni séð um daginn. Það var svona 20 metra hátt tré sem hafði mjög íburðamiklar og stórar greinar þannig að það náði vel yfir stórt svæði. Hver einasta grein var með mörgum mörgum seríum mjög svo þétt. Ég hjólaði undir tréið og stoppaði bara til að njóta augnabliksins. Svo er á hverjum degi til jóla kveikt á kertum við hvert einasta leiði í kirkjugarðinum sem er rétt hjá lestarstöðinni. Það er mjög fallegt að sjá það líka. En íbúðarhúsin eru sko alls ekki jólaleg og ekki upplýst eins og heima á Íslandi. Ég minnist Breiðholtsins sem er náttúrulega ekkert nema björt yfir jólin og þar mun ég búa í þessar 2 vikur sem ég verð heima....Home sweet home. Það er fyndið hvað við Íslendingar erum ýkt í jólaljósum og skreytingum. Ég get garanterað að öll húsin sem eru upplýst hér á Rasmus Rask eru hús þar sem Íslendingar búa í. Bókað mál. Það eru 100 Íslendingar sem búa hér og því er svolítið um jólaljós hérna. Ég er að reyna að koma mér í jólaskap en tilhugsunin um að það séu 10 dagar þar til ég kem heim fær mig til að hoppa af tilhlökkun. Ég held að þetta verði bestu jólin lengi því nú nýt þeirra stunda meira sem ég hef með fólkinu mínu. 10 dagar!!!! 1 2,3,4,5,6,7,8,9....10!!!!! posted by benony 10:36:00 e.h.
sunnudagur, desember 08, 2002
Helgarannáll
Föstudagur:
Fyndnast í heimi gerðist þennan dag....og nú brosa margir vina minna út í annað við að lesa það sem á eftir kemur.. Ég nefnilega týndi gsm símanum mínum á leiðinni í skólann :) Jói hefur óskað mér til hamingju með íslandsmetið. Hélt ró minni þegar upp komst því þetta er kannski ekki í fyrsta skiptið, og ekki annað, og jafnvel ekki í þriðja og eftilvill ekki í fjórða og man ekki.... Það er bara ómögulegt að hafa ekki síma. Sandra hélt að ég væri dauð og botnaði ekki í hvaða voða attitude væri í mér!!!! Þannig að kæru vinir....ef þið ætlið að hringja í mig þá er ég ekki lengur með gemsa númerið heldur bara heimasíminn (0045-65710140)
Það var svo julefrokost hjá bekknum mínum um kvöldið og það var upplifun. Matseðillinn er ekki upp á marga fiska en ég ákvað að borða allt sem borið var fram því ég þarf að kynnast þeim sið í því landi sem ég bý í. Það var rúgbrauð, síld, steiktur fiskur, frikadellur, purukjöt, rækjur, egg, lifraposté, og fleira. Elin norska var svo stolt af mér að borða svona vel því að hún fékk sér lítið sem ekkert, var meira að segja búin að borða áður en hún kom. Þetta var alveg gott, bara ekki mín hugmynd um jólamat. Svo var drukkið alveg rosalega mikið og staupin stútuð hvert af öðru. Danirnir hafa alltaf áhyggjur af því að ég sé ekki að drekka neitt, skilja ekki að ég drekki ekki. Það er bara ekki til í þeirra orðabók. Ykkur að segja er ég búin að reyna eins og ég get að byrja að drekka og sötra þennan bjór og svona ávaxta-eitthvað en ég er bara ekki góð í þessu. Langar heldur ekkert til þess þannig að ég hef bara einn til að forðast áreiti og spurningar. Sniðug finnst ykkur ekki. Eftir allan matinn þá var ég orðin vel södd því þessi matur er mjög þungur í maga. Anders strákur með mér í bekk spurði mig hvernig mér hefði fundist síldin. Því hann sagðist hafa keypt íslenska síld svo ég yrði glöð.....ekki fann ég neinn mun því ég hef ekki verið dugleg að borða síld heima. Seinna komst ég að því að íslenska síldin er ódýrust þannig að hann hefur ekkert verið að hugsa til mín þegar hann keypti síldina. :)
En það var svo voða mikið stuð hjá okkur krökkunum....við sátum nokkur í myrkri með bara kveikt á einu litlu hjólaljósi og vorum í "Sannleikanum eða kontor" eða "Sandheden eller konsequensen" á dönsku...alveg eins og við værum 14 ára :) Ég komst að ýmsu um bekkjarsystkinin mín sem er kannski ekki talað um dags daglega. T.d er gullið mitt í bekknum sem er svo gegnheill í gegn og svo auðveld samskipti við hann, hommi. Það kom mér á óvart en ég hugsaði strax "Það hlaut að vera" því hann er bara svo eitthvað æði!! Svo sagðist einn strákur hafa sofið hjá 24 stelpum og hann er 22 ára ligesom jeg. En aðaltöffarinn var búinn að sofa hjá 10 manns. Ég sá framá að ég væri að fara að ljúga einhverju í þessum leik en var svo heppin að flaskan lenti aldrei á mér. Heppin ég :) Elin vinkona mín var orðin ofurölvi á neðri hæðinni og var í því að slást við strákana eitthvað og kom ég til að stilla til friðar en þetta var allt til gamans. Ég varð svolítið sár út í einn strákinn því hann sagði "Nú getum við séð muninn á Íslending og Norðmanni. Norðmenn eru stríðnir og hressir en Íslendingar eru alvarlegir og skemmta sér ekki". Mér fannst leiðinlegt að heyra þetta því í rauninni er ég voða glöð alltaf og skemmti mér manna best en mér finnst bara svo erfitt að fitta inn í þennan danska hóp en þið verðið að trúa að ég er að prófa. "Ég var alltaf að reyna að vera með en þau bara loka á mann, þá sérstaklega flestar stelpurnar. Strákarnir eru mun skárri eiginlega bara yndislegir en tala bara svolítið hratt og óskiljanlega. Ein stelpan er agaleg alveg, ef ég skil ekki strax hvað hún segir þá gefur hún mér voða svip sem segir að ég sé heimsk og svo hættir hún að tala við mann. Ég nenni ekki að umgangast hana. En hinar eru svo sem allt í lagi en bara ekkert viljugar að tala við mig. En nóg með það þetta verður betra með tímanum þegar þau kynnast mér betur ég er viss um það!! Mér finnst eins og ég sé í grunnskóla að reyna að fitta inn, þau eru nefnilega svo barnaleg þessir krakkar, ennþá í þessum kúl og ekki kúl hugsunarhætti. Enda eru þau flest yngri en ég en það er samt ekki nema 1-3 árum yngri. En í leiknum átti ég að spurja Malik spurningu....og ég vissi ekkert hvað ég átti að segja og
vegna þess að hinir spurðu bara kynlífsspurninga þá spurði ég "Malik, har du likked nogen i röven"!! hahahahahah *einkahúmor* Hann sagði bara "NEJ" og krakkarnir hrópuðu "daarligt spörgsmaal". En mér fannst þetta sko fyndið, sérstaklega að þau hafi skilið hvað ég sagði því ég sagði bara eins og ég hélt að það væri sagt "likked" hahah.
Laugardagur:
Ég var mætt til Sveinbjörns frænda klukkan rúmlega níu um morguninn því þau voru að fara til Þýskalands ásamt vinafólki að versla fyrir jólin. Það er svo ódýrt nefnilega í Þýskalandi. Ég var frekar mygluð eftir aðeins 4 tíma svefn og þegar ég kom þá fékk ég að vita að ég átti ekki bara að passa 2 drengi eins og ég hélt í byrjun heldur 5 börn í allt. 8, 7, 6, 4 og 2 ára. Allur aldur næstum. Það hafði ekki náðst í mig út af því að ég týndi gemsanum þið munið og því var ekki hægt að láta mig vita fyrr. Ég tók mig bara til í andlitinu og dagurinn varð bara skemmtilegur. Var að gera í hár og hugga og stilla til friðar og skeina og hlusta á hvað strákarnir í skólanum eru leiðinlegir, gefa að borða, svæfa, fara út í göngutúr og svo framvegis allan þennan laugardag. Um klukkan 8 um kvöldið kom svo fólkið drekkhlaðið vörum og allir voða þreyttir. Ég ákvað að gista hjá frænda mínum og fjölskyldu því ég barasta meikaði ekki að hjóla því ég var búin á því eftir svefnleysi.
Sunnudagur:
Vaknaði við teiknimyndirnar í morgun því að ég svaf í stofunni þar sem sjónvarpið er. Bara stuð. Fór svo og kláraði næstum því jólagjafirnar...á bara Silla eftir en hann er erfiðastur :) Reyndar þyrfti ég líka að kaupa eitthvað handa ömmunum mínum en þetta er samt mjög mikill léttir að vera búin með þetta. Ég kíkti líka á gsm síma sem ég hafði séð í auglýsingabæklingi sem átti að kosta 1 krónu. Tilboðið átti að byrja í dag og það voru engir símar til....pælið í glötuðu. Það er samt eitthvað mánaðargjald á þessum símum þannig að.... ég ætla bara að vera ánægð með það sem ég keypti. Vona bara að fólkið mitt verði ánægt líka.
Það var svo rosa gott að koma heim til mín í herbergið og ég er búin að vera æfa sönginn minn. Ég á að syngja eftir viku og Bryndís og Sólveig ætla að mæta þessar elskur og Bryndís ætlar að koma með cameru og taka upp sönginn. Ég er meira að segja búin að kaupa spólu þannig að þið getið séð mig umbreytast í svertingjakonu og þenja raddböndin og hrópa hvað ég elski nú Jesus litla mikið. :) posted by benony 10:37:00 e.h.
fimmtudagur, desember 05, 2002
Gallarnir mínir
Hver maður sem fæðist inn á þessa jörð hefur sína eigin galla sem þeir þurfa að kljást við sem og fólkið í kringum þá. Það ber kannski ekki mikið á þeim oft á tíðum en það koma dagar þar sem þeir blómstra í allri sinni fegurð. Í dag var einn svona dagur sem ég gat séð þá svo marga og þessir gallar mínir gera mér svo erfitt fyrir og þeir eru tímaþjófar ef ég á að segja eins og er. Hérna koma gallarnir sem ég sá í dag og þið megið endilega bæta við ef ég gleymi einhverju.
1) Ég er utanvið mig. Ég er nýbúin að kaupa mér húfu og trefil og ég er búin að gleyma þessum hlýfðarfatnaði oft á þessari viku sem ég er búin að eiga þetta. Nú var ég að sækja þá niður í kirkju frá síðustu kóræfingu. Einnig gleymi ég mjög oft að taka með mér einhvað af skóladóti sem ég þarf að nota í skólanum.
2) Ég er morgunsvæf. Ég er að tala við sjálfan mig þegar klukkan hringir og lengi á eftir. Það eru tvær raddir, þessi duglega og þessi lata. "Æ, Sara þú ert búin að vera svo slöpp og þú tekur bara glósur frá einhverjum". Þá kemur hin röddin "Í guðanna bænum hættu þessari endemis leti og drullaðu þér á lappir...þú verður svo ánægð þegar þú ert komin í skólann". Þegar ég loksins drattast á fætur þá er ég auðvitað orðin sein og það er ekkert grín að verða sein hér því ég er 8 km frá skólanum.
3) Ég er áttavillt þeir sem þekkja mig vel hafa fengið að kynnast þessu vel. Þegar ég var að keyra heima í Reykjavík þá gat ég allt í einu villst og farið einhverjar steiktar leiðir á einhvern stað sem var ekki flókið að fara á. Ímyndið ykkur hvernig ég er þá í Odense og þá sérstaklega í miðbænum. Eyði oft alltof löngum tíma í einhvað rugl.
4) Ég er bæld, nú er ég ekki að meina við fólk sem ég þekki eitthvað því þá get ég leikið á alls oddi en eins og t.d dönsku krakkarnir í bekknum mínum ég á svo erfitt með að kynnast þeim. Ég get ekki bara labbað upp að þeim og sagt einn góðan brandara eða múnað framan í þau ahhahaha það mundi vekja athygli á mér allavega. hahahahha Nei, reyndar var ég alltaf með einhver fíflalæti fyrst og fór í sjómann við strákana og svoleiðis þegar ég vissi ekkert hvað ég átti að segja en ég á enga vini úr bekknum sem eru danskir þó svo að við hittumst á hverjum degi.
5) Ég er léleg í IT tölvuáfanganum. Ég kláraði að gera lokaverkefnið mitt í dag og skila því á mánudaginn. Við sátum ég, Bryndís og Sólveig frá klukkan 2 til 7 í tölvustofunni bara að gera lokin á verkefninu....áttum voða lítið eftir áður en við settumst inn en þetta urðu 5 klst. Ef ég hefði samt ekki haft þær þarna þá væri ég örugglega enn þarna því ég er bara ekki að meika neinn sens í þessu. Mestur tíminn fór í að hemja tölvuna því hún var með sjálfstæðan vilja og allt í einu voru komin þrjú gröf af einu ákveðnu grafi sem var sett inn í á einhvern ákveðin hátt sem ég hef ekki einu sinni kunnáttu að gera. Það var einmitt fyndið þá því Sólveig sagði við mig "Sara, verkefnið þitt er allt í FOKKI og þú situr þarna bara sallaróleg". Ég er ekki gjörn á að æsa mig samt því ég veit að þetta fer einhvernveginn. Þá sagði ég bara "Sólveig mín, ég brosi kannski út á við en að innan græt ég" Svo hlógum við heil ósköp að þessu......það vantar ekki hjá okkur náttúrufræðistöllum við hlægjum mikið allan daginn. En hey, vinir á Íslandi!!!! Stelpurnar hérna segja að ég sé Polyanna....er ég líka Polyanna á Íslandi eða er þetta svona danska Sara???? Tell me, tell me!!!!
Ég verð bara þunglynd að telja alla gallana en þeir eru sko fleiri...t.d hjóla ég hægt og svo get ég verið algjör sóði og svo fleira og fleira. Sumir af göllum mínum vil ég ekki viðurkenna fyrir alþjóð eins og þið skiljið.... EN nú þekkið þið hana Söru gallagellu.... :) posted by benony 10:22:00 e.h.
miðvikudagur, desember 04, 2002
Efnafræðidagur!!
Ég las efnafræði í allan dag á Winslowparken sem er aðstaða hjá spítalanum. Ég fer nefnilega í próf í efnafræð 11.jan og ég sé ekki fram á að það verði nema vika til að læra undir þetta próf og það samanstendur af bæði almennri og organískri efnafræði og það eru tvær þykkar bækur! Það er nefnilega frekar mikið af verkefnum og skýrsluskilum fyrir jólafrí og svo fer ég heim þann 19 eins lesendur eru búnir að komast að. Ég sé ekki fram á að ég hafi nokkurntíma til að læra heima á Íslandi því þegar ég kem heim eru 4 dagar til jóla og alltaf brjálað að gera við undirbúning jóla sem og þarf ég að hitta marga sem mér þykir vænt um. Svo koma jólin og áramót og strax eftir þau er ég svo flogin eða þann 3 jan. Þá er vika í þetta próf þannig að þið skiljið að ég reyni að nota allan extra tíma til að lesa þessa frægu efnafræði.
Mér fannst eins og ég væri komin í Clausus aftur í dag því ég sat allan daginn á sama stað og las í bókinni í marga marga klukkutíma og þegar klukkan var níu um kvöldið ákváðum við stöllur að fara heim og þá var líka allir farnir í kringum okkur og það voru engin hjól fyrir utan en fyrr um daginn var varla hægt að finna pláss. En váhh, hvað mér líður alltaf vel í lok dags þegar ég er búin að vera svona dugleg að læra. Reyndar eitt sem stressar mig við þessa efnafræði. Ég kann hana voða vel frá því ég var að læra hana í læknisfræðinni heima á Íslandi en þegar ég reikna gömul próf þá kemur allt vitlaust út hjá mér. Málið er að þetta er ruglingslegt....ég hugsa á íslensku, les bókina á ensku en svo er prófið á dönsku og ég þarf að skrifa á dönsku. Spurningarnar eru því stundum óskiljanlegar því ýmis fræðiheiti eru sett fram á dönsku en við lesum bókina á ensku. Ég þarf bara að æfa mig á þessum stutta tíma sem ég hef fyrir þetta próf að venjast dönsku spurningunum svo að ég fái ekki sjokk í prófinu.
Eitt finnst mér fyndið.... Það er spænsk stelpa með mér í bekk sem talar bara ensku. Í gær í tíma vorum við eitthvað að hjálpast að og ég gat ekki talað við hana hahaha. Ég kann ekki ensku lengur!!!!! Það kom bara danska upp úr mér. Ég þurfti að hugsa hverja setningu áður en ég sagði hana og það hefur örugglega verið súrt að hlusta á mig reyna að tjá mig á þessu internationaltungumáli. posted by benony 10:47:00 e.h.
þriðjudagur, desember 03, 2002
Æla og niðurgangur (viðkvæmir vinsamlega lesið ekki)
Fékk pestina sem er búin að ganga yfir Odense....afhverju slepp ég aldrei??? Nú kemur lýsingin á þessari pest:
Ógleði
uppköst
niðurgangur
Ekki meira um það að segja og þið getið ímyndað ykkur hvað ég er búin að vera girnileg og ánægð og þá sérstaklega í nótt. Þetta byrjaði mjög snöggt þegar ég var á kóræfingu...náði að hlaupa inn á klósett og setja smá gusu í klósettið. En þið vitið að ég er hörkutól og kláraði því kóræfinguna. Þegar heim var komið var klósettið minn staður og ég sat þar á gólfinu og það var eins og það væri einhver að toga upp úr mér allt sem hægt var að toga. Komst að því að ég er ekkert voðalega fögur að innan....
Já, það gerðist margt viðbjóðslegt þarna inni á baðherbegi sem ég efast um að þið viljið fá "details" um. En eitt get ég sagt að mín æla var appelsínugul!!! Þær ælur sem ég hef séð um tíðina eru svona ljósgular einhvernveginn en mín var frekar dökk og appelsínugul. Svo einu sinni átti ég að pissa í glas þegar ég lá á spítala og þá var einmitt mitt piss appelsínugult en ég hélt að piss væru gul! Getur verið að það sé vegna þess að ég var búin að fá svo mikið af lyfjum og svoleiðis sem að gáfu pissinu þennan fallega lit.
Á hálftíma fresti í nótt fór ég inn á bað og beið eftir að gusa einhverju í klósettið því mér var mjög mál en það kom voða lítið þá. Þegar ég svo vaknaði í morgun eða réttara sagt um hádegið þá varð ég að fara í skólann því það var verklegt í organískri efnafræði. Það verður að mæta í þá tíma því að það á að skila skemmtilegri skýrslu í lokin. Sannne herbergisfélagi minn var ekki mjög glöð með að hleypa mér í skólann því henni fannst ég ekki líta heilbrigð út en ég varð og því hjólaði ég af stað og náði að fara mína 16 km í dag eins og alla daga. Þegar ég kom í skólann fékk ég mér kók (ekki það að mér finnist það eitthvað gott) til að stemma magann og fór bara einu sinni á klósettið í tímanum og náði að klára tilraunina. Elin gantaðist bara með veikindi mín og sagði að ég gæti alltaf ælt ofan í dolluna þar sem uorganískt affald fer í híhíhí *efnafræðibrandari*.
Fyndnast er að Sandra vinkona er líka búin að vera æla á sama tíma og ég.....reyndar byrjaði hún nokkrum klukkutímum fyrr og er því hress núna....Ása byrjaði að æla nokkrum klukkutímum á undan Söndru þannig að þetta var eins og domino og greinilegt hvað við erum nánar!!!!
Eitt að lokum....kórstjórinn lét mig hafa kasettu með laginu sem ég á að syngja á jólamessunni og guð minn góður hvað heldur hann að ég sé eiginlega. Lagið er eiginlega allt þannig að ég á að vera æpa inn í kórinn "JESUS" "OHHH What a wonderful child" "Gloryyy" Svo fæ ég samt erindi sem ég syng sjálf en hitt er bara öskur!!! Ég þarf að fara að æfa mig. Bryndís, Sólveig, Sandra eða bara einhverjir sem lesa þessa síðu og búa í Odense getið þið lánað mér kasettutæki? :) posted by benony 8:44:00 e.h.
sunnudagur, desember 01, 2002
Jól og slagsmál
Nokkrum mínútum eftir að ég skildi við ykkur síðast þá fór ég áleiðis á þennan fræga Julefrokost læknanema. Ég er ekki að grínast með það en við stöllurnar þ.e ég og eiginmaður minn hún Sandra við hjóluðum niðureftir í árshátíðarkjólunum okkar :) hahahhaha. Glætan að ég hefði gert það heima!!!! Best að hjóla bara!!! Það er klauf uppí mitt allra heilagasta á kjólnum eða svona næstum þannig að þið getið ímyndað ykkur hvað gellan var girnilega að hjóla með bera leggi búin að draga kjólinn upp til að hann myndi ekki festast í keðjunni!!!! Enda voru einhverjir bílar að bibba á okkur vinkonur en við létum okkur fátt um finnast því við vorum ákafar að komast á áfangastað. Það var mjög kalt og því voru fætur okkar og sérstaklega tær eins og ísmolar!!! Mig langaði að fara að gráta því mér var svo kalt. En loksins komumst við og þá fórum við beint inn á klósett og sú sjón sem tók á móti mér í speglinum var ekki upp á marga fiska því málinginn var komin yfir allt andlit....ég tárast svo þegar ég hjóla á móti vindi.
En okkur hlýnaði fljótt og meikið var bara þurrkað...
Það var mjög svo jólalegt hjá okkur þetta kvöld..... og maturinn var mjög góður. Það áttu allir að koma með pakka og við settum þá undir jólatréið. Það var voða kósý. Maturinn var æði....í forrétt fengum við rúgbrauð og síld ásamt lifraposté (veit ekki hvort þetta er rétt skrifað en þetta er lifrakæfa sem sé) svo í aðalrétt voru frikadellur og hamborgarahryggur og brúnaðar kartöflur ásamt Waldorfssalati... mjög gott! Í eftirrétt var ris a la mande og það átti að vera mandla í einhverjum en ég held að enginn hafi fengið möndluna!!! Já, og ég gleymdi að segja að þegar við komum þá var fordrykkur og leikur. Það voru settir miðar á ennið á okkur og við áttum að geta hvaða persóna við vorum og finna svo mótleikara okkar eða parið okkar. Þegar ég spurði fólk spurninga um mína persónu sögðu allir "Ég veit ekki" þannig að ég var lítils var og spurði bara Ingólf en hann gerði miðana og ég komst eftir mikla hugsun að ég var Riggs sem Mel Gibson lék í myndunum muniði um löggurnar. Glætan að ég hefði munað að hann héti Riggs...en svo fann ég mótleikara minn sem var hann Ingimar sem verður pabbi í næsta mánuði....til lykke med det!!
Í pakkaleiknum vann ég tvo pakka og þar sem Ingimar fékk engan þá gaf ég honum annan og ég var heppin því hann fékk vodkaflösku en ég fékk prumpublöðru. Hefði ekki viljað missa af því ha!!! Ég dansaði eins og ég væri að dansa í síðasta skiptið eins og ég var búin að lofa en var samt ekki dancing queen kvöldsins að mínu mati....Gauti fór að kostum í dansinum og mér fannst fyndnast þegar hann byrjaði að hneppa skyrtunni og var einhvað að sýna bringuhárin sín hahahhahha Úlfur mætti með töffarahatt og lét lítið fyrir sér fara en stökk svo allt í einu upp og byrjaði að dansa svona Bill Cosby dans og eins og einhver sagði þá var hann eins og reyttur kjúklingur með enga vængi. :)
Því miður endað kvöldið ekki vel því fullir íslenskir strákar létu sjá sig og endaði með smá slagsmálum og löggan var kölluð til....en þið vitið hvernig þetta er...íslenskir fullir strákar í svona litlu íslensku samfélagi eins og Breiðdalsvík eða eitthvað....það endar alltaf með slagsmálum.
Við báðum Ásgeir að hjóla með okkur stöllum heim því það er búið að drepa þrjár stelpur hér sem voru að hjóla einar heim um nótt... Hann átti að vernda okkur fyrir vondu körlunum. En Ásgeir kom með þessa snilldarsetningu.... "Sara, við hverju býstu þegar þú ert með opið alveg upp í klof"!! hahahaha posted by benony 10:48:00 e.h.
laugardagur, nóvember 30, 2002
I´m gonna kick some ass tonight!!!!
Nú er ég búin að gera mig til fyrir skemmtun kvöldsins....það er JULEFROKOST læknanema!!!!!!!!!! Jibbý Ég er búin að hlakka svooooo til og nú er ég tilbúin og get vonandi meikað það í kvöld! Ég er komin í kjólinn minn og er því miður ekki eins flott í honum og á árshátíðinni því hann liggur alveg þétt að og það er einhver björgunarhringur að gægjast þarna en það er bara flottara maður (EHAGGI BARA). Svo er ég í flauelisjakkanum mínum og er nýbúin að lita hárið mitt og augabrýr. Svo er ég máluð með brúnum litum....Aðeins að reyna að láta ykkur sjá þetta fyrir ykkur. Ég veit bara að ég ætla að skemmta mér konunglega og dansa eins og ég sé að dansa í síðasta skiptið :)
Annars var ég á brúðarrölti áðan til að kaupa jólagjafir og náði að kaupa heilar þrjár....var líka nokkuð ánægð með þær. En strákar.....HJÁLP!! Ég á þrjá bræður og einn pabba sem ég er í rosa miklum vandræðum með!! Elsti er 29 ára svo kemur 24 ára og svo er yngsti 16 ára. Hvað er t.d hægt að kaupa handa svona strákum!!! Pabbi er líka vandamál þó svo að hver jól þegar maður spyr hann hvað hann vilji þá segir hann....Sokka og nærbuxur takk.
Ég skrifa á morgun hvernig mitt fyrsta julefrokost var :) posted by benony 6:18:00 e.h.
föstudagur, nóvember 29, 2002
Komst í kast við lögregluna....
Það sem ég hef hræðst mest við að hjóla heim ljóslaus fyrir utan að vera nauðgað kom fyrir mig áðan á leiðinni heim úr skólanum. Ég var í góðum fíling í dagdraumum á hjólinu þegar bíll keyrir alveg upp að mér og ég sé standa stórum stöfum "POLITI" á honum. Ég átti þetta alveg skilið...en mín afsökun er að vegna þess að ég hélt að ég myndi ekki vera svo lengi í skólanum í dag og tók því ljósin ekki með...hélt að það yrði enn bjart þegar ég myndi hjóla heim á leið. Og svo er ég ekki búin að losna við íslenska hugsunarháttinn alveg þið vitið "ÞETTA REDDAST MAR". En danir eru mjög strangir á allt svona og sektin fyrir að vera ljóslaus er 500 kr danskar sem gera um 6000 íslenskar krónur. Váhh, hvað ég hef ekki efni á að borga svona sekt á mínum lánum. En svo við víkjum að löggunum þá benda þau mér á að koma (það voru þrjár löggur inni í bílnum). Löggukona sem situr í aftursætinu segir mér á dönsku að það sé engin ljós á hjólinu mínu.....eins og ég hafi ekki vitað það DÖHHH. Þá tók ég til örþrifaráða og fór að tala ensku "I´m sorry, I just came from Iceland and I don´t understand". Konan gaf mér svona *hefheyrtþennanáðursvip* en fór samt að tala við mig ensku. "You don´t have any lights". Ég leit bara á hjólið og sagði "Ó" þá sagði konan: "Sooo you have to walk". Þá stökk ég af hjólinu og sagði "Ok, thank you" og labbaði afstað. Ég þorði ekki að stökkva á hjólið og þurfti því að labba hálfa leiðina heim og það í rigningu. Þið munið að það er 8 km í skólann frá heimili mínu þannig að ég labbaði svona 4 km og hló í svona 2 km svona hræðsluofstækisómægodhlátri. Ég hringdi líka í Söndru vinkonu á leiðinni heim og sagði henni að ég hefði lent í þessu því við höfum oft pælt í hvað við myndum gera ef við myndum gleyma ljósunum og vera stoppaðar. Gott að ég var búin að æfa mig :)
Já, svo er ég komin í jólaskap.... fór nefnilega meðBryndisi og
Sólveigu í Bilka áðan og við keyptum okkur jólaskraut. Ég keypti svona karl- og kerlingublómapotta með jólarós í og kertaskreytingu með svona dagatalkerti svo ég get talið dagana þangað til að ég flýg heim. "Ég hlakka svoo til, ég hlakka alltaf svooo til". :) posted by benony 7:14:00 e.h.
fimmtudagur, nóvember 28, 2002
Ég man fyrir nákvæmlega ári síðan voru nokkrir dagar í claususprófin hjá mér og ég varð veik. Fékk rosa flensu og gat varla staðið á fótum en þá var Diljá vinkona, sem er alltaf vinur vina sinna bjargvætturinn minn og bjargaði bæði líkamlegri og andlegri heilsu minni. Í tilefni af þessu vaknaði ég með hálsbólgu í morgun og var alveg að kafna og gat ekki kyngt. Ég ákvað að fara ekki í fyrstu tímana heldur svaf lengur og vonaðist til að þetta lagaðist en svo mætti ég um hádegið. Ég er enn með smá í hálsinum en hef séð það svartara.....þetta er greinilega svona prófveiki eða eitthvað svoleiðis.
Annars sótti ég skýrsluna okkar Elinar (þessi fræga skýrsla) og við höfðum fengið hana góðkennda eða staðist og því er ég komin með aðra einingu þar. Ég er mjög sátt við það því það fengu margir hana ekki góðkennda en kannski er ég bara GRÍS :) Með dyggri aðstoð hennar Sólveigar komst ég nokkuð áleiðis með tölvuverkefni mitt og það fór stór hnútur í burtu við það. Við eigum að skila lokaverkefni í næstsíðustu vikunni og ég væri mjög glöð að geta klárað þennan áfanga með einhverri reisn en eins og fram hefur komið er þetta minn mesti hræðsluáfangi. Takk, Sólveig ..ég er mjög þakklát ...snillingur!!
Var að koma frá Ingólfi sem er á 7 semestri í læknisfræði. Við vorum að vinna saman á geðdeildinni heima á Íslandi. Hann bauð upp á te og smákökur og við spjölluðum um læknisfræðina og ýmislegt annað. Ég fór til hans til að borga julefrokostinn sem er á laugardaginn hjá læknanemum + einn naturvidenskabnema. Ég hlakka voða til, matseðillinn er á danskan máta en hann gladdi mig með því að þau ætluðu að hafa hamborgarahrygg og Waldorfsalat líka á boðstólnum. Ég botna ekkert í dönskum julefrokost matseðli, hann hljóðar bara upp á frikadellur, síld og rúgbrauð og fisk!!!! Skil ekki alveg!
Mig líður vel núna :) posted by benony 9:04:00 e.h.
miðvikudagur, nóvember 27, 2002
Leiður
Það er rosalega skrítið skap sem ég er í þessa dagana, ég er rosa þung og leið bara. Samt er ekkert að og það finnst mér það skrítnasta. Ég er greinilega bara vanþakklát því ég verð barasta leið ef það er ekki sífellt fjör í kringum mig. Samt hef ég velt fyrir mér hvað gæti verið að og þetta datt mér í hug:
1) Ég hjólaði á móti svörtum mjálmandi ketti en sneri ekki við til að fara hina leiðina heldur hélt ég rakleitt áfram. (greinilega klikkuð því ég hugleiddi að snúa við :) )
2) Er með smá hitavellu og það getur farið á sálina
3) Hef verið undir miklu álagi og það er að troðast fram núna
4) Allt grænt hérna og því ekkert jólalegt
5) Óplokkaðar augabrýr og rót dauðans (get séð núna hvernig háraliturinn minn er í alvörunni...langar í hann aftur)
6) Á eftir að gera svo margt áður en ég kem heim og því dampast ég niður
7) Benóný finnst hvergi
Annars á ég fullt af vinum og það er nóg að gera og margt skemmtilegt framundan svo dæmi séu tekin tvö julefrokost. Hvað haldiði að þetta gæti verið??
Ég fór eftir skóla í dag í Bilka til að vera góð við Söru sína! Nefnilega þegar ég hef verið leið út af einhverju þá fer ég og kaupi mér eitthvað sem mér finnst gott að borða eða einhverja flík sem mig langar í. Mér finnst fyndið hvaða vörur fóru í körfuna mína því þetta eru ekki dæmagerðar vörur sem ég myndi kaupa til að gleðja mig. Ég keypti mér ullasokka, mandarínur og toblerone sem var einmitt á útsölu, og svo splæsti ég á mig háralit því það er julefrokost næsta laugardag. Þegar ég kom að kassanum var einhver gamall maður að dást að ullarsokkunum mínum og brosti til mín. Voða sætur karl.
Þegar út var komið sá ég mjög absúrd sýn......hahahahahhaha Það var nefnilega maður sem stóð með delann sinn út um buxnaklaufina og var að pissa alveg upp við götuna framan í bílana. Einhverjum ökumanninum ofbauð þetta og flautaði hástöfum á karlinn en ég (perrinn sjálfur) fór bara að skellihlægja. Hvað var hann að pæla annars??? Þetta var svona maður um sextugt um hábjartan dag.....já, það er líka til skrítið fólk í Odense posted by benony 6:37:00 e.h.
þriðjudagur, nóvember 26, 2002
Slæðutískan
Það er stelpa með mér í bekk hefur alltaf slæðu yfir höfuðið sitt. Þetta er náttúrulega vegna trúar hennar og þjóðarmenningu sem hún gerir þetta. Hún er rosalega dugleg í skólanum og er með allt á hreinu....eða svona næstum. Það er rosalega mikið af konum hér sem nota slæður yfir höfuð sitt og þetta stuðar mig svolítið því allt sem við kemur réttlæti og jafnrétti hefur áhrif á mig. Ég vildi að ég gæti fengið þessa bekkjarsystur mína til að taka niður slæðuna og sýna með stolti hárið sitt en ég geri mér grein fyrir að þetta flóknara en það. Í tíma í dag fór ég að ímynda mér hvernig hárið hennar er. Ég ákvað með sjálfri mér að hún væri með sítt dökkt og fallegt hár en svo gæti hún þess vegna verið með stutt. Mér finnst alveg ótrúlegt að svona slæður séu enn að viðgangast hjá þessum löndum því hugsunin á bakvið þetta er svo hryllileg. Afhverju hefur engin stúlkan slegið í borðið og sagt "Nei, pabbi ég set ekki upp þessa ljótu slæðu, og ég trúi ekki upp á þig að þú ætlist til þess af mér að setja hana upp". Eftilvill hafa margar stúlkur sagt þetta en þær eru fordæmdar af svo mörgum að það er auðveldara að láta undan. Einnig hef ég heyrt að konur séu strangari en karlar um að fylgja þessu eftir og mér finnst það ennþá skrítnara. Ég sá einu sinni pínulitla stelpu sem var komin með slæðu svona kannski 6 ára gömul og mér fannst það hræðilegt....ég hélt að þær þyrftu að ná einhverjum aldri áður en þær setja upp slæðuna.
Ég held að þessi bekkjarsystir mín sé ólétt því hún verður sífellt stærri um mittið og í dag var hún að spurja hvort það væri hættulegt að anda að sér þessum efnum sem við vorum að vinna með og þá hélt ég kannski að hún væri að hugsa um barnið sitt. Ég kannski bara spyr hana, við höfum nefnilega aldrei talað saman því ég hef ekki kynnst henni því hún mætir aldrei þegar bekkurinn er að gera eitthvað saman, hún mætir bara í skólann. Kannski má hún ekki skemmta sér á danskan máta, eða kannski langar hana bara ekki!!
Það lá á mér eins og mara í dag að ég átti eftir að baka fyrir kórinn. Það er nefnilega alltaf þannig að það eru alltaf tveir kórmeðlimir sem koma með köku med kaffinu í pásunni. Guðný lofaði að ég myndi koma með í kvöld og því var mikið stress að finna upp hvað ég ætti að baka. En ég þaut á hjólinu heim til Guðnýjar og Sveinbjörns, fékk lánaða kökubók Hagkaups, fór svo út í búð og hnoðaði svo í tvær sortir af smákökum með dyggri aðstoð hans Marons sem er 4 ára. Þetta gekk alveg fínt enda hljóp ég af og til fram til Guðnýjar og spurði ef ég var ekki alveg viss....en nú er ég fær í flestan sjó og vonast til að einhver fái kannski barasta matarást á mér...hí hí hí segi svona!
Ég komst í jólaskap við þennan bakstur og ég hlakka mjög til þegar ég eignast eitt lítið sem getur verið að hjálpa mömmu sinni að baka. En á meðan hef ég Maron :)
Ég held bara að ég sé að meika það í þessum kór sem ég er í....og er farin að vita of mikið af því, því miður, verð að breyta því!!! Málið er að við erum farin að æfa jólalögin sem við eigum að syngja 15 des í jólamessu. Þetta eru allt ákaflega falleg lög og lög sem sungin eru mjög óperulega venjulega poppum við upp og syngjum af líf og sál. Það er það sem ég fíla svo við þennan kór við syngjum með sálinni. Í kórnum er ein kona sem er svolítið (ok, þokkalega vel) stór bæði lóðrétt og lárétt sem syngur alveg eins og svört kona og ég er vön að fá gæsahúð eftir öllu þegar hún syngur. Í dag sagði kórstjórinn okkur eftir að við vorum búin að æfa viðlögin að það vantaði tvo einsöngvara til að syngja erindin í lögunum en hann myndi tilkynna það næst og æfa þá. Eftir æfinguna þegar ég er við það að labba út þá kallar hann á mig og Gitte sem er einmitt sú fyrrnefnda og biður okkur um að syngja sólóin. Ég var bara mjög upp með mér en samt hafði ég á tilfinningunni að hann myndi spyrja mig því hann lætur mig alltaf syngja einsöngin þegar við æfum. Nú finnst mér bara ómögulegt að ég sé að fara syngja einsöng í jólamessu sem er svo hátíðleg og í fallegri kirkju og það er enginn sem horfir á mig af fólkinu heima. Mér finnst að allir eigi að kaupa flugmiða og upplifa aðventuna í Danmörku. Æ, hvað það væri gaman....ég neyðist bara til að syngja fyrir ykkur þegar ég kem heim. posted by benony 1:08:00 f.h.
sunnudagur, nóvember 24, 2002
Tvö gigg Ég er enn södd.... Ég var að elda með læknisfræðinemunum í kvöld...ekkert minna en nautalundir og bakaðar kartöflur. Hópurinn sem borðaði saman var ég, Siggi, Palli og Bergþóra!!! (Muniði ekki áramótaskaupið ´85???) Nei, það var sem sagt ég, Sandra, Heiðdís, Ása, Bjarni, Jakob og Kim!! Við elduðum hjá kærustuparinu Ásu og Bjarna og þau búa barasta bara í flottri íbúð sem er eitthvað annað en herbergið mitt hérna á Rasmus Rask. Við höfðum þriggja réttaða máltíð, bakaðan camelbert ost með reyktu kjöti sem var vafið utanum (man ekki flotta orðið yfir þennan rétt :) ) í forrétt, nautalundir og bakaðar kartöflur og salat í aðalrétt og í eftirrétt höfðum við ís með fersku mangó og anananananas. Þetta var svooooo gott mar! Enda lágum við á meltunni lengi, lengi lengi á eftir. Guðný og Sveinbjörn frændi lágu á línunni samt allan tíma og var ég í óða önn að svara símtölum frá þeim og smsum. Það var nefnilega innflutningspartý hjá einhleypum vini hans Sveinbjarnar og það vantaði stelpur í partýið. Ég var semsagt boðin og varð að taka vinkonur með mér :) Ýkt fyndið boð finnst mér. Eftir að Bjarni, Jakob og Kim voru farnir í einhvað Sygeplejerskefest þá ákváðum við að skella okkur í þetta partý og hjóluðum af stað.
Í partýinu var okkur tekið alveg rosa rosa vel því það var víst búið að bíða eftir okkur allt kvöldið. Jáh, það er sko erfitt að vera aðalgellur í Odense :) Ég var ekki fyrr komin inn í partýið þegar ég var komin með gigg! Sveinbjörn var búinn að plögga mig eins og hann er svolítið gjarn að gera. Það voru nefnilega danskir hljómsveitagæjar þarna í partýinu með gítar og Sveinbjörn ýtti okkur inn í eitthvað herbergi og þar fengum við 10 mínútur til að æfa lag til að syngja fyrir gestina. Það er ekki hægt að segja nei við Sveinbjörn, hann er mjög ákveðinn þannig að ég var allt í einu farin að syngja með þessum hljómsveitagæjum. Við sungum "Let it be" með Bítlunum við mikil fagnaðarlæti viðstaddra (sem voru by the way vel full :) ) Þegar ég settist niður var ég komin með annað gigg því Sandra vinkona mín var búin að draga mig inn í herbergi og þar átti ég að syngja fyrir kærastan hennar sem býr langt í burtu á eyju sem kallast Ísland. Hún hringdi í hann og sagði: "Jói, ég ætla að syngja smá fyrir þig" svo rétti hún mér símann og ég söng......"Ef éeeeg hefði ekki farið burt, þá væri ég ekki hér að koma til þín á nýíí". Ég var næstum farin að gráta þegar ég söng þetta því mér fannst þetta eitthvað svo sætt en samt sorglegt. En þetta var mér mikill heiður að fá að gera þetta......verst er að hann var hlægjandi allan tímann meðan ég söng og eitthvað á eftir en ég held að hann hafi fílað þetta uppátæki okkar :) !!!!!
Það var gott að við fórum í þetta partý því ég held barasta að það hafi kviknað ást í þessu partýi.....vonandi allavega.
Nady systir fær rokkprik frá mér því hún er eina manneskjan sem hringir í mig heiman frá. Lov jú mæ syster.
Ég fékk að vita í dag að ég hafi náð eðlisfræði....það var með sorg í hjarta sem ég labbaði samt út úr síðasta eðlisfræðitímanum í dag því sætasti og dúllulegasti eðlisfræðikennari var að kenna okkur í síðasta sinn. Hann mætti með flödeboller og gaf okkur í tímanum.....alveg eins og þegar maður var í grunnskóla. Hann sagði reyndar að hann ætlaði að reyna að fá að kenna okkur á næstu önn líka í Fysik A og ég vona það heitt. Þessi eðlisfræði sem ég var að klára heitir Indledende Fysik og eftir hana er ég komin með A nivue sem er einskonar gráða á hve hátt ég er komin í ákveðnu fagi. Eðlisfræðibrautir í framhaldskóla klára A nivue þannig að það er eins og ég hafi tekið tvo áfanga í framhaldsskóla þessa önn. Ég tók nefnilega tvo á náttúrufræðibrautinni og þetta er viðbótin....er ég að ná að útskýra þetta nógu vel?? Ég get ekki trúað öðru nema að það sé gott að geta sagt við læknadeildina að ég sé með A nivue og yfir í eðlisfræði. Vona það besta. En þannig að ég er að safna einingum núna, það bætast fleiri við næstu daga vonandi.
Kíkti aðeins í bæinn í dag til að kíkja á jólagjafir....fann ekkert en fékk smá hugmyndir. Eftir það fór ég að passa Auðunn 6 ára og Maron 4 ára og horfði með þeim á Spiderman og við skemmtum okkur þvílíkt vel. Sveinbjörn frændi minn var hress eins og venjulega og það er nefnilega svo frábært því við erum orðin mestu mátar núna. Heima á Íslandi hittumst við bara í jólaboðum en hér hjálpumst við að og hann er inni í öllum mínum málum og við fíflumst og gerum grín. :) Ég og Guðný kona hans erum saman í kór og síðustu helgi tók hún þátt í Gospelhelgi í Skt Hans kirke sem ég tók ekki þátt í því ég tímdi ekki heilli helgi frá bókunum. Svo er kórinn farinn að æfa jólalögin og ég hlakka til að mæta næst....reyndar lofaði Guðný að ég kæmi með köku á næstu æfingu!!!!!!!!!
Fékk heimsókn frá stelpu sem býr á sama kolligie og ég....hún er í þorrablótsnefnd sem sér um þorrablótið hjá Íslendingunum í feb. Hún kom við til að tékka á mér...ég á nefnilega að leika í leikriti sem er mjög fyndið víst...svo á ég að syngja einsöng og hún var að tékka hvort að það væri í lagi mín vegna. Ég hélt það nú :) Þetta verður gaman held ég, góður hópur og svo er ég náttúrulega með smá leikbakteríu. Bara oggulitla. :) posted by benony 2:21:00 f.h.
fimmtudagur, nóvember 21, 2002
Guðný er orðin 21 árs
Já, við erum orðnar svolítið stórar við æskuvinkonurnar....búnar að upplifa öll okkar ár saman. Alltaf þegar hún heldur að hún sé að ná í skottið á mér þá ákveð ég að verða tveimur árum eldri tveim mánuðum seinna. Hún Guðný er nefnilega einu ári yngri en ég en samt næstum tveimur því hún á afmæli í nóvember og ég janúar. Það er sniðugt með æskuvini manns...því það er sama hversu langur tími líður á milli þess sem maður spjallar við þá og hittir þá þeir eru samt alltaf ofarlega í huga manns, það eru einhver bönd sem tengja á milli. Þegar við vorum litlar þá var Guðný alltaf með hvíta húfu með rauðum dúsk með grænt hor yfir alla kinn og ég með appelsínugult hár í bleikri úlpu og mig rámar að ég hafi líka haft hor og lét alltaf pissið leka því það var svo gaman úti að leika að ég tímdi ekki að fara inn á klósettið. Ég skammaðist mín fyrir það þá en mér finnst það bara dúllulegt núna. Við Guðný höfum alltaf verið nánar og mér þykir rosalega vænt um þessa vinkonu mína. Til hamingju með afmælið..leiðinlegt að hafa ekki getað knúsað þig í tilefni dagsins!!
En í dag fór ég í spinning eftir skóla. Það er gott að eiga svona duglega vinkonu sem drýfur mann áfram eins og hana Söndru. Ég mætti í svörtum topp, ljósbláum náttbuxum af Söndru og rauðum skóm.....rosalega smekkleg og ég held barasta að ég hafi verið girnilegust á svæðinu. Málið er að ég á ekkert lengur...allt mitt dót ennþá á Íslandi og þess vegna tók ég bara til það sem var til. Eftir fyrstu tíu mínúturnar í spinning var andlitið á mér orðið eins á litin og skórnir þannig að það var eitthvað í stíl og svitinn fossaðist gjörsamlega í stríðum straumum. En váhh, hvað mér leið vel eftir á. Við fórum svo að lyfta og teygja og Sandra fór að sýna mér og Ásu sem var þá komin ásamt kærasta sínum honum Bjarna, fimleikaæfingar og ég fór að sýna djassballetspor. Pælið í því ég æfði djassballet í 10 ár og nú er ég algjör stirðbusi.
Eftir æfingarnar fórum við á Froggies og þá var strákur sem heitir Jakob og er danskur læknanemi búinn að bætast í hópinn. Á Froggies fengum við okkur samloku og létum líða úr okkur en þetta var ekki nóg því eftir máltíðina var bara ekkert annað að gera heldur en að fara í bíó....samviskan nagaði mig en ég fór samt því það er langt síðan síðast og mig langaði ekki að vera félagskítur. En nú sit ég í súpunni því ég á að reikna dæmi upp á töflu í eðlisfræði á morgun og ég er ekki búin að reikna það....úpps Var ég ekki að tala um í síðasta bloggi að ég væri svo dugleg. Sorry, dagamunur á minni!! posted by benony 12:57:00 f.h.
þriðjudagur, nóvember 19, 2002
Einn, tveir, þrír kubbar!!!
Ég trúi ekki að ég hafi eytt dýrmætum tíma mínum í að telja baunir og kubba í 4 tíma. Þetta var semsagt verklegur tími í líffræði sem ég var búin að hlakka svo til að fara í. Ég hafði ekki tíma til að lesa hvað við vorum að fara að gera og gerði mér því hugmynd um að ég væri að grúska í einhverjum frumum og svoleiðis í hvíta sloppnum og með smásjá. En nei, svo var ekki rauninn við vorum að telja kubba eins og fram hefur komið. Þetta er partur af genetics eða erfðafræði og það byggist svo mikið upp á líkindareikning og því vorum við að reikna út hver væru líkindin fyrir því að ákveðin aðili væri með sjúkdómsgen í sér og svona voða spennandi. Ég og Elin vorum að vinna saman ásamt Thomas súkkulaðitöffara og Pejman sem er frá Íran og bjargaði geðheilsu minni þegar ég var að byrja í skólanum því hann var svo góður við mig. Þetta er líka held ég í fyrsta skiptið sem ég tala við Thomas eftir frægu viðreynsluna hans fyrsta daginn í skólanum sem ég er reyndar ekki búin að segja mörgum frá en hún var hræðileg.
Fékk verkefni tilbaka í dag í organískri efnafræði og fékk 9,5 enda pældi ég rosalega mikið í þessu verkefni. Einingarnar eru að hrannast upp núna því að flest öll fögin eru próflaus fyrir áramót og þá eru verkefnaskil í staðinn. Á fimmtudaginn fæ ég að vita hvort ég hafi staðist eðlisfræði og í byrjun næstu viku fæ ég að vita hvort ég hafi staðist stærðfræði. Svo er ég ekki lengur hrædd við organíska kemi því ég er búin að fá fínar einkunnir undanfarið og þá fæ ég leyfi að taka lokapróf. ÉG skilaði skýrslu-djöflinum í dag og ég fæ eina einingu fyrir hana ef hún er í lagi og svo er það bara tölvu-helv*** áfanginn sem ég á eftir að fá úr. Er að pæla í að mæta klukkan 8 í skólann á morgun (fyrsti tíminn er sko klukkan 12) til að gera tölvuverkefnið flott....verð að ná þessum áfanga!
En þetta var námið.....nú vitiði hvernig það gengur!!! Ég hef nú ekki mikið annað að gera núorðið en námið sem mér finnst reyndar frábært bara. Það er gott þegar er mikið að gera þá líður tíminn hraðar og ég verð ekki eins stressuð og hnúturinn í mallanum hverfur, því það gengur miklu betur þegar hugurinn er sífellt við efnið.
Langar svona í lokin að óska mér og Sólveigu til hamingju með daginn.....það er nefnilega nákvæmlega einn mánuður á þessum nákvæmlega sama klukkutíma og ég er að skrifa að við verðum á leiðinni til skersins...fróns eða klakans!!! Ætla að vera rosalega dugleg þangað til....þá líður tíminn hraðar! posted by benony 9:10:00 e.h.
Pigen er pirruð
Ef ykkur langar að sjá mig pirraða þá ættuð þið að fljúga beinustu leið til Danmerkur einmitt núna. Tilfellið er að ég mætti klukkan níu í skólann...og labbaði út úr skólanum klukkan 21:00, enginn á göngunum og allt dimmt!!! Ég er nefnilega búin að vera vinna að lokaskýrslu fyrir verklega almenna efnafræði. Hún varð í allt 10 bls hjá okkur enda erum við búnar að vera að í marga, marga klukkutíma. Ástæðan fyrir pirringnum er einfaldlega vegna þess að ég gat ekki fengið eitt einfalt dæmi til að stemma og ég held að ég hafi notað svona 5 klukkutíma af tímanum til að reikna þetta eina dæmi en ég er samt ekki ánægð með niðurstöðuna. Ég ákvað að hafa þetta svona því það hlýtur bara að vera ónávæmni í mælingum og svoleiðis. Ég veit það er örugglega hundleiðinlegt að lesa um þetta en ég verð bara aðeins að losa um. Klukkan er nefnilega hálf eitt um nótt og ég var að klára að fara yfir stafsetningarvillur. Málið er að Elin, norska stelpan sem ég er að vinna með í verklegu, sat við tölvuna og pikkaði. Hún var ekkert að hafa fyrir því að skrifa á dönsku heldur skrifaði þetta bara á norsku....ég var nú ekki á eitt sátt við það og er nú búin að umrita hana yfir á dönsku. Það hlýtur að vera mjög fyndið að lesa þessa skýrslu því hún er orðuð eins og krakki hafi skrifað hana en við hljótum að fá séns því þetta er fyrsta skýrslan okkar.
Svo er ég í áfanga sem heitir IT sem er tölvuáfangi og ég er búin að vera hrædd við hann frá því ég byrjaði í skólanum. Við þurfum að skila verkefnum næstum vikulega og ég er alltaf stressuð því það er verið að kenna á öll helstu forritin og það er engin bók sem ég get lesið heldur útskýrir kennarinn bara lítillega hvað á að gera fyrir bekkin og ég náttúrulega skil það ekki fullkomlega. Svo er kerfið á dönsku þannig að stundum veit ég ekki fyrir hvað eitthvað stendur sem ég myndi skilja ef þaðværi á ensku. Kennarinn okkar var líka í hernum og í byrjun notaði hann heraga á okkur....öskraði á okkur og allt. Ég var svo hrædd við hann þannig að ég þorði aldrei að spurja um neitt og var alltaf að vandræðast með eitthvað og þegar ég spurði með hræðslusvip um eitthvað þá hreytti hann bara "Ja, det skal du finde ud selv"!! Æðislegt!! Svo er ég búin að vera skíthrædd því að ég er ekki búin að fá neitt af skilaverkefnunum mínum tilbaka....hrædd um að ég hafi gleymt að ýta á send takkann þegar ég sendi verkefnið eða eitthvað. Þannig að ég spurði karlinn eldrauð...skjálfandi af hræðslu....en ég held að karlinn sé farinn að setja í eða eitthvað því hann var ekkert nema yndislegheitinn! Brosti meira að segja angurblítt til mín. Hann sagði að kerfið væri eitthvað bilað og hann gæti ekki sent tilbaka en ég hefði nú átt að vera búin að fá fyrsta verkefnið mitt tilbaka því ég skilaði því á CD. Þegar hann fann diskinn loksins þá sagði hann mér að það væri ekkert á disknum!!!!!!!!!!!!!!! Ég hugsaði með mér "ÉG VISSI AÐ ÞAÐ MYNDI EITTHVAÐ FARA ÚRSKEIÐIS". Tölvur og ég erum ekki alveg born to be friends. En haldiði ekki að herforinginn segi "Du ma gerne aflevere igen", eða Þú mátt gjarnan skila aftur!! Ég var næstum búin að faðma hann að mér og sagði að það myndi ég vilja gera. Já, þegar karlar verða ástfangnir þá gerast hlutirnir....vona bara að þetta endist eitthvað hjá þeim. (Veit reyndar ekki hvort hann sé komin með gellu en hef enga aðra skýringu á þessum breytingum)
Það besta við þennan áfanga er að ég læri fullt á tölvuna mína nýju og get notað hana meira. T.d við þessa skýrslugerð þá gátum við teiknað upp gröf og skrifað inn formúlur því það höfum við lært í þessum áfanga. Þetta kunni ég t.d ekki áður og því er ég ánægð með hann en samt alltaf hrædd við áfangan og vona að ég nái honum. Ég bara verð því annars er það bless doktor Sara.
Já, ég fór og fékk að sjá smá krufningu í dag. Krakkarnir á fyrsta semestri í læknisfræðinni eru nefnilega strax byrjuð að kryfja og þar á meðal Sandra vinkona mín. Meget spændende en samt svolítið absúrt. Segi ekki meira um það hér en þetta var upplifun. posted by benony 12:47:00 f.h.
föstudagur, nóvember 15, 2002
Móðir mín
Mig langar að feta í fótspor Jóa vinar míns og ræða stuttlega um móður mína. Ég kom nefnilega heim úr skólanum öll klyfjuð innkaupapokum úr Fötex og Aldi því ég var að versla helgarinnkaupin í matvöruverslununum og eftir mér beið pakki í póstkassanum. Óumbeðin ákvað móðir mín kær að senda mér jólageisladiska svo ég geti nú komist í jólaskap við lestur þessara skemmtilegu bóka sem ég er að lesa. Einnig í pakkanum voru póstkort frá Reykjavík sem ég er búin að hengja á vegginn minn fræga sem ég er að safna á og svo sendi hún mér úrklippu úr mogganum þar sem fyrirsögnin er "Fíflagangurinn byrjaði í FB" Þetta er viðtal við Sveppa....váhh hvað hann er kúl að vinna fræga fólkið í þessari Eddu en ég hefði reyndar ekki viljað vera í hans sporum að fara upp á svið þegar fólk var kannski búið að búast við einhverjum öðrum.
Móðir mín er alveg yndisleg og gleymir ekki dóttur sinni sem er í útlöndum....henni að þakka að herbergi 1410 B á Rasmus Rask kolligieinu verður í jólafíling næstu daga. Hún er líka alltaf að láta mig vita hvað hún hlakkar til að fá mig heim en ég kem nú eftir 34 daga og sjálf er ég alveg með skemmtilegan hnút í maganum. :) Mig langar að vera smá væmin á síðunni minni núna og segja hvað ég elska mömmu mína mikið. Þó ég sé að þykjast á hverjum degi að vera stór stelpa sem hugsar um sig sjálf ein í útlöndum þá koma líka stundir þar sem mig langar voða mikið að fá mömmu mína. "Elsku mamma, takk æðislega fyrir sendinguna...ég er rosalega þakklát...elska þig út af lífinu og hlakka til að hitta þig. posted by benony 6:25:00 e.h.
þriðjudagur, nóvember 12, 2002
Lestarmiðinn til Köben komin í hús!!
Við Sólveig fórum eftir skóla í dag til að kaupa lestarmiðann til Köben þann 19 des. Það er víst svo mikið að gera í lestarferðum um jólatímann að okkur var bent á að kaupa miðana strax og við gerðum það í dag! Það er svolítið spennó að hugsa til þess að eftir nákvæmlega 37 daga verða ég og Sólveig að rölta um í Köben og vera svo í faðmlögum við fólkið sem okkur þykir vænst um nokkrum tímum seinna! Váhh, hvað ég hlakka til.
Annars er búið að vera mjög gott veður í dag....frekar hlýtt og engin rigning sem betur fer. Ég var dugleg að stússast, borgaði leiguna og keypti hinn fyrrnefnda lestarmiða. Svo fór ég á kóræfingu eins og alltaf á mánudögum og það var mjög gaman. Við eigum að syngja sex lög opinberlega á miðvikudagskvöldið. ÉG fatta reyndar ekki hvað þetta er þar sem við erum að fara að syngja en við erum með okkar lög inni í einhverri dagskrá. Ég segi betur frá því á miðvikudaginn. Við þurftum að æfa voða vel þar sem það er frumraun hjá okkur opinberlega næst þegar við hittumst og við þurftum að æfa dansinn líka...eða þið vitið dillið sem gospelkórar gera alltaf. Það var ein stelpa sem stóð fremst fyrir miðju sem kórstjórinn sagði að ætti að vera dansleiðandinn. Við áttum semsagt að fylgja henni.....taktlausari gellu hef ég ekki séð á ævi minni og ég átti fullt í fangi með að fylgja henni eftir. Hún eiginlega hreyfði sig lítið sem ekkert og þegar það kom hnykkur hjá henni þá var hann í rangvitlausum takti. Hann bætti líka við lagið mitt því að þegar kórinn er að syngja í lokin þá á ég að vera að hrópa svona inní, æ, þið vitið svona eins og amerískugospelsöngkonur gera. Ég gerði þetta og var eldrauð í framan mér fannst ég eitthvað svo glötuð. En kórinn klappaði fyrir mér þegar ég var búin. Gaman að því.
Ég er að safna myndum af fólki sem mér þykir vænt um.....vinum og fjölskyldu....er komin með þrjár myndir....ein af mömmu minni og ein af pabba og ömmu Rúnu og ein af pabba, mömmu, ömmu, Bínu, Dísu og Sigga Magga.....en mig vantar fleiri því ég ætla að safna í svona myndavegg....vantar svolítið persónulegt í herbergið mitt.....ef mér þykir vænt um þig og þú veist það vilt þú þá senda mér mynda af þér.... Heimilisfangið er Elmelundsvej 4, ST 1410 5200 Odense V Danmark posted by benony 1:22:00 f.h.
sunnudagur, nóvember 10, 2002
Góða stelpan
Ég er alveg búin að vera góða stelpan þessa helgi og mér finnst það bara mjög þægilegt. Í gær þá lærði ég allan daginn og fór í þvottahúsið og þvoði tvær vélar, fór svo í sturtu setti hreint á rúmið og kveikti á fullt af kertum og settist við bækurnar mínar með mandarínur og ljúfa tónlist. Finnst ykkur þetta ekki hljóma vel. Ég sendi Söndru á djammið án mín en hún var bara ánægð með mig. Stundum finnst mér gott að vera bara að dúlla mér ein. Ég verð afar sjaldan einmana og hér í Danmörku hef ég aldrei verið það. Þegar klukkan var 12 að miðnætti hér þá kveikti ég á tölvunni minni og fór í partý á Njálsgötu í Reykjavík. Þar var verið að halda Loftkastalapartý og ég og Tinna mættum galvaskar, ég í Odense og Tinna í Barcelona. Við töluðum við nokkra af krökkunum og stundum var ég ekki alveg viss um við hvern við vorum að tala en það kom í ljós fyrr eða síðar. Skrítið partý...
Nú er ég að deyja í bakinu...það ætlar kannski að rætast sem spámaðurinn sagði! Hann sagði mér að passa bakið og ekki lyfta neinu þungu, en ég hef ekki verið að lyfta neinum þungu reyndar, bara grúft mig yfir bækurnar. Hver ætlar að nudda mig??? posted by benony 1:23:00 e.h.
laugardagur, nóvember 09, 2002
Jólin komu í gær
Já, eins og ég hef margoft fullyrt þá eru danir voða spes. Í gær byrjuðu jólin og það fór ekki framhjá neinum. Jólin koma alltaf þegar Julebryg kemur á markaðinn. Þetta er Tuborg jólaölið. Haldið var upp á daginn með því að gefa bjór á ákveðnum tíma og jólalög spiluð á blasti ásamt því að tuborgjólasveinar löbbuðu um allt. Ég upplifði þessa stemmningu í Winslowparken ásamt læknanemunum. Á ákveðnum tíma þá stökk einn strákurinn upp á borð og byrjaði að telja niður " Ti, ni, otte, syv, seks, fem, fire, tre, to, en, weiiiiiiii!!!!!!!!!!!!!! Allt varð vitlaust og allir hlupu að barnum þar sem ölið var gefið núna og græjurnar settar í botn með jólalögunum. Þetta er eitthvað svo danskt....jólin koma með tuborgbjórnum. :)
Kl eina mínútu í níu um kvöldið hafði mér verið sagt að það yrði jólastemmning í bænum. Tuborgtrukkurinn ætlaði að keyra á milli skemmtistaða og gefa öl ásamt því að það átti að sprauta gervisnjó um allt og spila jólalög. Ég upplifði þetta reyndar ekki því ég var að passa hjá Guðný og Sveinbirni frænda. Ég gerðist einnig ökumaður því ég var eina manneskjan sem ekki hafði fengið sér öl og keyrði því í fyrsta skiptið hér í Danmörku. Það eru reyndar sömu reglur og heima en það verður alltaf að passa upp á hjólreiðafólkið því þau eru alltaf í rétti. Það var lítið um hjól því það rigndi alveg ótrúlega mikið sem gerði mér náttúrulega líka erfitt fyrir því ég sá ekki neitt voða mikið út um gluggan. En ég komst heil á leiðarenda með fólkið á djammið og svo aftur tilbaka. Ég er búin að heyra að ég hafi alls ekki misst af miklu því að það rigndi svo mikið og fáir því í bænum og enginn jólasnjór og jólastemmning. posted by benony 8:03:00 e.h.
fimmtudagur, nóvember 07, 2002
Íslendingar = Norðmenn
Ég er búin að komast á þá niðurstöðu að Íslendingar og Norðmenn séu svolítið mikið líkir. Eina vinkona mín úr bekknum er hin áðurnefnda Elin og ég sé alltaf meira og meira íslendingatakta í henni. T.d í dag var bekkurinn að skipuleggja julefrokost sem við ætlum að hafa 6 des. það var sagt " Rétt upp hönd sem vilja Bestille(panta) eða lave mad selv (elda sjálf). Ég og Elin vorum alveg æstar og réttum upp hönd þegar spurt var um að Bestille....ja ja bestille!!!! En Danirnir komust á þá niðurstöðu að lave maden selv. Þau eru nú svo klikkuð!!! Það er alltaf sama sparnaðarhugsunin hjá dönunum þó svo að kannski erum við ekki að spara neitt með því að gera þetta sjálf.
Ég reyni og reyni að vera svolítið dönsk, ég hjóla náttúrulega allt og spara þannig fargjöld, svo fer ég með allar flöskur og dósir í endurvinnsluna og fæ þokkalegan pening fyrir, svo kem ég með poka sjálf og spara því að kaupa í búðinni!! :) hahhaha En Elin er ekki svona dönsk...hún hjólar sko ekki þó svo að hún eigi tvö hjól og svo kaupir hún sér alltaf þrjár tebollur og klárar þær fyrir hádegi! En ég fíla hana mjög vel...hún er líka svo áhugasöm um allt sem ég geri t.d tók hún á móti mér alveg hoppandi með augun svo spennt daginn eftir að ég hafði verið hjá spámanni. Hún vildi sko vita um allt sem hann sagði. ÉG reyndi að segja það á dönsku en það var reyndar ekki erfitt.
Vissuð þið að Norðmenn læra nokkurnskonar Íslensku í framhaldsskóla. Þetta er svona gammel norsk og er alveg eins og íslenska. Þau lesa líka Íslendingasögurnar og Elin nefndi Gunnlaugssögu Ormstungu. Hún er mjög áhugasöm um íslenska tungu og ég er alltaf að kenna henni málið eða segja henni hvernig maður segir hitt og þetta. Ég er voða ánægð með þetta en vil ekkert læra norsku...einbeiti mér bara að einu máli í einu.
ÉG er ekki alveg að ná til dönsku stelpnanna, þær horfa einhvernveginn í gegnum mig....soldið leiðinlegt. Þær eru reyndar voða "nice" þegar ég spyr um eitthvað og segi þeim eitthvað en annars segja þær mér ekki neitt. Þær láta mig ekki vita af neinu og horfa aldrei til mín. Ekki svona vinkonur mínar og hlægja með mér þið vitið. Það eru frekar strákarnir sem láta mig vita og djóka og hlægja með mér en þeir eru líka svo klikkaðir eitthvað....er búin að segja svo oft frá stríðni þeirra. En niðurstaða þessa pistils er að ég er ánægð með Elinu. posted by benony 9:05:00 e.h.
miðvikudagur, nóvember 06, 2002
Þetta er inni í skólanum!!! Þessi gangur liggur uppi og er leiðin inn í bókasafn og tölvustofur.
Þarna er notalegt að sitja þegar veðrið er gott og borða hádegismatinn sinn. Það er mikið af svona görðum allt í kring um skólann en nú er mjög kalt og því borða ég bara nestið inni í Kantinunni eða bara í fyrirlestrasalnum meðan á fyrirlestri stendur.
Þetta er mynd af skólanum mínum. Reyndar sést ekki alveg nógu vel hvernig hann lítur út en hann er MMMMJJJJJÖÖÖÖÖG stór. Tveir langir gangar sem ég held að ég sé í um það bil 10 mín að labba eftir. Ég fann þessa mynd á heimasíðu skólans en leitin heldur áfram og ég skal koma með betri mynd seinna. Þetta er sem sagt Syddansk Universitet.
Persónuleiki:
H'er er á ferðinni líflega manneskja sem færir þér skemmtilegar stundir og ekki síður spennu. Vinátta ykkar er án efa byggð á trausti. Persónan sem um ræðir er glaðleg og nýtur þess að eiga gott spjall. Viðkomandi færir þér góðar fréttir innan tíðar.
Aðstæður:
Nútíðin kemur samstundis fram og einnig notaleg sýn sem tengist þér alfarið. Áhugamál eða verkefni sem er nýhafið á einhvern hátt nær að virkja þig. Þú fyllist af orku og metnaði hér og sýnilegur árangur næst. Nýjar fréttir eru vænanlegar eins og fyrr segir á sama tíma og ný tækifæri bíða þín handan hornsins.
Þetta spil dró húnSólveig fyrir mig.... og mér finnst þetta hljóma vel....lítur út fyrir að læknisfræðin sé handan við hornið!! :)
Dagurinn í dag er búin að vera fínn...þó svo að það sé búið að vera ískalt. Það var samt eitt magasáratriði sem tók á móti mér í skólanum. Við eigum nefnilega í hverri viku að skila organísk kemi verkefnum og ef við fáum ekki 7,5 í meðaleinkunn af þessum verkefnum þá megum við ekki taka lokaprófið. Þegar ég fór til að sækja verkefnið mitt í dag þá var ekki skrifað neitt á það. Engin einkunn og engar leiðréttingar. Ég fékk sjokk og hugsaði með mér að hann hefði gleymt að fara yfir mitt verkefni. Hvernig get ég útskýrt fyrir karlinum að ég hafi skilað á réttum tíma. (þetta er mjög strangt...verður að skila fyrir klukkan 12 á föstudögum og ekki seinna) Þegar ég var að fara í laboratorietíma sá ég karlinn og hljóp til hans og hrópaði "undskyld" (þýðir afsakið :) ) Ég útskýrði fyrir karlgreyinu að ég hefði skilað á réttum tíma og allt en hefði fengið það autt tilbaka....engin einkunn. Þá sagði hann mér að það væru eldri nemendur sem færu yfir og ég hefði örugglega sett verkefnið í rangt hólf þ.e hólf fyrir annan bekk og því væri ekki farið yfir hjá mér. Svolítið ósanngjarnt því ég gerði verkefnið og allir geta gert mistök í flýti...þessi hólf liggja mjög þétt saman. Ég spurði þá hvað ég gæti gert og hann sagði að ég ætti að prófa að skila aftur og skrifa bréf með verkefninu og vona það besta!! Úfff....lífið er ekki alltaf leikur. Ef ég fæ 0 fyrir þessi skil þá lækkar það meðaleinkunnina alveg heilmikið. Við Bryndís og Sólveig eyddum heilum degi í að gera þetta saman og þær fengu 100% eða 10 þannig að ég hefði fengið það líka...annað en 0 sem ég fæ kannski ef allt fer á versta veg.
Þessir þriðjudagar eru alltaf erfiðir....fjórir tímar samfleytt í stærðfræði og svo fjórir tímar í verklegri efnafræði. Þannig að ég er búin klukkan sex og þá er allt dimmt og búið að slökkva ljósin í skólanum meira að segja. Við hópuðumst saman nokkrir krakkar úr bekknum fyrir utan skólan þar sem sumir voru að bíða eftir strætó og aðrir bara að kjafta. Loksins, loksins náði ég að taka þátt í samræðunum!! Ég hef alltaf verið svo mikill lúði í svona hópsamræðum með krökkunum og núna var ég bara hálfur lúði...samt lúði. Við vorum að tala um námið og kennarana og krakkana og bara voða gaman. Þegar svo strætóin kom þá stökk ég á hjólið mitt og ætlaði að leggja af stað í Bilka til að kaupa mér krydd en þá bað Malik bekkjarbróðir minn að bíða og við fórum samfó í Bilka. Malik er strákurinn sem ég skrifaði um, um daginn þ.e sá sem er alltaf að stríða mér...segir að ég líti svo heimskulega út og segir mér að sitja aftast því það sé staður fyrir mig. En nú vorum við bara eins og mestu hjón að versla í matinn. Hann er fínn þegar hann er ekki með stæla. Reyndar er ég búin að fatta hvað er málið með þessa stríðni í bekkjarfélögunum mínum. Þeir eru nefnilega alltaf eitthvað að skjóta á mig og láta mig líða asnalega. Ég hef nefnilega ekki séð þá láta svona við dönsku stelpurnar, bara spjalla við þær um heima og geima og svo fæ ég "fuck merki". En svo tók ég eftir í dag að þeir eru líka að stríða norsku vinkonu minni henni Elin. Ætli þetta sé ekki svona samskiptatækni sem þeir nota við okkur sem tölum ekki fullkomna dönsku. Þetta er svona þeirra aðferð að tala við útlendinga eða til að brjóta ísinn??? Hvað finnst ykkur??
En ég eldaði mér dýrindis svínasteik í kvöld og það bragðaðist mjög vel þó ég segi sjálf frá. Það er svolítið skrítið að elda svona flottan mat bara fyrir sjálfan mig en þetta var afgangur frá því úr grillveislunni og ef ég hefði ekki eldað þetta í kvöld þá hefði þetta skemmst. En æði gott.....mér finnst bara gaman að elda.
Fékk símtal áðan frá stelpu sem býr hér á kolligieinu og hún var að biðja mig að vera með í skemmtiatriði sem verður á þorrablóti 15 feb. Æfingar eru hefjast og það vantar í leikrit og eitthvað 80´s show. Ég sagðist auðvitað vilja vera með....þetta verður spennandi. :)
...og sú sem hringdi var Palla vinkona Guðnýjar sem er kona Sveinbjörns frænda....sem er sonur Bínu frænku sem er systir hans pabba!!!!!!! Palla býr á sama kolligie og ég og er með mér í kór. Hún hringdi til að bjóða mér far með sér í kórinn....Váhhh maður hvað ég var glöð!!! Þó ég sé bara búin að vera hér í rúma 2 mánuði þá eru þrír hlutir sem voru sjálfsagðir hlutir heima alveg "heaven" hér úti. Það er að vera á bíl, það er að horfa á sjónvarpið og það er að fara til Íslands. Alltaf þegar einhver segir "Já, ég fór heim í fríinu" þá opnast augun og ég vil fá að vita allt....hvernig var á lækjartorgi og í Kringlunni, er kalt?
En ég er alveg búin að sjá það út að því minna sem ég hef því glaðari verð ég þegar ég fæ að gera þessa hluti!! Eins og t.d með bílfarið, nú þurfti ég ekki að hjóla í þessum mikla kulda í kórinn heldur fór ég inn í hlýjan bílinn og spjallaði við stelpurnar og svo þegar Sandra hringir og segir mér að Bruce Willis eða Sean Connery séu í sjónvarpinu þá finnst mér svo gaman að horfa því að ég hef ekki sjónvarp sjálf og því horfi ég mjög sjaldan.
OG elsku vinir mínir.....nú getiði farið að telja niður dagana þangað til að ég kem heim því að ég er búin að kaupa miðann!!! ÉG kem heim 19 DES sem er eftir 44 daga!! Ég hlakka alveg rosalega mikið til. Í draumaheiminum mínum er ég búin að sjá fyrir mér þar sem ég hleyp Baywatch slow motion hlaup í fangið á pabba og mömmu þegar þau koma og sækja mig á flugvöllin og við grátum öll með brjálæðislegum ekka. Sjáiði þetta ekki fyrir ykkur? :) posted by benony 10:41:00 e.h.
sunnudagur, nóvember 03, 2002
Váhh, hvað það var gaman!!
Jæja, ég fór sko að djamma um helgina. Í gærkvöldi fór ég til Bryndísar og Gumma sem búa í sömu blokkarröð og ég og þar kom svo líka Gunnhildur sem er í sama námi og ég. Við grilluðum kjöt..eða réttara sagt grillaði Gummi kjötið og við kjöftuðum en ég bjó þó allavega til salatið. Við vorum með kjúkling, svín, og naut á boðstólnum og svo vorum við með grillaðar kartöflur og smjör, fræga salatið og svona grillpinna með grænmeti á. Þetta var svo mikið lostæti að það var engu lagi líkt. Það er líka rosalega langt síðan ég fékk svona góða máltíð....nammi namm. Þetta var yndisleg kvöldstund sem við áttum saman enda gott fólk á ferð.
Eftir miklar umræður og eftir að maginn var orðinn fullur þá héldum við áleiðis til íslendingafélagsins því þar átti að vera partý. Það var nefnilega fótboltamót hjá Íslendingafélögum um alla Danmörku um daginn og þar sem Odense vann þetta mót (jeiii) þá var þetta partý til að fagna. Þegar við komum voru reyndar flestir farnir en það var samt ennþá nokkrir þarna í fullu fjöri. T.d einn gaur sem var að auglýsa klámmyndakvöld og fékk hann viðurnefnið klámmyndagaurinn eftir það...svo voru fyndnir strákar þarna sem hópuðust í kringum mig og voru eitthvað að bulla í mér. Það kom svo upp úr krafsinu að þeir væru að leita að söngkonu í bandið sitt og þeir voru svo ánægðir þegar ég sagðist syngja svolítið. Það var alveg gefið five-ið og allt... en ég lét mig svo hverfa ásamt fólkinu sem ég kom með og missti því af tækifærinu að verða söngkona í þessu bandi.
Djammið hér í Odense veldur mér aldrei vonbrigðum...það er kannski vegna þess að allt er nýtt og spennandi. Við fórum á einn stað sem ég man ekki hvað heitir og þar borgar maður 20 kall inn og þar er svona klasi af skemmtistöðum, með allskonar tónlist og við getum bara labbað á milli þeirra. Voða sniðugt. Mér finnst gaurarnir á djamminu vera svo klígjulegir hérna. Þeir standa bara við dansgólfið og glápa. Dansa ekkert...standa bara þarna eins og þvörur með perralegan svip og glápa. Ojjj!! Svo ef maður óvart lítur á þá og nær smá augnkontakt þá færa þeir sig nær og þegar maður lítur undan þá færa þeir sig á sama og stað og setja upp perrasvipinn. Ég fæ alveg klígju.
Einn af skemmtistöðunum sem við fórum á var svona pianobar og þar sat maður við skemmtara og var að syngja svona gömul dönsk lög. Þetta leist okkur vel á og við plöntuðum okkur á þessum stað og reyndum að syngja með. Það var svo gaman því við könnuðumst við megnið af þessum lögum því danirnir í skólanum eru búnir að vera syngja þetta í partýjum Svo kom "Vi er röde...vi er hvide" æ, þið vitið fótboltalagið!!! Þá sungum við hástöfum með eins og við værum infædd. Voða gaman.
Svo var komið að mér að syngja í karaokee og þá var líka Ármann sem er í sama námi og ég búinn að bætast í hópinn. Þetta var orðið gott Naturvidenskabsdjamm en við söknuðum Sólveigu mjög mikið en hún var í Söndeborg yfir helgina. En ég sem sagt tók Tinu eins og í pöbbaröltinu í skólanum. Ég stóð mig það vel að þegar ég kom niður af sviðinu þá var Bryndís allt í einu farin að ganga í svefni. Þá fóru þau sköthjú og ég og Gunnhildur og Ármann héldum djamminu áfram. Við fórum á annan stað þar sem var spiluð svona allskonar tónlist og Ármann hló því honum fannst þetta einum of svona "píkuleg" tónlist. Þá hrópaði ég í eyrað á honum (því það var svo mikil tónlist) "Þetta skiptir ekki máli, þú ert í útlöndum"!! þá komu líka þessir rosalegu taktar og hann dansaði eins og hann væri að dansa í síðasta skipti. Eftir smá dillirí þá kom ég með þá vinsælu uppástungu að nú væri það "PIZZA" og liðinu leist vel á það. Við fórum og fengum okkur eina mjög svo góða og ískalt kók. Nammi namm
Eftir pizzuna náði Gunnhildur í leigara og við Ármann hjóluðum heim sæl og glöð, nema náttúrulega ekki alveg að meika að hjóla upp brekkuna en við meikuðum það samt. Frábært djamm...
Eftir skóla í dag kom ég við á Fredagsbaren í skólanum. Fyrirkomulagið hér er þannig að á hverjum föstudegi er einn eða tveir nýnemabekkir sem halda þennan Fredagsbar og ákveða eitt ákveðið þema sem á að einkenna barinn. Í dag var villta vestrið og fílingurinn var alveg að gera sig. Krakkarnir í þeim bekk sem sáu um barinn í þetta skiptið voru öll klædd í kúrekabúning sem og indíána og svona kúrekahórubúning. Þetta var mjög flott hjá þeim....það var spiluð kántrýtónlist og ég iðaði í skinninu að standa upp og taka línudansinn en það var samt ekki svona dansstemmning á fólkinu. Þetta var líka klukkan 14:00 til 17:30 þannig að fólk var kannski ekki komið í djammgírinn þó svo að það var er hella í sig öllum þessa ódýra bjór. Svo var live band að spila. Þetta voru strákar í læknisfræðinni, einn spilaði á gítar og söng og hin spilaði á munnhörpu sem var mjög flott. Þessi sem spilaði á munnhörpuna heitir einmitt Rasmuss hí hí!!! Þeir voru mjög flottir...tónlistin sem þeir spiluðu var svona eins og í myndinni "Oh, brother where art thou". Geggjað!
Ég er ótrúlega þreytt núna....hafiði tekið eftir að ég skrifa svo oft þegar ég er að leka niður af þreytu...ég nenni ekki á djamm í kvöld mér fannst Fredagsbaren í dag alveg nóg. En finnst ykkur ekki magnað að það sé bara klikkuð stemmning fyrir því að sitja inni í skólanum og drekka bjór um hábjartan dag. Svo reykja allir líka inni í skólanum eins og ekkert sé sjálfsagðara. Ég er samt búin að venjast þessu núna en mér fannst þetta ótrúlega skrítið þegar ég var nýkomin hingað. Bekkurinn stendur fyrir framan stofuna og bíður eftir að vera hleypt inn í kennslustund og helmingurinn er að reykja INNI í skólanum. Ótrúlegt....eða það fannst mér fyrst.
Æ, mér líður svo vel....er samt með áhyggjur af því hvernig ég á að komast heim um jólin. posted by benony 10:17:00 e.h.